Lögberg - 07.09.1944, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER, 1944
5
nokkrum vikum síðan, hefur
fengið stöðuga vinnu hjá fiski-
kaupafélagi í Campbell River.
Hefur hann leigt hús S. Guð-
mundssonar fyrir veturinn Kona
hans og barn koma hingað fyrir
næstu mánaðarmót.
Það hefur verið auglýst að
séra Rúnólfur Marteinsson og
frú hans, komi hingað norður,
og ætlar hann að messa þann
27. ágúst á heimili þeirra Mr.
og Mrs. Albert Árnason. Séra
Rúnólfur er eini íslenzki prest-
urinn, sem hefur komið hingað
og messað og gjört önnur prest
verk.
Mrs. Kristín Veitch frá Prince
Rupert, B. C., er hér að heim-
sækja móðir sína, Mrs. Stein-
unni Loftson og systur sína, Mrs.
E. Gunnarson. Hún verður hér
um tíma hjá skyldfólki sínu.
Árni Sigurðson, sem hefur unn
ið um hálft þriðja ár norður á
Queen Charlotte eyju, var gjört
aðvart um að bróðir hans Stefán
Sigurðson, væri hættulega veik-
ur, kom heim fyrir nokkrum
dögum, og verður hér þar til
um mánaðarmótin. Á þessari
eyju er það mest Sitka Spruce
sem þar fæst, og er mestmegnis
brúkað nú á dögum til að byggja
flugvélar bæði í Canada og
Bandaríkjunum, er það álitið
eitt af því bezta efni af þeirri
tegund sem hægt sé að fá í flug-
vélar. Árni er vélamaður, sem
vinnur með eina af þeim stóru
dráttarvélum sem draga loggana
út úr skóginum og ofan til strand
arinnar, þar sem flekarnir eru
byggðir, og síðan dregnir af
dráttarbátum til millanna a
meginlandinu. Þarna er tröllsleg
ur skógur, mörg tré yfir 200 fet
á hæð. Sumir loggarnir sem það
án koma, eru frá 8 til 12 fet að
þvermáli. Stærsti loggur sem
komið hefur til Vancouver var
þaðan, var hann 14 fet þver-
máls í digrari endann. Eg sá
þennan logg sjálfur og á mynd
sem tekin var af honum. Ekki
var þessi loggur sagaður í borð-
við, heldur í stutta búta, sem
seldir voru í allar áttir, og eru
hafðir til sýnis.
Þann 20. ágúst lézt að heimili
foreldra sinna, Stefán Sigurðson
43 ára. Hann var búinn að vera
veikur um nokkurn undanfarin
tíma. Jarðarförin fór fram frá
heimilinu, og voru þar við
staddir allir íslendingar í bygð-
inni, sem mögulega gátu komið
því við að vera þar viðstaddir.
Var kistan þakin blómum, sem
allir landarnir áttu einhvern
þátt í, því Stefán sál. var vel
látinn af öllum sem kyntust hon-
um. Hann var jarðaður í graf-
reitnum við Campbell River. Er
hann þriðji íslendingurinn sem
nú hvílir þar. Verður hans nán-
ar getið síðar. Rev. Mathew
prestur ensku kirkjunnar í
Campbell River, þjónaði við
jarðarförina.
Mrs. E. E. Einarson frá Gimli,
Man., er hér um þessar mundir
að heimsækja son sinn E. J.
Einarson, sem kom hingað síð-
astliðið vor. Systir hennar, Mrs.
Kristín Johnson frá Blaine,
Wash., var í för með henni. Tími
þeirra var svo stuttur hér að þær
gátu ekki heimsótt nema fáa
af þeim löndum, sem hér eru
búsettir. Þeim leyst báðum vel
á sig hér, og sögðust hafa skemt
sér vel á ferðalaginu.
Sá, sem þessar línur ritar, er
nú á förum héðan um tíma. Fer
eg fyrst til Seattle að heimsækja
Konráð son minn og norsku kon-
una hans, sem þar búa. Líka á
eg þar marga kunningja mína
frá æskuárunum í N. Dak., sem
eg mun leita uppi á meðan eg
dvel þar. Frá Seattle fer pg til
Vancouver þar sem eg verð í
vetur, en með vorinu fer eg
aftur með farfuglunum til
Campbell River, ef ekki kemur
nein snurða á forlagaþráðinn í
millitíðinni, sem hamli því. í
Campbell River kann eg ætíð
bezt við mig.
S. Guðmundsson.
Mannalát í Nýja
íslandi
Undanfarna mánuði hefir dauð
inn verið nokkuð tíður gestur
í mannfélagi Nýja íslands, og
hefir tekið með sér á braut menn
og konur og börn. Hér fylgja
á eftir æfisöguþættir nokkurra
þeirra, sem fram að þessu hefir
ekki verið minst í fréttablöðun-
um íslenzku. Undirritaður sókn-
arprestur lútersku safnaðanna í
norðurhluta Nýja Islands veitti
hina síðustu þjónustu. og talaði
yfir moldum hinna látnu.
JÓN JOHNSON,
bóndi að Hvammi í grend við
Riverton, andaðist á heimili sínu
eftir langvarandi heilsuleysi 10.
febr. s. 1. Hann var sextugur að
aldri.
Jón var fæddur að Gilsbakka
í Húnavatnssýslu á íslandi 7.
jan. 1884, sonur hjónanna Jóns
Jónssonar og Helgu Guðmunds-
dóttir. Af systkinum hans eru
á lífi: Kristín, ekkja Ingólfs
Magnússonar, búsett í Selkirk;
og Sigurlaug, gift hérlendum
manni, Montgomery að nafni, til
heimilis í Fort William, Ont.
Til þessa lands kom Jón með
foreldrum sínum, er hann Var
tveggja ára, og bjó fyrst við
Hnausa, en síðar í Selkirk. Til
Riverton kom hann árið 1913,
og var þar búsettur til æfiloka.
Jón sál. var tvígiftur. Fyrri
kona hans var Snjólaug Jóns-
dóttir Björnssonar frá Grund.
Hún dó í des. 1910, eftir sjö mán-
uða hjónaband. Fimm árum
seinna, 3. maí 1915, gekk Jón að
eiga eftirlifandi konu sína, Thór-
unni Guðfinnu Johnson. Níu
börn þeirra hjóna eru á lífi, og
eru hér nafngreind: Óskar Helgi,
í herþjónustu utanlands; Jón,
heima; Gunnlaugur, í herþjón-
ustu, var í Kiska leiðangrinum;
Aurora Kristín, starfar í Winni-
peg; Sigurbjörg, Mrs. Paterson
McCurdy, Winnipeg; Fjóla,
Ólafía, Ruth Ingibjörg, og Denise
Thorunn, allar heima hjá móður
sinni.
Jón í Hvammi hafði verið mjög
heilsuveill mörg undanfarin ár;
en mikill og dugandi starfsmað-
ur var hann fyr á árum, þegar
hann hafði heilsu og krafta ólam-
aða. Þrátt fyrir aðþrengjandi lífs
kjör, var hann yfirleitt glaðlynd-
ur og kátur maður. Mun til þess
hafa hjálpað þrekmikill dugnað-
ur ágætrar eiginkonu og mann-
vænlegra barna. Lagði hann þó
einnig í té óspart lamaða krafta,
og lifir í þakklátri minningu
ástvina sinna og vina sem góður
heimilisfaðir.
Jarðarförin var haldin 15. febr.
s. 1. frá heimilinu og kirkju
Bræðrasafnaðar í Riverton. Auk
sóknarprestsins, þjónaði séra
Sigurður Ólafsson einnig við út-
förina.
SIGNÝ RÓSBJÖRG STUART,
húsfreyja, sem heima átti við
Hnausa, Man., dó 2. marz s. 1..
í Winnipeg General Hospital úr
sjaldgæfri en ólæknandi veiki.
Hafði hún legið sjúk um hálft
annað ár er hún að lokum fékk
hina hentugu lausn dauðans.
Hin látna kona var fædd 5.
júlí 1895 að Nýhaga í austan-
verðri Geysisbygð. Faðir hennar
er Sigurjón Thordarson, ættað-
ur frá Flöguseli í Hörgárdal og
talinn mjög skildur W. H. Paul-
son fyrrum þingmanni í Sask.
Sigurjón er nú orðinn aldraður,
og seztur í helgan stein hjá syni
sínum og tengdadóttur sem tek-
ið hafa við bústjórn í Nýhaga.
Kona Sigurjóns, Anna Jónsdótt-
ir frá Þverá í Skíðdal, er dáin
fyrir tólf árum.
Signý Rósbjörg átti eina
systir, að nafni Guðrún Anna;
hún er dáin fyrir nokkrum ár-
um. Á M'fi eru tveir bræður, Ólaf-
ur og Jóhannes Victor. Hinn
fyrnefndi stundar að miklu leyti
fiskiveiðar á Winnipegvatni, en
sá síðarnefndi stjórnar búi í
Nýhaga. Ólafur er ókvæntur, en
kona Jóhannesar er Þuríður
Jónína Daníelsdóttir Daníelson
frá Hnausa.
Signý Rósbjörg Thordarson
giftist 2. sept. 1915 manni að
nafni Harry James Stuart. Eftir
nokkra dvöl í Winnipeg, fluttu
þau hjónin vestur á strönd og
voru búlsett í Vancouver um
hríð. Aftur að vestan komu þau
1928 og settust að við Hnausa,
á næstu grösum við íslendinga-
garðinn Iðavellj. Þar var hún
ánægð mjög, því hún var þá
skamt frá föðurhúsum í Nýhaga,
sem hún skoðaði ætíð sem sitt
eiginlega heimili.
Frá Nýhaga ’var hin látna
kvödd hinztu kveðju 8. marz.
Frá kirkju Geysissafnaðar var
útborið lík hennar til hvíldar
lagt í Geysir grafreit.
JÓNAS BJÖRNSON,
andaðist að Reynistað í Mikley
2. marz s. 1. Hann var ættaður
frá Hlíð í Kollafirði, fæddur þar
24. júní 1868, sonur hjónanna
Björns Jónssonar og Þórdísar
Guðmundsdóttir, sem þar
bjuggu. Fósturforeldrar Jónasar
voru Björn Árnason og Ingveld-
ur Magnúsdóttir; var hann hjá
þeim frá þriðja æfiári.
Af sextán systkinum, komu
sjö til Vesturheims, og mun
Jónas hafa verið þeirra yngstur.
Systkini þessi eru: Guðbjörg,
ekkja eftir Guðmund Thorleifs-
son, búsett í Alberta; Ásgeir
Byron, Mountain, N. D.; Björn,
dáinn, átti heima í Markerville,
Alta.; Anna, kona Kristjáns
Samúelsonar að Garðar, N. D.,
dó 1943; Guðmundur, fyrrum
bóndi við Markerville, Alta; og
Júlíus, búsettur í nánd við Hall-
son, N. D.
Þegar Jónas kom frá Islandi
árið 1887, þá 19 ára, fór hann til
systur sinnar, Önnu Samúelson,
að Garðar, og var þar um tutt-
ugu ára skeið. Síðan fór hann
norður í Manitoba, stundaði fiski
veiðar á Winnipegvatni, og var
til heimilis í Poplar Park um sjö
ár. Milli vertíða var hann oft
við byggingavinnu í Winnipeg.
Til Mikleyjar flutti Jónas ár-
ið 1914, og bjó þar til æfi-
loka. Lengi var hann vinnumað
ur hjá bræðrunum Kristjáni og
Gunnari Tómasson, sem lengi
ráku sameiginlega fiskiútgerð og
verzlun. Árið 1930 var hann
starfandi í sögunarmillu Hecla
Lumber Co., og slasaðist er hann
varð fyrir söginni og misti meiri-
partinn af vinstri hendinni.
Mörg síðari æfiárin var hann
eftirlitsmaður • barnaskólans og
samkomuhússins í Mikley. Einn-
ig var hann í nokkur ár skrifari
skólanefndar.
Jónas Björnson var glaðlynd-
ur, starfsamur og greiðvikinn
maður. Hann var áhugasamur
meðlimur lúterska safnaðarins í
Mikley. Með honum er genginn
grafarveg trúr og trúverðugur
þjónn Drottins síns og með-
bræðra.
Jarðarförin fór fram 14. marz
frá Reynistað og lútersku kirkj-
unni í Mikley.
GtSLI SIGURBJARTUR
JOHNSON,
vélaformaður í þjónustu Ber-
ens River námufélagsins í
Favourable Lake, Ont., slasaðist
til ólífis við vinnu sína 19. apríl
s. 1.
' Gísli var fæddur í Pembina,
N. D., 7. apríl 1898, og var því
46 ára er hann lézt. Foreldrar
hans voru Guðmundur Guð-
mundson og Anna Guðmunds-
dóttir. Þó var hann frá blautu
barnsbeini til fósturs hjá Metú-
salem Jónssyni og Ásu Einars-
dóttur, sem rétt eftir aldamótin
tóku sig upp úr Dakotabygðum
og fluttu til Árdalsbygðar í
Nýja Islandi, þar sem þau
bjuggu eftirleiðis. Ein alsystir
Gísla, Ingibjörg, mun vera á
lífi. Uppeldis systkini hans,
börn Metúsalems og Ásu John-
son, eru: Jón, bóndi í Víðirbygð;
Kristveig, kona Valda Jóhannes-
sonar bónda í Víðir; Einar, dá-
inn; og Thorbjörg, kona séra
Sigurðar S. Christopherson, dáin
árið 1920.
Gísli giftist árið 1930 ekkjunni
Björgu Johnson, dóttir Halla og
Guðrúnar Björnson á Vindheim-
um við Riverton. Auk hennar,
lætur hann eftir sig þrjú börn
og tvö stjúpbörn.
Gísli gekk í 223. herdeildina
vorið 1916, og var í herþjónustu
næstkomandi þrjú ár. Eftir það
stundaði hann búskap við Ár-
borg, en síðar fiskiveiðar út frá
Riverton, þar til hann gerðist
starfsmaður námufélagsins við
Favourable Lake. Ber það vott
um dugnað hans, trúmensku og
hæfileika til starfs, að hann var
skipaður í formannsstöðu hjá
námufélaginu eftir aðeins örfá
ár í þjónustu þess og enga fyrri
reynslu í slíkum verkahring.
Hinn látni var hár maður og
myndarlegur, vinhollur og dag-
farsprúður. Hann var jarðsung-
inn frá kirkju Bræðrasafnaðar
í Riverton 25. apríl og lagður til
hinztu hvíldar í Riverton graf-
reit.
SIGURÐUR KRISTINNSON,
bóndi í Geysisbygðinni í Nýja
Islandi, lézt á heimili sínu 4.
maí s. 1. eftir þriggja ára sjúk-
dómsstríð. Hann var fæddur að
Hrafnstöðum í Hjaltadal í Skaga
fjarðarsýslu á íslandi 8. júní
1884. Faðir hans hét Kristinn
Tómasson. Móðir hans, María
Kristín Friðfinnsdóttir, er á lífi
í hárri elli. Hún er kona Jóns
Sigurðsonar, fyrrum bónda á
Reykhólsstöðum í Geysisbygð;
þau hjónin eru nú sezt í helgan
stein á Helgavatni í sömu bygð.
Albróðir Sigurðar er Kristinn
Ármann Kristinnson, bóndi í
Geysirbygð. Hálfsystkini þeirra
eru: Sigurdís Una, kona Jóns
Thorsteinssonar trésmiðs og
bónda á Helgavatni; Heigi, býr
á Gunnarsstöðum í Hnausabygð;
Friðfinnur, smiður í Winnipeg;
Sigurður, málari og vélaviðgerð-
armaður í Árborg; og Vigdís,
kennari, hjá foreldrum sínum á
Helgavatni.
Kona Sigurðar er Indiana, dótt
ir Sigfúsar Jónssonar og Bjarg-
ar Jónsdóttir, frumbyggja að
Blómsturvöllum í Geysisbygð.
Sigurður og Indiana giftust 1917,
og tóku land nokkru seinna í
norðanverðri Geysirbygð, þar
sem þau bjuggu eftirleiðis. Börn
þeirra eru: Páll Björgvin Páls-
son, stjúpsonur Sigurðar; Sigfús
Jóhann; Gestur Eythor; og Sol-
veig. Eru þau öll heima hjá móð-
ur sinni, nema Sigfús Jóhann
sem er í herþjónustu.
Sigurður var vinnuvíkingur.
Hann ruddi skóga og hreinsaði
land sitt til akuryrkju; en land-
búnaðurinn féll á síðari árum að
mestu leyti í hendur drengj-
anna, því Sigurður var þá oftast
nær önnum kafinn í járnsmiðju,
sem hann hafði komið upp á
landi sínp. Enda leituðu margir
til hans með járnsmíðar og við-
gerðir, því hann var lagvirkur
og hinn greiðviknasti. Ekki varð
hann þó ríkur af vinnu þessari.
því oftast vildi hann lítið sem
ekkert þiggja fyrir vikið.
Sigurður var jarðsunginn frá
heimili sínu og Geysir lútersku
kirkju 6. maí s. 1.
ÓLAFUR HELGASON,
varð bráðkvaddur á heimili
sínu í Mikley að kvöldi dags þ.
14. júlí s. 1. Hann virtist vera
hress og ’glaður er hann kom
heim úr vinnu sinni við sögun-
armillu Hecla Lumber félags-
ins; en kl. 11 e. h. var hann liðið
lík.
Hinn látni var fæddur 30. marz
1886 að Brekknakoti í Þistilfirði
í Norður-Þingeyjarsýslu á ís-
landi. Foreldrar hans voru Helgi
Ásbjörnsson og Mar-grét Stefáns-
dóttir. Ársgamall kom Ólafur
með foreldrum sínum frá íslandi
til Mikleyjar. Þar var Helgi Ás-
björnsson áhugamikill leiðtogi
og frömuður í kristilegum upp-
fræðslumálum til daganna enda,
og er talinn með allra nýtustu
mönnum er uppi hafa verið í
Mikley.
Ólafur sál. var elstur af börn-
um Helga og Margrétar Ás-
björnsson. Af systkinum hans
eru nú á lífi þessi: Guðrún Vil-
helmina, kona Thorleifs Daníel-
sonar að Skógarnesi í Mikley;
Járnbrá Júlíana, Mrs. Ingólfur
E. Jóhannson, í Riverton, Man.;
og Stefán, búsettur í Mikley og
giftur Stefaníu Þorláksdóttur.
Þrjú systkini dóu á unga aldri.
Ólafur giftist 28. ágúst 1908.
Kona hans er Kristín Guðmunds
dóttir Guðmundssonar frá Snæ-
fellsjökli, landnámsmanns að
Skjaldartröð í Mikley. Börn Ól-
afs og Kristínar eru: Kristleif
Vilmundina Ásta (Mrs. Lárus
Jónasson), hjúkrunarkona í
Mikley; og Helen Margrét Fjóla,
gift Póli Hjaltalín Paulson á
Melstað í Mikley.
Lengst af stundaði Ólafur fiski
veiðar, þann atvinnuveg sem
langflestir Mikleyingar hafa
treyst á frá fyrstu tíð og þeim
blessast vel. En fyrir sextán ár-
um síðan varð hann vegna
heilsubilunar að hverfa algerlega
frá starfi um nokkur ár, en sinti
síðán eftir því sem heilsufar
hans framast leyfði þeirri vinnu
sem reyndist honum hæfilegri.
Hans mesta áhugamál voru vinn
an og vellíðan fjölskyldu sinnar.
Tók hann því oft nærri sér sitt
lasburða ástand, gerðist dulur í
skapi og fáskiftinn í félagsmál-
um. Þó v^r hann góður vinur
vina sinna, og studdi kirkju og
kristindóm.
Jarðarför Ólafs sál. Helgason-
ar fór fram frá heimilinu og
kirkju Mikleyjarsanaðar 19. júlí
s. 1.
Með hjartans söknuði kveðja
eftirlifandi vinir þá sem burt
eru kallaðir. En með góðskáld-
inu Matthíasi Jochumssyni get-
um vér sagt:
“Vér sjáum hvar sumar rennur
með sól yfir dauðans haf,
og lyftir í eilífan aldingarð
því öllu, sem Drottinn gaf.”
B. A. Bjarnason.
“HANDMJOLKUN
ER
£\^\G að leggjast NIÐUr
Hinar nýtízku mjólkurvélar
eru í uppáhaldi hjá
kúabændum
Fullkomnun hinna nýju mjólkur-
véla hefir losaS þúsundir bænda við
hina tímafreku, þreyiandi og leiðin-
legu handmjólkun.
Mjólkurvélin sparar tíma og
vinnu, gerir auðveldara og fljótlegra
þetta verk, sem lengi hefir þótt svo
leiðinlegl. Á þessum tímum þegar
svo erfiit hefir verið að fá vinnu-
hjálp. hefir mjólkurvélin gert bænd-
um mögulegt að draga sína venju-
egu, mánaðarlegu mjólkurávísun, og
færa sér í nyt hina miklu eftirspurn
eftir mjólkur afurðum.
Þeim bændum, sem nota mjólk-
urvélar finst handmjólkun tilheyra
fortíðinni. Handmjólkun finst þeim
eins gamaldags og að sá korni með
höndum eða að slá með orfi og ljá.
• Massey-Harris umboðsmaður
yðar mun gefa yður upplýsingar
um hina nýju Rite-Way mjólk-
urvél, sem mjólkar á eðlilegan
hátt.
MASSEY-HARRIS COMPANY LIMITED
BUILDERS OF GOOD FARM IMPLEMENTS SINCE 1847