Lögberg - 07.09.1944, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.09.1944, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER, 1944 ■—lögberg-—— Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, L#imited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Stríðssókn Canada Einkennilegt er það hve við Canadamenn virðumst lítillátir; það er ekki laust við að við þjáumst af minnimáttarkend. Þegar við ræðum um afrek þjóðanna á þessum styrjaldar- árum, minnumst við sjaldan á afrek okkar eigin þjóðar. Við dáum Breta fyrir óbilandi þrek þeirra og seiglu; Rússa fyrir hugprýði þeirra og hernaðarafrek; Bandaríkjamenn fyrir skipulags- hæfileika þeirra og risafengna framléiðslu, en við virðumst sjaldan finna nokkuð til að dá hjá Canada þjóðinni. Við þreytumst heldur aldrei á að lofsyngja forystumenn hinna þjóðanna, Churchill, Roose- velt, Stalin og aðra þá, sem okkur finnst að séu að einhverju leyti afburðamenn, en sjaldan heyrir maður okkar eigin forystumönnum hælt fyrir nokkurn skapaðan hlut. Vitanlega er það gott og lofsvert að kunna að meta það sem aðrir gera vel, en það er ekki síður nauðsynlegt að kunna að meta sjálfan sig — að eiga heilbrigða sjálfsvirðingu, með því eina móti getum við orðið fyllilega sjálf- stæð. Við sem þjóð verðum að öðlast sjálfs- virðingu. Hefur þá Canada þjóðin og stjórn hennar nokkru afrekað á þessum styrjaldarárum, sem er virðingarvert, — þess virði að á það sé minst? Hér skal aðeins drepið á nokkur atriði um okkar eigin þjóð, sem eru þess virði að festa í minni. Á þessum árum hefir þjóðin verið fjárhags- lega sjálfstæð. Á fyrri árum, þegar Canada vanhagaði um peninga til einhverra stórræða, voru þeir fengnir að láni á Bretlandi eða í Bandaríkjunum en í þessu stríði höfum við fengið peningana að láni hjá sjálfum okkur Fjármálaráðherrann Mr. Ilsley, tilkynti ný- lega að skuldir okkar næmu 10 biljónum dollara, en 96 prósent af þessari upphæð væri fengið að láni hjá Canadamönnum sjálfum. Við erum hin eina af sameinuðu þjóðunum, sem ekki hefur notfært sér láns og leigustudn- ing Bandaríkjanna og 1943 gáfum við 4 miljónir dollara í stríðssjóð sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir óánægjunöldur hjá mörgum hefur Canadastjórnin framfylgt takmörkun verðlags og þannig afstýrt verðbólgu. Vegna þessara ráð- stafana hefur lífsframfærslu kostnaður okkar hækkað aðeins um 2%. Aftur á móti hefur hann, hækkað um 14% í Bandaríkjunum. 1 framleiðslu hefur þjóðinni fleygt áfram. Hún framleiðir mest allra þjóða af aluminum, nichel, asbestos og blaðapappír, Ennfremur er hún ein af stærstu framleiðendum af blýi, kvikasilfri, sinki og radium. Þróun iðnaðarins í Canada, þessi síðustu ár hefur og verið stórkostleg. Canada er fjórða í röðinni í framleiðslu vopna og flugvéla. Fyrir 25 árum höfðum við ekki byggt eitt einasta haffært skip. 1 dag erum við næst Bandaríkj- unum í því að byggja flutningaskip. Við áttum aðeins 15 herskip þegar stríðið braust út en nú eigum við 700 herskip. í uppfindingum höfum við ekki verið eftir- bátar annara þjóða. Vísindamenn okkar fundu upp tæki til þess að finna óvinaflugvélar í fjarlægð; þeir fundu upp tæki til þess að ónýta segulmagns sprengjurnar og þeir upp- götvuðu nýtt sprengiefni. Canadiskir sjóhers- læknar fundu meðal við sjóveiki, sem allar sameinuðu þjóðirnar nú nota. Öllum er kunnugt um hið mikla flugskóla- kerfi, sem stjórnin stofnaði strax í stríðsbyrjun þar sem flugmenn frá öllum hlutum brezka alríkisins hafa verið þjálfaðir og engin her er betur vopnum búinn en canadiski herinn. Víst megum við finna til metnaðar yfir íram- lagi Canada til stríðssóknarinnar og víst ber okkur að meta að verðleikum hið mikla og giftusamlega starf þeirra manna okkar^ sem staðið hafa við stjórnarvölinn þessi erfiðu styrjaldarár og haldið hafa öllu í jafnvægi, þann ig, að við höfum haft lítið af þeim efnalegu erfiðleikum að segja, sem oftast eru samfara stríðstímum. En mest ber okkur að þakka hinar miklu fórnir, sem okkar ungu menn leggja fram dag- lega. Sá orðstýr sem þeir hafa getið sér mun ekki fyrnast. I hinni fámennu flugsveit, sem varði Bretland 1940, voru þó nokkuð margir Canadiskir flugmenn; Canadiskir sjómenn og sjóliðar vörðu og héldu opinni sjóleiðinni yfir Atlantshafið og tryggðu það að vopn og vistir kæmust til Bretlands þegar þörfin var mest. Engin þjóð hefur tiltölulega fleiri flugmenn heldur en Canada í flughernum, sem næstum daglega hefur gert árásir á vopnabúr og vopna- verksmiðjur óvinanna á meginlandi Evrópu. Gen. Eisenhower hefur nýlega lokið miklu lofsorði á Canadamenn fyrir frammistöðu þeirra við Caen á Frakklandi. Þeim stað vildu Þjóð- verjar fyrir hvern mun halda, hver duftögn þar var þeim meira virði en demantar. Þeir beittu því sínum sterkustu' hersveitum gegn Canada- mönnum og Bretum á þessum stöðvum, en eins og fréttir skýra frá, stóðust menn okkar þá eld- raun af mikilli hreysti og eru nú að reka flótta óvinanna. Við Canadamenn höfum ástæðu til að vera stolt af þjóð okkar og stríðssókn hennar, og þeim skerf sem hún hefur lagt fram í frelsis- baráttu mannkynsins. Verður er verka- maðurinn launanna Dagur sá, sem nefndur er almennt verka- mannadagur, og helgaður er hinum vinnandi stéttum, er nú nýverið um garð genginn, og þær stéttir, sem þar eiga hlut að máli, eru í hvaða þjóðfélagi sem er, fjölmennustu stéttirn- ar; þær neyta síns brauðs í sveita síns andlitis; brauðs, sem því miður oft og einatt er af skorn- um skamti og í öfugu hlutfalli við afköstin, stritið og áreynsluna. Sérhvert þjóðfélag, sem ekki kemur auga á þá staðreynd, að verkamaðurinn sé launanna verður, er byggt á sandi og með dapurlegar horfur framundan. 1 mörgum þjóðfélögum eru verkamennirnir “píslarvottar með bogin bök”, er fórnað hafa beztu árum ævinnar í þjónustu kaldrifjaðs skipulags, þar sem fáir útvaldir, raka saman auðæfum á kostnað fjöldans; í ríki því, sem koma á, bræðralags ríkinu langþráða, má slík rangsleitni hvergi eiga griðland; þar verða mannréttindin að skipa öndvegi; þar má fólk hvorki vera dregið í dilk, eða flokkað eftir hefðbundnum venjum úreltra ójafnaðarkenn- inga; þar verður virk jafnaðarmenning að ráða lofum og lögum. Ekkert þjóðfélag, sem teljast vill siðmannað, getur staðið sig við það, að þröngva svo kosti verkamanna, að þeir naumast hafi til hnífs og’ skeiðar, hvað þá heldur að þeir verði atvinnu- leysinu að bráð, með von um óverulegan elli- styrk, svo sem tuttugu og fimm dollara á mán- uði, og þá ekki fyr en þeir hafa fylt sjöunda tuginn. Það er engan veginn fullnægjandi, að helga verkamönnum einn einasta dag á árinu; sérhvert ábyrgt þjóðfélag verður að búa svo um hag þeirra, að þeir fái lifað lífi hins frjálsborna manns, ókvíðnir um framtíð sína og sinna. Hvernig hefði verið ástatt í því fimm ára frelsisstríði, sem nú er vonandi í þann veginn að syngja sitt síðasta vers, ef ekki væri fyrir átök verkamannsins, sem frá morgni til kvölds hefir unnið að skipasmíðum, flugvélafram- leiðslu og því öðru, sem nauðsynlegt var til stríðssóknarinnar ? Sérhvert þjóðfélag þarf að eiga “starfsmenn glaða og prúða”, sem ganga til iðju að morgni og hvílu að kvöldi með það á meðvitundinni, að starf þeirra sé að verðugu metið; að óttinn við atvinnuleysi og örbirgð verði ekki fyrsta fyrirbrigðið, sem þeir vakna við, er fyrsta dags- skíman, gerir vart við sig inn um gluggann. Verður er verkamaðurinn launanna. Þessari kennisetningu verða þeir allir að fylgja, er telj- ast vilja menn með mönnum, hvort heldur þeir hafa lítil eða mikil mannaforráð. > Finnland leggur niður vopn Þau tíðindi, meðal margra annara tíðinda, sem nú eru daglega að gerast, má telja þau, að Finnland hefir lagt niður vopn, og leitast nú fyrir um vopnahléssamninga við Rússa; er nú ráðgert, að finnsk sendinefnd farí þegar til Moskva til skrafs og ráðagerða við rússneska forustumenn viðvíkjandi allra nauðsynlegustu ráðstöfunum, sem af vopnahléinu stafa. Stjórn Finnlands hefir gert þýzkum hern- aðarvöldum aðvart um það, að þýzki herinn í Finnlandi verði að hafa hypjað sig á brott eigi síðar en þann 15. yfirstandandi mánaðar; og eins og nú horfir við, mun Hitler ekki eiga annars úrkosta, en ganga skilyrðislaust að þess- um .skilmálum. Bræðralagið við Hitler hefir orðið Finnum dýrt, þó enn sé vitanlega eigi séð fyrir endann á því hvað það kosti. Fréttir frá Pine Falls Pine Falls heitir verksmiðju- bær einn 70 mílur norðaustur frá Winnipeg, við hina nytsömu Winnipeg elfu, sem framleiðir alt rafafl, sem brúkað er í Manitobafylki. Bær þessi er all- ur bygður af einu félagi, sem setti hér upp pappírsmillu afar- mikla, þá einu sem til er í Vestur-Canada, og fékk leyfi hjá sambandsstjórninni að höggva til pappírsgerðar 2 milljónir cord af við, en sem þó ekki mun endast nema 30 ár, ef það nær öllum þeim við sem millan getur unnið, en svo kaupir fél- agið mikinn við þar fyrir utan frá prívatmönnum, sem drýgir framleiðsluna. Einkennilegt er það við bæinn, að félagið á hann allan, og ræð- ur svo öllu í bænum, húsnæði, atvinnu og oftast atkvæðum í- búanna, og mælist það misjafnt fyrir, en minnir oss á bæinn Pullman, sem lýst var svo vel í tímaritinu “Iðunni”, sem gefið var út á Islandi 1885—92, og var hið langskemtilegasta og fróð- legasta tímarit, sem prentað hef ur verið á íslenzku máli til þessa dags. En Chicago gleypti Pullman bæ, og fleiri bæi, enda bólgnaði borgin gríðarlega á þeim árum, og ekki síst af sýningunni miklu sem þar var haldin árið 1898. Vel er bærinn hirtur, og reglu- lega bygður, og öll húsin bygð úr sama efni, timbri, og cement- storku, grá að lit, nema tvö hús, sem Walter Jóhannsson (Ás- mundssonar) á, þau eru gul að lit, og hin prýðilegustu að öllu leyti. 1 öðru þeirra býr Walter Jóhannson, en í hinu sýnir hann hreifimyndir, og er þar sæti fyrir 300 manns með öllum nú- tíðar þægindum. 1 neðri sölum eru knattleikstofur (Bowling alleys-, sem mjög eru vel sótt af bæjarmönnum, og nágrenninu, því alt land umhverfis er þétt- bygt, og smáþorp austur með fljótinu, sem alt stefnir til Pine Falls. Walter og kona hans eru skemti leg heim að sækja, og hafði eg ánægju af að dvelja með hon- um eina kvöldstund, við hina íslenzku gestrisni. W. Jóhannson kvað mikið við- skiptatjón að hinum 300 manna sem teknir hafa verið í stríðið úr nágrenni hans, eins og nærri má geta, aðeins einn annar Is- lendingur er búsettur í bænum, Jónasson frá Gimli, hann er véla maður hjá félaginu, og er held eg vaxinn sínu verki. íslenzkur matreiðslumaður er einnig hjá félaginu, J. Fredrik- son að nafni, hann er hinn prýðilegasti maður og Skemti- legur. Félagið hefir marga viðar Campa, austur með þverám sem renna í Winnipeg vatn, og flýt- ur viðurinn eftir þeim, þegar vöxtur hleypur í þær á vorin, og er það mikill sparnaður á flutn- ingi. Vegna stríðsins er mikill skort- ur á skógarhöggsmönnum, svo félagið hefir beðið um 100 þýzka fanga til viðarhöggs, og ætlar að borga þeim 50 cent á dag í kaup, og allan viðurgerning frí- an, eg hefi nú unnið hjá félaginu nokkra mánuði, og get gefið því góðan vitnisburð. Flest er fólk hér austur frá Frakkar og Slavar, sem vinna hér í skógunum, ramm kaþólsk- ir, og dauðhræddir við hel og hreinsunareldinn, og hefi eg haft mikið gaman af að spyrja þá eftir hvar hann væri, og hvað dýrt væri að hreinsa sig í hon- um, það segja þeir að prestarnir viti bezt, en allir muni í honum lenda, og það sé býsna dýrt fyr- ir suma. Mikið vald hefir presturinn sem þeir kalla ætíð “Föður” yfir öllum þeirra athöfnum, en þó sérstaklega yfir kvennfólkinu, sem hlaupa verður heim til pápa vikulega til að játa syndir sínar og fá fyrirgefningu, og þora ekki að giftast nema í samráði við hann, og eftir mikla examination og serimoníur tekur svo brúð- guminn við meynni, borgar presti vel, en fær hans blessun í staðinn. Þessar þjóðir lesa helst engar bækur og eg sé varla nokkurn- tíma bók hjá þeim þjóðum, sem kaþólskar eru, svo eg held þær séu á hörmulega lágu andlegu menningarstigi. Einn roskinn frakki sagði mér að Napolion mikli, hefði hrækt framan í Páfann, og eftir það hefði hann tapað hverri orustu, og loksins verið hrakinn í út- legð, þetta er trúin þeirra á Páfa. Svo ekki var furða þó B. Gröndal kvæði er hann kom heim til Islands úr kaþólska túrnum. “Heldur vil eg hjá þér búa hvellan laus við dansins óm og á þína æsi trúa en hinn gamla suður í Róm”. Sigurður Baldvinson. Prá Campbell River B.C. 23. ágúst, 1944. Herra ritstjóri Lögbergs: Þó engin sjáanleg breyting sé komin á veðurfarið, sem bendi til þess að haustið sé í nánd, þá er samt náttúran farin að af- klæða sig úr sumarskrúða sín- um. Blómin eru farin að fölna og mörg af þeim fegurstu eru alveg horfin, þau sem eftir eru, eru hnípin og ellileg. Þegar mað- ur hefur vanist á blómum stráð umhverfi, þá saknar maður þeirra eins og gamalla vina, sem hafa flutt sig í fjarlægð frá okk- ur. Manni finst svo eiðilegt í kringum sig, alt öðru vísi en áður var. Þetta er lögmál, sem lífið er háð, og engin fær breytt, að fæðast, lifa um stund, og deyja. Síðan eg skrifaði héðan, hef- ur tíðarfarið breyst svo að nú er nægileg votviðri, svo ekki stafar lengur nein hætta frá skóg areldum á þessu ári. Öll skógar- höggsvinna aftur sótt af alefli, því altaf er mikill hörgull á öllu byggingaefni. Undanfarið hefur verið hér mokafli af laxi og þorski. Menn sem vinna hér daglaunavinnu hvern virkan dag, fara á flot á kvöldin svo sem einn eða tvo klukkutíma og fiska vel. Næsti nágranni minn fer út á hverju kveldi, og fær frá þremur og upp í tíu fiska í hvert skipti, mest lax. Fiskikaupmaður kem- ur á hverjum degi í kring og kaupir alt sem þeir hafa að selja. Verðið sem borgað er fyr- ir fiskinn er 20 cent fyrir pundið af laxi sem er 20 pund og þar yfir, en nokkuð minna fyrir minni fisk. Þetta er góð viðbót við daglaun þeirra, á meðan það gefst, það er oft tregt um fisk svona rétt upp við landstein- ana. heilsu aftur, sem hinir mörgu vinir hans nær og fjær gleðjast yfir. Hann dvaldi hér í tíu daga til að hvíla sig og hressa, áður en hann tekur til starfa aftur með byrjun september. Mr. Pál- son dvaldi hér um tíma, í sum- arfríinu fyrir tveimur árum síðan, hann gat þess oft hvað hið heilnæma loftslag hér, ætti vel við sig, og margir fleiri hafa sagt það sama. Mrs. Steinun Knott, frá Tofino hér á eyjunni stóð hér við aðeins part úr degi til að heilsa upp á nokkra kunningja, sem hún á hér, frá þeim tíma sem hún átti heima í Saskatchewan. Var hún á leið til Vancouver, til að heimsækja son sinn, sem á þar heima. Mrs. S. N. Johnson frá Lundar, Man., sem hefur dvalið hér um tíma hjá foreldrum sínum og skyldfólki, með dóttur sinni, er nú farin til baka. Henni leist vel á sig hér og hafði orð á því að sig mundi langa til að koma hingað aftur í framtíðinni. Miss Sigríður Hjartarson frá Steep Rock, Man., sem hefir ver- ið hér til að heimsækja vina- fólk sitt hér, er farin til Van- couver þar sem hún verður um tíma áður en hún fer til Gimli, Man., þar sem hún hefur stöðu á elliheimilinu Betel. Mrs. Joe Key var hér að heim- sækja gamla kunningja sína, þau Mr. og Mrs. A. V. H. Baldwin. í för með henni var Mrs. Kristín McNaughton frá Edmonton, Alta. Mrs. Key er ram-íslenk þó maður hennar sé af öðrum þjóðflokki, hann er járnbrautar- maður og nú til heimilis í Calgary, Alta. Hafa þau hjón keypt sér nokkrar ekrur af landi með byggingum á, hér á eyj- unni um 80 mílur hér fyrir sunnan. Er það nálægt veginum sem liggur frá Parksville til Port Alburni, á vesturströnd eyj arinnar, sem þau ákveða að verði framtíðarheimili þeirra. 1 bráðina er Mrs. Key á þessari eign þeirra, til að annast um umbætur, sem þarf að gjöra, því plássið hefur verið í eiði um nokkurt skeið, og farið í órækt. Báðar þessar konur kyntust Baldwins hjónunum í Edmonton er þau áttu þar heima. Báðar þessar konur eru farnar til baka. Mrs. Key, heim til sín, en Mrs. McNaughton til Vancouver, þar sem hún dvelur um tíma, áður en hún heldur heimleiðis til Edmonton. Mr. og Mrs. Stefán Eiríkson frá Vancouver eru hér um þess- ar mundir til að skemta sér við laxveiðar. Þau verða hér um viku tíma. Þau komu í bíl sín- um og geta keyrt um eftir vild sinni og séð sig um. Það er mjög hentugt fyrir alla sem geta það, að koma svoleiðis. Mr. Gunnlaugur Jakobsson frá Gimli, Man., var hér á ferðinni nýlega, sér til skemmtunar og til að sjá sig um hér á strönd- inni. Hann er í Canadahernum, er Militarv Police. einn af Um síðastliðin mánaðarmót, kom hingað Jónas Pálson píano kennari frá New Westminster B. C. Eins og kunnugt er, þá var Mr. Pálson veikur um tíma, en er nú kominn til góðrar þeim sem vakta hertekna fanga, sem eru hafðir í gæzluvarðhaldi í Canada. Bækistöð hans er nú í Winnipeg, Man. Mr. W. S. Einarson, sem kom hingað frá. Gimli, Man., fyrir V erum samtaka um stuðning við allar líknarstofnanir hverju nafni, sem þær nefnast, og látum ekki undir höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini. DREWRYS LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.