Lögberg - 09.11.1944, Síða 3

Lögberg - 09.11.1944, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. NÓVEMBER, 1944 3 Pólland fram- tíðarinnar Grein þessi, sem er eftir pólska jafnaðarmanna foringj- ann Adam Ciolkosz og þýdd er úr ameríska vikublaðinu The New Leader, fjallar um samfylkingu hinna fjögurra pólsku stjórnmálaflokka, er styðja pólsku stjórnina í Lund- únum og telja sig bera ábyrgð á stefnu hennar og starfi. Jafn- framt gerir greinarhöfundur grein fyrir því, hver séu fram- tíðaráform pólska Alþýðu- flokksins, og hvað Pólverjum beri að gera til þess að geta vænzt mikillar og farsællar framtiðar. HINN 15. dag ágústmánaðar ár- ið 1943, gerðist næsta mikil- vægur atburður í Póllandi. Fjór- ir stjórnmálaflokkar, sem til samans mynda pólska þingið, er starfar með leynd, gerðu þá með sér samning um stjórnmálalegt og fjárhagslegt samstarf, unz hægt væri að efna til frjálsra kosninga í landinu. Flokkar þess ir munu alls njóta fylgis átta af hverjum tíu kjósendum í Pól- landi. Þessir fjórir stjórnmála- flokkar styðja eigi aðeins pólsku stjórnina í Lundúnum — eins og þeir hafa gert frá öndverðu — heldur bera þeir ábyrgð á stefnu hennar og starfi. Hver er þáttur pólska Alþýðu- flokksins og verkalýðssamtak- anna í þessu samstarfi? Eintök af leyniblöðunum pólsku hafa borizt til Lundúna eigi alls fyr ir löngu, og þar er um þetta rætt. Samstarfsflokkar þessir eru Alþýðuflokkurinn, Bænda- flokkurinn, Kristilegi verkalýðs- flokkurinn og Þjóðernisflokk- urinn. Allir voru flokkar þessir í andstöðu við ríkisstjórn þá, sem sat að völdum á Póllandi fyrir stríð. En utan við samband þetta standa “Sanacajarnir” sem voru stuðningsmenn ríkis stjórnarinnar, er var við völd á Póllandi á árunum 1926— 1930, og Frjálslyndi Þjóðernis sinnaflokkurinn, sem hefir num ið starfsaðferðir sínar og mál flutning af nazistum. — Eitt af leyniblöðum pólskra jafnaðar- manna kemst þannig að orði um samfylkingu þessa og viðhorf þau, sem hér um ræðir: “Seynsla sú, sem stjórnmála- viðburðir liðinna tíma hafa fært oss að höndum, svo og skilning- ur á viðhorfum framtíðarinnar, hefir valdið því, að stjórnmála- flokkar þessir hafa efnt til sam- fylkingar þeirrar, er hér um ræðir. Framtíðin mun færa oss sigur lýðræðisins. Þeir stjórn- málaflokkar einir munu eiga sér framtíð, sem starfa á lýð- ræðisgrundvelli og vinna að því, að Pólland verði voldugt lýðræðisríki.” En því fer fjarri, að jafnaðar- mennirnir pólsku telji sig hafa með þessu náð markmiði því, er þeir hafa sett sér. Þeir hvika hvergi frá fyrri stefnumálum sínum, þótt þeir hafi gerzt aðil- ar að þessari samfylkingu hinna umbótasinnuðu stjórnmála- flokka Póllands. Málgagn þeirra Wolnose (Frelsi), sem kemur út mánaðarlega, kemst að orði á þessa lund: “Pólski Alþýðuflokkurinn var fús til þess að gerast aðili a<) þessari samfylkingu og fallast á málefnasamning þann, er stjórn málaflokkarnir gerðu með sér. Hann stefnir að því, að Pólland megi verða frjálst og sjálfstætt og efnt verði til félagslegrar nýskipunar með hinni pólsku þjóð, sem byggð sé á grundvelli lýðræðisstefnunnar. Þetta eru tvö markmið, sem eru þó vissu- lega nátengd hvort öðru. Pólski Alþýðuflokkurinn og verkalýðs- hreyfingin getur því aðeins starf- að, að Pólland verði frjálst og sjálfstætt í framtíðinni. Hins vegar getur Pólland því aðeins orðið voldugt ríki í Evrópu framtíðarinnar, að það verði sterkt lýðræðisríki. Alþýðuflokk- urinn pólski gerir sér þess glögga grein, að viðreisn á Póllandi eftir stríðið getur engan veginn reynst farsæl og auðnurík, ef hún á aðeins að vera endurreisn þjóðskipulags kapitalismans. Þegar innrásarherinn hefir verið hrakinn brott af pólskri grund, verður ekki hjá því komist, að mörgu því verði gerbreytt, sem var fyrir 1939, er styrjöldin hófst.” Það, sem aðallega vakti fyrir Alþýðuflokknum, er hann gerð- ist aðili að samfylkingu þessari og féllst á málefnasamning stjórnmálaflokkanna, var það að fá það staðfest, að þjóðskipu- lag kapitalismans skyldi ekki stutt til valda að nýju, svo og að einkarekstur stórfyrirtækja og stórfeldar jarðeignir ein- stakra manna þekkist þar ekki. Verksmiðjur þær, sem Þjóðverj- ar ráða nú yfir, skulu þjóðnýtt- ara eftir að landið hefir endur- heimt sjálfstæði sitt. En til þess að unnt verði að koma þessari breytingu á, verða verkalýðs- samtökin að sjálfsögðu að verða mjög máttug og vel skipulögð. Þjóðin sjálf mun kveða upp úr- slitadóm um það, hvaða stefna skuli tekin 1 stjórnmálum og fjármálum, þegar unnt verður að efna til almennra kosninga í Póllandi á nýjan leik. Það er hin eina afgreiðsla þessa máls, sem er í samræmi við stefnu lýð- ræðisins. — Hver sú nýskipun, sem til verður efnt, verður að styðjast við öruggan meirhluta kjósenda í landinu. Allt annað væri einræði og brot á sjálfsögð- um mannréttindakröfum. “Að samfylkingu þessari standa fjórir stjórnmálaflokkar, sem ná til allra þjóðfélagsstétta. Þeir eru skipaðir verkamönn- um, bændum, menntamönnum, iðnaðarmönnum ög millistétta- mönnum. Vér vitum, að þessa flokka greinir á um margt, og oss kemur ekki til hugar að loka augunum fyrir þeirri staðreynd. Og enda þótt málefnasamning- ur sá, sem náðst hefir með flokk- um þessum, sé þannig, að þar sé mest áherzla lögð á þau atriði sem flokkarnir eru allir sam- mála um, er hann þó hinn merki legasti hvað varðar stefnu og starf Alþýðuflokksins í framtíð- inni. Hann er sem sé líklégur til þess að verða grundvöllur að aukinni samvinnu verkamanna og bænda. En það er augljóst mál, að til þess að unnt verði að koma þeim þjóðfélagslegu um- bótum á, sem nauðsynlegar eru og hér heffr verið á minnzt, hlýt- ur samvinna bænda og verka- manna til að koma. Og Alþýðu- flokkurinn er þess fullviss, að samfylking þessi muni orka miklu til aukins skilnings á nauð- syn samvinnu þessara tveggja meginstétta Póllands.” “Fyrir tuttugu árum var Pól- land bitbein þriggja stórvelda og 'pólska þjóðin bjó við hin kröppustu kjör. í dag er pólska þjóðin hins vegar sjálfstæð og stríðandi þjóð, þrátt fyrir her- námið. Pólverjum hefir að sjálf- sögðu orðið margt á á liðnum árum og öldum. En síðast liðin tuttugu ár hefir hún sýnt og sannað, að hún er þjóð, sem má sín mikils og verðskuldar að teljast til frjálsra og fullvalda ríkja. Pólverjar eru sú þjóð, sem Hitler réðist fyrst á, en jafnframt urðu þeir fyrstir allra þjóða til þess að veita herskör- um hans viðnám í stað þess að verða við kröfum hans eins og tíðkast hafði til ársins 1939. Og Pólverjar eiga sér þá ósk æðsta að verða máttug þjóð, er fái notið öryggis og farsældar í kom- andi framtíð. En til þess að svo megi verða, er nauðsynlegt að breytt verði um þjóðskipulag á Póllandi. Það skipulag, sem ríkti fyrir stríð, ma ekki hverfa aftur að því að það myndi valda því, að pólska þjóðin mætti sín lítils og sæi ekki hina langþráðu drauma sína rætast. Það er því skoðun vor og trú, að örlög Pól- lands séu samslungin örlögum hinnar miklu félagsbyltingar, er hlýtur að raska viðhorfunum frá því fyrir stríð og valda þátta- skiptum í sögu þjóðarinnar. Verkamenn og bændur hljóta að efna til náinnar og markvissrar samvinnu og taka völdin í sínar hendur í stað þess að una forsjá þeirra manna, sem styðj- ast við skrifstofubákn og blek- iðju annars vegar og herinn hins vegar. Þetta er sá vegur, er pólska þjóðin hugðist velja sér fyrir aldarfjórðungi. Vér telj- um oss túlka þessa afstöðu vora og skoðun bezt með því að end- urtaka ávarp þjóðstjórnarinnar frá því hinn 7. nóvember árið 1918: “Pólska þjóð, lát það verða hlutverk hinna styrku og vinnu hrjúfu handa þinna að frelsa land þitt og fá kynslóðum fram- tíðarinnar í hendur máttugt og frjálst föðurland.” Slík var rödd þess Póllands, sem reis úr eldi og ógn heims- styrjaldarinnar fyrri. Og hún er og rödd Póllands framfíðarinn- ar. Alþbl. I!!l« imnn Borgið LOGBERG !!!!!£ Carcassone Fullkomnasta sýnishornið, sem til er af hinum frægu víggritu riddaraborgum frá miðöldunum, er háborgin eða Cité í hinum gamla bæ Carcassone við ána Aude í Suður-Frakklandi. Er þarna æfagamalt bæjarstæði, því að þarna var bær þegar Cæsar var að herja á Gall,u. En gamli bærinn sem nú sést á hæðinni, innan tvöfaldra múra um sjö kílómetra langra og með 50 virkisturnum, eins og úr gömlu æfintýri, er frá elleftu og tólftu öld. “NýUbærinn, sem borgarbúar kalla svo, er frá þrettándu öld, en þá varð bylting í gamla bæn- um og þsir, sem flýja urðu bæ- inn, reistu annan nýjan á ár- bakkanum beint á móti. Það væri efni í heila bók ef rekja ætti hina æfintýralegu sögu Carcassone, hvernig borgin gekk Rómverjum úr greipum og í hend ur Vestgota og síðan Araba og til Pípíns stutta og varð loks eign greifanna af Carcassone, sem ríktu þar óháðir þangað til Simon de Montefort hélt kross- mannaliði sínu til borgarhliðs- ins og neyddi Raymond Rogers greifa til þess að gefast upp. Ár- ið 1356 atóðst kastalinn árásir “Svarta prinsnis enska.” en loks var borgin innlimuð í Frakk- land, árið 1659. . Fjöldi skemtiferðafólks heim- sækir þetta vígi 11. og 12. aldar og “nýi bærinn” þykir merkileg- ur líka, þó að hann sé “aðeins” frá 13. öld. Business and Professional Cards Kirkjuritið. Lýðveldishátíðin Kirkjusálmur. Island frjálst, sem fyrr á dögum, er feður vorir stýrðu lögum á Alþingi við Öxará. ísland frjálst frá yztu miðum og inn að hæstu jökulskriðum, svo skugga ber þar engan á. Ó, fagra frelsis tíð. Að fullu er unnið stríð. Dýrð sé Drottni! Hans eilíf náð vort efldi ráð. — Þér heill, vort frjálsa fósturláð! Þúsundradda þakkarhljómum frá þjóðarinnar helgidómum skal hylla þá, sem börðust bezt. Saga er minnug sinna manna. Á silfurspjöldum minninganna hvert nafn er römmum rúnum fest. Frá fjalli að fjarðarál nú flutt skal þakkarmál. Dýrð sé Drottni! Hann gaf oss menn, og gefur enn, sem hefja vörn og sókn í senn. Sjá þú arf þinn, æskulýður. Þín alfrjáls landið góða bíður og kallar þig að drýgja dáð. Bregzt því ei, þótt blási í móti 1 byljssömu þjóðlífsróti. Ver trúr, — og Guð þér gefur náð. Hann blómgast lætur byggð. Ó, bind við land hans tryggð. Dýrð sé Drottni. Þú æsku sveit slreng heilög heit: Gjör Island sannan unaðsreit. Burt með sérhvert haft og helsi, sem hindfar mannlegt þroska-frelsi og líf, sem hæfir hefðarþjóð. Hver sá hlýtur gróna gremi, sem gleymir tryggð og ræktarsemi við áa sinna ættarslóð. Vér þráum þjóðarvor með þroska og frægðar spor. Drottinn, Drottinn. Þú, Guð vors lands, — þú, Guð hvers lands, — þú styður veldi vorhugans. Drottinn Guð, vér krjúpum — köllum og klökk á þínar skarir föllum. Ó, heyr, Guð Drottinn, hjartans mál: Far um hjörtun helgum eldi, sem helgi íslenzkt þjóðarveldi og ljómi skært um Atlanzál. Gef farsæld, frið og náð. Gef frægð og nýja dáð. Drottinn, Drottinn. Þú, líknin trú sért lofuð nú. — Lýðveldið ísland blessa þú! Vaíd. V. Snævarr. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDO. Slmi Í2 296 Heimili: 108'Chataway Sími 61 023 DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 12 4 Home Telephone 202 398 Frá vini DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur í Augna, Eyrna, nef og hálssjúkdómum 416 Medical Arts Building, Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 22 251 Heimasími' 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Eðlk getur pantaO meöul annaB me6 pðsti. Fljðt afgreiBsla. og A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um ðt- farir. Allur útbúnaður sá beztL Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsíml 86 607 Heimilis taláíml 26 444 HALDOR HALDORSON byggingamcistari 23 Music and Art Building Broadway and Hargrave Winnipeg, Canada Phone 21 455 INSURE your property with HOME SECURITIES LTD. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 TELEPHONE 96 010 H. J. PALMASON & CO. Chartered. Accountants 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Phone 49 469 Radio Service Speclalists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited , 404 Scott Block Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISB MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla I heildsölu meB nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofuslmi 25 356 Heimaslmi 55 463 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBT STREET (Beint suBur af Banning) Talslmi 30 877 ViBtalstimi 3—5 e. h. Dr. E. JOHNSON 304 Eveline St. Selkirk Office hrs. 2.30—6 P.M. Phone office 26. Res. 230 Office Fhone 88 033 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 166 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Sniith St. PHONE 26 545 WINNIPEÖ 0Uei/ep Studios ,-&d. jStrgui Mwtogcaduc OwvuiatwnTh Canmdi )S Otfa (otre Dame Phone ^ 96 647 u Legsieinar gem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmarl SkrifitS eftir vertfskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 30 8 AVENUE BLDG, WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgÍS, bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON högjrœtlingar 209 Bank of Nova Scotla Bldg Portage og Garry St. Slmi 98 291 Blóm slundvíslega afgreidd THt ROSERY ltd. Stofnað 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. GUNDRY & PYMORE LTD. British Quality — Fish Netting 60 VICTORIA STREET Phone 98 211 Vlnnipeg Manager, T. R. THORVALDBON Tour patronage will be tppreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 681. Res Phone 73 917.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.