Lögberg


Lögberg - 21.09.1944, Qupperneq 6

Lögberg - 21.09.1944, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER, 1944 Dómar mannanna Eftir Sergeant Þennan morgun, áður en Richard fór til vinnu sinnar, hafði hún í mikilli óstillingu sagt honum þessar hugsanir sínar, svo hann var í órólegu skapi. Henni fanst það fjarstæða að hún þyrfti að vinna í húsinu, því ekki að fá þjónustustúlku, svo hún ásetti sér að láta allt draslast án hirðingar, og slaka í engu til fyrir honum. Þegar Richard kom heim um kvöldið, var allt inni í óhirðu og óreglu. Honum varð bilt við slíka sjón. Hvaða huggun var honum í því, að sjá hold- uga og snjóhvíta handleggi Rósu fram úr fínu kjólermunum hennar, og þó hennar fallega og vel hirta hár lægi sem guil hlað um enni henn- ar. Slíkt gat verið honum fögnuður, meðan hann var á unglings árum og hafði engan al- varlegar áhyggjur, en síðan hann var kominn til aldurs, lagði hann aldrei mikið upp úr hinni ytri fágun. Hann var ólíkur Doru, að því leyti að hún var mjög gefin fyrir skart og skemtanir, eins og faðir hennar, en Richard var a'varlegur og frábitinn glingri, eips og móðir hans h^fði verið. “Rósa”, sagði hann, “það er ekki að sjá að þú hafir fært neitt til lags hér inni í dag.” “Nei,” sagði hún, “eg ætla ekki framar að gera vinnukonuverk. Slíkt sæmir ekki kon- unni þinni.” “En við höfum ekki efni til að hafa þjónustu- stúlku, ekki einu sinni hálfan daginn. við verð- um að vinna sjálf,” svaraði Richard. “Þú getur gert eins og þú vilt, en eg ætla mér ekki að vera þræll alla æfina. Giftistu mér kannske ekki til að losa mig frá þrælkun og þrældómi?” Ef Rósa hefur hugsað að hún mundi rflýkja skap mannsins síns með þessu, þá var það alger mislukkun. Hann lét sem hann heyrði ekki' til hennar og gekk að borðinu og ýtti frá sér dúknum, sem verið hafði óhreifður á borðinu frá því um morguninn. “Mér þætti ganlan að vita' hvort þér mundi líka vel að taka af borði eftfr máltíðir, og hreinsa til?” spurði hún í skensi. “Það kemur því ekki við,” svaraði Richard. “Eg þarf að brúka borðið til að skrifa við það.” Rósa þagði eitt augnablik, svo sagði hún í æstum róm: “Þessi vinnukergja, dag og nótt er blátt áfram hlægileg. Þú þarft þess alls ekki. Þú gætir orðið ríkur, bara ef þú vildir.” Richard þagði, en það gerði hana ennþá æst- ari. “Kannske að þú getir neitað því? Sagðir þú mér ekki í morgun, að þú værir ekki vanur svona lélegu heimili, að faðir þinn hefði verið ríkur, og að þú hefðir hlaupið burt frá hon- um?” “Eg neita því ekki heldur,” svaraði Richard eins alúðlega og hann gat, “en eg sagði þér líka, að vegna ástæðna^ sem þú skildir ekki, vildi eg ekki biðja hann um hjálp.” Ef þið, eins og mér skilst, eruð ósáttir, getur þú þó farið til hans. Hann mun áreiðanlega fyrirgefa þér.” “Það er ekkert sem hann þarf að fyrirgefa nlér,” svaraði Richard og hló kuldahlátur. Þessi ímyndun Rósu fanst honum þó alls ekki hlægi- leg eins og sakir stóðu. “Þú meinar að hanin hafi móðgað þig?” spurði hún kæruleysislega. “Þú getur þrátt fyrir það farið til hans, það tilheyrir ekki syn- inum að dæma föðurinn.” “Þú skilur ekkert í þessu máli, og eg vil biðja þig að tala ekki meira um það.” “Því betra,” sagði Rósa, sem æstist til enn meiri reiði við þessi orð hans. “Eg á að þegja, þræla eins og vinnukona, og fá ekki einu sinni leyfi til að tala? Það virðist að þú gleymir því að eg er konan þín, hvað illa sem þér líkar það.” “Hvernig geturðu talað svona Rósa?” “Neitaðu því ekki, þú veist fullvel að það er satt. Þú ert orðinn leiður á mér, það er öll sagan.” Þrátt fyrir það að hún í reiði sinni beit á vörina, voru augu hennar full af tárum, og það þoldi Richard ekki að sjá. Hann sagði góðlátlega við hana: “Kæra Rósa, talaðu ekki svona. Við getum ósköp vel látið okkur koma vel saman; bara ef við viljum gera okkur það ljóst að við erum fátæk og verðum að vinna fyrir þörfum okkar.” “En eg vil ekki vera fátæk, eg hata það,” sagði Rósa, og tárin runnu ofan eftir fríða andlitinu hennar. “Þfjgar eg giftist þér, hélt eg að þú mundir gera mig eins fyrirmannlega, eins og éystir þín er.” “Þú getur verið virðuleg kona þó þú vinnir fyrir lífsþörfum þínum, sem þú alls ekki þarft að gera. Þú þarft einungis að vinna fyrii þig og mig.” “Hefðarfrúr vinna ekki. Eg ímynda mér að það mundi verða eins og í fallegu skáldsög- unni, sem þú last einu sinni fyrir mig — um lá- varðinn og fátæku bóndadótturina.” Richard hló. “Reyndu að koma slíkúm ímyndunum úr höfðinu á þér, elsku Rósa mín. Skáldsögui eru sjaldan sönn mynd-af veruleikanum. Eg veit að mér verður ekki mögulegt að gera þig að ríkismannsfrú, við skulum vera ánægð og þakk- lát ef við höfum nægilegt fyrir okkur, meðan við lifum.” Rósa leit upp og horfði í andlit hans. Sorg og vonbrigði lýsti sér í augum hennar. “Og þó segir þú að faðir þinn sé ríkur?” “Eg sagði það ekki. Eg sagði bara að hann lifði í meiri alsnægtum en við gætum nokkurn- tíma vonast til.” “Þú getur þá einhverntíma farið til hans, eða að minsta kosti erfir þú auð hans, þegar hann deyr.” “Eg fer aldrei til hans, og eg hreifi aldrei við neinu af eignum hans.” “Það er skammarlegt! — heimskulegt!” sagði Rósa æst af reiði og stappaði með fætinum í gólfið. “Þar sem þú með því gætir gert mig að hefðarkonu, og með einu einasta orði fríað okkur bæði frá allri vinnu, það er illa gert af þér.” “Eg hélt þegar við giftumst að þú giftist mér fyrir ást, en að þú giftist mér fyrir þá ímynd- un i að eg væri ríkur, gat eg ekki til hugar komið.” “Það var ekki heldur ástæðan. Eg elska þig,” svaraði hún með skjálfandi rödd. “En þú ert hættur að elska mig — þú hefur bara gifst mér af meðlíðan, nú skil eg það, og það gerir mig svo vansælá. En eg ætla þó að minnsta kosti sem uppbót, að ímynda mér að eg sé rík.” Hvernig á eg að skilja þetta, góða mín?” “Rósa,” sagði Richard nú í alvarlegri róm, hættu að hugsa um þau málefni sem þú alls ekki skilur. Það er samvisku spursmál fyrir mig, að leita engrar hjálpar og þiggja ekkert af því sem föður mínum tilheyrir.” “Því þú? Eg sé enga ástæðu til þess.” “Jæja, úr því að þú endilega vilt fá að vita það, þá er það þess vegna, að hann hefir ekki aflað fjármuna sinna á heiðarlegan hátt,” svar- aði Richard. “Var hann þjófur?” spurði Rósa, dálítið stillilega. “Já, í orðsins víðustu merkingu var hann þjófur! Hann verðskuldar ekkert betra nafn.” “Úr því þú hefur nú sagt mér þetta, getur þú líka sagt mér meira um hann,” sagði Rósa. “Það er þér ekki til neins góðs að eg segi þér neitt meira um hann.” “Allt er betra en þessi eilífa dul, sem þú heldur mér í. Auðvitað trúi eg ekki einu ein- asta orði af því. Mig langar ekki til að heyra þig útbera föður þinn. Eg held að þú hafir komist í ónáð hjá honum, og hann hafi rekið þig út og ekki viljað sjá þig framar.” Richard beit sig í varirnar, en sagði ekkert, þar til Rósa spurði hann blátt áfram, hvort það væri ekki tilfellið. “Nei,” sagði Richard. “Nú, hvernig var það þá?” spurði hún. “Viltu endilega fá að vita það,” sagði Richard og stundi við, “þú hefur líklega fullan rétt til að vita leyndarmál mitt, og bera byrði mína með mér — það er okkar skylda. Lofaðu mér þá, Rósa, að segja engum frá því sem eg skal nú segja þér. Viltu lofa mér því?” “Já, eg lofa því. Það er líklega ekkert sem aðra fýsir að heyra.” , “Lofaðu mér því upp á æru þína og trú!” Rósa varð hálf hrædd við hinn þunglyndis- lega alvörusvip, sem var á andliti Richards. Hún færði sig fjær honum og sagði. “Já, Richard, eg lofa því hátíðlega, að segja ekki einni einustu manneskju, eitt einasta orð af því, en segðu mér það nú — strax!” “Eg er sonur Júlíusar Sittard,” byrjaði Richard að segja í lágum róm, “mannsins sem gerði Orinoco félagið gjaldþrota, .og strauk, burt eftir að hann hafði rænt hlutabréfunum. Ef mönnum væri kunnugt um hvar hann er, yrði hann strax sóttur og settur í fangelsi.” “Júlíus Sittard! Já, eg hefi heyrt um hann talað,” sagði Rósa, og horfði fast og forvitnis- lega á Richard nokkur augnablik, og sagði svo allt í einu. “Svo þú heitir þá ekki Morrison!” “Eg heiti Sittard Morrison, þegar foreldrar mínir giftust tók faðir minn einnig upp Morri son.” “Og faðir þinn er strokinn til útlanda?” “Já.” “Hvar er hann núna?” “Það get eg ekki sagt þér.” “Þú ert óþolandi Richard. Viltu ekki segja mér það, eða veistu það ekki?” “Eg veit það ekki upp á víst. Nú sérðu á- stæðuna fyrir því að eg leita ekki hjálpar til hans.” Rósa kipraði lymskulega saman augun, og sagði, eftir stutta þögn. “Það gæti ekki verið neinum til skaða.” “Rósa, hvað meinar þú?” “Hann getur ekki endurborgað peningana. Hann auðvitað hefur þá, og lifir ríkmannlega af þeim. Því ættir þú ekki að fá hjálp frá hon- um? Þú mundir verja peningunum betúr en hann.” “Þú veist ekki hvað þú segir,” sagði Richard í ávítandi róm. “Hver sem þiggur stolna peninga, er sjálfur þjófur — veistu það ekki?” “Eg hugsaði nú ekki út í það,” sagði Rósa og varð ólundarleg á svipinn. “Eg vona að eg hafi gert þér það skiljanlegt,” sagði Richard með áherzlu, “og þú skiljir það nú.” Hann settist við borðið og fór að skrifa. Hann hélt að þetta mál væri nú útkljáð milli þeirra, og hún vissi nú ástæðuna, en Rósa, þó hún þegði, leit ekki út fyrir að vera ánægð með skýringuna. 19. KAFLI. Það var fyrst eftir átta daga, er þau Dora og Horst Harkort voru komin heim eftir hveiti- brauðsdagana, að Horst hafði tíma til að borða morgunverð með henni. Horst hafði leigt nýtt hús, og sett upp hið yndislegasta heimili, hann lét ekkert vanta sem þénað gat sinni ungu konu til þæginda og ánægju. Stofan, þar sem þau borðuðu í morgunverðinn, var á fyrsta gólfi, og voru tvær háar glerhurðir á annari hliðinni, sem sneri að blómagarðinum. Innrétt- ingin í stofunni var hvít, með ýmsu skrauti, og margslags litum, sem eins og samsvöruðu svo eðlilega hinum þeldökku andlits lit og hnetu- brúna hári Doru. Þetta litaskraut var í minna samræmi við Horst, andlit hans var meira útitekið eftir veru sína í Swich. Þar sem þau voru fyrsta mánuð- inn eftir að þau giftust, sýndi hina fyllstu á- nægju pg aðdáun er hann horfði á sína ungu og fríðu konu, er sat á móti honum við borðið. “Nú verð eg að fara,” sagði hann að lokum. “Eg kem ekki heim fyr en nokkuð seint, lík- lega ekki fyr en klukkan sjö í kvöld, það er svo margt sem eg þarf að koma til lags eftir burtveruna.” “Ó, Horst! Geturðu ekki komið fyr? Þú veist að við eigum von á svo mörgum gestum í dag.” “Er litla elsku konan mín feimin við að taka á móti gestunum einsömul?” spurði hann. Hvernig hann hélt í hpndina á henni, og hvernig hann horfði á hana, sýndi hvað hann unni henni og elskaði hana. Dora brosti til hans, og dró ekki hendi sína úr hendi hans, en hún reyndi ekki til að end- urgjalda þá ást og umhyggju, sem skein úr augum hans. “Eg held að það fari í einhvert ólag hjá mér að taka á móti gestunum,” sagði hún feimnis- lega. “Eg veit ekki um hvað eg á að tala við gestina. Eg vona að Theresa komi, hún hjálpar mér.” / “Já, eg vona það líka að hún komi. Eg skrif- aði henni í gærkvöldi og bað hana að koma og vera þér til aðstoðar.” “Ó, það var vel gjört af þér,” sagði Dora, með meira fjöri. “Eg get þá treyst því að hún komi, ef frú Sandon þarf hennar ekki nauð- synlega með. Theresa er altaf svo góð. Veistu ekki hverjir munu koma í dag?” “Eins og þú veist á eg nokkra kunningja hér í nágrenninu. Meðal þeirra eru mínir gömlu vinir, Oldenbruchs hjónin, hann er prestur, konan hans er góð kona, sem gerir mikið gott í sókninni. Svo býst eg við að Annie systir mín og frú Burton frændkona mín múni vilja sjá hvernig umhorfs er hjá okkur.” “Það er nú alt gott og blessað,” ságði Dora, “en er ekkert ungt fólk með þeim, eg meina, fólk á mínum aldri, sem er kátt og fjörugt.” Hann leit sem snöggvast á hana án þess að svara. Ef til vill hafði aldursmunur þeirra aldrei áður orðið honum eins skýr og nú. Fólkið sem hann hafði nefnt, var allt á hans aldri, skemtilegt fólk, en kannske ekki nógu skemtilegt fyrir Doru, og honum datt allt í einu í hug, að hann liti á fólk, átján til tuttugu ára, eins og börn eða unglinga, sem ekki ættu félagslega samleið með sér. Nú varð hann að bjóða ungu fólki til að gera konu sinni tll geðs. “Oldenbruchs,” sagði hann í breyttum róm, sem Dora skildi ekkert í, “eiga dætur, sem eru á aldri við þig, og syni sem eru enn í skóla. Eg er viss um að þér'líkar þau.” “Ó, já, það hugsa eg líka,” sagði Dora, með blöðu bragði. “Kannske að þau tilheyri knattleikafélagi. Leikur þú knattleik, Horst? Eg hefi ekki spurt þig að því fyr.” “Eg gerði það áður fyr,” svaraði hann og stóð upp og gekk yfir að ofninum; en það eru liðin mörg ár síðan.” Sú sæla og unun, sem þessi fyrsta morgun- verðarstund hafði komið Horst Harkort i, var nú snögglega horfin. Það var sem að einhver deyfð hefði fallið allt í einu yfir hann. Dora horfði á hann, og ef augu hennar töluðu ekki brennandi kærleiksmál, þá mátti þó lesa í þeim ynnilega kvennlega samhygð. Hún fann til þess að hann varð hljóður, án þess að hún vissi af hverju. “Heldurðu ekki að þér þætti gaman að leika knattleik ennþá?” spurði hún. “Ekki held eg það, barnið mitt, eg er orðin of gamall til þess,” sagði hann brosandi, en þunglyndislega. Dora horfði hugsandi á hann og roðnaði, eins og henni yrði nú allt í einu ljós ástæðan fyrir svipbrigði hans. “Elsku Horst, kannske að eg láti það vera að leika knattleik, fyrst þú gerir það ekki. Ef þú svo vilt, skal eg ekki /ramar láta mér detta það í hug — þó það sé mín mesta uppáhalds skemtun.” “Því ættir þú að neita þér um þessa skemtun mín vegna, elskan mín,” sagði hann blíðlega. “Já, þú skalt bara njóta þessarar skemtunar, það eyðir tímanum og styttir daginn fyrir þér, þegar eg er að heiman. Mér liði ekki vel, ef eg vissi að þér leiddist heima.” “Mér leiðist aldrei,” svaraði Dora glaðlega, en veitti því ekki eftirtekt að þungt áhyggju- ský lá yfir enni hans, sem hún var ekki fær um, með glaðværð sinni að ná burt. Horst hafði ekkert á móti því að konan sín nyti þeirra skemtana, sem henni líkaði best, og eignaðist nýja vini, meðal kunningja sinna, en hver yrði afstaða hans, þar sem hann væri of gamall, til að taka þátt í hennar saklausu skemtunum. Mundi hann ekki verða eins og einhver illa séður auli, sem vekti yfir og gætti hverrar hreyfingar hennar, og öfundaði hana af þeim stundum sem hún skemti sér með jafnöldrum sínum? “Hamingjan forði mér frá því,” sagði Horst við sjálfan sig, á leiðinni til skrifstofu sinnar. “Ef hefði ekki átt að giftast henni, ef eg hefði ekki getað skilið það, að hún yrði að njóta lífsgleðinnar með jafnöldruhn sínum, og eg gæti gert mig ánægðan með að vera í skugg- anum og gleðja mig við að sjá hana ánægða.” Og samt sem áður fann hann til þess að sér mundi verða erfitt að vera í skugganum; hann var því óvanur. “Eg venst því kannske með tíð og tíma,” hugsaði hann með sér. Dora undi sér vel heima eftir að Horst fór. Hún tíndi blóm í garðinum og lét í blóma- kerin í borðstofunni, að því búnu fór hún að búa sig og skreyta, áður en gestirnir kæmu. Theresa kom fyrst. Dora fagnaði henni mjög ynnilega, og næst kom frú, Burton, frænka Horst, og frú Walrich, systir hans. Báðar þessar frúr höfðu áður komið Doru svo fyrir, að henni var óljúft að taka á móti þeim, og þótti nú sérstaklega vænt um að Theresa var þar, henni til aðstoðar. , Frú Wolrich var há og grönn vexti, með þunt og beinabert andlit; hún fór strax að finna að og setja út á húsmunina, sem Horst hafði keypt, og Dora vissi vel, að undir eins og hún væri komin út úr stofunni, mundi hún á sama hátt setja út á sig, sem konu bróður síns. Frú Burton, var mjög holdug og hæglát kona, en það var ekki betra sem hún hafði að leggja til málanna. Dora fann til þess að sér mundi verða ervitt -að halda uppi samtali við þær. Henni var miklu auðveldara að tala við frú Oldenbruch, sem var góðlát og yfirlætislaus kona, sem Doru geðjaðist strax vel að. Hún reyndi ekki að koma Doru í vandræði með als- lags ógeðfeldum spurningum, en sagði henni um sína löngu kynningu og vináttu við Hr. Harkort, og um hans góða hjartalag og hjálp- semi sem hann ávalt sýndi þeðar á lægi. Frú Wolrich og frú Burton, litu með hæðnis glotti hvor á aðra. “Við vorum farin að halda að hann mundi aldrei gifta sig,” sagði frú Oldenbruch bros- andi. “Og nú hefur hann gert okkur allarN hissa.” “Já, í fyllsta máta hissa,” sagði frúWValrich hryssingslega. “Hvað lengi hefur þú þekkt Horst, frú Old- enbruch?” spurði Dora, sem vildi reyna að leiða umtalsefnið frá giftingu sinni. “Öað eru líklega tuttugu og fimm ár,” sagði frú Oldenbruch hugsandi. “Það var hin elsku- lega frú Sittard, sem dó svo ung, sem kynnti okkur í lystigarðs samkvæmi. Þá var Hr. Horst bara unglingur.” Dora hrökk við þegar hún heyrði þetta nafn. Hún var ekki æfð í að dylja tilfinningar sínar. Theresa sneri sér að frú Oldenrich. “Meinarðu konu óhamingjusama mannsins, sem setti Orienco gróða félagið á hausinn, og féfletti svo marga?” “Já, á þeirri tíð hafði engin neitt ilt um hann að segja. Frú Sittard og eg vorum skóla- systur; okkur þótti fjarska vænt hvorri um aðra. Er það ekki undarlegt,” sagði frú Oldenrich alt í einu, og sneri sér að Doru, “þú ert svo undur lík henni.” “Kannske að þessi nýja mágkona mín sé í ætt við Sittard fjölskylduna?” skaut frú Wal- rich inn í, fyrirlitningarlega. “Nafn mitt áður en eg giftist var Morríson,” sagði Dora og roðnaði. Hún var of samviskusöm til að segja ósatt, og leit því út sem sakbitin, Við þessa snöggu athugasemd frú Wolrich.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.