Lögberg - 07.10.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.10.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 7. OKTÓBER 1943. ,...........HögbErg -...................... Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED Ö95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba ■ Utanáskrift ritstjórans: ” l EDITOR LOGBERG, ■ 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyriríram . The "Lfigherg" is printed and publishea by |1 The Culumhia Press. Limited, 695 Sargent Avenue ] ! “ Winnipeg. Manitopa ] PHONE 86 327 1 Nýtt sigurlán í uppsiglingu Eins og þegar er vitað, hefst útboð hins fimta sigurláns canadisku þjóðarinnar þann 18. yfir- standandi mánaðar, og verður það langstærsta lántakan, sem stjórn landsins hefir til þessa tíma beitt sér fyrir á innanlandsmarkaði; upp- hæðin, sem stjórnin, vegna vaxandi stríðssókn- ar, þarf að fá á hinum tiltekna tíma, nemur einni biljón og tvö hundruð miljónum dollara; og þetta er sú allra lægsta fjárhæð sem komist verður af með fyrst um sinn, og verður vitan- lega heldur ekki síðasta sigurlánið, sem stjórn- in verður að taka, því enn bíða löng og ströng átök framundan, sem óhjákvæmilegt er, að kosti mikið fé. Margar þjóðir kaupa, og hafa keypt frelsi sitt dýru verði; þær hafa borgað fyrir það í svita- dropum, tárum og blóði; slíkar greiðslur hafa þær int af hendi möglunarlaust, með ljósa með vitund um það, að fyrir frelsið, fæðingarrétt 1 ins frjálsborna manns, yrði aldrei of miklu fórnað. Land þetta byggir margættuð þjóð, þar sem fjarskyldir, og að mörgu leyti gerólíkir þjóð- flokkar, leggja lag sitt saman, og stefna að einu og sama markmiði; þeir eiga undantekningar- laust sammerkt í því, að elska landið, þótt línur skiptist ef til vill um starfsháttu og formsatriði; þeim er það einnig sameiginlegt, að elska freis- ið, og koma þegar til fulltingis við það, sé því stofnað í hættu, eins og nú er komið á daginn; vítisvélar möndulveldanna hafa, þrátt fyrir ó- mótmælanlega árvekni af hálfu canadiskra hernaðarvalda, verið á sveimi annað veifið, svo að segja upp í landsteinum við strendur þessa lands og ráðist á friðsama sjófarendur; og það verður þar af leiðandi ekki, um það deilt, að vér, sem lapd þetta byggjum, eigum persónulega hendur vorar að verja; vér eigum í frelsisstríði, sem verður að vinnast, og vinnast sem fyrst, án tillits til þess hversu mikið vér þurfum að leggja í sölurnar; og það kostar engu síður fé, að verja frelsi vort en frelsi annara þjóða; þetta verður hver og einn þjóðfélagsþegn að láta sér skiljast. StjÓrn þessa lands innheimtir alt það fé, sem hugsanlegt er í sköttum, og það, sem hún þarf umfram það að fá til reksturs stríðssókninni, verður hún að afla sér með sölu ríkisskulda- bréfa, eins og hún hefir gert frá byrjun yfir- standandi styrjaldar. Þegar á alt er litið, hagar nú svo til hér í landi, að þjóðin ætti að vera betur viðbúin sigurláni því, sem nú fer í hönd, en lánum undangenginna ára; góðæri hefir ríkt í landinu, og viðskiptaveltan tekið slík risaskref, að þjóðin er nú þriðja mesta verzlunarþjóð í heimi, eða gengur næst Bretlandi og Bandaríkjunum; þetta er vitaskuld því markverðara, sem vitað er, að íbúatalan í Canada nemur ekki fullum tólf miljónum. I frjálsu landi eins og Canada, kaupa þjóð- félagsþegnarnir sigurlánsbréf sín af fúsum og frjálsum vilja; þeim er ekki þröngvað til neins. Alt öðru vísi hagar til í hernumdu löndunum, þar sem ránshönd ofbeldisstefnunnar hefir farið eldi tortímingarinnar um borgir og blómleg héruð; þar strýkur enginn hendi sinni um frjálst höfuð; þar getUr enginn keypt ríkisskulda bréf á lögboðinn hátt, því þar eru öll lög að vettugi virt, og öll verðmæti hrifsuð með valdi. Canadisk sigurlánsbréf eru tryggasta inn- stæðan, sem fyrirfinst í þessu landi, því öll náttúrufríðindi landsins liggja til tryggingar að baki þeim. Canada hefir selt ríkisskuldabréf í 75 ár, og aldrei brugðist því, að greiða höfuðstól og vexti í réttan gjalddaga. Fáar þjóðir í heimi njóta betra lánstrausts en canadiska þjóðin, og slíkt geymir hún sem helgan dóm, jafnt heima fyrir sem út á við; á þeim vettvangi einnig, hefir hún leitt í ljós hæfileika sína til alþjóðaforustu. Ekki verður það til nýlundu talið, að þjóðir hafi látið hafa sig fyrir ginningafífl; slíkt hefir viðgengist á öllum öldum, þó fyrst kastaði nú tólftunum, er þeim Hitler og Mússolini lánaðist að binda svo rækilega helskó algengu mannviti hlutaðeigandi þjóða, að þar vissi naumast ekki einn einasti einstaklingur sitt rjúkandi ráð; af vitfirring þessara tveggja mannníðinga sýpur mannkynið seyðið í dag, beyskt á bragð og bölvi þrungið. * • Lengi vel framan af núverandi heimsstyrjöid, urðu sameinuðu þjóðirnar að sætta sig við varnaraðstöðu; nú er þessu alt á annan veg farið; nú hafa samstilt átök þeirra snúist upp í rammeflda sigursókn; senn verður okinu létt af hinum kúguðu þjóðum og stéttum, því nú má glöggt og víða heyra hjartslátt þeirra frelsisafia, sem leiða mannkynið út úr þokunni og inn í heiðríkju frelsandi nýsköpunar á vorri fögru jörð. Preálafélag Íslands tuttugu og fimm ára Eftir prófessor Richard Beck Prestafélag Islands var stofnað á prestastefnu landsins 28. júní 1918. og var því tuttugu og fimm ára gamalt nær júlílokum þessa árs. I tilégni af afmælinu ákvað stjórn félagsins að helga vorhefti “Kirkjuritsins” (maí—júlí) ein- göngu tuttugu og'fimm ára starfssögu félagsins og sögu deilda þess. Fór ágætlega á því, og er árangurinn ítarlegt og skilmerkilegt yfirlit yfir sögu þess og starfsemi deilda þess, prýtt fjölda mynda þeirra manna, sem þar hafa verið mest starfandi og skipað forystusæti, og myndum af fundarstöðum aðalfunda félagsins. Hafa þeir ritstjórar “Kirkjuritsins”, prófessorarnir Ás- mundur Guðmundsson og Magnús Jónsson, rit- að sögu félagsins sjálfs, en forystumenn deild- anna sögu þeirra. Hefst hitið á snjöllu afmæliskvæði til Presta- félagsins, eftir Valdimar V. Snævarr skólastjóa, og eru þessi upphafserindin: Þótt kreppt hafi jafnan kjörin þröng, vann kirkja vor þjóðlífsbætur, því þjóðsálin hyllti helgan söng, er hjöðnuðu vígaþrætur. En minning vor óx við aldagöng, — hún átti sér kristnar rætur. í friðarins skjóli fræðslustarf var framið af vígðum klerkum. Þeir þjóðinni geymdu göfgan arf í gullaldarfræðum merkum. Vér þökkum og blessum þetta starf — og þeir lifa’ í sínum verkum. i Munu flestir fúslega taka heilhuga undir þessi ummæli skáldsins um fræðslu- og menningar- starf íslenzkra klerka á liðinni tíð, og einnig þau orð hans síðar í kvæðinu, að enn finnist, góðu heilli, í hópi íslenzkra presta margir þeir menn, “sem fylkingabrjóstið prýða”. Prestafélagið var stofnað á fyrnefndri presta- stefnu með 27 félögum, er bráðlega urðu ná- lega allir guðfræðingar landsins félagsmenn þess. í bráðabirgðastjórn voru kosnir: dr. Jón Helgason biskup, séra Sigurður P. Sívertsen prófessor, séra Magnús Jónsson “prófessor, séra Eggert Pálsson, prófastur að Breiðabólstað, og séra Skúli Skúlason prófastur. Síðar var verk- um skipt þannig í stjórninni, að Jón biskup vaf kosinn formaður, Magnús prófessor ritari og Sigurður prófessor féhirðir. Aðrir formenn félagsins hafa þessir verið: séra Skúli Skúlason, 1919—1920, dr. Magnús Jónsson, 1920—1924, prófessor Sigurður P Sivert- sen, 1924—1936 og prófessor Ásmundur Guð- mundsson síðan 1936. Talar ritið sérstaklega um “hina merkilegu stjórn” prófessors Sigurðar P. Sivertsen á félaginu, enda var hann einum rómi kosinn heiðursforseti félagsins er hann lét' af formannsstörfum. Auk núverandi formanns fél- agsins, prófessors Ásmundar Guðmundssonar, skipa þessir prestar stjórn þess: séra Árni Sig- urðsson, ritari, séra Jakob Jónsson, séra Guð- mundur Einarsson og séra Frlðrik Hallgríms- son. Féhirðir er frú Elísabet Jónsdóttir, ekkja séra P. Helga Hjálmarssonar, er gengt hafði því starfi árum saman. Félagið var sérstaklega stofnað með það fyrir augum að gæta hagsmuna íslenzku prestastétt- arinnar og kirkjunnar, eða eins og það er orðað í lögum þess: “Félagið vill vera málsvari hinnar íslenzku prestastéttar, efla hag og sóma hennar inn á við og út á við, og glæða áhuga presta á öllu því, er að starfi þeirra lýtur og sam- vinnu þeirra í andlegum málum þjóðarinnar:” Hefir félagið, eins og saga þess sýnir, unnið trúlega að þessu marki og sú viðleitni þorið margháttaðan árangur og góðan í þágu presta- stéttarinnar og kristni landsins. Meðal annars hefir það haldið uppi ferðaprestsstarfi, látið sig skifta mannúðar- og félagsmál. kristindóms- fræðslu barna og önnur æskulýðsmál. Þá hefir félagið beitt sér fyrir því, að haldnir hafa verið kirkjufundir fyrir land alt, sem unnið hafa hið merkasta starf og mega því teljast hin þarfasta nýbreytni. Félagið hefir einnig haft með höndum næsta víðtæka og merkilega bókaútgáfu; það hefir gef- ið út prestahugvekjur og ýms önnur þörf rit trúarlegs og guðfræðilegs efnis, svo hin efms- miklu og ágætlega sömdu erindi dr. Björns B. Jónsson, “Guðsríki” (1933). Af öðrum ritum þess má sérstaklega nefna “Kvöldræður í Kennara- skólanum” eftir séra Magnús Helgason skóiá- stjóra; “Hálogaland” eftir Eivind Berggrav biskup, í þýðingu þeirra háskólakennaranna Ásmundar Guðmundssonar og Magnúsar Jóns- sonar, og “Kristur á vegum Ind- lands” eftir Stanley Jones, í þýð- ingu séra Halldórs Kolbeins. Eigi%afa tímarit félagsins síð- ur verið athyglisverð, en þau eru “PrestaféaagsVitið”, undir ritstjórá prófessors Sigurðar P. Sivertsens; “Kirkjublaðið”, undir nitstjórn séra Knúts Arngríms- sonar kennara og séra Björns Magnússonar prófasts; og “Kirkjuritið”, en ritstjórn þess er getið hér að framan. Frásagnirnar um störf hinna ýmsu deilda félagsins eru hinar greinarbestu og bera því vitni, að þær hafa drjúgum stutt að starfsemi þess og kirkjulegu starfi í heild sinni. Þegar rennt er augum yfir starf Prestafél- agsins og deilda.þess, er það því augljóst mál, að það hefir langt- um meir en réttlætt tilveru sína, og er þegar orðinn merkur þáttur í kristnisögu íslands. Vel- unnarar þess hérna megin hafs- ins, sem vafalaust eru margir, óska því heilla í framhaldandi starfi sínu kennilýð og alþjóð ættlands vors til blessunar. Sumarför Eflir séra Sigurð Ólafsson. (Framh.) Við fórum frá Blaine til Seattle þann 11. júlí, en þann dag átti að setja séra Harald S. Sigmar inn í embætti sitt, sem sóknar- prest Hallgrímssafnaðar í Seattle hafði eg lofað séra Haraldi föður hans, forseta Hins Ev. Lúterska Kirkjufélags vors, að vera þar viðstaddur og taka ofurlítinn þátt í athöfninni. Fórum við hjónin með árdegis lestinni til Seattle. Hins sama gætti þar eins og hvarvetna á lestum og almerin- ingsvögnum á þessum tímum, að örðugt var að fá sæti, — alt fult af fólki hvarvetna. Skúraveður var í lofti, en birti er á daginn leið. Einn af fornvinum mínum, Grímur Ásgrímsson Hallsson, mætti okkur, ásamt konu sinni á stöðinni. Var hann svo hugsun- arsamur að keyra norður til Ballard umhverfisins um Queen Anné Hill, gafst okkur þaðan að sjá hið fegursta útsýni yfir nærri alla borgina, höfnina og Elliot- Bay. Er þaðan að sjá ógleyman- lega fagurt útsýni yfir hina stór- feldu og víðlendu borg. En Seattle er mér að mörgu leyti ógleymanleg og hugum kær, — og um margt sérkennilegsta og fegursta borgin er eg hefi séð. — Fyrst hafði eg til Seattle kom- ig 14. marz, 1903, þá ur.glings- maður, nýkominn frá íslandi. I borginni taldi eg heimili mitt þaðan af til haustsins 1910, er eg hóf prestaskólanám. Á þess- um árum lagði eg stund á ýmsa algenga erfiðisvinnu, meðai annars vann og í átta mánuði við undirgöngin undir borginni (Great Northern Tunnel), síðar tvö ár á strætisvögnum borgar- innar, og síðustu þrjú árin í þjón ustu Pacific Telephone and Telegraph félagsins. Fjóra vetur hafði eg stundað þar nám á kvöld skólum. öll árin er eg átti heima bg þjónaði í Blaine hafði eg ver- ið þar kunnugur og átt þar ítök; flutti þar og messur við og við síðustu tvö prestskaparárin mín í Blaine. Um öll þessi ár er eg hefi dvalið “austan fjalla”, átti eg samband við stöku vini er eg þar átti; fanst mér því, er við keyrðum norð-vestur til Ballard umhverfisins, að í vissri merk- ingu væri eg kominn á æsku- stöðvar — forn-kærar, þrátt fyrir allar breytingar í hinu ytra um- hverfi borgarinnar, er stórfeldar voru — og mér gátu ekki dulist. Við vorum sem heim værum við komin, er heim til Gríms kom; svo ástúðlegar voru við- tökurnar; er hann giftur konu af Amerískum ættum, — frá New York umhverfi. Þar nutum við hvíldar og endurnæringar um stund. Eftir að hafa snöggvast heilsað upp á systir hans, Mrs. T. M. Toski, og aðra vini þar, héldum við til kirkju Hallgríms- safnaðar, sem er þar í grend- inni; er kirkjan á fögrum stað, stórt hús og myndarlegt, en hefir sýnilega verið mjög breytt, að innréttingu til, frá því sem upp- haflega var til ætlast. Fólk var að streyma að kirkjunni, var margmenni þar saman komið. Þá þegar mætti eg séra Haraldi, einnig hinum nývígða sóknar- presti, syni hans og séra Kol- beini Simundssyni er einnig tók þótt í innsetningarathöfninni. Athöfnin fór hátíðlega fram og var áhrifamikil. Séra Haraldur, faðir sóknarprestsins unga pré- dikaði, og tókst það mætavel. Söngurinn var góður, undir stjórn Mr. Björnsson frá Mount- ain, N.-Dak., — Miss Frederick söng fagran og aðlaðandi ein- söng. Upphafs þáttur guðsþjón- ustunnar fór frma á ensku, en lokaþáttur hennar á íslenzku, þjónaði eg fyrir altari. Tiltölu- lega fáa þekti eg, við fyrstu at- hugun, utan Mr. og Mrs. Karl Fredrick, Mrs. Helgu Sumarliða- son, móður hennar, Hallssons systkinin — og stöku gamla og yngri samferðamenn, úr Seattle og Blaine umhverfi. Skyndi myndir svífa mér fyrir sjónir, sem í leiftursýn væri — frá löngu liðnum tímum — frá starfstíð séra Jónasar A. Sigurðssonar — en í hans tíð var eg meðlimur safnaðarins og sunnudagaiskól- kennari á árunum 1907—1910 — Séra Jónas er með öllu ógleym- anlegur, þeim er kyntust honum og lærðu að meta gáfur hans og snilli. — Eg hugsaði um séra Kolbein og konu hans, er gengu örugg, út í starfið og þjónuðu þar í söfnuðinum í þrjú ár. Einnig hvarflaði hugur minn til séra Runólfs Marteinsonar, er þjónaði um hríð í Seattle — í hans tíð var ráðist í að kaupa þessa stóru kirkju, sem nú er að fullu borg- uð. Hugur minn dvaldi að síð- ustu við vin minn, séra Kristinn K. Ólafson, er þjónaði Hallgríms- söfnuði frá 1930—1942, hinn glæsi lega leiðtoga, er eg syrgi svo sárt — að nú um hríð, er úr þjónustu kirkjufélags vors; en sem eg vona að brátt prýði hóp vorn á ný, með hæfileikum sín- um, sem fágætir eru, að svifhæð og víðfeðmi. — Ný tækifæri til framsóknar eru nú fyrir hendi fyíir Hallgrímssöfnuð, stöðugur innflutningur íslenzks fólks til borgarinnar, — kirkjan skuld- laus, en ung og vel hæf prestg- hjón að byi-ja starf, árna eg þeim, og sþfnuðinum blessunar Guðs í starfi og framsókn fyrir málefni Jesú Krists — í Seattle borg — og hvar helzt sem leiðir þeirra liggja. \ Að guðsþjónustu aflokinni var kaffi samdrykkja í neðri sal kirkjunnar. Þar mætti eg mörg- um er eg kannaðist við, en hafði vart tækifæri til að heilsa upp á alla er eg kannaðist við. Var orðið síðla kvölds, er við hjónin fórum með Simundsons hjón- unum til gistingar á heimili þeirra, í suð-vestur hluta borgar- innar. Wartime Prices and Trade Board Eins og tekið var fram í síð- asta blaði, gengu D seðlar núm- er 4 og 5 í gildi 30. sept. í stað 14. okt. Sama dag var gildi seðl- anna aukið á ýmsum vöruteg- undum. Þessi breyting var gerð til þess að fólk gæti keypt sér hunang, molasses eða síróp í vanalega stórum ílátum. Nú fæst t. d. 4 punda fata af hun- angi með 4 seðlum, 3% pund flaska af sírópi með þrem seðl- um o. s. frv. • Spurningar og svör. Spurt. Hvenær ganga D seðl- ar númer 6 og 7 í gildi? Svar. Ekki fyr en fimtudaginn 11. nóv. Og seðlarnir sem eftir eru þá, öðlast svo gildi tveir og tveir í einu, á fjögra vikna fresti. Spurt. Eg hefi enn 'ekki notað fyrstu þrjá D seðlana. Má eg nota þá hvenær sem er? Svar. Já. Þessa seðla má nota hvenær sem er. Gildis tímabilið er ekki takmarkað. Spurt. Það er orðið fjarskalega erfitt að fá nokkuð af barna nær- fatnaði í bænum sem við búum í. Af hvaða ástæðu er þetta og hvernig er hægt að bæta úr því? Svar. Það er búið til meira af barna nærfötum nú, en nokkru sinni áður. En eftir.spurnin hefir aukist svo mikið að fáanlegar birgðir hrökkva ekki til. Fólk er því beðið að kaupa ekki meira en mögulega er hægt að komast af með, og nota og sníða upp úr því sem til er af gömlum fatnaði til þess að hver flík endist sem allra lengst. Spurt. Við höfum alið tvö svín til heimilis neyzlu. Fáum við að slátra þeim ef við látum af hendi helming kjötseðlanna okkar til Local Ration Board. Svar. Samkvæmt reglugerðun- um, er fólki, sem ekki býr á bújörðum eða kallar sig bændur, leyft að ala sér tvær skepnur til heimilis neyzlu ef kjötið er alt borðað heima fyrir og ekkert látið af hendi til annara. Það á samt að tilkynna Local Ration Board skriflega; senda þéim nafn, utanáskrift, fjölda heimilis- manna og láta skrá ^ig sem slátrara í smáþorpi eða bæ. Það verður einnið að afhenda mán- aðarlega kjötseðla sem svara ein- um seðli fyrir hver tvö pund af kjöti. Aldrei þarf maður samt að láta af hendi meira en helm- ing af kjötseðlum heimilismanna. Hinn helminginn má nota til þess að kaupa aðrar kjöttegund- ir. og breyta þannig um mat, af og til. Spurt. Eg er að flytja í burtu og ætla því að selja það sem eg á af niðursoðnum ávöxtum og Jam. Má eg selja þetta prívat- lega til einstaklinga? Svar. Ef þér er ekki mögu- legt að flytja matinn með þér, þá átt þú að tilkynna skömtun- ardeild W. P. T. B., senda þeim nafn þitt og heimilisfang, einnig nöfn og utanáskrift þeirra sem keyptu, tiltaka hve margar mæld General Sir Harold Alexander. Mynd þessi af hinum víðfrægá herforingja Breta, General Sir Harold Alexander, var fyrir skömmu tekin í Cairo.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.