Lögberg - 01.06.1944, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JÍNÍ, 1944
7
Hitaveitan sparar íbúum Reykjavíkur
miljónir króna árlega
Kolasparnaðurinn um 10.000 smál. íyrstu fjóra mánuðina.
Hitaveita Reykjavíkur hefir nú
sannað svo tilverurétt sinn, að
jafnvel hinir efagjörnustu verða
að trúa.
Bjarni Benejtiktsson borgar-
stjóri skýrði blaðamönnum ný-
lega frá staðreyndum, er sönn-
uðu þetta óyggjandi
Frá því að hitaveitan tók til
starfa í desember og þar til í
lok febrúar höfðu sparazt um
6800 smál. af 'kolum, skv. út-
reikningum rafmagnsstjóra. Þau
mundu hafa kostað 1.360.000 kr.
með núverandi kolaverði — 200
kr. smál. — og 1.220.008 kr. með
því verði á kolatonni — 180 kr.
smál. — sem lagt var til grund-
vallar í útreikningum á hita-
kostnaði hitaveitunnar. En reikn-
ingar þeir, sem gefnir hafa verið
út fyrir heita vatnið á þessu
tímabili, nema aðeins 901 þús.
kr. Það eitt sýnir því að verðið
á heita vatninu var sízt of hátt
áætlað, þegar það var ákveðið.
Mikill kolasparnaður.
r
Samanburður hefir og verið
gerður á kolanotkun í Reykja-
vík og Hafnarfirði um áramót-
in 1942 og 1943 og lítur hapn
svo út:
án þess þó að iþyngja bæjar-
búum. Það var jafnframt haft
fyrir augum að hitaveitan
yrði ekki baggi á bæjarfélag-
inu.
Reynslan, sem fengin var af
gömlu hitaveitunni reyndist
ekki mikils virði. Það varð því
að ráði að hafa bæði eyðslu-
gjald og fastagjald, því að hið
síðarnefnda er t. d. vinsælt hjá
Rafveitunni og borgurum þyk-
ir það líka til öryggis.
Fastagjaldið
helmingur teknanna.
Bæjarstjórn ákvað, að helm-
ingur tekna hitaveitunnar
skyldi vera fastagjaldið, en
ennþá er ekki hægt að ákveða,
hvort það hefir verið reiknað
nákvæmlega rétt fyrr en hita-
veitan hefir starfað í heilt ár.
Fastagjaldið er reiknað eftir
þliaþörf húsa og er þá ekki
eingöngu stuðzt við rúmmál
þeirra, heldur farið eftir all-
flóknum reglum, sem eru sum-
part byggðar á vísindarann-
sóknum erlendis og sumpart hér-
lendri reynslu, sem fengin er
með rannsókn 50 húsa. Er tekið
“meðalhús” og áætluð meðalþörf
þess.
En þá er um tvenns konar
hús að ræða — sérstæð hús eða
sambýlishús. Því stærri sem
útveggjaflötur húsa er, því
meir tej st hitaþötrfin, og eru
þá meðtaldir kvistir o. þ. 1., en
þó er skiljanlega ógerningur að
reikna út nákvæmlega hitaþörf
hvers húss. Þá kemur líka til
greina munur á húsum úr steini
og timbri — og timburhúsum
innbyrðis, því að timburhús
verða frekar fyrir áhrifum vinda
og veðráttu.
En reglur þær, sem giida um
hitunina — svo sem í kjöllur-
um, mun verða endurskoðaður
jafnskjótt og reynsla er fengin.
Fastagjaldið
og eyðslugjaldið.
1 reikningum þeim, sem Raf-
veitan hefir gefið út fyrir Hita-
veituna fyrir tímabilið frá des.
til febr.loka, er reynslan sú, að
eyðslugjaldið er um 15% hærra
en fastagjaldið (115:100), en hlut-
föllin breytast, er sumarið nálg-
ast. Er áætlað að eyðslugjald
og fastagjald verði hvorttveggja
100 í marz, en 80:100 í apríl.
Vísir, 11. apríl.
Tvö ár í Þýzkalandi
Grein þessi er eftir Aleksander Janta, pólskan liðs-
foringja, sem var tekinn til fanga, þegar Frakkland
gafst upp. Hann lézt vera franskur og var fluttur til
Þýzkalands, þar sem hann dvaldist í fangabúðum í
hálfl þriðja ár. Greinin var upphaflega birt í málgagni
stríðandi Frakka í Lundúnum. en er hér þýdd nokkuð
stytt úr tímaritinu World Digest.
1942 1943
Október 8400 8000
Nóvember 7000 8000
Desember 9200 7000
1943 1944
Janúar 9700 5800
Febrúar- 8000 4000
Á þessum þrem fyrstu mán-
uðum hitaveitunnar dró því úr
kolakaupum svo að nam 8.500
smálestum og þar ber þess og
afS gæta, að vegna veðurfars
má ætla, að kolanotkun í Hafn-
arfirði hafi vefið talsvert meiri
en venjulega, svo að kolasparn-
aður sá, sem Hitaveitan orsak-
ar, hefir verið meiri, en tölur
þessar gefa til kynna.
En Viðskiptaráð telur, að
kolasparnaður frá desember til
marz-loka hafi numið um 10
þús. smálestum, og er það ekki
sízt mikils virði, þar sem erfitt
er að fá kol frá Bretlandi vegna
jþess hve veijkföll hafa verið
tíð og kolaþörfin aldrei meiri
þar en nú.
Hiíaveiian mátti
ekki verða baggi.
En erindi borgarstjóra var og
að koma því á framfæri við not-
endur hitaveitunnar, hvernig
hitaveitukostnaðuar þeirra er
reiknaður.
Það vakti fyrir bæjarstjórn,
að láta kostnað við notkun
hitavedtu og kolahitunar hald-
ast sem mest í hendur, með það
fyrir augum, að láta tekjur
hitaveitunnar verða sem mest-
ar nú, til að hægt væri að
igreiða hana sem mest niður,
Þjóðverjar tóku mig til fanga
í júnímánuði árið 1940, er eg
gengdi fréttaritarastarfa meðal
fyrsta pólska stórfylkisins, sem
barðist í Lorraine. Vopnahléð var
samið, og við áttum ekki annarra
kosta völ en gefast upp. Um
þessar mundir efndi pólskur
liðsforingi til mikillar breyting-
ar á sjálfum sér. Hann tók sér
franskt nafn, klæddist einkennis
búningi fransks hermanns og
tókst að afla sér nauðsynlegra
skilríkja sem slíkur. — Þetta tek-
ur aðeins örskamman tíma, sögðu
hinir frönsku vinir mínir, er
þeir földu mig meðal sín. —
Eftir nokkrar vikur verðum við
afvopnaðir og sendir heim. En
af mér er þá sögu að segja, að
hálft þriðja ár leið áður en eg
endurheimti frelsi mitt.
Eg ól aldur minn í vinnu-
flokki sem Frakki meðal Frakka.
En þar eð eg talaði þýzku og
gegndi iðulega túlkstarfa,
kynntist eg Þýzkalandi stríðs-
ins betur en margir aðrir. Við
fangarnir fylgdumst með styrj-
öldinni, kynntum okkur hana
og skeggræddum um hana af
stakri kostgæfni. Við gerðum
okkur allt far um að hrjá og
hrella Þjóðverjana, sem voru
þó nægilega skapæstir fyrir.
Spurningar þær, er varðmennirn-
ir, sem gættu okkar, svo og
þýzku liðþjálfarnir, lögðu fyrir
okkur voru jafnaðarlega eitt-
hvað á þessa lund: — Hvert er
álit ykkar á styrjöldinni? Hvað
haldið þið, að styrjöldin muni
taka langan tíma? Svar okkar
var ávallt á sömu bókina lært:
— Eg hygg, að síðustu sjö árin
muni reynast erfiðust. Það
duldist ekki, að Þjóðverjum
þótti meira en lítið fyrir því
að verða slíkrar bölsýni varir
meðal þeirra manna, sem ástæða
var til þess að ætla að þráðu
sem skjótustu éndalok ófriðar-
ins flestum öðrum fremur. En
við lögðum alla áherzlu á það
að láta þessara skoðana okkar
gæta sem mest.
Þegar fréttin um flótta
Girauds hershöfðingja barst,
létum við til dæmis orð falla
við varðmenn okkar eitthvað
á þessa lund: — Ekki getið þið
ímyndað ykkur, að hershöfðingi
geti flúið með sama hætti og
óbreyttur hermaður. Hann fer
ekki huldu höfði í skógum úti
né gerist leynifariþegi í járn-
brautarlest. Það gefur að skilja,
að Giraud hlýtur að hafa notið
aðstoðar manna, sem mega sín
mikils. Eg hefi meira að segja
heyrt því fleygt, að Giraud hafi
komizt yfir svissnesku landa-
mærin í þýzkum liðsforingja-
vagni og tveir þýzkir hersihöfð-
ingjar verið í fylgd með hon-
um.
Varðmennirnir lögðu við
hlustirnar, er hér var komið.
— Hvað ertu að segja? Tveir
þýzkir hershöfðingjar?
— Þetta liggur í augum uppi.
Hveirnig haldið þið, að djólgi
eins og Giraud hefði tekizt að
flýja, ef ekki hefðu einhvar
slík brögð verið höfð í frammi?
Lygasaga þessi hafði hin á-
kjósanlegustu áhrif. Hún barst
okkur brátt aftur viðunanlega
ýkt og vel það. Að þessu sinni
voru vagnarnir orðnir þrír að
tölu og hlaðnir liðsforingjum,
er áttu að hafa flúið ásamt
Giraud og leitað skjóls í hlut-
lausu landi.
Mér er það ríkt í minni, er
eg hlustaði einhverju sinni á
útvarp í þýzkum bóndabæ. For-
inginn var að halda ræðu. Þetta
mun hafa verið árið 1941 áður
én Þjóðverjar réðust á Rúss-
Látið ekki tækifærið ganga
úr greipum yðar!
Verzlunarmennlun er ómissandi nú á dögum, og
það fólk, sem hennar nýlur, hefir ætíð íorgangs-
réft þegar um vel launaðar stöður er að ræða.
Það margborgar sig, að finna oss að máli. ef þér
hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér
höfum nokkur námskeið til sölu við frægustu og
fullkomnustu verzlunarskóla vestan lands.
The Columbia Press Limited
Toronto og Sargent. Winnipeg
----------------------------------------i
land. Hitler ræddi um friðinn,
sem í vændum væri. Hann óð
elginn að vanda og spáði því,
að þá myndi þýzka þjóðin sýna
og sanna gervöllum heiminum
hvernig ætti að vinna, því að
mörg og merk verkefni myndu
þá bíða hennar. Kona bóndans,
sem var fátæk og farin að
kröftum, gerðist meira en lítið
undrandi. — Hvað heyri eg?
varð henni að orði. Maðurinn
getur ekki verið með réttu ráði.
Hann ætlast til þess, að við
leggjum enn harðara að okkur
eftir stríðið en nokkru sinni
fyrr. Hvað höfum við þá svo
sem grætt á stríðinu?
Meðan eg dvaldist í Þýzka-
landi, varð eg þess brátt var,
að herstjórnartilkynningar Þjóð-
verja voru mikilvægur þáttur í
áróðursstarfsemi þeirra. Sömu
sögu var að segja um lúðra-
þytinn, er fylgdi þeim jafnan.
Frá því að Frakkar gáfust upp
og allt þar til á árinu 1942 hlýddu
allar stéttir landsins á herstjórn-
artilkynningarnar af stakri at-
hygli og vermdust þökk og gleði
yfir boðskap þeirra. Við, sem
fylgdumst með þessu, urðum
greinilega varir við hið ger-
breytta viðhorf,' sem skapazt
hafði í þessum efnum árið 1943.
Herstj órnartilkynningarnar voru
þá hættar að vekja almennan
fögnuð og athygli eins og var á
dögum hinna miklu sigra. Þegar
vant var orðið sögulegra sigra
frá vígstöðvunum, tók herstjórn
in að leggja mun meiri áherzlu á
fréttir um skipatjón bandamanna
en fyrrum var. Tölurnar, sem
þar voru gefnar upp, vöktu mjög
athygli okkar fanganna og urðu
meira að segja tiléfni getgáta og
veðmála. — Á laugardaginn kem
ur mun verða tilkynnt, að sextán
skipum, samtals 114,000 smá-
lestum, hafi verið sökt. Þegar
herstjórnartilkynningin kom svo
á tilsettum degi og greindi frá
því, að sextán skipum, samtals
105.000 smálestum, hefði verið
sökt, mikluðumst við yfir því,
hversu tilgáta okkar hafði farið
nærri sanni. Um þessar mundir
gáfu Þjóðverjar að minnsta
kosti tvær herstjórnartilkynning
ar út í hverri viku til þess að
freista þess að varna því, að
almenningur missti móðinn. En
mér er næst að ætla, að þeim
reynist það næsta örðugt eins
og nú er málum komið.
Eg átti þess kost að kynn-
ast því, hvaða áhrif áróð-
ur nazista hafði á sextán ára
gamlan pilt. Það var skömmu
eftir fall Frakklands, þegar allt
lék í lyndi fyrir Þjóðverjum.
— Hernaðargengi hefir alla-
jafna orkað mjög á hugi æsku-
manna, — Eg minnist kafla í
Mein Kamp, þar sem Hitler
lýsir því, hvaða áhrif það hafi
haft á hann, er hann las í æsku
bók, sem fjallaði um styrjöldina
1870. En að þessu sinni hefir
mun meira verið að því gert
að efla og treysta þessi áhrif en
nokkru sinni fyrr. Nazistarnir
hafa rekið markvissan áróður
í þessum efnum og lagt á það
alla áherzlu að ná til allra
þýzkra æskumanna, enda hafa
þeir tekið útvarpið, kvikmynd-
irnar, fjöldafundina og flug-
ritin óspart í þjónustu sína í
því skyni. Að loknu dagsverki
mættu æskumenn Þýzkalands á
stjórnmálafundum og nám-
skeiðum þar sem þeim var flutt-
ur boðskapurinn um hið mikil-
væga hlutverk þeirra og alið á
hinu brjálæðislega drambi
þeirra og þjóðarstolti. — Gnýr
sprengjuflugvélanna og luðra-
þyturinn hljómaði sífellt fyrir
eyrum þeirra. Þeir voru viti
sínu fjær af drembilæti yfir því
að vera synir hinnar sigursælu
þjóðar, sem borin væri til yfir-
ráða og drottnunar undir for-
ustu “óskmögursins”, eins og
við fangarnir nefndum Hitler í
skopi.
Sérhverju sinni, er nýr þýzkur
sigur var tilkynntur, lét piltur
þessi hið dólgslegasta. Hann lét
öll umyrði okkar um fánýti
stríðsins sem vind um eyru þjóta.
Áróður nazistanna hafði haft þau
áhrif á hann, að hann var sem
trylltur. Við höfðum skemmtun
af honum, þrátt fyrir anmr og
erfiðleika þá, sem við áttum
við að stríða. En þegar Þjóð-
verjum fór að veita miður á
austurvígstöðvunum og þeir
guldu hvert afhroðið öðru meira,
tók drambið í stráksa nokkuð að
lækka. Loks kom að því, að hann
var kvaddur til herþjónustu.
Hann lét lítið yfir sér, er hann
kvaddi okkur, og það duldist
ekki, að honum bjó uggur í
brjósti. Eg er sannfærður um
það, að hann muni aldrei eiga
afturkvæmt heim. Hann verður
efalaust í tölu þeirra þýzkra
hermanna, sem liggja eftir í
valnum, en áróðursmenn naz-
ista hafa talið honum og öðr-
um æskumönnum þjóðar sinn-
ar trú um það, að dýrlegra hlut-
skipti gæti eigi en að láta lífið
i baráttunni fyrir ættlandið og
foringjann.
Saga þessa pilts á að meira
eða minna leyti við meginhluta
þýzkra æskumanna. Þeir hafa
látið glepjast af einkennis-
búningum og tignarmerkjum.
Þeim hefir verið talin trú um
það, að líf hermannanna væri
hið eftirsóknarverðasta ævin-
týri. “Þeir hafa ekki kennt æsku-
mönnum okkar hvernig þeir eiga
að lifa og starfa”, kvað þýzkur
faðir að orði. “Eg óttast, að þeir
verði skipsbrotsmenn í lífinu”.
Fangar, sem eru staðráðnir í
að flýja, eru næsta hugvitssamir
og ráðsnjallir. Dag nokkurn
skýrði Þjóðverji mér frá því,
sem gerzt hafði í næstu fanga-
búð, haldinn mikilli gremju.
Varðmönnunum var fyrir lagt að
hafa strangar gætur á öllu, er
færu út og inn um hlið girðing-
arinnar, sem umlukti fangabúð-
ina. Föngum var leyft að fara út
úr fangabúðinni, ef þeir voru í
fylgd með þýzkum liðsforingj-
um og gátu sýnt vegabréf. Dag
nokkurn komu tveir þýzkir liðs-
foringjar til fangabúðarinnar um
klukkan 11.40 árdegis. Klukkan
4.40 síðdegis fóru þeir brott og
tveir franskir liðsforingjar í
fylgd með þeim. Varðmennirnir
töldu ástæðulaust að krefjast
þess, að Frakkarnir sýndu vega-
bréf sín, þár eð þeir voru í
fylgd með Þjóðverjunum. En
um kvöldið kom í ljós, að
fjórir franskir liðsforingjar
voru á braut.
Algengasta refsingin við
flóttatilráunum er sú, að fang-
arnir eru sviptir bréfum þeim
og bögglum, er þeim berast
næstu þrjár vikur. Föngunum
er það mikils virði að fá bréf
að heiman sem gefur að skilja.
Mér hafa engar fréttir borizt
að heiman eftir að eg fór frá
Póllandi, enda hefði það komið
sér illa fyrir mig að fá bréf
þaðan, þar eð eg lézt vera
Frakki. Hefði mér borizt bréf
frá Póllandi, myndi eg hafa
orðið uppvís af brellibrögðum
mínum. Hins vegar bar nauðsyn
til þess, að mér bærust bréf frá
Frakklandi, ef ekki átti að falla
grunur á mig. En til allrar ham-
ingju átti eg góða menn að á
Frakklandi. Eg skrifaði þeim og
spurðist fyrir um konu mína og
börn, sem eg kvaðst ekkert
hafa af frétt. Eg ritaði dul-
nefni mitt undir bréfið, en vin-
ir mínir þekktu rithönd mína
og skildu, hvað fyrir mér vakti.
Þeim var vel um það kunnugt,
að eg átti hvorki konu né börn.
En þeir sendu mér þegar um
hæl bréf “frá konu minni”. Um
tve§gja ara skeið héldu svo
þessi sérstæðu bréfaskipti áfram.
Bréf mín lýstu slíku ástríki um
hyggjusemi, að Þjóðverjana
grunaði ekki hið minnsta, að
hér væru brögð í tafli.
Ferns konar hættur ægja nú
Þjóðverjum — hættan af sókn
Rússa, hættan af sókn flughers
bandamanna, hættan af hefnd
hinna kúguðu þjóða og loks hætt
an af Himler og málaliði hans.
Meðan óttanum við hin utan að
komandi ógnaöfl tekst að sigr-
ast á óttanum við ógnaöflin inn-
an lands, eiga Þjóðverjar engrar
undankomu auðið. Áður fyrr var
talið, að jafnvægi stórveldanna
myndi tryggja friðinn í Evrópu.
Nú er það þetta jafnvægi óttans,
sem heldur uppi viðnámi Þjóð-
verja. Þessu til sönnunar ‘ætla
eg að segja hér skrítlu, sem gekk
manna milli í Þýzkalandi og eg
heyrði skömmu áður en eg hvarf
þaðan brott og lýsir þessu glögg-
lega. Þýzk kona spurði Göring
þess, hvenær styrjöldinni myndi
ljúka.
— Þegar Englendingar hafa
rétt upp»báðar hendur, svaraði
hann.
— Guð minn góður, svaraði
þá konan, skelfd i bragði. —
Og það hefir tekið tíu ár að
kenna okkur Þjóðverjum að rétta
upp aðra höndina! Alþbl.
Hitt og þetta
Fíflið Ingjalds í Hergilsey
beit gra9, segir í Gísla sögu
Súrssonar. En samkvæmt nýj-
ustu kenningum heilsufræðinga,
er það síður en svo neinn fífla-
skapur að eta gras, því að vél-
þurkað og malað gras er selt
víða um heim til manneldis, og
fer framleiðslan vaxandi. Ein-
hver þekktasti fóðurbætir úr
grasi er alfalfa-mjöl. í þvi hef-
ir fundizt mjög mikið af K-víta-
míni, sem meðal annars hefir
þann eiginleika að hjálpa blóði
til að storkna, og er það notað
mjög handa sær^um mönnum.
Talið er að alfalfa innihaldi
um 28 sinnum meiri fjörefni en
þurrkaðir ávextir, 23 sinnum
meira A-fjörefni en gulrætur, 9
sinnum meira B1 fjörefni en
grænblaðamtaur (salat og kál),
22 sinhum meira B2 fjörefni
en salat og 14 sinnum meira C-
fjörefni en tómatar. Alfalfa jurt-
in telst ekki til grasættar,
heldur er hún skyldari kálætt-
inni, en er ræktuð eingöngu til
heyskapar. En fjörefnainnihald
mjölsins er að miklu leyti vél-
þurkuninni að þakka, því að ef
heyið væri verkað á venjulegan
hátt, myndi 40% af fjörefninu
tapast við iþurkunina. En með
vélþurkun næst næstum því
100 % af fjörefnainnihaldi og
næringargildi. Mjölið þykir
bragðvont, en ráðlagt er að
sjóða af því “te”, nota það í
kökur eða í stað salts í hafra-
graut.
•
Guðmundur hét faðir Jóns,
fyrrum bónda í Þorpum. Bjó
Guðmundur þar í æsku Jóns, og
átti Jón að smala kvíám. Þótti
bónda seint ganga smala-
mennskan og segir:
Ætlar að brjóta af sér tær,
er það ljótur skaðinn.
Jón bætir við:
Þessa njóta þínar ær,
það er bót í staðinn.
•
I túnið renna lambær
með lömbin sín smá,
bíldótt og flekkótt
og botnótt og grá.
1 hlíðunum er hóað,
þær hlaupa niður af brún
og Vígi og Glói
þeir verja þeim í tún.
Bráðum glóey gyllir
geimana blá.
Vorið tánum tyllir
tindana á.
•
Nefnd nokkur bað eitt sinn
Lincoln um lausn frá störfum,
þar sem verki hennar væri lokið.
Lincoln neitaði að verða við
beiðni nefndarinnar og rökstuddi
það þannig:
“Hve margar fætur hefir sauð-
kindin, ef þið kallið dindilinn
fót?” spurði Lincoln.
“Fimm,” svöruðu þeir.
“Það er algjör misskilningur,”
svaraði Lincoln, “með því að
kalla dindilinn fót getið þið ekki
gert hann að fæti.”