Lögberg - 27.04.1944, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.04.1944, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 27. APRÍL, 1944 Hákon Bjarnason: Hugleiðingar um Þjórsárdal ævintýra- hrekja marga þá bændur af býl- um sínum, er næst bjuggu. Þegar farið er upp með Þjórs- á vestanverðri og kornið er fvr- ir Hagafjall er talið að komið sé í Þjórsárdal. Mynni dalsins er milli Hagafjalls og Búrfells, sem er 1 háaustur af Hagafjalli. Eru um 12 km. af tindi á tind. Þjórsárdalur gengur langt inn í landið, og eru hlíðar Ásólfs- staðafjalls, Skriðufells, Dímons, Geldingadalsfjalla og Heljar- kinnar vesturmörk hans, en að austan eru Stangarfjall, Skelja- fell, Sámsstaðamúli og Búrfell. Fyrir botni Þjórsárdals er Foss- alda, en inn á milli Fossöldu og Stangarfjalls skerst um ' 3 km. langur dalur, sem nefnist Foss- árdalur. Innst í Fossárdal fellur Háifoss fram af þverhníptu bergi. Frá Háafossi, út Fossár- dal og Þjórsárdal, skemmstu ieið í Þjórsá er um um 18 km. vegur. Breidd Þjórsárdals er frá 3 km. upp í rúma 7 km. Dalbotn- inn er um 50 ferkm. að stærð, og er það land allt milli 100 og 200 metra hæðar yfir sjó. Víðast er landið slétt eða smáöldótt og er það víða mjög greiðfært yfir- ferðar. Yzt í miðjum dal er dálítið fell, sem Sölmundarholt nefnist, og annað lægra þar beint norður af, er Þórðarholt heitir. Innan við miðjan dal rís Reykholt upp af jafnsléttu, en norðan við það hefjast Rauðukambar, litfögur líparítfjöll, er ná upp í miðja Fossöldu. “Undra fram fram á eyðilöndum”. Ævintýraljómi hefir um langt skeið hvílt yfir Þjórsárdal. Þetta undurfagra hérað hefir áður verið skógi vaxið og grasi gróið. og á landnámsöld hefir verið þar all fjölmenn byggð. Nú er héraðið næstum öreytt að gróðri en rústir hinna gömlu bænda- býla eru 'orpin sandi og vikri. Huliðsbræja sú, sem hvílt hefir yfir örlögum hinna fornu Þjórsdæla, hefir dregið margan ferðalanginn þangað, en auk þess hefir náttúrufegurðin heill- að marga til þess að vitja þess- ara stöðva aftur og aftur. Er líkast því, sem hinar miklu and- stæður milli auðnar og víðáttu annars vegar, og skjólsælla fagurra staða hins vegar, geri fegurðina enn skærari og auðn- ina enn tómlegri. Munnmæli herma, að jarð- eldur úr Rauðukömbum hafi eytt byggðina í dalnum. Hafa menn til skamms tíma haldið að byggðin hafi eyðst á 14. öld, en ekki hefir það haft við neitt að styðjast. Munnmæli eru sjaldan talin góð söguleg heimild, en oft mun þó einhver fótur fyrir þeim, því að sjaldan munu þau einber uppspuni frá rótum. Mun bráðlega að því vikið. Tilgátur um eyðingu dalsins. Ólafur prófessor Lárusson sýnir fram á það í ýtarlegri rit- gerð í Skírni árið 1940, að líkur bendi til, að byggð á flestum bæjum í Þjórsárdal hafi lagzt niður á 11. öld. Styðst hann við fornleifagröftinn á Stöng árið 1939 og eldri rannsóknir. Virð- ast mér ályktanir hans mjög sennilegar enda þótt menn geti nokkuð greint á um, hvort byggð in hefir eyðst seint eða snemma á öldinni. Eftir því, sem eg hefi getað lesið mér til, og séð með eigin augum á hinum gömlu bæjar- stæðum, ef ekki allir hinir efri bæja í Þjórsárdal, nema kann- ske Skeljastaðir, munu hafa verið yfirgefnir um mjög svip- að leyti. Hér getur verið um 10 til 15 bæi að ræða, er allir hafi lagzt í eyði í sama mund. Hafi svo verið getur ástæðan til þess vart hafa verið önnur en eldgos með óhemju vikurfalli eða aðr- ar hamfarir náttúrunnar. Annálar telja hið fyrsta Heklugos árið 1104, en það er alls ekki loku fyrir það skotið, að Hekla kunni að hafa gosið fyrr á tímum, án þess að annálar hermi eða aðrar skrifaðar heim- ildir. Annars voru gos úr Heklu mjög tíð eftir þetta fyrsta gos, og sum þeirra voru mjög mikil. Af Heklutindi að miðjum Þjórs- árdal eru innan við 20 km., svo að geta má nærri, að þetta bygðarlag hafi ekki farið var- hluta af gosum þaðan. En svo að. vikið sé aftur að munnmælunum, þá hljóða þau svo í Biskupsannálum Jóns Eg- ilssonar: “Það skeði og hér hjá oss á fyrri tímum mjög snemma, eg þenki í tíð þessara biskupa, að eldur kom upp í Rauðukömbum, þ. e. fyrir fram- an Fossá, en fyrir norðan Skriðu- fell. Þá var Hagi í miðri sveit og þeirra þingstaður. Sá eldur brenndi allan Forsárdal, bæði skóga og bæi; það voru alls XI bæir;” o. s. frv. Sumarið 1941 dvöldum við Steind. Steindórss. frá Hlöðum við gróðurrannsóknir í Þjórsár- dal. Dag einn lögðum við leið okkar frá brún Háafoss niður skriðurnar vestan megin Fossár- dals. Þar hefir fjallsbrúnin á Fossöldu einhvern tíma sprungið fram með ógurlegum krafti, og gætir þessa skriðuhlaups suður undir Rauðukamba, enda þótt það sé lang mest innst í daln- um. Þetta grjóthraun er eitt með því stórkostlegasta og tröllsleg- asta, er eg hefi séð af því tæi hér á landi. Og eftir öllum verks- ummerkjum að dæma getur hraun þetta ekki verið mjög gamalt á mælikvarða jarðsög- unnar. Virðist hreint ekkert til fyrirstöðu því, að hraun þetta hafi getað átt sér stað á ofan veðri tíð Islands byggðar, því að grjóthólarnir og bergveggur- inn eru sízt lúðari eða ellilegri heldur en t. d. mikla skriðan úr Lómagnúpi, sem féll í Skaftár- eldum. Mér er ómögulegt að lýsa landslagi þarna svo að nokkur mynd sé á, en þetta er eitt hið einkennilegasta land, þar sem hver grjóthóllinn rís við annan af öllum stærðum og öllum litum, því að hér gætir mjög líparíts eins og í Rauðu- kömbum. Háir þverhníptir klettar rísa þar á rönd og líkjast mest húsum og turnum í stór- bæ, og finnst mér liggja næst að líkja landinu þarna við ein- hverja hina stórbrotnustu álf- heima þjóðsagnanna. Þegar við Steindór höfðum gerigið um þessar heima nokkra stund hrutu hon- um orð af vörum í þessa átt: “Skyldi þetta ekki vera Rauðu- kambagosið, sem munnmælin herma.” Mér finnst nú ekki ólíklega til getið, að samfara einhverju hinna fyrstu Heklugosa hafi orðið þær jarðhræringar, sem sprengdu vesturbrún Fossárdals fram, og að þær jarðhrærmgar hafi komið á stað munnmælun- um um gos úr Rauðukömbum, sem eru þarna í næsta námunda. Samfara þessu hrauni hefir Fossá stíflast upp um stundar- sakir en brotizt síðan fram með feikna afli og vaðið yfir og skemmt gróðurlendi á láglendi dalsins. Lnadskjálftar hljóta að hafa verið ógurlegir í sambandi við hraun þetta, og hafi mikið vikurfall verið þessu samfara. mundi það hafa nægt til þess að Þetta er nú ekki nema tilgáta og að nokkuru út í bláinn, en hún hefir nokkura stoð í munn- mælum. Ólafur Lárusson getur þess til í grein sinni, að hið mikla vetr- arríki uppi í Þjórsárdal hafi ver- ið ein aðalorsökin til þess að byggð lagðist svo snemma niður, sem raun varð á. Eg get ekki fallist á þá skoðun, því að þarna er vetrarríki sízt meira en í mörgum öðrum uppsveitum, og þá kemur það mjög undarlega fyrir sjónir að á flestum bæjar- stæðanna virðist aðeins hafa staðið ein bygging. Hefðu menn flúið vetraríkið mundu sumir hafa dokað lengur við en aðr- ir, og þess mundu sennilega sjást merki á bæjarstæðunum. Líklegt þykir mér, að ein- hverjar náttúruhamfarir, sem Hvernig sérhver Canadamaður, sem kaupir veðbréf getur einnig orðið veðbréfasali SérKvert sigurlán hefir eigi aðeins náð settu marki, heldur hafa fleiri og fleiri veðbréfakaupendur komið á vettvang. Nú er farið fram á þaðj a ný, að þér lánið af sparifé yðar og tekjum. Sérhver mánuður sannfærir oss um það að eina tryggingin fyrir sigri og friði. sé fólgin í því, að leggja fram í stórum stíl þær byrgðir, sem nauðsynlegar eru til sigurs. Enn er í landinu fólk, er keypt getur veðbréf, sem ekki hefir keypt eitt einaáta. Þessvegna kemur fram ný kvöð til alþjóðlegrar þjónuátu. Látum oss veðbréfakaupendur vora skipa oss í fylkingu veðbréfasala. Er sérhver af oss hefir keypt veðbréf, skulum vér GERA ÞETTA ÞRENNT: Að segja vinum vorum frá, að vér höfum keypt annað veðbréf. 2 Segið þeim ástæðuna (vegna að vér eigum ástvin í fjarlægð, sem vér viljum ekki bregðast—vegna þess að frelsi vort er þess virði að barist sé fyrir því—vegna þess að vér höfum trauát á framtíð Canada) ^ Segið þeim hvernig. (Vinur yðar hefir ef til vill ekki keypt veðbréf, og veit ekki hvernig það skuli gert. Skýrið honum frá að hann geti keypt veðbréf hjá Sigurlánsumboðsmanni, banka, trúnaðarfélagi eða á aðalskrifstofu Sigurlánsins. Segið honum að Sigurlánsbréf megi kaupa fyrir peninga út í hönd. með mánaðar afborgun eða frádrætti kaups. Leggið áherzlu á, að peningar þessir eru aðeins lánaðir, og að veðbréf eru ávalt seljanleg.) Látum sigurlánsveðbréf ávalt beraát fyrát í tal. Styðjum kaup vor og trauát með söluhrifningu. Látum þetta verða átórfenglegaáta sigur- lánið, ekki einungis hvað upphæð snertir, heldur einnig viðvíkjandi tölu þátttakenda. LATIÐ SIGURINN GANGA FYRIR Kaupið Sigurlánsveðbréf nú þegar NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE 6-34

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.