Lögberg - 23.11.1944, Síða 3
3
Einkenni
ofreynslunnar
Þýtt og frumsamið af
A. S. BARDAL
í samanburði við þau ósköp,
sem dunið hafa yfir Evrópu og
Asíu síðast liðin fimm ár, hefir
lífið í Canada verið tiltölulega
rólegt. Það mundi verða erfitt að
láta fólk í Evrópu, t. d. á Eng-
landi, Frakklandi og Rússlandi
trúa því að við hefðum átt við
nokkrar þrautir eða raunir að
stríða. Samt sem áður er sann-
leikurinn sá að kvíði og hræðsla
hafa legið þungt á hugum fólks-
ins eins og lamandi byrði, og ef
til vill aldrei þyngri en einmitt
nú.
Fjöldinn er sokkinn niður í
djúpar hugsanir um ýmislegt
annað en 'aðaltakmarkið, sem
fyrir liggur og verður að fram-
kvæmast. Þetta kemur fram alls-
staðar og undir öllum kringum-
stæðum, á götunum, í búðunum,
í strætisvögnunum, já, allsstaðar
þar, sem fólk mætist hér í Can-
ada.
Við starfrækjum færri bíla nú
en við höfum gert á undanförn-
um árum, en samt fjölgar slys-
um; við gleymum fleiri böglum
í strætisvögnunum og járnbraut-
arlestunum og týnum fleiri böglL
um þar að auki á annan hátt.
Við hlustum á útvörpin en
heyrum aðeins nokkurn hluta af
því, sem sagt er. Við gleymum
mörgu af því, sem við ættum og
ætlum að gera — mörgu, sem við
hefðum ekki gleymt ef alt hefði
verið með feldu.
Venjulega stjórnar aðeins einn
maður strætisvögnum vorum;
aðeins þegar m§st á liggur eru
tveir sendir með þá. Til þess
þarf glögga eftirtekt að sjá mis-
muninn. Við gatnamót, þar sem
vagninn stöðvást fer fólkið inn
að framan en ekki að aftan þeg-
ar einn maður stjórnar. Verða
þá oft margir eftir þegar vagn-
inn fer af stað og þeir, sem eftir
verða, hrópa og kalla.
Á götunum gengur fólk eins og
í svefni, án þess að athuga hvar
það fer. Það anar út á göturnar
hér og þár, og hugsar ekkert um
hætturnar, sem á vegi kunna að
vera — hætturnar, bæði fyrir
sjálft það og aðra. Sama er að
segja um þá, sem ýmist stjórna
hestum eða bílum; þeir fara beint
í gegnum mannþröngina svo all-
ir eru í stórhættu. Þetta fer alt-
af vaxandi.
Já, hugar ofreynsla á sér sann-
arlega stað í Canada. Fjölda
margir bera áhyggjur í sambandi
við drengina sína og stúlkurnar
sínar, sem eru að berjast fyrir
frelsi þjóðanna í fjarlægum lönd-
um. Það eru áhyggjur, þó ein-
kennilegt sé, þar sem engin
sprenging hefir átt sér stað, eins
og í þeim löndum þar sem stríðið
stendur yfir. Við þurfum ekki að
hlaupa út á nóttu eða degi til
þess að komast í óhultan stað
undan sprengingunum; eða til
þess að slökkva þá elda eða gæta
þeirra sprengivéla, sem koma 1
loftinu. Þetta veldur þeim sem
þátt taka í því, þá tilfinning að
þeir séu beint og blátt áfram
þátttakendur r stríðinu sjálfu. En
í Canada á engin þesskonar til-
finning sér stað. Við getum ekk-
ert gert annað en bíða og kvíða,
agndofa og órólegir. Sumir
hrökkva upp úr fasta svefni á
miðri nóttu með ógn og andfæl-
um.
Drengirnir þjóta eftir götunum
á hjólum sínum fram og aftur,
það vekur kvíða hjá flestum.
Erindi hjólasveinanna getur
snert hvern sem er. Enginn veit
hverjum þeir flytja fréttir eða
skeyti. Eru þeir á leiðinni heim
til þín eða mín? Eða til einhvers
nágranna okkar? Hvaða tíðindi
flytja þeir? Ef til vill það að ein-
hver drengjanna sé að koma
heim ómeiddur? Eða kannské
einhver voðafrétt frá Ottawa, til
foreldra, systkina eða vina.
Fréttirnar í blöðum og útvarþ-
inu færa manni hijom skothríð-
anna bæði úr lofti og á landi.
Þúsundir Canada manna fóru
yfir höfin, margir tugir loftvéla
fórust. Var Jón, Mangi, eða Viili
í þeim og þeim bardaganum?
Ætli hann hafi komist af?
\
Þegar síminn hringir, flýgur
hugur heimilisfólksins til þess
vinar, sem er svo og svo langt í
burtu.
“Canadaherinn hefur tekið þátt
í voða bardaga,” segir fréttin.
Já, Canadahérinn. En á þúsund
um heimila vorra er meiri eða
minni mótstæða. Það er ekki
Canadaherinn, það er Jón, Mangi
eða Villi. Hann er ef til vill á
herstöðvunum að hlaða flutn-
ingsbíl eða kannske að skemta
sér í frítíma? En þegar fréttin
kemur um bardagann, vaknar í
huga fjölskyldunnar mynd dreng
drengs, sem hún elskar um fram
alt, var hann kannske í miðjum
bardaganum? í mestu hættunni?
Já, við erum niðursokkin í
djúpar áhyggjur. Byrðin er þung
og afleiðingarnar sjást víða. Bið-
in finst vera eilíf og mörgum
nálega óbærileg, og óvissan sem
lamar hjarta og taugar. Sú á-
reynsla er mjög átakandi fyrir
einstaklinginn. Sú áreynsla er
þess eðlis að þeir, sem á stríðs-
vellinum eru skilja hana ekki.
Þegar drengirnir koma heim
munu þeir verða varir við áhrif
þessarar áreynslu eða ofraunar.
En ástæðan verður þeim hulin,
þegar þeir verða boðnir velkomn-
ir heim.
Frá Vancouver, B.C.
3. nóvember, 1944.
Herra ritstjóri Lögbergs:
Þó að komið sé svona langt
fram á haustið, þá er hér altaf
sama sumarblíðviðrið. mjög
lítið regn, en óvanalega mikið
um þokur, helst á næturnar og
fyrst á morgnana, þangað til
sólin hækkar á lofti, þá verður
þokan að fara í felur, en læðist
altaf lymskulega fram aftur,
strax eftir sólsetur á kvöldin.
Þessar þokur hamla talsvert um-
ferðum um lög og láð. Nokkrir
skipskaðar hafa orðið af því, og
mikið af vörum af ýmsu tagi
farið í sjóinn, en altaf hefur tek-
ist að bjarga öllu fólki sem hef-
ur lent í því. Nýlega viltist drátt-
arbátur, sem dró á eftir sér
pramma hlaðinn með prent papp
ír, af réttri leið, pramminn náði
niðri á grynningum og brotnaði,
svo allur farmurinn fór í sjó-
inn, en togarinn komst af klakk-
laust. Þarna fórust 450 tonn af
pappír, er það mikið tjón, þar
sem mikil ekla er á prentpappír.
I annað skifti rakst fólksflutn-
inga skipið, sem gengur á næt-
urnar á milli Cancouver og Vict-
oria, á vöruskip, og braut á það
stórt gat, svo það sökk eftir
nokkrar mínútur. Þarna skall
hurð nærri hælum. því þetta
vöruskip hafði um borð, þrjú
þúsund pund af sprengiefni
(dynamite) svo ef áreksturinn
hefði lent þar sem sprengiefnið
var fyrir, þá hefðu bæði skipin
farist með öllu sem á þeim var.
Skipshöfnin á vöruskipínu komst
af áður en það sökk. Þokan er
einnig voða gestur fyrir loftför-
in. Þó þau geti flogið fyrir ofan
alla þoku, og farið allra sinna
ferðaf þá geta þeir ekki séð til
að lenda þegar þokan er sem
mest. Það hefur komið fyrir að
loftför, sem hafa átt að lenda í
Vancouver, hafa orðið að fara til
Victoria til að geta lent. Á Van-
couver eyjunni eru miklu minni
þokur en á meginlandinu.
Félagslífið er nú að lifna við
aftur með haustinu á meðal okk-
ar landanna. Félagið “ísafold”
hélt ársfund sinn 16. október.
Var kosin stjórnarnefnd fyrir
næsta ár. Þessir hlutu kosningu:
M. Elíasson var endurkosinn for-
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. NÓVEMBER, 1944
seti, B. Kolbeins vara-forseti,
endurkosin, Miss Helga Anderson
skrifari, séra R. Marteinson vara-
skrifari og Mrs. O. W. Johnson
gjaldkeri, endurkosin. Fjárhagur
félagsins stendur vel, á annað
hundrað dollarra í sjóði félagsins.
Ákvarðað er að félagið haldi
skemtisamkomu mánaðarlega i
vetur.
Þann 25. október hafði fslenzki
lút. söfnuðurinn samsæti í
dönsku kirkjunni þar sem ís-
lenzku guðsþjónusturnar eru
haldnar. Stóð safnaðarnefndin
fyrir því, og var öllu safnaðar-
fólki boðið þangað og líka öll-
um þeim, sem eru því málefni
hlyntir. Kom þar margt fólk
saman svo kirkjan var troðfull.
Samsætinu stýrði forsetinn H. L.
Thorlaksson. Til skemtunar var
bæði ræður og söngur á ensku
og íslenzku. Skemtiskráin ’ end-
aði með því að allir stofnendur
(Charter Members) safnaðarins,
sem voru þar viðstaddir voru
ljósmyndaðir í einum hópi. Hef-
ur þessi mynd sögulegt gildi í
framtíðinni, þegar saga safnaðar-
ins verður rituð. Næst var öllum
boðið í veislusal kirkjunnar. Þeg-
ar þangað kom blasti við manni
borð eftir endilöngum salnum,
sökkhlaðið af alslags sælgæti,
sem yrði of oltof langt mál, ef
farið væri að skrásetja það hér.
Svo var öllum veitt kaffi og af
sælgæti því, sem var á borðinu
eins og hvern lysti. Stóð kven-
félag safnaðarins fyrir veitingun
um og fórst þeim það alt mjög
myndarlega, og sýndu þær sér-
staklega íslenzka gestrisni, þar
sem engin fékk að borga neitt
fyrir sig, alt var ókeypis, og
gestunum þakkað fyrir komuna
eftir íslenzkum siðvenjum. Þetta
samsæti var hið ánægjulegasta
og skemtilegasta, menningarbrag
ur á því öllu. Við þurfum að
sýna það í verkinu að við kunn-
um að skemta okkur með öðru
en spilamensku og dansi, þó það
sé gott og blessað annað slagið.
Þann 30. október var almenn-
ur fundur haldinn til að f-æða
um Islendingadags hald næsta
sumar. Fundarstjóri var kosinn
M. Elíasson og skrifari Mrs. Carl
Fredrickson. Nefndin frá síðast-
liðnu ári skýrði frá starfsemi
sinni. Talsverðar umræður voru
um þetta Islendingadags málefni.
Allir virtust vera sammála um,
að því sé haldið áfram. Var
þriggja manna nefnd kosin til að
sjá um íslendingadags hald næsta
sumar, og hafa á hendi allar
framkvæmdir því viðvíkjandi. I
nefnd þessa voru kosnir: Magnús
Elíasson, B. Kolbeins og Carl
Fredrickson. Varamenn, Einar
Haralds, O. W. Johnson og Mrs.
A. C. Orr. Fundur verður hald-
inn í Blaine U.S.A. 26. nóvember
þar sem þessi nefnd mætir nefnd
Blaine-búa, til að skipuleggja fyr
irkomulag viðvíkjandi þessum
hátíðisdegi okkar næsta sumar.
Það er búist við því að há-
tíðin verði haldin í Blaine, eins
og undanfarið næsta sumar,
margir Vancouver Islendingar
vilja að það fyrirkomulag geti
komist á, að íslendingadagurinn
verði haldinn annað árið í Blaine
og hitt árið í Vancouver. Mundi
því fyrirkomulagi verða vel tek-
ið yfirleitt.
Kvenfélagið “Sólskin”, er að
efna til skemtisamkomu þann 15.
nóv., sem á að vera í Sænska sam-
komusalnum að 1320 East Hast-
ings Street. Ætla konurnar að
hafa þar á boðstólum íslenzkan
mat. Þetta félag hefir um mörg
ár, haft eina slíka samkomu á
ári, og hefur því æfinlega verið
vel tekið, og verið vel sótt. Mat-
skráin hefur ekki verið auglýst,
en þar mun kenna margra grasa.
Eg hef ekki fengið neinar upp-
lýsingar um það, hvað verði á
skemtiskránni, nema að dansað
verður á eftir sem allir geta tek-
ið þátt í.
Það er farinn að koma póli-
tískur glímuskjálfti í marga um
þessar mundir, því bæjar kosn-
ingar fara fram í byrjun næsta
mánaðar. Einn landi hefur verið 1
útnefndur til að sækja um kosn-
ingu í bæjarráðið undir merkj-
um C.C.F. Það er Magnús Elías--
son. Hann kannast allir við, því
hann kemur mikið við sögu ís-
lendinga hér á vesturströndinni.
Það vita allir að hann er hæfi-
leikamaður, mælskur vel. og hef-
ur kjark til að halda sínum skoð-
unum fram, hvar sem'er, og við
hvern sem hann á. Hann er eng-
inn “Yes” maður, svo ef hann
nær kosningu þá mega allir
reiða sig á það, að hann veiti
óskipt fylgi sitt, öllum þeim mál-
um, sem varða almennings heill.
Eg þekki hér engan Islending,
sem hefur lagt eins mikla rækt
við að kynna sér allar pólitískar
stefnur, eins og Mr. Elíasson
Hann er þar vel heima á öllum
þeim sviðum. Sjálfur er hann á-
kveðinn jafnaðar- og umbótamað
ur, sem ætti að mæla með hon-
um við alla þá, sem “neita síns
brauðs, í sveita síns andlitis”, —
bændur og verkalýð.
Eg hefi aldrei fallist á þá skoð-
un, að það sé sjálfsagt að íslend-
ingar greiði ætíð atkvæði sín
með löndum sínum, þar sem þeir
eru í vali. Fyrir sjálfan mig hef
eg haft þá reglu, að hvar sem
landinn hefur verið að mínu á-
liti, jafn snjall, eða snjallari en
sá, sem sækir á móti honum, þá
hef eg ætíð látið landannn njóta
atkvæðis míns. Annars ekki. Þess
væri óskandi að íslendingar muni
eftir Magnúsi þegar þeir eru að
merkja kjörseðla sína. Okkur
ætti að vera það nokkuð metn-
aðarmál, að geta komið íslending
í bæjarstjórnina.
S. Guðmundson.
“Þess ber að geta
sem gjört er”
Eg get ekki látið undir höfuð
leggjast, að senda þakklæti mitt,
þótt í veikleika verði, hinum
mörgu, sem sýndu mér vinarþel
sitt við fyllingu míns áttunda
áratugar.
Að áliðnum degi, miðvikudag-
inn 8. nóvember, fékk eg heim-
sókn af frænda mínum séra Sig-
urði Ólafssyni í Selkirk. Stakk
hann upp á því að eg kæmi með
honum heim á hans heimili, og
eyddi þar þessu afmæliskvöldi.
Þegar þangað kom, var fyrir til-
stilli og forgöngu þeirra heiðurs-
hjóna, séra Sigurðar og hans
góðu konu, þar saman komið um
30 manns frá Selkirk og Win-
nipeg, karlar og konur, vinir
mínir og samferðafólk um lengri
eða skemra skeið af farinni lífs-
leið, og höfðu fleiri ætlað að
vera viðstaddir ef kringumstæð-
ur hefðú leift.
Þarf ekki að orðlengja það, að
upp var slegið gleðimóti mér til
ánægju og virðingar.
Rausnarlegar veitingar voru
frámreiddar að íslenzkum sið, og
undir borðum voru mér fluttar
ástúðlegar vinakveðjur og hug-
heilar heillaóskir fyrir framtíð-
ina, af þeim Ólafs^ons hjónum
báðum, og ýmsum fleiri konum
og körlum, og að síðustu voru
mér afhentar dýrmætar gjafir
bæði frá hópnum sem heild, og
einstökum vinum.
Vinir! Mig bresta orð til þess
að láta í ljósi gleði mína og þakk-
læti, fyrir ykkar hlýja vinarþel
og rausn. — En þetta eitt get eg
sagt: Hjartans þökk til ykkar
allra, fyrir vinarþelið og hlýhug-
ann. Hjartans þökk, fyrir öll góðu
orðin og óskirnar, sem gjöra mér
stundina ógleymanlega. Hjartans
þökk fyrir allar veitingarnar og
tækifærið til þess að fá að vera
í hópi ykkar svo margra góð-
vina, og svo fyrir allar gjafirnar.
En einnar þeirrar verð eg sér-
staklega að minnast, því hún
er mér dýrmætust, og ógleyman-
leg, en það er, hve ótvírætt þið
sýnduð, að þær þrjár lyndiseink-
unnir: rausn, vinfesta og höfð-
ingslund — sem verið hafa kyn-
fylgjur íslendinga frá öndverðu,
hafa ekki breytt atferli sínu þótt
flutt hafi í nýtt umhverfi úr
heimahögum.
Góður Guð launi ykkur vinir
mínir, og blessi ykkur í bráð og
lengd.
Þorbjörn Magnússon.
Gimli, Man.,
í nóvember, 1944.
Business and Professional Cards
DR. A. BLONDAL
Physician & Siitpeon
602 MEDICAL ARTS BLDQ
Sími 22 296
Heimili: 108 Chataway
Sími 61 023
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 202 398
Dr. S. J. Johannesson
215 RTJBY STREET
(Belnt suöur af Bannlncr)
Talsíml 30 877
•
ViÖtalstíml 3—5 e. h.
Dr. E. JOHNSON
304 Eveline St. Selkirk
Office hrs. 2.30—6 P.M.
Phone office 26. Res. 230
Office Phone Res. Phone 88 033 72 409 »
Fiá vini Dr. L. A. Sigurdson
166 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p m.
and by appointment
DR. ROBERT BLACK
Sérfræílingur t Augna, Eyrna, nef
og hálssjúkdðmum
416 Medical Arts Building,
Graham and Kennedy St.
Skrifstofustmi 22 251
Heimaslmi 42 154
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
406 TORONTO GEN. TRCSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Srnith St.
PHONE 26 545 WINNIPEÖ
EYOLFSON’S DRUG
PARIC RIVER, N.D.
tslenzkur lyfsalí
Fólk getur pantaS meSul og
annaS meS pðsti.
Fljðt afgreiðsla.
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur likkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaBur sft beztl.
Ennfremur selur hann allskonar
mlnnisvarBa og legsteina.
Skrifstofu talsiml 86 607
Heimilis talslmi 26 444
mei/ecs
Sitidios jGW.
fiirgeH MtefngcanfucOuKmaaliSnlh CtuttdM
V-J* Mone ^ 96 647 m
Legsteinar sem skara framúr Orvals blágrýti og Manitoba marmarl
SkriflO eftir verOskrd
GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man.
HALDOR HALDORSON
hygpingameistari
23 Music and Art Building
Broadw'ay and Hargrave
Winnipeg, Canada
Phone 21 455
J.-J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPG.
•
Fasteignasalar. Leigja hús. Ut-
vega peningalán og eldsfthyrgB.
blfreiðaábyrgB, o. s. frv.
Phone 26 821
INSURE your property with
HOME SECURITIES LTD.
468 MAIN ST.
Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr.
Fhones Bus. 23 377 Res. 39 433
ANDREWS, ANDREWS
THORVALDSON AND
EGGERTSON
LögfræOingar
209 Bank of Nova Scotla Bldg.
Portage og Garry St.
Slmi 98 291
TELEPHONE 96 010 Blóm siundvíslega afgreidd
H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Tffi ROSERY lto StofnaB 1905 427 Portage Ave. Wlnnipeg.
Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST.. WINNIPEG GUNDRY & PYMORE LTD. British Quality — Fish Netting 60 VICTORIA STREET Phone 98 211 Vinnipeg Manager, T. R. THORT.ALDSON 'four patronage will be ippreciated
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Wholesaie Distributors of FBESH AND FROZEN FISH CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. /. H. Page, Manaping Director Wholeeale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office P’hone 86 661. Res Phone 73 917.
MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj.
Verzla I heildsölu meB nýjan og frosinn fisk. »
303 OWENA ST.
Skrifstofusími 25 355 Heimasími 55 463