Lögberg - 07.09.1944, Side 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER, 1944
' Þannig rættuát
j spádómarnir
Eftir PIERRE VAN PAASSEN.
Lauslegur útdráttur eftir Jónbjörn Gíslason.
Skipbrotsmenn klifra upp netið upp í björg-
unarskipið.
Og yður munu allir fyrir
mínar sakir að hatri hafa.
(Matth. 10:22).
Þegar Jesús Kristur sagði læri
sveinum sínum, að þeir mundu
verða hataðir fyrir hans nafn
sakir, átti hann við það málefni,
sem hann var fulltijúi fyrir og
þær hugsjónir sem hann út-
breyddi um Guð, samband mann
anna við skaparann, skyldleika
og vináttu milli mánnanna inn-
byrðis og umfram alt, hvernig
þessar hugsjónir yrðu best fram
kvæmdar í verkunum.
Nú á vorum tímum eru lítil
merki sjáanleg fyrir því, að
nokkur maður sé hataður fyrir
sakir nafns Jesú Krists og Guðs
ríkis hugsjónarinnar. Að vísu
eru næg dæmi slíks frá löngu
liðnum tímum; sértrúarmenn og
svokallaðir villutrúarmenn voru
brendir, hálshöggnir, kæfðir,
slitnir sundur lim fyrir lim og
ristir í parta, þegar umburðar-
lyndi mannanna var af of skorn-
um skamti. En nú ríkir umburð-
arlyndi meðal vor. Vér unnum
trúarbragðafrelsi fyrir alla
menn, hvar sem er, í Rússlandi,
Spáni, Perú og Póllandi, eða er
ekkisvo?
Vér getum naumast áttað oss
á því að nokkur maður sé hat-
aður fyrri þá ástæðu að vera
kristinn. Oss er óskiljanlegt að
samband nokkurs einstaklings
við trúarbrögð og kristilega
kirkju, geti gjört hann að skot-
spæni haturs og ofsókna. Hver
er hataður nú í dag, fyrir þá
sérstöku ástæðu að vera skírður
og fermdur, eða fyrir það að
játa yfirsjónir sínar og syndir,
eftir kirkjulegum reglum? Get-
ið þér nefnt eitt einasta dæmi?
Er ekki einmitt þessum málum
skipað í öfuga röð meðal vor í
dag? Er ekki kristnum mönn-
um sýnd virðing og þeir hafðir
í heiðri? Þeir eru sannarlega
meira í metum af því þeir eru
kristnir og eru því skipaðir í
margar virðingarstöður. Stjórn-
málamenn og pólitíkusar, sem
hafa nafn Jesú Krists handhægt
í umræðum, eru lofaðir fyrir
guðhræðslu og góðar tilfinning-
ar.
Engum dettur í hug að snerta
eitt hár á höfði karls eða konu
fyfrir þá ástæðu að þau játa
kristna trú. Opinberir talsmenn
og forvígismenn kirkjunnar í
voru þjóðfélagi, geta hindrunar-
laust flutt gleðiboðskap frelsar-
ans. Enginn leifir sér að mót-
mæla þeim eða krefjast sann-
ana, hvað þá að hata þá.
Fréttablöðin eru full af frá-
sögum um messugjörðir, orð og
setningar ýmsra æðri klerka, eru
flutt orðrétt á framsíðum blað-
anna.
Nú þurfa engir að loka sig
inni í leyni klefum, með slag-
brand fyrir dyrum, eins og for-
feður vorir voru neyddir til að
gjöra, er þeir sungu helgar tíð-
ir. Starfi og atvinnuvegur kristi-
legrar kirkju er í hæsta máta
virðingarverður, enginn segir
orð gegn honum.
Alt þetta er þó fremur óvænt,
vegna þess að Kristur sjálfur
sagði svo ótvírætt að ekki varð
misskilið, að nafn hans og mál-
efni mundi verða uppspretta
mótmæla meðal manna, fjand-
skapar og dauðlegra átaka. “Ætl
ið ekki að eg komi með frið”,
sagði hann, “eg flyt yður ófrið.”
Alt, sem vér heyrum og sjá-
um í dag, er þrungið friðar og
vináttumálum. Alstaðar er tal-
að um endurnýjaða einingu og
hin og þessi framtíðar banda-
lög.
Það eru jafnan talin hin beztu
meðmæli með sálusorgurum vor
um, að þeir séu elskaðir af sér-
hverjum, ríkum og fátækum,
trúmönnum og vantrúarmönn-
um.
Það virðist ekki að þeir sem
elska og eru elskaðir í þessum
efnum, gjöri sér fulla grein fyr-
ir hinni brennandi mótsetningu
við þessi orð frelsarans: “Þér
munuð verða hataðir fyrir míns
nafns sakir”, og ennfremur:
“Vei yður ef menn tala vel um
yður.”
Er þetta ekki fremur einkenni
leg afstaða? í stað þess að vera
hataðir og fyrirlitnir og skoðað-
ir sem afhrök mannkynsins, eru
vel kristnir menn virtir, heiðr-
aðir, kappaldir, skreyttir heið-
ursmerkjum, tilt í hæstu virð-
ingarstöður og ávalt elskaðir?
Eitthvað hefir hér farið í
handaskolum. Annaðhvort er
fyrirheit Krists gjörsamlega
rangt, eða hegðun lærisveina
hans á vorum tímum ekki slík,
að hún ávinni þeim það hatur
er meistarinn lofaði. Spurning-
in er: Hvað hefir komið fyrir?
Gjörði hann sig sekann í þeirri
sálfræðilegu villu, að sjá ekki
fyrir að kenningar hans um
elsku og bræðralag, mundu ein-
mitt falla í þann farveg sem
reyndin er á í dag, að talsmenn
hans og helstu þjónar mundu í
raun og sdnnleika verða elsk-
aðir, en ekki hataðir. Hver er
skýringin?
Svarið er skrásett með orðum
Krists sjálfs: “Blessaðir séuð
þér, þegar þér eruð ofsóttir og
ljúgvitni er borið gegn yður
fyrir mínar sakir”, þ. e. fyrir
hans málefni og þær hugsjónir
sem hann var fulltrúi fyrir, og
sem er höfuðmálefni hvers
manns; Guðsríki hér og annars
heims.
Hver er smánaður, hataður og
ofsóttur á vorum dögum? Lítið
umhverfis yður. I.esið frétta-
blöðin. Eru það ef til vill stór-
höfðingjar heilagrar kirkju, eru
það prestastefnurnar eða kirkju-
ráðin, eru það málsnillingar
kirkjunnar eða hinir krýndu og
kjólbúnu guðfræðingar? Nei, og
aftur nei, þeir eru sannarlega
ekki hataðir. Fólk tekur á sig
langa króka, til að geta mætt
þeim með bros á vörum og hlot-
ið ástúðlegt tískubros til baka.
Ekki er hatrið þar, ekkert nema
góðvilji og vinarhugur.
Auðvitað er maðurinn því
meir dáður, sem hann stendur
hærra í kirkjunni, enda er hann
einkar varkár; hann forðast trú-
máladeilur, ófrið og baráttu eins
og sjálfa pestina. Hann stendur
í meðalhófi á hverjum vettvangi:
félagslegum, fjármálalegum, trú
málalegum og pólitískum. Hann
óskar friðar á öllum tímum og
forðast eins og heitann eldinn
að vekja óvild, hvað þá hatur.
Hann staðhæfir fúslega að tvær
hliðar séu til í hverju máli, tvær
hliðar á sannleikanum og sömu-
leiðis því gagnstæða.
Ef hann er sannkristinn pré-
clikari, talar hann með silki-
tungu og kryddar orð sín með
hátíðlegri röggsemd, svo þau
sleppi greiðlega inn um annað
eyrað og út um hitt, án þess
að snerta við nokkru meiri hátt-
ar andlegu skilningaviti á því
ferðalagi. Hann er meðmæltur
félagslegum friði, þjóðfélagslegri
einingu, umburðarlyndi, lýð-
veldi, réttri tegund verkamanna
sambanda og hjálp til Rússlands.
Hann vill að Gyðingar séu á
sínum stað og svertingjar þar
sem þeim ber að vera. Honum
geðjast illa umbrot og breyting-
ar og vill ekki að óþörfu ó-
náða neinn. Verum ekki hlut-
samir, er kjörorð hans. Vekjum
ekki Ijónið sem sefur. Látum
oss halda friði og vera elskaðir
af öllum.
En þarna yfirfrá, þar sem bar-
ist er upp á líf og dauða, þar
sem alt hið hræðilega leiksvið
er þvegið í mannablóði, þar sem
hildarleikurinn fyrir mannkyn-
ið og Guðsríki verður æ trylt-
ara, eftir því sem deilan harðn-
ar og hugsjónirnar öðlast meiri
áherzlu, þar er hann ekki tíður
gestur, nema ef vera skyldi sem
óhlutdrægur áhorfandi eða skýr-
andi hinnar hliðar málsins.
Að vísu finnast kristnir ein-
staklingar í þeirri öskrandi þjóð-
félagslegu upplausn, en hvenær
sjáum vér fulltrúa kirkju Krists
þar, sem samstæða stríðandi
eining.
“Hvers vænti verkamanna-
stéttin frá kristinni kirkju?”
spurði frægur þýzkur prestur,
snemma á þessari öld. “Alls”
svaraði hann sér sjálfur. “En
hvað gjörði kírkjan fyrir þá?”
spurði hann enn. “Ekkert” bætti
hann við.
í þessu efni er sama sagan enn
í dag. Kirkjan er sérlega varkár
þegar mikilvæg stefnumál sker-
ast í odda. Næstum hver maður
sér að fyrir dyrum standa mikl-
ir atburðir, milljónir manna og
kvenna hrópa í himininn í ör-
væntingu sinni og vonsvikum, og
hin þjóðfélagslega bygging mun
annaðhvort rifna frá ofanverðu
og niður í gegn, í byltinga um-
róti í áttina til sósíalisma og
sameignar, eða stríðsástandið er
líklegt til að haldast um ófyrir-
sjáanlegann tíma að öðrum kosti
Hvað segir hin volduga kirkja
— að undanteknum einstökum
frjálslyndum prestum — um
þjóðflokkahatrið, Gyðingaofsókn
irnar, væntanlegan frið, sam-
eignar og samstarfsréttinn, verk
fallsréttinn o. fl.? Hún setur
fram viðhafnarmiklar en grunn-
færar athugasemdir og byggir
friðarstólpa er líta út eins og
mjúkt hægindi, fyrir kóngavini
og einokara. Hún gefur tvíræð
og óljós svör, sneiðir fyrir öll
andnes, hummar og hikar og leit-
ar ragmenskulegs skjóls, bak
við ranglega þýdd eða misskilin
ummæli Jesú Krists, að hans
ríki sé ekki þessa heims.
Þrátt fyrir alt þetta, látum
vér ekki hugfallast. Alt er eins
og vera ber. Vér vitum að spá-
dómar Krists voru réttir. Orð
hans eru skjalfest í tíunda kapi-
tula Mattheusar guðspjalls og
eru eins sönn í dag og þau hafa
ætíð verið. Musteri hans mun
teygja turna sína til hæstu
himna í voldugri sigurför. Nafn
hans verður ákallað og tilbeðið
í takmarkalausri auðmýkt, til
ystu endimarka heimsins af kné-
fallandi aðdáendum.
Málefni það er hann kom í
þennan heim til að fullkomna
— velmegun mannsins andlega
og efnalega -— Guðsríki á þessari
jörð — er í dag hatað meira en
nokkru sinni fyr; því er formælt,
það er smánað, og það er troðið
undir fótum, oft í hans eigin
nafni. Hann er krossfestur enn
að nýju hvern einasta dag.
Segið einu sinni og í fullri al-
vöru að svertinginn — þetta
hörundsdökka barn skaparans,
sé hér í vorri sannkristnu Ame-
ríku, meðhöndlað eins og dýr, en
ekki mannleg vera, og sjáið hvað
þér hljótið að launum. Hinir
virtu og elskuðu munu ausa yð-
ur aurl og nefna yður negra
elskhuga og fleyra af sömu teg-
und.
Látið yður um munn fara að
hið uppæsandi Gyðingahatur
mitt á meðal vor, sé aðeins hent-
ugt uppfundið áhald til að riðja
fazismanum greiðann veg, og
sjáið hve kurteislega sannkristn-
ir menn snúa við yður baki og
spyrja um leið: “Hve mikið Gyð
inga fé var þér borgað?” Þér
verðið smánaðir og hataðir.
Segið aðeins til reynslu, að
þjóðfélagið ætti að vera starf-
rækt á samvinnu vísu en ekki
samkeppnis og að framleiðslan
ætti að vera til allra afnota, en
ekki aðeins til framdráttar og
upphefðar vissri stétt eða þjóð.
Hver svör munuð þér fá? “Kom-
múnisti, rauðliði”. Þér verðið
smánaðir og hataðir.
Reynið ofur gætilega að
hreyfa því að rauði herinn fyrir
fórnfærslu sína og úthelta hjarta
blóð, muni vera frelsari vest-
rænnar menningar og kristninn-
ar, og sjáið hver launin verða.
“Alheimsborgari, útlendingur,
óvinur Ameríku, vík frá oss til
þíns rétta heimkynnis”ó Yður
verður formælt og þér verðið
hataðir.
Segið að vestræn auðvelds og
landvinningapólitík sé álíka
mannhatursleg harðstjórn í Ind-
landi, Malaja og Afríku, eins og
þýzk yfirráð eru í Norðurálfu.
Hlustið til bergmálsins af slík-
um ummælum. Þér hafið gengið
á takmörk alls velsæmis, eruð
andstæðir stríðsframkvæmdum,
eruð ættjarðaróvinir og svikarar
við heiðarlegar hugsjónir. Menn
munu hlaða yður lygum og hata
yður.
Safnið öllu yðar hugrekki og
segið að Píus páfi tólfti hafi enn
á ný leikið fazista refskákina,
með friðarumleitunum sínum,
rétt fyrir hertöku Rómaborgar
og áður en rauði herinn hóf síð-
asta áfangann til Berlínar, til að
uppræta höfuðvígi alheimsræn-
ingjanna. Þér verðið nefndir
fjandmenn kaþólskrar trúar,
heiðingjar, hræsnarar og opin-
berir þjóðfjendur. Þér verðið
hataðir.
Ef þér haldið áfram slíkum
munnsöfnuði, munuð þér ekki
aðeins verða hataðir, heldur
munu menn forðast yður, gjöra
yður útlæga, bannfæra yður frá
virðingarverðu samfélagi og þér
eigið á hættu að verða fangels-
aður m. fl.
Ennþá er biturt hatur ríkjandi
gegn fagnaðarboðskap frelsar-
anjs, gegn Guðlsríki á þessari
jörð. Mér dettur ekki í hug að
segja að rauði herinn fari með
umboð Guðsríkis, fremur en t. d.
kaþólska kirkjan, sem telur sér
þó þann sóma; en þetta hvort-
tveggja má vel vera gjörendur
þess málefnis, eins og t. d. New
Deal. C. I. O. Jehova wittnesses,
Gandhi, alheimssamband verka-
manna, Zíónista hreyfingin og
League of Nations; alt þetta geta
gjarnan verið táknmyndir, er
benda í áttina til Guðsríkis. Hver
einasti maður, gæddur virðingu
fyrir mannlegu lífi og sannfær-
ingu fyrir virðuleika hvers ein-
staklings, er vissulega bygginga-
meistari þess ríkis, ef hann freist
ar í fullri alvöru að breyta þjóð-
félagslegum aðstæðum til meira
réttlætis og frelsis, jafnvel þó
hann nefni aldrei Guðs nafn og
kunni enga setningu úr helgum
fræðum.
Hér skiftir engu máli hvort
hann er nefndur kristinn, Gyð-
ingur, mótmælandi, rauður, frí-
hyggjumaður eða afneitari. Orð
og tákn eru þýðingarlaus í slíkri
baráttu, verkin ein tala. Hrópið
ekki aðeins, herra! herra! heldur
leggið hönd á plóginn. Hver ein-
staklingur á tvö föðurlönd, fyrst
og fremst það sem hann er bor-
inn og barnfæddur í, og hið
annað sem honum ber að byggja
upp og erfa — Guðsríki.
Það er eðlilegt að hin sanna
Guðsríkishugmynd sé hötuð,
dkki einungis aíf því Kristur
sagði svo fyrir, heldur til þess
að andstöðuöfl þess málefnis
yrðu afhjúpuð fyrir allra sjón-
um með sínum rétta sanna lit,
hvort sem þau voru frá kirkj-
unni eða kristninni í heild.
Það er vissulega skörp marka-
lína milli þessa heims ríkis og
Guðsríkis, milli sjálfs frelsarans
og hinnar svokölluðu kristni, er
svo oft hefir afneitað og brugðist
honum og hans málstað. Sú and-
staða er Kristyr talaði um, bend-
ir einmitt á þessa skoðanha-
skiftingu í dag og er því kominn
tími til að vér tökum þessa á-
rekstra alvarlega. Vér höfum
heyrt. nóg af kenningum, ágisk-
unum og heilabrotum, en séð
minna af framkvæmdum
Jafnvel þó þessum hlutum sé
komið sem er, þá er hin sanna
Guðsríkishugmynd ekki tapað-
ur málstaður, þp hann sé hjart-
anlega hataður og fyrirlitinn.
Hinni embættislegu kirkju, sem
er vernduð af viðkomandi þjóð-
félögum, hefir tekist að túlka
þennan dýrmæta málstað svo, að
milljónir hafa snúið við henni
baki. Adolph Keller viðurkenn-
ir að verkamannastétt Norður-
álfunnar sé gjörsamlega töpuð
kirkjunni, hvaða trú sem fólkið
annars játar.
Þar sem menn eru ekki reknir
til tíða, með dregnum byssu-
stingjum, standa kirkjurnar tóm-
ar.
Þær höfuðkirkjur sem eru
eyðilagðar í dag, verða ekki
byggðar að nýju. Þær sem kunna
að standa óskemdar, verða
bautasteinar til minningar um
liðinn tíma.
Margir hafa sannarlega yfir-
gefið hina opinberu kirkju er
ætíð fylgir kúgurunum að mál-
um og gjörði hans málsstað að
sínum. Fleyri munu fylla þann
hóp, er þjóðirnar hafa endur-
heimt sitt tapaða frelsi.
Nýtt og veglegt musteri mun
Hinn raunveruiegi
þýzki óvinur
Höfundur greinar þessarar
nefnir sig Eric Bramley Moore,
en það er dulnefni. Hann er
amerískur kaupsýslumaður,
sem var í Þýzkalandi síðustu
tíu árin áður en stríðið brauzt
út. Var hann fulltrúi fyrir
amerískan stórbanka og gafsi
ágætt tækifœri til þess að kynn
ast hinu mikla veldi þýzka
herforingjaráðsins.
Hitler er aðeins tákn hins
þýzka ofbeldis. Að baki honum
er hið raunverulega vald —
þýzka herforingjaráðið. Og að
baki herforingjaráði Þjóðverja
prússnesku júnkararnir. Keis-
arar, einvaldar og jafnvel lýð-
veldisforsetar koma og fara í
Þýzkalandi, en junkararnir og
þýzka herforingjaráðið eru æv-
inlega við lýði. í þeirra augum
er stríðið takmark í sjálfu sér
og friður aðeins tækifæri til að
safna kröftum á nýjan leik, til
þess að undirbúa stríð framtíð-
arinnar.
Hinir einbeittu, harðgerðu
hermenn, sem stjórna styrjalda-
rekstri Þjóðverja, vita ofurvel,
að þeir eru þegar búnir að tapa
stríðinu. En þeir geta sætt sig
við að tapa stríði við og við,
Þeir eru gæddir ótrúlegustu
þolinmæði, fúsir til að bíða ára-
tugi, jafnvel mannsaldra, eftir
tækifærinu, til að láta höggið
falla öðru sinni. Þegar herfor-
ingjaráðinu varð ljóst í fyrra
stríði, að nú væri allt tapað, var
allri skuldinni skellt á keisar-
ann, og þegar gott tækifæri
gafst, var honum varpað fyrir
borð. Að þessu sinni munu þeir
skella skuldinni á Hitler.
1 Bandaríkjunum er ekkert
það til, sem líkist herforingja-
ráðinu þýzka. Það er í rauninni
miklu meira en hernaðarstofn-
un, því að það er raunverulega
einskonar allsherjarmiðstöð,
sem ræður yfir öllu lífi þjóðar-
innar. Það ræður yfir embættis-
mönnunum heima fyrir og er-
lendis. Það segir fyrir verkum
í kola-, járn- og stáliðnaðinum
og af því leiðir, að það ræður
yfirleitt öllu fjárhags- og við-
skiptalífi þjóðarinnar. Allt sem
það gerir, beinist að einu marki,
að fara í stríð og reyna — skilj-
anlega — að sigra.
Meðan eg var í Þýzkalandi,
varð eg oft að reyna að losa um
frosnar innstæður amerískra
fyrirtækja. Leitaði eg þá til
banka eða venjulegra aðila?
Alls ekki. Eg fór til viðskipta-
deildar herforingjaráðsins. í
hverju meiri háttar fyrirtæki
í Þýzkalandi er maður, sem er
fulltrúi herforingjaráðsins og
ber ábyrgð gagnvart því, að allt
sé gert með hagsmuni þess fyr-
ir augum, en fyrirtækið verður
að greiða honum laun hans. —
Viðskiptalíf landsins var ekki
óháð. Herinn varð að fallast á
allt, sem þar gerðist. Ef eitt-
hvert fyrirtæki gerði einhverja
uppgötvun, fengu öll önnur fyr-
rísa upp, en ekki undir nafni
neinnar ljirkju. Það Guðsríkis
málefni, sem þar verður boðað,
verður málstaður villutrúar-
manna, siðbótamanna og bylt-
ingamanna, sumra sem ef til
vill hafa aldrei heyrt Krist nefnd
ann, en vilja þó framkvæma
vilja skaparans í því að leifa eng-
um að ásælast hús náungans,
eða einum að hirða uppskeru
sem annar hefir sáð til; heldur
ekki að leifa neinum að safna
auði, sem öðrum er skipað að
vernda og láta lífið fyrir á blóði
drifnum vígvöllum.
Guðsríki er að koma, en það
kemur ef til vill dularbúið.
Það er einmitt nú, að koma.
Það er mitt á meðal yðar. Réttið
út hendurnar og gjörið það að
virkileika í stríði og friði.
ENDIR.
i