Lögberg - 01.06.1944, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JÍNÍ. 1944
S
þegar hann var að byggja. Eg
hélt að hann gerði þetta af því
að honum væri illt og spurði
hann um það. Hann brosti að
barnaskap mínum, og kvað svo
ekki vera, en sagði að sér yrði
illt ef hann hætti að hrækja og
tyggja. — Hann tugði nefnilega
munntóbak, og hafði eg þá ekki
kynnst þeirri í'þrótt fyrr. Hitt
fannst mér minna til um, að
hann gat byggt slétta og failega
veggi, þó hann sæi mjög illa og
staulaðist með stafnum sínum
fram með Veggjunum. Hann lét
líka stundum í kýrmeisana, ef
sá sem þaó átti að gera, hafði
farið að heiman eða var ekki
\
viðlátinn af einhverjum ástæð-
um, og leysti þá heyið svo vel,
að eg hefi engan mann séð gera
það betur síðan. — Guðmundur
gamli var ákaflega góður við
mig, sagði mér margt úr átt-
högum sínum — sem mér virt-
ust þá fjarlæg ævintýralönd —
og sagði að eg ætti að sjá fyrir
sig í staðinn! Dóttir hans var
síðar vinnukona hjá foreldrum
mínum, og hafði eg þá ekki séð
fallegri stúlku.
Guðmundur Nikulásson er
enn á lífi (1943), steinblindur
öldungur, og á heima hjá Jónasi
Jóhannessyni bónda í öxney.
Sigurður Guðmundsson ólst
upp í fátækt á einhverju kotinu
í námunda við höfuðbólið Skarð.
Á Skarði bjó þá Kristján kamm-
erráð Skúlason og kunni Sigurð-
ur gamli, eins og ýmsir aðrir,
eitthvað af skrítnum sögum um
hann. Þeim sögum hef eg nú
flestum gleyrtit, enda koma þær
ekki þessu máli við. Þó man eg
eina sem er um þá báða, kamm-
erráðið og Sigurð, og set eg hana
hér, og lýsir hún báðum nokk-
uð.
•
Sigurður kom oft að Skarði í
ýmsum erindagjörðum og var
jafnan vel tekið. — Einu sinni
sem oftar var hann sendur
þangað einhverra erinda. Hann
hitti Kristján kammerráð á
hlaðinu og ætlaði að heilsa hon-
um með bandabandi eins og
hann var vanur og siður var.
En “ráðið” brást þannig við
kveðju hans, að það sneri sér
undan og rétti honum litla fing-
urinn, aftur fyrir rassinn á sér.
— En hvað haldið þið að sá
stutti hafi gert? — Hann var
ekki ráðalaus. Jú, hann gerði
sér lítið fyrir og beit umsvifa-
laust yfir um fingurinn á yfir-
valdinu. — Þessu bjóst karl alls
ekki við, og brást hart og títt
við og ætlaði að berja stráksa,
en hann hljóp þá undan sem
fætur toguðu og varð ekki af
frekari kveðjum að sinni. —
Ekki erfði kammerráðið þetta
lengi við Sigurð. Næst þegar
hann kom að Skarði heilsaði það
honum með handabandi og
sagði að hann væri ekki allur
þar sem hann væri séður, þó
stuttur væri, og voru þeir góðir
kunningjar eftir það.
Þessar og þvílíkar “kúnstir”
tamdi Kristján kammerráð sér á
tímabili, sagði Sigurður gamli,
og lék þær við kotunga og
smærri bændur sem komu að
Skarði, þegar þannig lá á hon-
um, að hann taldi sér ekki skylt
að viðhafa almenna mannasiði.
Var því misjafnlega tekið, en
enginn setti svo eftirminnilega
krók á móti bragði sem Sigurð-
ur, þó ungur væri þá og óvanur
skiptum við höfðingja.
Það var einhverntíma þegar
Sigurður var orðinn kunnugur í
Vestureyjum, að hann réðist í
Hvallátur til Ólafs bónda Berg-
sveinssonar og var hjá honum
fjármaður nokkra vetur í seli
þar í Látralöndunum. Sjávar-
hætta er þar mikil, og var féð
látið liggja í nátthaga um stór-
straumana á haustin, en látið út
á nóttunum þegar fallið var
fyirir skerin og sæmilegt var
veður. í seli þessu var mikið um
huldufólk — bæði gott og illt að
því er talið var. — Eina nótt
þegar gamli maðurinn fór að
hleypa fénu út, stóð maður við
grindina í nátthagadyrunum.
Sigurður átti þar einskis manns
von og spurði hver það væri, en
komumaður lét lítið yfir sér og
anzaði engu. Grunaði þá Sigurð
hverrar ættar maðurinn væri,
lét sem ekkert væri, gekk að
dyrunum og tók úr þeim grind-
ina, enda var þar engin fyrir-
staða. En þegar hann var kom-
inn inn í nátthagann og ætlaði
að reka féð út, var ókunni mað-
urinn kominn í dyrnar aftur og
vildi sig þaðan hvergi hræra
hvernig svo sem Sigurður bað
hann að víkja. En þegar Sig-
urður gekk að dyrunum var þar
engann mann að finna, og gekk
þetta nokkra stund og komst
féð ekki út. — Þá fór nú heldur
að þykkna í mér, sagði Sigurð-
ur gamli, svo eg tók upp stein-
buðlung skammt frá dyrunum,
sagði “dyraverðinum” að hann
skjddi gæta sín en ekki kind-
anna, og lét steininn vaða í hann.
— Þetta dugði. Steinninn fór í
gegn um komumann, að mér
sýndist, og skall í veggnum en
féð hentist út. Svo lauk þeirri
viðureign og glettist manngarm-
urinn aldrei við mig eftir þetta,
sagði Sigurður gamli og brosti
þá drýgindalega í kampinn. —
— Þeir sáu stundum eitt og ann-
að gömlu mennirnir, sem okkur
er hulið. Heimurinn var þá fá-
breyttari en nú og því sáu þeir
stundum inn í aðra veröld.
Sigurður Guðmundsson var
tæpur meðalmaður á hæð og
heldur grannvaxinn, nokkuð
boginn í baki og grár fyrir hær-
um þegar eg man eftir honum.
Hann var hinn nýtasti maður til
allra verka og svo mikill sláttu-
maður að orð var á gert. — Og
það hygg eg, að enginn einn
maður eigi fleiri handtök falin
í túnunum í Vestureyjum en
hann. — Það kynni þá að vera
Þórður Jónsson frá Hofstöðum
í Gufudalssveit, sem enn starfar
að vorverkum í eyjunum upp á
gamla móðinn, og er nú einn
eftir af þeirri stétt manna, sem
eg hefi nefnt hér vormenn. —
Sigurður gamli var jafnan létt-
ur í lund og hafði oftast gaman-
-yrði og spaug á varðbergi, og er
mér sagt að þeir góðu kostir
hafi enzt honum á leiðarenda.
Hamingjan virtist þó aldrei vera
honum örlátari á hin ytri verð-
mæti lífsins en gerist og geng-
ur, en hann var ekki einn af
þeim “gallagripum” sem bera
“jafnan súran svip” og hengja
hvert andstreymi lífsins í
frakkalafið sitt. Hann var víða
hér við sunnanverðan Breiða-
fjörð eftir að hann hætti vor-
verkum í Vestureyjum, því
hann fékk allstaðar inni á með-
an hann gat unnið. En síðustu
árin sem hann lifði átti hann
heima í Elliðaey hjá Jónasi vita-
verði Pálssyni, og þar dó hann
í apríl 1942.
Vísir.
17. júní og 2. ágúst
Margar undrunar raddir heyr-
ast daglega yfir því, að íslend-
ingadags nefndin skuli ekki
breyta frá gömlum vana og færa
hina árlegu íslendingadags hátíð
frá 2. ágúst til 17. júní, að þessu
sinni, í tilefni hins merka dags,
þegar íslenzka þjóðin sér sína
margra alda óráðnu drauma ræt-
ast, — er fullveldi íslands verð-
ur haldið hátíðlegt.
Hverjum einstakling er heimilt
að hugsa öll mál frá sínum sjón-
armiðum og láta sínar skoðanir í
ljósi um þau, frá því viðhorfi
sem þau blasa frá hugarsjónum
hans. En stundum, sökum ókunn
ugleika og ef til vill sökum ó-
nógrar íhygli, er ýmsu slegið
fram sem sjálfsögðu í ofurspenn
ing ánægjunnar, þegar um sér-
stök höpp eða sigra er að ræða,
þó margt geti verið því til fyrir-
stöðu að það sé rétt, og jafnvel
ekki hyggilegt að það sé gert,
þó í fljótu bragði sýnist svo vera.
Þegar svo er, þurfa málin skýr-
ingar við, skýringa sem bregða
upp skærára röksemdaljósi yfir
þau mál, sem hugsuð hafa verið
frá takmörkuðu sjónarsviði.
Þannig lagaðar skýringar vil eg
leitast við að gera í sambandi
við það, hvers vegna neíndin
færir ekki íslendingadags hátíð-
haldið að þessu sinni, til 17. júní.
Það er alls ekki af því, að þeir,
sem að Islendingadags hátíða-
haldinu standa, séu verri eða
ósannari Islendingar, né fagni
minna yfir að hinn langþráði
draumur vorrar íslenzku þjóðar
rætist, en þeir, sem binda alt
sitt hátíðahald við 17. júní, að
þessu sinni, sem ekki er neitt
athugavert við, því þeim, sem
það gjöra er það hægt, en ís-
lendingadags nefndinni er það
ekki hægt af þeim ástæðum sem
nú skal greina.
Íslendingadagurinn er elzta og
þjóðlegasta sumarhátíðahaldið,
meðal Islendinga í Vesturheimi.
Síðastliðin 54. ár, hefir hann
verið haldinn 2. ágúst og fyrsta
mánudag í ágúst, sem er almenn-
ur hvíldardagur fyrir borgarbúa,
(Civic holiday) og hefir ávalt
verið tengdur við 2. ágúst. Nefnd
þessa hátíðahalds, er kosin ár-
lega af íslendingum. Er sam-
þykkt þá um leið, hvar íslend-
ingadagurinn skuli haldinn á því
ári. Nefndin hefir því engan rétt
til þess að breyta þeirri sam-
þykkt, nema með samþykki ,Is-
lendinga á almennum fundi.
Fyrsti mánudagur í ágúst, er
eini dagurinn á sumrinu, sem
Winnipeg-lslendingar eru alment
lausir frá önnum og hafa tvo
daga sér til upplyftingar og
skemtunar. Það er þriðja ástæð-
an til þess, að 2. ágúst — eins
og hann er alment nefndur, —
var mjög heppilegur fyrir þetta
hátíðahald.
Um þetta leyti sumars, er
náttúran klædd sínum fegursta
og fullkomnasta skrúða, sem
varpar glæsileik á hátíðahaldið
og gjörir það bæði tilkomu mik-
ið og yndislegt.
Þá er líka búið að loka öllum
skólum, og aldnir sem ungir nota
alt það tækifæri sem þeim gefst
til þess, að fara út úr borginni
og hrista af sér okið og áhyggj-
urnar sem borgarstarfið hefir í
för með sér. Þá er bezta tæki-
færið að samlaga sig náttúrunni
og teiga í sig heilnæmi úr hressi-
lindum hennar, því þá eru allir
baðstaðir og hressingarskálar
opnir til afnota og allskonar í-
þrótta iðkanir hafðar um hönd,
svo fólk ’ streymir þangað í
hundraða og þúsunda tali um
hverja helgi, og ekki hvað sízt á
hinum almenna hvíldardegi
Winnipeg-búa, “Cicic holiday”.
Um 17. júní er alt öðru máli
að gegna. Þá eru allir skólar
starfandi, þá eru allir baðstaðir
að mestu lokaðir, því náttúran
er enn köld undan vetrar viðj-
unum, hefir ekki klæðst sínum
fegursta skrúða og meiri rigninga
von um það leyti, en síðar að
sumrinu. Allir eru þá mjög önn-
um hlaðnir og eru að búa sig
undir að skólafólkið fái frí og
baðstaðirnir verði opnaðir og
hlýrra verði í veðri.
Þetta, með ýmsu öðru, er aðal-
ástæðan til þess, að 2. ágúst var
valinn fyrir Islendingadag, og
ekki hefir verið og verður ekki
breytt um daga fyrir hátíðahald
íslendingadagsins. Fólkið er
einnig orðið vant þessum tlegi,
það hlakkar til hans árlega og
mundi sakna þess, ef breytt yrði
til í því efni.
En, svo er enn ein ástæða ó-
nefnd, sem vegur þungt á móti
því, að íslendingadagurinn verði
færður til 17. júní, að þessu sinni,
þrátt fyrir þann merkisviðburð
í sögu íslenzku þjóðarinnar, sem
minst verður meðal allra Islend-
inga — hvar sem er í heiminum,
— þenna dag.
Þá hafa Ný-lslendingar stór-
hátíð á Iðavelli, skamt frá Gimli.
Og þá hafa allir Islendingar í
Winnipeg mikinn viðbúnað í til-
efni af fullveldi Islands. Væri
það þá ekki óhyggilegt, að ís-
lendingadags nefndin færi að
stofna til Islendingadags hátíða-
halds að Gimli þann sama dag?
Til Richards Beck prófessors
íulltrúa Veslur-íslendinga á sjálíssljórnarhátíðinni 1944.
Farðu heill með hundrað þúsund kveðjur,
hlýjar eins og bjarta júní sól,
fléttaðar og traustar trygða keðjur,
tengdu þær við sérhvern dal og hól.
Hvaða braut sem fjörs þíns fákur brokkar
fyrst af öllu er runnin þér í blóð
bænin sú að bernsku landið okkar
blessi drottinn — og þess litlu þjóð.
Það er víst að þinn er enginn jafni .
þegar landar mæla verkin sín; .
halda á lofti lands og þjóðar nafni
lengi og víða mörgu störfin þín.
Sig Júl. Jóhannesson.
Vér hyggjum það. Fyrst og
fremst getur það litið þannig út,
sem Islendingadags nefndin væri
að hlaupa í kapp við Ný-íslend-
inga með hátíðahaldið að Iða-
velli. Það mundi vekja leiðindi
og sundrung, sem vér Þjóðræknis
lega meigum ekki undir nokkr-
um kringumstæðum stuðla til.
Þar að auki væri það hlægileg-
ur hringlandaskapur af nefnd-
inni, að raska að nokkru um
aðal Islendingadags hátíðahald
okkar Vestur-Islendinga og með
því stofna okkar elzta og vin-
sælasta þjóðminningardegi í
voða.
Það er mjög vel til fallið, að
Ný-lslendingar og Winriipeg-bú-
ar — sem aðrar bygðir íslend-
inga í landi hér, — minnist þessa
merka atburðar þann 17. júní.
Eg er sannfærður um, að það
situr ekki einn einasti Islend-
ingur af sér það tækifæri, að
minnast þess, því svo er það
mikið gleðimál hverjum sönnum
Islending, að heimaþjóðin sér
sína fegurstu drauma rætast. En,
að Islendingadags nefndin fari
að færa sitt hátíðahald til 17. júní
á Gimli, væri aðeins til að varna
heilsteyptum samtökum og sam-
vinnu um fullveldis hátíðahald-
ið sem allir Islendingar vilja safn
ast um sem einn maður til að
fagna hjartanlega.
Davíð Björnsson.
Wartime Prices and
Trade Board
Spurningar og svör.
Spurt. Eg sendi ekki eftir
skömtunarseðlabók númer fjög-
ur fyr en rétt nýlega. Nú er hún
komin, en það vantar alla fyrstu
seðlana í hana. Hvernig stendur
á þessu?
Svar. Það er álitið að þeir sem
dragi heilann mánuð að senda
eftir bókinni þurfi ekki skamts-
ins nauðsynlega með. Þeir tapa
því seðlunum sem gengu í gildi
þann mánuð.
Spurt. Hvar er hægt að skifta
F seðlum fyrir sætmetisseðla, og
hvenær ganga þeir í gildi?
Svar. Fyrstu fimm F seðlarn-
ir (niðursuðusykur) gengu í gildi
25. maí. Þeir sem vilja, geta skift
þeim fyrir sætmetisseðla á næstu
skrifstofu Local Ration Board.
Spurt. Eg er að hugsa um að
setja upp matsölu í sumarbað-
stað. Er nauðsynlegt að fá sér-
stakt leyfi?
Svar. Já. Síðan 2. nóv. 1942,
hefir enginn mátt byrja á nýju
fyrirtæki, eða breyta eða bæta
við verzlun, án sérstaks leyfis.
Spurt. Er hægt að krefjast
þess að geta fengið að kaupa
silkisokka.
Svar. Nei. Það er lagabrot að
selja vörur þannig.
Spurt. Hvernig er hægt að fá
aukaskamt af te og sykri fyrir
brúðkaups veizlur?
Svar. Það fæst enginn auka-
skamtur fyrir brúðkaups veizl-
ur. Fólk verður að leggja til mat
af eigin skamti.
Spurt. Mig langar til að leigja
út sumarheimilið mitt. Á leigan
að vera ákveðin af W. P. T. B.
Svar. Já. Ef húsið hefir ekki
verið leigt út áður, eða síðan
sumarið 1941, þá verður leigan
að vera ákveðin af W. P. T. B,
Spurt. Sonur minn er í her-
þjónustu, en verður heima um
helgar og einnig fyrir viku frí.
Á eg ekki tilkall til niðursuðu-
sykur seðla úr hans bók.
Svar. Hann fær aðeins bráða-
byrgða skömtunarspjöld þegar
hann fer heim.
Spurt. Eg er að hugsa um að
byrja á lítilli matsölubúð. Hvern
ig get eg fengið það sem þarf í
búðina af skömtuðum vöruteg-
undum?
Svar. Þú verður fyrst að fá
leyfi hjá W. P. T. B. til þess
að byrja á nýrri verzlun. Ef leyf-
ið er veitt verður þér sagt hvern-
ig þessar vörur fást.
Spurt. Mig langar til að kaupa
nýja skilvindu, hvar fæst hún?
Svar. Það er ekki lengur nauð-
synlegt að sækja um leyfi til
þess að kaupa skilvindur.
Spurt. Hvaða verð má eg setja
á notaða þvottavél sem eg ætla
að selja, hún er tveggja ára göm-
ul, í bezta standi og kostaði 79
dollara ný.
Svar. Þú mátt setja hvaða verð
sem þú álítur sanngjarnt, en
það má ekki vera hærra en verð-
ið á vélinni þegar hún var ný.
Spurningum á íslenzku svarað
á íslenzku af Mrs. Albert Wathne
700 Banning St. Wpg.
Björn frá Vakursstöðum
Þann 21. marz s. 1., lézt í
Reykjavík, Björn Pálsson, er um
nokkurt skeið bjó á Vakursstöð-
um í Vopnafirði, þjóðkunnur
gull- og silfursmiður, og í hví-
vetna hinn stórmerkasti maður;
hann var fæddur á Eyjólfsstöð-
um á Völlum þann 31. des. 1854.
Björn var tvíkvæntur, fyrri
kona hans var Margrét Björns-
dóttir Skúlasonar, systir Ragn-
hildar konu Páls skálds Ólafs-
sonar, en síðari konan Rannveig
Nikulásardóttir. Björn var mað-
ur djúpvitur og fróður um margt;
hverju því máli, er hann lagði
lið, fylgdi hann fram af óbifandi
sannfæringarkrafti að íhugun
hins skygna manns, er braut
vandlega sérhvert mál til mergj-
ar; svo mikill listasmiður var
Björn á gull- og silfurmuni, að
naumast þótti það Austfirskt
heimili fullprýtt, nema þar
væru einhverjir þeir munir, er
hann hefði lagt á gjörfa hönd.
Björn dvaldi um hríð vestan
hafs ásamt fyrri konu sinni.
Af fyrra hjónabandi lætur
Björn eftir sig eina dóttur á
lífi, frú Láru Klements í Ash-
ern; seinni kona hans er og á
lífi ásamt þremur börnum þeirra.
Önnur náin ættmennis Bjöms
vestra, auk áminstrar dóttur,
eru þau systkinin Gísli Jónsson,
ritstjóri Tímarits Þjóðræknis-
félagsins, Einar P. Jónsson rit-
stjóri Lögbergs og frú María
Straumfjörð í Seattle, Wash.
Borgið Lögberg!