Lögberg - 07.09.1944, Side 1

Lögberg - 07.09.1944, Side 1
PHONES 86 311 Seven Lines Í'V* CO1- For Betier Dry Cleaning and Laundry m. PHONES 86 311 Seven Lines W'*sé®* 4 v€<s*f. **4 C°«- ^ A Y>^V and ívVVe' 1)ry Cl<£* Service and Saiisfaciion 57. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER, 1944 NÚMER 35 Einn af mörgum í herþjónustu Oddgeir Bjarnason Þessi glæsilegi ungi maður, er sonur þeirra Mr. og Mrs. Skúli Bjarnason, sem vinmörg eru hér um slóðir, en nú búsett að Glen- dale, California. Oddgeir er fæddur í Winni- peg 21. okt. 1917, en fluttist til Los Angeles með foreldrum sín- um, er hann var tólf ára að aldri; hann er útskrifaður af Glendale High School, og stundaði síðan um hríð nám við lærðan skóla. Oddgeir innritaðist í Bandaríkja herinn í apríl-mánuði 1942, og fór til Bretlandseyja í september þá um haustið; hann tók þátt í innrásunum, bæði í Afríku og eins á Sikiley, og á hinum síðar- nefnda stað varð hann fyrir því slysi að fótbrotna, og hefir legið á sjúkrahúsum í meira en ár; nú er hann á sjúkrahúsi í Cali- forniu og líður vel undir kring- umstæðunum. Oddgeir var með 19. Engineers herdeildinni, og er almennt þekt- ur undir nafninu Barneson. KVALASTAÐIR Á þeim stöðum, sem Nazistar hafa orðið að hörfa svö fljótt undan að þeir hafa ekki haft tækifæri til þess að afmá öll ummerki um glæpi sína, hafa fundust hryllilegir pyndingastað ir og morðtæki. Einn slíkur stað- ur er Lublin í Póllandi. Fundust þar stórir ofnar til líkbrenslu og grafir þar sem þúsundir manna höfðu verið grafnir. Einn af umsjónarmönnum þessa stað- ar skýrði frá morðaðferðum þeirra og sagði að þeir hefðu verið í mestu vandræðum með það að koma frá sér líkunum. Aðrir staðir þessum líkir, hafa fundist á Frakklandi. Fregnir af vettvangi stríðssóknarinnar Herskarar Nazista fara eina hrakförina annari meiri, og senn kemur sprenging- in mikla. Rúmenía og Finnland gefast upp. Rússar segja Búlgörum stríð á hendur. J ARÐSKJ ALFTI Vart var við jarðskjálita í Austur-Canada á þriðjudaginn 5. sept. Orsökuðu þeir miklar skemdir í borginni Cornwall við St. Lawrence fljótið. Er talið að skaðinn nemi um $750.000. ROTTERDAM Síðustu fréttir herma að Bandamenn séu komnir til út- jaðra Rotterdam borgar á Hol- landi. Nú er svo komið, að leiftur- stríð Hitlers hefir snúist upp í einn þann allra einstæðasta flótta, sem hernaðarsagan getur um; á hverju einasta bardaga- svæði, eru riðlaðar fylkingar þeirra á slíku handahlaupi of- boðs og undanhalds, að til firna mun jafnan talið verða. Nú eru það saiheinuðu þjóðirnar, er með hraða eldingarinnar fara blóði og brandi yfir hin her- numdu lönd Nazista, og leysa þau eitt af öðru úr ánauð, og nú er kollhríðin auðsjáanlega í aðsigi. Rúmenía hefir nú lagt árar í bát, og með uppgjöf hennar hef- ir Hitler mist tvo þriðju af því olíumagni, sem honum var nauðsynlegt til þess að geta hald ið hinum hernaðarlegu véla- virkjum sínum í gangi. Finnland, þessi smáþjóð, sem lét Hitler hafa sig að ginningafífli, hefir nú komist að raun um, hve bar- átta þjóðarinnar í faðmlaginu við Nazista var frá öndveðu von- laus, og hefir nú samið um vopna hlé við Rússa. Sameinuðu þjóð- irnar hafa nú náð höfuðborg Belgíu að fullu á vald sitt, og mun þess ekki langt að bíða unz fáni frelsisins blakti yfir land- inu á ný; þá eru og herskarar frelsisins komnir langt inn í Holland, og verður ánauðar- hlekkjum þess brátt splundrað til agna; sömu söguna hefir Júgóslavía að segja, auk þess sem litla hertogadæmið Luxen- burg, sem Hitler tróð undi hæl, er í þann veginn að endurheimta sjálfstæði sitt, og’ senn kemur vitaskuld röðin að Norðurlanda- þjóðunum, Noregi og Danmörku. Bæði á Frakklandi og eins á ítalíu fara Nazistar í felur og eiga fótum sínum einum fjör að launa, þar sem * slíku á annað borð verður viðkomið, því nú er karlmenskuhugurinn harði í skapgerð þeirra farinn að digna. Búlgarar eru nú önnum kafn- ir við tilraunir um vopnahlés- samninga við Breta og Banda- ríkjamenn, og standa samnings umleitanir í þessa átt yfir í Cairo, höfuðborg Egyptalands; stjórnarskipti hafa orðið í Búlg- aríu, en tortryggilegum augum líta Rússar á hið nýja ráðuneyti. Rússar hafa sagt búlgörsku þjóð- inni formlega stríð á hendur, og saka hana um undirferli og leyni samband við Hitler. Af stríðinu milli Bandaríkj- anna og Japan, er það nýjast að frétta, að í nýlegri viðureign á Bonin og Volcano eyjunum, mistu Japanir 42 skip af ýmiss- um stærðum, og fórst með þeim fjöldi japanskra hermanna; á- minstar eyjar liggja um 650 míl- ur í suður frá Tokyo. DIEPPE Fyrir tveimur árum gerðu Canadamenn árás á Dieppe, en urðu að hörfa til baka og skilja marga sína menn eftir þar. Á laugardaginn komu þeir aftur til Dieppe. í þetta skifti horfði öðruvísi við. Óvinirnir voru á hröðum flótta. Canadamenn fóru sigurgöngu gegnum Dieppe. íbú arnir tóku þeim með ofsafögn- uði. GRIÐNIÐINGUR í NOREGl ÁÐ VERKI Um hvítasunnuleytið voru margir menn handteknir á Fosenskaga við Þrándheims- fjörð. Það var þýzk lögregla, sem hér var að verki. Hún hafði með sér pólskan herfanga, sem gaf upplýsingar um 44 Norð- menn, sem voru teknir hönd- um. Pólverji þessi hafði verið dul- búinn sem rússneskur herfangi qg hafði motið hjálpar Norð- manna, sem höfðu gefið honum mat, lofað honum að hlusta á óleyfilegt útvarp, o. s. frv. Hann þakkaði hjálpina með þessu móti. FLÚINN ÚR LANDI Hraðfrétt frá Madrid síðastlið- inn miðvikudagsmorgun lætur þess getið, að Franz von Papen, fyrrum sendiherra Þjóðverja á Tyrklandi og Dr. Walther Funk, forseti þýzka þjóðbankans, séu komnir til Lisbon í Portugal, sem flóttamenn. Frétt þessi hefir enn eigi verið staðfest. CANADAMENN NÁLGAST RIMINI Á ítalíu, sem öðrum vígstöðv- um, veitist bandamönnum bet- ur. Eru nú Canadamenn að nálg- ast Rimini, en sú borg er við austurenda brautarinnar sem liggur gegnum Po-dalinn. STÚLKA HVERFUR í HAFNARFIRÐI Stúlka, rúmlega tvítug að aldri hvarf úr Hafnarfirði í fyrradag og hefur síðan ekkert til hennar spurzt. Islandsstef Vort ættland skiptir átt og veðri — oft á skammri stund, svo ísland það á eingöngu við íslendinga lund, því sumt, sem hugþekkt okkur er, býr ókunnugum hroll. En ótilneydd vor ættjörð fer ei umheimsins í soll, er svöl í bragði og einlynd ögn, en eigin börnum holl. Og nú, er fer þú, fóstran mæta, að feta nýjan stig, þá láttu ei ’tímans hlym né hraða heimska og villa þig; lát veittan oss að vísu byr og viðunanleg kjör, en vertu eins og oftast fyr ' á eyðslusilfrið spör; oss hentar naumast hófleysan í hamingjunnar för. En gef oss auðnugullið dýra og gleði þeirrar ym, er störfin vekja, en stöðva hvorki storm þinn eða brim, oss betra að hitna í barningi enn en blása þurfi í kaun, því stórviðrin þau stæla menn að standast lífsins raun, og ísland geldur atorkunni einni fyllstu laun. En fram skal nú með stálin stíga og stríðið frjóva háð — að sækja fram gegn steini og storku stórhug með og dáð. Þú fagnar, gripin ungdóms yl, hin aldna fróða drótt. Vor fortíð leggur leiðsögn til og ljær oss reynsluþrótt. Og dormum ei, en dugum nú, því dagað hefir skjótt. Og vit það, ísland, — aldir líða, en yngjast samt þú skalt, þú fríkkar, glaðnar, fær þinn blóma og faldaskartið allt; oss ber að sauma búning þann og baldýra ’ann af snilld, sjá, allt, sem grær, skal greypa í hann og glita af hlýrri vild. — Eins séð skal um, að sannfróð verði Saga í þinni fylgd. Já, bezt vér munum einatt una á andstæðnanna fold, með stóru lyndi vasta og vinda, unz værðir býr oss mold. — Hér jafnar margt hvað myrkt og hart hin milda sumarnótt, þá allt á storð er ungt og bjart, í einu glatt og hljótt. f heiði og kyrð, — í ólgu og eld er íslands skaphöfn sótt. % Jakob Thorarensen Tíminn Stúlka þessi heitir Sigríður Jónsdóttir, og er 21 árs gömul. Fór hún heiman að frá sér kl. 6—7 á þriðjudagsmorguninn, en þegar hún kom ekki heim til sín um kvöldið var leitað að- stoðar lögreglunnar og m. a. hefir verið auglýst eftir henni í útvarpinu. En öll leit að stúlk- unni og eftirgrenslan hefir til þessa verið árangurslaus. Vísir, 29. júní. LJÓSMÓÐIR t 20 ÁR — 1205 BÖRN / Siglfirzkar konur hafa heiðr- að Guðbjörgu Kristinsdóttir ljós móður fyrir 20 ára störf þar í bænum. Fyrstu^ fjögur árin var Guð- björg praktiserandi ljósmóðir en skipuð síðustu 16 árin. Á þessum tíma hefir hún tekið á móti 1205 börnum. Formaður kvenfélagsins Von- arinnar hafði orð fyrir konum, sem heimsóttu Guðbjörgu. — Færðu þær henni peninga að gjöf og auk þess ágrafið gullúr, stokkabelti og skrautritað á- varp, þar sem henni eru þökkuð vel unnin störf. Vísir, 30. júní. RIGNINGARNAR Svo segja fróðir menn, að sum- ar það, sem nú er í raun og veru um garð gengið, sé það votviðra- samasta, sem runnið hafi upp yfir Canada í síðastliðin 35 ár. 0r borg og bygð Dr. Haraldur Sigmar frá Mountain, N. Dak., forseti lút. kirkjufélagsins, sem staddur var á Gimli síðastliðinn sunnudag, og setti þar inn í embætti séra Skúla Sigurgeirsson, sem prest Gimli prestakalls, lagði af stað heimleiðis á miðvikudaginn. • Mrs. D. C Curry frá Coronado, California, er nýkomin til borg- arinnar og mun dvelja hér um slóðir nálægt þriggja vikna tíma. • Gefin saman í hjónaband í Lútersku kirkjunni í Selkirk að mannfjölda viðstöddum, Pilot Officer Arthur Mitchell Johns- ton, Selkirk, Man., og Thorey Johnson, hjúkrunarkona, sama staðar. Fjölmenn veizla var setin að heimili Mr. og Mrs. Jóhann Péturson, McLean Ave., að gift- ingunni afstaðinni. • Þann 2. sept., vígði séra Sig- urður Ólafsson saman í hjóna- band á prestsheimilinu í Selkirk, þau Gísla Herold Jónasson, 629 Young St., Winnipeg, og Sigur- laugu Iris Eiríkson, Árnes, Man. Heimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. • Silver Tea og Home Cooking undir umsjón kvenfélags Sam- bandssafnaðar verður haldið næstkomandi laugardag, 9. þ. m. í The T. Eaton Assembly Hall kl. 2,30 til 5,30. Þar verður á borðum íslenzkur matur og kaffi brauð undir umsjón Mrs. F. J. Kristjánsson, Mrs. B. E. Johnson og Miss Elin Hall. Kaffi skenkja: Mrs. J. B. Skaptason, Mrs. P. Reykdal, Mrs. S. Einarsson, Mrs. R. Haugen, Mrs. J. Straumfjörð og Mrs. A. N. Sommerville. Á móti gestum taka: Mrs. R. Pétursson, Mrs. G. Árnason, Mrs. H. E. Johnson, Mrs. Jón Ásgeirs- son, Mrs. P. S. Pálsson. Hér verður tækifæri að heils- ast eftir sumarfríið og njóta góðr ar ánægjustundar. — Konurnar vonast til að sem flestir heim- sæki þær þennan dag. • Sigurður Bjarnason, 623 Simcoe St., lézt að heimili sínu á laug- ardaginn var, eftir langa van- heilsu. Hann var Borgfirðingur að ætt, en kom vestur um haf um aldamótin. Hann lætur eftir sig konu, son, Bjarna, sem á heima í Yardley, Penn., og syst- kini, Mrs. Salome Backman í Winnipeg og Ásgeir í Selkirk. Jarðarförin fór fram frá heim- ilinu á miðvikudaginn, undir umsjón Bardals. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. • Frú María Straumfjörð, kona Jóhanns gullsmiðs Straumfjörð í Seattle, Wash., kom til borgar- innar á miðvikudaginn í fyrri viku, “'ög dvelur hér um hríð; hún er systir þeirra Gísla Jóns- sonar ritstjóra Tímarits Þjóð- ræknisfélagsins og Einars P. Jónssonar ritstjóra Lögbergs. Frú María fór norður til Lundar síðastliðið sunnudagskvöld og kom hingað aftur á þriðjudaginn, hún átti um hríð heima í Winni- peg, en frá þeim tíma, sem hún dvaldi hér, eru liðin rúmlega tuttugu ár. • Sunnudaginn 3. sept., var há- tíðleg guðsþjónusta í Gimli kirkju kl^ 3 e. h., þá er séra H. Sigmar forseti kirkjufélagsins setti séra Skúla Sigurgeirsson í embætti sitt hjá Gimli presta- kalli. Guðsþjónustan fór fram í kirkju Gimli safnaðar og var furðanlega vel sótt, þrátt fyrir rigninguna sem þá var og illfæra vegi vegna undangenginna rign- inga. Prestarnir í heimatrúboðs nefnd kirkjufélagsins aðstoðuðu forseta við athöfnina. Séra E. H. Fófnis ávarpaði prestinn og séra V. J. Eylands ávarpaði söfnuð- inn, en séra Bjarni þjónaði fynr altari. Söngur var ágætur bæði sóló, kónsöngur og sálmar, og guðsþjónustan öll hátíðleg. Safnaðarnefnd Gimli safnaðar veitti aðkomugestum af mikilli rausn, eftir messu, á hinu fagra heimili þeirra Mr. og Mrs. Chris Paulson, Gimli. • Ferðafélagarnir fimm frá Winnipeg, þeir Hannes Péturs- son, séra V. J. Eylands, Grettir L. Jóhannson, Stefán Einarsson og Einar P. Jónsson, er voru gestir íslenzku ríkisstjórnarinn- ar í New York við heimsókn forseta íslenzka lýðveldisins, hr. Sveins Björnssonar til þeirrar miklu borgar, eru nú allir komn- ir heim með ljúfar endurminn- ingar um ógleymanlegar við- tökur. • í næstu viku flytur Lögberg ýtarlegt heildaryfirlit yfir hina glæsilegu móttöku hr. Sveins Björnssonar forseta til New York borgar, eftir hinn ágæta blaðamann, hr. Bjarna Guð- mundsson, blaðafulltrúa utan- ríkisráðuneytis Islands, sem blað ið er honum einkar þakklátt fyr- ir. • The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church will hold their first meeting of the season on Tuesday, Sept. 12th in the church parlors. APot Luck luncheon will be served at 1.30 and all members are asked to attend.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.