Lögberg - 01.06.1944, Side 6

Lögberg - 01.06.1944, Side 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JÍNÍ, 1944 <$ Dómar mannanna Eftir A. Sergeant Hún hjúfraði sig upp að brjósti bróður síns og sagði: “Ó, Richard, eg er svo glöð að þú ert kominn.” “Eg hefði átt að hafa haft vit á að koma strax til þín, til að vera þér til huggunar og verndar,” sagði hann, hryggur yfir gáleysi sínu. “En eg hafði enga hugmynd um að þetta gæti komið fyrir. Sagði hann þér nokkuð um *það, áður en hann fór?” “Ekkert sem gaf mér neiná upplýsingu,” svar- aði Dora í lágum róm. “Það þykir mér vænt um, því þeir áreiðan- lega reyna að spyrja þig, eins óþægilegra spurn- inga í sambandi við hvarf hans, eins og þeir geta upphugsað.” “Heldurðu að hann muni skrifa okkur?” “Það getur vel skeð.” “Richard — heldur þú — að það sé möguiegt, að hann hafi gert nokkuð rangt eða óheiðar- legt?” Richard varð þungbrýnn, og þagði um stund, þar til hann sagði, mjög alvarlega. “Eg er mjög hræddur um að stórt óréttlæti hafj verið framið, að einhverjum — þó hann kunni að vera alveg saklaus af því. Við skulum vona það besta.” Meðan Richard talaði þessi uppörfunarorð til hennar, leit hann undan, og hún vissi vel að hann skelti skuldinni á föður sinn. Eins og Richard bjóst við, hættu ekki heim- sóknir fólks, að öllum stéttum, að gera þeim lífið sem ömurlegast. Sumir voru grátandi, sumir bölvandi, og allir höfðu sitt að klaga, sem höfðu tapað peningum við gjaldþrotið. Meðal annara var lögreglumaður, sem kom með skipun um, að taka Hr. Julius Sittard til fanga, og yfirheyra alla í húsinu til þess, ef hægt væri, að komast fyrir hvenær, og hvert Hr. Julius Sittard hefði farið. Þegar lögreglumaðurinn byrjaði yfirheyrsl- una, leit Riohard áhyggjufullur til systur sinn- ar, sem var aðdáanlega róleg, þó hún væri föl í andliti og sorgmædd. Veslings Dora, hún átti í hörðu stríði við sig um, hvort hún ætti að fara eftir skipun föður síns eða segja blátt áfram sannleikann, eða það sem þeirra fór á milli, kvöldið sem hann fór. Hún reyndi að verjast beinum svörum, en hún varð afar hrædd, þegar hún sá hann skrifa niður í minnisbókina sína, hvert orð er hún sagði. “Eg býst við að þú hafir talað við Hr. Sittard kvöldið sem hann fór. Var það ekki?” “Jú, hann borðaði kvöldverð hér heima.” “Sagði hann þér ekki að hann væri þegar að leggja í ferðalag.” “Við töluðum aldrei um nein heimuleg mál- efni í áheyrn þjónustufólksins. Meðan stóð á máltíðinni, skiftumst við á aðeins fáum orðum.” “En seinna töluðuð þið meira saman?” “Hann lofaði mér að koma á eftir mér út í blómagarðinn, eins og hann gerði svo oft, en hann kom ekki, svo þegar klukkan var hálf ellefu fór eg aftur inn í húsið.” “Áttir þú svo nokkurt samtal við hajin seinna?” “Já,” svaraði Dora óvart. “Eg gekk inn í skrifstofuna hans til að bjóða honum góða nótt. Hann sagði mér að hann þyrfti að vera að heiman nokkra daga, þess vegna hefði hann haft svo mikið að gera að hann hefði ekki haft tíma til að koma út í garðinn. Hann sagði mér að eg skyldi bara fara að sofa, og bíða ekki eftir sér.” “Vissir þú að 'hann hefði haft/mikinn undir- búning undir ferðina, eins og hann ætlaði að vera legi í burtu?” spurði lögreglumaðurinn. “Nei,” svaraði Dora, og ýmist hvítnaði eða roðnaði í andliti. “Tók hann ekki verðmæta muni með sér, sem hann gæti skift fyrir peninga, eða notað sem peninga í öðru landi.” “Ekki svo eg viti til,” Dora vissi að hún var að segja ósatt; en hún sýndi svo mikla still- ingu og kjark, að hún horfði róleg í augu lög- reglumannsins, sem virtist með öllu vonsvik- inn. “Eg hélt að systir þín hefði getað gefið mér meiri upplýsingar, en það virðist sem hún hafi ekki vitað mikið um áform hans,” sagði hann og sneri sér að Richard. “Faðir þinn hefur kannske trúað þér betur fyrir áformi sínu.” “Nei, aldeilis ekki,” svaraði Richard, blátt áfram. “Faðir minn skrifaði mér að hann færi í ferðalag, og yrði burtu nokkra daga, og eg er í engum efa um að hann verður kominn hingað aftur innan skamms, og gefur fulla skýringu á þessu. Það hlýtur að vera um ein- hvern misskilning að ræða.” Lögreglumaðurinn lagði lítinn trúnað á það sem Richard sagði, og hve stærilætislega hann sagði það. En í bráðina var ekkerthneira fyrir hann þar að gera, hann stakk blýantinum í vasabókina sína og fór burtu. Richard hélt þessum stærilætisbrag á sér í nokkra daga, og fullvissaði alla sem hann átti til við um, að faðir sinn kæmi innan skamms aftur, og beiddi Doru að láta þá meiningu í ljósi við þá sem hún talaði við. Það leið ekki á löngu að hann yrði að láta af þeirri skoðun. Allar tilraunir hans til að vernda mannorð föður síns tlrðu brátt þýðing- arlausar. Það kom greinilega í ljós með húerj- um deginum, að Hr. Sittard, hafði ekki einungis dregið meðstjórnendur sína, og hluthafa á tálar, heldur og fjölda fólks, sem hafði lagt spari- peninga sína inn í félagið til að ávaxta þá. Hrunið var hræðilegt. Fjöldi fólks hélt hann væri stórauðugur, þvi hann barst mikið á, og hélt sig afar ríkmannlega, sem kostaði hann meira en hann var fær um af sínum eigin efnum. Eins og vanalega, kom þetta hrun harðast nið- ur á fátæku fólki, sem hafði lagt inn í félagið það lítið það hafði afgangs af kaupi Sínu eða annari inntekt, í von um stóran hagnað. Allt var í uppnámi, og fólk ræddi ekki um annað en Hr. Sittard, og þessi svívirðulegu svik, sem hann hafði í framið. “Richard, Richard, er það satt,” hrópaði Dora, þegar hún var búin að lesa nánari frásögn um þetta í dagblöðunum. “Já, því miður mun það vera satt,” svaraði hann. ' Hvað getum við gert, eigum við nokkuð sem við getum gefið þeim sem hafa mist aleigu sína í þessu hruni?” “Það sem við eigum er ekkert til að bæta úr þessu, það er sem einn dropi í hafið. Auk þess eigum við ekkert með að hreifa við neinu sem honum tilheyrir.” “Við megum þó selja skrautgripi okkar, og dýrindis fatnað, til að borga einhverjum með, sem síst mátti við missinum,” spurði Dora. “Eg held ekki, okkur verður líklega leyft að hafa það af fatnaði, sem við þurfum til daglegs brúks — eitthvað af rúmfatnaði,” svaraði Richard. “Við getum fráleitt krafist meira. Það er best fyrir þig að láta demantana þína af hendi, me.ð öðrum innanstokks munum, sem teknir verða og seldir.” “Eg hefi enga demanta,” svaraði Dora, hik- andi. ' Hvar eru þá allir démantarnir, sem pabbi var altaf að kaupa handa þér? Eg heyrði í dag, að sá sem hann keypti af síðast, mjög fáséðan demant, væri óborgaður. Demanta salinn sagði það.” “Eg hefi hann ekki,” sagði Dora og leit niður fyrir sig. Richard horfði fáein augnablik undrandi á haná, og sagði: “Dora — tók hann þá með sér?” Hún kinkaði kolli, og byrgði andlitið milli handa sér. Richard þagði. “Þetta er það svívirðilegasta,” sagði hann loksins, með bitrum sársauka, sem Dora hafði aldrei orðið vör hjá honum áður. “Það var auðvitað ekki nema það sem mað- ur mátti búast við. Hann tók gimsteinana frá þér til þess að brúka þá fyrir sig sjálfan. Það getur komið þér í mestu vandræði — þeir geta sakað þig um að þú hafir vitað um fyrirætlun hans og ráðabrugg. Það er óttalegt! Það er svívirði- legt!” “Eg vissi það ekki,” sagði Dora lágt og ótta- slegin. “Nei, auðvitað ekki. Eg trúi því. Hefðirðu bara sagt mér það strax.” “Hann sagði mér að segja ekki neitt.” “Það skil eg vel. En nú þarft þú ekki að halda það loforð. Vertu ekki hrædd,” sagði hann í föstum og ákveðnum róm. “Eg skal segja fólkinu hvernig þessu öllu er varið, og það gerir sig rólegt með það.” En honum reyndist það allt annað en auð- v;elt að stilla æsinguna, sem fólkið var komið í. Hvað gimsteinana áhrærði var öðru máli að gegna; hann sá að hún mundi ekki evra í nein- um voða þeirra vegna, þó hún hefði látið þð af hendi við föður sinn, því hún var ekki komin á lögaldur, og yfirvöldin mundu ekki geta haft sök á hendur henni. Þeim mun nærgætnislaust dæmdi fólkið hana. Julius Sittard hafði farið svo óærlega að ráði sínu, að börnin hans, sak- laus, urðu að miklu leyti fyrir skömminni. Fólk sagði að Dora hefði knúið föður sinn til að kaupa gimsteina og annað, afar dýrt stáss handa sér, svo hún gæti stássað með það. Richard gerði allt sem hann gat, að koma í veg fyrir að þessar ásakanir kæmu henni ekki til eyrna, en hann gat það ekki. Það var ekki fyr en eftir fjóra daga, eftir að Hr. Sittard strauk, að þau systkinin höfðu nokkra rólega stund í húsinu, því fólk var allt- af að koma, og spyrja þau allra handa spurn- inga, ‘sem þau gátu ekki svarað. Allt þjónustufólkið var farið, nema ein ung stúlka, sem var sérstaklega handgengin Doru. Næsta sunnudagsmorgun sagði Dora við bróðir sinn: “Við skulum fara í kirkju í dag.” Richard færðist undan því, hann vildi helst ekki koma á nein mannamót, hann þorði ekki að horfast í augu við fólkið, og var hræddur um að hann kynni að mæta þeim sem faðir hans hafði steypt í ógæfu. Dora skildi ekki þennan ótta Richards, því hún vissi ekki hversu víð- tækar afleiðingarnar af þessum glæp föður síns voru. Þau komu sér að síðustu saman um að fara í kirkju, sem var í útjaðri borgarinnar, þar sem þau bjuggust ekki við að mæta neinum sem þau þekktu. Richard var glaður yfir því að hafa farið með systur sinni, því hún hélt að hún hefði fundið frið og traust í hinni einföldu prédikun prestsins, en þessi gleði snerist brátt í ásökun og eftirsjá. Þegar þau komu út úr kirkjunni, sáu þau fjölskyldu, sem þeim hafði verið lengi kunnug, bíða utan kirkjunnar, ásamt nokkrum ungum mönnum, sem voru gamlir kunningjar þeirra og höfðu æfinlega veitt Doru mikla eftirtekt. Dora gekk eitt eða tvö skref í áttina til fjöl- skyldunnar og rétti fram hendina til að heilsa þeim. En hún sá að kveðja sín var óvelkomin, svo hún lét hendina síga niður. Fjölskyldu faðirinn gerði sig hnarreistan og leit á hana með fyrirlitningu og stolti, en hitt fólkið sneri sér frá þeim, og lét sem það sæi hana ekki. Doru varð svo bilt við að hún fyrst roðnaði í andliti, en fölnaði svo upp sem nár. Þetta fólk voru beztu vinir hennar, hún hafði altaf verið velkomin á þeirra heimili, og næstum álitin sem ein af fjölskyldunni, en nú vildi þetta fólk ekki einu sinni taka kveðju hennar, en sneri sér frá henni með fyrirlitningu. Richard veitti því sem skeði nána eftirtekt, og 'sá hversu systir sín tók þetta nærri sér; hann lagði haldlegginn á herðar hennar og leiddi hana í burtu. Þegar þau voru komin nokkur skref frá þeim, heyrðu þau gamla herra- manninn segja: “Hvílík óforskömmuheit! Eg vil ekki tala eitt einasta orð við hana, því eg veit hvað hefur orðið um demantana. Eftir minni meiningu ætti hún að vera lokuð inni í fangaklefa.” Þau gengu eins hart og þau gátu, til þess að heyra ekki meira af því sem gamli maðurinn var að segja. Þau töluðu ekkert saman fyr en þau gengu inn á fáfarið stræti, sem lá að heim- iii þeirra. Dora leit grátþrungnum augunum á Richard, og sagði: “Ó, R|ichard, hvað meinaa- þettia? Heldur fólkíð virkilega að eg —” Richard, varp mæðilega öndinni. “Það er bara blátt áfram mannvonska, elsku systir mín. Þetta vonandi gleymist bráðum,” sagði hann hughreystandi. Dora lagði hendina á handlegg bróður síns, eins og til að leita sér trausts og verndar. “Við skulum fara í burtu, Richard,” sagði hún. “Við skulum fara langt í burtu frá öllum sem þekkja okkur — langt í burtu frá þessu húsi, og þessu umhverfi. Við skulum byrja nýtt líf, vinna fyrir okkur og reyna að gleyma öllum þessum hörmungum.’ “Já, því fyr því betra, sagði Richard, og hann meinti það af heilum hug. 4. KAFLI. Horst Harkort, yngsti meðlimur í skipamiðl- arafélaginu “Hartkort Williams og Hartkort”, sat við skrifborðið sitt í litlu einkaskrifstof- unni sinni. Þó hann væri ekki nema þrjátíu og fimm ára gamall, leit hann út fyrir að vera talsvert eldri, því merki sorgar og strangrar alvöru höfðu sett mark sitt á enni hans, og í dökk- jarpa hárinu hans, og vel ræktaða vangaskeggi, sáust mörg silfurgrá hár. Hann var hár vexti og herðabreiður, tignarlegur á velli og í sjón. Hann var hversdagslega fálátur og alvarlegur, svo ókunnugir gátu vel ímyndað sér að hann væri meðaumkunarlítill og kaldsinna. Eh hann var alls ekki eins kaldlyndur eins og hann leit út "fyrir. Hann hafði gjört fjölda margt, sem bar vott um göfgi hans og hjartagæsku, og þeir sem voru vel kunnugir honum, gátu vel séð í augum hans alvarlegan góðvilja, já, næstum kærleiks- ríka meðlíðan. Það var ekkert áhlaupaverk, að læra að þekkja og skilja Hr. Horst Harkort. Ströng réttlætis- tilfinning og stutt og snögg svör í samræðu, gáfu mörgum ranga hugmynd um hann. Hann sýndi hvarvetna hin ströngustu heið- arleg heit og samvizkusemi, og hann krafðist þess sama af öðrum, sem hann umgegst og átti skifti við. Kæruleysi og óstundvísi þjón- ustufólksins leið hann ekki, og ef .einhver gerði sig sekan í slíku, var hann samstundis látinn fara úr þjónustu hans. Það var barjð á skrifstofuhurðina, og Hr. Harkot sagði þeim sem barði að koma inn. Inn í skrifstofuna kom lítill gráhærður mað- ur; það var Hr. Freiling, yfir bókhaldarinn; sem hafði venð í þjónustu félagsins í þrjátíu og fimm ár, og hafði meiri tiltrú en aðrir. “Hr. Harkort,” sagði hann og ræskti sig, “ungi maðurinn, sem hér var, Richard Sittard, vill fá að tala við þig. Á eg að láta hann koma inn?” “Já, því ekki það, Freiling. Nefndi hann nokkuð hvað hann vildi mér?” “Nei, en eg ímynda mér að það sé hægt að geta sér þess til”. “Hvað meinar þú með því?” “Hann vill auðvitað reyna að komast hér að aftur, en hann hefur auðvitað fyrirgert rétti sínum til þess.” “Finst þér sanngjarnt að fyrirdæma nokkurn mann vegna yfirsjóna föður hans,” spurði Harts brosandi. “Væri slíkt réttlátt?” “Eg sagði ekki að það væri vegna föður hans, sem hann ætti ekki að fá atvinnu hér aftur”, sagði Freiling harkalega. “Hann er búinn að vera burtu í fjórtán daga, eða síðan sagan um hrun Orinocco félagsins kom út í blöðunum, og fór án þess að fá leyfi, og eftir því sem eg veit best, hefur ekki gefið okkur neina skýringu um burtu veru sína, eða afsakað það á nokkurn hátt. Það er nægileg ástæða til að reka hann úr vorri þjónustu. Hann hefur eiginlega, síðan hann kom hingað, aldrei unnið ærlegt verk, en eins og þessir ungu herrar, slæpst mest af tímanum. Auk þess hefur þú ekkert fyrir hann að gera.” “Það er alveg satt,’ svaraði Hr. Harkort, sem lofaði gamla bókhaldaranum að rausa meira en hann mundi hafa leyft öðrum. “En kringumstæðurnar eru nægileg afsökun fyrir þennan unga mann. Mér þykir alls ekki undarlegt, eftir þetta áfall, þó hann hafi ekki komið fyr.” “Já, en það undrar mig að hann skuli hafa svo mikla dirfsku að láta sjá sig hér framar,” svaraði Freiling. Hann hafði altaf haft horn í síðu Richards. . “Ef hann er viljugur til að koma hingað aft- ur, sem byrjandi, og vinna hér trúlega, þá er hann velkominn aftur,” sagði Hr. Harkort með hægð. “Eg býst ekki við að efnahagur hans sé svo, að hann megi við því að vera iðju- laus.” * Gamli bókhaldarinn varð alveg hissa, og vissi ekki hvað hann átti að segja, þar til hann sagði: “Þú ætlar þó ekki að taka hann aftur, Hr. Harkort,” hrópaði karlinn upp í bræði sinni. “Lélegri ungan mann til vinnu en hann hef eg aldrei á æfi minni séð; verkið sem hann átti að gera lenti mest á öðrum. Það væri heldur ekki viðeigandi að hafa son Julius Sittards í vorri þjónustu. Nafnið er of þekkt. Vort félag er í ofmiklu áliti til þess, að við getum verið þekktir fyrir að hafa nokkuð með slíkt fólk að gera. Hvað mundi verða sagt?” “Ó, eg held að það gerði okkur ekki svo mikið til,” svaraði Horst, með ofurlitlu glettnis- brosi. “Hugsaðu um það, Freiling að Richard er saklaus, og hann þarf nú á aðstoð að halda.” Freiling gat ekkert sagt, en bara hristi undr- andi sitt gamla og gráhærða höfuð. “Jæja,” hugsaði hann, “en eg get ekki séð hversvegna að það þarf að hjálpa honum upp á vorn kostnað. Við höfum séð hvað faðir hans gat gert, og sonurinn er ekki betri. Slíkir eigin- leikar eru ættgengir og liggja í blóðinu.” “Ekki æfinlega.” “Næstum æfinlega. Eins og faðirinn er, svo er og sonurinn. En úr því þú endilega vilt, Hr. Harkort,” sagði Freiling önugur, “þá mundu það að eg hefi varað þig við honum. Eg treysti ekki framar á neinn sem ber nafnið Sittard, þó hann hefði hin bestu meðmæli frá Erki- biskupnum og fjármálaráðgjafanum.” “Það er dálítið til í þvi sem þú segir,” svaraði Hr. Horst. “En láttu Richard koma inn til mín, eg fæ þá að vita hvað hann vill mér. Þú mátt vera alveg rólegur, eg rasa ekki fyrir ráð fram,” og hann leit vingjarnlega til hins gamla og trú- fasta bókhaldara. Freiling fór út, ólundarlegur á svipinn, og var að tauta eitthvað fyrir mupni sér. Hr. Horst Harkort tók pennann í hönd sér og' fór að skrifa, en lagði hann strax frá sér aftui, er Richard kom inn. “Góðan daginn, Sittard, þú beiddir um að fá að tála við mig,” sagði hann kalt og alvarlega. Hann hafði nýlega verið búinn að lesa í morg- unblaðinu nöfn fjölda manna, sem fjársvik Julius Sittard höfðu komið í hin mestu vand- ræði, og hann gat ekki komið því úr huga sér. Þetta er sonur svikarans, hversu mikið mun sonurinn hafa erft af karaktér föðursins? En þegar hann leit framan í Richard, náði þó vnnileg meðlíðan yfirhöndinni í huga hans. Þetta fyrsta mótlætis tilfelli hafði valdið ó- lýsanlegri breytingu á útliti og framkomu Richards. Það voru komnar djúpar hrukkur á ennið á honum, í kringum munninn voru þján- ingardrættir, augun lýstu hinni sárustu hugar- kvöl. Þessi áhyggjulausi glaðværi unglingur, var nú orðinn alvarlegur maður, maður sem strax mátti sjá að einhver þung byrgði hvíldi á.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.