Lögberg - 20.04.1944, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. APRÍL, 1944
Úr borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Win-nipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S.
Feldsted, 525 Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
•
The Icelandic Canadian re-
quests photographs (not snap-
shots) and the following particu-
lars of men and women of Ice-
landic descent who have enlisted
in any branch of the armed ser-
vices where two or more mem-
bers of a family are concerned.
We request the name, rank,
place and date of birth, date of
enlistment, branch of service,
place of training, full name of
parents and any other items
which may be regarded as per-
tinent.
The magazine also attempts to
present as complete a list as pos-
sible of those of Icelandic descent
listed as killed on active service.
Your co-operation in forwarding
such information is requested.
We have had very few notices
regarding American enlistments
or casualties, for this reason our
record has not been as complete
as it might have been. May we
request our readers south of the
boundary to send us such in-
formation when available.
Please address all information
to
G. Finribogason,
641 Agnes St.
Winnipeg, Can.
•
Sunnudaginn 19. marz, urðu
þau Mr. og Mrs. Valdi Ólafs-
son í Eyford bygð fyrir þeirri
sáru sorg að missa nýfædda
dóttur. Barnið litla var jarð-
sungið í grafreit Eyford safnað-
ar þriðjudaginn 21. marz. Séra
H. Sigmar jarðsöng.
•
Samskot í útvarpssjóð
Fyrstu lútersku kirkju.
Mrs. A. Sturlaugsson, Langdon
N. D. $1.00. Victor Sturlaugsson,
Langdon, N. D. $1.00. Mr. og Mrs.
O. S. Freeman, Bottineau, N. D.
$2.00. Mrs. Sigurlaug Sigurðsson,
Bottineau, N. D. $1.00. Mr. og
Mrs. Dan Lindal, Lundar, Man.
$2.00. Mr. og Mrs. Chris Tómas-
son, Hecla, Mán. $2.00. Mr. og
Mrs. Árni Goodman, Upham, N.
D. $1.00.
Kærar þakkir.
V. J. E.
M
essu
boð
Fyrsta lúíerska kirkja, Winnipeg
Séra Valdimar J. Eylands,
prestur
776 Victor St.—Phone 29 017
Guðþjónustur á hverjum
sunnudegi.
Á ensku kl. 11 f. h.
Sunnudagaskóli kl. 12.15.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Allir æfinlega velkomnir.
Lúterska kirkjan í Selkirk:
Sunnudaginn 23. apríl.
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
Ensk messa, kl. 7 síðd.
Allir velkomnir.
Sama dag áætluð messa á
Betel, kl. 9,30. áijd.
S. Ólafsson.
•
Sunnudaginn 23. apríl messar
séra H. Sigmar í Eyford kirkju
kl. 11 f. h., í Hallson kl. 2,30 e. h.,
á Garðar kl. 8 að kveldi.
Allar messurnar á íslenzku
nema á Hallson, bæði málin
notuð.
Allir velkomnir.
Byrjun og botn.
Nú er guð að gefa vor
og góða daga. — F. H.
Varla sjást hér vetrarspor,
um visna haga. — J. Jónatans-
son, botnaði strax.
•
Minningarsjóður
frú Jórunnar Lindal
Gengismunur á amerískum
peningum $3.90. Gjöf frá vini í
Seattle $5.00.
Mrs. J. B. Skaptason.
Mr. Th. Bergmann frá Riverton
sem dvalið hefir í Vancouver í
vetur, kom heim á mánudaginn.
•
Mr. Sigurður Friðsteinsson frá
Riverton var staddur í borginni í
byrjun vikunnar.
Mr. og Mrs. Gunnar Tomasson
og Mr. og Mrs. Valdi Johnson
frá Hecla, lögðu af stað vestur til
Vancouver á miðvikudaginn; þau
gerðu ráð fyrir að verða um
þriggja vikna tíma í þessu ferða-
lagi.
•
Gefin saman í hjónaband af
séra Sigurði Ólafssyni, þann 15.
apríl, að prestsheimilinu, Selkirk.
Sveinbjörn Johnson, bóndi í
grend við Árborg, Man. og Sig-
ríður Sólveig Vidal, Hnausa,
Man. Framtíðarheimili ungu
hjónanna verður við Árborg.
Sigurlánsbréf
yðar
• Er viðurkenning fyrir láni, sem þér haf-
ið veitt landi yðar í baráttunni fyrir
lýðræðinu.
• Sigurlánsbréfum má koma í peninga
nær, sem verða vill.
• Þau bera hærri vöxtu en bankar veita.
• Veita ánægjulega tryggingu til inn-
kaupa að loknu stríði.
Vegna frelsis — Vegna öryggis
Vegna velmegunar eftir stríðið
Látið sigurinn koma fyrst
BONDS
/T. EATON C°u
LIMITED
C A N A D A
Páskadaginn 9. þ. m. lézt að
Lundar, Man., öldungurinn Guð-
mundur Arnbjörnsson ísberg, f.
4. apríl 1858 að Ytri-Kleif í Breið-
dal í Suður-Múlasýslu. Hann læt-
ur eftir sig ekkju, Ólafíu Guð-
mundsdóttur frá Þorgrímsstöðum
í Breiðdal og fjögur fósturbörn
þeirra hjóna. Guðmundur var
Jarðsunginn í Lundar grafreit
þ. 13. þ. m., af séra S. S.
Christopherson, að viðstöddu
mörgu fólkí.
Ekkjan biður blaðið að flytja
vinum og vandamönnum hjart-
ans þakklæti sitt fyrir innilega
hluttekningu í sorg sinni.
•
Lestrarfélagið á Gimli heldur
sína árlegu skemtisamkomu í
Parish Hall á föstudagskvöldið
þann 28. þ. m. kl. 8. 1 skemtiskrá
taka þátt ræðumaður frá Grand
Forks, gestir frá Winnipeg, og
víðkunnur' framsagnarsnillingur
úr Norður Nýja Islandi.
Gimlibúar hafa lagt manna
bezt rækt við bókasafn sitt, og
verið þar öðrum til fyrirmynd-
ar. Lestrarfélags samkomurnar
þar í bænum eru ávalt prýði-
lega sóttar, og mun svo einnig
verða í þetta sinn.
•
“The Riverton Ladies Curling
Club” í Riverton, heldur skemti-;
samkomu í samkomuhúsinu að
kveldi þess 21. þ. m., kl. 9. e. h.
Aðalræðumaður verður Gutt-
ormur J. Guttormsson, skáld.
Einnig verður skemmt með
upplestri og söng; þá skemmtir
og frægur ítalskur harmoniku-
leikari. Veitingar og dans á eftir
skemtiskránni.
Skorað er á fólk, að fjölmenna
á þessa ágætu skemmtisamkomu.
•
Þau Mr. og Mrs. Víglundur
Vigfússon eru nýlega flutt frá
Langside Street, og er heimili
þeirra nú að 528 Maryland St.
•
Dr. Richard Beck, forseti Þjóð-
ræknisfélagsins, kom til borgar-
innar á þriðjudagskvöldið til
þess að halda fund með fram-
kvæmdarnefndinni.
•
Mr. Finnur Stefánsson, ættað
ur úr Borgarfjarðarsýslu, lézt að
heimili dóttur sinnar, Mrs. B
C. McAlpine, 544 Toronto St.,
síðastliðinn þriðjudagsmorgun,
hniginn allmjög að aldri.
Útförin fer fram frá Fyrstu
lútersku kirkju laugardaginn kl.
2. e. h.
•
Lestrarfélagið Vísir hefur und-
anfarið verið að æfa og undir-
búa hinn velþekta sjónleik “Vest-
urfararnir”, eftir Matthías Joch-
umson, og verður hann sýndur á
eftirfarandi stöðum:
Geysir 28. apríl, Árborg 3. maí,
Riverton 9. maí. Norður Ný-ís-
endingar ættu ekki að sleppa
tækifærinu að sjá hann og hafa
ánægjulega og al-íslenzka kvöld-
stund.
Lestrarfélagið Vísir er þekkt
að því að vanda til leiksýninga
sinna og hefur líka á að skipa
þeim beztu leikkröftum sem til
eru innan byggðarinnar. Og að
þessu sinni mun vera óhætt að
fullyrða að hvert rúm sé vel
skipað.
G, B.
•
Kvenfélagsdeildin nr. 4. (Mrs.
F. Stephenson forstöðukona),
hefir home cooking og kaffisölu
í fundarsal kirkjunnar á miðviku
daginn, 26. apríl, eftir miðdag-
inn og kvöldið. Verður þar á
boðstólum bæði rúllupylsa, lifr-
arpylsa og allskonar heimabakað
kaffibrauð. Kaffi verður veitt
hvenær sem er, seinni part dags
og um kvöldið. Komið og mætið
kunningjunum yfir kaffibolla,
miðvikudaginn 26. apríl.
Mr. G. Lambertsen frá Glen-
boro hefir dvalið í borginni
nokkra undanfarna daga ásamt
syni sínum.
Dánarfregn
Laugardaginn 11. marz, andað
ist Halldór H. Reykjalín á heimil
sínu í Chicago, eftir mjög stutta
legu. Hafði hann í seinni tíð veri
með köflum lasinn en þó ekki
svo að hann væri rúmfastur. Hali
ur sál. fæddist í Dalasýslu á ís
landi, 4. júlí 1867. Foreldrar hans
voru Halldór Friðriksson Reykja
lín og kona hans Sigurrós Hall-
dórsdóttir. Voru öll systkini hans
áður látin.
Með foreldrum sínum fjuttis*
Halldór til Ameríku 1876. Dvaldi
fjölskyldan um hríð í Nýja-ís-
landi en fluttist til Mountain N,-
Dak. 1880. Bjuggu foreldrar Hall-
dórs hér til dauðadags og tóku
mikinn og góðan þátt í félags-
lífi þessarar sveitar.
Halldór yngri giftist 18. maí
1895 eftirlifandi konu sinni
Margréti Friðbjörnsdóttur Björn
son. Bjuggu þau hjónin áfram hér
í Mountain, og var Halldór mest
af við verzlunarstörf, þar til ár-
ið 1930 að þau fluttu til Chicago
111., og bjuggu þar ávalt síðan.
Halldór og margrét eignuðust 5
börn, lifa þau öll föður sinn:
Sigurrós (Mrs. Frisk) í Chicago.
Anna (Mrs. Byers) Chicago.
Thórdís (Mrs. Hill) Cleveland.
Ohio. Charles, giftur og búsettur
í Chicago. Paul, ógiftur í sjóher
Bandaríkjanna.
Halldór var maður bókhneigð-
ur, vel að sér og fróðleiksþyrst-
ur. Mun hann hafa haft unað af
lestri er tími gafst til. En annirn-
ar voru oft miklar. Hann var ást-
ríkui* eiginmaður og faðir og góð-
ur heimilisfaðir. Er hans sárt
saknað af eiginkonu, börnum og
öðrum ástmennum. Hann var og
góður nágranni, vingjarnlegur í
viðmóti, og ásamt með eigin-
konu og börnum gestrisinn og
góður heim að sækja og hjálp-
samur.
Jarðarförin fór fram að Moun-
tain, miðvikudaginn 15. marz.
Með líkið komu hingað til út-
farar og greftrunar eiginkona
hins látna og þrjú af börnum
hans. Séra H. Sigmar, jarðsöng.
Margir að fyrrverandi nágrönn-
um, vinum og kunningjum
fylgdu hinum látna til grafar.
Mr. G. A. Williams kaupmað-
ur frá Hecla og Kristinn bróðir
hans, komu til borgarinnar á
mánudagskvöldið.
MINNIST BETEL
1 ERFÐASKRÁM YÐAR
Wartime Prices and
Trade Board
Spurningar og svör.
Spurt. Við búum í litlum sveita
bæ og skólakennarinn er í fæði
hjá okkur. Eigum við að taka
sykur sem henni er ætlað til
niðursuðu aldina eða fær hún að
halda þessum seðlum sjálf?
Svar. Hver einstaklingur er
ábyrgðarfullur fyrir sinni eigin
skömtunarseðlabók, en það er
ætlast til þess að allir láti af
hendi seðla fyrir sinn skerf af
því sem borðað er á heimilinu.
Ef kennarinn ætlar að verða hjá
ykkur næsta vetur, þá ætti hún
að láta þig hafa seðla sem svara
því sem hún býst við að borða
hjá þér. Hversu mikið það kann
að vera getið þið best samið um
sjálfar.
Spurt. Er nauðsynlegt að láta
sætmetisseðla fyrir niðursoðna
ávexti, sem merktir eru ósykr-
aðir (unsweetened). Eg hef alt-
af haldið að það væri sykrið í
sætmeti sem orsakaði skamtinn.
Svar. Það verður að innheimta
seðla fyrir alt sætmeti hvernig
sem það er merkt. Það var ekki
The Swan Manufacturing Co.
Manufacturers of
8W1JÍ WEATHER-STRIP
Winnipeg.
Halldór Methusalems Swan
Kigandi
281 James Street
Phone 22 641
einungis sykur skömtunin sem
orsakaði skamtinn, heldur líka
aldinaskortur.
Spurt. Eg hefi verzlað við sama
bakaríið í nokkur ár. Nú síðustu
mánuðina hefir verð á ýmsum
vörutegundum stigið dálítið. Er
þetta leyfilegt?
Svar. Það má ekki selja með
hærra verði en selt var fyrir á
hámarkstímabilinu. Þar er þú
hefir sent allar nauðsynlegar upn
lýsingar verður þetta rannsakað
frekar.
Spurt. Er það satt að meira sé
nú fáanlegt af rúsínum og sveskj-
um en að undanförnu?
Svar. Já. Það verður meira af
rúsínum og sveskjum í ár en
fengist hefir síðan árið 1941.
Spurt. Er ennþá hámarksverð
á kjöti, þó að skömtunin sé af-
numin?
Svar. Já. Hámarksreglugerð-
irnar haldast jafnt fyrir það, og
allir sem selja kjöt eiga að hafa
verðskrá með myndum til sýnis
í búðum sínum.
Spurt. Eg hefi vinnukonu sem
er hjá mér níu mánuði úr árinu,
hún fer heim á sumrin. Hvernig
á eg að fara með niðursuðusyk-
urseðlana úr hennar bók, á eg
ekki að fá minn skerf af þeim?
Svar. Það eru engar sérstakar
reglugerðir þessu viðvíkjandi, en
þið ættuð að geta komið ykkur
saman um að skifta sykrinu þann
ig að hver ykkar fái sinn rétta
skerf.
Smjörseðlar 57, kaffi og te
seðlar T30 og T31 ganga í gildi
20. apríl.
Spurningum á íslenzku svarað
á íslenzku af Mrs. Albert
Wathne, 700 Banning St. Wpg.
I
j Þorsleinn Þ. Þorsíeinsson: |
Saga islendinga í
Vesturheimi »
II. BINDI
Bókin, sem enginn þjóðraek-
inn íslendingur má án vera.
Kostar í ágætu bandi aðeins
$4.00, auk 15 centa burðar-
gjalds.
Fæst hjá
COLUMBIA PRESS, LTD.,
695 Sargent Ave.
eða hjá
J. J. SWANSON.
308 Avenue Building.
Winnipeg
Most
Suits - Coats
Dresses
“Cellotone” Cleaned
72C
CASH AND CARRY
For Driver Phone
37 261
Perth9s
Cleaners-Launderers-Furriers
888 SARGENT AVE.
SUMRI FAGNAD
með al-íslenzkri samkomu í Fyrstu lútersku kirkju. á
sumardaginn fyrsta, fimtudaginn 20. þ. m. kl. 8:15.
Samkoman fer fram undir umsjón kvenfélags safnað-
arins.
Ávarp samkomustjóra — Sóknarpresturinn.
Fjórraddaður söngflokkur:
Nú kemur vorið kæra.
Á samhljóma vængjum.
Upplestur — Mrs. Kristjana Chiswell.
Samspil á slaghörpu — Sigrún og Elín Eylands.
Einsöngvar — Mrs. Alma Gíslason.
Ræða — Dr. Sig. Júl. Jóhannesson.
Fjórraddaður söngflokkur:
Vorið er komið.
Morgunlofsöngur.
Eldgamla ísafold.
God Save the King.
Veitingar verða framreiddar að lokinni skemtiskrá.
Inngangur ókeypis, en samskota verður leitað.
SAMSÆTI
Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi
Til heiðurs hæstaréttardómara Hjálmari A. Bergman K.C.
Royal Alexandra Hótel, Winnipeg, Manitoba.
Fimtudaginn 27. apríl 1944, kl. 6.45 e. h.
O, Canada.
Borðbæn.
Borðhald.
Ávarp samkvæmisforseta Séra V. J. Eylands
Minni Canada Séra Philip Pétursson
Einsöngvar Mrs. Alma Gísiason
Ávarp frá N.-Dak. Dr. Guðmundur Grímsson, dómari
Ávarp frá Iclandic Canadian Club Árni Eggertson, K.C.
Píanó solo Snjólaug Sigurðson
Minni kvenna Dr. Baldur H. Olson
Minni heiðursgestsins Dr. Richard Beck
Einsöngvar Kerr Wilson
Ræða heiðursgestsins.
God Save the King.
America.
Eldgamla Isafold. . •
Fólk er beðið að klæðast ekki samkvæmisfötum.
Aðgöngumiðar kosta $1,75. og fást á skrifstofum íslenzku
blaðanna, hjá Davíð Björnssyni bóksala, eða hjá Guð-
mann Levy 251 Furby Street.
Áríðandi er að þeir er óska að taka þátt í samsœti þessu
tryggi sér aðgöngumiða fyrir 22. þ. m.
THE ICELANDIC CANADIAN
A quarterly magazine published by The Icelandic
Canadian Club since October 1942. Of special interest
to people of Icelandic descent in North America. All
back numbers, containing 226 pictures, available at
subscription rate which is:
1 year $1.00, 2 years $1.75, 3 years $2.25.
Circulation Manager, The Icelandic Canadian,
869 Garfield St., Winnipeg, Canada.