Lögberg - 09.11.1944, Side 8

Lögberg - 09.11.1944, Side 8
8 LÖGBERG.. FIMTUDAGINN 9. NÓVEMBER, 1944 Úr borg og bygð Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund á miðvikudagskvöld- ið 15. nóv., að heimili Mrs. P. J. Sivertson, 497 Telfer St. Fundurinn byrjar kl. 8. • Hr. Gunnar Norland. sem stundað hefir undanfarin ár, nám í enskri tungu og enskum bók- menntum við Manitobaháskól- ann; lagði af stað s. 1. föstudag, suður til Cambrigde, Mass., þar sem hann ætlar að stunda fram- haldsnám í fræðigreinum sínum við Harvard háskóia. Gunnar er prýðisvel gefinn maður, og aflaði sér fjölda vina þann tíma, sem hann dvaldi hér á meðal vor. Ritstjóri Lögbergs þakkar Gunn- ari ánægjulega viðkynningu og árnar honum góðs brautargengis. • Mr. Páll Magnússon frá Leslie, Sask., sem legið hefir á sjúkra- húsi hér í borginni, vegna upp- skurðar á auga, er nú kominn aftur á vettvang með von um ágæta heilsubót. Dr. Roberí Black gerði uppskorðinn. Páll er enn hinn ernasti, þótt nokkuð sé við aldur; er hinum mörgu vin- um hans það mikið fagnaðarefni, að hitta hann nú daglega á ný spriklandi af fjöri. • Fundarboð. Ársfundur Fyrsta lúterska safnaðar verður haldinn þriðju- daginn 28. nóv. kl. 8 e. h., í kirkju safnaðarins. Skýrslur embættis- manna og deilda safnaðarins verða lagðar fram, einnig fer fram kosning embættismanna í stað þeirra, sem eru búnir að útenda kjörtímabil sitt. Fyrir hönd safnaðarfulltrúanna, G. L. Jóhannson, skrifari. • Icelandic Canadian Clúb News. The next meeting of the Ice- landic Canadian Club will be held in the Antique Tea Rooms, Enderton Bldg., Portage and Hargrave, Sunday, Nóv. 12, at 8.30 P.M. An interesting program has been arranged. Mrs. V. J. Eylands will give a paper entitled: A Pioneer Postman In Iceland. Mrs. T. Adlam will give readings. Refreshments served. Everybody Welcome. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands, Heimili: 776 Victor St. Sími 29 017. Guðsþjónustur á sunnudögum. Kl. 11 f. h. á ensku. Kl. 12.15 sunnudagaskóli. Kl. 7 e. h. á íslenzku. Söngæfingar: Yngri söngflokkurinn á fimtu- dögum kl. 8. Eldri söngflokkurinn á föstu- dögum kl. 8. • Prestakáll Norður Nýja-íslands 12. nóv.—Víðir, messa kl. 2 e. h. 19. nóv.—Geysir, messa kl. 2 e. h. Riverton, ensk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. 9 Lúterska kirkjan í Selkirk. Sunnudaginn 12. nóv. Sunnudagaskóli kl. 11 árdegis íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir velkomnir. • S. Ólafsson. 9 Sunnudaginn 12. nóv. messar séra H. Sigmar í Mountain kl. 11 f. h. og í Eyford kl. 2.30 e. h. Allir velkomnir. • Islenzk guðsþjónusta í Vancouver með altarisgöngu, sunnudaginn 12. nóv., kl. 7,30 að kvöldinu, í dönsku kirkjunni á E. 19th Ave. og Búrns St. Allir velkomnir. R. Marteinsson. 9 Ensk altarisgöngu guðsþjón- usta í Vancouver, sunnudaginn 19. nóv. kl. 7,30 að kvöldinu, í dönsku kirkjunni á E. 19th. Ave. og Burns St. Allir velkomnir. R. Marteinsson. 9 Útvarp á íslenzku fer fram frá Fyrstu lútersku kirkju kl. 11 f. h. 26. nóvember. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar (eldra), heldur sinn vanalega haust bazar, fimtudaginn 16. nóv. í samkomusal kirkjunnar, eftir miðdag og um kvöldið. Forstöðu- konur fyrir söluborðin eru: Mrs. J. Nordal, Mrs. J. W. Thorgeir- son, Mrs. J. S. Gillies og Mrs. F. Stephenson. Fyrir home Cooking: Mrs. J. Thorvardson og Mrs. J. J. Swanson. Rúllupylsa, lifrarpylsa, blóðmör o. s. frv. er undir umsjón Mrs. Gunnl. Jó- hannson. Kaffi verður veitt hvenær sem er og er forstöðu- kona kaffi sölunnar Mrs J. A. Blondal. Kvenfélags konur von- ast eftir góðri aðsókn þennan tiltekna dag, fimtudaginn 16. nóv. Forseti félagsins, Mrs. A. S. Bardal tekur á móti gestum. • Þakklæti. Við þökkum innilega öllum, sem tóku þátt í eða studdu að hinu veglega samsæti, sem okkur var haldið í tilefni af 25 ára giftingarafmæli okkar. Sérstak- lega viljum við þakka Mr. og Mrs. Gunnar S. Einarson, sem stóðu fyrir því að mestu eða öllu leyti. Einnig viljum við þakka Mr. og Mi*s. Harry Page fyrir lán á húsi sínu. Við þökk- um fyrir allar gjafirnar, sem okkur voru gefnar, og öllum sem skemtu þar með ræðum og söng. Þessi gleðistund ,mun lifa í minni okkar í mörg ókomin ár. Við þökkum ykkur öllum. Mr. og Mrs. Andrés Guðbjartson, Riverton, Man. Gjafir til Betel í október 1944. Mr. Soffanías Thorkelsson;' Winnipeg, fyrsta og annað hefti “Ferðaminningar”. Mr. J. B. Johnson, Gimli, Man., 120 pound White Fish and Piekerel. Mr. Gunnbjörn Stefánsson, R.R. 3., Salmon Arm. B.C., 15 Boxes of Apples. Mr. Sigurþór Sigurdson, 594 Alverstone, Wpg. $10.00. Mr. Guðmundur Thorsteinsson, Port- land, Oregon, $22.00. Ladies Aid Frelsis Söfn. Grund, in memory of Jón Goodman $52.00. Frá vinu í Elfros, Sask. “Eg óska hælinu alls hins bezta á komandi vetri og æfinlega og bið Guð að blessa starfið.” $3.00. Elfros kvenfélag “I minningu um okkar kæru félagssystir Mrs. Ingibjörgu Jack son” $5.00. Mrs. Jim Guðmund- son “í minningu um Mrs. Ingi- björgu Jackson” $1.00. Kærar þakkir, J. J. Swanson, féhirðir 308 Avenue Bldg., Wpg. 20 námsmeyjar Frh. af bls. 7. “Þú sonur kappakyns. Lít ei svo með löngun yfir sæinn, lút ei svo við gamla, fallna bæinn. Byggðu nýjan, bjartan hlýjan, brjóttu tóftir hins.” Kristín Þorvaldsdóttir, Öxnalæk, Ölfusi, Árn. Minni Reykjaskóla. Síðan Reykjaskóli tók til starfa, hef eg átt heima hér í Hveragerði og oft skemmt mér í hópi hinna ungu nemenda hans; er mér ljúft að mæla fyrir minni skólans. Garðyrkjan er sú starfs- grein, sem þarf að taka hugi landsmanna. Enn höfum við sinnt henni of lítið, og senni- lega verður þess en nokkur bið, að við skiljum til fulls, hve mik- ill búbætir hún er. En þar við bætist svo hollusta vinnunnar og hollusta jurtanna, sem hún gef- ur af sér. Ættum við, unga fólkið, að herða sókn í þessum efnum. Ekki er nóg að syngja “ástkæra fósturmold”, og ekki reynast orð Jónasar Hallgrímssonar, “bóndi er bústólpi og bú er landsstólpi”, sönn, nema vel sé á haldið. Út frá garðyrkjuskólanum á Reykj- um eiga að streyma hin hollu áhrif til framfara í þessum efn- um. — Heill fylgi skólanum — skólastjóra, kennurum og nem- endum öllum, er þar starfa til að auka veg lands og þjóðar. Sjálfsagt mun kvennaskólinn á Hverabökkum löngum bera hlýj- anhug til garðyrkjuskólans á Reykjum. — Hann lengi lifi! (Ferfalt húrra.) Steinunn Jóhannesdóttir, Ásum, Hveragerði. Einingin. Wartime Prices and Trade Board Þeir sem kvarta undan því að passa eina skömtunarbók ættu að búa í Svíþjóð, þar hafa menn fimtíu skömtunarspjöld til að líta eftir. Við skulum ásetja okkur að fara vel með skömtun- arbók númer fimm, hún verður að endast okkur í næstum því heilt ár. Spurningar og svör. Spurt. Um daginn varð eg að afhenda sætmetis seðil fyrir glas af molasses, sem eg kevpti. Er molasses skamtað? Svar. Já. Betri tegundin er skömtuð. Það fæst einn pottur eða fjörutíu mældar únzur með einum seðli. En það er til lélegri tegund, sem kallast “blackstrap” og er vanalega seld í gallón dúnkum. Þessi tegund er ekki skömtuð. Spurt. Má skifta aykur seðlum fyrir sætmetisseðla? Svar. Já, ef barn innan tveggja ára á í hlut. Þá má fá tvo sæt- metisseðla fyrir hvern sykur seðil hjá Local Ration Board. Spurt. Eg keypti notaðan bíl í vor, en nú langar mig til að skifta honum fyrir annan nýrri bíl. Hvenær verður mér leyft þetta? Svar. Ekki fyr en í janúar 1945. Spurt. Er matsöluhúsum leyft að setja 10 cent fyrir hvern bolla þegar beðið er um annan bolla af kaffi á eftir máltíð? Svar. verðið á kaffi-bolla var tíu cent á hámarkstímabilinu, þá er ekki hægt að banna þeim að setja sama verð nú, en hver sem vill má lækka verðið eða láta seinni bollan fyrir ekki neitt ef honum sýnist. Spurt. Eg hefi herbergi og fæði í prívat heimili. Húsmóðirin vill nú fá herbergið handa syni sín-. um, sem er á heimleið frá Evr- Utflutningsbann á Nautgripum og kálfum Union-gripakvíarnar í St. Boniface og sláturhúsin, eru troðfull af léttum og mögrum sláturgripum og “off type” búpeningi. Eigin hagsmuna vegna ættu bændur ekki að senda gripi til markaðar. Það er mikil eftirspurn eftir vel fóðruðum uxum og kvígum, en vegna hins mikla sægs lakari gripategunda í gripa kvíunum, hafa þeir, sem þar hafa umráð, lagt bann við útsendingu nautgripa. Jafnskjótt og ástæður leyfa, verður slíku banni vafalaust létt af. Ef þér hafið nautgripi til sölu, er ráðlegast að setja sig . í samband við þá, sem kunnir eru markaðshorfum, áður en slíkir gripir eru sendir af búgarðinum. HON. D. L. CAMPBELL, Landbúnaðar- og innflutningsmála ráðherra. Winnipeg, \ 1. nóvember, 1944. ^ !---- r- — ■ Æ. TT—- ... ■ - ... . ROY SHEFLEY -- FOR WARD 2 ALDERMAN - MARK YOUR BALLOT THUS: SHEFLEY ROY 1 Decent Homes for the Needy Cheaper Tram and Bus Rates VOTE THUS: CHUNN 1 Child Health Survey Full Kindergarten Provisions FOR WARD 2 TRUSTEE MARGARET CHUNN ópu. Hvaða flutningsfrest get eg heimtað? Svar. Þeir sem hafa herbergi og fæði eru ekki verndaðir af leigulögunum. Þú verður að leita þér upplýsinga hjá lög- manni. Spurt. Mér skilst að epla upp- skeran hafi verið óvenjulega góð í haust. Má ekki búast við að verðið lækki dálítið? Svar. Vegna skorts á umbúð- um og eplakössum verður mikið flutt á markað af lausum epl- um. Ávextirnir merjast þegar svona er farið með þá og ættu því ekki að seljast með eins háu verði og þeir sem pakkaðir eru og seldir í kössum Smjörseðlar 84 og 85 ganga í gildi 9. návember. Minniát BETEL í erfðaskrám yðar Spurningum svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Wpg. The Swan Manufacturing Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP Winnipeg. Halldór Methusalems Swan Eigandi 281 James Street Phone 22 641 FARIÐ EKKI Á MIS VIÐ HIN UNDURSAMLEGU KAUP Á LOÐFÖTUM HJA Perth’s 1945 TÍZKA Ú RV ALSEFNI ÓVIÐJAFNANLEG GÆÐl Heimsœkið PERTH’S MASTER FURRIERS 484 PORTAGE AVE. Just west of the Mall TOMBÓLA og DANS Mánudagskvöldið 13. nóvember. Goodtemplara stúkan Hekla, heldur sína árlegu tombólu til arðs fyrir sjúkrasjóðinn. Margir ágætis drættir á boðstólum, svo sem hveiti pakki (23. lbs.) og $5.00 War Saving Certificate o. fl. Allir drættir nýir. Frank Oliver spilar fyrir dansinum. Byrjar kl. 7,30 e. h. Inngangur og einn dráttur 25c. — WANTED — 1000 — 2 year subscribers to our new synodical paper “OUR PARISH MESSENGER” Your dollar NOW vrill give this venture the start it needs and bring back to you News and Views from our many parishes. — Be Interested. Address: Mr. S. O. Bjerring, 550 Banning St., Winnipeg Verum samtaka um stuðning við allar líknarstofnanir hverju nafni, sem þœr nefnast, og látum ekki undir höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini. DREWRYS LIMITED Samkeppni nútímans krefst sérmentunar Æskulýður þessa lands, engu síður en annara þjóða. krefst sérmenntunar, eigi hann að geta staðist próf hinnar ströngu samkeppni á vettvangi viðskiptalífsins, og af þessari ástæðu, er verzlunarskólamenntun í raun- inni óumflýjanleg. Vér höfum nú til sölu nokkur námskeið við fullkomn- ustu verzlunarskóla Vesturlandsins, sem væntanlegir nemendur ættu að færa sér sem allra fyrst í nyt; þeir, sem slíkt hafa í hyggju, ættu að snúa sér tafarlaust til skrifstofu LÖGBERGS 695 Sargent Avenue, Winnipeg og leita þar nauðsynlegra upplýsinga; það borgar sig!

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.