Lögberg


Lögberg - 02.11.1944, Qupperneq 1

Lögberg - 02.11.1944, Qupperneq 1
PHONES 88 311 Seven Lines Cor- PIIONES 86 311 Seven Lines LÍOt^ \;o"Vve <SS "”4 cot-1 Service and Satisfaetíon 57. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. NÓVEMBER, 1944 NÚHER Bregðist ekki þegn # iskyldu yðar við Canada með vanrækslu við Sigurlánið Þing Sameinuðu Lútersku Kirkjunnar (U.L.C.A.) í Ameríku Haldið í Minneapolis, Minn., dagana 11.—17. október. Eftir séra Harold Sigmar, D.D. Þriðjudaginn 10. október lögð- um við fjórir erindrekar hins Ev. Lút. Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi af stað á þing U. L.C.A., sem átti að byrja næsta dag í Minneapolis. Minn. Þeir séra Sigurður Ólafsson frá Sel- kirk, Man. og S. O. Bjerring, féhirðir kirkjufélags okkar frá Winnipeg, fóru það kveld frá Winnipeg, en W. G. Hillman og höfundur þessar greinar frá Mountain. Næsta morgun náðum við saman í Minneapolis. Mr. Bjerring var boðaður á nefndarfund þenna morgun, kl. 9, 'en við hinir fengum ráðrúm til þess strax að búa um okkur á gistihúsunum þar sem okkur var ætlað að búa meðan þing stóð yfir. Kl. 2 e. h. þenna dag fórum við allir á fund “Board of Ame- rican Missions”. Það mátti kalla það fjölmenni, sem þann fund sótti. Starfsmenn þeirrar nefnd- ar, sem beitir sér fyrir öllum framkvæmdum á trúboðssvæð- inu í hinum ýmsu kirkjufélög- um sambandsins, lögðu fram í stuttum ræðum skýrslur um starfið á síðustu tveim árum. Var það stórkostlegt starf og mjög yfirgripsmikið, eins og geta má nærri, þegar maður minnist þess að það er rekið frá hafi til hafs og frá nyrstu ströndum Canada til syðstu stranda Banda ríkjanna. Einn aðalþátturinn í þessari kynningar- og vakning- arsamkomu, var þó frábærilega hrífandi erindi er Dr. F. C. Fry, frá Akron, Ohio, flutti. Hann talaði um horfur í nútíð, bæði hér í landi og heiminum öllum Manni virtist erindið spámann- legt, í afstöðu sinni gagnvart því er nú bæri að framkvæma fyrir og með ungdómi þjóðarinnar og þjóðanna allra. Þetta sama kveld, kl. 7,30 hófst þingið sjálft með viðhafnar mikilli hámessu og altarisgöngu, í Central Lutheran Church, og þar fór alt _þingið fram. Þessi kirkja er eign safnaðar, sem til- heyrir norsku lútersku kirkjunni í Ameríku. Var hún bygð undir umsjón hins mikilhæfa kenni- manns þeirra, Dr. Jacob Stubb. Og var hann þar lengi mikils- virtur prestur, en er nú nýlega látinn. Var hann sonur hins mikilsvirta kenniföður í Norsku kirkjunni í Ameríku, Dr. H. G. Stubb. Hann var mágur séra H. B. Thorgrímsen sál. og þektu hann margir íslendingar. Þessi afarstóra og fagra kirkja, sem rúmar víst nálega 3000 manns, var leigð fyrir þetta mikla þing. Dr. F. H. Knubel, forseti U.L. C. A. stýrði þessari guðsþjónustu og þjónaði fyrir altari við upp- haf hennar. En Dr. Henry Bagg- er frá Lancaster Pa., fremur ungur og bráð skýr prestur, flutti mehkilega prédikun út af orðun- um í Postulasögunni. sem standa rituð í 5. kap. 34, 35, 38 og 39 versi. Óvanalegt var það fyrir okkur að sjá yfir 500 karlmenn ganga til altaris þar á þeim eina stað, FRAMTAKSSAMUR IÐJUHÖLDUR og auk þess nokkrar konur. Hlaut það að vera hrífandi viðburður og eftirminnilegur. Þó fanst mér að ailtölulega fjölmenn altaris- ganga yngri og eldri fermdra meðlima í sveitasöfnuði hefði stundum hrifið mig engu minna. Fimtudagsmorguninn 12. okt., komum við aftur í kirkjuna sömu til þingfundar kl. 8.45 f. h. En áður en þing væri formlega sett fór fram fögur og hrífandi morgunguðsþjónusta. Stýrði henni Dr. J. Henry Harms. mjög vingjarnlegur, aldraður prestur, sem þjónar einni af hinum stóru og mikilsmetnu kirkjum í Phila- delphia. Var hann þingprestur (Chaplain). Tvennu veitti eg sér staka eftirtekt bæði þá og við aðrar guðsþjónustustundir þings- ins: 1. Hvað allir viðstaddir tóku ákveðinn og lifandi þátt í messu- svörum, og 2. Hve vel viðeigandi og gullfagrar voru hugvekjur þær, sem þingpresturinn flutti ' við þau tækifæri. Fyrsta morgun inn talaði hann út af Matteus 5:16. “Þér eruð ljós heimsins”. Og ávalt var textavalið sérlega aðlaðandi, og altaf voru þó hug- vekjurnar stuttar, tóku að mér virtist ekki nema 5—10 mínút- ur. Þegar búið var að setja þing um morguninn, kom að skýrslu forseta. Var hún prentuð, og í höndum allra. Er hún hafði verið lögð fram, var forsetakosning næst á dagskrá. Það tók næsta lengi, því fjórum sinnum var atkvæði greitt á seðlum. En meðan verið var að telja at- kvæðin var hægt að koma ýmsu öðru að. Eitt, sem þá kom fram var það að Governor Thye, ríkis- stjóri í Minnesota, (kom fram með kveðjur til þingsins frá ríki sínu, og bauð þinggesti velkomna í nafni ríkisins. Er ríkisstjórinn mjög álitlegur og myndarlegur maður. Og flutti hann hið skemti legasta erindi. Til að svara þessu ávarpi ríkisstjórans, kallaði Dr. Knubel fram Dr. Stoughton for- seta Wagner College í New York, skóla þess er í vetur sæmdi biskup íslands nafnbót- ir(ni, Doctor of Divinity. Dr Stoughton er leikmaður. Var ræða hans fyndin, fjörug og skemtileg. Er greitt hafði verið fjórða at- kvæðið í forsetakosningunni, var Dr. Franklin C. Fry prestur frá Akron, Ohio, kjörinn forseti félagsins. Hefir hann þjónað stórri kinkju þar, við mikinn orð- stír. Næstur honum var Dr. F. H. Knubel. Tók Dr. Knubel kosningaúrslitunum með þeirri ljúfmensku, sem yfirleitt auð- kennir framkomu hans Hann virðist vera mikill andans maðu'' og göfugt ljúfmenni. En nú er hann tekinn að eldast nokkuð, og það virtist vera að verða honum ofraun að stjórna þessu afar stóra félagi og stýra þessum stóru þingum. Hann var nú bú- inn að vera forseti félagsins við mikinn orðstír og góðan, síðan það var stofnað fyrir 26 árum, og hafði að því er eg bezt veit stjórnað öllum þess fjórtán þing- um á því tímabili. Dr. Fry er aðeins 44 ára að aldri, fríður sýnum og karlmann- Frh. á 8. bls. Kristinn Guðnason Frá því var skýrt í síðasta blaði, að dvalið hefði nýverið daglangt hér í borginni Kristinn Guðna- son verksmiðjueigandi frá Oak- land, California, ásamt frú sinni; voru þau hiónin á leið til New York. Ritstjóri Lögbergs mætti þeim Krdstni og frú á járnbrautar- stöðinni í Winnipeg, og átti við þau nokkurt viðtal á Fort Garry hótelinu, og með því að Kristinn hefir næsta sérstæða sögu að baki, má víst telja, að lesendum blaðsins leiki hugur á að vita á honum nokkur deili og kvnnast hinum sérstæða æviferli hans. frá Chicago og eiga þau þrjú börn, tvo sonu og eina dóttur, er öll vinna við verksmiðjufyrir- tæki föður síns. Kristinn Guðnason er maður spriklandi af fjöri; hann er fynd- inn í orði og hinn ástúðlegasti í viðmóti; hann hefir lítil kynm haft af íslendingum síðan hann kom hingað til lands, fyr en nú í allra síðustu tíð, að hann hefir meðal annars kynst allmörgum stúdentum að heiman, sem nú dvelja við nám við hinar ýmsu menntastofnanir Californíu ríkis; hann talar enn hreina og hreim- fagra íslenzku. Það er meira en lítið ánægju- efni, er menn af þjóðstofni vor- um ryðja sér í þessu landi slíka braut til frama, sem Kristinn Guðnason hefir gert. MERK HJÓN EIGA GULLBRÚÐKAUP Þann 21. september s. 1., áttu þau merkishjónin Hjörtur Berg- steinsson og frú Þórunn Guð- laug Bergsteinsson, gullbrúð- kaupsafmæli, og bárust þeim í tilefni af atburðinum, marghátt- aðar árnaðaróskir víðsvegar að; þessi mætu hjón bjuggu í 40 ár glæsilegu fyrirmyndarbúi í Alameda-byggðinni í Suður- Saskatchewan;. var því jafnan viðbrugðið, hve heimili þeirra var svipmikið, og hve umgengni , öll, utan húss sem innan, vitn Kristinn Guðnason stendur a aði fagurlega um eindrægni hús- sextugu; hann er fæddur að Þor- lákskoti í Hraungerðishrepp í Árnessýslu, og voru foreldrar hans þau Guðni Felixson og Þuríður Hannesdóttir; misti Kristinn þau bæði, er hann var barn að aldri og ólst upp hjá vandalausum, eða réttara sagt á sveitinni, eins og honum sjálfum sagðist frá. Kristinn var sextán ára, er þann fór af íslandi; réði hann sig á hvalfangara, sem átti að fara til Önundarfjarðar, kom skip ið þó eigi þangað, en sigldi í þess stað til Noregs. í Noregi og Dan- mörku dvaldi Kristinn í fimm ár, og hafði ofan af fyrir sér með bókasölu; kom sú æfing er hann þá fékk á sviði verzlunar- innar, honum að goðu haldi síð- ar; um síðastliðin aldamót fór Kristinn til Vesturheims, og sett- ist að í Bandaríkjunum, og ruddi sér þar á sviði kaupsýslu og við- skipta slíka braut, að æfintýri gengur næst. Eftir allmargra ára verzlunar- störf í Portland Oregon, leggur Kristinn leið sína til Oakland í Californiu, og lagði þar fyrir sig kvenkjólagerð; færði verk- smiðjufyrirtæki hans jafnt og þétt út kvíar unz svo kom, að verksmiðjufyrirtæki það var orðið eitt hið risafengnasta slíkr- ar tegundar í Bandaríkjunum, vestan Chicago borgar; nú hefir hann í þjónustu sinni 350 manns, en stundum nam tala verkafólks hans freklega fjórum hundruð- um. Kristinn nam fyrst enska tungu með því að bera saman íslenzku biblíuþýðinguna við þá ensku; hann er heitur trúmaður og hefir gefið sig allmikið við leikmanns prédikunarstarfi. Kristinn stendur framarlega í Gideon biblíufélaginu, sem gefur sig einkum að því, að koma Bibl- íunni á hvert einasta og eitt hótelherbergi í Bandaríkjunum og Canada. Kristinn Guðnason kvæntist ár ið 1911, ungfrú Frances Griffin ráðenda^og há markmið. Þau Hjörtur Bergsteinsson og frú, eyða nú hinum efri dögum æv- innar í bænum Frobisher í Sask., við ást og aðdáun allra, sem komist hafa í kynni við þau; var margmennt á heimili þeirra á- minstan dag, og skorti þar hvorki gleði né góðan fagnað. Þau Hjörtur Bergsteinsson og frú eignuðust tólf börn, og eru níu þeirra á lífi; eftirgreint sifja- lið var viðstatt gullbrúðkaups- fagnaðinn: Mr. og Mrs. Leifur Bergsteinssonar og John sonur þeirra frá Saskatoon; Mrs. C. E Kennedy, Craik; S. O. Margaret Bergsteinsson, R.C.A.F. (W.D.) Montreal; Miss Mabel Bergsteins son, Ottawa og Mr.ogMrs. Arnold Jensen, Alameda. Kveðjur bár ust frá eftirgreindum meðlimum fjölskyldunnar, er ekki áttu þess kost, að vera viðstaddir: Mr. og Mrs. Baldur Bergsteins og börn Regina; Mr. og Mrs. Ingólfur Bergsteinsson og börn, Torrance California; Mr. og Mrs. Hallur Bergsteinsson og börn, Keewatin Ont., og WREN Iðunn Bergsteins son, W.R.C.N.S., Cornwallis Nova Scotia. Barnabörn þeirra Hjartar og frú Þórunnar eru 15 að tölu og eitt barnabarna barn. Meðal heillaskeyta, er þeim Hirti og frú bárust á gullbrúð kaupsdaginn, ber að nefna fag- uryrt ávarp frá Dr. Thorbergi Thorvaldssyni prófessor við há- skólann í Saskatchewan, og John G. Rayner, forstjóra við Extens ion deild sömu menntastofnun ar. Hin mannvænlegu börn þeirra Hjartar Bergsteinssonar og frú Þórunnar, hafa flest orðið æðri menntunar aðnjótandi og lokið háskólaprófi; foreldrar þeirra hafa afkastað glæsilegu dags- verki, sem aukið hefir á veg tveggja þjóða, Islendinga og canadisku þjóðarinnar; vel sé þeim fyrir hið giftudrjúga dags- verk. FYRIRHUGUÐ LÆKNINGA- MIÐSTÖÐ í WINNIPEG Fyrir atbeina forustumanna innan vébanda læknastéttarinn- ar og áhugamanna í borgarastétt, hefir verið stofnað til samtaka hér um slóðir, er ganga undir nafninu Medical Centre, eða lækningamiðstöð, er það megin markmið hafa, að koma á fót umhverfis Almenna sjúkrahúsið í Winnipeg og vitanlega að þvi meðtöldu, fyrirmyndar lækninga miðstöð, eigi aðeins til afnota fyrir borgina, heldur og Mani- toba fylki í heild; gert er ráð fyrir að þetta fyrirhugaða spítala hverfi verði eins vel húsað og framast er kostur á, og að þar verði jafnan til taks öll full- komnustu nýtízku áhöld á sviði læknavísinda, auk þjónustu þeirra allra hæfustu sérfræð- inga úr læknastétt, sem völ er á; gert er meðal annars ráð fyrir því, að komið verði upp nýjum barnaspítala í þessu fyrir- hugaða spítalahverfi; kostnaður- inn við þessar nýju stofnanir, er áætlaður eitthvað um hálfa aðra miljón dollara, sem verður að nást með samstiltum átökum af hálfu alls almennings í félagi við bæjarstjórn og önnur stjórnar- völd. Formaður áminstra samtaka er hinn víðfrægi skurðlæknir og áhugamaður á vettvangi mann- félagsmálanna, Dr. P. H. T. Thor- lakson; hann flutti í síðastliðn um aprílmánuði á fundi við skiptaráðsins í Winnipeg. ítur- hugsaða ræðu um þetta mikla menningar- og mannúðarmál, og lagði það jafnframt nýlega fram fyrir bæjarstjórn Winnipeg borg ar; hefir málinu verið hvar- vetna vel tekið, og er þess að vænta, að almenningur ljái því einhuga og óskipt lið. BÝÐUR SIG FRAM TIL BÆJARSTJÓRNAR í 2. KJÖRDEILD ÓVÍST UM SKJÓT STRÍÐSLOK Churchill forsætisráðherra flutti þingræðu s. 1. þriðjudag um viðhorf stríðsins; tjáðist hann engu vilja um það spá nær því lyki; að minsta kosti væru dauf- ar horfur á stríðslokum í Norður álfunni fyrir næstu áramót; þetta stríð gæti staðið yfir fram til páska, eða jafnvel fram á næsta sumar; lyki því fyr, myndi eng- inn fagna því frekar en hann. Mr. Churchill sagði, að eins og sakir enn stæðu, væri ekki mikið ætlandi á að bylting á Þýzka- landi kæmist greiðlega í fram- kvæmd meðan Gestapo lögregl- an enn hefði í höndum sér bæði töglin og halgdirnar. YFIRFORINGI KVADDUR HEIM Þau tíðindi hafa nýverið gerst, að Joseph W. Stilwell, yfirfor- ingi Bandaríkjanna á vígstöðv- unum í Burma og Kína, hefir ver ið kvaddur heim, og veitt lausn frá starfi sínu austur þar, að því er fregndr frá Washington herma; hann var aðal hernaðar ráðunautur Chiang Kai-shek, forustumanns kínverzka lýð- veldisins; mælt er að Gen. Stil- well muni skjótt takast á hendur þjónustu á öðrum vettvangi stríðssóknarinnar, þó enn hvíli að mestu myrkur yfir þeirri bráðu breytingu, sem varð á högum hans. Roy Shefley Á undirbúningsfundi fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar, er haldinn var föstudaginn 29. september í Norman Bethune Hall, var Mr. Roy Shefley út- nefndur sem bæjarfulltrúi í ann- ari kjördeild. Mr. Shefley er fæddur i Winnipeg árið 1909 og hefir átt heimili hér í borginni alla tíð. Mentun sína hlaut hann á Green- way skólanum. Hann vann hjá þjóðbrauta- kerfinu C.N.R. árum saman, sem hraðskeytaþjónn, en sagði því starfi lausu árið 1941, til þess að takast á hendur umsjón hjá “The Forest Products Co-opera- tive”. Sem stendur er hann skipu lagsstjóri fyrir Labour Progress- ive samtökin í Winnipeg. Mr. Shefley bauð sig fram til herþjónustu, en var synjað um viðtöku af heilsufarslegum ástæð um. Hann er kvongaðar og á tvær dætur. Sheila 8 ára og Marlene 7. Móðir Mr. Shefley kom frá Is- landi fyrir rúmum 60 árum. Samtímis Mr. Shefley, var Mrs. Margaret Chunn utnefnd til að sækja um kosningu til skóla- ráðs í sömu kjördeild, hún hefir boðið sig fram til þess starfs tvö síðastliðin ár. Mr. Shefley hefir verði áhuga- samur íþróttamaður og var ár- um saman meðlimur Fálka íþróttaklúbbsins. GULLBRÚÐKAUP Þann 4. þ. m. eiga þau sæmd- arhjónin Mr. og Mrs. Snorri Kristjánsson, 2113 East 12. St., National City, California, gull- brúðkaup, og er þá svo til ætl- ast, að þann dag verði öllum, sem eiga þess kost, gert kleift að samfagna gullbrúðkaupshjón- unum á heimili Stanley sonar þeirra. Þau Mr. og Mrs. Krist- jánsson voru gefin saman í hjóna band af séra Friðrik J. Berg- mann, 4. nóvember 1894. Fyrir giftingu sína var Mrs. Kristjáns- son, Elín Sigurðson Laxdal. Þessi mætu hjón eiga sjö sonu á lífi, Stanley og Neil í National City, Wilfred í San Diego, Jack í San | Jose, Oliver í San Francisco, Siggi, einhversstaðar á ítalíu og Walter, sem nú er á Havaiian eyjum; þau Mr. og Mrs. Krist- jánsson eiga níu barnabörn og tvö barnabarnabörn. Þessi gullbrúðkaupshjón hafa átt heima í National City síðan 1920, en voru áður búsett í Mozart, Sask.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.