Lögberg - 09.11.1944, Side 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. NÓVEMBER, 1944
“Riohard, kona hans og þú komið öll til mín
til Argentínu. Ef þú vilt ekki, þarftu ekki aö
vera hjá mér, já, þú þarft einu sinni ekki að
lifa á mínum peningum, ef það er á móti þinni
viðkvæmu samvisku. Eg get gefið Richard góða
stöðu með góðum launum, og þér líka, svo
þið séuð alveg sjalfstæð og mér óháð. Finst
þér það ekki álitlegt?”
“Jú, þú meinar mjög vel,” svaraði Dora stam-
andi. “Bara — eg vil ógjarnan fara svo langt
burtu frá Englandi.”
Hún vildi ekki segja: “Svo langt burt frá
Horst.”
“Hvað gerir það til? Þú átt enga vini á Eng-
landi, sem þú getur saknað.”
“Nei, sjálfsagt ekki,” svaraði Dora, kjökrandi.
“Hér í gamla landinu standa ykkur ekki
mörg tækifæri til boða, eftir þetta,” sagði Sitt-
ard, “það máttu vera viss um. Richard í fang-
elsi fyrir þjófnað, konan hans algerlega óupp-
lýst og ósiðfáguð, þú útrekin frá manninum
þínum, sem ekki einu sinni vill heyra nafn
þitt nefnt; og eg — þú veist hvað fólk hér í
Englandi hugsar um mig. Eg held að það sé best
fyrir okkur öll að fara sem lengst í burt, og
byrja nýtt líf 1 nýju landi.”
“Já, eg held það líka,” svaraði Dora, og tárin
runnu ofan eftir hennar fölu kinnum.
“Hvað mundir þú geta tekið fyrir hér, ef
Richard færi með mér?” spurði Sittard, og
leit efunaraugum til dóttur sinnar.
“Hvernig ætlarðu að sjá þér farborða? Jafn-
vel þó maðurinn þinn gæfi þér talsverða pen-
inga, þá kynnir þú ekki með þá að fara, slíkt
barn, sem þú ert.”
“Eg á hér eina vinkonu, jómfrú Sandon, sem
kannske vildi lofa mér að vera hjá sér. En eg
er alls ekki viss um það, því hún er náin vin-
kona Hr. Horst.”
“Þá er best fyrir þig að reiða þig ekki a
hana. Komdu bara með Richard og mér þangað
sem enginn þekkir nafn okkar, þú verður ham-
ingjusamari þar, en hér.”
“Ef Richard fer — ef Richard fer —”. Hún
gat ekki sagt meira, en faðir hennar virtist að
skilja hvað hún vildi segja.
“Ef Richard fer, þá kemur þú líka?” spurði
hann. “Það er ágætt, þá held eg að allt sé á
réttri leið; það er að segja, — Richard er
fæddur auli, sem eg er alls ekki viss um enn-
þá. — Það sem við höfum nú úttalað þetta mál,
vil eg segja góða nótt, barnið mitt; við sjáumst
aftur.”
“Þú verður ekki lengi hér í Englandi, faðir
minn?” spurði Dora, sem var hrædd um að
hann yrði þektuf.
“Bara þangað til eg hefi talað við Richard.
svo fer eg undir eins. Eg fer ekki með línu-
skipunum, sem fara til Argentínu, vinur minn,
sem hér er á sínu eigin skipi, tekur fáeina
farþega, og eg fæ mér far með honum.”
“Þú ert býsna varfærinn, faðir minn,” sagði
hún.
“Auðvitað, sjálfs míns vegna. Láttu þér ekki
detta í hug, barnið mitt, að eg vilji láta þá
taka mig fastan og setja í fangelsi hérna. Svo
hef eg og búið svo um, að ef þeir skyldu taka
mig og setja í fangelsi, þá hef eg veg til að kom-
ast burtu, og verða frjáls aftur.”
Dora skildi ekki hvað hann meinti með þess-
um orðum. Það var eitthvað í rómnum, sem hún
hræddist, þess vegna spurði hún, til að snúa
talinu að öðru:
“Býrð þú hjá Rósu?”
“Hvernig getur þér dottið það í hug, barn;
nei, eg hefi minn eigin veg, auk þess treysti
eg Rósu ekki. Eg vil ekki heldur segja þér
hvar eg er, en eg skal segja þér annað. Opnar
maðurinn þinn bréfin þín?”
“Aldrei.”
“Þá skal eg skrifa þér, og láta þig vita þegar
eg get séð þig næst. Eg skrifa ekki nafnið
mitt undir bréfið, en eg skal tiltaka stað og
stund, þar sem við getum mæst. Og vertu nú
sæl!”
“Hann laut niður, kysti hana á höfuðið, og
faðmaði hana að sér.
“Líttu upp kæra dóttir mín,” sagði hann, ör-
uggur. Sem stendur lítur ekki sem best út fyrir
okkur, en við skulum komast út úr því, vertu
óhrædd. Eftir átta daga geturðu átt von á mér
hér. Ef eg get skrifa eg þér áður, ef eg get það
ekki, þá getum við kannske mætst hér tilfellis-
lega.”
“Komdu ekki þegar Horst er heima!” sagði
Dora.
Faðir hennar leit efablandin og hálf fyrir-
litningarlega á hana.
“Eg held vissulega að þú elskir hann,” sagði
hann í því hann hvarf út úr laufskálanum.
Þessi orð endurhljómuðu í eyrum Doru, —
einnig í draumum hennar á næturnar, — svo
hún hrökk upp og fór á fætur.
“Elska eg hann, er það áreiðanlegt?” spurði
hún sig sjálfa. Og nú af þeim sársauka, sem
þrengdi að hjarta hennar, þegar hún hugsaði
til að fara alfarin burt af Englandi, fann hún
til þess með fullri vissu, að hún elskaði Horst.
Það var henni ný opinberun, en hún þorði
varla að trúa sínum eigin tilfinningum. Hún
hafði lengi hugsað um það, og gat ekki komist
að annari niðurstöðu, en að hún bæri takmarka-
lausa virðingu fyrir honum. Og nú — og nú
fyrst, þegar hún átti að fara frá honum, yfir-
gefa hann, varð hún vör þeirrar öruggu full-
vissu í meðvitund sinni, að hún elskaði hann.
27. KAFLI.
Daginn eftir kom Horst heim og veitti því
strax eftirtekt, að konan hans var að einhverju
leyti breitt. Hann var vanur að sjá hana eins og
dreymandi óg niðurbrotna, og var, þó nauðug-
ur, farinn að venjast því, nú roðnaði hún og
hvítnaði, án nokkra verulegra ástæðna, hún
hrökk saman við hvað lítinn hávaða, sem hún
heyrði; það var eins og einhver leynilegur
ótti þrengdi að henni, sem hann gat ekki í-
myndað sér hvað væri. Þess utan fann hann,
meir en hann sá, skína úr hennar sorgmæddu
augum bæn, sem hann var ákveðinn í að veita
henni ekki.
Doru langaði til að segja manninum sínum
frá samfundinum við föður sinn; en hún vissi
ekki hvernig hann mundi snúast við því; hvort
hann mundi líta á það sem skyldu sína, að
tilkynna yfirvöldunum að Júlíus Sittard væri
kominn aftur til London.
Nei, hún þorði ekki að gera það, áleit það að
svíkja föður sinn í hendur lögreglunnar. þetta
lá svo þungt á huga hennar að hún var rétt að
bugast af ótta og kvíða.
Það liðu niokkrir dagar, og Dora heyrði
ekkert frá föður sínum. Hún fór að vona, að
hann hefði farið án þess að kveðja sig, þó
efaðist hún um það, og hún bjóst við að mæta
honum aftur.
Þrátt fyrir allt sem skeð hafði, elskaði Dora
föður sinn ennþá, en hún óttaðist þau áhrif,
sem hann hafði á sig. Var hún ekki enn hans
barn, skyld til að hlýða honum, þegar hann
krafðist að hún færi burt með sér? Eða, hafði
maðurinn hennar meiri rétt yfir henni, þó
hann vildi skilja við hana? Og þegar þau
væru skilin, hvar mundi hún þá eignast heimili?
Eftir að hafa séð Rósu, var sú ákvörðun að
vera hjá Richard, með öllu horfin úr huga
hennar.
Gat hún beðið Horst að sjá til með sér, þegar
þau væru skilin. Hún vissi ekki, að þjónustu-
fólkið hafði séð hana í laufskálanum hjá ó-
kunnum manni, og að það sín á millí, gerði
sér alslags ímyndanir um þennan heimuglega
gest.
Hún vissi heldur ekki, að herbergisþernan
sín hafði einn morguninn sagt við Horst, í
æstum róm, að það væri ráðlegra að fá lög-
regluna til að vera á verði í kringum húsið.
“Hvað á eg að gera með lögreglu til að gæta
hússins?” spurði Horst.
“Húsið er svo afskekt, og það eru menn á
ferð hér, sem maður hefur kannske ástæðu til
að óttast,” sagði stúlkan.
“Meinar þú garðmanninn, sem á næstu lóð
við mína?” spurði Horst. “Þú þarft ekki að
vera hrædd við hann. Hann er mesti heiðurs-
maður.”
“Já, eg held það líka; en þar sem einn fer,
getur og annar farið, og heiðarlegur maður
getur vísað öðrum veginn að húsi voru.”
“Meinar þú þá að segja að þú hafir séð ó-
kunnuga menn hér í kringum húsið?”
“Já, herra, eg get ekki neitað því, að fyrir
nokkrum dögum sá eg mann ganga hér yfir
garðinn, hann horfði upp í gluggana, en eg
held að það sé kunningi frúarinnar, því eg sá '
hana seinna með honum í laufskálanum.”
“Þá er öllu óhætt,” svaraði Horst í styttirigi.
“Þegar þú sérð einhvern hjá konunni minni
í laufskálanum, skil eg ekki, hvernig þú ferð
að vera hrædd um að það sé betlari eða ræn-
ingi. Þeir, sem þangað koma til að heimsækja
konuna mína, eru ekki úr þeirra hóp.”
“Nei, það er satt, Herra. En það er þó undar-
legt, að þessi gestur kemur og fer í gegnum
bakvegginn í laufskálanum,” svaraði Jane
glettnislega. Hún bjóst við, vegna þessa tals, að
verða strax rekin úr vistinni, og hún lét sér
standa á sama.
Hún var orðin leið á að vera herbergisþema
Doru, því hún kunni ekki að skilja né meta
góðleik og siðfágun húsmóður sinnar.
Horst var rétt kominn að því að reka hana
úr vistinni, en hann hugsaði sig um. Hann
vildi ekki taka upp á sig að reka einkaþjónustu-
mey konunnar sinnar. Hann sagði henni bara
að fara til sinna starfa, og sökkti sér svo ofan
í þunglyndislegt grufl.
Var það mögulegt að Dora hefði launfundi
við karlmenn? Nei — það var ómögulegt! Það
. hlaut þá — datt honum allt í einu í hug — þessi
ræfill bróðir hennar, sem um þetta leyti átti
að vera látinn laus — það gat enginn annar
verið. Henni hefði kannske verið ógeðfelt að
taka á móti honum inn í húsið, og hefði þess
vegna notað laufskálann, og með því vakið um-
tal þjónustufólksins. Það var ófyrirgefanlegt af
því.
Hann var í mjög ergilegu skapi, út af þessu
tali Jane, svo honum fanst óhjákvæmilegt að
fara til konunnar sinnar, og tala um þetta við
hana, þó hann annars talaði sjaldan við hana.
Auðvitað mundi henni verða afar bilt við
jafnvel hina vingjarnlegustu aðvörun. í því
augnamiði fór hann fyr en hann var vanur
ofan í dagstofuna.
Dora sat við gluggann, það hvíldi þungur
sorgarsvipur yfir augum hennar, og tveir rauðir
dílar voru í kinnunum. Hann horfði á hana
og hugsaði hvort hún væri veik. Svo datt honum
í hug þetta veiklulega útlit mundi stafa af
hugaræsingu sem hún hefði komist í, síðan hún
mætti bróður sínum.
Það væri full orsök til þessa hugarástands,
sem hún væri í. Um morguninn hafði hún
fengið bréf frá bróður sínum. Það kom í póst-
inum, og var undirskrifað fullu nafni, Richard
Sittard.
Það var á mjög almenu máli, þó var eins
og Doru findist að hver lína inni héldi stórt
leyndarmál, sem væri eins niðrandi eins og
nokkur gæti skrifað, það var sem brann í
andliti hennar, og þess vegna þorði hún ekki
að líta framan í manninn sinn.
Það voru enn tíu mínútur til kvöldverðar
og Horst vildi nota tækifærið til að tala við
konuna sína, um hinn heimulega gest. Það
versta var, að hann vissi ekki hvernig hann
átti að vekja máls á því. Ef hún hefði horft
á hann, hefði honum kannske orðið auðveldara
að finna rétta orðið. En hún horfði stöðugt í
aðra átt. Hann reyndi að fá hana til að líta á
sig, en árangurslaust. Hann hafði svo sjaldan,
í seinni tíð talað við hana eina, að hún bjóst
ekki heldur við því í dag.
“Dora”, sagði hann loksins. Hún hrökk við
og roðnaði í andliti. Sér til ergelsis, fann hann
að hjartað fór að slá harðara í brjósti sér —
honum gramdist að hann skyldi neyðast til
að koma Doru til að roðna.
“Eg þarf að tala við þig um nokkuð,” sagði
hann kalt og alvarlega, “sem viðkemur, bæði
þínu og mínu mannorði.”
Við þessi orð hvarf roðinn af andliti henn-
ar, og hún leit á hann með angistarfullu
augnaráði.
“Hefurðu nokkurn tíma,” hélt hann áfram,
“óskað eftir að sjá nokkurn af fjölskyldu
þinni —”
Hún hrökk saman við þessa spurningu, eins
og hón hefði verið slegin með svipu — “eða
ef einhver af ættingjum þínum langar til að
heimsækja þig, vil eg ráðleggja þér til að
taka á móti þeim í dagstofunni, en ekki í lauf-
skálanum í garðinum.”
“Hver hefir sagt — hver hefir sagt þér það?”
hvíslaði hún, og néri saman höndunum í al-
gjörðu ráðaleysi.
“Það gerir ekkert til. Eg vil bara gera þér
Ijóst, að þegar þú veitir karlmanni móttöku,
undir hve litlum blæ af heimuglegheitum sem
er, að þú, með því gefur tækifæri til umtals
og forvitni. Auk þess er það alveg ónauðsynlegt,
því eg held að eg hafi aldrei sagt eitt einasta
orð í þá átt, að eg hefi nokkuð á móti því
að bróðir þinn heimsækti þig, ef þig langaði
til að hann kæmi.”
“Bróðir minn,” sagði Dora svo blátt áfram og
léttilega, að Horst gat ekki annað en horft undr-
andi á hana.
“Var það kannske ekki bróðir þinn?” spurði
hann í fremur birstum róm.
Dora leit upp. Úr augum hennar skein sjálfs-
tilfinning, og drættirnir í kring um munninn
sýndu fasta ákvörðun, þegar hún svaraði:
“Það er þó ekki líklegt, að þér sé ekki sama
um, hvort það var Richard, eða einhver ann-
ar.”
“Horst sagði stillilega: “Þú hefur fyllilega
rétt fyrir þér. -Það er mér auðvitað ekki sama
— eins lengi og þú býrð undir mínu þaki —”
Dora tók fram í fyrir honum: “Þú veist að
eg vil ekki vera hér, að mig langar tii að
komast héðan burt. Eg bíð bara þangað til
Richard — Richard —”.
“Kemur út úr fangelsinu, eg skil það,” hreytti
Horst út úr sér, með skerandi sársauka.
“Nú er hann kominn út, að eg held, Svo
má eg þá minna þig á að búa þig undir að —”
“Ó, Horst, Horst! Þú ert tilfinningalaus!”
hljóðaði Dora upp og faldi andlitið í höndum
sér. Horst gekk órólegur fram og til baka um
gólfið.
“Eg geri ekki annað en það sem eg heid að
sé í samræmi við óskir þínar,” svaraði hann í
mildari róm. “Þú hefur fyrir löngu síðan látið
mig skilja —”
“Eg veit það — eg veit það; svaraði hún.
“Það er óþarft að minnast frekar á það. Eg
skal segja þér eins og er: Richard hefur beðið
mig að sjá sig, og eg ætla að tala um þetta
mál við hann.”
“Það er gott,” svaraði Horst rólega.
Dora hefði orðið alveg hissa, ef hún hefði
vitað hvað þessi orð sem hún sagði, gengu
honum til hjarta.
Þrátt fyrir allt sem skeð var, mátti hann
ekki hugsa til að neinn annar en hann, hjálpaði
henni, og veitti henni allt sem hún þyrfti.
Hann vildi ekki einu sinni unna bróður henn-
ar að gjöra það.
Dora þurkaði tárin úr augum sér, og reyndi
að stilla sig. Hún tók ekki eftir því að saman-
brotið pappírsblað datt ofan á gólfið úr kjöltu
hennar.
Horst tók það upp, og rétti henni.
Frá — frá bróður þínum, býst eg við,” sagði
hann, og afbrýðin brann honum í brjósti.
“Já.” >
“Má eg lesa það?”
“Nei, nei!” sagði Dora; í því hún hrifsaði til
sín bréfið.
“Ekki fyrir nokkurn mun!”
“Vertu óhrædd,” sagði hann, og færði sig
fjÖr henni. “Án þíns leyfis, vildi eg ekki líta a
eitt einasta orð í því, en eg skil ekki hvaða
heimildarmál að bróðir þinn hefur að segja
þér. Hvað sem þú svo ætlar fyrir þér í fram-
tíðinni, kemur mér eins mikið við og honum.”
“Eg hélt ekki að þú skiftir þér neitt framar
um mig,” sagði Dora í lágum róm.
“Það er betra, að þú látir mig lesa bréfið,
mér er þá auðveldara að gera mér grein fyrir
afstöðu bróður þíns til þessa máls.”
Horst talaði svo kalt, að engin hefði getað
ímyndað sér það tilfinningastríð, sem hann
átti í, þá kveljandi afbrýði, sem sauð í huga
hans — og síst af öllum Dora. Það sem kvaldi
hann mest var sú hugsun, að Dora segði hon-
um ekki eins og væri, að bréfið væri ekki fra
Richard, heldur frá einhverjum öðrum.
Með skjálfandi hendi rétti hún honum bréfið.
Hún vissi ekki hvað hann hugsaði, en hún
heyrði það á málróm hans.
Bréfið var stutt:
“Kæra Dora mín,” byrjaði þaó. “Viitu ekki
koma til okkar á morgun, eftir hádegið? Þú
veist hverjum þú mætir. Mig langar til að
vita hvað þú hugsar fyrir þér, framvegis, þvx
eg er hræddur um að það kunni að verða margK
erfiðleikar, sem þarf að yfirvinna; en við get-
um talað nánar um það þegar við finnumst.
Guð blessi þig, kæra systir, fyrir þitt óbrigð-
ula traust til mín.
Þinn elskandi bróðir,
Richard Sittard.”
Horst starði á bréfið, og las orðin tvisvar
eða þrisvar, án þess að vita það. Það ólgaði eitt-
hvert sambland af von og vonbrigðum í huga
hans. Bréfið var frá Richard, en það var sama
sem ekkert á því að græða.
Hann rétti Doru bréfið aftur, og sagði eitt
eða tvö þakklætisorð.
“Þú verður víst við beiðni hans, er ekki svo?”
spurði hann.
“Já, eg ætla að fara til hans,” svaraði hún.
Hún leit undrandi til mannsins síns — mundi
hann ekki spyrja hana fleiri spurninga? Hún
kveið fyrir að umgetningin um manninn, sem
hún átti að mæta, mundi valda fleiri spurn-
ingum og meiri eftirgrenslun.
Skyldi Horst alls ekki hafa veitt því eftir-
tekt? * '
Þau þögðu bæði um stund. Horst leit á úrið
sitt, og furðaði sig á því að ekki var búið að
bera kvöldverðinn á borð. Dora sat þegjandi
og hreifingarlaus, þar til þjónustustúlkan kom
og sagði að búið væri að bera á borð, en Horst til
stórrar undrunar, hreifði hún sig ekki.
Hann hneigði sig fyrir henni og rétti henni
hendina, sem hún aðeins snerti með fingur-
gómunum, en við þá snertingu, komust tilfinn-
ingar hennar í óviðráðanlega æsingu. Þjónninn
var genginn út úr borðstofunni, og Dora kippti
að sér hendinni.
“Því. að vera að leika þennan leik?” sagði
hún í æstum og skjálfandi róm.
“Er það bara til að sýnast fyrir þjónustu-
fólkinu, sem er að njósna um mig og allt sem
eg geri, og bera sögurnar til þín? Eg vil ekki
leika þennan leik lengur. Úr því við eigum að
vera aðskilin, því erum við þá að þessari
hræsni?” — hún stamaði á orðuhum — “að
reyna að láta líta svo út eins og það sé eining
og kærleiki á milli okkar?”
Hún brast í grát og fór út úr stofunni, áður
en Horst gæti áttað sig, 0£ sagt eitt einasta
orð. Hann stóð eins og myndastytta og starði
á eftir henni; hann heyrði að hún gekk til
herbergis síns og læsti hurðinni; viðkvæm sam-
hygð greip hug hans og hjarta, ásamt löngun
til að fara á eftir henni, faðma hana að sér og
hughreysta hana.
En hann herti huga sinn gegn þessari mild-
ari tilfinningu. “Eg er veikgeðja bjáni,” hugs-
aði hann með sér. Hgnn settist að borðinu og
lét sem hann borðaði. Þegar hann kom heim var
hann vel matlystugur, en nú hafði hann ekki
lyst til að smakka á neinu.