Lögberg - 28.09.1944, Side 8

Lögberg - 28.09.1944, Side 8
8 LÖGBEFfG. FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1944 Úr borg og bygð Jon Sigurðson félagið heldur næsta fund á mánudagskveldið, 2. okt., á heimili Mrs. P. J. Sivertson, 497 Telfer St. Takið eftir breytingu á deginum. Þakklœti. Gefið í byggingarsjóð Banda- lags lút. kvenna. Kvenfél. “Freyja”, Geysir, $25.00. Kvenfél. “Liljan” Hnausa, $25.00. Kærar þakkir. Hólmfríður Danielson. • Mr. Guðmundur Pétursson frá Geysir, Man., kom til borgarinn- ar í byrjun vikunnar, til þess að leita sér læknisaðgerða. • Kveðjusamsæti. Hér með tilkynnist að Þjóð- ræknisfélag íslendinga í Vestur- heimi, efnir til kveðjusamsætis fyrir Eggert lækni Steinþórsson og frú Gerði í Blue Room, Hotel Marlborough, Winnipeg, miðviku dagskvöldið 4. okt., stundvíslega kl. 7 e. h. Þeir sem óska þess að nota þetta tækifæri til að kveðja þessi vinsælu hjón, verða að gefa sig fram og kaupa aðgöngumiða hjá íslenzku blöðunum eða hjá Davíð Björnssyni bóksala, ekki síðar en á laugardaginn 30. sept. Inngangur kostar $1.25 á mann. Samkvæmisföt óskast ekki. • Deild 1 og 2 í kvenfélagi Fyrsta lúterska safnaðar, efnir til Silver Tea og sölu á heimatilbúnu góð- gæti í fundarsal kirkjunnar þann 29. þ. m. frá kl. 2.30 e. h. og fram eftir kvöldinu. Þess er vænst, að mikill fólksfjöldi heimsæki kven- félagskonurnar við þetta tæki- færi. • Verkamanna frömuðurinn víð • kunni. Mr. Fridrik Fljozdal frá Detroit, Mich., kom til borgar- innar síðastliðinn sunnudag og dvaldi hér fram á miðvikudags- kvöld; hann var um langt skeið forseti eins hins alvoldugasta sambands járnbrautarþjóna í Norður Ameríku, og heimsótti ísland í tilefni af Alþingishátíð- inni 1930 sem einn af.fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Þótt Mr. Fljozdal hafi aldrei á æfi sinni komið inn fyrir skóladyr, er hann engu að síður víðmenntur áhrifa maður. • Jóns Sigurðssonar félagið held ur sitt árlega Silver Tea og út- sölu á heimatilbúnu góðgæti, og “White Elephant” sölu í T. Eaton Assembly Hall á 7. lofti, á laug- ardaginn þann 7. október næst- komandi. Styðjið hinar þörfu mannúðarstarfsemi . félagsins með því að fjölmenna á áminstan stað, hinn tiltekna dag. • Miss Enid Brynjólfson frá Vancouver, dvelur í borginni þessæ dagana í heimsókn til ætt- ingja og vina; hún er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Bennie Brynjólfson, sem um langt skeið áttu heima í Winnipeg. • Á samkomu, sem haldin verð- ur í samkomuhúsinu í Framnesi, Man., föstudaginn 6. okt. n. k. fer fram fjörug kappræða um það spursmál, hvort heppilegra yrði að kvennmenn færu með stjórnarvöld fremur en karl- menn. Játendur verða séra Skúli J. Sigurgeirsson og Gunnlaugur Holm, en neitendur séra Bjarni A. Bjarnason og Sigurður Wopn- ford. Einnig í skemtiskrá verður söngur, hljóðfærasláttur og dans. Samkoman byrjar kl. 9 e. h. Inngangur 35c og 20c. Kaffi- veitingar. Fulltrúanefnd Árdalssafnaðar stendur fyrir þessari skemti- stund. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands, prestur, Heimili: 776 Victor St. Sími 29 017. Guðsþjónustur á sunnudögum. Kl. 11 f. h. á ensku. Kl. 12.15 sunnudagaskóli. Kl. 7 e. h. á íslenzku. Söngæfingar: Eldri söngflokkurinn á fimtu- dögum kl. 8. Yngri söngflokkurinn á föstu- dögum kl. 8. • Prestakall Norður Nýja íslands. 1. okt.—Framnes, messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. • Gruðsþjónusta í Vancouver, kl. 7,30. e. h., sunnudaginn 1. okt., í dönsku kirkjunni á E. 19th Ave. og Burns St. Allir velkomnir. R. Marteinsson. • Lúterska kirkjan í Selkirk. Sunnudaginn 1. okt. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. Þakklætismessur við Church- bridge og víðar: 1 Hólaskóla þ. 1. okt. kl. 2 e. h. í Concordia kirkju þ. 8 og í Lög- bergskirkju þ. 15 og altarisganga. Sækjum öll messur þessar; mikið er að þakka. s. s. c. Endir og upphaf Flutt á Þjóðernisdegi í Seattle Wash. 6. ágústð 1944, af séra Kolbeini Sæmundssyni. Herra forseti! Heiðruðu tilheyrendur! Vér erum uppi á háalvarleg- um og örlagaþrungnum tímum. Örlög alls heimsins eru sem leiksoppur er tveir keppinautar sækjast á um. Öfl frelsis og ánauðar berast á banaspjótum og berjast sem jötnar um yfirráð þjóðanna. Og svo hefir verið fast og grimmilega sótt og frækilega varist að oft hefir virst vafa- samt hvar sigurinn mundi' lenda. Þau hamrömu fangbrögð, sem nú standa yfir í heiminum minna á lýsinguna á fangbrögð- um Friðþjófs hins frækna og Atla hins ramma: “Sem steypist brim á strendur, um stáli dúðuð bök þeir greiptu hraustar hendur með hamröm glímutök. Um sjónir svitinn fellur, en sinar þenjast út, og bringan breiða svellur og bolur hnýtst í hnút. Með blöskran allir bíða sem bundnir fast við strönd. Það fang er víðfrægt víða um voldug Norðurlönd. En fangbrögð þau er nú eru Iþreytt eru ekki takmörkuð við nokkurt eitt land eða fáein lönd. Ægileg fótspor jötna þeirra er nú eru að heyja örlaga glím- una um örlög mannkynsins eru að sjá um allar jarðir heims. Og á heillaríkum úrslitum þeirra fangbragða byggist vonin um framtíðar frelsi allra þjóða, stórra og smárra. Og fyrir guð- lega vernd og náð er nú farið að líta svo út, sem fullnaðarsigur muni falla í skaut þeim er fyrir mannréttindum, frelsl og varan- legum friði berjast. Mitt í þeim mikla hildarleik er nú stendur yfir erum vér hér saman komin sem íslendingar til að fagna yfir sigri er fallið hefir í skaut ættþjóð vorri, einn- ar hinna minstu þjóða heimsins. Það kann að virðast smár sig- ur í samanburði við þá stórhrika- legu sigra er sumar aðrar þjóðir eru nú að vinna. En þrátt fyrir það er það stórmekilegu sigur, og hans hefir líka verið ræki- lega og að verðleikum minst, ekki aðeins meðal fólks af ís- lenzkum ættum, heldur og víðs- vegar um hinn mentaða og frjálsa og frelsiselskandi- hluta heims- ins. , Vér íslendingar erum á þess- um tímum staddir við enda og upphaf. Vér erum stödd við fullkominn enda þess tímabils er ættjörð vor varð að lúta yfir- ráðum annara þjóða, — þess tímabils er óréttur og ánauð þjök uðu hinni litlu íslenzku þjóð bæði andlega og líkamlega. — Þess tímabils er næstum gjörði út af við ísland og íbúa þess, — þess tímabils, sem fyrir ófrelsi, kúgun c/g drepsóttir, ísár og eld- gos færði manntal þjóðarinnar niður í aðeins 47,000, næstum einum þriðja minna en það var um 930 er landið var talið al- bygt. Að hin örsmáa og varnarlausa íslenzka þjóð leið ei algjörlega undir lok á þvL óumræðilega hörmungartímabili sýnir og sannar hve mikið var í hana spunnið bæði líkamlega og and- lega. Fyrir þá meðfæddu mann- dáð og andlegt atgerfi, samfara guðlegri handleiðslu og vernd, sem uppvakti innblásna, ótrauða leiðtoga er héldu á lofti ljósi trúar, frelsis og mannréttinda, tók smátt og smátt að birta af nýjum degi, ánauðarhlekkirnir brustu einn af öðrum, fátæktar- okinu létti og framfarir, vel- gengni og frelsi tóku sér ból- festu og gjörðust íörunautar þjóðarinnar. Og nú er hið langa þrauta og niðurlægingar tímabil íslands á enda runnið. Vér stöndum nú við enda þess. Eftir sjö alda baráttu hefir réttlæti og frelsi unnið sig- ur í sögu þjóðar vorrar, og hún stendur nú alfrjáls og tíguleg í fylkingu þeirra þjóða er mann- réttindum og frelsi unna Og hve Fjallkonan fagra með syni sínum og dætur sómir sér vel í þeirri fylking! Hún á þar heima! Hárlokkar hennar blakta í blíðum andvara frelsisins og bjartir ljósgeislar sannrar kristi- legrar menningar ljóma henni um brár. Það er fögur sýn og tilkomu- mikil, — sýn, sem vekur í hverri íslenzkri sál sannan og háleitan metnað, — sýn, sem hvetur til þakkargjörðar til Guðs fyrir varðveizlu, handleiðslu og náð hans, — sýn, sem eggjar hvern íslenzkan anda fram til dáða á hinu nýja tímabili, sem fram- undan er. Vér íslendingar, sem í þessu mikla mannréttinda og lýðfrelsis landi búum, finnum sérstakan fögnuð í því að Bandaríkin voru fyrst allra þjóða til að lýsa bless- un sinni og velþóknun yfir stofnun íslenzka lýðveldisins, og að Roosevelt forseti var fyrstur til að senda heillaskeyti til ís- lands í tilefni af fullkomnu frelsi þess, og að hinn fyrsti sérstaki fulltrúi til viðurkenningar lýð- veldisins íslenzka kom frá Banda ríkjum Ameríku. Þannig eru hin minsta þjóð og hin mesta þjóð heimsins tengd- ar helgum böndum frelsis og mannréttinda. Þær eru oss báðar svo hjartanlega kærar, og vér gleðjumst innilega yfir því að þær eiga hugsjónalega samleið í heimi menningar og mannúð- ar. Og vér stöndum hér einnig við upphaf, — upphafs nýs tímabils í lífi og sögu íslenzku þjóðarinn- ar, — upphaf íslenzks fullveldis, — upphaf þess tímabils er ís- lenzka þjóðin verður að sanna öllum heimi að hún sé hæf og fær til að fara með og njóta þess frelsis, sem hún nú hefir hlotið. Vér efumst ekki um að áfram- hald þessa nýja tímabils verði eins bjart og fagurt sem upphaf þess. Vér hugsum til íslands í dag og biðjum því heilla og blessun- ar Guðs. Við slíkt tækifæri sem þetta er eðlilegt að hugsa “heim” í ljóði og^langar mig því að Ijúka máli mínu með því að fara með lítið kvæði til íslands. Wartime Prices and Trade Board Skömtunarbók nr. fimm. Skömtunarbók númer fimm verður gefin út frá 14.—21. okt. Fyllið út K-seðla síðuna í bók númer fjögur með nafni og utaná skrift en takið ekki síðuna úr bókinni, það verður gert á út- hlutunarskrifstofunni og bókinni svo skilað aftur ásamt nýju bók- inni. Spurningar og svör. Spurt. Hvar fást upplýsingar viðvíkjandi hámarksverði á not- uðum bílum? Svar. Á öllum W. P. T. B. skrif stofum. Spurt. Eg er að hugsa um að kaupa bíl af eiganda. Hvaða upp- lýsingar þarf eg að senda W. P. T. B. Svar. Það er sá sem selur, en ekki sá sem kaupir, sem tilkynn- ir W. P. T. B. Eyðublöð fást á W. P. T. B. skrifstofum. Selj- andinn verður að fylla þau út, afhenda skrifstofunni eitt og kaupandanum annað. Annars get ur nýji eigandinn ekki fengið gasolin skamtinn. Spurt. Hvar fæst bók sem nefnist “Re-Make Wrinkles”? Svar. Hún kostar ekkert og fæst með því að skrifa til Wom- ens Regionel Advisory Com- mittee, W. P. T. B., Power Bldg., Winnipeg. Spurt. Hvar fæst leyfi til að kaupa þakrennur á hús, sem ver- ið er að byggja? Svar. Þakrennur úr málmi á ný hús fást nú án leyfis. Spurt. Eru sætmetisseðlarnir í bók númer þrjú enn gildir? Svar. Já. Þeir sem enn eiga HOUSES FOR SALE — GIMLI A lovely stucco bungalow of 6 rooms and sunroom, extra good basement and furnace, large corner lot, garage; it’s a real home, offered at a very reason- able price, large cash payment required. Immediate possession. Call Sigmar of J. J. Swanson and Co. Ltd. Phone 26 821 or Evgs. 21 418. Minniát D-seðla getið tekið út á þá ef þeir vilja. Spurt. Okkur var sagt upp húsinu sem við búum í og gefin sex mánaða fyrirvari til að flytja, Áður en sex mánaða tímabilið var útrunnið var húsið selt. Verð um við að flytja þegar uppsagn- arfrestinum er lokið? Svar. Nei. Ef nýji eigandinn vill fá húsið, verður hann að segja ykkur upp skriflega og gefa þá aftur sex mánaða fyrir- vara. Smjörseðlar 76 og 77 falla úr gildi 30. sept. Sykurseðlar 42 og 43 og sætmetisseðlar 29 og 30 ganga í gildi 28. sept. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Wpg- Minni kvenna Frh. af bls. 7. þekkingar og göfugleika. Heim- urinn bjargast, að eg held, því aðeins úr hinum mikla Heljardal, að við karlmennirnir hlustum eftir hjartslætti konunnar. Spyrjum um sál. Þá, og þá að- eins, gefst konunni kostur á að neyta sinna göfugustu eiginleika, kærleikans og fórnfýsinnar. Lífs- lindanna, sem hver sönn móðir brynnir börnum sínum á. Þá þroskast og dafnar hamingjujurt- in með öllum fjórum laufunum í hinum helga reit heimilisins, því rætur hennar greinast út frá insta eðli göfugrar konu og móð- ur. Og þá fetar mannkynið smátt og smátt úr forsæludalnum upp á brúnina sólarmegin. Lifi konurnar! Hlín. The Swan Manufacturing Co. Manufacturers of SffiJÍ WEATHER-STRIP Winnipeg. Halldór Methusalems Swan Eigandi 281 James Street Phone 22 641 / FARIÐ EKKI Á MIS VIÐ HIN UNDURSAMLEGU KAUP Á LOÐFÖTUM HJÁ Perth’s 1945 TÍZKA ÚRVALSEFNI ÓVIÐJAFNANLEG GÆÐI iSLAND Ó Island, mitt ættlandið fríða — í æskunni hjá þér eg bjó — mig ljóð um þig langar að smíða, svo langt frá þér burtu, en hugur minn þó oft heima í dölunum dvelur við drynjandi fossanna nið, sem heilaga hugarró elur og huggun og glaðværð og frið. Og indælu lækjanna ljóðin það lífsglaða unaðarmál; og lóunnar lofgjörðaróðinn, svo ljúfan að jafnvel hin daufasta sál þá finnur til löngunar líka að lofa Guðs hátign og náð og vísdóms hans vegina ríka, sem veröldin gjörvöll er háð. Hann litfögru lítur of túnin um ljómandi árdegisstund af geislum er gyllist fjalls&únin en grátskrúð er sveipað um dali og grund. Hann hvílist á ilmbeði blóma um bjartan og vorlangan dag, og hlustar á andvarann óma svo unaðsríkt fagnaðarlag. Þar svanir á vötnunum synda er silvurtær blika mót sól og hljóma svo hreina þeir mynda að hugur manns lyftist að Alföðurs stól. Og fjörug þar lörílbin sér leika um laufgróinn bala og hól, en ærnar með rólegheit reika þar rétt heim við stekkjarins ból. Þú íslenzka lýðveldis landið, það lýsir um heiminn frá þér; þitt afhöggna ánauðarbandið er upporfun frelsisins hugsjón, sem ber til sigurs þá mannúðar menning að mega hver þjóð hafa rétt að lifa, sem lýsir sú kenning og lög þau er Guð hefir sett. Þinn fjölbreytta fegurðarljóma þitt forna og hljómfagra mál, eg elska sem eign mína’ og sóma. Ó ísland, og bið þess af lífi og sál að frelsisins ljósið þér lýsi, það ljómi fra tindum að strönd, og framfara veginn þér vísi. — Æ verndi þig Alföðurs hönd! Lengi lifi og dafni undir guðlegri handleiðslu lýðveldið Island! BETEL Heimsækið PERTH’S MASTER FURRIERS 436 PORTAGE AVE. Verum samtáka um stuðning við allar líknarstofnanir hverju nafni, sem þær nefnast, og látum ekki undir höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini. DREWRYS LIMITED

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.