Lögberg - 21.09.1944, Síða 8

Lögberg - 21.09.1944, Síða 8
8 LÖGBSRG. FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER, 1944 Or borg og bygð Fjórar íslenzkar stúlkur vilja fá þriggja herbergja íbúð á ís- lenzku heimili í vesturbænum. æskilegt er að öll herbergin séu með nauðsynlegum húsgögnum. Símið 34 265 milli 5—7 að kvöld- inu. Þegar eg gijtist Elínu Á mig sólin auðnu skín, aldrei því eg gleymi; nú er Elín orðin mín unun stærst í heimi. Sigvaldi Nordal. • Þeir Stefán Matthews frá Siglunesi og Gísli Hallsson frá Vogar, voru staddir í borginni í vikunni sem leið. 9 Til borgarinnar kom um síð- ustu helgi í heimsókn til for- -* eldra sinna, þeirra Mr. og Mrs. A. G. Polson, 652 Goulden St. Mrs. J. M. Jackson frá Essendale, B. C. Faðir hennar sem legið hefir á sjúkrahúsi í þrjár vikur, er nú á góðum batavegi. Mrs. Jack- son brá sér norður í Nýja ísland í heimsókn til ættingja og vina. 9 Mr. Hallgrímur trésmiður Bjömsson frá Riverton, hefir dvalið í borginni nokkra undan- farna daga. 9 The Junior and Senior Ladies Aids of the First Lutheran Church are holding a “Rum- mage Sale” on Wednesday Sept. 27th. General convenors are, Mrs. A. W. Perry and Mrs. J. P. Markuson. 0 The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church will hold their regular meeting on Tues- day, Sept. 26th in the Church parlors. All members are asked to bring their donatiors for the Rummage Sale which is being held the following day. 9 Heimilisiðnaðarfélagið heldur fyrsta fund eftir sumarfríið, laugardags eftirmiðdaginn 23. september, að heimili Mrs. K. Oliver, Whittier St., Kirkfield Park. Konurnar eru beðnar að taka Portage Ave. car og að vera komnar vestur til Deer Lodge ekki seinna en kl. 2.10 til þess að geta orðið samferða með St. Charles bus, sem fer frá Deer Lodge kl. 2.15. 0 Deild 1 og 2 í kvenfélagi Fyrsta lúterska safnaðar, efnir til sölu á heimatilbúnum mat í fundar- sal kirkjunnar þann 29. þ. m. frá kl. 2.30 e. h. og fram eftir kvöld- inu; þarna verður á boðstólum kæfa, rúllupylsa og margt ann- að kj arnmeti; telja má víst, að mikill mannfjöldi sæki útsölu þessa. 9 Fólk í Lögbergs og Þingvalla- byggðunum í Sask., er vinsam- legast beðið að veita því athygli, að séra S. S. Christopherson, hef- ir góðfúslega tekið að sér að veita viðtöku áskriftargjöldum fyrir blaðið; þeir, sem gerast vilja nýir kaupendur þar vestra, snúi sér einnig til séra Sigurðar. 0 Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband á heim- ili Mrs. Bristow á Gimli, yngsta dóttir hennar, Irene Grace og Björgvin Thordarson ættaður frá Árnes. Séra Skúli Sigurgeirsson framkvæmdi hjónavígsluathöfn- ina. Framtíðarheimili ungu hjón anna verður á Gimli. Að aflokinni hjónavígslu, var setin vegleg veizlu á heimili móð ur brúðarinnar. 0 Útför Thordar Johnson, sem nýlega druknaði í Winnipeg- vatni, fór fram að viðstöddu fjöl- menni síðastliðin mánudag. Séra Skúli Sigurgeirsson jarðsöng. Mr. Marino Briem frá River- ton, var staddur í borginni á mánudaginn. 0 Mr. Helgi Sigurgeirsson verk- smiðjustjóri frá Mikley, var staddur í borginni um helgina. 0 Roskin íslenzk hjón, sem ann- ast vilja um háaldraða, íslenzka konu í smábæ, ekki langt frá Winnipeg, geta fengið ókeypis húsnæði á heimili gömlu konunn ar, og nokkra þóknun að auki. Gamla konan nýtur enn góðrar heilsu. Leitið upplýsinga á skrif- stofu Lögbergs, eða símið 39 003. O Sá, eða sú, sem af einhverjum ástæðum hefir ekki skilað music sheet No. 23, sem tilheyrir há- tíðakórnum frá 17. júní, er vin- samlega beðinn að koma því sem fyrst til Mrs. G. J. Johnson 109 Garfield St., sími 36 879. Einnig eru þeir sem kynnu að hafa music tilheyrandi Icelandic Choral Society, eða söngflokki Fyrstu lútersku kirkju, beðnir að skila slíku til Mrs. Johnson. Kveðjusamsæti. Hér með tilkynnist að Þjóð- ræknisfélag íslendinga í Vestur- heimi, efnir til kveðjusamsætis fyrir Eggert lækni Steinþórsson og frú Gerði í Blue Room, Hotel Marlborough, Winnipeg, miðviku dagskvöldið 4. okt., stundvíslega kl. 7 e. h. Þeir sem óska þess að nota þetta tækifæri til að kveðja þessi vinsælu hjón, verða að gefa sig fram og kaupa aðgöngumiða hjá íslenzku blöðunum eða hjá Davíð Björnssyni bóksala, ekki síðar en á laugardaginn 30. sept. Inngangur kostar $1.25 á mann. Samkvæmisföt óskast ekki. Þann 16. sept. voru gefin sam- an í hjónaband að heimili Capt. og Mrs. William Stevens. Grand Marios, Man., Margrét Ingibjörg dóttir þeirra, og Arthur Russell Hadley, Edwin, Man. Stór hóp- ur ástvina og nánustu vanda- manna brúðhjónanna voru við- staddir. Að giftingar athöfninni aflokinni var ríkulegur kvöld- verður framreiddur, nutu allir ánægjulegrar stundar. Heimili ungu hjónanna verður í Winni- peg. Sóknarprestur Selkirk safn- aðar gifti. 0 Þann 4. sept. kl. 7.30 e. h., voru gefin saman í hjónaband af Rev. W. J. MacDonnell,- R.C.N. capl- ain í Halifax, þau Gertrude Veronica Wildsmith, dóttir Mrs. A. E. Wildsmith og manns henn- ar, Frank Wildsmith, sem dáinn er fyrir nokkrum árum, og Lieut. Baldur F. Guttormson, sonur Mr. og Mrs. Jósep Guttormson, Ár- borg, Man. Brúðurin er af ensk- um ættum. Voru þau aðstoðuð af Miss Corinne Albert., Miss L. M. Guttormson, systur brúð- gumans, og Wrrnt. Eng. Alfred Wildsmith. Að athöfninni lokinni sátu um hundrað manns rausnarlega veizlu á heimili brúðarinnar, 98 Albert St., Halifax. Ungu hjónin fóru giftingartúr til Charlettetown, P. E. I. Heimili þeirra verður fyrst um sinn í Halifax. 0 Þakklæti. Gefið í byggingarsjóð Banda- lags lúterskra kvenna: Mr. og Mrs. Thordur Thordar- son, Gimli, $50.00. Lút. Kvenfél. “Líkn”, Blaine, Wash. $25.00. Kvenfél. Glenboro safn. Glen- boro, Man. $10.00. Mrs. Bertha L. Curry, California, $50^00. Einnig gaf Mrs. Curry, húsmuni, “buffet” og 6 stóla. Mrs. Anna Magnússon, Selkirk, bókaskáp og skrifborð. Fyrir allar þessar rausnarlegu gjafir og allan velvilja í garð þessa fyrir.tækis, þakkar Banda- lagið alúðlega. Hólmfríður Daníelson. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands, prestur, Heimili: 776 Victor St. Sími 29 017. Guðsþjónustur á sunnudögum. Kl. 11 f. h. á ensku. Kl. 12.15 sunnudagaskóli. Kl. 7 e. h. á íslenzku. Söngæfingar: Eldri söngflokkurinn á fimtu- dögum kl. 8. Yngri söngflokkurinn á föstu- dögum kl. 8. 9 Prestakall Norður Nýja íslands. 24. sept,—Hnausa, messa kl. 2 e. h. Árborg, ensk messa kl. 8 e. h. 1. okt.—Framnes, messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. 9 Lúterska kirkjan í Selkirk. Sunnudaginn 24. sept. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. 0 Suðsþjónusta í Vancouver, kl. 7,30 e. h., sunnudaginn 1. okt., í dönsku kirkjunni á E. 19th Ave. og Burns St. Allir velkomnir. R. Marteinsson. 0 Messa í Upham, N.-Dak. Sunnudaginn 24. sept., verður messað í Upham N.-Dak, kl. 2 e. h. Bæði málin verða notuð. Allir velkomnir. E. H. Fáfnis. HOUSES FOR SALE AT GIMLI One of the better homes at Gimli, stucco bungalow of 6 rms. and sunroom, extra good base- ment and furnace, lovely large lot with trees, shrubs and peren- nials. It’s a real home. Price $3,700.00. Large cash payment required. Possession anytime. Call Sigmar of J. J. SWANSON and Co. Ltd. Phone 26 821 or Evgs. 21418. FARIÐ EKKI Á MIS VIÐ HIN UNDURSAMLEGU KAUP Á LOÐFÖTUM HJÁ Perth’s 1945 TÍZKA ÚRVALSEFNI ÓVIÐJAFNANLEG GÆÐI Heimsækið PERTH’S MASTER FURRIERS 436 PORTAGE AVE. Just west of the Mall BODSBRÉF Eins og undanfarin ár hefir kvenfélagið “Eining” á Lundar, ákveðið að hafa haustboð fyrir aldraða fólkið, og eins og í fyrra- haust biðjum við bæði íslenzku vikublöðin að færa fólkinu boðs- bréfin og erum mjög þakklátar ritstjórunum fyrir hjálpina. Fólkið á Lundar, og byggð- inni í kring, veit hvernig þessi haustboð eru. Öllu íslenzku fólki milli Oak Point og Eriksdale er boðið, sem er 60 ára og yfir, öllum þeim sem vanir voru að fá boðsbréf, og þeim öðrum sem færst hafa yfir 60 ára aldurinn síðan, og fylgdarmönnum, sem sumir þurfa að hafa er einnig vinsamlega boðið. Auglýsingar um þetta eru sett- ar upp á Lundar. Samkoman verður haldin sunnudaginn 24. sept. kl. 1,30 e. h. í Sambands- kirkjunni á Lundar. Við vonum að sem flest af gamla fólkinu geti komið þann dag. Fyrir hönd kvenfélagsins “Ein- ing”, Björg Björnsson, Helga Jóhannson. Wartime Prices and Trade Board Kaffi og Te skömtun afnumin. Á og eftir 19. sept., fæst kaffi og te í Canada án seðla, sam- kvæmt tilkynningu frá W. P. T. B. Greiðari samgöngur og batn- andi stríðshorfur hafa gert þetta mögulegt. Smjörskamturinn. Smjörbirgðir í Canada eru 11.500.000 pundum lægri en um þetta leyti í fyrra. Það hefir því verið ákveðið að fresta gildi smjörseðla númer 80 og 81 um eina viku. Þ. e. a. s. frá 5. okt., til 12. okt., og seðla númer 88 og 89 frá 7. desember til þess 14. Fólki er tilkynnt þetta fyrir- fram til þess að það eigi betra með að skipta skamtinum þannig að hann endist út tímabilið. Sam kvæmt nýjustu skýrslum hefir smjörframleiðsla í Canada frá 1. janúar til 31. ágúst, lækkað um 12.000.000 pund. Spurningar og svör. Spurt. Kvenfélagið okkar er að hugsa um að halda samkomu með veitingum, handa fólki sem er í herþjónustu. Er hægt að fá nokkurn aukaskamt? Svar. Nei. Því miður er það ekki mögulegt. Það eina sem þið getið gert er að biðja hverja félagskonu að leggja eitthvað til úr eigin skamti. Spurt. Eg borgaði nýlega $1.50 fyrir að láta setja hálfsóla á skó; eg hefi aldrei áður borgað nema dollar. Er ekkert hámarksverð? Svar. Jú. Hver skósmiður á að halda sér við það verð er hann setti á hámarkstímabilinu. Spurt. Verða hermanna gesta- spjöld (R. B. 180) að vera send til Local Ration Board innan nokkurs tiltekins tíma? Svar. Nei. Það má koma með þau hvenær sem er. Þú veizt sjálf sagt að 'það er nauðsynlegt að hafa spjald eða spjöld fyrir níu máltíðir áður en aukaskamtur fæst. \/ erum samtalca um stuðning við allar líknarstofnanir hverju nafni, sem þær nefnast, og látum ekki undir höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini. DREWRYS LIMITED Spurt. Það er verið að tala um að minka smjörskamtinn ennþá einu sinni; hvað ’er seðlagildi nú? Svar. Alveg það sama og áður. Hver seðill er fyrir hálft pund Skamturinn er minkaður með því að fresta deginum sem ssðl- arnir ganga í gildi, um eina viku, við og við. Spurt. Það eru nýir leigjend- ur að flytja í íbúð hér í húsinu. Er nauðsynlegt að tilkynna leigu nefndinni um þetta? Svar. Já. Húsráðendur eiga að tilkynna leigunefndinni ef skift er um leigjendur, eða nokkur breyting á sér stað á leigu eða þjónustu. Spurt. Mér finst verðið of hátt hjá verzlunarmanninum þar sem við búum. Hvernig get eg fengið þetta rannsakað? Svar. Þú getur sent umkvört- un með öllum nauðsynlegum upplýsingum, svo sem nafni kaupmannsins, vörutegund og verði o. s. frv. til Women’s Regional Advisory Committee, W. P. T. B. Power Bldg., Wpg. Spurt. Er saumakonum leyft að sauma síða kjóla handa brúð- armeyjum? Svar. Nei. Þeir sem sauma til að selja eða sem þiggja borgun fyrir sauma eru háðir sömu reglugerðum og klæðaverksmiðj urnar. Spurt. Eg sé að peanut-butter er nú fáanlegt í búðunum. Br það skamtað? Svar. Nei. Það er ekki skamt- að. Smjörseðlar númer 78 og 79 ganga í gildi 21. sept. Þetta smjör verður að endast þangað til 12. okt. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Wpg- The Swan Manufacturing Co. Manuíacturers of SffAW WEATHER-STRIP Winnipeg. Halldór Methusalems Swan Eigandi 281 James Street Phone 22 641 The Icelandic Canadian A quarterly magazine published by The Icelandic Canadian Club. Of special interest to the descendants of Icelandic Pioneers in America. It stimulates achievement by bringing to their attention literary, and other efforts of our young people. The first two volumes contain nearly 300 pictures. The next issue is almost ready for mailing. Subscription rates: 1 yr. $1.00. 2 yrs. 1.75. 3 yrs. $2.25. payable in advance. Backnumbers supplied while they last at same rate. Circulation Manager, THE ICELANDIC CANADIAN 869 Garfield St., Winnipeg, Man. Ágætt hús til sölu Nú þegar fæst til sölu húseignin 363 Main og McLean í Selkirk; hús þetta er með öllum nýtízku þægindum, ný málað utan og innan; í því eru sex herbergi; tvenns konar tegundir vatns er í húsinu, til neyzlu og þvotta. Lóðin er 33 fet á breidd og 150 fel á lengd. Munið, að húseignin er á einum allra fegursta stað í bænum. á mótum Main og McLean. Spyrjist fyrir um upplýsingar hjá H. C. Heap SELKIRK, MAN. CITY HYDRO TILKYNNIR AÐ JOHN W. SANGER verði eftirmaður JOHN G. GLASSCO SEM AÐALFORSTJÖRI John W. Sanger John G. Glassco Fyrrum yfirverkfræðingur, og í þjónustu City Hydro í meir en þrjátíu ár, Mr. Sanger verð- ur eftirmaður Mr. Glassco, sem lét af sýslan 15. september, eftir þrjátíu og fimm ára ó- gleymanlega þjónustu. Því má'treysta, að Mr. Sanger, sem nú tekur við forstjórn hjá City Hydro, stjórni vitur- lega þessu fyrirtæki að loknu stríði, og vísi því veg til frekari þróunar. CITY HYDRO

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.