Lögberg - 07.09.1944, Síða 8
8
LÖGBF.RG FIMTUDAGINN 7. SEPTEMBER, 1944
Úr borg og bygð
Hið eldra kvenfélag Fyrsta
lút. safnaðar, heldur sinn fyrsta
fund á yfirstandandi hausti í
samkomusal kirkjunnar á fimtu-
daginn þann 14. þ. m. kl. 2,30
e. h. Mjög áríðandi er, að með-
limir félagsins sæki fundinn sem
allra bezt.
•
Björn Sigvaldason frá Árborg,
var skorinn upp við magasári á
Grace sjúkrahúsinu, þann 11 þ.
m. Hann er á góðum batavegi.
Verður hann nokkra daga hjá
dóttur sinni, Mrs. Emil Wilson,
Selkirk og heldur síðan heim-
leiðis.
•
Mrs. C. F. Finnson, frá Van-
couver og yngsti sonur hans eru
hér eystra um þessar mundir í
heimsókn hjá ættingjum og vin-
um í Winnipeg og Selkirk.
•
Berg. Thorsteinsson frá Prince
Rupert, B. C., kom til borgar-
innar á laugardaginn var.
•
Roskin kona við góða heilsu,
óskar eftir að fá leigð 2 björt og
hlý herbergi við fyrsta tækifæri.
Símið 27 423.
Tveir íslenzkir hermenn, þeir
Pétur Hallgrímsson frá Riverton
og Laurier Tomasson frá Hecla,
sem dvalið höfðu hjá ættfólki
sínu um hríð, lögðu af stað til
herbúða sinna á sunnudaginn.
•
Frú Sigþóra Tomasson frá
Hecla dvelur í borginni þessa
dagana.
Messuboð
«
Fyrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar J. Eylands,
prestur,
Heimili: 776 Victor St. Sími
29 017.
Guðsþjónustur á sunnudögum.
Kl. 11 f. h. á ensku.
Kl. 12.15 sunnudagaskóli.
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Söngæfingar:
Eldri söngflokkurinn á fimtu-
dögum kl. 8.
Yngri söngflokkurinn á föstu-
dögum kl. 8.
•
Lúterska kirkjan í Selkirk.
Sunnudaginn 10. sept.
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
íslenzk messa kl. 7 síðd.
Allir velkomnir.
S. Ólafsson.
•
Prestakall Norður Nýja íslands.
10. sept.—Víðir, messa kl. 2
e. h.
Árborg, íslenzk messa kl. 8
e. h.
17. sept.—Geysir, messa kl. 2
e. h.
Riverton, íslenzk messa kl. 8
e. h.
B. A. Bjarnason.
•
Sunnudaginn 10. sept. messar
séra H. Sigmar á þessum stöðum.
Vídalíns kirkju kl. 11 f. h. á ís-
lenzku. Mountain kl. 2.30 á ís-
lenzku. Gardar kl. 8 e. h. á
ensku.
Allir velkomnir.
•
jruðsþjónusta í Vancouver,
kl. 7,30 e. h., sunnudaginn 10.
sept., í dönsku kirkjunni á E 19th
Ave. og Burns St.
R. Marteinsson.
Kveðjusamsæti
Sunnudaginn 30. júlí, var Mrs.
Guðbjörgu Sigurðsson, nú til
heimilis að Langley Prairie, B.
C., haldið kveðjusamsæti að
Westside við Leslie, Sask., af
fjölda fólks, vinum og nágrönn-
um, er þar voru saman komnir.
Samsætinu stýrði fyrverandi
sveitarstjóri, Mr. Helgi Helga-
son. Fyrir óvænt atvik og mönn-
um til mikillar ánægju vildi svo
til að Dr. Haraldur Sigmar var
staddur þarna. Hann. ávarpaði
samkomuna og heiðursgestinn
hlýjum og vel viðeigandi vinar-
orðum, er forseti hafði form-
lega tekið fram erindi dagsins.
I skemtiskránni tóku þátt, auk
þeirra er hér hafa verið nefndir:
Allmargt manna með söng, er
Þorsteinn Guðmundsson aðal-
lega sá um, en Miss Ruby Good-
man var við hljóðfærið. Þá
flutti sú er þetta ritar, lítið er-
indi er hér fer á eftir. Þá talaði
þingmannsfrúin Mrs. P. A. Howe
er hafði þekt heiðursgestinn um
langt skeið. Hún mintist ýmsra
helztu atvika úr æfiferli Mrs.
Sigurðsson fram að þessu bæði
prívat atvikum svo sem giftingu
hennar, er hún gekk að eiga
Tomas Halldórsson, sem nú er
látinn, silfurbrúðkaupi þeirra
hjóna og fleiru, sem og þátttöku
Guðbjargar í þeim málum er al-
menning varða. Mrs. Howe kom
víða við á ýmsum starfssviðum
fevenna og hafði atvik og tölur
máli sínu til skýringar. Hún
mælti á enska tungu. Að næsta
söngþætti afloknum talaði Mrs.
H. Helgason. Hún einnig mint-
ist á viðkynningu sína við heið-
ursgestinn og fór um það sér-
lega hlýjum orðum. Þá töluðu
þeir Þorsteinn Guðmundsson og
Jón Goodman. og sagðist báðum
vel um viðkynningu og sam-
vinnu við heiðursgestinn og
hennar fólk. Mr. Goodman mælti
sérstaklega fyrir minni brúð-
gumans, Þorkells Sigurðssonar,
(talaði á ensku. Kveðst hafa
kynst honum og að góðu einu hér
fyrrum á frumbýlisárunum.
Allir er tóku til máls árnuðu
þeim hjónunum framtíðarheilla.
Að síðustu stóð heiðursgesturinn
upp, gekk fram og þakkaði fyrir
sig með hjartnæmum orðum og
beiddi viknandi, blessunar öll-
um þeim er stóðu að samsætinu.
Forseti afhenti Mrs. Sigurðsson
peningagjöf frá þeim er hér
voru, á meðan á skemtiskránni
stóð.
Að enduðu þessu móti var
sungið Eldgamla Isafold og God
save the King. Svo voru veiting-
ar bornar fram og menn undu
sér við samtal og kaffidrykkju
stundarkorn, svo sem siður er til
á slíkum mannamótum.
Á þessu móti var staddur fað-
ir heiðursgestsins, Konráð Ey-
jólfsson bóndi í Þingvallabygð,
og fleiri ættingjar þeirra.
LUKKUÓSKIR
OG KVEÐJUORÐ
til Mrs. Guðbjargar Sigurðsson,
að Westside við Leslie, Saslc.,
jrá konunum í Westside skóla-
héraði 30. júlí, 1944.
Herra forseti, kæri heiðurs-
gestur, Mrs. Guðbjörg Sigurðs-
son. Heiðraða samkoma!
Það er þegar auglýst af for-
seta þessa móts, hr. Helga Helga-
syni, í hvers skyni við erum hér
saman komin. Það er, til þess að
bera fram lukkuóskir og kveðja
eina af okkar velþektu nágranna
konum, Mrs. Guðbjörgu Sigurðs
son, sem um langt skeið hefir
búið hér í þessari bygð og tek-
ið svó drjúgan þátt í þeim mál-
um, sem oss öll varða. Konurnar
á þessu svæði, á meðal hverra
eg er ein, vilja reyna að gera
þenna dag, sem minnilegastann
heiðursgestinum, með því að
stofna til og styðja þetta mót,
sem bezt þær gátu og með því
að láta einhvern sérstakan koma
hér fram fyrir sína hönd. Að
þær völdu mig til þess er mér
ekki um að kenna, en mér er
í alla staði ljúft að flytja hér
kveðjurnar, að svo miklu eða
litlu leyti, sem eg get.
Hóll og Fell, eru merkileg
bæjarnöfn á íslandi. Af hólum
og fellum er víðsýni mikið. Frá
fellunum er víðsýni máske ta-
markaðra, en þá er skjólið að
baki af fjallinu. Af hólum er
víðsýnið víðtækara en þar er
Mka oft stormasamt. Hóllinn er
líklegri til þess að standa meira
á bersvæði en fellið. En víst er
um það, að vel hefir forfeðrum
vorum litist á hæðirnar, er þeif
tóku sér bústað á Islandi, því
hof sín og býli bygðu þeir víða
þar; því bera vitni nöfnin og
býlin enn í dag. Til dæmis er
mér sagt að Hof í Vopnafirði
standi á mjög svo víðsýmsrík-
um hól, en þar er enn, sem kunn-
ugt er, kirkjustaður, svo er víða.
Mér finst altaí er eg sé fóstur-
föður heiðursgests vors hér í
dag, Bjarna Þórðarson, að þar
sjái eg mikinn svip af gömlu
víkingunum, eftir því sem eg
hugsa mér þá, samkvæmt því er
eg hefi lesið um þá. Og eg er
viss um að það hefir verið svo
stór þáttur af víkingslundinni,
sem réði því, að Bjarni nam land
þarna á hólnum með útsýni
mikið og fagurt yfir bygðina og
þar með vatnið, sem prýddi
hana til skamms tíma. Með því
landnámi hófst sá kafli, sem
skrifaður hefir verið hérna á
hólnum fyrir sunnan okkur og
sem nú er að taka þáttaskipti.
Bjarni Þórðarson varð viðrið-
inn skólamál, strax og þeim var
hreyft hér, eftir að hann fluttist
hingað 1904 og flest árin síðan
sveitarhérað var stofnað, hefir
hann verið í sveitarráðinu, þar
til nú fyrir tæpum tveim árum
að Tomas Bjarni Halldórsson,
elzta barn heiðursgestsins, tók
við því starfi.
Fósturmóðir heiðursgestsins,
sæmdarkonan Mrs. Guðrún Good
man ljósmóðir, nú látin fyrir
mörgum árum, var ljósmóðir og
læknir j þessari bygð um eitt
skeið á frumbýlingsárunum, hjó
einnig þarna á hólnum. Hennar
mun ávalt verða minst bæði með
virðingu og þakklæti. Sveitar-
málin, grípa að jafnaði ekki eins
djúpt í tilfinningar manna og
líknarstörfin, en þegar maður at-
hugar nauðsyn þeirra og íhugar
baráttuna sem fylgir þeim þá"
skilur maður, að sá sem stendur
þar eins lengi og Bjarni Þórðar-
son hefir gert og berst af eins
heilum hug og honum er lagið
að gera, fyrir sínum málum, þá
einpig verðskuldar hann bæði
virðingu okkar og þakklæti fyr-
ir frammistöðuna.
Þegar unga fólkið, þau Thom-
as Halldórsson, heitinn og ung-
frú Guðbjörg Konráðsdóttir
Eyjólfsson giftust og reistu bú
þarna á hólnum, byrjaði nýr
þáttur í kaflanum á hólnum.
Rausn og myndarskapur héldu
þar áfram. Hjónabandið reynd-
ist mjög prýðilegt. Samkomulag
hjónanna mun mér alveg óhætt
að segja, að hafi verið svo sem
bezt getur. Tel eg víst að þar
hafi þau bæði átt sinn fulla
part að máli.
Börn þeirra urðu bæði mörg
og efnileg og geta sér ágætann
orðstýr á meðal þeirra er þau
kynnast úti í heiminum. En oft
blés á móti, af ýmsum tegund-
um, svo sem altaf má búast við.
Þó þessi fjölskylda ætti ótal
margar ánægjustundir saman, þá
kom andviðrið með köflum eins
og súgur um óvæntar rifur á
vel bygðu húsi. Veikindi heim-
sóttu börnin og þau stundum
þung, en öll komust þó lífs og
heil í gegn. En aðeins sú móðir
ér reynir og finnur til fyrir börn
sín eins vel og Mrs. Halldórs-
son gerði og gerir enn, getur
að fullu og öllu, getið því nærri,
hve þungbært það er, að horfa
á börn sín þjást og erfiða undir
sjúkdómsoki.
Guðbjörg er kona ósérhlífin og
mikill mannskapsmaður. Hún
stundaði börn sín með mikilli
umhyggjusemi og vann yfirleitt
tekið, með feikna áhuga og af-
köstum bæði úti og inni, á
heimili sínu. Með sama áhug^
hefir hún tekið þátt í málunum
þar fyrir utan: Kirkju, skóla og
pólitík, létu bæði Halldórssons
hjónin sig varða og léðu þeim
það lið sem þau gátu. Þar að
auki og þess vegna öllu heldur
hefir Guðbjörg unnið mikið í
kvennfélögum bygðarinnar og
að hverju því, er lyfti undir það
er var á dagskrá og til félags-
legra framfara laut. Sjálf hefir
hún mætt heilsubilun og um eitt
skeið svo þungri, að mönnum
fanst vafasamt hvernig fara
myndi. En líka þar barðist hiin
fyrir tilveru sinni með feikna
viljakrafti og var leidd í gegn.
Þrátt fyrir alt auðnaðist heið-
ursgesti voruih að rétta ná-
granna konum sínum hjálpar-
hönd, er um veikindi eða aðra
erfiðleika ræddi. Eg veit af
fleiri en einni manneskju, sem
flutt. er héðan, er myndi glöð
að vera stödd hér í dag og færa
þakklæti fyrir framrétta vinar-
hönd á erfiðistímum. En þó þær
séu ekki hér mun þakklætið lifa
eigi að síður og halda áfram að
anda gæfu að þeim er vel gerði
og afkomendum hennar.
Halldórssons hjónin voru vel
samhent í því sem öðru, að vilja
menta börn sín, og Guðbjörg
leitaðist við að halda því máli
til streytu enn, með þau sem
ekki hafa enn lokið miðskóla-
námi. Eitt barn þeirra, Guðrún
Porvor (nú Mrs. Guðbrandur
Helgason) vor komin nokkuð í
læknadeild háskólans, er krepp-
an féll svo þungt á, að við það
varð að hætta. Kristmundur var
um tvítugsaldur orðinn skóla-
stjóri og var orðinn lieutenant
í Canada hernum fyrir nokkr-
um árum, áður en hann fór yfir.
Tomas Bjarni, er um mörg ár
hefir þjónað heimili foreldra
sinna með aðdáanlegri trú-
mensku, er sveitarráðsmaður,
svo sem áður er getið, í sæti
Bjarna Þórðarsonar. Konráð er
verið hefir í sjóhernum síðan
stuttu eftir að stríðið byrjaði
(kvæntur Salmoníu kenslukonu
dóttur Jakobs Normans og Guð-
ríðar konu hans-, hefir getið sér
þar svo góðan orðstýr að hann
hefir tvisvar verið settur í skóla
svo hann gæti meðhöndlað það
er hann hafði hæfileika til. Svo
í vetur er leið var hann á sjó-
herskóla í Victoria.' Lewis er í
lofthernum. Hann líka var sett-
ur þar til framhaldsnáms. Lewis
er bezt lýst með því að segja, að
hann er hvers manns hugljúfi,
auk þess sem hann er atorku-
maður að störfum.
Þrjú yngstu börnin, Mavis,
Fridrik og Edward eru jafnefni-
leg hinum. Öll þessi systkini
koma sér vel hvar sem þau eru,
svo langt sem eg veit til.
Eg hefi nú lítillega minst á
bæði stormana og blíðviðrin er
í þessum þætti hafa leikið um
hólinn hérna fyrir sunnan.
Þyngsti stormurinn, dauðinn
sjálfur heimsótti hólinn fyrir
tæpum tveim árum síðan og nam
á burt með sér húsbóndann,
Tomas Halldórsson, lítið meir en
á bezta aldri. Þegar stýrissveif-
in brotnar, mun flestum verða
erfitt um stjórnina. En heiðurs-
gestur vor hér í dag, er kona
kjarkmikil og lítur björtum aug-
um á lifið. Hún hefir nú trygt
framtíð sína í annað sinn, með
því að giftast aftur. Hún flytur
nú af hólnum, sem henni varð
svo söguríkur, hér við Westside
og úr þessari blómlegu sveit og
víðáttumiklu sléttu, er umlýk-
ur hólinn og skólann við hann,
þaðan sem hún hefir svo lengi
búið, til staðar þar er nefnist
Langley Prairie, í fjallafaðmi og
blómríki Kyrrahafsstrandarinn-
ar, sem eiginkona Þorkels Sig-
urðssonar, er þar býr. Þorkell er
vel þektur hér í bygð frá land-
náms tímanum. Hann var á með-
al þeirra er nam land hér í
byggðinni, kvæntist á þessum
slóðum og bjó hér um nokkurt
skeið. Hér eystra misti hann
líka konu sína Sigríði Björns-
son. Þorkell á mörg börn af
fyrra hjónabandi og það er ekki
úr vegi að geta þess, því oft er
um það rætt, hvað íslendingar
sem aðrir leggi til fósturlands
síns hér og framtíðar lands barna
sinna, að þau hjónin Þorkell og
Guðbjörg eiga nú sex börn, alt
piltar, er stríða undir brezku
flaggi í lofti, á láði og legi.
Um leið og við hér óskum
Mrs. Guðbjörgu Sigurðsson og
manni hennar allra heilla fyrir
persónulega framtið sína, þá er
það einn stór þáttur í vonum
vorum og óskum, að þau megi
bæði heimta heim þenna fríða
hóp barna sinna, er sýna mann-
dóm sinn með því að svara kalli
nauðsynjarinnar fyrir land og
þjóð, þó öll tímanleg farsæld, já
lífið sjálft, geti verið í veði. Svo
þökkum við Guðbjörgu Sigurðs-
son fyrir alt gott, sem hún hefir
af hendi látið hér um slóðir og
óskum henni allra heilla og bless
unar. Megi framtíðin blasa við
henni enn um langt skeið, björt
og fríð, eins fríð og frjósöm að
sönnum lífsgæðum og Kyrra-
hafsströndin er fríð og fögur og
auðug að lífsmagni og litauðgi.
Allar góðar óskir til þín og
þinna, Guðbjörg, er sameiginleg
bæn okkar allra kvennanna í
Westside skólahéraði.
Rannveig K. G. Sigurbjörnsson.
Wartime Prices and
Trade Board
Ávarp Donald Gordons.
í útvarpsræðu sinni, síðast-
liðna viku, áminti Ðonald Gor-
don yfirmaður W. P. T. B. Cana-
diska fólkið heima fyrir, um að
fylgja skömtunarlögunum eins
vel og þeim væri unt og að
stuðla að því á allan hátt að
engin hækkun á vöruverði ætti
sér stað, með því að kaupa sem
allra minst, og aldrei meira en
það nauðsynlega þyrfti með.
Hann benti á að þó að meira
væri framleitt í landinu en
nokkru sinni áður af ýmsum
vörutegundum, væri samt hætt
við skorti, vegna þess að aukin
atvinna hefði það í för með sér
að eftirspurnin væri líka meiri
en nokkru sinni áður. Það væri
því skylda hvers og eins að kom-
ast af með sem allra minst til
þess að dreyfing yrði sem jöfn-
ust.
Hann lýsti ánægju sinni yfir
því hve vel þjóðinni hefði tekist
með verðlags eftirlit og skömt-
unar fyrirkomulag yfirleitt, og
vonaðist til þess að allir yrðu
samtaka í að láta ekki von um
skjótan sigur verða til þess að
veikja ásetninginn um að styðja
stríðssóknina af fremsta megni,
sérstaklega í haust og á komandi
vetri.
Spurningar og svör.
Spurt. Eru mjólkurseðlar látn-
ir fylgja með, þegar beðið er um
skömtunarbækur handa nýfædd-
um börnum, eða verður maður
að biðja um þá sérstaklega.
Svar. Þessir seðlar fylgja ekki
með. Ef barnið þarfnast þeirra,
þá getur þú beðið um þá hjá
Local Ration board um leið og
þú biður um bókina. Þú verður
að koma með læknisvottorð eða
“formula” barnsins.
Spurt. Maðurinn minn hefir
nýlega fengið herlausn; verður
hann látinn hafa niðursuðusykur
skamtinn með því að biðja um
hann nú?
Svar. Já. Menn sem hafa verið
í herþjónustu og fengið lausn
fá allan sykurskamtinn. Þessir
seðlar fylgja einnig með bókum
handa nýfæddum börnum.
Spurt. Eg hefi fólk hjá mér í
húsinu, sem er mjög hávaðasamt
Vegna taugaveiklunar þoli eg
ekki hávaðann. Get eg fengið að
segja þeim upp íbúðinni?
Svar. Þú getur beðið um leyfi
hjá Court of Rentals Appeals.
Ef leyfið fæst þá mátt þú segja
þeim upp húsnæði samkvæmt
lögum fylkisins.
Smjörseðlar 76 og 77 ganga í
gildi 7. sept.
Spurningum á íslenzku svarað
á íslenzku af Mrs. Albert
Wathne, '700 Banning St., Wpg.
The Swan Manufacturing Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP Winnipeg. Halidór Methusalems Swan Eigandi 281 James Street Phone 22 641
FARIÐ EKKI Á MIS VIÐ
HIN UNDURSAMLEGU
KAUP Á LOÐFÖTUM
HJÁ
Perth’s
1945 TÍZKA
ÚRVALSEFNI
ÓVIÐJAFNANLEG GÆÐI
Heimsœkið PERTH’S
MASTER FURRIERS
436 PORTAGE AVE.
Just west of the Mall
Tilvalin bókakaup
Notaðar skólabækur til sölu fyrir alla bekki (frál—12)
við afar sanngjörnu verði. Einnig eru til sölu flestar
nýjar bækur um frjálslynd efni; þær bækur fást einnig
til útláns fyrir sanngiarna þóknun.
THE BETTER OLE
648 ELLICE AVE. Milli Furby og Langside
INGIBJÖRG SHEFLEY, eigandi
| Samkeppni nútímans
I krefst sérmentunar
Æskulýður þessa lands, engu síður en annara þjóða,
§§ krefst sérmenntunar, eigi hann að geta staðist próf
H hinnar ströngu samkeppni á vettvangi viðskiptalífsins,
■ og af þessari ástæðu, er verzlunarskólamenntun í raun-
inni óumflýjanleg.
Vér höfum nú til sölu nokkur námskeið við fullkomn-
Pt ustu verzlunarskóla Vesturlandsins, sem væntanlegir
p nemendur ættu að færa sér sem allra fyrst í nyt; þeir,
1 sem slíkt hafa í hyggju, ættu að snúa sér tafarlaust til
| skrifstofu LÖGBERGS
695 Sargent Avenue, Winnipeg
■ og leita þar nauðsynlegra upplýsinga; það borgar sig!