Lögberg - 27.04.1944, Blaðsíða 1
PHONES 86 311
Seven Lines . .
. \ \v\^v
I <1‘ atV For Better
G°t- ^ Dry Cleaning
and Laundrv
57 ÁRGANGUR
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 27. APRÍL, 1944
NÚMER 17
Öryggi Canada krefst alþjóðar þátttöku í Sigurláninu
Tílkynning frá sendiráði Islands
í Washington
Samkvæmt lögum samþykktum á Alþingi 9. marz þ. á.,
um lilhögun atkvæðagreiðslu um þingsályktun um niður-
felling dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918 og
lýðveldisstjórnarskrá íslands, er íslenzkum ríkisborgurum,
sem kosningarrétt hafa en dvelja erlendis er atkvæðagreiðsla
fer fram, heimilað að neyia atkvæðisréttar síns hjá sendi- !
herra eða ræðismanni íslands.
Hér með sendist eitt eintak af ofangreindum lögum.
teir íslenzkir ríkisborgarar, sem náð hafa 21 árs aldri, ;
geta nú átt kost á því að neyta kosningarréltar síns sam- j
kvæmt lögum þessum hjá fulltrúa íslands á eftiriöldum
stöðum: (í Bandaríkjunum og Canada).
Sendiherra íslands í Washinglon, 909 16th Si. NW.
Washington D.C.
Aðalræðismanni íslands í New York, 595 Madison
Ave„ New York N.Y.
Ræðismanni íslands í Chicago, 3501 Addison Si., I
Chicago, 111.
Ræðismanni íslands í Winnipeg, 910 Palmersion
Ave„ Winnipeg, Man.
Vara-ræðismanni íslands í Grand Forks, 801 j
Lincoln Drive, Grand Forks, N.-Dak.
Vara-ræðismanni íslands í Baltimore, 2827 Foresi
View Ave„ Baltimore, Md.
Sæmdur heiðursdoktors nafnbót í lögum
Dr. B. J. Brandson
I vikunni, sem leið, var það opinberlega tilkynnt, að háskól-
inn í Manitoba hefði kjörið Dr. B. J. Brandson að heiðursdoktor
í lögum. Fregn þessi, vakti sem vænta mátti almennan fögnuð
rneða)! Vestur-íslendinga. Dr. Brandson hefir fyrir löngu hlotið
víðfrægð sem brautryðjandi á sviði skurðlækninga; hið mikla
og giptusamlega starf hans, hefir orpið ljóma á hinn íslenzka
þjóðflokk, bæði vestan hafs og austan, því auk höfðinglegrar
persónu, og víðtækra áhrifa á vettvangi læknavísindanna, hefir
hann verið boðberi mannúð^irinnar hvar, sem spor hans hafa
legið. Lögberg samfagnar Dr. Brandson yfii- þeirri maklegu
virðingu, sem honum hefir fallið í skaut, með hinu virðulega
doktorskjöri af hálfu Manitoba háskólans.
DÆMD í ÞRIGGJA ÁRA
FANGELSISVIST.
Hjón nokkur í Ontario voru
dæmd í þriggja ára fangelsis-
vist fyrir að hafa orðið, sökum
vanrækslu sinnar, óbeinlínis or-
sök í dauða barna sinna. Börn-
in voru fjögur, fjögra, þriggja,
tvqggja og eins árs að aldri.
Þetta sorglega tilfelli skeði 10.
marz. Bömin voru ein heima, og
kviknaði í undirsænginni í rúmi
þeirra og þau köfnuðu. Það
vitnaðist fyrir réttinum, að for-
eldrarnir höfðu verið í tíðum
drykkjuveizlum hina undan-
farandi daga og þann dag sem
þetta kom fyrir hafði móðirin
ekki komið heim í sólarhring en
faðirinn sem er bílstjóri hafði
litið einstöku sinnum inn til
barnanna. Ennfremur vitnaðist
það að svo kalt var í húsinu að
mjólk og vatn fraus. Er álitið
að eldurinn hafi byrjað á þann
hátt að börnin hafi kveikt á
lítilli rafeldavél, sem þar var,
til þess að reyna að hita sér.
Tilkynning frá Þjóðræknisfélaginu
Fyrir nokkrum dögum barst stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags
Islendinga í Vesturheimi svo'hljóðandi símskeyti frá Vilhjálmi
Þór utanríkisráðherra íslands:
“Ríkisstjórn íslands býður Þjóðræknisfélaginu að velja full-
trúa fyrir Vestur-»íslendinga til þess að vera gestur ríkisins á
hátíð, sem haldin verður í tilefn'i af stofnun lýðveldis á íslandi
væntanlega 17. júní næstkomandi”. — Jafnframt var æskt eftir
svari sem allra fyrst.
Hélt stjórnarnefnd félagsins því sérstakan fund síðastliðinn
miðvikudag. Samþykkti hún einum rómi og með þökkum að taka
hinu höfðinglega boði ríkisstjórnarinnar og valdi forseta félags-
ins, dr. Richard Beck, til þess að vera fulltrúi íslendinga vestan
hafs á umræddri hátíð heimaþjóðarinnar.
Er undirbúningur þegar hafinn til farar dr. Beoks, en ennþá
eigi ákveðið hvenær hann leggur af stað til íslands.
KVEÐJA TIL VESTUR
ÍSLENDINGA FRÁ
BISKUPI ÍSLANDS
Síðastliðinn laugardagsmorg-
un hringdi biskupinn yfir ís-
landi, Dr. Sigurgeir Sigurðsson,
mig upp í síma frá Washington
D.C., þar sem hann fór þess á
leit við mig, að eg bæði vestur-
íslenzku vikublöðin fyrir sína
hönd, að flytja öllum íslending-
um vestan hafs, sínar hjart-
fólgnustu þakkir fyrir ástúð-
legar viðtökur af þeirra hálfu;
kvaðst hann hverfa heim til ætt-
jarðarinnar með dýra fjársjóðu
unaðsríkra endurminninga.
Virðingarfyllst,
G. L. Jóhannson,
ræðismaður íslands.
BISKUP SENDIR FYFSTA
LÚTERSKA SÖFNUÐI
INNILEGAR ÁRANAÐAR-
ÓSKIR.
í lok fyrri viku, hringdi Dr.
Sigurgeir Sigurðsson, prest
Fyrsta lúterska safnaðar, séra
Valdimar J. Eylands upp í
síma frá höfuðborg Bandaríkj-
anna og bað hann flytja söfn-
uðinum frá sér innilegar óskir
Dr. Richard Beck
Eins og frá er skýrt, verður
Dr. Beck erindreki Vestur-Is-
lendinga á lýðveldishátíð ís-
lands á Þingvöllum þann 17.
júní, samkvæmt heimboði frá
íslenzku ríkisstjórninni.
um giftusamlega framtíð. Skil-
aði séra Valdimar þessum kær-
komnu’ kveðjum við guðsþjón-
usturnar í kirkju sinni á sunnu-
daginn var; kveðjum þessum var
tekið með miklum fögnuði.
Systkinasynir taldir af
PO. J. L. Drysdale
Þessi ungi og mannvænlegi
piltur, Pilot Officer James
Leonard Drysdale, sem nú er
talinn af í stríðinu, var fæddur
í Winnipeg 28. júní 1921. Hann
innritaðist í flugherinn í maí 1941
gekk á flugskóla í Portage la
Prairie og Dauphin, og lauk
fullnaðarprófi í marz 1942. Hann
fór austur um haf í maí, 1942.
og stýrði sprengjuflugvél yfir
Dortmund á Þýzkalandi, 24. maí
1943, er úrslitaslysið skeði.
Foreldrar þessa unga og efni-
lega manns eru þau James Drys-
dale og María kona hans, dóttir
Thorvardar heitins Swanson.
Auk foreldra lifa hdnn tvaér
systur, Mona og Margrét í
heimahúsum.
FO. Douglas M. Swanson
Flying Officer Douglas M.
Swanson, var fæddur í Winni-
peg 23. júní, 1917. Að loknu
bamaskólaprófi stundaði han,n
um hríð nám við Wesley College;
hann lærði Civil Flying við flug-
skóla Konnie Jóhannessonar, en
gekk í flugherinn um haustið
1940. Hann útskrifaðist af flug-
skóla lofthersins 1041, og fór
ári seinna austur um haf, og
tók víða þátt í herþjónustu.
Þessi prúði, ungi og mannvæn-
legi maður, hafði bækistöð á
Mailta, pg kom eigi fram úr
leiðangri þann 18. apríl 1943.
Flying officer Swanson lætur
eftir sig ekkju, áður Iris Roberts,
og foreldra, J. J. Swanson og
frú Kristínu Jónsdóttur Swan-
son frá Hjarðarfelli. Einnig tvo
bræður og tvær systur.
Þau María Drysdale og J. J.
Swanson eru systkini.
Fær námsstyrk við brezkan háskóla
Á mynd þessari sézt Hon. Vincent Massey, sendiherra Canada
í London, þar sem hann óskar Lieut. A. J. Thorsteinsson til
hamingju með- námsstyrk, sem honum var veittur til rann-
sókna í skordýrafræði við brezkan háskóla. Til hægri á mynd-
inni er Mr. Massey, en Lieut. Thorsteinsson til vinstri. Lieut.
Thorsteinsson er Winnipeg-maður, sonur Sigurðar heitins Thor-
steinssonar málara, og ekkju hans, Halldóru Thorsteinsson á
Simco Street hér í borginni.
Á sumardaginn fyrsta, 1944
i.
Sumardagurinn talar.
“Sæl og blessuð! — Boð frá hæðum,
búinn mínum sólskins klæðum,
flyt eg ennþá einu sinni;
öll þið fagnið komu minni.
Blessuð móðir mín er sólin,
máttugust um sumarjólin.
Til að flýta ferðum mínum,
fléttaði skip úr geislum sínum.
Einu sinni á ári sendur
öllu rétti eg líknar hendur:
Eg á lyf, sem læknað getur
legusárin öllu betur.
Hjálpa eg eins og hollur vinur
hvar sem einhver skepna stynur,
skapa líf á ökrum auðum,
endurreisi blóm frá dauðum.
Vetrarkuldi, fönn og frosti
flyt eg enga vægðarkosti:
Syndir sínar eg læt játa
jökulgaddinn — klökkna og gráta.
Eins og Hitlers-augu störðu
ógnir vetrar hér á jörðu.
Unað flyt eg öllum lýði
eins og frið að loknu stríði.
Alt, sem vetur vöxtinn tafði,
vonum sínum glatað hafði,
hlýtur — vegna hlýju minnar —
heilsuroða í fölvar kinnar.
Nú er bjart á norðurhveli,
nú er vígð í hverju sæti
dýrðleg hátíð dags og geisla,
draumsæl eins og biskups veizla.
Eg er allra engla mestur,
aldrei þektist betri gestur,
mannsins dýrsti morgunroði,
megin þjónn og sendiboði.
Anda þess, sem enginn skilur.
alla sína vegi dylur,
einu lífi öðru fórnar,
öllu bak við tjöldin stjórnar.
Alt, sem fögru lífi lifir,
legg eg mína blessun yfir: —
Eg er skuggi af Jesú Kristi,
eg er — sumardagurinn fyrsti.” v
II.
Landið söngs og sagna.
Blessað landið söngs og sagna
sumri kann að heilsa og fagna;
allir, sem þar áttu heima,
ímynd þess í minni geyma.
Þrautum léttir þjóðfélagsins
þýðing fyrsta sumardagsins;
þá er hátíð hátíðanna,
heilög eining guðs og manna,
Þrótt, sem veitir þessi andi,
þekkir enginn hér í landi
eða nokkru öðru landi,
aðeins voru gamla landi.
Sig. Júl. Jóhannesson.