Lögberg - 21.12.1944, Side 4

Lögberg - 21.12.1944, Side 4
20 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1944 Dr. Walter Reed (Frh. a/ bls. 17) geisað einhversstaðar, á einu ári er sagt að 1/10 af fólkinu í Philadelphia hafi dáið úr þess- um sjúkdómi; í sumum héruð- um Vestur India eyjanna hrundi niður á einu ári nær helmingur íbúanna. 1 Brazilíu hrundu menn niður í tuga þúsunda tali, og skipin fúnuðu á höfninni í Rio Janerio og öðrum höfnum, því skipverjar flestir dóu og engir fengust til að fylla skarðið, og árið 1812—13 drap gula veikin 150 þúsund manns í Constanti- nople. Hinn frægi franski verk- fræðingur Ferdinand de Lesseps, sem bygði Sues skurðjnn, og síðar færðist í fang að grafa Panama skurðinn, varð að gef- ast upp við það verk og dó alls- laus og hjartabrotinn, og ástæð- an var óefað gula veikin; með glæsilegum orðstýr tókst honum að grafa Sues skurðinn, eitt heimsins mesta mannvirki, og hann byrjaði að grafa sundur Panama eiðið með 50 þúsund manns og feykna fjárupphæð, en gula veikin gjörði þann usla í liði hans að ekkert var við ráð- ið, þúsundir manna hrundu nið- ur, og læknarnir stóðu hjálpar- vana, fyrirtækið fór eins og allif Vltá. Svæðið umhvéffiá skurðinn er hinn írjósamasti reitur fyrir þessa drepsótt, og mjög er það sennilegt að George Washington Gothal hefði aldrei lánast að vihna það mikla mann- virki, að grafa skurðinn, hefði ekki verið búið að einangra og sigra gulu veikina. Það var í stríðinu milli Spánar og Bandaríkjanna, út af Cuba málunum, rétt fyrir aldamótin er gula veikin braust út í her- liði Bandaríkjanna, að stjórnin sendi nefnd manna til Havana, til að rannsaka veikina og ráða bót á þeim usla er hún gjörði, og formaður þeirrar nefndar var Dr. Walter C. Reed, hinn ágæt- asti maður, þá kominn nálægt fimtugu. Hann var fæddur í Virginia 1851. Hann var yngsti læknaskólanemi, sem nokkru sinni hafði tekið burtfararpróf frá skólanum í Charlottesville. Hann stundaði lækningar í nokkur ár í fátækrahverfi einu í New York, naut hann snemma mikils álits^því kornungur varð hann sáralæknir hjá hermála- stjórninni, og orðstýr hans flaug víða, en hámarki frægðar sinnar náði hann er honum tókst að uppgötva orsakir gulu veikinnar. Er hann kom til Cuba, byrjaði hann strax á rannsóknum sínum, og brátt komst hann að þeirri niðurstöðu með sjálfum sér, að orsök útbreiðslu þessarar veiki væri fluga ein, sem nefnd er “stegomyia sascriata”. Læknir einn þar í borginni, Dr. Carlos Finlay, hafði komið með þessa hugmynd 20 árum áður, og ann- ar læknir á Indlandi, Dr. Donald Ross að nafni, hafði haft svip- aða hugmynd, en ekkert var gjört til að reyna að sanna eða afsanna hugmyndina, sem var í því fólgin að flugutegund þessi væri miðillinn, sem flytti sótt- kveikjuna frá þeim sjúka til þess heilbrigða. Er hún stingur sjúklinginn, sýgur hún úr blóði hans gerilinn og þegar hún aft- ur stingur heilbrigðann mann, spýtir hún gerlinum í líkama hans, sem orsakar veikina. Aðalmenn nefndarinnar voru Dr. Walter C. Reed, James Car- roll, Jesse W. Lazear og Aristide Agremonte, en aðstoðarmann hafði hann marga, aðallega menn úr herliði Bandaríkjanna, sem þá hafði aðsetur í Havana. Eng- inn vissi um útbreiðslu orsök sýkinnar þegar nefndin byrjaði starf sitt. Fyrsta tilraunin var að hreinsa borgina, en þrátt fyr- ir alla viðleitni í þessu tilliti varð enginn árangur því sýkin var vís að brjótast út, kannske með mestum krafti þar sem mestum hreinlætisreglum var beitt og nefndin varð engu vís- ari um upptök og útbreiðslu sýkinnar, svo nú voru ekki önn- ur ráð en að rannsaka hugmynd þá, sem áður er um getið, með fluguna. Engar skepnur taka veiki þessa, svo það var úr vöndu að ráða, menn varð að nota við tilraunirnar, sem ekki höfðu tekið veikina. Nefndinni fanst að hér væri svo mikið í húfi fyrir velferð riiannanna, að komast í allan sannleikann, að hún ákvað að gjöra tilraun, en henni kom saman um aðeins að nota sjálf- boðaliða og þá aðeins þá, sem fyllilega hefðu gjört sér grein fyrir hættunni, en fyrst og fremst var ákveðið að nefndar- mennirnir sjálfir gjörðu fyrstu tilraunirnar. Dr. Reed varð nú í bili að bregða sér heim til Bandaríkj- anna, svo Dr. Lazear byrjaði á tilraunum, lét hann nokkrar flugur, sem han« hafði aliö i til- raunastofu sinni, stinga gulu- veikis sjúklinga, og sneri þeim síðan á sig sjálfann og nokkra aðra, en í bráð varð enginn ár- angur. Næst reið Dr. Carroll á vaðið, stungu hann nokkrar flugur, sem álitið var að hefðu stungið sjúkl- inga, og eftir nokkra daga sló veikin hann niðuír, var hann fluttur á einangrunarstöð nefnd- arinnar, og var hann þar við dauðans dyr um tíma, en komst þó til heilsu aftur. Dr. Lazear gjörði nú aðra tilraun á sjálfum sér, og varð hann brátt altekinn af veikinni, og fluttur á einangr- unarstöðina, gaf hann nú Dr. Carroll allar sínar heimildir og skýrslur í sambandi við rann- sóknirnar, þrjá daga barðist hann hraustlega mót veikinni, en þá versnaði honum snögglega, og hann dó eftir fjóra daga. Hann lét eftir sig ekkju og 2 börn ung, annað hafði hann aldrei séð. Hann var aðeins 34 ára er hann með sjálfsfórnaranda gaf líf sitt fyrir háa hugsjón. Á plötu í John Hopkins háskólanum í Baltimore sem er þar til minningar um hann eru þessi orð skráð: “Með jafnvel meira hugrekki og fórn- færslu en hermaðurinn hætti hann lífi sínu til þess að sanna hvernig ægileg drepsótt út- breiðist, og hvernig er hægt að uppræta hana.” Nú var sannað að flugan út- breiðir sýkina. Kom læknunum nú saman um að ganga úr skugga um það hvort hún gæti útbreiðst á annan hátt. Var stofnuð rann- sóknarstöð og nefnd eftir Dr. Lazear, eina mílu frá Quemados í Cuba. Voru tjöld reist og tveir skálar voru bygðir, var annar þeirra hólfaður í tvent með fín- um netum, flugur voru settar í annað hólfið, en engar í hinn endann. í hinum skálanum var rúmfatnaður og klæði gulu sjúkl- inga, nú átti að ganga úr skugga um það, hvort veikin gæti bor- ist á annan hátt en með flugu- bitinu. Voru nú sjálfboðar kall- aðir, og buðu sig strax fram 2 menn, John Kissinger og John Moran, báðir frá Ohio, báðir r tc««%tcv«««te!ctc!e(ct«tctctcictcic!cic!etc<«tc!ctc!«tc!cictc!ctctctcteic« | Glegileg jól gott og farsælt nýár, | i 8 á 1 & ■ 8 8 8 | I »MH«kStS)lt»»a)»»i%3l>>St»lSt3)St>t»3)3tS)9»»»iat3)3t3l3)Sta»»)StItat»3t3t»»t3)3«3)»Sie ? R0LLY WALKER AND C0MPANY MILITARY TAILORS AND CLOTHIERS 473% PORTAGE AVENUE, WINNIPEG Við hliðina á Mall Hóielinu SÍMI 72 030 buðust til að fara inn í flugna- skálann í þarfir mannúðar og vísindanna. Dr. Reed sagði þeim að þeim væri ætluð góð laun fyrir þetta sjálfsfórnarstarf, en báðir afsögðu nokkur laun, og afsögðu að takast þetta á hendur ef nokkur laun væru ákveðin, Dr. Reed tók ofan fyrir þeim og mælti: “Eg lýt yður herrar mín- ir”. Nú fóru mennirnir inn í skálann, þeir sem fóru í flugna- skálann veiktust allir, en þeir sem voru hinu megin við vír- netið sluppu allir, ein meiri sönnun fyrir því, að flugurnar einar útbreiddu sýkina. Þá var rannsókn hafin í hinum skálan- um, Dr. Robert F. Cooke og tveir óbreyttir liðsmenn buðu sig þar fram. Var sá skáli fullur af alls- kyns pestarfötum, sem gulu sjúklingar höfðu notað. Þarna breiddu þeir úr öllu daglega og sváfu í rúmi, sem sjúklingar höfðu sofið í; þarna voru þeir í 20 nætur og daga, í loftillum skála í 90 gráðu hita og varð engum meint af, og var þar með sann- að, að sjúkdóms gerillinn berst ekki með klæðnaði sjúklinga og á engann hátt nema með stungu þessarar illræmdu flugu. Þetta drengilega rannsóknar- starf í þarfir mannúðar og vís- inda hélt lengi áfram og var margt fórnar starf þar unnið, sem hér verður ekki getið. Margir stofnuðu lífi sínu í voða, og nokkrir mistu það, og alt þetta var unnið til að leiða sannleik- ann í ljós mannkyninu til bless- unar. Að lokinni rannsókninni var það öllum heimi ljóst frá hverju hættan stafaði í sambandi við drepsótt þessa, og var nú hafið stríð á hendur flugunni, og öll nútíðartækni notuð til að upp- ræta hana. Hefir sýkinnar orðið vart í smáum stíl, en hún hefur aldrei náð sér niðri svipað því sem áður var, og full ástæða er að ætla að heimurinn ^urfi ekki að óttast hana í framtiðinni. Um starf Dr. Reed og rannsókn arnefndarinnar ferst hinum Jftetctctctcteteteteteteicicietetctetetctcieteteicteieteteieieieieteieietcieteteteteicicieietcietetctcte® * 1 i X JEWEL STORES Slarfsfólk og framkvæmdarstjórn JEWEL búðanna árnar íslenzkum viðskipfavinum sínum gleðilegra jóla og gifiuríks nýárs. S I 8 »»»»»st»»»»»»»»»»»»»»S)»»»»»»»»»»at»»»»»»»»»%»»»»»S)»»»»^ gtctcteteictetetetetetetcteteteteteteteteteteteteteteteteieteieieteteteteteteteteteteteteteicietetetete® Innilegar jóla- og nýársóskir iil allra íslenzkra viðskipiavina vorra. WESTON’S BREAD and CAKE (Canada) LTD. I I á)Sðt»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»@ jteteteKtetetetetcieteteteteteteteieteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteietetete® S « l HÁTiÐAKVEÐJUR \ MACD0NALD SH0E ST0RE LTD. i 492—4 MAIN STREET "You Are As Young As Your Feet" 1 I 8 1 8 »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»«9 Innilegar Jólakveðjur til vina vorra og viðskipiavina Gundry - Pymore Limited 60 Vicioria Sireei, Winnipeg Sími 98 211 T. R. Thorvaldson, Manager merka enska blaðamanni, Arth-. ur Mee orð á þessa leið: líÞað hefur hvergi verið sýnd meiri manndáð og hugrekki í neinu ævintýri, en það, er fram kom í sambandi við uppgötv- un þá er gjörð var um orsök og útbreiðslu gulu veikinnar, jafn- vel þó enginn árangur hefði orð- ið hvað frelsi snertir. Jafnvel þó Spánar stríðið hefði engann ár- angur haft, frá sjónarmiði frelsis hugsjóna, þá er sigurinn yfir gulu veikinni meira virði en stríðið hundrað sinnum. Leonard Wood hershöfðingi sagði: “Eg þekki engann mann sem hefur gjört eins mikið fyrir mannkynið og Dr. Reed. Upp- götvun hans bjargaði fleiri mannslífum árlega, en allir þeir sem mistu lífði í stríðinu, og fjárhagslegur hagnaður fyrir herinn árlega er meiri en allur kostnaður við Spánar stríðið. Hann gaf mönnunum vald yfir hinni hræðilegu pest, gulu veik- inni”. Skömmu áður en Dr. Reed dó skrifaði hann konu sinni eitt- hvað á þessa leið: “Sú bæn sem eg hefi alið í brjósti 1 20 ár, að eg mætti bera gæfu til þess á einhvern hátt að létta mannlegí böl, hefur nú ræst og verið svar- að. Hann dó á besta aldri skömmu eftir að hann vann sitt mikla afreksverk. G. J. Oleson. gteKKKKWKKKKKKKKKKKKKKKteKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKiS | S I 8 INNILEGAR HÁTÍÐAKVEÐJUR! | | I Notíð HAPPY I I GIRL 1 HVEITI 1 ‘ 1 í alla yðar bökun l & I SOO LINE MILLS LIMITED HIGGINS OG SUTHERLAND, WINNIPEG | i is»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»i iKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKV BEZTU JÓLA OG NÝÁRSKVEÐJUR MEGI ÁRIÐ KOMANDl FÆRA VARANLEGAN FRIÐ. NORTH AMERICAN LUMBER AND SUPPLY COMPANY LIMITfD át»»»»»»»»»»»»»»»»at»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»cí Ef þú þarft að ná LANGLÍNU SAMBANDI 4 þá gjörðu svo vel að gjöra það fyrir klukkan sex að kvöldinu. ) Með því gefsi hermönnum Canada, sem í fjarlægð dvelja, kostur á að nota símalínurnar á kvöldin til þess að ná viðtali við heimilisfólk sitt og fjölskyldur um hátíðirnar. Manitoba Telephone System

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.