Lögberg - 23.12.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.12.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. DESEMBER 1943 Höglierg Gefið út* hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED' 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: ^EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyriríram The “lAigberg" is printed and publishea by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoua PHONE 86 32 7 Jólin Þótt umhverfi jarðarbarna sé víða blóði drifið; og gnýr hinna bitrustu vopna skelfi þjóðirnar, hvelfist þó yfir sléttunni vestrænu heiður him- inn hvítra og mildra jóla; en þrátt fyrir allar hamfarirnar, alt brjálæðið, nær jólaboðskapur- inn þó enn til mannanna, fagur sem fyr, sterkur og straumþungur sem fyr, máttugri öllum öðr- um öflum, því innan vébanda hans felast hin ei- lífu fyrirheit um frið á jörð; fyrirheit, sem ein eru þess umkomin, að gera friðarþrá manna að virkri staðreynd, og skapa nýjan himinn og nýja jörð. Og þá verður sungið og sagt: Sjá, alt er orðið nýtt, því hið fyrra er farið. Margir menn láta sér fátt til finnast um jólin vegna þess, að þeir hafa litla sem enga tilraun gert til þess að gerskilja tilgang þeirra; aðrir vantreysta guði vegna þess að þeir hafa ekki tai- ið það ómaksins vert, að setja sig í samband við hann, og er þá sízt að furða þótt mennirnir van- treysti hverjir öðrum; og þó sýnist það deg- inum ljósara, að traustið á æðri máttarvöldum sé eina bjargarvonin, eini vegurinn, sem til lífsins leiðir, út úr niðaþoku\haturs og mis- skilnings. Við jólaborðið, einnig hér með oss, verða að þessu sinni, eins og svo oft endranær auð sæti; sum þeirra verða aldrei aftur fylt, og reynir þá vitaskuld mjög á þolrif þeirra, sem hlut eiga að máli; en ekki sízt þá, birtist engill vonar- innar við hliðið, og tekur í hönd þeirra allra, sem um sárast eiga að binda; hann gleymir engum. Höfundur ^ a j...rð; hann er altaf að koma. Indverski skáldspekingurinn Tagore lýsti komu meistarans á þessa leið; og er þýðingin á ummælum hans tekin upp úr Eimreiðinni: “Hafið þér aldrei heyrt fótatak hans? Hann er að koma — koma — alt af að koma. Á hverju augnabliki og hverjum tíma, hverj- um degi og hverri nóttu er hann að koma — koma — alt af að koma. Hann er að koma í glaða sólskininu á hinum ilmandi apríldögum eftir skógarstígunum — koma — alt af að koma. Um dimmar regnþrungnar júlínætur er hann að koma í þrumureið skýjanna — koma alt af að koma. Þegar sorgirnar steðja að mér, þá'er það fóta- tak hans, sem þjáir hjarta mitt, og þegar sál mín fyllist unaði, er það hann, sem fer um hana eldi sínum.” Miljónir manna og kvenna hafa öldum saman fundið til þess í hjartanu, að meistarinn væri alt af að koma, þótt tiltölulega fáum sé auðið að koma að því eins fögrum og eftirminnilegum orðum og Tagore hinum indverska lánaðist; enda er það ekki aðalatriðið; hitt skiptir marg- falt meira máli, að vita að hann sé alt af að koma, og finna til styrkjandi nálægðar hans í hjartanu. Eftirfarandi ljóð heimfærist, að því er oss skilst, alveg dásamlega upp á ofangreindar hug- leiðingar: Eg heyrði hann tala. — Aðeins augnablik. — það er mér nóg. Það tæmir dauðans höf. Eg vildi að þetta eina augnablik þér allir fengjuð nú í jólagjöf. Ó, hlustið, hlustið. Hann er meðal vor, og hann er enn að gefa blindum sýn og blómum strá í barna sinna spor og biðja, hvísla: Komið þér til mín! Ljóð þetta lætur ekki mikið yfir sér; en engu að síður felst í því heilt úthaf af lífsfegurð og sigurvissu. Að svo mæltu árnar Lögberg íslenzka mann- félaginu austan hafs og vestan, góðra og giftur ríkra jóla! Prédikun Fluft við útvarpsguðsþjónuslu í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, 28. nóv. 1943. Eflir séra Valdimar J. Eylands. “Efni vort er það sem var frá upphafi, það sem vér höfum heyrt, það sem vér höfum séð með augum vorum, það sem hendur vorar þreifuðu á, — það er orð lífsins. Það boðum vér yður til þess að þér getið haft samfélag við föðurinn og við son hans Jesúm Krist. Þetta skrifum vér yður til þess að fögnuður yðar geti orðið fullkominn.” I. Jóh. 1:1—4. Þetta skrifum vér yður til þess að fögnuður yðar geli orðið fullkominn. Hinn fullkomni fögnuður! Hér er efni sem grípur ímyndunarafl vort föstum tökum. Hér er nokkuð sem allir eru að leita að, en fáir hafa fundið. Vafalaust höfum vér öll um það hugsað hvers eðlis það afl muni vera, sem knýr menn- ina áfram í þrotlausu stríði þeirra og baráttu. Vér sjáum sjálfa oss og alla aðra sem vér þekkjum í stöðugri sókn; vér störfum og stríð- um, hnjótum og hnígum til jarðar í ýmsum skilningi, aðeins til þess að standa upp aftur jafnharðan af þess er kostur og halda enn áfram. Hvert er ferðinni heitið? Hvaða takmark er framundan? Ef búast mætti við svörum mýndu þau verða með ýmsum hætti eftirupplagi manna og skaplyndi, en samnefnari þeirra allra mundi verða: Vér erum að leita að hinum fullkomna fögnuði, að lífshamingju, að farsæld. Það er hið óseðjandi hungur manna eftir gæðum lífs- ins sem er driffjöðrin í öllum orðum manna og athöfnum frá því að vér verðum oss fyrst með- vitandi um lífið og til hinztu stundar. Á bak við hverja hugsun og hvern verknað liggur ótti yfir því að einhver annar kunni að vera fyrri til að hrifsa það sæti sem vér höfum hugsað oss að njóta við háborð lífsins. Þess vegna þreyta menn látlaust kapphlaup um þá hluti sem þeir telja að muni tryggja sér hamingjuna, og hinn fullkomna fögnuð yfir lífinu og gæð- um þess. Öllu sem hindrar þessa framsókn vilj- um vér ryðja úr vegi; alt sem gjörir leiðina auðsóttari viljum vér efla. Á alþjóðasviðinu skapar þessi viðleitni hin grimmilegustu stríð, eins og það sem nú er háð. Þeir menn éru ávalt til sem ekki hika við að úthella blóði sjálfra sín og annara til þess aí halda því sem þeir hafa, jafnvel þótt það sé ranglega fengið, eða til þess að eignast annara góz, lendur og lausafé. A sviði einstaklingslífsins skapar þetta úlfúð og hatur sem eitrar frá sér og gjörir sambúð mann- anna ömurlega. En það er eins og þungur skuggi hvíli yfir allri þessari viðleitni einstaklinga og.þjóða. Vér verðum þess oftast vísari fyr eða síðar að flest af þessu sem vér erum að leitast við að eignast er í sjálfu sér fánýtt, og er mjög fjarri því, jafn- vel þegar bezt lætur að gefa nokkurt fyrirheit um farsæla æfileið. Vér höfum vafalaust öll sett oss eitthvert sérstakt takmark, sem vér beitum öllum kröftum til að ná. Vér höfðum þá brú að ef oss aðeins heppnaðist að ná þessu marki myndum vér verða fyllilega ánægð og ekki krefjast neins frekar af lífinu. En viti menn, engu fyr var takmarkinu náð, hið eftirsótta hnoss oss í hendur fengið, en gleðin yfir því að hafa öðlast það var horfin, og vér létum oss fátt um finnast. Nýtt takmark blasti nú við; þangað varð að komast, og svo byrjar kapphlaupið á nýjan leik eftir gulli og gersemum, menntun, mannvirðingum, nautnum eða einhverju öðru. Að vissu leyti er þetta eðlilegt og æskilegt, því það er lögmál allra framfara. En hins vegar sannar það að þrá mannanna verður aldrei full- nægt í þessum efnum; menn leita löngum, en finna sjaldan hinn sanna fögnuð. Og leit vor endar oft með vonbrigðum yfir því að lífið lofi miklu en efni fátt. Áhugi vor snýst þá oft í þreytu og magnleysi, þunglyndi, bölsýni og al- gjöra uppgjöf. En einmitt þessi lífsþreyta verð- ur oft til þess að opna augu vot fyrir leiðum sem vér annars höfðum ekki veitt neina athygli. Það er einmitt kynslóð sem þannig var ástatt um sem höfundur texta míns hafði í huga. Hann bendir ekki á neina þokukenda hugsjónaleið, heldur á lifandi persónu sem hann sjálfur og fjöldi annara hafði heyrt og séð og þreifað á. Hann talar um orð lífsins sem sé opinberað til þess að menn geti haft samfélag við föðurinn. Þetta orð lífsins segir hann að sé Jesús Kristur, sonur Guðs. Hann fullyrðir í ljósi reynzlu sinn- ar og annara sjónar og heyrnarvotta, að í því að þekkja þessa augsýnilegu og áþreifanlegu pers- ónu, elska hann og þjóna honum, sé fólgið hið sanna líf og hinn fullkcmni fögnuður. "Heyrt og séð, og þreifað á". Þetta eru slagorð sem láta vel í eyrum, og sú mælisnúra sem menn vilja gjarnan leggja á trúarbrögðin. Látum svo vera. Hvernig lítur þá Kristur út ef vér mælum hann á þessa leið? Frá því löngu áður en jarð- líf Jesú hófst og alt fram á þennan dag hafa mpnn gjört sér mjög mismunandi skoðanir um persónu hans og æfistarf. Margir hafa játað honum skilyrðislausa hollustu án nokkurrar sjálfstæðrar rannsókn- ar, sjónar eða áþreifunar, vegna þess að þeir hafa orðið.snortnir af áhrifavaldi hans í heimi and- ans. Hann hefir orðið þeim and- lega áþreifanlegur. ef svo má að orði komast, þeir hafa helgað líf sitt hugsjónum hans, og aldrei síðan fundið ástæðu til að iðr- ast þess, jafnvel þótt þeir gætu aldrei gjört skynsemi sinni fulla grein fyrir honum. Aðrir hafa þverneitað að hlýða tilvísun skiln ingavita sinna, og betri vitundar, og ásett sér það hver sem ftann kynni að reynast, að beita sér af öllum kröftum gegn áhrifum hans á sjálfa sig og aðra. En um eitt atriði hafa allir sem um þetta mál hafa hugsað og nokkurt mark er á takandi verið sáttir: Hér er um óvenjulega persónu að ræða sem er hátt upp hafin yfir alla meðalmennsku. Það er augljóst meðal annars af hinu mikla harð- fylgi sem beitt hefir verið við hann bæði í meðhaldi og mót- stöðu, og af hinni gagnólíku af- stöðu sem þeir menn tóku til hans sem hann lifði og starfaði með. Eitt sinn sá hann fiskimenn við vinnu sína og sagði við þá: “Fylg ið mér, og eg skal gjöra yður að mannaveiðurum.” Og þeir gengu frá öllu sem þeir áttu samstundis og fylgdu honum eins og það væri sjálfsagður hlutur. Hann mætti böðlum sínum í grasgarð- inum, og sagði við þá: “Að hverj- um leitið þér?” Er þeir nefndu nafn hans og hann sagði til sín, féllu þeir frá sem þrumulostnir, og þorðu um hríð hvergi nærri að koma. Þannig hefir hann klofið mannkynið síðan til fylgis eða andstöðu. En svo spyrja menn: Hvaðan kom þessum manni slíkur per- sónumáttur? Hvar eru upptök þessa undraafls sem ógnar óvin- um og laðar fylgendur? Þeirri spurningu svarar heill skari radda. Þessi persóna er hinn full- komni ávöxtur mannlegrar fram- þróunar. Hann er fegursti kvist- urinn sem sprottið hefir í aldm- garði mannlegs lífs. Margir jötn- ar eru framkomnir í andans heimi bæði fyr og síðar, svo sem Plato, Muhammed og Confúsíus. Kristur á sálufélag með þeim, hann er bróðir þeirra í eðli og anda, einn af konungum sann- leikans, og hinn háfleygasti siða- meistari. En andspænis þessum röddum, sem þó bera Kristi þennan fagra vitnisburð, koma samstiltar radd ir þeirra höfunda sem rituðu Nýja testamentið, manna sem flestir höfðu heyrt til hans, séð hann og þreifað á honum, eins og þeir komast að orði, manna sem annars voru mjög fráleitir hvor öðrum í skoðunum á öðrum efnum, og voru oft mjög fjarri hvor öðrum er þeir rituðu frá- sögur sínar, hér segja þeir einum { munni: Vér mótmælum allir. Hér er persóna fram komin frá Guði með sérstökum hætti, gædd sér stökum guðlegum anda og eðli umfram alla aðra menn sem lif- að hafa og lifa munu hér á jörðu. I persónu Krists sjáum vér guð- lega veru, og í starfi hans sjáum vér vilja Guðs að verki. Þess vegna er það að þekkja hann, þjóna honum og hlýða hinn full- komnasti fögnuður sem mennirn- ir geta eignast og hið sanna líf. Hér er æfisága sem enginn gat uppgötvað með ímyndunarafli sínu, eða samið sem skáldverk, vegna þess að hún er svo full- komlega sérstæð, og svo fráleit því sem nokkur maðúr hafði hugsað sér að framkoma nokkurs manns ætti að vera, eða gæti orðið. í lífi vor flestra gildir það lögmál að hið óvenjulega forð- ast hið venjulega, hið háa forðast ;íð snerta hið lága, það sem hreint er, eða þykist vera, vill ekki koma nálægt hinu óhreina. Hinir siðavöndu vilja jafnan lítil mök hafaxvið þá sem ekki hafa óflekkað mannorð. Hinn mikli fiðluleikari veigrar sér við að koma fram á skemmtiskrá með byrjanda í þeirri list. Iðju- höldurinn sem hefir viðskifta- sambönd í mörgum löndum, lít- ur smáum augum á kaupmann- inn sem vöruna selur. I heimi trúarbragðanna kemur þetta ekki síður fram. Farisearnir tóku á sig langan krók til að forðast toll- heimtumennina, þeir töldu það hina mestu saurgun og vanhelg- un að sitja til borðs með þeim. Menn eru afbrýðissamir um heiður sinn jafnvel þótt hann sé ekki nema ímyndun ein. Fram- koma Krists braut hér í bága við allar venjur. Hann hefði get- að bygt múr um sig til að sneiða hjá öllum óheilindum, hatri og öfund, sjúkdómum og syndum. En hann kom til þess að þjóna öðrum og láta líf sitt sem lausnar gjald fyrir marga. Hann var ó- þreytandi í starfi á þeim stöðöm þar sem mannleg vansæla, synd og dauði voru daglegt brauð. Á þeim stöðum þar sem hinir vold- ugu konungar andans sem hann er nú stundum borinn saman við, vildu hvergi nærri koma, var hann daglegur gestur, og gaf sjálfan sig í þjónustu þeirra sem voru aumastir allra. En oss verður ekki aðeins star- sýnt á líknarstarf Krists, heldur einnig á kenslustarf hans. Hann kendi eins og sá sem valdið hafði. Hvar sem hann sér hóp manna sem eru fúsir til að hlusta, nem- ur hann staðar og kennir þeim. Hann væntir sér ekki viðurkenn- inga(r eða hróss frá nokkrum manni. Og hversu einkennileg eru ekki þau orð sem hann mæl- ir. Hann mælir lögmáls orð sem falla eins og hamarshögg á hina stærilátu og hrokafullu, án nokk- urs tillits %til manngreinarálits. Hinsvegar mælir hann huggunar og uppörvunarorðum við þá bágstöddu. Það eru máttug orð fyrir hina veiku og vansælu, orð sem boða syndalausn, fyrir- gefning, frið, og vegv-ísun mönn- um og konum á öllum aldri og undir Öllum hugsanlegum kring- umstæðum lífsins. Þetla skrifum vér yður lil þess að fögnuður yðar verði fullkominn. Eg veit ekki við hverja eg er að tala í kvöld; eg veit það eitt að orð mín berast til fjölda manna sem finna lítinn fögnuð í lífinu eins og það er nú. Kvíði og angist lama hugi manna, vonbrigði, þreyta og sjúk dómar hafa rænt marga lífsgleði sinni. Vinirnir berast burtu með straumi tímans, og framtíðin er óljós og ótrygg. En þótt svo standi á fyrir þér máttu ekki gleyma, að sá vinur stendur við hlið þína sem er allra vma beztur. Hann er sá sami í gær og í dag og að eilífu, þess vegna er hon- um engu síður ant um þig, en þá samtíðarmenn sína sem hann lifði og starfaði með á holdvistar dögum sínum. Hann er sá vinur :em til vamms segir í röddu sam vizku þinnar, og sá sem boðar þér allan sannleikann um upphaf og enda, um Guð og mann, um lífsins og dauðans djúpin. Óvinir hans gátu engin svik fundið í munni hans, og ekki sannað upp á hann nokkra synd, og það hef- ir heldur enginn síðar gjört. Þess vegna er oss óhætt að treysta honum þótt alt annað og allir aðrir bregðist. Viltu þá ekki hlusta á þann boðskap sem hann flytur sál þinni til þess að fögn- uður þinn megi verða fullkom- inn þrátt fyrir alla mæðu? Ef þú ert ungur segir hann við þig: Farðu vel með æsku þína. Minn matur og drykkur er að gjöra vilja föðurins. Far þú og gjör slíkt hið sama. Ef lífsbaráttan virðist örðug, og þér finst þú lamaður á líkama og sál, segir hann: Þreyttu þolgóður skeið það sem þér er fyrir sett, vertu trúr til dauðans og þú^munt öðlast kórónu lífsins. Ef þú átt son eða annán ástvin einhversstaðar á vígvöllum heimsins, og berð kvíða í brjósti yfir örlögum hans, segir hann: Sjá eg er með honum alla daga; þinn sonur lifir. Ef þú ert gamall og hrumur, segir hann við þig: Vertu ókvíðinn, þú verð- ur aftur ungur. Jafnvel þótt þinn ytri maður hrörni, þá endumýj- ast dag hvern þinn innri maður. Eins og þú hefir borið mynd hins jarðneska, svo muntu einn- ig bera mynd hins himneska. Ef hugsunin um dauðann hrellir þig, segir hann: Hjarta þitt skelfist ekki, trúðu á Guð og trúðu á mig. Eg hefi búið þér stað. Þú munt aftur fá að sjá og njóta þeirra sem þú hefir elskað og mist. Eg lifi og þú munt lifa. Ef þér blöskrar grimd mannanna, ef þú örvæntir um hið mann- lega skipulag, og finst lífstarf þitt til viðhalds siðmenningu og sönnum kristindómi hafa verið unnið fyrir gíg, segir hann við þig: Vertu óhræddur, sá sem gjör- ir Guðs vilja varir að eilífu. Láttu ekki hugfallast, þótt árstíða skifti verði í heimi mannanna, eins og í náttúrunni. Veturinn líður, sum arið er í nánd; hugsjónir rætast, það mun aftur morgna. Þannig hefir ænginn áður né síðar talað við mennina. Slík orð af vörum dauðlegs manns væru aðeins brjálæðis hjal. En Kristur talar eins og sá sem valdið hefir, og eins og sá sem valdið er gefið til slíkra orða. Vér getum hvergi fundið hinn sanna fögnuð annars- staðar en í orðum hans. Sú gleði sem varir undir trega og tárum verður þá fyrst hlutskifti vort er vér tileinkum oss fagnaðarmál jólaföstunnar, og jólanna: Sjá konungur þinn kemur til þín .... Sjá yður er í dag frelsari fædd- ur sem er Kristur Drottinn. Vér færum ýorum mörgu viðskiftavinum innilegar ^ hátíðakveðjur ( Westhome Grocery & Meat Market 730 WELLINGTON AVENUE Verzlum mðe úrvals matvöru við lægsta verði Dominion Food Store COR. SARGENT & DOMINION St. Charlgs Hotel • • • 1943 - ATTRACTIONSIN THE EMPIRE GRILL -1944 SATCRDAY, DEC. 25th. CHRISTMAS DINJíER, 5.30 to 9 p.m. $1.25 per plate. Children, $1.00 Concert Music by St. Charles Hotel Trio / MONDAY, DEC. 27th. BOXING DAY. DINNER, 6.30 to 8,30, 85c. STJPPER DANCE, 9 p.m. to 12 o’clock. Cover charge 75c per person. FRIDAY, DEC. 31st. NEW YEAR’S EVE CÉDEBRATION. Caps, Nolsemakers and Dancing, 9.30 p.m. to 3 a.m., 1944. $4.00 per person, including Supper. SATCRDAY, JAN. lst NEW YEAR’S DAY DINNER DANCE. . 5.30 to 9 p.m., $1.25 per plate; Children, $1.00. MCSIC BY DON WRIGHTS ORCHESTRA For Rerscrvations Phone Headwaiter, 95 155

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.