Lögberg - 25.11.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.11.1943, Blaðsíða 3
3 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 25. NÓVEMBER 1943. Eld-flugan ('The Rocket) Eftir Jaffle í Reynolds News London. “Bráðum verður Eldflugan al- gengt flutningatæki”. Mér var send blaðagrein með þessari fyrirsögn, líklega til trúarstyrk- ingar, eða eitthvað í þá áttina. Greinin fjallar um hinar vísinda- legu framfarir gagnvart ferða- lögum og flutningum í fram- tíðinni. Mér fanst kalt vatn renna milli skjnns og hörunds. Var ekki nægilegt ,að hafa fengist við vísindaleg spursmál í 50 ár og leyst úr allmörgum þeirra, þó þetta bættist ekki við? En eitt eða tvö undrunarefni í ofaná- lag, gjöra ekki mikinn mismun. Grein þessi skýrir frá, hvermg skip og flugvélar verði knúin af Eldflugum í stað nútíðar véla og skapi þannig nýtt tímabil í sögu flutninganna. Ávinningurinn er tvöfaldur, eftir því sem mér skylst: flug- vélar geta gripið flugið á skemmri tíma og flogið hærra en nokkru sinni fyr. Nú munu sumir spyrja, hvers- vegna flugvélar þurfi endilega að ná fluginu á styttri tíma og hvaða erindi þær eigi lengra út í himingeyminn. Eg fyrir mitt leyti er mjög fýsandi þess, að þær komist sem allra fyrst úr heyrnarfæri og séu þar sem lengst að mögulegt er. Mér mundi þykja vænt um hverja þá uppástungu sem gæfi okkur til baka þá rólegu tíma sem ríktu, áður en alt himin- hvolfið varð eins og dauðsjúkur stórgripur, með hljóðum, ópum og djöfulgangi — jafnvel þó ekki væri nema nokkrir klukkutímar á viku hverri. En hávaðinn er nú ekki ástæð- an fyrir þessari nýstárlegu hug- mynd, vegna þess að fólk er yfirleitt hneigt fyrir háreisti; enda minnir sífald sönglist svo notalega á fyrirheitið um himna- ríki.* Með því að lesa milli línanna, skylst mér að gagnsemi þessarar nýbreytni verði aðallega á hags- munasviðinu, en hvernig, það er ekki algjörlega ljóst í fljótu bragði, vegna þess að ekkert er unnið með því að skjóta hinum og þessum verðmætum sem lengst út í himingeyminn, ef keppinauturinn getur skotið jafn langt. Eg kemst að þeirri niðurstöðu að hugmyndin um þennan aukna hraða og margfölduðu vegalengd, sé að einhverju leyti tengd yið viðskifti við aðra hnetti. Óneitanlega væri þetta hag- kvæmt fyrir hvert það ríki er mikið hefði að selja af heima- tilbúnum varningi. Hinir gáf- uðu og mentuðu lesendur munu vafalaust hafa áttað sig á því, að fyrsta grein viðskiftalaga hvers auðvaldsríkis er, hvernig sé hægt að koma öllu þessu í peninga; það vill svo til að þetta er einnig aðalviðfangsefni ó- breyttra óbótamanna. Með öðr- um orðum: hvernig er hægt að koma öllu þessu verðmæti und- an, svo ekki þurfi að skifta því meðal þurfandi alþýðu. Hér erum við í ljótri og stöð- ugri klípu, vegna þess sérstak- lega að vélaframleiðsla hefir náð slíku hámarki, að eitt öflugt iðn- aðarríki gæti auðveldlega fram- leitt nægilegt fyrir alla veröld- ina af nauðsynlegum aðalvarn- ingi. En við getum ekki gjört það eina sem ofurlítið vit er í — sem varla er von — að borga verkamönnum full árslaun fyrir vinnu, sem ekki nemur ári. Slíkt háttalag gæti skapað heila þjóð af verkamönnum er tækju lífið of létt og söfnuðu ístru. Hér er hætta á báða bóga. Þetta vandaspursmál er hverf- andi á stríðstímum þegar mestur hluti þjóðarframleiðslunnar er fluttur út úr landinu, eða sprengd ur í loft upp og kemur aldrei niður aftur. En bak við þennan núverandi bjarta sjóndeildar- hring, frúfir dimmur og drunga- legur skýjabakki — hættan á algjörri afvopnun. Fyr eða síðar rennur upp sá dapri dagur, er ófriðarmistrinu léttir og ráða- menn okkar verða nauðugir vilj- ugir að framleiða almennar nauð synjavörur uppihaldslaust; þá kemur til úrræða þetta brenn- andi spursmál: hvernig getum við komið öllu þessu verðmæti undan og hverjum getum við selt það? Svarið er alveg við hendina. Eldflugan kemur ein- mitt hér eins og hún væri kölluð; með hennar hjálp, flytjum við allann varninginn burt af hnett- inum. Harvard stjörnuraunsóknarstof an byrti nýlega tölu fundinna stjarna á einum þriðja af himin- hvolfinu; nam talan 30 biljón- um. Enginn hefir svo mér sé kunnugt, farið þess á leið við íbúa þeirra að þyggja af okkur peningalán til endurbóta heima- fyrir; einnig hefir gjörsamlega verið vanrækt að auglýsa þar ágæti og yfirburði enskra vöru- tegunda. Allur þessi stjarnafjöldi og íbúar þeirra, er aðeins smár hluti þess svæðis og þeirra einstakl- inga sem gætu með tímanum komið til mála, vegna þess að bestu stjörnukíkirar, eru ekki fullkomnari en það, að þeir ná aðeins þeim himinhnöttum, sem eru 100 milljónir ljósára frá jörð- inni. Hér er því allvíðtækt svæði, r^iðubúið fyrir ógrynni af varn- ingi, óendanlegur geimur — öll gamla himinfestingin. Eg hefi gjört lauslega áætlun á þá leið, að jafnvel þó við lét- um allar okkar iðnaðar verk- smiðjur vinna 8 stundir á dag í 10 ár, með nýmóðins vélum fyrir bómull, ull, silki og vélar, þá mundum við samt ekki gjöra meira en fullnægja svæði sem svarar tveimur ljósvikum út frá jörðinni, með framleiðsluna. En með 30 billjón veraldarmarkaði til að arðræna, geta öll ríki ver- aldarinnar framleitt af fullum krafti, án ótta við samkeppni eða söluteppu. Hér er þá bent á möguleika til að halda hinni ágætu stríðs- tíma framleiðslu áfram með full- um krafti, yfir næsta friðartíma- bil, á þann hátt að senda af- raksturinn út í himingeiminn. Það skiftir engru máli hvert hann fer, alt sem máli varðar, er að hann komi aldrei niður til jarðarinnar aftur, og það er und- ir ágæti Eldflugunnar komið. Longfellon sagði eitt sinn, eftir nokkur heilabrot um viðskifta- fræði: I short a surplus into the air it disapearid, I know not where, and what is more, I do not care, so long as it will stay up there. Lauslega þýtt, Jónbjörn Gíslason. Bæjarstjórnarkosningar Við í hönd farandi bæjar- stjórnarkosninðar býður sig fram í fyrstu kjördeild, Roy Shefley, undir fána Labor progressive CAHADA CALLIHG! I *ervc Canada by réleasing a man for more A.ctive Duty Because Action is necessary l’m serving Canada AGAIH Hittið næsta liðssöfnunarmann að máli Jóhann Frímann: Þrjú Eyktamörk AÐ MORGNI Þú stendur hljóð við kirkjukórsins grátur, kjóllinn er nýr og sjálf ertu fjórtán ára. í gær um bæinn barst hinn glaðværi hlátur barnsins og hófst og féll eins og hviklát bára. — í dag ertu hljóð og krýpur á kórsins flos kyrlát og bljúg og stekkur ekki bros, — , og glúpnuð augun rekja á klerksins klæðum kynlega slungna þræði og stungin spor, ð á meðan þú feimin hikar í helgum fræðum og hvíslar í barm þér: “Faðir vor”. Þú krýpur þarna við kristninnar sáttmálsörk, ' og kvíðvæn rís þú, þyngri en áður í spori, — svo hugstola, dyggileg, en líkist þó ljósri björk, sem laufgast í sölnuðum skógi á nýju vori. Þú spennir greipar um brjóstið svo hreint og heitt og hugsar kannske um drottinn — kannske um ekki neitt. í augunum vakir kynleg og hvikul þráy sem kviknaði fyrst og hófst við barmsins ris, — það er heiðinn blettur í hjarta, sem vígslan vann ekki á, og válegt getur hent þig æfislys. Þú skilur það ekki sjálf, — en lest þó í hálfum hljóðum heilaga bæn, á meðan stundirnar þverra, og stamar og villist í kirkjunnar lausríma ljóðum: “Leið þú oss ekki í freistni, herra!” Sama döggin, sem laugar iljunnar hvarm, * lyftist úr djúpi hversins og frýs á jökulsins tindum, eins mun sá dreyri, sem seytlar nú bljúgt um þinn barm, brenna síðar — og frjósa — í dyggðum — og syndum. Og sama klukkan, sem kveður þitt brúðarlag, jmm kalla þitt hold til moldar þinn efsta dag. — Því hvar, sem örlagabáran um hafið þig ber, mun brenna hinn duldi eldur í ríku geði: ástin er valdið, sem vakir í hjarta þér, og veldur þér dýpstu sorgar — og æðstu gleði. AÐ AFLIÐNU HÁDEGI \ Eg gaf þér brothætt ker í brúðargjöf úr blendnum leir og steypt í hiki og vafa, en barmafullt af beiskum jarðarsafa úr brönugrassins rót í klettagröf. — Þú hefir ennþá varðveitt heilt hið halla ker, — þó hrekkur flest í lífsins önn, sem veikt og brothætt er. Við leiddumst ung og djörf að morgni gegnum dagsins dyr, þann dag skal lofa að kveldi, — en ekki fyrr. — Og svo er skáldum sagt, að það sé kannske helzta hlutverk vort að hefta vora tungu og ljóðasmíð, — að kunna að tala — og þegja — í tæka tíð, því fegurstu ljóðin verði aldrei ort. ♦ + ♦ AÐ KVELDI SKAL DAG LOFA Þigg hjartans kveðju frá börnunum, sem þú barst undir brjóstinu, mamma, þegar ung þú varst, þótt fátæklegt sé að þakka það með ljóði, sem þú af ástúð gafst af holdi og blóði. Við getum talið þinn aldur og feril í árum, og ellinnar vott við sjáum á gráum hárum, en hitt fær enginn metið, mælt það né vegið, hvað mamma okkar gaf og við höfum af henni þegið. Mörg fánýt raun er hafin til skýja í heimsku, mörg hetjusagan er týnd og fallin í gleymsku, sá hlaut oft frægð, sem hefir þær ort og skrifað, en hinn er þó meiri, sem fékk þær reynt og lifað. Við vitum það, mamma, að þú ert ennþá ung, þótt ytri svipur sé breyttur og sporin þung, því fórnarlundin er söm í athöfn og orðum, og ást þín jafn heit og björt sem við vögguna forðum. í anda við mætumst því öll í kveld við þín móðurkné, og krjúpum í hljóði og óskum að blessuð sé þín minning, þótt bráðum húmi að hinzta kveldi og hallir lífsins brenni í tímans eldi. Þjáning dauðans og mildi lífsins mættust við þína sæng, mamma, við upphaf míns skeið undir náttskuggans þunga væng. Máske þeir bráðum komi aftur og krjúpi við beðinn-þinn, — konungur dauðans og lífsins mætast þar báðir — í annað sinn. Dagur. sambandsins. Hann er fæddur ár- ið 1909, hlaut mentun sína á Greenway skólanum; vann fyrir C.N.R. í 15 ár, fyrst sem bók- haldari og síðar fréttaþráðaþjónn. Einnig var hann um skeið for- stjóri “The Foresters products corporation”. Árið 1939 tók hann fyrst þátt í opinberum málum, er hann gekk í “The League for peace og democracy” og maétti sem fulltrúi á ráðstefnu þess félagsskapar í Ottawa, árið 1941. Nú sem stendur er hann skipu- lagsstjóri fyrir Labor progressive félagið innan Winnipeg-borgar og einn af forstöðumönnum þess félagsskapar, í Manitoba. Einnig er hann formaður Dr. Bethune klúbbsins hér í bæ. Shef, — eins og hann er nefnd- ur af vinum og kunningjum — hefir gefið sig allmikið við íþrótta málum á undanförnum árum og var meðlimur “The Falcon athletic club”. Hann bauð sig fram til her- þjónustu en var hafnað af heilsu- farslegum ástæðum, þrjár til- raunir hefir hann g.iört í þessu efni, en árangurslaust. Mr. Shefley er kvongaður og á tvær dætur: Sheila, sjö ára og Marlene sex. Þetta er í fyrsta sinn er hann býður sig fram til bæjarstjórnar. Hann er íslenzkur í aðra ætt; móðir hans, Ingibjörg Shefley hefir verið góður borgari Winnipeg-borgar um langt skeið og er enn. Vonandi er að íslendingar í fyrstu kjördeild láti hann njóta ætternis á kjördegi. Allir sem þekkja manninn, vita að hann er gáfaður og góður drengur og einlægur framfaramaður; væri því sæti hans í bæjarstjórn prýði lega skipað. Að mestu úr Free Press. J. G. Business and Professionai Cards Drummondvilie CottonCo. LTD. 55 Arthur St., Winnipeg Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. Blóm siundvíslega afgreidd THE ROSERY StofnaO 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. LTD. G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH MANITOBA FISHERIES WINNIPKG, MAN. T. Bercovitch' framkv.stj. Yerzla í heildsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 Heimasfmi 55 463 1ílei/ers SímæMos -CUL, (anjest PhotoyawhicOifanijatwnlhCanadi 224 Notre Dame- fHONE 96 647 J CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director IVholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfræSingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali F6ik getur pantað meðul og annað með pósti. Fljðt afgreiðsla. Office Phone 88 033 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 166 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON Lögfrœðingar 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sfmi 98 291 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENOE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsðbyrgð. bifreiðaábyrgð, -o. s. frv. Phone 26 821 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Legsleinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari SkrifiO eftir verðskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur Ukkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legstelna. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talstmi 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlml — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofuslmi 22 251 Heimilisstmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talslmi 30 877 Viðtalsttmi 3—5 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.