Lögberg - 01.06.1944, Page 1

Lögberg - 01.06.1944, Page 1
57 ARGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 1. JÍNÍ, 1944 NÚMER 21 Minning glæsilegs æskumanns Fll. Sgt. Thorhall Baldur Lifman Þegar sorg drepur á dyr hjá vinum manns, kvistast ávalt eitthvað utan úr manni sjálfum. Og þótt sjaldnast 'geti um héraðsbrest við lát æskumanns, þá daprast þó mjög umhverfið, suk þess sem spakleg ljóðmál Bjarna Thorarinsens kveðja sér hljóðs: — “En ilmur horfinn innir fyrst hvers urtabyggðin hefir mist.” Flt. Sgt. Thorhall Baldur Lifman var faeddur í Árborg, þann 9. ágúst 1921. Foreldrar hans eru hin valinkunnu hjón, B. J. Lifman, fjrrrum sveitaroddviti, og kona hans Kristín Margrét. Baldur naut alþýðumenntunar í ífæðingarbæ sínum, og starfaði þar við verzlun um hríð, að loknu námi; hann innritaðist í canadiska flugherinn í desember-mánuði 1941, og naut æfinga í Brandon og Regina. 1 desember-mánuði 1942 fór Baldur austur um haf, og hafði iþá hlotið Sergeants tign í flugliðinu; líf sitt lét hann í þjónustu lands og þjóðar í flugárás yfir Þýzkalandi .8 ágúst 1943, og var jarðsettur að Greifswald 6. september; rneð því féll tjaldið við lokaþáttinn í ævi kornungs og glæsilegs manns, sem svo margar og bjartar framtíðarvonir höfðu verið tengdar við. Baldur Lifman stóð framarlega í hópi þeirra prúðustu ung- menna af íslenzkum stofni, sem eg hefi kynst á lífsleiðinni; hann bar nafn þess guðsins, sem hvítastur var og beztur allra Ása, og það nafn fór honum vel; að yfirliti bar hann sterk ein- kenni hins norræna manns, og norrænn drengskapur var honum í blóð borinn; vinfestu þá, er hann bjó yfir í ríkum mœli, átti hann ekki langt að sækja, því sá eðliskostur hefir jafnan mótað líf foreldra hans beggja jafnt; um þetta er mér að minsta kosti engu ókunnugra en öðrum, vegna langvarandi persónulegs vin- skapar við þau Thor Lifman og Margréti. Rétt áður en Baldur lagði upp í langferðina hinztu, kom hann á heimili okkar hjónanna ásamt föður sínum og systur til þess að kveðja; hann kvaddi okkur með kossi að gömlum og góðum íslenzkum sið, þessi sviphreini og prúði sveinn, og hvarf okkur út í ósýnið, út á hinar torförnu krossgötur, sem rás við- burðanna skapar, þar sem, eins og Einar Benediktsson segir: “Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd.” Baldur Lifman kom ekki heim úr langferðinni; hann greiddi hina miklu fórn fyrir landið, sem ól hann, og mannkynið. Auk foreldra sinna, lætur Baldur eftir sig eftirgreind systkini: Frú Bergþóra Urry í Portage la Prairie; Margréti, sem starf- ar fyrir sendiráð brezku flotastjórnarinnar í Washington D.C.; írú Laufeyju Fjeldsted í Árborg, Stefaníu við hjúkrunarnam á Misericordia spítalanum í Winnipeg og Sólborgu í foreldrahúsum; allar eru þær systur góðum kostum búnar, og njóta hvarvetna virðingar og trausts. Baldur var augasteinn foreldra sinna og uppá- hald systra sinna; er með fráfalli hans kveðinn heitur harmur að sifjaliði og fjölmennum hópi vina, er fegnir vildu gráta hann úr helju þótt litlu fái áorkað fremur en raun varð á um nafna hans, þann, er vænstur var og bjartastur allra Ása. Hið prýðilega kvæði, Baldursbrá, sem samferða verður þessum minningarorðum, er helgað minningu Baldurs heitins Lifman, og er ort af Valda Jóhannessyni, bónda í Víðir-bygð, trygðavini Lifman fjölskyldunnar. E. P. J. FJÖLSÓTT FLOKKSMÓT Á mánudaginn hófst hér í borg inni afarfjölsótt þing hinna yngri fylgj enda frj álslyndustefnunnar, þar sem mættir voru fulltrúar frá hverju einasta fylki landsins; mun tala erindrega hafa verið nálægt fimm hundruðum; þrír af ráðgjöfum sambandsstjórnar, flugmálaráðgjafinn, Mr. Power, landbúnaðarráðherrann, Mr. Gardiner, og Mr. Bertrand fiski- veiðaráðherra voru viðstaddir. Það var tekið skýrt fram í byrjun mótsins, að það stæði í engu sambandi við næstu sam- bandskosningar, sem enginn nema sjálfur forsætisráðherrann hefur hugmynd um nær fara munu fram, heldur væri til mótsins stofnað með það fyrir augum, að efla og útbreiða fræðslusamtök meðal æskulýðs- ins ’um gildi frjálslyndu stefn- unnar fyrir einstaklinginn engu síður en þjóðarheildina. Einhuga þjóð Við atkvæðagreiðsluna. sem fram fór á íslandi um niður- felling sambandssáttmálans frá 1918, við Dani, og lýðveldis- stjórnarskrána nýju, dagana frá 20.—23. maí, skýra skeyti sam- einuðu fréttastofunnar frá því, að flest bendi til, þótt fullnaðar- talning atkvaeða væri eigi við hendi. að um 98 af hundraði kjósenda hafi greitt atkvæði með sambandssliium, og að þar af leiðandi slofni íslenzka þjóðin sameinuð og einhuga, lýðveldi þann 17. júní næstkomandi. ÚTSKRIFAST í HEIMILISHAGFRÆÐI Miss Elaine Feldsted Þessi glæsilega stúlka, er yngsta dóttir þeirra Mr. og Mrs. E. S. Feldsted hér í borginni, hún er ágætum námshæfileikum gædd, og útskrifaðist í vor með fyrstu einkun í heimilishagfræði frá Manitoba háskólanum. Miss Feldsted tók mikinn þátt í fé- lagslífi stúdenta, og er mjög hneigð fyrir blaðamensku; hún tekst innan skamms á hendur stöðu við Extension Service land búnaðarráðuneytisins. ÚTVARP HELGAÐ LÝÐVELDINU. Á laugardagskvöldið þann 17 júní, fer fram útvarp yfir C.B.C. kerfið, helgað lýðveldisstofnun- inni á Islandi; útvarpið stend- ur yfir frá kl. 8.30 til 9 e. h. (Central Daylight Time). Út- varpið hefst með Ó, guð vors lands; næst flytur forsætisráð- herrann í Canada stutt ávarp, og þá ræðismaður íslands, G. L. Jóhannsson, einnig stutta kveðju; þar á eftir fer atburðakeðja úr þróunarsögu Islands, en að lok- um flytur W. J. Lindal dómari 7 mínútna ræðu. Útvaipinu lýk- ur með þjóðsöng Canada. ÞJÓÐVERJAR Á STÖÐUGU UNDANHALDI í ÍTALÍU Meginherfylki sameinuðu þjóð anna í Italíu, hafa nú náð hönd- um saman, og þröngva nú mjög að kosti Þjóðverja bæði á Anzio víglínunni og eins upp frá Adría- hafi; eiga þessi herfylki, með Camadamönlnum í fararbroddi, aðeins eftir 15 mílur til Róm, og gerir Clark yfirhershöfðingi þá staðhæfingu, að, innan fárra daga verði Rómaborg að öllu á valdi hinna sameinuðu þjóða. MOTHERWELL KJÖRINN FORSETI Á nýafstöðnu þingi hinna yngri fylgjenda frjálslyndu stefnunnar, sem staðið hef- ir yfir í Winnipeg undanfarna daga, var Richard E. Mother- well bóndi að Abernethy, Sask., kjörinn forseti áminstra æsku- lýðssamtaka á vettvangi stjórn- málanna; hinn nýi forseti er sonarsonur stjórnmálamannsins víðkunna, Hon. W. R. Mother- well, sem um eitt skeið var land- búnaðarráðherra sambandsstjórn arinnar. LÝKUR PRÓFI í LÆKNISFRÆÐI Baldursbrá Það er í eðli íslendingsins stilt, Að eiga vísu og geta raulað lag, Það er í gleðskap guðaveigum skylt, Það gerir bært ið hinsta sólarlag. I fátækt minni engu er að skarta, Aðeins stunur dýpst frá móður hjarta. Bikar minn er beiskur þessi jól, Óbundið sár er aldrei verður grætt. Þó framundan sé hærri og hlýrri sól, Mitt hjarta er kalið, lamað, sundur tætt. Á staka gröf hér stara sjónir mínar, Nú strýkur engin hönd um kinnar þínar. Eg veit að fjöldi meira hefur mist, Mæður, sem að gefið hafa alt, Syni og dætur dauðinn hefur kyst Drottinn minn! hvað þetta líf er valt, Og eiginmenn, mér ógnargeig það vekur, Og enginn þeirra um neitt er fundinn sekur. Elsku vin, hvað þessi stund var stutt, Er stóðstu við, mér finst það napurt háð, Að hafa fætt þig, faðmað þig og stutt, Fólsku-hatri til að verða að bráð, Tilverunnar hér er raskað rökum, Réttur lífsins bundinn dauða sökum. Þessi andvörp yfir þinni gröf, Eru táknræn blóm á leiðið þitt, Til handa þér mín hinsta jólagjöf, Þú heyrir máske og skilur andvarp mitt; Það sárast kennir kærst sem er að muna, Eg kveð þig vin og þakka samveruna. Valdi Jóhannesson. Dr. Eggert T. Feldsted Við nýlega afstaðin háskóla- próf í Manitoba, útskrifaðist með hárri fyrstu einkun í læknisfræði Eggert T. Feldsted, sonur þeirra Mr. og Mrs. E. S. Feldsted hér í borginni. Hinn nýi læknir er fæddur í Winnipeg þann 27. jan. árið 1921, og lauk alþýðuskóla- prófi 1937; hann heimsótti heims sýninguna í París það sama ár, en er heim kom, tók hann að leggja fyrir sig nám við æðri skóla, svo sem við United College, en síðar við Manito'ba-háskólann; sóttist námið hvarvetna hið bezta; hlaut hann meðal annars tvö ár í röð medalíu Manitobaháskólans fyrir frábæra þekkingu í lífeðlisfræði. Á háskólaárum sínum tók hinn nýi læknir mikinn og marghátt- aðan þátt í félagslífi stúdenta og hafði forgöngu um margt, er til raunverulegra urnbóta horfði. Þann 24. þ.m., lagði Dr. Feld- sted af stað austur til Brockville Ont., þar sem hann hefir tekist á hendur herlæknisembætti, og jafnframt hlotið Lieutenants- jtign. Kveðja til Nordahl Gneg Það er dirfska af sveinstaula að senda * einn svolítinn minningarkrans til þín, sem ert orðinn og verður ástmögur fólks þíns og lands. Og hljóður eg höndina rétti og horfi á hin litfölvu grös, er batt eg með hikandi huga í hvirflandi daganna ös. Eg bið þig því gáleysi að gleyma, eg get ekki skilið það nú, að dánarsveig hnýtt eg þér hafði, né hvernig að fávizka sú greip mig. Eg get eigi skilið, eg gœtti ei þegar hins, að þú lifir um ár og aldir í anda hins norræna kyns. Þinn andi var imynd hins bezta, er átti hin norrœna sál, því unnu þér allir sem bróður. Þitt einfalda hjartans mál, þáð vakti vort Islendings-eðli, þá erfð, er oss Noregur gaf, að kaupa ei frið fyrir kúgun né krjúpa við svínanna draf. Við fundum þar sögu’ okkar feðra, er flýðu ofríki eins manns, i en áttu þó leið sína um aldir út til hins nýja lands. Og enn er hinn norræni andi ofinn úr þáttum tveim, trúnni á táp sitt og frelsið og tryggðinni’, er dregur oss heim. Þú ortir þig stóran í óði og ef til vill stærri í dáð. Hver hugsun, hvert orð og athöfn af ást til þíns lands var skráð. Þótt beinin þín fái ei borið v við brjóst sín þín feðraslóð, hún heimtir þó heim þig sjálfan, - þitt hjarta, sál þína og Ijóð. Brátt vorar um víðlendi Noregs af varma frá hækkandi sól, og blánandi hamrahlíðar sér hreykja á grœnbryddum kjól. , Það hvíslar i laufi og limi hinum langþráðu tíðindum, þeim: Nú heilsar þér “ættmold og ástjörð”, nú ertu þá loks kominn heim. j* Við kveðjum með hljóðlátum huga, sem höfum þig litið sem gest. Við vissum þú hlauzt þó að halda heim; þar er fegurst og bezt. En meðan að sögð er hér saga og sungið eitt einasta Ijóð, þú lifir um ár og aldir og eilífð — hjá norrænni þjóð. \ Bjartmar Steinn. ÝS455S555555555SS555SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS5S55SS55S555S5555555S5555SSSSSSSSSÍSS

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.