Lögberg - 20.04.1944, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. APRÍL, 1844
Þjóðrœknisfélag Vestur-íslendinga
25 ára
Eftir ValöÁmar Björnson sjóliðsjoringja.
Vestur-íslendingar, sem hér
eru staddir um þessar mundir,
hugsa þessa dagana til Winnipeg,
þar sem haldið er hátíðlegt 25
ára afmæli Þjóðræknisfélags ís-
lendinga í Vesturheimi. Hefir ís-
land viðurkent þessa starfsemi
þjóðarbrotsins vestra með því
að senda biskupinn, Sigurgeir
Sigurðsson sem fulltrúa stjórn-
arinnar við þessi hátíðahöld.
Morgunblaðið hefir beðið'Vest-
ur-íslending að minnast í fám
orðum 25 ára starfsemi Þjóð-
ræknisfélagsins fyrir vestan.
Vart verður þó saga þess rakin
greinilega, enda ekki tök á því
hér. En hér verður lýst í höfuð
dráttum að hverju félagið starf
ar.
Landar hér heima vita fyrir
löngu, að kirkjulífið hefir verið
það, sem aðallega hefir tengt
saman Islendinga vestan hafs.
Þess vegna var mjög vel til
fundið að biskup landsins væri
fulltrúi þess á afmælishátíðinni,
sem nú fer í hönd. íslendingar
vestra eru að vísu ekki á eitt
sáttir í kirkjumálum, frekar en
menn hér heima eru í ýmsum
öðrum málum, en eftirtektarvert
er það, að í Þjóðræknisfélaginu
eiga fylgjendur hinna ýmsu
stefna í trúmálum, samstarf. Þar
vinna þeir saman á þeim grund-
velli, að þeir eru allir af íslenzku
bergi brotnir.
Þjóðræknisfélagið hefur unn-
ið mörg merkileg störf þenna
aldarfjórðung. Einna mest ber
á þeim í Winnipeg, þar sem fé-
lagið hefir haldið skóla á laug-
ardögum, og börn læra íslenzku.
Hafa sjálfboðar lagt mikið á
sig við kenslustörf, en árangur-
inn hefir orðið góður, og er
þetta mjög þarft verk, þar sem
hinn mikli þjóðflokkafjöldi í
Winnipeg gerir erfitt að við-
halda móðurmálinu hjá yngri
kynslóðinni, erfiðara en í sveit-
um og þorpum á Nýja-íslandi.
Norður-Dakota í Bandaríkjunum
og víðar.
Tímarit Þjóðræknisfélagsins,
sem kemur út árlega, er einn
helsti þáttur í starfsemi þess,
og hefir það, síðan útkoma þess
hófst, flutt fjölmargar ágætar
greinar, og þolir það vel sam-
anburð við svipuð rit hér heima.
Þá hefir Þjóðræknisfélagið stutt
að mjög þarflegu fyrirtæki, en
það er útgáfa á Sögu íslendinga
í Vesturheimi. Mun annað bindi
hennar nú vera komið út og
hefir inni að halda söguþætti
ýmissra bygða. Fyrra bindið, um
tildrög vesturflutninganna, eftir
Þorstein Þ. Þorsteinsson, hefir
náð mikilli útbreiðslu hér. Fyrir
hugað er að halda áfram, þar
til saga allra bygða íslendinga
vestra hefir verið skráð, og svo
hefir komið fram hin skemtilega
hugmynd að taka allsherjar-
manntal á íslendingum og af-
komendur þeirra í Canada og
Bandaríkjunum.
Að því er Vestur-Islensku
blöðin herma, færist það nú í
vöxt, að deildir úr Þjóðræknis-
félaginu séu stofnaðar í hin-
um ýmsu bygðum. Með því nær
fleira fólk að taka þátt í starf-
inu og færist meira fjör í það.
Ársþing, skemtisamkomur við
og við og útgáfa tímarits er
ekki nóg. Nýjar deildir félags-
ins hafa verið stofnsettar víðs-
vegar í Nýja-íslandi og ann-
arsstaðar á síðastliðnum mánuð-
um og hefir hinn ötuli forseti
félagsins, próf. Richard Beck
gengið ötullega fram í stofnun
slíkra deilda.
Þjóðræknisþingið, eins og það
sem nú hefst í Winnipeg, eru
skemtileg. Þátttaka er auðvitað
mest af hálfu Winnipeg íslend-
inga sjálfra, því borgin má kall-
ast Reykjavík Vestur-íslendinga.
En einstaklingar fara stundum
langar leiðir, til þess að sækja
þingin, og einnig eru þar erind-
rekar hinna ýmsu félagsdeilda
og er starfið rætt ýtarlega. Væri
bæði æskilegt og enda sjálfsagt
gerlegt, að auka enn meir slíka
þátttöku í framtíðinni. Hámarki
sínu nær þingið venjulega með
samkvæmi, sem Winnipeg-deild-
in “Frón” efnir til eitt kvöld um
miðjan þingtímann. Þangað er
boðið ræðumanni, oft úr fjar-
lægri bygð, og eru þetta hinar
fróðlegustu og skemtilegustu
samkomur. Ragnar H. Ragnar,
staddur á íslandi nú, í ameríska
hernum, var forseti Fróns um
skeið, meðan hann dvaldi í
Winnipeg.
Það er ánægjulegt til þess að
vita, hve Islendingar hér heima
meta mikils starfsemi Þjóðrækn-
isfélagsins, og enginn vafi leikur
á því, að Vestur-íslendingar eru
allir hjartanlega þakklátir heima
þjóðinni fyrir þann hlýhug og þá
velvild, sem þeim er auðsýnd.
Tuttugu og fimm ára afmælið,
sem nú fer í hönd, hefur mikla
þýðingu. En þess ber þó að gæta
í þessu sambandi, að félagsskap-
ur einn nægir ekki ftil þess að
tryggja viðhald íslenzka arfsins
fyrir vestan, og er ekki Þjóð-
ræknisfélagið lastað með þess-
um orðum. Sannleikurinn er sá,
að þeir sem forgöngu hafa í
Þjóðræknisfélgainu og fyrir það
starfa, vita þetta sjálfir manna
best. Það er ekki nóg að flytja
háfleygar hvatningaræður um
hinn dýra arf, á Þjóðræknisþingi
eða deildarfundi. Ekki heldur að
syngja ættjarðarsöngva, eða
þakka vel samin erindi með dynj-
andi lófataki. Það eru einstakl-
ingarnir, sem verða að inna af
hendi alt það starf, sem hefir
varandi áhrif í varðveislu tungu
og menningararfs fyrir vestan.
Það eru foreldrarnir, sem verða
að sjá um það, að börnin tali og
læri íslenzku, ef kunnátta í mál-
inu á að eiga sér nokkra fram-
tíð.
Saga íslands ætti að sýna það
best, að fólk af ístenzkum stofni
er ekki rígbundið hinu form
lega. Einstaklingsfrelsið og ein-
staklingsskyldurnar hafa setið í
fyrirrúmi hjá Islendingum, síð-
! an landið var bygt. Islendingar
vita líka, að það er fjarstæða að
halda, að einhverjum góðum
málstað sé borgið með því einu
að setja á laggirnar félagsskap.
Þeir vita, að ekki er hægt að
varðveita það sem þeim er kær-
ast, eingöngu með því að halda
| fundi og skipa nefndir, hlusta
á ræður og samþykkja hátíðlega
einhverjar tillögur. Það er erfitt
fyrir vestan að halda uppi þess-
um margumræddu menningar-
verðmætum, sem útflýtjendur
héðan höfðu með sér vestur. Þjóð
ræknisfélagið er hvatningarafl í
þeirri baráttu, og nú á aldar-
fjórðungs afmæli sínu á það glæsi
legt framtíðarstarf fyrir hönd-
um, — að starfa sífelt að því að
vekja hjá einstaklingum af ís-
lenzkum stofni, vitneskju um
það, að það sé einmitt þess vert
að keppast við að hirða arfinn
sem best, og að það sé ógjör-
legt, nema því aðeins að hver
og einn taki virkan þátt í þeirri
starfsemi.
Mbl. 22. febr.
Borgið Lögberg!
Gaman og alvara
— Hundurinn yðar beit mig í
annan fótinn.
—Nú, og hvað með það. Þér
getið alls ekki búist við, að hann
geti bitið yður í nefið.
— Hvenær geturðu borgað mér
Jensen?
—Þú minnir mig mikið á mág
minn. Hann spyr alltaf spurninga
sem mér er ómögulegt að svara.
Undirforinginn: Sjáið þið til.
Fyrsta skylda ykkar er að hlíða.
Ef eg skipa ykkur að stökkva út
um glugga á fjórðu hæð í húsi,
þá verðið þið að gera það, en
auðvitað hafið þið alltaf eftir á
leyfi til þess að klaga mig fyrir
kapteininum.
• V
Vér erum OLL í
baráttunni
Þetta stríð verður að heyja, ekki einungis á orustu-
vellinum, heldur og heimafyrir.
Þetta er VORT stríð . . . þar sem hver og einn
verður að leggja fram sinn skerf.
Menn og konur í herklæðum berjaát fyrir hárri
hugsjón . . . fyrir FRELSINU. Ekki einungis
fyrir sjálfs síns frelsi, heldur frelsi allra, sem í /
Canada búa. Getum vér haldið að oss höndum
og látið þetta fólk berjast fyrir oss?
Nei, skylda vor er að tryggja þeim gnægð skipa,
vista og hergagna.
Viðfangsefni vort, er að létta þeim byrðarnar eftir
megni, og draga það ekki á langinn!
Spurningin er ekki um það hvernig þér getið lagt
lið, heldur hve mikið lið þér getið lagt stríðs-
sókninni. Hve mikið þér getíð fórnað, hve
mikið þér getið sparað, og lánað . . . til þess að
kaupa Sigurlánsbréf fyrir að því er gjaldþol leyfir.
Hvert veðbréf, sem þér kaupið, hjálpar að mun!
Vér erum öll í baráttunni. Sameinuð hljótum vér
að sigra.
Hversu fljótt það verður hvílir á oss öllum!
Þessvegna er þetta skylda yðar . . .
LATIÐ SIGURINN SKIPA FYRIRRÚM
KAUPIÐ SIGURLANSVEÐBRÉF
NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE
6-33