Lögberg - 21.09.1944, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER, 1944
3
Þegar ScharnKorst
var sökt
Grein þessi, sem hér er þýdd
úr timaritinu Reader’s Digest,
fjallar um afdrif þýzka orustu
beitiskipsins Scharnhorsts, er
því var sökkt af brezkum her-
skipum utan nyrztu odda Nor-
egs, er það réðist á skipalest,
sem var á leið til Rússlands.
Ef til vill hefir nazistunum
verið kunnugt um nærveru
skipalestarinnar, er var á leið til
Murmansk og var stödd skammt
utan við nyrsta odda Noregs.
Ef til vill hefir Scharnhorst ver-
ið sendur út í heimskautanótt-
ina til þess að leggja til atlögu
við eitthvert herskip banda-
manna. En hvernig, sem því
kann að hafa verið varið er það
staðreynd, að Scharnhorst sigldi
út úr firði þeim í Noregi, þar
sem hann hafði hafizt við um
hríð.
Þetta tuttugu og sex þúsund
smálesta orustubeitiskip var
hið ákjósanlegasta til þess að
vera í víking. Það gekk tuttugu
og níu hnútur og var þannig
hraðskreiðara öllum herskipum
Breta. Það hafði níu stórfall-
byssur og gat því boðið öllum
beitiskipum Breta byrginn. Auk
þess var það búið . fjölmörgum
smærri byssum, og ef það yrði
á vegi skipalestar mátti þvi
ganga út frá því sem gefnu að
það myndi sökkva skipum í lík-
ingu við það sem refur drepur
kjúklinga, ef hann kemst inn í
hænsnabú.
Scharnhorst sigldi út úr firð-
inum á jóladagskvölc^ og hann
var kominn í námunda við
skipalestina, þegar fölur bjarmi
aftureldingarinnar færðist yfir
hafið. Skipin í skipalestinni
voru samtals nær milljón smá-
lestir. Á næstu klukkustund
átti Scharnhorst að geta gert
eins mikinn usla og kafbátur á
hálfu ári.
Brezka skipalestin stefndi í
austur eigi alllangt undan
Knöskanesi. Ýmis smá herskip
^skyldu verja hana árásum kaf-
báta. Hins vegar var þrem beiti-
skipum, þeim Belfast, Norfolk
og Sheffield það hlutverk ætl-
að að verja hana árásum her-
skipa óvinanna.
Sharnhorsts varð brátt vart.
Brezku herskipin bjuggust til
bardaga og biðu þess, að kom-
ast í skotfæri við óvinaskipið.
Skipalestin hraðaði sér sem
mest hún mátti brott, en Nor-
folk, Sheffield og Belfast
stefndu til móts við óvinaskipið.
Úr fallbyssum sínum á stjórn-
borða gat Scharnhorst skotið
fleiri skotum en öll hin þrjú
herskip, sem lögðu til atlögu við
hann. Það var fyllsta ástæða til
þess að ætla, að lítið beitiskip
myndi verða úr sögu, ef Scharn-
horst hæfði það skoti. — Hér
var því um ójafnan leik að raéða.
Eigi að síður lögðu hin brezku
herskip ótrauð til atlögu við
Scharnhorst.
Það blikaði á kinnung Sharn-
horst, þegar hann brunaði
fram. Brezku herskipin hófu
skothríð. Yfirmaðurinn á Nor-
folk sá í sjónauka sínum að logi
gaus upp á Scharnhorst. Það
var auðséð, að hið þýzka her-
skip hafði verið hæft skoti.
Scharnhorst jók hraða sinn
að miklum mun, svo að næsta
skothríð brezku herskipanna
missti marks. Því næst lagði
hann á flótta út í hálfrökkrið.
Bey yfirmaðurinn á Scharnhorst
er nú dáinn. Það eru allar líkur
til þess, að það verði aldrei upp-
lýstí hvað olli því, að hann
freistaði flótta. En það er ástæða
til þess að ætla, að því hafi ekki
valdið hugleysi. Slíkur hugleys-
ingi hefði aldrei komizt til met-
orða í þýzka flotanum. Senni-
legt er, að Bey hafi hér fylgt
fyrirfram saminni ráðagerð.
Það var sem sé skipalestin, sem
hann vildi umfram allt vinna
grand. Hann hafði komizt að
raun um það, hvar varnir skipa-
lestarinnar voru sterkastar og
gat nú með nokkurri vissu gert
sér í hugarlund, hvar kaupskip-
in væri að finna.
Burnett sjóliðsforingi, er var
um borð i Belfast, varð að gizka
á, hvað Bey myndi næst
taka til bragðs, hvar og hvern-
ig hann myndi ráðast ,á skipa-
lestina. Scharnhorst gat siglt fyr
ir skipalestina á einni klukku-
stund. Hann gat hafið skothríð
á hana úr öllum áttum og sökkt
fjölmörgum skipum á skömm-
um tíma.
Klukkan 12,30 — 3 klukku-
stundum eftir að komið hafði
til hinna fyrri vopnaviðskipta,
sást til Scharnhorsts í suðaustri.
Hin brezku herskip veittu hon-
um skjóta eftirför. Þetta var
skynsamleg ráðstöfun af Burn-
ett. Þegar í stað var hafin áköf
skothríð. Norfolk varð fyrir
nokkrum skemmdum, en þess
varð skamrnt að bíða. að Sharn-
horst snéri við og héldi heim
á leið.
Bey duldist auðvitað ekki, að
Burnett hafði fyrir löngu náð
sambandi við brezka flotamála-
ráðuneytið og meginflotann
brezka. Hann gekk þess heldur
ekki dulinn, að Bretar myndu
ekki bíða boðanna með að senda
á vettvang öll þau herskip og
allan þann flugher, er þeir áttu
kost á, er um það var að ræða
að granda jafn þýðingarmiklu
skipi og Scharnhorst.
Hættan var líka mun meiri en
hann hafði nokkru sinni við bú-
ist. Úr suðvestri hraðáði orr-
ustuskipið Duke of York. ásamt
beitiskipinu Jamaica og fjórum
tundurspillum sér á vettvang.
Yfirmaðurinn á Duke of York
var enginn annar en Sir Bruce
Fraser, yfirmaður heimaflotans
brezka.
Brezku herskipin höfðu lengi
beðið þess, að þýzk herskip
reyndu að leggja til atlögu við
skipalestir þær, er lögðu leiðir
sínar til Rússlands út fyrir
ströndum Noregs. En allt til
þessa hafði bið þeirra reynzt
árangurslaus. Nú voru loks lík-
indi fyrir því, að til sögulegrar
sjóorustu kæmi á þessum slóð-
um.
Duke of York hafði, verið
langt í burtu, þegar Fraser
barst fyrsta skeytið frá Bur-
nett. Fraser tók því það ráð
að reyna að sitja fyrir Scharn-
horst, og það bragð hans virtist
ætla að heppnast vonum frem-
ur.
Þegar Scharnhorst hafði svo
sézt öðru sinni, sendi Burnett
Fraser nýtt skeyti, og nú vissi
hann því, hvar óvinaskipsins
var að leita.
Burnett vissi, að það var mjög
mikilvægt að Scharnhorst tæk-
ist ekki að komast undan áður
en Duke of York skærist í leik-
inn. Hann varð því að veita
honum eftirför og halda uppi
skothríð á hann. En þetta var
hægra sagt en gert, þegar að
því er gætt, að eitt skot frá
Scharnhorst gat nægt til þess
að sökkva skipi hans.
Fraser gerði ekkert til þess
að vekja athygli á nærveru
sinni gervallt kvöldið. Ef hann
léti til sín heyra í útvarpinu,
gat það orðið til þess, að yfir-
manni Scharnhorsts bærist þeg-
ar í stað vitneskja um það, að
nýtt óvinaskip væri í námunda
við hann. -— En klukkan hálf
tólf lét Fraser loks til sín heyra
og eftir það var þess skammt að
bíða, að til stórtíðinda kæmi.
Það var orðið aldimt, er hér
var komið sögu. Scharnhorst
var á bakborða við Duke of
York, og Belfast var framundan
hinu þýzka skipi. Belfast hóf
ákafa skothríð. Duke of York
hóf og á k a f a skothríð
á Scharnhorst í sama
mund. Þrjú og hálf smá-
lest af glóandi stáli og sprengju-
efni hæfði í mark. Hálfri mín-
útu síðar kom önnur skothríð
ÞU SKALT EKKI-
Eftir Pálma ,
“Nei — eg gæti aldrei sætt
mig við það, að kalla þig bróður
minn. Það mundi eyðileggja
alt — jafnvel miðnætur-sólskins-
sögurnar þínar. Eg hugsa altat'
um þig í sambandi við þær; eg
get ekki séð sjálfa mig sem
systur þína í þesum sögum. —
Það mundi taka hjartað úr sög-
unum.”
Svo kom þögn. Eg leit upp,
því eg hafði óljósa hugmynd
um það, að eitthvað hefði kom-
ið fyrir sem réði þögn hennar.
Dauft ljós frá einum borðlampa
sem stóð í nokkurri fjarlægð
frá henni, féll beint í andlit
hennar. Hún var föl; munnur
hennar var hálf opinn og' hún
starði eins og vofa yfir öxlina
á mér til búnings-herbergjanna
á bak við mig. Eg leit við og
fylgdi augnakasti hennar og sá | eg hafði rispað þegar hendin á
í kjölfar hinnar og hæfði einnig
í mark. Bey lét skip sitt taka
stefnu í áttina til lands og hugs-
aðist hraða sér sem mest hann
mátti til hafnar. Duke of York
veitti Scharnhorst harðfengilega
eftirför. Scharnhorst var hæfð-
ur skotum hvað eftir annað, en
þó hægði hann ekki ferðina hið
minnsta, enda þótt hann hefði
orðið fyrir verulegum skemmd-
um. Um klukkan hálf sjö var
Scharnhorst kominn úr skotfæri
við Duke of York.
■ En varla var skothríðin frá
Duke of York þögnuð, þegar ný
skothríð var hafin á Scharn-
horst. Hér var nýjum óvinum
að mæta. Hér var um að ræða
tundurspillana fjóra, er verið
höfðu í fylgd með Duke of York.
Á stjórnborða við scharnhorst
voru Savage og Saumarez, en
Scorpion og Stord á bakborða.
Þeir hófu nú mikla skothríð á
hið þýzka skip í því skyni að
koma í veg fyrir undankomu
þess.
Scharnhorst hóf ákafa varn-
arskothríð, en tundurspillarnir
létu hvergi undan síga, heldur
hertu sókn sína. Schárnhorst
hafði þegar orðið fyrir miklum
skemmdum. Honum tókst raun-
ar að hæfa Scharnhorst skotum,
en hinir tundurspillarnir létu
skothríð dynja í sífellu á hið
þ ý z k a herskip. Nú hafði
Scharnhorst hægt ferðina að
miklum mun, og þess varð
skammt að bíða, að Duke of
York báeri að og hæfði skothríð
að nýju. Hin brezku skipin
komu svo einnig á vettvang
hvert af öðru. Átta tundurspill-
ar, fjögur beitiskip og eitt
orrustuskip tóku tóku því í senn
þátt í atlögunni að Scharnhorst
þarna í myrkrinu.
Það var Jamaica, er réði úr-
slitum þessarar orrahríðar. —
Það varð 'ægileg sprenging,
þ e g a r tundurskeyti hennar
hæfði í mark. Þegar reykurinn
af völdum skothríðarinnar og
sprenginarinnar hvarf loksins,
sást Scharnhorst í síðasta sinn.
Hann lá á hliðinni og stóð í
björtu báli. Svo að segja á
næsta augabragði huldist hann
reykjarmekki að nýju og hvarf
í hafið, en brezku herskipin
hröðuðu sér á vettvang til þess
að bjarga þeim, sem enn kynnu
að vera lífs af áhöfn hins sokkna
skips. Sjón sú, er við blasti,
var svo ömurleg og átakanleg,
að það mun fara bezt á því að
láta hana ekki fylgja hér með.
Meira en þúsund menn höfðu
^kaðhrennzt í eldhafinu áður
en skipið sökk.
Þegar þýzkum sjómönnum og
sjóliðum verður á næstu mán-
uðum skipað að láta úr höfn,
munu þeir minnast afdrifa
Graf von Spee, Bismarcks og
Scharnhorsts. Það er vissulega
ástæða til þess að ætla, að sú
umhugsun yerði engan veginn
til þess að auka baráttuþrek
þeirra né sigurvissu.
—Alþbl.
strax, að þarna í hálfopnum
dyrunum sem lágu til búnings-
herbergjanna, stóð maður og
starði á okkur. Við stóðum bæði
upp og á sama tima opnuðust
dyrnar til fulls og út úr búnings-
herbergjunum gengu tveir menn
og námu staðar við borðið sem
stóð við bak legubekksins þar
sem kvöldlampinn var. Við
ljósið frá lampanum þekti eg
fljótlega að þar var Edward
Kohne og með honum maður
sem eg hafði ekki séð áður.
Báðir voru þeir brosandi og
framkoma þeirra virtist vera
mjög snyrtimannleg. Eg var
orðlaus því eg vissi að koma
Kohne’s undir þessum ástæðum
var í mesta lagi ískyggileg, því
eg var ekki vopnaður, og þar
sem mig grunaði að þeir mundu
hafa vopn á sér, var hagur minn
alt annað en góður.
“Gott kvöld,” sagði Kohne og
leit á Mrs. Jose. “Eg vissi að
sönnu að eg mundi finna þig
hér,—en mér datt ekki til hug-
ar, að eg mundi rekast á þig á
knjánum, eins og við tilbeiðslu,
fyrir framan Mr. Hanson.” Svo
leit hann á mig og hélt áfram:
“Eg er annars hryggur yfir því,
að eg hafði svo brýnt erindi við
þig, Mr. Hanson, að eg gat ekki
látið það hjá líða, að líta inn til
þín í kvöld. Erindi mitt verður
ekkí langdregið ef að við getum
komist að sameiginlega góðri
niðurStöðu.” Hann gékk fyrir
endann á legubekknum að skrif-
borðinu mínu, og tók sér sæti
um leið og hann benti okkur
Mrs. José á að taka sæti á legu-
bekknum. Mrs. José tók sér
s t r a x sæti en eg hikaði um
stund en svo settist eg niður við
hliðina á henni. Félagi Kohne’s
tók sér sæti dálítið til hliðar í
herberginu. Nú tók Mr. Kohne
upp vindlaveskið sitt og fór að
reykja um leið og hann virti
okkur Mrs. José fyrir sér kímn-
islega. Hingað til hafði eg ekki
sagt neitt, en nú sagði eg kulda-
lega:
“Eg veit ekki til að þú borgir
leigu fyrir þessi herbergi og
þykir mér því eiga við, að minna
þig á það, að eg hefi ekki mælt
mót við þig hér á þessum tíma.
Þú getur án efa afgreitt erindi
þín við mig seinna.”
Hann hló: “Það er einmitt um
leiguna á þessum herbergjum
sem eg ætlaði nú að tala. Eg
hefi keypt -þessa byggingu og
samninga um framtíðar not af
þessum herbergjum varður þú
að gera við mig.”
Þetta var þá útskýringin á
því, að hann hafði komið óboð-
inn á þessum tíma kvelds, inn
um bakdyr herbergjanna, og í
Kohne’s augum var það líka
nægileg afsökun fyrir hann.
“Eg hafði enga hugmynd um
það, að þú verðir peningum
þínum fyrir húseignir. Eg hefi
ávalt álitið að þín eigin atvinnu-
grein væri arðvænni fyrir þig,”
sagði eg eftir stundar þögn. Eg
trúði honum ekki fullkomlega.
Kohne starði á mig og nú var.
hann alvarlegur á svipinn.
“Það er satt,” sagði hann,
“uppsprettur hagsmuna minna
eru margar; eg hefi í mörg horn
að líta, enda hefi eg talsvert
mikið undir höndum. En —
fyrst að við höfum nú snúið
samtali okkar í þessa átt finst
mér það eiga við, að spyrja þig,
hvort þú sért í raun og veru
ánægður með tekjur þínar. Eg
hefi tilboð sem þér mundi ef
til vill geðjast að. Eg hefi kom-
ist að því, að þú sért úrráðagóður
og þar að auki mjög kjarkmikill.
Eg hefi umboð fyrir þig sem
gæti gert þig stórauðugann
mann á stuttum tíma.”
Eg varð var við það, að Mrs.
José starði á mig og að bæði
Kohne og félagi hans leituðu
eftir svipbrigðum í andliti mínu.
Mér fanst Mrs. José vera að
hvísla að mér, að svar mitt gæti
haft hættulegar afleiðingar. Eg
fann til sviða í fingrinum sem
mér slapp niður á milli höfða-
lags legubekksins og fjaðra-
sessunnar. Eg leit á fingurinn
og sá að skinnið á honum hafði
hruflast dálítið. En þá kom eitt
af þessum atvikum fyrir, sem
eru að flestu leyti alveg óskilj-
anleg en sem eg hefi vanalega
tekið til greina og sem stundum
hafa ráðið krossgötu stefnu
minni, án þess, að eg hafi orðið
var við, að eg hafi notið þar við
ályktana minna eða rökfærslu.
Mig hafði einusinni dreymt
gamlann mann. Það var þegar
eg var svolitill strákhnokki
heima á íslandi. Hann hafði
sagt mér að eg væri óþektar
strákur og. að honum hefði verið
falið að líta eftir mér. Draumur-
inn var ekki lengri. Og eg
mundi hafa gleymt honum að
öllu leyti, ef að sérstakt atvik
hefði ekki komið fyrir mig
seinna. Eg hafði verið að leika
mér á skautum á spegilflötum
ísnum. Það var um fagra túngl-
skins nótt. Og þá hafði eg séð
svip þessa gamla manns í klaka-
gljánni við fætur mér. Eg hafði
numið staðar. En ef að eg hefði
ekki stöðvast þarna, hefði eg
runnið niður í vök sem var fyrir
framan mig í ísnum. Það var
ástæðan fyrir því, að eg hafði
aldrei gleymt draumnum né svip
þessa manns. En nú, þar sem eg
sat þarna, kom þessi draumur
upp í huga mínum og hendin
á mér varð að stærðar andliti
af gamla manninum sem eg
Frh. á bls. 7.
Business and Professional Cards
Phone 49 469
Radio Service Specialista
ELECTRONIC
LABS.
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST., WINNIPEG
MANITOBA FISHERIES
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, framkv.st).
Verzla í heíldsölu meö nýjan og:
frosinn fisk.
303 OWENA ST.
Skrifstofusími 25 355
Heimasími 55 463
Blóm slundvíslega afgreidd
THE ROSERY ltd.
Stofnaö 1905
427 Portage Ave.
Winnipeg.
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
S. M. Backman, Sec.
Keystone Fisheries
Limited
404 Scott Block
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N.D,
tslenzkur lyfsali
Fólk getur pantaö meöul
annaö meö pósti.
Fljót afgreiösla.
og
J. J. SWANSON & CO.
L.IMITED
308 AVENUE BLDG., WPG.
•
Fasteignasálar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgö.
bifreiðaábyrgö, o. s. frv.
Phone 26 821
TELEPHONE 96 010
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Accountants
1103 McARTHUR BUILDING
WINNIPEG, CANADA
Legsteinar
sem skara framúr
Úrvals blágTýti
og Manitoba marmarl
Skiifiö eftir veröskrd
GILLIS QUARRIES. LTD.
1400 SPRUCE ST.
Wlnnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
Physician & Surgeon
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Stmi 22 296
Heimili: 108 Chataway
Stmi 61 023
'ts
‘iudtojjjfé,
Éd PMONE 96 647
. ... 1
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J H. Pape, Manapinp Director
Wholesale Distributors of
Fresh and Frozen Fish.
311 Chambers St.
Office Phone 86 65l.
Res Phone 73 917.
Office Phone
88 033
Res. Phone
72 409
Dr. L. A. Sigurdson
166 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointmðnt
ANDREWS, ANDREWS
THORVALDSON AND
EGGERTSON
Lögfræöingar
209 Bank of Nova Scotia Bidg.
Portage og Garry St.
Sími 98 291
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BLDQ.
Telephone 88 124
Home Telephone 202 398
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
406 TORONTO GEN. TRCSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith 8t
PHONE 26 545 WINNIPEÖ
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaöur sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
mlnnisvaröa og legsteina.
Skrifstofu talslml 86 607
Heimilis talsími 26 444
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingur í Augna, Eyrna, nef
og hálssjúkdðmum
416 Medical Arts Building,
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 22 251
Heimasímú 42 154
Dr. S. J. Joharmesson
215 RUBT STREET
(Beint suCur af Banning)
Talstmi 30 877
ViCtalstlmi 3—5 e. h.
Frá
vim
GUNDRY & PYMORE LTD.
BritisW Quality — Fish Netting
60 VICTORIA STREET
Phone 98 211
Wlnnipeg
Manager, T. R. TIIORVALDSON
Your patronage wlll be
appreciated