Lögberg - 07.09.1944, Side 6

Lögberg - 07.09.1944, Side 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER, 1944 Dómar mannanna Ejtir \. Sergeant Kil Hann mintist ekki á, að það hefði einu sinni verið sá tími, þegar Theresa var allt til hans. og hann hafði álitið ser mundi ómögulegt að elska neina aðra. Annars vegar var hann of stórlátur tii að viðurkenna það, og að hinu leytinu hélt hann að sér yrði erviðara að vinna Doru, ef hann segði henni það. “Eg þakka þér innilega fyrir þá góðvild og það traust, sem þú sýnir mér, og mér þykir ósköp vænt um þig, en eg vil helst vera eins og eg er og þar sem eg er, þangað til Richard kemur aftur,” sagði Dora. “En það getur skift árum áður én hann kemur. Og heldurðu ekki að honum mundi þykja vænt um að finna þig gifta, og búa í fallegu húsi, sem væri þitt eigið, og eiga mann sem elskaði þig af öllu hjarta?” “Nei, nei, hann mundi ekki fagna yfir því. Hann vildi ekki að eg giftist, og það jafnvel þér, en mundi reiðast mér fyrir það. Það er eg viss um.” “Því þá það, kæra Dora?” “Eg get ekki sagt þér það, en eg veit að hann mundi reiðast mér.” “Finst þér að þú sért ennþá bundin við vilja, eða óskir bróður þíns, eftir að hann hefur svo tilfinningarlaust skilið þig eftir eina þíns liðs, til að sjá fyrir þér sjálf?” spurði Horst í ströng- um róm. Dora roðnaði og beit sig í varirnar. “Hann er ekki tilfinningalaus,” svaraði hún. “Þú hefir enga ástæðu til að segja það. Eg elska Richard, og eg vil altaf hegða mér sam- kvæmt óskum hans.” “Auðvitað hafði eg enga ástæðu til að segja það, og bið fyrirgefningar,” sagði Horst “En hugsaðu betur út í það, kæra Dora. Richard hefur, að mér skilst, skilið sig frá þér, einungis til þess að þið getið óháð hvort öðru, valið hlutskipti ykkar. Richard er ekki hér, og getur ekki verið þinn ráðunautur í þessu máli, svo þú verður að ráða þér sjálf. Er það mögu- legt, að þú viljir fórnfæra hamingju minni og ást, fyrir þá heimskulegu ímyndun að mér kynni ekki að líka hann? Er það ekki harð- brjósta af þér?” “Það er ekki einungis það — mér þykir ósköp fyrir því — eg vil ógjarnan sýna vanþakklæti, en eg get ekki breytt því.” “Þykir þér eg vera of gamall? Er eg of um- hyggjusljór, eða finst þér ást mín of köld? Nei, Dora þú mátt vera viss um að ást mín til þín, er svo heit og einlæg, að þú munt bráðlega gleyma öllum áhyggjum sem nú liggja svo þungt á huga þínum, og eru þér þung byrði.” Dora sagði ekkert, en brast í grát, sem var full sönnun þess að hún vildi ekki gifta sig, en vera eins og hún var, þar til Richard kæmi aftur. Horst sá, að í bráðina vann hann ekkert með fleiri orðum, og hönum leið ekki \el. En hann misti ekki alla von. Það var hugsanlegt að Dora talaði um bónorðið við Theresu, og hún gat kannske, með skynsamlegum fortölum opn- að augu hennar. Hann þekkti vel mælskuáhrif Theresu, og ef Dora bara segði “Já”, þá mundi honum, með ást sinni á henni, verða auðvelt að vinna hjarta hennar. 16. KAFLI. Theresa lofaði að gera sitt til að hafa áhrif á Doru. Hún vissi vel að það var ekki til neins að stríða á móti ákvörðunum síns gamla vinar. Frú Mendal styrkti einnig málstað Horst. Hún áleit að það væri bara sjálfsagt og skylda Doru að taka bónorði hans strax. “Þú veist góða mín,” sagði frú Mendal, og tók með báðum höndum um hendur Doru, “að þér stendur aldrei framar til boða slíkt ágætis tilboð. Eg tala ekki um peningana, þrátt fyrir það að Hr. Horst er stórríkur, en bara um manninn sjálfan. Eins elskulegan og góðhjartað- an mann munt þú aldrei finna, elsku Dora mín. Og eins og þú veist tilbiður hann þig! Hann getur varla litið augunum af þér, og fyrir eitt bros frá þér, gæfi hann hálfan heiminn. Og þú getur verið svo harðbrjósta að gera hann van- sælan alla ævina?” Þessi orð frúarinnar gengu Doru til hjarta. “En kæra frú Mendal,” sagði Dora. “Mér finst ekki að eg elski hann, eins og þann sem maður mundi kjósa sér fyrir eiginmann.” “O, það er bara ein af þessum heimskulegu ímyndunum, sem svo margar ungar stúlkur hafa í höfðinu; svaraði frú Mendal ofur rólega. Þú ímyndar þér að þú getir aldrei orðið hamingju- söm með neinum manni, ef þú hefur ekki, eins og fransmennirnir segja, grande passion, fyrir honum. Eg get fullvissað þig um, að það er mjög sjaldan sem stúlka giftist þeim manni, sem hún hefur orðið hvað mest ástfangin af. Ungar stúlkur leita eftir einum eða öðrum, en gifta sjg einungis þeim, sem þær finna að er skynsamastur og ábyggilegastur, manni sem get- ur boðið þeim góða framtíð og trúfast hjarta.” “Eg hefi aldrei verið að leita að, né líta eftir neinum, eða orðið ástfangin af neinum,” svar- aði Dora, “og þú krefst þess af mér að eg skuli bara strax gifta mig. Eg þyrfti þó að líta dá- lítið í kringum mig, eins og aðrar stúlkur, en eg væri rænd þessum einkarétti okkar stúlkn- anna, ef eg giftist Hr. Harkort strax.” “Hefurðu aldrei orðið ástfangin, barnið gott?” “Nei, aldrei.” “Og hefurðu enga ástartilfinningu í hjarta þínu, fyrir neinn sérstakan?” “Nei, alls ekki.” “Þá er öllu borgið,” sagði frú Mendal sigri hrósandi. “Því þegar þú giftist Hr. Harkort, þá ferðu að elska hann. Þú mátt trúa því, barnið mitt, að ást sem þroskast í hjarta þínu, eftir giftinguna, er miklu betri og varanlegri, en ást sem blossar upp snöggvast áður. "Þú átt bara að segja já við bónorði hans, og giítast honum, og ástin kemur með giftingunni.” Dora lagði lítinn trúnað á þessa kenningu, en hún vildi ekki mótmæla því sem frú Men- dal sagði. Hvað gat hún svo sagt, sem enga reynslu hafði í þessum málum? Og gömlu góðu frú Mendal lá velferð Doru svo einlæglega á hjarta. Frú Sandon lét sömu skoðun í ljósi, með öðrum orðum. “Að neita Hr. Harkort!” sagði hún. “Þú hlýt- ur að vera gengin af vitinu, jómfrú Morrison.” “Eg veit ekki hvort eg er gengin af vitinu, þó eg neiti manni sem eg elska ekki,” svaraði Dora, særð af fyrirlitningunni sem lá í mál- róm frú Sandon. “Hvað á stúlka í þinni stöðu að hugsa um ást? þú þarft bara að hugsa um að komast í stöðu, þar sem er séð fyrir lífsþörfum þínum á heiðarlegan hátt, og þegar þér nú býðst það, við svona ákjósanlega giftingu, er það hrein- asta brjálæði að slá hendinni á móti slíku hamingju tilboði.” “Eg hef aldrei hugsað mér hjónaband, sem aðeins til að sjá mér farborða,” svaraði Dora. “Nú jæja, það kemur sú tíðin að þú gerir það. Þú treystir því, að þú ert ung, og lagleg, og getir séð fyrir þér sjálf. Kannske, en þeim mun vissari getur þú verið um, að ölmusu- stofnun verður hlutskipti þitt, þegar þú verður gömul. Sá mótþrói sem þú sýnir með því að vilja ekki giftast Hr. Harkort, vitnar um van- þakklæti þitt, svo frú Mendal mun ekki fram- ar halda verndarhendi sinni yfir þér, en láta þig fara burt úr sinni þjónustu, sem fyrst.” Dora hrökk við, er hún heyrði frú Sandon tala um að hún yrði rekin úr vistinni. Já, þó frú Mendal væri öðruvísi sinnuð en frú Sandon, þá var þó altaf möguleiki fyrir því, eins og svartur skuggi í huga hennar, að fyr eða síðar kæmi að því að hún yrði að skilja við frú Mendal, og kom henni til að hugsa alvarlega um þá hamingju sem henni kynni að falla í skaut, með því að giftast Horst Harkort. í þessu hugarástandi fann Theresa hana, en hún hafði varla sagt eitt orð, áhrærandi fram- tíð Doru, þegar Dora sagði: “Eg forsmái að giftast nokkrum manni, að- eins fyrir peninga, bara til að sjá sér farborða. Mér finst það fyrirlitlegt.” “Ekki eg síður,” sagði Theresa alvarlega “En það krefst þess enginn af þér, kæra Dora.” “Jú, frú Mendal gremst það, ef eg læt tæki- færið sleppa úr höndum mér. Frú Sandon segir að eg sé vond og vanþakklát og nú, þú líka —” “Allt sem eg sagði var, að þú ættir engan betri vin í heiminum, og að Hr. Harkort yrði þér góður og trúfastur vinur.” “Og að eg eigi að giftast honum fyrir þá ástæðu. Það er alveg sama sagan, það meinar ekki annað en að giftast honum sér til hagn- aðar,” sagði Dora í styttingi. Theresa þagði þangað til Dora hafði sefast ofurlítið. Hún leit sjálf órólega og óánægjulega út. “Ef þú skilur giftingartilboð Hr. Harkorts á þann veg,” sagði Theresa, eftir dálitla þögn, “þá álít eg rétt og hyggilegt að taka því ekki.” “Eg þakka þér fyrir þessi orð,” sagði Dora, léttari í skapi. “En eg er ekki viss um, að þú lítir rétt á til- gang Hr. Harkort,” bætti Theresa við. “Þér er kannske óljúft að hugsa til að gifta þig, það er svo nýtt fyrir þig, og kom svo fyrirvaralaust, að þú sért hrædd við það, en eg get ekki ímyndað mér að þú hafir nokkurn óhug gegn Hr. Harkort.” “Nei, fjarri því. Mér hefur altaf líkað Hr. Harkort vel, hann er svo góður maður.” “Jæja þá, elsku Dora. Úr því þú hefur nú ekki kynnst öðrum, sem er þér kærari en Hr. Harkort, og þú finnur til einstæðingsskapar þíns, mundi þér þá ekki finnast, í allri ein- lægni með sjálfri þér, að þú mundir sjá eftir því að neita tilboði hans.” Dora sagði ekkert.” “Hann er góður maður,” sagði Theresa. “Hann er samviskusamur og réttlátur, einlægur, hjarta- góður og trúfastur. Hann múndi gera þig ham- ingjusama. Það hryggir mig, að þú skulir svo ákveðið neita hans einlægri bón, að gera líf hans hamingjusamt — hann hefir þegar beðið þín Dora, hann er ekki maður, sem mundi vilja þvinga þig til að giftast sér. Eg held að þú ættir að hugsa um þetta og yfirvega það vel, það mundi vera miklu betra.” “Eg skal gera það, og yfirvega það, fyrst þú baðst mig um það,” svaraði Dora dræmt, “en eg býst ekki við að komast að annari mður- stöðu.” “Kanske að það sé eitthvað sem þú hefur í huga þínum, sem stendur í veginum?” spurði Theresa. “Kannske að það sé einhver annar en Hr. Harkort? Eg vona að þú reiðist mér ekki, þó eg spyrji þig að því?” “Nei, langt frá því. Frú Mendal spurði mig líka að því,” sagði Dora góðlátlega. “Eg vildi óska að svo væri, þá væri eg að minsta kosti látin í friði.” “Eg skal láta þig í friði,” sagði Theresa, bros- andi. “Það er fjarri mér að vilja pína þig eða angl’a, með þessu umtali.” Theresa kom einnig í veg fyrir að frúrnar hættu að þvinga Doru með þessu giftingatali, svo hún fékk frið til að hugsa um, og yfirvega þetta málefni. Hr. Harkort gerði það sem hann gat, til að fá Doru tii að aðhyllast sig, en ekki með nein- um ákafa eða frekju. Hann færði henni blómst- ur, lánaði henni bækur, var ávalt reiðubúinn að leggja henni góð ráð, eða á hvern hátt, sem hann hélt að hann gæti verið henni að liði. Hann sendi henni aðgöngumiða á leikhúsin, og sönghallirnar, en Dora gat ekki sent þá til baka, því þeir voru altaf sendir til Theresu. Það var ekki líklegt, að ung stúlka á hennar aldri, og í hennar stöðu, gæti til lengdar verið ósnortin af svo umhyggjusömum biðli. Já, ef hún giftist Hr. Harkort, mundi líf henn- ar þá verða blómum stráð. En mundi þá ekki meðal þeirra rósa, vera leyndur þyrnir? Ef að hún bara einu sinni gæti fengið tækifæri til að tala við Richard, til þess að fá að vita hvað hann áliti rétt fyrir hana að gera. Og allar hindranir sem í vegi stóðu, komu nú fram í huga hennar. Fyrst var nafnið hennar, það var ómögulegt að segja Hr. Harkort rétt til um það, að hún væri Sittard, án þess að vekja upp allar endur- minningarnar um föður hennar. Nei, það ætl- aði hún aldrei að gera. Hún hafði og lofað Richard að láta engan vita um skildleika hans við “svikarann”, eins og hann kallaði hann. Hún blygðaðist sín að hugsa til þess, að Sandon fjölskyldan hafði tapað næst- um öllum sínum eignum fyrir óheiðarlegheit Julius Sittard. Nei, hún gat ekki látið neinn vita að hún væri dóttir hans, það var alveg ómögulegt, og þess vegna var hún ákveðin í því að giftast ekki Hr. Harkort. Henni þótti verst að hún gat ekki komið Horst til að líta eins á málið. Hann kom hvað eftir annað, og hrósaði henni með hinni mestu háttlægni, sem mundi heilla hverja stúlku, og þá einnig ^oru, sem hafði farið á mis við svo margra æsku unaðssemda. Það var á hinn bóginn erfitt fyrir hana að ganga framhjá þessu öllu er henni stóð til boða, en hún varð að taka ákveðna ákvörðun. Hún var ekki ennþá fullráðin í því, hvað hún ætti að segja Hr. Harkort, en samt sem áður bað hún Theresu að gefa sér tækifæri, ein- hvern eftirmiðdag, til að tala við Hr. Harkort, í fáeinar mínútur í einrúmi. “Já, það skál eg gera, kæra Dora,” svaraði Theresa, án þess að láta nokkra undrun í Ijósi, eða spyrja hana nokkurs. Hún var ekki ein af þeim sem ávalt vilja fá að vita ástæðuna til þess sem aðrir gera, en hugsaði sem svo, það er hverjum einum kunnugast, sem knýr hann til að gjöra, eitt eða annað. Næsta sunnudags eftirmiðdag var Dora ein hjá Hr. Harkort í litlu gestastofunni. Glerhurðin sem var út á svalirnar stóð opin, og ilmurinn af rauðu rósunum og hvítu liljunum, barst inn með blíðum andvaranum. Dora sleit eina rós af, eins og í ráðaleysis fitli. Horst stóð við hlið hennar og horfði á hvernig litlu hvítu hendurnar hennar hreifð- ust. j “Það er fallegt hérna,” sagði hann, “en ennþá fallegri og þægilegri eru þó þessir heitu dagar við sjóinn, og á Hjaltlandi. Eða hvað heldurðu um Noreg?” “Hvað þýðir að tala um slíka staði?” sagði Dora, hálf hissa. “Eg held að við förum til Brigh- ton, og það er betra að vera þar í svona heitu veðri, en í London.” “Þú getur kosið hvaða stað á jörðinni sem þú óskar eftir, eða langar til að sjá, þú þarft ekki að segja nema eitt orð til þess,” sagði Horst. “En þá verð eg að borga fyrir það þann prís, sem þú krefst,” svaraði Dora. Hún leit á hann og hristi höfuðið. “Nei, eg get ekki sagt það orð. Eg hefi gaum- gæfilega hugsað um það, það getur ekki leitt til góðs. Eg vona að þú gerir svo vel að kvelja mig ekki framar með því.” “Kvel eg þig með því?” spurði Horst, og horfði á hana með augnaráði, óendanlegrar ást- ar, og um leið og hann greip um hendur hennar, hélt hann áfram og sagði: “Eg kvel þig ein- ungis, af því eg elska þig.” “Eg veit hvað góður maður þú ert, og hvað brjóstumkennanlegur vesalingur eg er. — En eg get ekki breitt því.” “Svo það er þér svo móti skapi, að þú getur alls ekki hugsað til að lifa með mér?” spurði hann vingjarnlega. “Nei, aldeilis ekki, mér þykir mjög vænt um þig; en það er annað sem kemur til greina.” “Hvað er það —?” spurði hann og slepti höndum hennar, og brosti vingjarnlega til henn- ar, þó sjá mætti að varir hans voru fölar. “Er það ekki nóg, þegar eg segi að það sé annað, sem eg verð að taka tiilit til?” “Nei, eg held ekki að það sé nóg, Dora, eg held að þú þekkir ekki það vald og áhrif sem þú hefur. Þú skilur ekki hversu að líf mitt er í þinni hendi. Þú álítur það kannske sem þýð- ingarlaust, hvort þú svarar bónorði mínu ját- andi, eða neitandi. Frá þínu sjónarmiði. er það kannske þannig, en fyrir mig er það líf eða dauði.” Doru fanst eins og hjartað í brjósti sér hætti að slá, er hún heyrði þessa yfirlýsingu. Eftir litla þögn sagði hún svo lágt a varla heyrðist: “Eg skil alls ekki hversvegna að það er þér svo mikið áhugamál.” “Það getur vel verið, en þannig er það þó. Og þar sem því er þannig varið, ættirðu ekki aðeins að hugsa um þig sjálfa, heldur og ofur- lítið um mig.” “Hugsa eg bara um mig?” spurði Dora og hrygðist við. “Eg vissi ekki að eg væri svo sjálfselsk.” “Nei, kæra Dora, eg meina það ekki, en þú veist ekki, getur ekki vitað, hvernig tilfinn- ingar mínar eru, og þess vegna geturðu ekki skilið mig. Reyndu bara að vera ofurlítið vingjarnleg við mig, það er svo auðvelt að gera mig ánægðan.” “Það held eg ekki, en mér finst að eg hafa ekki verið óvingjarnleg við þig.” “Viltu þá alls ekki segja mér ástæðuna fyrir því, hvers vegna að þú neitar bónorði mínu?” Dora horfði alvarlega og óttaslegin á hann. “Eg get ekki sagt þér það,” svaraði hún með hægð. “Þú sagðir að þér þætti vænt um mig?” “Mér þykir mjög vænt um þig, Hr. Harkort.” “Og þú veist að eg vildi lesa hverja þína ósk í augum þér, að eg yrði aldrei önugur né óþolinmóður við þig, ef þú vildir verða konan mín.” “Eg þekki þig ekki að öðru en hinum mestu manngæðum.” “Hlustaðu nú á mig Dora; mér skilst að mótstaða þín stafi af, einu eða öðru, sem þú vilt ekki segja mér.” “Dora stundi við, og sneri sér frá honum. “Eg segi ekki með því,” hélt Harkort áfram, “að það sé leyndarmál, sem á neinn hátt áhræri þig persónulega. En það getur verið í sambandi við skildmenni þitt, og hvað sem þú vildir trúa mér fyrir, sem áhrærir þig sjálfa, þegi eg um, því ef það er nokkuð, þá er það annara skuld.” Dora hneigði höfuðið og brá litum, hún hélt að hann vissi meira en hann sagði. “Nú, kæra Dora, eg hefi óhagganlegt traust á þér. Úr því þú álítur að þú hafir engan rétt til að opinbera mér þetta leyndarmál, þá þarftu ekki að óttast að mig langi til að vita neitt um það. Það tilheyrir þér, og veldur mér engrar áhyggju.” “En eg hélt,” sagði Dora, “að eiginmaðurinn krefðist að vita — allt — krefðist þess.” Horst varð ósegjanlega glaður. Hann skyldi glögt að hann hafði snert hinn viðkvæma streng í huga hennar, og fundið hina sönnu ástæðu fyrir undanfærslu hennar. “Eiginmaður, sem hefir fullt traust til konu sinnar,” sagði hann með hægð, og eftirtekt, “veit að hún segir honum allt sem hann varðar um — sjálfri sér viðvíkjandi. Hann krefst aldrei að hún segi sér annara leyndarmál.” “En — þegar það er fjölskyldu leyndarmál — er það þá ekki henni viðkomandi?” spurði Dora. “Því ætti það að vera? Ef einhver af ætt- ingjum þínum hefði framið eitthvað afbrot — glæp, hvað snerti það þig eða mig? Eg vil giftast þér, en ekki ættingjum þínum.” Augu hennar ljómuðu, og hún brosti, en færði sig þó fjær honum. “Eða þó einhver blettur væri tengdur við nafn þitt — um faðerni þitt,” sagði hann með hægð, “þá mundi eg ekki álíta það sem næga ástæðu til að standa í vegi fyrir hamingju minni. Það er ekkert — eins langt og eg get séð — sem getur aðskilið okkur.” Hann gekk til hennar og reyndi aftur til að taka í hendi hennar. “Hef eg ekki ennþá unnið sigur á mótþróa þínum Dora?” “Nærri því — en eg veit ekki —” “Hvað veistu ekki?” “Eg veit ekki hvort eg er að gera rétt.” “Það vil eg ábyrgjast,” sagði Horst glaður. “Þegar þú verður elskulega litla konan mín!” “En þó mér þyki vænt um þig, en elski þig ekki.”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.