Lögberg


Lögberg - 01.06.1944, Qupperneq 8

Lögberg - 01.06.1944, Qupperneq 8
8 LÖG3ERG. FIMTUDAGINN 1. JÍNÍ. 1944 Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta iúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. Ungmenni fermd í kirkju Selkirk safnaðar á Hvílasunnudag: Eileen Eleanor Anna Thorarin- son, Alice Rose Done, Júlía Carlson, Mabel Victoria Dalman, Helga Sigurðson, Haraldur Johnson, Kristján Goodbrandsdh, Percy Lorne Stefánson, Arnthor Jónas Marino Midford, Edmund Alexander Partridge, Albert Franklyn Sigurdson, Kristján Marino Sigurdson, George Walter Vogen, Björn Sigurdson. • Séra Kristinn K. Ólafson, er jafnhliða skrifstofustörfum í þjónustu Bandaríkjastjórnar þjónar söfnuði einum all-stórum í Mt. Corroll, 111., flytur nú fyrir- lestra undir umsjón Speakers Bureau, hefir hann flutt á þeirra vegum fyrirlestra um Island, við ágæta aðsókn. Auk þess flytur hann nú einnig fyrirlestra undir umsjón International Relations Center, er hann nú skráður sem fastur ræðumaður hjá þessum félagsskap. Um þessar mundir flytur hann aðalræðuna við upp- sögn háskólans í Mt. Carroll. • Á safnaðarfundi í Selkirk-söfn uði, sem haldinn var þann 14. maí, voru þessir erindrekar kosn- ir til kirkjuþings: Mrs. S. Ólafsson, Mrs. J. E. Erickson, Mr. og Mrs. B. Kelly. Til vara: Mrs. J. Magnússon, Miss D. Benson, Mrs. M. Oliver, Mrs. V. E. Johnson. • Silver Tea og bazar undir umsjón kvenfélags Sam- bandssafnaðar fer fram í sam- komusal kirkjunnar, Banning og Sargent, laugardaginn 3. júní, byrjar kl. 2 e. h. og að kvöldinu. Alskonar eigulegir munir á boð- stólum. Umsjón með fatasölunni hafa Mrs. P. S. Pálsson og Mrs. J. F. Kristjánson; með Tea borð- unum, Mrs. B. J. Hallson og Mrs. S. B. Stefánson. Kvenfélagið vonar að sem flestir heimsæki það. • Þann 26. þ. m. lögðu af stað frá Winnipeg í skemtiferð, og til að sjá ættingja og vini, vestur að Kyrrahafsströnd þau hjónin Ingimundur Sigurðson og Ást- ríður kona hans, einnig August Magnússon og Ragnheiður kona hans, öll frá Lundar, Man. Ráð- gjöra þau að verða rúman mán- uð að heiman. Þau biðja Lögberg að bera l kæra kveðju til vina og kunn- ingja. íslendings eðlið knýr mig til að bæta við: Nú er eg orðin áttatíu ára og ekki hika þó 'að rísi bára, löngun vex að líta Kyrrahafið og landið fagra blómskrúði vafið. A. M. Hús til söiu Ágætt plastrað hús í Selkirk stærð 24x32, fjós og geymsluhús, með góðum t brunni. — Lysthafendur snúi sér til Fr. Kristjáns- sonar, 205 Ethelberth St., Winnipeg. Sími 31 613 Þau Jónas Stefánsson skáld frá Kaldbak og Jakobína kona hans, komu norðan frá Mikley á mánu daginn á leið vestur til Vancouv er, þar sem framtíðarheimili þeirra verður; börn þeirra eru fyrir nokkru farin þangað vest- ur. Þau Mr. og Mrs. Gunnlaugur Holm og Mr. og Mrs. Lúðvík Holm frá Víðir, Man., komu til borgarinnar um helgina úr skemtiför vestur til Argyle. Útvarpsguðsþjónusta og ferming. Við afarfjölsótta og hátíðlega guðsþjónustu í Fyrstu lútersku kirkju s. 1. Hvítasunnudag, voru eftirgreind ungmenni fermd. Anderson, Vivian Louise Baldwin, Anna Gwendolyn Bardal, Sigrid Margaret Bjornsson, Lenore Margaret Blondal, Lois Marie Davidson, Carol Sigridur Grimson, Evelyn Christine Stefania Ingimundson, Norma Loraine Isfeld, Kristin Sigurlaug Jonasson, Claire Joy z z z Johnson, Gudrun Elin Margaret Johnson, Barbara Joyce Johnson, Sylvia Lingholt, Elin Gudrun Lingholt, Norma Sally Margaret Pauline Oliver, Gloria Clarice Paulson, Lenore Christine Sigurdson, Gudrun Margaret Swanson, Mary Olivia Baldwin, Benedict Gerald Hawcroft, William Brian Johnson, Alan Leo • Hjónavígsla. Gefin voru saman í hjónaband í McCreary, Man., laugardaginn 25. marz kl. 7 síðdegis, voru þau P.O. Omen Hanson og L. A. W. Evelyn Patteson. Brúðguminn er sonur Joseps Hansonar og konu hans í McCreary. Brúðurin er dóttir Rev. og Mrs. Patteson í Eden, Man. Faðir brúðarinnar framkvæmdi hjónavígsluna, sem fór fram í Knox United kirkj- unni þar í bæ. Kirkjan var fagur- lega skreytt blómum og kerta- ljósum. Að hjónavígslunni af- staðinni sátu nánustu ættingjar veizlu á heimili foreldra brúð- gumans. P. O. Hanson hefir ver- ið í þjónustu flughersins hátt á fimta ár, og í Englandi þrjú og hálft ár. Brúðurin er einnig í þjónustu flughersins. • Mr. og Mrs. Sveinn Palmason eru nýlega farin norður til Winnipeg Beach, þar sem þau munu dvelja í sumar; þeir, sem þurfa að eiga við þau bréfa- skifti, skrifi þeim til Winnipeg Beach, P.O. Man. Jon Sigurdson Chapter I. O. D. E., heldur næsta fudd að heimili Mrs. J. S. Gillies 680 Banning St., Winnipeg, kl. 8 e. h. á þriðjudaginn 6. júní. Fréttapistill Skemtisamkoma undir umsjón Árdals safnaðar, verður haldin föstudaginn 9. júní, kl. 9 e. h. í Árborg samkomuhúsinu. Á meðal þeirra sem skemta á samkomunni verða Miss Snjó- laug Sigurðsson með píanó sóló, Jóhannes Pálsson með violin sóló, Mrs. B. A. Bjarnason og David Jensen syngja samsöng (duet) og Miss Vordís Friðfinns- son með upplestur. Svo verður sýndur stuttur leikur “Mock Wedding”, æfður af Miss H. Árnason, sem yngri skólabörn taka þátt í. Einnig skemta Boy Scouts með “Camp-fire Scenés”. Kvenfélagskonur safnaðarins selja veitingar í neðri salnum. Inngangur fyrir fullorðna 35 cent en fyrir börn 20 cent. Dansað verður á eftir. Vonast safnaðar- nefndin til þess að fólk fjöl- menni á þessa samkomu. LÝKUR PRÓFI i HEIMILISHAGFRÆÐI Við nýafstaðin háskólapróf hér í fylkinu, útskrifaðist í heimilis- hagfræði með hinum ágætasta vitnisburði, Miss María Péturs- son, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Hannesar Pétursson, 353 Oak- wood Avenue hér í borginni, glæsileg og gáfuð stúlka. Pabbi, sagði Elsa litla, fimm ára gömul. Heldurðu að mamma sé vel að sér í barnauppeldi? Hvers vegna spyrðu að því? spurði pabbinn. Nú, sagði Elsa litla, hún læt- ur mig altaf fara í rúmið, þegar eg er glaðvakandi, og á fætur þegar eg er steinsofandi. « Faðirinn: “Lofaðir þú mér ekki að vera góður drengur?” Sonurinn: “Jú, pabbi”. Faðirinn: “Og lofaði eg þér ekki refsingu, ef þú ekki yrðir það?” Sonurinn: “Jú, pabbi. En þar sem eg hefi nú brotið mitt lof- orð, þarft þú ekki að halda þitt.” Kaupið Lögberg No. 25 E.M.C. Ómissandi bók Matreiðslubók kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg hefur selst ágætlega. Er nú ekki nema lítið eftir af annari prentun. Og sýnir það hvað afarmiklum vinsældum bókin hefur náð, eins og hún á skilið, því hún má heita ómissandi hverri húsmóðir sem við mat- reiðslu fæst. Þar sem nú er lítið eftir af upplaginu, ætti það fólk, sem bókina vill fá, að gjöra það sem fyrst. Hún selst áreiðanlega öll áður en langt um líður. Bókin kostar $1.00, póstgjald 5c. Hún fæst hjá þeim konum er hér segir: Mrs. A. S. Bardal, Suite 2, 841 Sherbrook St.; Mrs. B. J. Brandson, 214 Waverley St.; Mrs. J. Bilsland, 960 Sherburn St.; Mrs. Ben Baldwin, 11 Asa Court; Mrs. G. M. Bjarnason, 448 Greenwood Place; Mrs. T. J. Blondal, 907 Winnipeg Ave.; N. W. Dalman, Suite 4, Elford Apt.; Mrs. H. H. Eager, 151 Ferndale Ave.; Mrs. E. S. Felsted, 525 Dominion St; Mrs. J. S. Gillies, 680 Banning St.; Mrs. H. Gray, 1125 Valour Road; Mrs. Finnur Johnson, Suite 14, Thelmo Mansions; Mrs. A. C. Johnson, 113 Bryce St.; Mrs. G. F. Jonasson, 195 Ash St.; Mrs. C. Olafson, Suite 1, Ruth Apts.; Mrs. O. B. Olsen, 907 Ingersoll St.; Mrs. W. R. Pottruff, 216 Sherburn St.; Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw St.; Mrs. O. Stephensen, Suite 2, 909 Grosvenor Ave.; Mrs. F. Thordarson, 996 Dominion St. borsteinn Jónsson frá Úlfsstöðum: Tvennskonar skilningur á orsök drauma iMessuboð Fyrsta lúterska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðþjónustur á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir æfinlega velkomnir. • Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 4. júní: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7 síðd. Þá fer fram afhjúpun á “Honor Roll” safnaðarins með 123 nöfn- um. Allir velkomnir. S. Ólafsson. Sama dag messa og altaris- ganga á Betel kl. 9.30 árd. Prestakall Norður Nýja Islands 4. júní—Geysir, fermingar- messa og safnaðarfundur kl. 2 e. h. Riverton, íslenzk messa og safn aðarfundur kl. 8 e. h. 11. júní—Árborg, fermingar- messa kl. 2 e. h. Víðir, messa og safnaðarfund- ur kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. Messa á Gimli. Messað verður í Sambands- kirkjunni á Gimli næstkomandi sunnudag, kl. 2 e. h. Séra E. J. Melan prédikar. Safnaðarfundur verður á eftir guðsþjónustu og er áríðandi að sem flestir mæti. Forseti kirkju- félagsins Mr. Hannes Pétursson verður staddur á fundinum. Gaman og alvara Gamall bóndi austan úr Gríms nesi hefir skrifað Vísi eftir- farandi: Sumarið 1880 eða 81 var það, sem móðuramma mín var jörð- uð, að Ólafsvöllum á Skeiðum, af séra Stefáni Stephensen, síð- ar presti að Mosfelli í Gríms- nesi. Við jarðarförina var með- al annara bróðir hennar, sem hét Þorsteinn Pálsson, Eftir jarðarförina spurði Þorsteinn prestinn, hvort hann vissi til, að nokkur hefði verið jarðaður á Ólafsvölium utan kirkjugarðs- ins. Prestur sagðist hafa heyrt það, en nú myndi vera búið að færa garðinn svo mikið út, að hann væri víst kominn yfir eða út fyrir það leiði. Svo spurði prestur Þorstein, af hverju hann væri að spyrja um þetta. Þor- steinn svaraði með því að segja: “Þegar eg er við jarðarför og líkkistan er borin gegnum sálu- hliðið, sé eg svipi þeirra dánu, sem jarðaðir hafa verið í garð- inum, og í dag sá eg, að einn svipurinn var utan við garðinn og vildi komast inn í hann, en | komst það ekki. Þegar búið er að láta líkið ofan í gröfina, hverfa allir svip- irnir.” lVióðir mín var fædd og upp- alin á Löngumýri á Skeiðum. Þá bjuggu þar bræður tveir, Þórður afi minn og Guðmund- ur, í. Austurbænum. Þeir voru Arnbjörnssynir, Ögmundssonar frá Hrafnkelsstöðum í Hruna- mannahreppi. Löngumýrarbændur, eins og margir bændur á þeim tíma, höfðu þann sið, að róa út á vetr- arvertíðinni og skilja konurnar einar heima, til að gæta bús og barna. Móðir mín var fædd um 1850 og var yngst af 4 börnum þeirra hjópa. Þanmig var hús- um háttað á Löngumýri, að ein- ar voru bæjardyr, en 2 baðstof- ur, sín hvoru megin bæjar- dyra. Eina nótt á vertíð bar svo við, að konurnar heyra barnsgrát, Margar kenningar hafa komið fram um orsakir drauma, og er ein sú, að draumarnir séu táknmál ýmissa duldra og nið- urbældra óska og hugrenninga. Gerði dr. Símon Jóh. Ágústsson grein fyrir þeirri kenningu í fyrra erindi sínu um sálkönnun, sem hann flutti í útvarpið 15. febr. s. 1., og tapaði eg, því mið- ur, nokkuru af því. En þó að þessi kenning muni nú líklega vera talin einna vísindalegust, þá þori eg að fullyrða, að það er til önnur réttari. Á eg þar við kenningu dr. Helga Péturss um draumgjafann, og segi eg þetta með sama rétti og hver annar, sem rannsakað hefir sjálfur og íhugað. Hvað sem hver segir um duldir, undirvitund, vitundar- klofning eða annað slíkt, þá er mér það fullkomlega ljóst og víst, að það er ekki fyrst og fremst eigin vitund mín, sem skapar mér drauma mína. Þegar eg sef, er mín eigin vitund að mestu óstarfhæf og óstarfandi, og því með engum möguleikum til þess sjálf að skapa sér þessar sýnir og atburði, sem draumarn- ir eru, og stundum geta verið ó- gleymanleg á eftir. Ætti að nægja til að gera sér þetta ljóst, að hafa veitt athygli vitund sinni, þegar mann syfjar eða svefninn er að færast yfir, þó að ekki hafi maður gleymt sér til fulls. En svo er það ekki síð- ur, að draumarnir sjálfir geti sannfært mann um þetta. Þótt maður þykist kannast við það, sem hann sér í draumi, og þýði það fyrir hluti eða staði kunna sér úr vöku, þá er það nær alltaf, ef að er gætt, allt annað go öðru vísi en nokkuð það, sem hann hefir vakandi séð, og verður slíkt óskiljanlegt, ef gert er ráð fyrir, að slíkar sýnir séu aðeins komnar upp í manns eigin huga. Og svo hefi eg líka fundið, að eg í svefninum á oft endurminn- ingar um eitt eða annað, sem eg á engar endurminningar um í mjög eymdarlegan; þær hugðu hvor fyrir sig, að það væri hjá hinni, og af því að gráturinn var svo óeðlilegur, og oftast að hann heyrðist lítið eða ekki, að hvorug þeirra fór á fætur til að aðgæta hjá hinni, hvort nokkuð væri að. Konur þessar höfðu þann sið, að krossa, eða signa, eins og það var nefnt, bæjar- dyrnar, þegar lokað var á kvöld- in. En morguninn eftir, þegar bærinn var opnaður, sá sá eða sú, sem opnaði, einhverja tusku druslu veltast út úr bæjardyr- unum, og svo eitthvað í burtu frá bænum. Konurnar, og lík- lega ekki síður börnin, sem sum voru orðin vel stálpuð, undruð- ust þetta. Má geta nærri, að krakkarnir hafa spurt mæður sínar hvað þetta hafi verið, og þær verið neyddar til að gefa einhverja viðunandi skýringu. Þeim varð heldur engin skota- skuld úr því, og sögðu börnunum sínum að þetta hefði verið út- burður. — Auðvitað hefir þar orðið að fylgja önnur saga, og líklega ekki styttri ^en sú fyrri. • Fegurðarsérfræðingur einn í Rio de Janeiro hefir auglýst að hann geti búið til Grétu Garbo- nef á hvaða stúlku sem vera skal. Segist hann hafa gipsmót af nefi hinnar frægu leikkonu og á skömmum tíma geti hann lagað hvaða konunef sem er eftir þessu móti. Það þarf ekki að taka það fram, að sérfræð- ingur þessi hefur meira en nóg að gera, en hinsvegar hafa til- tölulega fáar konttr orðið að “kvikmyndastjörnum”, þrátt fyr- ir Garbo-nefið. Björn, sonur Björns prests Hjálmarssonar, bjó á Klúku í Tungusveit. Hann var maður stilltur, og prýðilega hagmæltur, og laginn við að koma fyrir sig orði. Oddvitinn var granni hans, vöku. Gæti eg nefnt ýms dæmi um slíkt, en læt nægja að benda á grein eftir mig, sem heitir “Um skilning á draumum”, og birtist í 7. hefti “Samtíðarinnar” 1942. En þar segir líka frá dæmi þess, að atvik, sem sofandi manni þótti koma fram við sig, kom samtímis fram við móður hans, sem var vakandi á öðrum stað. Ættu slík dæmi að geta tekið af tvímæli. Það er auðvitað ekki að efa, að ástæður liggja til þess, að draumaskýring sú, sem dr. Sí- mon sagði frá, og aðrar slíkar, skuli hafa komið fram, og mun þekking á stillilögmáli því, sem dr. Helgi hefir fundið, og fleira, geta hjálpað til að skilja þær ástæður. En það lágu einnig á- stæður til þess, eða munu hafa legið, að hinn mikli vitringur, Aristóteles, kom fram með kenningu sína um kristalshvelin, sem stjörnurnar áttu að vera festar á. Var það lengi, að marg- ir lærðir menn og vitrir trúðu þeirri kenningu, þótt nú sé henni ekki trúað framar. Og sé nú bor- inn saman hinn tvennskonar skilningur á orsök draumanna, skilningur dr. H. P. og hinn, sem í rauninni má færa til sama flokks og alla aðra, þá er mun- urinn auðsær. í stað þess, að eðlileg tengsli sjást í rauninni engin á milli duldanna og draumsýnanna, engin eðlileg rök, sem sýni, hvernig hið síðar- nefnda getur verið táknmyndir hins fyrnefnda, eða að hugsanir einar saman geti nokkru sinni verið sýnir, þá sjást allsstaðar hliðstæður þess, sem dr. H. P. kennir. Og svo er að líta á annan þann skilningsauka, sem kenn- ing hans færir. Er ekki ofsagt, að þar opnist í líffræði það, sem fullkomlega svarar til þeirrar leiðréttingar og viðbótar heimsfræði, sem þeir sköpuðu Kopernikus og Brúnó. í febrúar 1944. og mun Birni hafa þótt hann á- leitinn um beitingar. Þá kvað hann: Allt sér notar ágirndin og ’inn handarsterki; yfir potar oddvitinn okkar landamerki. Einhverju sinni sat Björn á rúmi sínu að kvöldlagi og borð- aði mjólkurysting. Þegar hann hafði matazt, kvað hann: Klappar á kviðinn sinn kútfullur hrikinn, afmælisystinginn át hann svo mikinn. Þegar kona hans heyrði vís- una þótti henni miður, er hún hafði gleymt afmælisdeginum hans, því alltaf fór vel á með þeim hjónum. Most Suits - Coats Dresses “Cellotone” Cleaned 7ZC CASH AND CARRY For Driver Phone 37 261 Perth’s Cleaners-Launderers-Furriers 888 SARGENT AVE. The Swan Manufacturing Co. Manufacturers of SWAN WEATHEH-STRIP Winnipeg. Halldór Methusalems Swan Eigandi 281 James Street Phone 22 641 MINNIST BETEL I ERFÐASKRAM YÐAR Vísir.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.