Lögberg - 09.11.1944, Page 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. NÓVEMBER, 1944
*—---------lögfaerg--------------------►
GeflS út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “L/ög,berg,M is prinfeed and publisheá by
The Columbia Press, Lámited, 695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitooa
PHONE 86 327
---------—.— --------------—-— ------*
Hvað var það, sem
landneminn hvíslaði
barni sínu í eyra?
Samkomuhugleiðing eftir Einar P. Jónsson
Norrænir menn hafa skapað margar biblíur,
og eiga vafalaust eftir að skapa fleiri enn; í
einni þeirra, sem okkur íslendingum er næsta
nákomin, er sagt frá tveimur Guðum, þeim
Óðni og Baldri, og þess jafnframt getið, að
Óðinn hafi hvíslað einhverju í eyra hins hvíta
Áss, sem enginn enn veit hvað verið hafi, þrátt
fyrir heilabrot hinna vitrustu manna um það
efni, öld fram af öld; að það hafi verið eitthvað
ósegjanlega fagurt, hafa flestir látið sig dreyma
um. Hver veit nema það hafi einmitt verið um
tign norrænnár tungu, og að það ætti fyrir henni
henni að liggja, að vernda svip sinn og sérkenni
úti á íslandi, eftir að hinar Norðurlandaþjóð-
irnar myndu sætta sig við kokhljóð og allskonar
hrognamál? Að ætla sér slíkt, virðist að minsta
kosti engin fjarstæða.
íslenzk málsmenning og íslenzk afkomumenn-
ing hafa að jafnaði haldist í hendur; í kjölfar
málshnignunarinnar sigldi efnahagslegt auðnu-
leysi; en með aukinni málsfegrun og vaxandi
virðingu fyrir menningargildi íslenzkrar tungu,
kom jafnframt fjörkippur í þjóðlífið á sviði hinn
ar efnahagslegu afkomu; þá óx þjóðinni í öllum
skilningi ásmegin, og hún hristi af sér einn ör-
birgðarfjöturinn eftir annan; þá fann hún “hit-
ann í sjálfri sér”, eins og Hannes Hafstein sagði,
en við slíka meðvitund skapaðist eldmóður til
stórvirkja og knýandi framtaks. Menn leiða enn
getur um það, hvað það í rauninni hafi verið,
sem Óðinn hvíslaði í eyra Baldri, en þrátt fyrir
öll heilabrotin, ber þó jafnan að einum og sama
brunni um lausn þeirrar gátu; þar verður hver
að svara fyrir sig.
I
Nú verða senn liðin sjötíu ár frá þeim tíma,
er íslenzka landnámið við Winnipegvatn náði
varanlegri fótfestu; fyrsta Birkibeinahópinn af
Fróni bar að landi þar, sem nú stendur Gimli-
bær, eða skammt undan Víðinestanga; var sum-
ar þá í þann veginn að syngja sitt síðasta vers,
eins og sjá má af ummælum í 2. bindi af sögu
Vestur-Islendinga eftir Þ. Þ. Þorsteinsson:
“Um kvöldið gengu menn fram og aftur um
sandrifið til að rétta úr sér, og voru hinir
ánægðustu yfir því, að loks var þessi langferð
á enda. Um nóttina létu þeir fyrirberast á
langskipum sínum.
íslendingar voru lentir með heilu og höldnu
á eyðiströnd síns nýja lands. En fyrsti vetrar-
dagur var að morgni.”
Hér verður engin tilraun til þess gerð, að
rekja sögu íslenzka landnámsins við Winnipeg-
vatn; hún er h’vorttveggja í senn saga hinna
bitrustu mannrauna og gagnmerkra sigurvinn-
inga; þar sem bjálkakofarnir gömlu gtóðu,
blasa nú við auga reisuleg nýtízku heimili um
kringd fögrum og frjósömum ökrum; fræknir
fiskimenn ausa upp úr Winnipegvatni geisi-
legri auðlegð allan ársins hring, og nota við
iðju sína hin fullkomnustu veiðitæki; alt er
breytt frá því, sem áður var, og margt af því
vitaskuld til batnaðar. En hefir þá líka ekki
á hinn bóginn eitthvað tapast; eitthvað, sem í
raun og veru mátti ekki undir neinum kring-
umstæðum missa sig?
Þrenna erfðakosti skilst mér einkum að ís-
lenzkir frumherjar hafi flutt með sér til síns
nýja lands: norræna aðalslund, óðalsrækt og
eilífa ást til íslenzkrar tungu; þessar dyggðir
voru þeim heilagar, og það voru, að eg hygg,
þessar dyggðir, sem þeir þráðu heitast að verða
mætti grundvöllurinn að framtíð afkomenda
sinna; í mörgum tilfellum lánaðist þetta, en í öðr
um ekki; og þó eg ekki viti fyrir víst hvað það
var, er þreyttur og deyjandi frumherjinn hvísl-
aði síðast sonum sínum og dætrum í eyra, þá hefi
eg það ríkt á vitund, að mestu áherzluna hafi
þeir þó lagt á þrjár áminstar dyggðir, eða sér-
kenni í eðlisfari þeirra sjálfra, er þeim þótti mest
um vert.
Þeir, sem leggja rækt við óðöl feðra sinna og
mæðra, verða að jafnaði menn með mönnum
hvar, sem þeir eru í sveit settir; þeim vegnar
vel, og þeir verða langlífir í. landinu; en hinir,
sem afrækja slíkar dyggðir, eiga það á hættu, að
hrapa fyrir björg.
Þótt vitað sé, að allmargir afkomendur ís-
lenzkra landnámsmanna í þessari álfu leggi
góða rækt við óðöl feðra sinna og sitji þau
með sæmd, dylst það þó eigi, að hið gagnstæða
á sér í ýmsum tilfellum stað; jafnvel sögufræg
býli, sem borið hafa nafn vorra ágætustu land-
námsmanna, eru komin úr eigu Islendinga og
í hendur þeim, sem lítil eða engin skil kunna
á verðmætum íslenzkrar menningar; í ein-
stökum tilfellum má ef til vill réttlæta slík af-
söl, þó önnur verði ekki auðveldlega afsökuð,
végna auðsæilegrar vöntunar í heilbrigðum
ættarmetnaði; skyldleikinn milli manns og
moldar er það náinn, að hætt er við alvarleg-
um veilum í skapgerð þeirra manna og kvenna,
sem afrækja blettinn þar, sem þau voru borin og
barnfædd. Óðalsrækt og aðalslund haldast jafn-
an í hendur. I ræktarsemi viij óðalið felst hin
fegursta þjóðrækni; einkum og sér í lagi þæ-, er-u
fyrir hendi þau skilyrði, sem nauðsynleg eru til
verndar menningarerfðum vorum; upp úr þeim
• jarðvegi hafa sprottið þeir kvistir, sem vaxið
hafa upp í laufþrungin tré, sem skýlt hafa
nýgróðrinum og vísað honum veg til hollrar
þróunar; í sveitum Islands átti tunga vor jafn-
an vígðan vermireit, og í sveita menningunni
hér vestra, ætti hún einnig að eiga griðland um
langt skeið enn, ef hugur fylgi máli um viðhald
hennar, sem í rauninni ætti ekki að þurfa að
draga í efa.
Með því að ferðast um nýbygðir ísjendinga
vestan hafs, sannfærist maður skjótt um það
að þar, sem virðingin fyrir landnámsóðalinu
stendur í mestum blóma, skipar íslenzkan hinn
glæsilegasta heiðurssess; í slíku sambýli skapast
djörf aðalslund, sem ógjarna lætur segja sér fyr-
ir verkum.
Það sýnist því nær óhugsandi, að menn og
konur af íslenzkum stofni, sem þetta fagra land
byggja, sem nú er vort fósturland, sætti sig við
vesæla andlega og efnalega húsmennsku í stað
þeirrar heitu og djarfmannlegu óðalsástar, sem
einkendi hetjustarfsemi forfeðra vorra og for-
mæður; þar þótti það mest um vert, að vera
maður með mönnum og brynjast til átaks, er
mest reyndi á þolrifin.
Þótt nú hafi í fáum dráttum verið vikið að ís-
lenzkum óðulum með hliðsjón af varðveitzlu ís-
lenzkra menningarerfða í þessu landi, þá leysir
það vitaskuld að engu leyti það íslenzkt fólk, sem
býr í borgum og bæjum undan ábyrgð gagnvart
viðhaldi vorrar tignu tungu; sú ábyrgð verður
jafnan hin sama hvar, sem Islendingar eru í
sveit settir, og á henni verðúr hver og einn að
standa full reikningsskil. Og komi til þess, að
vér, í þjóðræknislegum skilningi, göngum með
lítilli sæmd fyrir ættarstapa, sem vonandi verð-
ur ekki, verður þá hinum ömurlegustu lífssvik-
um um að kenna, eða drengskaparbroti við hið
mikla boðorð: Heiðra skaltu fóður þinn og
móður.
Drottinhollusta þótti jafnan ein hin fegursta
dyggð, þó hún í rauninni væri einungis sjálf-
sögð drengskaparskylda; dáðríkt æfistarf ís-
lenzkra frumherja í þessu landi, krefst þess að
vér auðsýnum málstað þeirra óskipta hollustu,
málstað íslenzkunnar og málstað þess alls, sem
þeim var helgast í hjarta og sál.
Naumast kæmi það að sök, þótt vér Islend-
ingar í þessu landi, er oss sleppur verk úr hendi,
minnumst öðru hvoru eftirgreinds erindis úr
meistaraljóði Einars Benediktssonar:
“Og feðratungan tignarfríð,
hver taug mín vill því máli unna,
þess vængur hefst um hvolfin víð.
þess hljómtak snertir neðstu grunna;
það orktu guðir lífs við lag,
eg lifi í því minn ævidag
og dey við auðs þess djúpu brimna.”
Rækt og ræktarsemi, eru greinar á þeim
stofni, er skapar trúnað við óðalið og djarfa
aðalslund; óræktin og óræktarsemin spretta
upp af fjarskyldum meið; annar stofninn á
framundan sér takmarkalausa þróun, en hinn
hrörnun og fúa.
íslenzki landnámslýðurinn í þessu landi, bað
engrar afsökunar á tilveru sinni, og hann þurfti
þess ekki heldur með; þetta fólk unni .vitaskuld
íslandi hugástum, en það festi líka fljótt traustar
rætur hér og vildi veg Canada í öllu; því var það
ljóst, að þetta land átti að verða framtíðarland
niðja þeirra frá kyni til kyns, og þess vegna var
alt fyrir það í sölurnar leggjandí.
Frumherjarnir íslenzku, sem festu hér byggðir
og bú, voru hin eina kynslóð af þjóðstofni vor-
um í þessari álfu, er réttilega máttu kallast
“New Canadians”. Það er óþarft, og jafnvel
ekki með öllu holt, að heimfæra slíkan titil
upp á núverandi kynslóð, sem ætt sína rekur
til íslands; slíkt fólk er fullgilt canadiskt fólk,
sða fullgilt Bandaríkjafólk; og að það leggi fylstu
rækt við menningarerfðir stofnþjóðar sinnar,
uppruna og ætt, verður því sjálfu fyrir beztu
og eykur á manngildi þess.
Fyrir mörgum árum dvaldi með oss Vestur-
íslendingum merkisprestur heiman af ættjörð-
inni, séra Kjartan Helgason frá Hruna í Árnes-
þingi, víðsýnn og djúpmenntur gáfumaður;flutti
hann hér fjölda íturhugsaðra erinda um íslenzka
tungu, eðliskosti íslenzku þjóðarinnar og bók-
menntir hennar; það var gott að hlusta á séra
Kjartan, eins og raunar þá aðra
menn, er þannig flytja mál, að
um einlægni þeirra verður eigi
efast; vitaskuld er eg búinn að
gleyma mörgu af því, sem hann
sagði okkur frá, en eim* gleymi
eg aldrei; í því fólst ósegjan-
lega fögur þjóðrækni. “Mig
hefir verið að dreyma um það”,
sagði séra Kjartan, “að sá dag-
ur hljóti að renna upp, er ís-
lendingur og sannur maður
táknar eitt og hið sama”.
Hugsaði ekki íslenzki land-
neminn, brautryðjandinn mikli
í þessu fagra landi, eitthvað
svipað, um það leyti er hann
lagði upp í langferðina hinztu,
og hvíslaði barni sínu í eyra síð-
asta heilræðinu á þessari jörð?
Sumarbúðir
Um nokkur undanfarin ár hef-
ir Bandalag lúterskra kvenna
verið að leitast við að opna hugi
fólks vors fyrir þörfinni á að
reisa sumarbúðir, sem notaðar
yrðu sem hvíldarstaður, sem
veitti andlega uppvakning, sem
gæti orðið miðstöð fyrir kristi-
lega fræðslu fyrir æskulýð vorn.
Var þessu máli fyrst hreyft af
forseta félagsins á framkvæmd-
arnefndarfundi haustið 1937.
I fljótu bragði virðist ein-
kennilegt að eftir sjö ár skuli
þetta enn vera aðeins hugsjón,
en til þess eru ýmsar ástæður:
Hugmyndin var ný, fólk vort
hafði ekki haft tækifæri til að
kynna sér hana, þeim sem hlut
áttu að máli var því umhugað
um að gefa fólki fult tækifæri
til að kynnast þess háttar starfi
hjá öðrum kirkjudeildum. Var
því byrjað með því að leigja
pláss yfir stutt tímabil fyrir nám-
skeið í kristilegri fræðslu. I
fjögur sumur var það starfrækt
með góðum árangri. Fyrir þrem-
ur árum var það ákvæði gert
að stofna sjóð er notaður skyldi
til að byggja sumarbúðir til-
heyrandi Bandalagi lúterskra
kvenna. Hefir sá sjóður aukist
að nokkru síðan.
Ýmsir hafa spurt: Eru líkindi
til að þetta hafi þýðingu fyrir
kristindómsstarfið? Hvernig fyr-
irkomulag verður haft? Verður
þetta ekki of umfangsmikið og.
of kostbært starf fyrir þennan
félagsskap? Hvaða byggingar
hafið þið hugsað ykkur að reisa?
Hvernig verður þeim hagað? Var
það viturlegt að neita samvinnu
við hin þýzk-lútersku félög er
gáfu kost á slíkri samvinnu síð-
astliðið sumar?—
Með fáum orðum vildi eg
leitast við að svara, eins og þetta
horfir við frá mínu sjónar miði.
Sem svar við hinni fyrstu spurn-
nigu .vildi eg geta þess, að um
alt þetta meginland eru flest
allar kirkjudeildir að hefjast
handa með þannig lagað sumar-
starf; landspildur á ýmsum stöð-
um af ýmsri stærð eru keyptar,
munu flestar þeirra vera frá tíu
til þrjátíu ekrur að stærð, sum-
ar ef til vill nokkuð stærri eða
minni. Þar eru svo reistar sum-
arbúðir af ýmsri gerð og stærð.
Þangað safnar kirkjan svo æsku-
lýð sínum til hvíldar, hressing-
ar og fræðslu — verður þetta
sem heimili ár frá ári — hugir
hinna ungu stefna þangað. —
Þar finna þeir að er gott að
dvelja um hríð 1 súmarleyfi sínu.
Alt starfið er í umsjón hæfra
leiðtoga. Af þessu starfi vænta
hinar ýmsu kirkjudeildir hins
mesta árangurs um komandi
tíð.
Viðvíkjandi því hvacia fyrir-
komulag á starfi verði haft vildi
eg setja hér starfskrá, sem okk-
ur hefir dreymt um að geta fylgt,
ef ekki strax og starf verður
hafið, þá síðar meir:
15. —25. júní—mæður með
lítil börn (mothers’ camp)
26.—29. júní—Sunnudagaskóla
kennara mót (Sunday school
teachers’ rally)
3.—14. júlí—Námskeið í kristi-
legri fræðslu (Leadership Train-
ing course)
16. —27. júlí—Sumardvöl fyrir
börn (children’s camp)
28.—31. júlí—Prestamót (Min-
isters’ Retreat)
2:—16. ágúst—Sumardvöl fyr-
ir börn (Ohildren’s Camp)
17.—30. ágúst—Opnar búðir fyr
ir hvern sem vildi njóta hress-
ingar og hvíldar.
31. ág.—7. sept.—Mót fyrir
meðlimi Bandalagsins (Mem-
bers’ retreat)
8. sept.—Búðum lokað.
— Þetta er hugsjón okkar;
hvað mikið af því verður að
virkilegleika f.ærir tíminn í ljós.
Það hefir komið í huga allra,
sem um þetta hafa að einhverju
leyti hugsað, að þetta yrði ofur-
efli fyrir þennan félagsskap, en
efítir að hafa velt þessu fyrir
mér og horft á það frá öllum
hliðum, hefi eg komist að þeirri
niðurstöðu, að svo þurfi ekki að
vera. Bandalagið á ítök í flest-
um íslenzkum bygðum, það er
alls ekki einsamalt að verki; á
bak við það stendur hið Ev. lút.
kirkjufélag, og þá um leið allir
íslenzkir lúterstrúar menn og
konur á þeim svæðum, sem þetta
starf gæti náð til. Blessunarósk-
ir, hlýhugur og gjafir hafa okkur
borist frá fólki á fjarlægum stöð-
um. Eg trúi því, ef áhugi og ein-
ing ríkir, verði þetta ekkert of-
urefli. Það er líka vert að muna
það, að sé þetta fyrirhugaða
starf Guði þóknanlegt og verði
að því unnið samkvæmt hans
vilja munu leiðir opnast og eng-
in ástæða til kvíða,
Hvað því viðvíkur, hvað marg-
ar byggingar yrðu reistar — þá
höfum við í huga svipað fyrir-
komulag og á sér stað í Cana-
dian Sunday School Mission
Camp. Hvort allar þær bygg-
ingar yrðu reistar strax í byrjun,
er auðvitað óráðið. — Þar þurfa
að vera svefnskálar — einn fyrir
pilta, annar fyrir stúlkur, borð-
stofa og eldhús, kenslusalur,
sjúkrahús og íbúð (ein eða tvær)
fyrir starfsfólk. Æskilegt væri að
allar yrðu þessar íbúðir af sömu
gerð þó mismunandi að stærð,
allar málaðar sama lit. I öllum
yrði notað hið ódýrasta efni —
allir veggir einfaldir og nokkur
hluti sumra þeirra mundi verða
úr “screen”, yrðu þar strigatjöld,
sem draga mætti fyrir.
Þá er spurningin um hvort
það hafi verið viturlegt að neita
samvinnu. — Því máli var vísað
til hinna tuttugu félaga, sem
Bandalagið mynda; aðeins þrjú
greiddu atkvæði með, svo eng-
um blöðum var um það að fletta
hver var vilji meirihlutans. Við
vorum ekki reiðubúnar að láta
þetta starf í hendur annara, og
höfðum enga trú á að þessi sam-
vinna mundi verða fyrirtækinu
til heilla. Við þráðum að sá vís-
ir, sem hafði verið gróðursett-
ur til þessa starfs mætti þrosk-
ast þannig að starfið yrði ekki
bundið við eina, tvær eða þrjár
vikur aðeins hvert sumar, heldur
mætti það ná yfir alt sumarið.
Við treystum á gjafmildi og
höfðingskap þeirra Islendinga,
sem elska lúterska kristni og
elska æskuna. Við sáum í anda
heimili fyrir íslenzka æsku; búð-
ir, sem ef til vill yrðu reistar
sem minnismerki um þá, sem
brautina ruddu og okkur til-
heyra einum. Hva ætti til dæmis
betur við en að þar væri reistur
skáli í minningu um landnáms-
konur einhverrar bygðar — kon-
urnar, sem heima vöktu, sem
lögðu alt í sölur til þess að af-
komendur þeirra gætu notið
nýrra tækifæra í nýju landi. Sú
bygging yrði þá gefin af fólki
þeirrar sérstöku bygðar, sem
þannig hugsaði sér að heiðra
minningu þeirra. — Eða ef kenslu
stofan yrði bygð í minningu um
okkar látnu leiðtoga 1 kenni-
mannastétt — nöfn þeirra þarf
eg hér ekki að nefna, þau eru
okkur kunn. — Ekki væri úr
vegi heldur að þannig væri einn-
ig minst hins fagra og þögula
flokks æskumanna af íslenzku
bergi brotnir, sem líf sitt hafa
látið í hinum tveimur heims-
stríðum. Þetta, og margt fleira,
tilheyrir okkur einum og þó ekk-
ert sé fjær mér en að vera með
nokkurn þjóðræknis umslátt í
sambandi við þetta þá veit eg
mér er óhætt að segja að það
var eitthvað í okkar íslenzka upp
lagi, sem gerði okkur ómögu-
legt að samþykkja áminsta sam-
vinnu. — Verði þessar sumar-
búðir nokkurntíma reistar þá
þráum við að þær verði helgað-
ar Islendingum og að okkar ís-
lenzka, lúterska kirkja megi
safna þangað sínum æskulýð, að
þar mættu þreyttir njóta augna
bliks hvíldar, að þaðar. mætti
blessun streyma um ókomin ár,
Ingibjörg J. Bjarnason,
forseti Bandalagsins.
Sameiningin.
Laugar Diocletians
Meðan Rómverjar voru á mesta
blómaskeiði sinnar gullaldar,
þótti þeim engin skemtun betri
en sækja baðstaðina, sem yfir*
völdin sáu almenningi fyrir. Af
þeim sex frægu baðístöðum í
Róm, sem bygðir voAi á keis-
aratímunum, voru laugar Dio-
cletians langfrægastar . Gátu
2000 manns laugað þar samtím-
is. Vatnið streymdi án afláts um
steinflúraðar laugarnar; var það
le'itt ofan úr hæðunum fyrir
austan Róm í þröngum vatns-
rennum, sem voru hin mestu
mannvirki, en gegnum borgina
í pípum, sem skeyttar voru sam-
an með silfri og bronsi. Það var
hitað í leiðslunum, sem lágu gegn
um ofna og allir gátu fengið svo
heita eða kalda laug, sem þeim
líkaði. Þarna voru og gufuböð
og steypuböð.
Gestir komu ýmist gangandi
eða í burðarstólum og dvöldu
margir hverjir daglangt í laug-
unum, því að þær voru einskonar
skemtistaður jafnframt. Þegar
imj var komið tók við stór sal-
ur með dýrindis málverkum und-
ir hárri hvelfingu, sem borin
var uppi af marmarasúlum.
Milli niðandi gosbrunnanna í
þessum sal heilsuðu menn kunn-
ingjunum, hlustuðu á nýjustu
fréttir eða lásu Acta Diurna dag-
blað borgarinnar.
Þegar menn höfðu fengið
baðið, sem þeir óskuðu, reikuðu
þeir um unaðslega garða, undir
kliptum linditrjám og meðfram
limgirðingum, um kýprusviðar-
göng og kringum fögur marm-
aralíkneski. Þeir sem nenntu
fóru inn á fimleikasvæðið og
tóku þátt í leikjum og líkams-
æfingum. Síðan snæddu menn
góða máltíð og á eftir var farið
í bókasafnið, á hljómleika eða *
leikhús.
Bláhellír á Capri
Eitt af því skrítna um hinn
fræga Bláhelli á Capri, rúmlega
30 km. vestur af Napoli, er að
íbúar hinnar fornu Rómaborgar
þektu helli þennan en svo týnd-
ist hann aftur og vissi enginn
um tilveru hans fyrr en snemma
á nítjándu öldinni. Og þó er
skiljanlegt að hann skyldi týn-
ast, því að opið á þessum töfra-
hetlli er aðeins tæplega þriggja
feta hátt og hefir það verið mikil
skapraun öllum málurum, sem
heimsótt hafa þennan fræga
stað.
Það er sjórinn sem holað hefir
þennan helli inn í bergið, eins
og svo marga aðra á eyjunni,
en hún er sumpart úr meirum
kalksteini, samskonar og er í
Apenriínafjöllum. Þegar komið
var inn í hellirinn (og það er
því aðeins kleift að sjór sé dauð-
ur), er maður kominn inn í
blátt æfintýraland. Þarna er alt
blátt, frá ljósbláu í dimmblátt
og blandast þetta saman í und-
ursamlegustu myndir, vegna
geislabrots ljóssins í vatninu.
Báran á vatninu .veldur því, að
bláu mislitirnir eru á sífeldri
hreyfingu, eins og geislar frá
risavöxnu litaorgeli. — Á Capri
eru einnig Grænihellir og Hvíti-
hellir, sem eru þess verðir að
þeir séu skoðaðir, þó að fegurð
þeirra komist ekki í hálfkvist við
Bláhellis.