Lögberg - 20.04.1944, Blaðsíða 7

Lögberg - 20.04.1944, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. APRÍL. 1944 7 Ekki er alt sem sýniát Gamanleikur í einum þætti. Settur saman fyrir unga fólkið í Þingvaljabygð. Persónur: Þorlákur á Miðteigi, gamall ekkjumaður, í mó- grárri stutttreyju, með dökkt pottlok; derið út á aðra hlið. — Guðríður (Gudda) ráðskona, með skýlu. — Jónsi smali (hreppsómagi) í grárri úlpu með ól um mittið. — Jarmsraddir fyrir utan. Leiksviðið: Baðstofa, ljóstýra á borði. Þorlákur situr við að kemba, og raular fyrir munni sér; rúm Jónsa er gegnt Þorláki. ,1 (Jónsi kemur inn slöttulegur og kastar sér á rúm sitt þvers- um. með fæturnar fram á gólf- ið.) Þorl.: Jæja garmurinn. Þú ert þá kominn. Fanstu allar ærnar? Jónsi: Já, eg fann hverja skepnu. Þorl.: Léztu þær inn? Jónsi: Já, eg er nú heldur á því. Það var ekki mikið þrek- virki. Þær ruddust inn eins og þær væru að flýja undan áran- um. Það er ekki nokkur skepna úti. Þorl.: Gekkstu vel frá hurð- inni? Jónsi: Já. Eg er viss um að hún fer ekki opin. Þorl.: Jæja, skinnið mitt. Þú ert víst búinn að ganga úr þér grautinn og flautirnar síðan í morgun. Jónsi: Já, eg er orðinn glor- hungraður; og er búinn að herða tvisvar á sultarólinni, og þó þoli eg ekki við fyrir hungri. Þorl.: Æ, jæja, greyið mitt. Þú mátt fara fram til hennar Guddu, og segja henni að hún uiegi gefa þér einn fjórðapart af flatbrauði, með svolítilli klínu °fan á. (Jónsi stendur upp hvatlega og fer). (Gudda kemur inn.) Gudda (auðmjúk): Vill hús- hóndinn að Jónsa sé gefinn einn fjórði partur með smjöri ofan á? Þorl.: Já, Gudda mín; hann læzt vera glorhungraður. Það þarf þá ekki að skamta honum eins mikið, þegar kvöldmatur- mn kemur, en að eins lýsu ofan á, mundu það. Það er best að taka af gamla smjörinu; það er full gott. Gudda: Já, alveg eins og hús- bóndanum þóknast. (Jónsi kemur inn hressari, og legst fyrir eins og áður. Heyrist jarmað fyrir utan). Þorl.: Hvað er nú þetta? Eg heyri ekki betur en að féð sé úti. Þú hefir svikist um að hýsa það. Jónsi: Það er nú ekki nýtt, að mér sé brugðið um svik. Það þarf þó ekki að gera það í þetta sinn; eg lét alt féið inn, og gekk svo vel frá hurðinni, að hún getur ekki opnast. Þorl.: (nokkuð mildari): Jæja, skinnið mitt, skreptu samt út, og líttu eftir því hvort nokkuð af féinu sé komið út. (Jónsi fer og kemur aftur nokkuð gustmikill.) Jónsi: Þá er nú þetta búið. Eg fór kringum húsið; eg sá enga skepnu úti, og dyrnar voru aft- ur. Þorl.: Það er þó undarlegt; mér heyrðist svo glöggt að jarm- að væri fyrir utan. Það hlýtur að hafa verið huldufólksfé eða aðsókn. (Heyrist jarmað eftir drykk- langa stund skýrt og greinilega). Þorl. (sprettur upp): Nú er engum blöðum um það að fletta. Þú hefir svikist um að láta inn, eins og þú áttir að gera. Þetta geta þessir hreppa lallar og und- anveltu rolur — etið mat; það er svo sem auðvitað, en þegar til verka kemur, er mátturinn minni; svikist um; jú auðvitað; stærilæti og lýgi bætt ofan á. | Snáfaðu út húðarselurinn og letidraugurinn, og komdu ekki fyr inn en þú ert búinn að ganga frá öllu, og koma inn hverri skepnu. (Gengur að Jónsa og byrstir sig). Þorl.: Snáfaðu út undir eins, annars segi eg hreppstjóranum til þín. Hann getur sent þig aftur að Gili til að naga horhnúturn ar þar; þar sem þú varst næstum I orðinn hungurmorða í fyrra. Nú, nú, upp með þig- (Jónsi stekkur á dyr). Þorl. (Sest og fer að kemba): Það er nú sitt kvað með öll þessi svik og lýgi. Eg var þó búinn að hugsa mér, að verða ekki fyrir hallanum, þegar eg tók þennan hreppalaup — reyndar af eintómum brjóstgæðum. Nei, eg ætla mér ekki að vera féþúfa Lýsingsstaða hreppar. Það má Pétur minn vita, hreppstjórinn. Maður heyrir nóg af þessu “góð gerðar skvaldri”. Jú, eg held nú það. Það fer fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Eg veit ekki betur en hann séra Þorsteinn, blessaður sauður inn, þiggi tólgarbelginn, sem eg geld upp í tíundina. Enda segir hann, að eg sé skilvísasti bónd inn í sókninni; það á hver það sem hann á. Reyndar setti eg ögn af floti af honum gamla IVfolda saman við; það detta ekki gullhringarnir af prestsdætrun- um á Hofi, og ekki missa þær söngröddina, þó þær borði ögn af hrossafloti. Ó, júja, ekki held eg nú það. Maður verður að bjargast eftir megni; þeir mega lifa á' góðgerðasemi sem vilja fyrir mér; eg bý fyrir mig. (Raular fyrir munni sér). “Með svoddan móti safnast auð- ur, að seggir skamti úr hnefa, eg þó verði ellidauður. aldrei skal eg gefa.” (Ber kembu upp við ljósið; sér það kembist vel). Þetta er góður ullarhnoðri í föt handa henni Guddu minni. Hún er nú nokkuð einföld, en sparsöm er hún og hlýðin, og góð við mig. Þetta hreppaþý eins Póstur til allra varaliðs deilda Hvöt til vor allra Þetta er stríð mikilla flutninga. Aldrei áður hefir her verið fluttur jafn langt, til jafn margra vígstöðva með slíkum hraða. Nótt og dag eru þúsundir manna á ferð með fiutninga- skipum, með flutningabifreiðum og í loftinu, sem smámjakast á landareign óvinanna og breyta um stefnu til að koma þeim að óvörum. Hafið þér nokkurn tíma hugsað um það undir þessum örðugu kringumstæðum, hve mikils það er úm vert, að finna frændur og vini og stinga bréfi í lófa þeirra. Og þrátt fyrir þetta feikna verk, að leita uppi menn sem fluttir eru frá varaliðsstöðvum á Englandi til ítalíu, eða frá einum stað í annan, eða menn á sjúkrahúsum, eða á leyfisdögum, já, þrátt fyrir alla áhættu, þá hafa 31;500,000 bréf komist til hermanna vorra á árinu 1943. CANADA POST OFFICE Gefið út að tilskipan HON. W. P. MULOCK, K.C., M.P., POSTMASTER GENERAL og hann Jónsi verður að gera sér alt að góðu, sem að því er rétt. Ó, jæja, það gengur nú svona í honum heimi. Jónsi (kemur inn gustmikill): Ekki veit eg hvað er í eyrun- um á þér húsbóndi góður; eg fann enga skepnu úti og allar hurðir aftur. Eg held það sé annaðhvort hann Ýrafellsmóri eða skollinn sjálfur, sem er að leika á þig. Eg fer ekki eitt fet oftar til að eltast við þessar inn- byrlingar. (Legst fyrir). Gudda (Kemur með myndug- leika): Þú liggur eins og skinn- sokkur Jónsi, og nennir ekki að taka handarvik. Taktu prjónana þína undir eins. Þú færð hvorki þurt né vott fyr en þú hefur lokið við sokkinn; hana nú. Þú skalt einu sinni fá að vita það. hver er ráðskonunefnan hérna á Miðteigi. (Fer). (Jónsi tekur prjónana með ó- lund. Jarmað fyrir utan. Þorlák- ur hendir kömbunum, rýkur að Jónsa; gerir sig líklegan að lúskra honum.) Þorl.: Það er þá svona bann settur delinn! Þú ert að reyna til að leika á mig. Eg skal kenna þér holl ráð og góð þótt seint sé. (Gerir sig líklegan til at- lögu; sér sig um hönd). Það er líklega best að eg fari sjálfur út. (Fer). Jónsi (Prjónar fýlulegur): Það er þó satt að segja, eg á sjö dag- ana sæla hérna í Miðteigi. Eg fæ ekki að sofa hálfum svefni; fæ ekki í mig hálfan; pískaður áfram eins og húðarklár; brigslað um svik, og jafnvel barinn í sakleysi. Já, það er, sæluvist að tarna. (Raular ámátlega): “Mér er sem í eyrum hljómi, þá Gudda kemur inn, kallandi kvellum rómi: Hvar er nú sokkurinn? Er hann ei enn búinn? Ef þú ei að þér herðir, í kvöld svo búinn verðir, vís skal þér vöndurinn.” Gudda (Gæist inn um dyrnar og kemur): Jæja Jónsi minn. Eg heyri þá að þú ert skáld. Ekki vissi eg það áður. Það er satt, að það eru ekki allar ástir á andlitinu. Mér datt ekki í hug, að þú værir svona Ijómandi vel hagmæltur. Þú ert áreiðanlega efni í bezta skáld, Jónsi minn. Eg varð vör við þegar maura púkinn gamli brá sér út; greip þá tækifærið til að lauma til þín svo litlum brauðbita, með ósviknu sméri ofan á. Eg vona að þú hafir gott af því greyið mitt. En þú mátt ekki láta hús bóndann komast að því; annars er úti um okkur, og hann veltur Ú1: af í hugsýki. Jónsi: Mikið gull ertu Gudda mín. Ekki hélt eg að þú værir svona greind og góðsöm. Mér verður gott af bitanum (smjatt- ar). Það get eg fullvissað þig um. Gott er smérið hér í Mið- teigi. En heldurðu að eg fari að tíunda fyrir okurkarlinum hvern aukabita, sem þú kant að rétta að mér? Ónei, ekki hann Jónsi litli. En þú ert mikil blessuð guðs sál Gudda mín. Gudda (kánkvís): Já, það eru nú ef til vill fleiri en hann Þor- lákur gamli á Miðteigi og Jónsi smali, sem segja það. Það getur verið að það komi ekki öll kurl til grafar hérna á Miðteigi. Það getur komið sér vel að eiga vini, þegar á liggur (hlær). En bless- afur Jónsi minn; haltu þér sam- an; ^nnars verður þetta seinasti bitinn, sem eg lauma til þín. Eg þarf að koma mér vel við karlinn; eg hefi komist að því, að hann geymir undir rúminu sínu. Jónsi: Vertu í eilífri náðinni Gudda mín. Hann Jónsi smali getur haldið sér saman þegar hann vill; þú getur reitt þig á mig. (Gudda fer). (Þorl. kemur inn vandræða legur á svipinn). Þorl.: Heyrðu mig Jónsi minn. Jónsi: Já, hvað viltu húsbóndi góður? Þorl.: Sástu nokkuð til hans Ýrafellsmóra, þegár þú varst að smala? Jónsi: ójá, eg er nú heldur á því; eg sá, meira að segja tvo mórauða púka, sem voru að flangsast hérna uppi á hálsinum. En eg var ekki að blína á þá; það get eg sagt þér; eg þakkaði mínum sæla að sleppa með féð ómeiddur. Þorl.: Já, Jónsi minn. Það var hver skepna í húsi og vel frá öllu gengið, eins og þú sagðir. Eg skal bæta þér fyrir skammirn ar, og gleðja þig eitthvað, þegar eg kemst í efni. Það hefir hlotið að vera annaðhvort hann Ýra- fellsmóri, eða bannsettir stráka- gaparnir á Vaði, sem hafa verið að jarma. Þeir eru verstu lymsku limir, og bregða sér í allra kvik- inda líki. Þeirra mesta yndi er að geta leikið á heiðvirða menn. (Tjaldið fellur) S. S. C. Dánarfregn Þann 18. marz-mánaðar andað- ist á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, Mrs. Jarðþrúður Aðal- heiður Eyjólfsson, frá Riverton, Man., eftir stutta legu þar. Hún var fædd 17. des. 1890, að Akra, N.-Dak., ein af mörgum börn- um hjónanna Jóns Jónssonar Eastmann, frá Bót í Hróarstungu í Suður Múlasýslu, og konu hans, Guðlaugar Halldórsdóttir frá Egilsstöðum á Völlum. Ólst hún upp með þeim í Dakota, en síðar í Nýja-íslandi. Af systkinum hennar eru nú á lífi: Anna, Mrs. S. Grímsson Milton, N.-Dak. Halldór, póstafgreiðslumaður, Riverton. Þórunn, Mrs. Halldór Ásgríms son, sama stað. Mrs. O. A. Rice, Rosseau, Minn. Ólöf Ingibjörg, kona Jóns Ei- ríkssonar, Riverton. Eiríkka, Mrs. Herbert A. White St. Vital, Man. Eiríkur J. Eastmann, Elfros, Sask. Alexander Kristján, nú á sjúkrahúsi á Gimli. Guðrún, kona Stefáns Eyjólfs- sonar, bónda að Tungu, við Riv- erton. Tveir bræður hinnar látnu dóu í bernsku. Miss Guðrún Aðalheiður Helga son, í Winnipeg, er fóstursystir hennar. Þann 20. nóv. 1912 giftist Jarð- þrúður Magnúsi Eyjólfssýni, frá I Hóli við íslendingafljót. Hann er næst elsti sonur heiðurshjónanna Þorsteins Eyjólfssonar og Lilju Hallsdóttir er þar bjuggu um langa hríð, en eru nú bæði látin fyrir nokkrum árum. Magnús og Jarðþrúður námu land norð-vest ur af Riverton í námunda við Bjarkavalla brautiná, er liggur um héraðið frá austri til vesturs. Þar bjuggu þau með sæmd og vaxandi velmegun í 32 ár. Sam- einuðu þau mikið starfsþrek, festu í öllum áformum, er varð þeim sigursæl. Hin látna kona var með afbrigðum þrekmikil og hraust og naut fullra krafta nærri að banadægri fram. Er því mikill missir að Magnúsi og börnum hans kveðinn, við fráfall henn- ar; en miiVningin um fágæta sameiningu krafta þeirra og far- sælt hjónaband varpar geislum á myrkvegu sorgar og viðskiln- aðar. Þau eignuðust fimm mannvæn leg og góð börn er öll lifa, og hafa verið foreldrum sínum á- gætt samverkafólk, og að þess- um tíma, hafa aldrei að lang- dvölum að heiman verið. Þau eru: , Þorsteinn Sigurjón. Allan Oliver. Lilian Vilfríður. Herbert Eric Magnús. Norman Lawrence Guðlaugur. Útförin fór fram þann 23. marz, frá heimilinu og kirkju Bræðra- safnaðar í Riverton, og var undir stjórn séra Bjarna A. Bjarnason- ar, sóknarprestsins, er mælti á ensku í kirkjunni, sá er þetta ritar tók einnig þátt í athöfn- inni á báðum stöðunum. Fjöl- menni mikið var viðstatt. Saknar umhverfið ágætrar konu, Bræðra söfnuður trygglundaðrar starf- andi konu, en ástvinirnir allir ógleymanlegs ástvinar — er jafn- an mun þeim í ljúfu minni. S. ölafsson. óur Printing Se-vice is personal n bet- tatimate to wWch «e ter class P „voductns }'as take pnde 'n,.Linctive cUen- W<?n f°Give us the opportnni y ífservingyon- ffiolnmbw f rtss

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.