Lögberg - 21.09.1944, Page 2

Lögberg - 21.09.1944, Page 2
2 Þóröur Kristleifsson: Þjóðhaginn sjónlausi Þórður Jónsson á Mófellsstöðum 70 ára Flestir menn um Borgarfjörð, sem komnir eru til vits og ára, kannast við Þórð Jónsson á Mó- fellsstöðum, og Borgfirðingar þekkja svo vef starf hans og stöðu í lífinu, að ekki er auðgert að bæta%þar nokkru verulegu við þeim til fróðleiks. Og það eru margir fleiri en Borgfirðingar, sem kynnzt hafa Þórði og fylgzt með lífskjörum hans og þeirri sérstöðu, sem hann hefir átt við að búa. Ekki hefir þó, svo að mér sé kunnugt, verið skrifað neitt opinberlega um Þórð, nema grein ein, sem út kom í Nýju kirkj-ublaði 1915. Hana rit- aði þáverandl sóknarprestur Þórðar, séra Tryggvi Þórhalls- son, síðar forsætisráðherra. — Það, sem vakir fyrir mér með þessari stuttu frásögn um Þórð, er því einkum það, að einhverj- ir, er ekki þekkja hann áður, fái tækifæri til þess að kynnast honum lítilsháttar, — kynnast hæfileikum hans, hvernig hon- um hefir notazt að þeim, og hvernig honum hefir tekizt, með þolgæði, þrautseigju og fá- gætri atorku, þrátt fyrir stór- hindranir, sem honum ungum voru í veg lagðar, að brjóta sér leið upp hina örðugustu hjalla og verða sigurvegari í lífsbar- áttunni gegn harðleiknum ör- lögum. Þórður fæddist á Mófellsstöð- um í Skorradal 29. júní 1874, og hefir hann alið þar allan aldur sinn. Þegar hann var aðeins tíu mánaða gamall, fór að brydda á sjúkdómi í augum hans og þraut- um í höfði. Sjö ára að aldri varð Þórður alsjónlaus eftir viðvar- andi augnveiki, frá því að sjúk- dómurinn byrjaði. Þórður man því eðlilega fátt eitt, sem hann sá, enda mun sjónin fyrir löngu hafa veríð orðin afar dauf, áð- ur en hana þraut með öllu. Hann var þó farinn að læra að lesa, og man hann ennþá svartan lit út frá litnum á stærstu stöfun- um í stafrófskverinu, en þá eina gat hann greint. Aðra liti man Þórður ekki svo ljóst, að hann geti gert sér fulla grein fyrir þeim. Eftir að sjón Þórðar þraut, hurfu einnig þraut ir þær, er hann áður hafði haft í augum og höfði. Öllum hlýtur að skiljast, hversu sterkar verkanir þetta hafi hlotið að hafa á allt sálar- og þroskalíf barnsins, enda þótt Þórður væri enn of ungur til þess að gera sér raunverulega fulla grein fyrir því, hversu dá- samlegu skilnnigarviti hann hafði verið sviptur. Engum getum þarf heldur að því að leiða, hvílíkt hugarangur þetta hefir bakað foreldrum hans. Ekki sízt þar sem Þórð- ur var elztur tíu barna, sem til aldurs komust, þeirra Mófells- staðahjóna, Jóns Þórðarsonar og Margrétar Einarsdóttur. í áður nefndri grein kveður greinarhöfundur, séra Tryggvi Þórhallsson, m. a. þannig að orði, eftir að hafa skýrt frá sjónleysi Þórðar: “Margir hefðu orðið aumingj- ar alla æfi vegna slíkrar blindu, sér og sínum til sorgar og þyngsla. Svo fór þó ekki um Þórð. Það bar til um Þórð, að hann var verklaginn og hafði sérlega mikið þrek og vilja- kraft.” Öllum mun koma saman um það, að greinarhöfundur kveð- ur hér ekki of sterkt að orði. Og margir þurfa minna áfall en það, að verða sjónlausir á barnsaldri, til þess að kjarkur þeirra bili og viðnámsþróttur til að heyja stríð við tilveruna af eigin rammleik. Hjá Þórði lýsti sér hinsvegar undir eins á uppvaxtarárum ó- venjulegt táp, fjör og lífsgleði. Þrátt fyrir sjónleysið var hann á æskuárum allra mesti óra- belgur, — í hörku áflogum og ærslum, þegar hann gat því við komið. Og sökum þessa kjarks Þórðar og starfsorku fór hann einnig, þegar honum óx aldur, að geta tekið þátt í sumum venjulegum störfum sveita- heimilis og hjálpa foreldrum sínum líkt og alheill væri. Heyrn Þórðar og tilfinning var snemma svo næm, að undr- um sætti. Hafa systkini Þórðar sagt mér frá því, að hann hafi fyrirhafnarlaust getað fundið saumnálar og annað smávegis, sem féll niður, þar sem hann var nærstaddur, þótt systkini hans alsjáandi fyndu það ekki. Heyrn hans og tilfinning var svona skörp undir eins í bernsku, þ. e. a. s., eftir að hann missti sjónina. Kristinfræði og annan barnalærdóm nam Þórður utan- bókar, eins ofe gefur að skilja, því að hann hefir aldrei átt þess kost að njóta neinnar fræðslu, er sniðin væri sérstaklega við blindra manna hæfi. Heima fyrir þekkir Þórður hvern krók og kima, og gekk hann um allt, eins og sjáandi maður. En hann setti heldur ekki fyrir sig að bregða sér til af heimilinu. Þórður var ekki gamall, þegar hann var alþekkt- ur í nágrenninu sem einhver mesti reiðgikkur sveitarinnár, og ennþá heldur Þórður sprett- inum, þegar hann kemur á hest- bak. Þórður er sannarlega í ess- inu sínu í útreiðum á fjör- gammi, á góðum reiðvegi og í vinahópi. Ekki varð Þórði heldur skota- skuld úr því, að fara bæjar- leið fótgangandi. Hann fékk bara mannbroddana sína, ef ísalög voru, þegar hann gekk til spurninga, fór til kirkju eða annað þess konar, og fylgdist svo með hinu fólkinu upp á eigin spýtur. Fróðleiksþorsti Þórðar var og hefir jafnan verið alveg ó- slökkvandi, og drakk hann þeg- ar á unga aldri í sig allan fróð- leik og fræðslu, er til var náð. Þessi sama fróðleiksþrá hefir ávalt fylgt honum, og hefir ,minná hans, sem ^ð eðlisfari virðist hafa verið óvenjulega trútt, tamizt svo mjög og þroskazt við þessa stöðugu æf- ingu, 'að tæpast mun vera til óskeikulla minni. Blöð og bæk- ur lætur hann lesa fyrir sig, og fylgist hann á þann hátt með flestum stórviðburðum, sem gjörast, bæði utan lands og inn- an. — Það er ekki að undra, þótt slíkur maður fagnaði því. að fá vandað útvarpstæki inn á heim- ili sitt. Enda segir hann sjálfur svo frá, að við það hafi sér opn- azt nýr heillandi heimur. Það útvarpsefni, sem Þórður hefir mestar mætur á, er það, sem nefnt hefir verið “hið talaða orð”. Þ. e. a. s. erindi, fréttir, sögur o. s. frv., svo og söngur, því að Þórður er einstaklega söngelskur maður. Syngur hann oft við raust og er mjög næmur á tóna. Enginn skyldi ímynda sér, að Þórður taki allt það, sem hann heyrir lesið, gott og gilt í dóm- greindarleysi. Það er síður en svo. Þórður gagnrýnir það, sem hann heyrir. Þrátt fyrir líkam- legt sjónleysi er andi hans víð- sýnn og skarpskyggn. "Enda seg- ir séra Tryggvi Þórhallsson svo um Þórð í grein þeirri, sem eg áður hefi vitnað til: “Það er með mestu ánægjustundum hans að heyra lesið, því að fróð- leiksfíkn hans er mikil. Hann er ljós í hugsun, kann einkar vel að koma fyrir sig orði, og skoð- anir hans eru gáfaðs og “lesins” manns.” Þórður var um tólf ára gam- all, er hann fór fyrst að bera við að smíða. Enda þótt smíða- tæki Þórðar væru þá eins fá- LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPT.EMBER, 1944 Mynd þessi er af brezkri loftvarnabyssu, einni þeirri allra fullkomnustu byssutegund, sem enn hefir verið fundin upp; það voru þessar byssur, er bezt reyndust í vörninni gegn hinum mannlausu flugvélum þjóðverja. breytt og ófullkomin eins og verða mætti, aðeins einn þjalar- garmur, bandprjónabrot, hverfi- steinn og hamar, kom samt skjótt í Ijós, að smíðahneigð hans, hagleikur og hugvit var öldungis ósvikið. ' Hin fyrstu smíð’ hans með þessi tæki í höndum voru við- gjörðir á sjálfskeiðingum, sem bilað höfðu hjá heimamönnum eða nágrönnum hans. Ekki hafði Þórður lengi fengizt við þetta, unz hann fann til þess aðferð, að gjöra hnífana aftur alveg eins og nýja. Þessar fyrstu smíðar Þórðar voru vita- skuld alveg ígripavinna. En að- aliðja hans fram á fullorðinsár fólst í ýmsu, er að því laut að hjálpa foreldrum sínum við brýn heimilisstörf. Smíðar hans jukust þó ár frá ári. Getur hver sagt sér sjálfur, hvílíkt feikna erfiði og hvílík heilabrot og áreynsla það hafi verið Þórði blindum og fyrst framan af áhaldalitlum, og vera hvorttveggja í senn: nemandinn og meistarinn í sínum eigin- skóla. Enda er þroskasaga Þórð- ar á þessu sviði svo merkileg og margbrotin, að hún ein væri nægt efni í heila bók, ef tekin væru til meðferðar einstök at- riði af þeim, er með þau kynni að fara. 1 fyrstu smíðaði Þórður alls- konar búsáhöld, dyttaði að bil- uðum húsgögnum, gjörði ólar til reiðtýgja og margt margt fleira. Hann var orðinn fullorðinn maður, þegar hann fékk tæki- færi til þess að þreifa á smíða- tækjum hjá smiði, sem byggði íbúðarhús á Grund í Skorra- dal. Eftir það fór Þórður að smíða sér fullkomnari og fjöl- breyttari smíðaáhöld, en hann áður hafði eignazt. Það varð til þess, að smíði hans fleygði mjög fram og var brátt sótzt svo mjög eftir smíð- um hans, að þær urðu aðalstarf hans, og á hann nú fullt í fangi með að leysa af hendi allar þær pantanir, sem honum berast um nýja muni Langmest smíðaði • Þórður fyrst af allskonar búsáhöldum, svo sem hrífum, orfum, klifber- um, meisum, fötum og margs- konar ílátum, smáum og stór- um, svo og hjólbörum, vagn- hjólum, smiðjum o. m. fl. — Fyrir nokkra smíðisgripi af þessu tagi fékk Þórður verð- laun á iðnsýningu í Reykjavík árið 1911. Þeim, sem bera gott skyn á smíðar og fylgzt hafa með vinnubrögðum Þórð- ar um langt skeið, ber saman um það, að vandvirkni hans, hagleikur og trúmennska sé svo óbrigðul, að sjaldan finnist smíðagallar né misfellur á þeim hlutum, sem gjörðir eru af hans höndum. Þegar Þórður hafði náð leikni í að smíða hina óbrotnari muni, í‘ör hann einnig og einkum að leggja stund á vandasamara smíði. Hann smíðaði allskonar hús^ gögn og innanstokksmuni: kommóður, koffort, skápa af allskonar tegundum: fyrir bæk- ur, borðbúnað, föt o. m. fl.: skrifpúlt rúmstæði, borð og stóla, saumakassa, litlar kistur, skrautskrín og fjölda af smærri og stærri hirzlum, svo og glugga, hurðir og margt annað, Það hlýtur öllum að vera ó- blandin ánægja að skoða smíð- isgripi Þórðar, og margir sækj - ast eftir munum frá honum, þeir hafa á sér sérkennilegan blæ, persónuleg einkenni og bera vott um snildarhand- bragð. 1 skápum hans og vandaðri húsgögnum eru hillur, skúffur og aðrir ómálaðir innviðir lík- astir silki viðkomu. Mun flest- um það hrein ráðgáta, hvernig Þórður fer að því, að þrautfága venjulegan efnivið svona. Hitt hlýtur einnig að vekja eftirtekt og aðdáun, að löng borð, fjalir og listar, frá því fíngjörðasta til hins stærsta, fellur svo nákvæm- lega saman, að ógjörningur er að greina samskeytin. Þórði tekst m. ö. o. að gjöra þetta eins vel með eigin hönd - um og eigin áhöldum í algjörðu myrkri, eins og það væri unnið með fullkomnum vélum á vönd- uðum húsgagnavinnustofum þaulæfðra sérfræðinga. Undnar súlur til skrauts á skápa og annað því um líkt, súl- ur, sem á húsgagnaverkstæðum eru renndar í rennibekk, sem sérstaklega er til þess ætlaður, býr Þórður til í höndunum með hníf eða öðrum óbrotnum á- höldum. Býst eg ekki við, að sjónhögustu sérfræðingar í þessari iðngrein sæju annað en þfer væru renndar í vélum til þess gjörðum. Þroski sá, sem Þórður hef- ur öðlazt, er aðdáanverð- ur. Hjá öllum, sem til hans þekkja, hlýtur sú spurning að vakna af sjálfu sér, hvernig honum hafi skapazt skilyrði, og hvernig hann hafi hlotið stuðn- ing til þess að öðlast mennt sína og menningu. verða svo stór í iðn sinn og halda við ó- fölskvaðri lífsgleði og kærleika tiil lífsins og alls, sem lifir, hin mörgu og myrku ár. Til þess að leita að svari við þessu er nauðsynlegt að kynna sér æfikjör hans að öðru leyti og umhverfið, þar sem hann hefir alið manninn. Þórður hef- ir alltaf dvalizt á heimili for- eldra sinna og systkina. Og hef- ir hann ekki einungis hlotið virðingu þeirra, traust og ást- ríki, heldur hefir hann einnig verið efldur til athafna, víðari hugsanaferils, sjálfstæðra og djarfmannlegra ályktana' á þann hátt, að gjöra hann æðsta ráð heimilisins. Og það er sann- arlega ekki í kot vísað, að leita ráða til Þórðar. Hann er bæði ráðsnjall og lipur í hugsun. Hef- ir fjölskyldunni því reynzt far- sæl og holl ráð Þórðar. Þessi hlýja, sem hann hefir fundið anda um sig frá um- hverfinu, hefir ótvírætt, ásamt góðlyndi hans sjálfs og mann- kærleika, átt sinn sterka þátt í því, að Þórður hefir aldrei ver- ið í ósátt við lífið né sóað orku sinni í að þylja harmtölur eða æðrun sökum örlaga sinna. Þórður hefir gengið hiklaust og karlmannlega til verks, studdur af góðum og göfugum anda fjölskyldu sinnar, þeim heilnæma anda að glæða alla beztu hæfileika og allar beztu eðlisgáfur, sem í honum bjuggu. þessi sami örvandi andi er það einnig, sem ekki hefir látið und- ir höfuð leggjast að gjöra Þórði það til gagns og skemmtunar, að lesa fyrir hann allt, sem til hefir náðst, menntaþrá hans til svölunar og andlegum þroska hans til eflingar. En auk þess, sfem þessi heim- ilisskóli hefir verið Þórði til vaxtar og viðgangs á andlegu sviði, þá hefir hann einnig sótt til vina sinna og kunningja, bæði í nágrenninu og í Reykja- vík, nytsamar og hagnýtar bendingar um ýmislegt, sem lýtur að iðn hans: nýjungar í smíðum, smíðareglur, leiðbein- ingar um verkfæri og annað því um líkt. Þrjá síðústu áratugi hefir Þórður nálega á hverju ári far- ið til Reykjavíkur. Slíkar ferð- ir eru honum hvorttveggja í senn: skemmtiferðir og náms- ferðir. Án efa má rekja einn glæsilegasta þáttinn í þroska- sögu Þórðar til þessara náms- ferða. í þessum ferðum þreifar hann m. a. á alls konar fyrir- myndum, sem honum mega að gagni koma við smíðar. Hann þreífar á verkfærum og hann talar við smiði og fylgist með margs konar nýjungum í þess- ari grein. Fyrirmyndirnar man Þórður nákvæmlega, geymir snið þeirra og alla lögun svo lifandi og ljósa í huga sér, að hann leikur sér að því að smíða eftir þeim, er heim kemur. í þessum Reykjavíðurferðum velur Þórð- ur sér sjálfur efnivið til smíða. En þar þykir enginn hægðar- leikur að gera honum til hæfis. Hann fer höndum um viðinn og finnur óðara en gómar hans hafa snert hann, feyrur, kvisti, raka og hvers konar annmarka, sem á honum kunna að vera. Þórður smíðar aðeins úr efni vönduðustu tegundar. Enda þótt mörgum þætti ær- ið torvelt og næsta nóg að geyma allt það í huga sínum, sem Þórður hlýtur að leggja á minni í sambandi við smíðar sínar, þar sem honum er ókleift að nota uppdrætti og eins og gefur að skilja er ógjörningur að flytja með sér fyrirmyndir, þá krefst þó hugur Þórðar og hugsanagangur langtum stærra svigrúms og meiri fjölbreytni. I þessum ferðum til Reykja- víkur þreifar Þórður á sjónum til þess að geta betur gjört sér grein fyrir eðli hans, ásigkomu- lagi og hreyfingum. Eftir öld- um og eiginleikum sjávarins hugsar hann sér svo aftur sveiflur loftsins, strauma þess og hræringar. Eg læt nægja að tilfæra þetta eina dæmi um hugmyndalíf Þórðar og vakandi íhugun því til skýringar, að hann einskorð- ar ekki huga sinn við þau úr- lausnarefni ein, sem snerta eig- in handverk hans. Vinnustofa Þórðar er í kjall- ara í íbúðarhúsi bróður hans, Vilmundar Jónssonar, bónda á Mófellsstöðum. Það er ánægju- legt að rabba við Þórð upp í gestastofu, samtalsgáfa hans er svo þægileg og viðmótið þýtt og ljúfmannlegt. En þó er engu síður skemmtilegt að staldra stundarkorn við í vinnustofu hans og fylgjast þar með vinnu- lagi hans og athöfnum. 1 þessari björtu og rúmgóðu stofu ber allt vitni snyrti- mennsku og smekkvísi í um- gengni. Allir hlutir eru þar í þeirri röð og reglu, að sýnilegt er, að Þórður fylgir stranglega málshætti Englendinga. “Stað- ur fyrir hvren hlut, og hver hlutur á sínum stað.” Undir gluggánum gegnt inn- gangi stendur hefilbekkur Þórð- ar. Úti við vegginn, til hægri handar þegar inn er komið, er rennibekkur. í honum rerinir Þórður tré, fætur undir hús- gögn, sem hann smíðar, skraut á þau og annað þess konar. Úti á gólfinu stendur sögun- arvél. Alla þessa muni, auk flestra annarra smærri smíða- áhalda sinna hefir Þórður smíðað sér sjálfur. Sögunarvélina smíðaði hanu eftir minni árið 1912, þegar hann kom heim frá Reykjavík En þar hafði hann fengið að þreifa á sögunarvél í húsgagna- vinnustofu Jóns Halldórssonar smíðameistara. Síðan hefir hann smám saman endurbætt vélina og fullkomnað hana mjög. Telja má víst, að þeir, sem ekki hafa af eigin raun kynnzt vinnubrögðum Þórðar, eigi mjög erfitt með að gera sér í hugarlund, hversu vel fylgis't að áræði hans, snarræði og vissa í handtökum. Öryggi hans kem- ur þó hvað gleggst í ljós, þegar hann þeytir áfram sögunarvél- inni og sníður niður í henni efnivið til smíða sinna. Meðan hann sagar heldur hann fingr- unum alveg uppi við sagarblað- ið, sem smýgur flugeggjað og hvæsandi gegnum viðinn. Flesta, sem í fyrsta sinn sjá Þórð að þessu starfi, mun grípa ótii um það, að þessi sjónlausi maður hljóti að slasa sig hræði- lega. En þessi grunur reynist öldungis ástæðulaus, því að aldrei hafa hent Þórð nein slys né méiðsli, og virðist hann þó sannarlega ekki fara neitt gæti- lega. Það er öðru nær. Það er táplegur blær yfir Þórði, þar sem hann er í óða- önn að verki. Hann fylgir hand- tökunum eftir með svo mikilli snerpu, fimi og fjöri, að það eins og þurrkast út úr vitund þess, sem á hann horfir, að þessi maður hafi verið alsjónlaus frá sjö ára aldri. Slík örlög virðast óblíð, mdsk- unnarlaus, >en lífsgleði sú, sem ljómar um Þórð, hvort heldur er í tómstundum hans, eða þeg- ar hann er niðursokkinn í smíð- ar sínar, hún varpar svo skær- um og hlýlegum geislum í um- hverfið, að skuggarnir eiga þar ekkert friðland. Fróðleikur Þórðar er mikill og merkilegur. Snilligáfa hans er aðdáunar- verð, en glaðlyndi og “bjart- sýni” er þó alveg tvímælalaust dýrasti fjársjóður þessa sjón- lausa þjóðhaga. Vísir.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.