Lögberg - 09.11.1944, Side 2
0
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. NÓVEMBER, 1944
Tilkynning frá ríkisátjórninni
Ræða Olafs Thors, forsætisráðherra
flutt í sameinuðu Alþingi, laugardaginn 21. okt. 1944.
Herra forseti, háttvirtir alþingismenn.
Forseti íslands hefir í dag skipað þessa ríkisstjórn:
I. Forsætisráðherra, Ólafur Thors. Undir hann heyra eftir-
greind mál: Stjórnarskráin, Alþingi, nema að því leyti, sem
öðruvísi er ákveðið, almenn ákvæði um framkvæmdastjórn ríkis-
ins, skipun ráðherra og lausn, forsæti ráðuneytis, skipting starfa
ráðherra, mál, sem snerta stjórnarráðið í heild. Utanríkismál.
II. Ráðherra Áki Jakobsson. Undir hann heyra sjávarút-
vegsmál, þar undir Fiskifélagiðl síldarútvegsmál (síldarverki-
smiðjur og síldarútvegsnefnd), Fiskimálanefnd, Landsmiðjan,
Atvinnudeild Háskólans, Rannsóknarráð ríkisins, Flugmál.
III. Ráðherra Brynjólfur Bjarnason. Undir hann heyra
kennslumál, þar undir skólar, sem ekki eru sérstaklega undan-
teknir, útvarpsmál og Viðtækjaverzlun, barnaverndarmál, Mennta-
málaráð, leikhús- og kvikmyndamál. Ríkisprentsmiðjan.
IV. Ráðherra Emil Jónsson. Undir hann heyra kirkjumál,
samgöngumál, þar undir vegamál, skipagöngur, póst- og síma-
mál, loftskeytamál. vitamál, hafnarmál, mælitækja- og vogar-
mál, rafmagnsmál þ. á. m. Rafmagnseftirlit ríkisins og rafveitur
ríkisins, iðnaðarmál, Vatnamál, þar undir sérleyfi til vatnsorku-
notkunar.
V. Ráðherra Finnur Jónsson. Undir hann heyrir dóma-
skipun, dómsmál, þar undir framkvæmd hegningardóma, hegn-
ingarhús og fangahús, tillögur um náðun, veiting réttarfarslegra
Jeyfisbréfa, málflutningsmenn, lögreglumálefni, þar undir gæzla
landhelginnar, áfengismál, strandmál, sifjaréttarmál, erfðaréttar-
mál, persónuréttarmál, eignaréttarmál, yfirfjárráðamál, lög um
kosningar til Alþingis og kjördæmaskipting, umsjón um fram-
kvæmd alþingiskosninga, ríkisborgararéttur, útgáfa Stjórnartíð-
Inda og Lögbirtingablaðs. Félagsmál, þar undir styrktarstarf-
semi til berklasjúklinga og annarra sjúklinga, sem haldnir eru
langvinnum sjúkdómum, sjúkrasjóðir, ellistyrktarsjóðir, öryggis-
sjóðir, slysatryggýigarsjóðir, lífsábyrgðarsjóðir og aðrir trygginga-
sjóðir, nema sérstaklega séu undan teknir. Byggingarfélög. Heil-
brigðismál, þar á meðal sjúkrahús og heilsuhæli. Verzlunarmál,
sem ekki eru í úrskurði þessum falin öðrum ráðherra, þar undir
verzlunarskólar, verzlunarfélög, kaupfélög og samvinnufélög.
VI. Ráðhera Pétur Magnússon. Undir hann heyra fjármál
ríkisins, þar undir skattamál, tollmál og önnur mál, er snerta
tekjur ríkissjóðs, svo sem af verzlun er rekin til að afla ríkis-
sjóði tekna. Undirskrift ríkisskuldabréfa. Fjárlög, fjáraukalög og
reikningsskil ríkissjóðs. Hin umboðslega endurskoðun. Embættis-
veð. Eftirlit með innheimtumönnum ríkisins. Laun embættis-
manna. Eftirlaun, lífeyrir embættismanna og ekkna þeirra. Pen-
ingamál, þar undir peningaslátta. Yfirleitt fer þessi ráðherra með
öll þau mál, er snertir fjárhag ríkisins eða landsins í heild, nema
þau eftir eðli sínu eða sérstöku ákvæði heyri undir annan ráð-
herra. Hagstofa íslands. Mæling- og skrásetning skipa. Ennfremur
viðskiptamál, þar undir innflutningsverzlun og utanríkisverzlun,
bankamál og sparisjóðir, gjaldeyrismál, verðlagsmál (dýrtíðar-
ráðstafanir). Landbúnaðarmál, þar undir ræktunarmál, þ. á. m.
skógræktar- og sandgræðslumál, búnaðarfélög, búnaðarskólar,
garðyrkjuskólar, húsmæðraskólar, dýralækningamál, þjóðjarðamál.
Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikil-
væg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver
ráðherra óskar að bera þar upp mál.
Með úrskurði þessum er úr gildi fallin konungsúrskurður frá
29. desember 1924, um skipun og skipting starfs ráðherra o. fl.,
með áorðnum breytingum.
Gjört í Reykjavík, 21. okt. 1944.
Sveinn Björnsson.
, (L-
Ríkisstjórnin hefir komið sér
saman um málefnagrundvöll, er
felst í þeirri stefnuskrá. er eg
nú skal leyfa mér að lesa upp.
I.
A.
Stjórnin vill vinna að því að
tryggja sjálfstæði og öryggi Is-
lands, með því m. a.
1. Að athuga hvernig sjálf-
stæði þess verði bezt tryggt með
alþjóðlegum samningum.
2. Að hlutast til um að ís-
lendingar taki þátt í því alþjóða
samstarfi, sem hinar sameinuðu
þjóðir beita sér nú fyrir.
3. Að undirbúa og tryggja
svo vel sem unnt er þátttöku ís-
lands í ráðstefnum, sem haldnar
kunna að verða í sambandi við
friðarfundinn, og sem íslending-
ar eiga kost á að taka þátt í.
4. Að hafa náið samstarf í
menningar og félagsmálum við
hin Norðurlandaríkin.
B.
Að taka nú þegar upp samn-
ingatilraunir við önnur ríki í því
skyni að tryggja íslendingum
þátttöku í ráðstefnum, er fjalla
um framleiðslu, verzlun og við-
skipti í frarritíðinni, til þess þann-
ig að leitast við:
1. Að ná sem bestum samn-
ingum um sölu á framleiðslu-
vörum þjóðarinnar og sem hag-
kvæmustum innkaupum.
S.)
2. Að fá viðurkenndan rétt ís-
lands til sölu á öllum útflutn-
ingsafurðum landsins, með til-
liti til alþjóðlegrar verkaskift-
ingar á sviði framleiðslu.
3. Að vinna að rýmkun fiski-
veiðalandhelginnar og friðun á
þýðingarmiklum uppeldisstöðv-
um fisks, svo sem Faxaflóa.
Samninganefndir verði svo
skipaðar, að stéttum þeim, sem
mest eiga í húfi verði tryggt, að
hagsmuna þeirra sé vel gætt.
II.
A.
Það er megin stefna stjórnar-
innar að tryggja það, að allir
landsmenn geti haft atvinnu við
sem arðbærastan atvinnurekst-
ur.
1. Af erlendum gjaldeyri
bankanna í Bretlandi og Banda-
ríkjunum sé jafnvirði eigi minna
en 300 millj. ísl. kr. sett á sér-
stakan reikning. Má eigi ráðstafa
þeim gjaldeyri án samþykkis
ríkisstjórnarinnar og eingöngu
til kaupa á eftirtöldum fram-
leiðslutækjum:
1. Skip, vélar og efni til skipa-
bygginga o. fl., samtals a. m.
k. 200 milljónir kr.
2. Vélar og þessháttar til aukn-
ingar og endurbóta á síldar-
verksmiðjum, hraðfrystahús
um, niðursuðu, og til tunnu-
gerðar, skipasmíða o. fl. —
um 50 milljónir kr.
3. Vélar og þessháttar til á-
burðarverksmiðju, vinnslu
og hagnýtingu landbúnaðar-
afurða og jarðyrkjuvélar og
efni til rafvirkjana o. fl. —
um 50 miltjónir kr.
Fært skal milli flokka, ef ríkis-
stjórnin telur ráðlegt, að fengn-
um tillögum nefndar þeirrar, sem
um getur í 4. lið hér á eftir.
Nefnd sú geri sem fyrst tillögur
um frekari hagnýtingu erlendra
innstæðna, svo sem um efnis-
kaup til bygginga. Almennt
byggingarefni, svo sem cement
og þessháttar, telst með venju-
legum innflutningi. Efni til skipa
véla og þessháttar, sem smíðað
er innanlands, telst með inn-
flutningi framleiðslutækja.
2. Ríkisvaldið hlutast til um,
að slík tæki verði keypt utan-
lands, eða gerð innanlands, svo
fljótt sem auðið er.
3. Tæki þessi skulu seld ein-
staklingum eða félögum, og slík
félög m. a. stofnuð af opinberri
tilhlutun, ef þörf gerist.
Framleiðslutæki, sem keypt
kunna að verða fyrir framlag
hins opinbera, að nokkru eða öllu
leyti, skulu ekki seld með tapi,
nema öll ríkisstjórnin samþykki,
eða Alþingi ákveði.
4. Ríkisstjórnin skipar nefnd,
er geri áætlanir um hver at-
vinnutæki þurfi að útvega lands-
mönnum til sjávar og sveita, til
að forðast að atvinnuleysi skap-
ist í landinu.
5. Ríkisstjórnin setur nánari
reglur um starfsvið nefndarinn-
ar og vald hennar. Skal það m. a.
ákveðið, að nefndin skuli leita
fyrir sér um kaup framan-
greindra framleiðslutækja er-
lendis og smíði þeirra innanlands
og hafa milligöngu fyrir þá aðila,
sem þau vilja kaupa og þess óska.
Komi í ljós, að vegna viðskifta-
reglna annara þjóða verði talið,
hagkvæmt eða nauðsynlegt, < að,
einungis einn aðili fjalli um kaup
ofangreindra tækja, svipað og nú
er um sölu á flestri útflutnings-
vöru landsmanna, skal ríkisvald-
ið hafa alla milligöngu í þessum
efnum.
6. Við nýsköpun þá á atvinnu
lífi þjóðarinnar, er hér hefir ver-
ið getið, skal hafa sérstaka hlið-
sjón af þeim sölumöguleikum,
sem tekst að tryggja íslandi í
heimsviðskiftunum.
Framkvæmdum innanlands í
sambandi við öflun þessara
framleiðslutækja, skal haga með
hliðsjón af atvinnuástand’ í land-
inu, í því skyni, að komið verði
í veg fyrir atvinnuleysi, meðan
verið er að útvega hin nýju fram-
leiðslutæki.
Ríkisstjórnin mun taka til at-
hugunar hverjum öðrum fram-
kvæmdum ríkisvaldið skuli beita
sér fyrir í því skyni, að forðast
atvinnuleysi.
Fjár til þessara þarfa skal,
að svo miklu leyti, sem það fæst
eigi með sköttum, aflað með lán-
tökum, e. t. v. skyldulánum. At-
hugað skal, hvort til greina komi
skyldu-hluttaka í atvinnutækj-
um, eftir fjáreign.
B.
Ríkisstjórnin leggur áherslu á
að tryggja vinnufriðinn í land-
inu, og hefur í því skyni aflað
sér yfirlýsinga frá -stjórn Al-
þýðusambands íslands og fram-
kvæmdanefnd Vinnuveitendafél-
ags íslands um þetta.
C.
Ríkisstjórnin hefir, með sam-
þykki nægilegs meirihluta Al-
þingis, ákveðið:
1. Að sett verði á þessu þingi
launalög, í meginatriðum í sam-
ræmi við frumvarp það, er 4
alþingismenn, einn úr hverjum
þingflokki, nú hafa lagt fyrir
Efri deild Alþingis, með breyt-
ingum til móts við óskir B. S.
R. B.
2. Að samþykkt verði frum-
varp það, er nú liggur fyrir Al-
þingi, um breytingu á dýrtíðar-
lögunum.
3. Með því að fjárlagafrum-
varp það, er nú liggur fyrir Al-
þingi, er raunverulega með stór-
bostlegum tekjuhalla, og er auk
þess þannig úr garði gert, að
ekki verður með nokkru móti
hjá því komist að hækka útgjöld
til verklegra framkvæmda veru-
lega frá því, sem þar er áætlað,
mun stjórnin tilneydd að leggja
á allháa nýja skatta, þar eð hún
telur sér skylt að gera það sem
unnt er, til að afgreiða halla-
laus fjárlög. Verður leitast við
að leggja skatta á þá, er helst fá
undir þeim risið, og þá fyrst og
fremst á stríðsgróðann. Skattar
á lágtekjumenn verða ekki hækk
aðir.
Eftirlit með framtölum verður
skerpt.
D.
Ríkisstjórnin hefur með sam-
þykki þeirra þingmanna, er að
henni standa, ákveðið að komið
verði á, á næsta ári, svo full-
komnu kerfi almannatrygginga,
sem nái til allrar þjóðarinnar,
án tillits til stétta eða efnahags,
að ísland verði á þessu sviði í
fremstu röð nágrannaþjóðanna.
Mun fruimvarp um slíkar al-
mannatryggingar lagt fyrir
næsta reglulegt Alþingi, enda
hafi sérfræðingar þeir, er um
undirbúning málsins munu
fjalla, lagt fram tillögur sínar
í tæka tíð.
E.
1. Ríkisstjórnin hefir ákveð-
ið og tryggt, að samþykkt verði
á Alþingi, að ísland gerist nú
þegar þátttakandi í I. L. O., eða
í þeirri stofnun, er við hennar
störfum kann að taka.
2. Ríkisstjórnin vill gera það
sem í hennar valdi stendur tii
þess að ihindra, að tekjur hluta-
sjómanna rýrni, enda verði leit-
-ast við að bæta lífskjör þeirra
og skapa þeim meira öryggi.
3. Ríkisstjórnin mun leggja
kapp á að hafa sem öruggastan
hemil á verðlagi og mun vinna
að því, að sem minnstur kostn-
aður falli á vörurnar við sölu
þeirra og dreifingu. Verður tekið
til ýtarlegrar athugunar á hvern
hátt þessu marki best verði náð.
4. Loks hefir ríkisstjórnin á-
kveðið, að hafin verði nú þegar
endurskoðun Stjórnarskrárinn-
ar, með það m. a. fyrir augum, að
sett verði ótvíræð ákvæði um
réttindi allra þegna þjóðfélags-
ins til atvinnu, eða þess fram-
færis, sem tryggingarlöggjöfin
ákveður, félagslegs öryggis, al-
mennrar menntunar og jafns
kosningaréttar.
Auk þess verði þar skýr fyrir-
mæli um verndun og eflingu
lýðræðissins og um varnir gegn
þeim öflum, sem vilja vinna
gegn því. Endurskoðun þessari
verði lokið svo fljótt, að frum-
varpið verði lagt fyrir Alþingi
áður en kosningar fara fram og
eigi síðar en síðari hluta næsta
vetrar og leggur stjórnin og
flokkar þeir, er að henni standa,
kapp á að frumvarp þetta verði
endursamþykkt á Alþingi að af-
loknufn kosningum.
Stjórnin beitir sér fyrir að
sett verði nefnd, skipuð fulltrú-
um frá ýmsum almennum sam-
tökum, stjórnarskrárnefnd til
ráðgjafar.
Eins og menn sjá, hefir stjórn-
in sett sér þau tvö höfuðmark-
mið að tryggja sjálfstæði og ör-
yggi íslands út á við og að hefja
stórvirka nýsköpun í atvinnu-
lífi þjóðarinnar.
Stefna stjórnarinnar út á við
er Ijós og þarfnast engra skýr-
inga. Vona eg að hún fagni ó-
skiptu fylgi þjóðarinnar.
Um stefnumarkið inn á við
skal eg leyfa mér að fara ör-
fáum orðum til skýringar.
Svo sem kunnugt er, hafa allir
þingflokkarnir staðið í nær ó-
slitnum samninga umleitunum
um málefnagrundvöll og mynd-
un fjögurra flokka stjórnar allt
frá því í byrjun júní s. 1. og þar
til mánudaginn 2. þ. m., að Fram
sóknarflokkurinn lýsti yfir, að
hann myndi eigi lengur, að ó-
breyttum kringumstæðum, taka
þátt í þeim viðræðum. í öllum
þessum umræðum hefir frá önd-
verðu ríkt fullkomið samkomu-
lag um, að kfeppkosta bæri að
tryggja, að þeim fjármunum, er
íslendingum hefir áskotnast, yrði
varið til þess, að byggja upp
atvinnulíf þjóðarinnar til sjávar
og sveita og koma því í ný-
tízku horf, en yrðu ekki að eyðslu
eyri.
Þetta meginatriði hefir nú
stjórnin tekið upp : stefnuskrá
sína. Ákveðið er, að fyrst um
sinn skuli bundnar 300 millj, kr.
af erlendum innstæðum þjóðar-
innar, er eigi megi gera að eyðslu
eyri og eigi verja til annars en
nýsköpunar atvinnulífsins. Þessi
gjaldeyrir er til sölu hverjum
þeim, sem hann vilJ kaupa til
einhverra þeirra framkvæmda,
er falla inn í nýsköpunina, og
mun stjórnin eftir megni greiða
götu þeirra, er hefjast vilja
handa í því skyni, jafnt til sjáv-
ar sem sveita. Því til trygging-
ar, að ekki lendi við orðin ein,
mun ríkisstjórnin láta leita fyrir
sér um kaup slíkra tækja erlend-
is og smíði þeirra hérlendis. Er
það ætlað, að einstaklingar og
félög, þar með talin bæjar- og
sveitarfélög, kaupi þessi tæki,
og gert ráð fyrir, að ef þess
gerist þörf, muni ríkisstjórnin
hlutast til um stofnun félaga í
því skyni. Jafnframt verður að
gera ráð fyrir, að ríkið sjálft
geti orðið eigandi einhverra
tækja. Fari svo, er ákveðið, að
þau tæki megi ekki selja með
tapi, nema öll stjórnin sé sam-
mála, eða Alþingi ákveði. Er
slíkt til öryggis.
Um öflun þessara tækja er
öllum gert jafnhátt undir höfði,
og er ætlað, að í þessum efnum
ríki fullt frelsi. Fari hins vegar
svo, að viðskiptareglur annara
þjóða verði með þeim hætti, að
íslendingum sé farsælast eða
jafnvel að eigi verði hjá komist,
að einn aðili fjalli um málið af
Islendinga hálfu, mun ríkis-
stjórnin að sjálfsögðu hníga að
því ráði. Þarf mönnum ekki að
bregða við slíkt hér á landi. Hér
hefir í nær áratug innflutningur
flestrar vöru verið bannaður, an
sérstaks leyfis hins opinbera, og
rtú um skeið nær öll útflutnings-
varan verið seld af umboðsmönn
um ríkisvaldsins.
Komi til verulegra útgjalda
rtíkisins af þessum efnum, or
ætlað að gera það með lántök-
um. Kemur þá til mála að skylda
menn að taka þátt í þeim lánum,
eða jafnvel til þátttöku í þeim
fyrirtækjum, er ríkið stofnar til-
Er fullkomlega réttmætt, að
ríkisvaldið beiti sér fyrir þvi,
að skjótfenginn auður sé þannig
látinn þjóna því hlutverki, að
auka velsæld almennings í land-
inu.
Að þessari stjórn standa menn,
sem hafa í grundvallaratriðum
sundurleitar skoðanir á, hvaða
þjóðskipulag henti íslendingum
bezt. Þeir hafa nú komið ser
saman um að láta ekki þann
ágreining aftra sér frá að taka
höndum safan um þá nýsköpun
atvinnulífs þjóðarinnar, sem eg
hefi lýst, og sem er kjarni mál-
efnasamningsins, og byggð er a
því þjóðskipulagi, sem íslend-
ingar nú búa við. Það er svo ráð
fyrir gert, að áfram haldist su
skipan, sem nú er á starfrækslu
atvinnutækja í landinu. Rekstur
einstaklinga, félaga, bæjar- og
sveitasjóða og ríkisins haldist. í
hve ríkum mæli hverju úrræði
Frh. á bls. 7.
- SHUCKS —
The WAR'S
ABOUT OVER —
SO WHy WORRV
A60UTANY NiORE
/V VICTORy
BOMDS
YOUVE 60T
/rtosT of your
CPOP INTHE gARN-
Rut that doesn't
MEAN you'RECO/MG
1iO UEAVE- TriE.
i?est ro tset im
Fy ITSELF -
’iJ.'L JÁ(
mM