Lögberg - 28.12.1944, Síða 2

Lögberg - 28.12.1944, Síða 2
9 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. DESEMBER, 1944 Grikklandsmálin heima í Englandi Churchill fær mótbyr Ejtir A. C. CUMMINGS London 11. des. Aðeins fáum dögum eftir að Mr. Churchill var hyltur sem mestur núlifandi þjóðhöfðingi gagnvart framgangi stríðsmál- anna, hefir hann beðið tilfinnan- legan álitshnekki vegna skoðana sinna og athafna í borgarastyrj - öld Grikkja, þar sem hann gjörist svaramaður Papendreous for- sætisráðherra gegn frjálslyndari hluta landsmanna, er hann nefn- ir morðingja flokka og varmenni. Nú þegar er það deginum ljós- ara að hans skoðun í þessum efnum er dregin í efa, ekki að- eins af stórblaðinu “The Times”, heldur öllum öðrum dagblöðum sem ekki tilheyra hans eigin flokki. Blöðin segja, svo ekkiverður misskilið, að hann fari villur veg- ar, ekki einungis í tilgátum sín- um, heldur einnig í framkvæmd- um gagnvart grísku uppreist- inni. “Þetta er lýðræðishugsjónar- innar alvarlegasta áfall síðan Munich leið”, segja sum blöðin. Verkamannaflokkurinn heldur fund í dag með 1.000 erindrek- um, þar á meðal eru lávarðar úr efri málstofunni, þingmenn og flokksembættismenn. Allir eru þeir gramir og reiðir. 1 fyrsta sinn síðan Dunkerque, er meiri hluti verkamannaflokks ins opinberlega fjandsamlegur í garð forsætisráðherra, og stöðugt vaxandi öfl í þá átt að binda enda á samsteypustjórnina, munu ef til vill öðlast voldug- ann liðsafla áður en þessi vika er öll. “The Times” segir að Mr. Churchill lýsi deilumálum Grikkja óbrotnari og einfaldar'. en þau séu í raun og veru, þar sem hann segi að ráðist sé á löglega skipaða stjórn af ófyrir- leitnum kommúnista samsæris- mönnum, með það fyrir augum að reka hana frá völdum. “Manchester Guardian” bendir á að stjórnarskráin, þjóðþingið og afstaða konungsins sjálfs, eft- ir hann var bendlaður við ein- ræðisstjórn Metaxas, hafi alt verið vafasöm hugtök. Blaðið segir enn fremur að frjálslyndu flokkarnir sem Churchill nefni morðingja og varmenni sé víð- tækt samband frjálslyndra manna, mikið víðtækara en Churchill vilji viðurkenna. Sir Richard Acland þingmað- ur segir að þrátt fyrir skýringar Mr. Churchill og málsvarnir Anthony Eden, fyrir vopnuðum afskiptum Breta, virðist sann- leikurinn vera sá að frjálslyndu sambandsflokkarnir hafi ekki dregið ráðherra sína til baka úr ráðuneyti Papandreous að á- stæðulausu, heldur af því að samþykt fyrir afvopnun skæru- herjanna var brotin — að öllum líkindum af Scobie hershöfðingja Breta, er hann lét dreifa vissri tegund flugrita út um alt Grikk- land. Flugrit þessi héldu málstað Papandreou fram til hins ítrasta og fullyrtu að enskur herafli yrði tafarlaust notaður til að knýja fram afvopnun frjálslyndu herjanna. Sir Richard segir að þessi flugritadreifing hafi bein- línis brotið gjörða samninga milli Papandreou og frjálslyndra sam bandsmanna og þá hafi ráðherrar þeirra sagt af sér. Scobie hershöfðingi hótaði einnig að “gildi peninga mun falla og þjóðin skal fá að svelta, ef skæruherinn er ekki afvopn- aður.” “Auðsjáanlega er eitthvað al- varlega mishermt í sögusögn Eden, er hann reynir að skella skuldinni á frjálslynda herinn,” segir Richard. Vegna ritskoðana er torvelt að fá fregnir af þeim viðburðum er gjörast í Grikklandi, en þó hefir þess verið getið að Harold McMillan kapteinn og ráðherra í Miðjarðarhafslöndunum, hafi verið sendur í skyndi til Athenu, til að fyrirbyggja frekari blóðs- úthellingar. Hann mun taka stöðu sem yfirboðari Reginald Leeper, sem hefir verið harðlega ásakaður í enska þinginu, sem konungssinni og afturhaldsmað- ur. Samtímis þessu er gefið í skyn að hægri armur frjálslyndu sam- takanna í Grikklandi sé að leita fyrir sér um samkomulag. Vinstri hlutinn — kommúnistar — eru einnig fúsir til sátta, með því skilyrði að ný stjórn sé mynduð af öllum flokkum með nýjum forsætisráðherra. Papandreou þar á móti krefst skilmálalausrar uppgjafar skæruherjanna. Lauslega þýtt úr Winnipeg Tribune Jónbjörn Gíslason. Bretar eru óttafullir Ritstjórnarsíða Winnipeg Tribune Stórblaðið “Times” er aleitt af íhaldsblöðum Englands, óánægt með skýringar og varnir Mr. Churchill fyrir þátttöku Breta í að kæfa niður frelsishreyfingar frjálslyndu flokkanna í Grikk- landi. Það segir að tilgangur um- ræðna í þinginu um málið, ætti að vera sá að finna veg til að greiða úr þeim óheillavænlegu vandræðum sem enski herinn sé flæktur í, þvert gegn vilja heima þjóðarinnar. “Times” dregur í efa skýringar Mr. Churchill á rás viðburðanna í Grikklandi og bendir á að þótt ábyrgð á vopnaviðskiptum hvíli á leiðtogum frjálslyndu flokk- anna, þá hafi ráðuneyti Papand- reous klofnað um tvö spursmál: fyrst og frémst dómfellingu yfir ættjarðarsvikurunum og sam- vinnumönnum nazista, sem van- rækt var að framkvæma, og í öðru lagi afvopnun skæruherj- anna. “Samningar um þessi atriði biðu slæmann hnekki þegar í byrjun”, segir Times, “vegna þess að frjálslyndu samtökun- um var kunnugt um að sams- konar afvopnun vinstri flokk- anna í Egyptalandi hafði farið fram fyrir ári síðan, og enn- fremur að fastaher Grikklands er samanstóð af íhaldsmönnum var ætlað að halda vopnum sín- um. Grunur lá á að forsætis- ráðherra væri ráðinn í, að setja á stofn óblandaða afturhalds- stjórn.” Blaðið segir ennfremur að það sé full sannfæring í Grikklandi og heima á Englandi, að við undangengin pólitísk tilfelli hafi Bretar beitt áhrifum sínum til viðhalds konungdómsins, þrátt fyrir allar hans flækjur og galla þvert á móti vilja grísku þjóðar- innar sjálfrar. “Sé nokkur ástæða fyrir ótta Mr. Churchill gagnvart umbóta- mönnum Grikklands, sem hann telur vera ástæður fyrir vopna- viðskiptum Breta þar, þá er engu minni ástæða til að gruna íhaldsmenn um græsku, þar sem þeir hafa á undanförnum tíma þivngað margan gætinn mann engu síður en framgjarna yfir- gangsseggi til upphlaupa og alls- herjarverkfalla. Hér er ekki spurningin um að endurreisa neitt lýðveldi og stjórnarskrá, Mynd þessi bendir Ijóslega til þess, hve mikilvægt það er, að jlugvélum séu gejnar skýrar leiðbeiningar við lendingu. vegna þess að það tvent hefir verið óþekt fyrirbrygði þar, um sex ára tímabil,” segir “Times” Blaðið segir ennfremur að Mr. Churchill brennimerki alt sam- band vinstri ’manna, sem komm- únista og stigamenn, þrátt fyrir það þó allir viti að það sam- oand er mjög víðtækt og inni- heldur menn er standa miðja vegu milli íhalds og framsóknar, og ákveðna byltingamenn og alt þar á milli. Sannleikurinn er sá að þessu sambandi tilheyra margir ráð- vandir menn og konur. Þetta fólk fagnaði enska hernum þeg- ar hann kom og krýndi hann blómsveigum. Það var einnig þetta fólk sem var mest áhyggju- fult og kvíðandi, ef valdi yrði beitt til framdráttar komandi einræðisstjórn. “Times” leiðir rök að hve nauðsynlegt og sjálf- sagt sé að endurskipa stjórnina með þátttöku allra flokka, svo þjóðinni gefist tækifæri til að opinbera óskir sínar með als- herjar kosningum. Ein aðalástæðan fyrir vei- gengni de Gaully í Frakklandi er sú að hann þjóðnýtti öll svo- kölluð byltingarsinnuð öfl með loforðum um róttæk stefnu- atriði og margvíslegar réttar- bætur. Hið merka og gætna blað “The Economist” átelur Mr. Churchili fyrir uppáhald hans á kóngum og prinsum. Það varar lesendur sína við að taka góðar og gildar útleggingar stjórnarinnar á ó- happaviðburðunum í Aþenuborg og bendir í því sambandi á, að á undanfarandi árum hafi enskir stjórnmálamenn sýnt afturhalds- öflum Evrópu full mikla blíðu, og nefnir sem dæmi, Georg Grikkjakonung, Sosnkowski, Victor ítalíukonung og Badoglio, og segir að væru slík dæmi ekki fyrir hendi, mundi auðveldara að taka góðar og gildar skýr- ingar Mr. Churchill á byltinga- hættunni í Grikklandi. “The Economist” heldur áfram og segir að einn af hinum ó- skiljanlegu þáttum í utanríkis- pólitík núverandi forsætisráð- herra sé hrifni hans og þrekleysi gagnvart kóngum og kóngaefn- um. “Það er andstætt heilbrigðri skynsemi,” segir blaðið, “að stjórnmálamaður, sem er ótrauð- ur talsmaður lýðræðis heima fyrir, skuli á svona ákveðinn hátt hafa mætur á fylgislausum og óvinsælum konungaættum erlendis. Hver er ástæðan? Hin eina sem nokkurt vit er í, er óttinn við kommúnismann. En í því sambandi er vert að muna, að nú um tuttugu ára skeið hefir rauða hættan ekki orsakað neina byltingu af völdum frjálslyndra afla, þær hafa allar komið frá íhaldinu. Hvernig getur brezk utanríkis- pólitík verið byggð á sambandi við Sovét-Rússland og óttanum við kommúnismann samtímis? Séu æsingar og órói hafður í frammi af vinstri mönnum, mundi rífleg inntaka skilnings og samhygðar greiða úr málum. Opinber fjandskapur til um- bótastefna hvar sem er, ætti að vera hið síðasta atriði er findist á enskri pólitískri starfsskrá. Framsækið og frjálst Bretland hefir stórt og merkilegt hlutverk fyrir höndum, en Bretland kónga kært og íhaldssamt ekkert. Lauslega þýtt af Jónbirni Gíslasyni. MINNINGARORÐ um Sigmund Sigurðsson Laxdal. Það var vorið 1879. Veðurblíðan hafði haldist nokk uð stöðug frá því fyrir sumar- mál, og nú var komið aðeins fram yfir Eldaskildag, sem var eftir föstum reglum 10. maí. Foreldrar mínir risu snemma úr rekkju þenna morgun — og það stóð nú ekki á mér að klæða mig í mín ferðaföt, því eg átti að fá að fara á hið mikla uppboð, sem fram átti að fara á Krossa- stöðum á Þelamörk þenna dag. Eg man að klukkan sló 5 um morguninn og átum við faðir minn dögurð og lögðum svo af stað. Það var indælt veður, glaða sólskin og hiti, enda fundu fugl- arnir það, því svo var líkast sem þeir fylgdu okkur stöðugt meðan við vorum að ríða úr Barkár- dalnum ofan í Hörgárdalinn. Þá var farið að sjá til mannaferða í öllum áttum, og óx það æ meir, efti sem sem lengra kom út í héraðið. Allir stefndu að Krossa- stöðum til að komast á uppboð- ið. Eg hafði aldrei komið á nokkurt söluþing, og var eg nú sem í öðrum heimi af tilhlökkun. Við náðum á staðinn rétt fyrir kl. 9, því þá átti salan að byrja Höfðu þeir þá riðið í garð, Stefán sýslumaður og hjálpar- maður hans Stephensen. Þeir framkvæmdu söluna. Búið var, að mér þótti, mjög stórt og umfangsmikið, og heyrði eg marga undrast yfir því að Sigurður, sem þarna var sjálfs- eignarbóndi, skyldi selja svo gott bú og flytja vestur í Húnavatns- sýslu. Salan gekk rösklega. En það var drengur þar á 10. ári sem mér þótti aðsúgsmikill og kapp- samur að kvetja menn að bjóða í hlutina, og lét heyra til sín. Eg innti eftir hver hann væri og kom svarið úr fleiri áttum: Það er hann Mundi sonur hjónanna hérna. Hann kom fyrir mig, sem myndar drengur, og með nógan kjark. Frá Krossastöðum fórum við þegar komið var fram á nótt, því þá var loks búið að selja ær og sauði. Við faðir minn gistum á Steðja á Þelamörk hjá viria og frændfólki það sem eftir var nætur, en morguninn eftir hélt faðir minn heim, en eg reið fram að Bægisá, því þar var eg með mörgum jafnöldrum mínum yfirheyrður hann dag. Þau eru eitthvað svo fljót að líða árin frá fermingu til full- orðins aldurs, þó geyma þau svo margar og ljúfar minningar, sem eru okkur svo dýrmætt veganesti á elliárunum. En margt er nú svo háð því lögmáli, að menn koma saman og kynnast, en fjar- lægjast aftur og hverfa um stund en aðrir koma í staðinn — og svo var hér. Eins og getið er hér að fram- an, flutti Krossastaða fólkið vest- ur í Húnavatnssýslu vorið 1879 og að Geitaskarði, að mig minnir. Sigurður faðir Munda, sem hét fullu nafni Sigmundur og var Sigurðsson og Valgerður yfirsetu kona, sem bjuggu fyrst að Þver- brekku í Öxnadal, en síðar mest af sínum búskap á Krossastöðum. Móðir Sigmundar og kona Sig- urðar hét Marja. Hún var dóttir Guðmundar bónda að Moldhaug- um í Kræklingahlíð. Sigmundur fluttist með for- eldrum sínum vestur um haf sumarið 1888, og settust þau hór að í grend við Garðar pósthús í N.-Dak. Þrem árum síðar kem eg frá íslandi með mína fjöl- ikyldu, og tek mér aðsetur hér í Garðarbygð. Einn með þeim fyrstu, sem mér er gerður kunn- ur hér, er rúmlega tvítugur mað- ur, Mundi frá Krossastöðum, sem vann hjá bónda hér skammt frá pósthúsinu, en þá hafði Krossa- staða fólkið tekið sér nafnið Lax- dal, en svo stóð á því, að Sigurð- ur og Marja höfðu búið í Þverár- dal í Laxárdal hinum fremri, síðustu árin á íslandi. Nú var Sigurður hér með börnin 8, en kona hans Marja hafði látist 1890. Sigurður lézt 1894, og fór þannig, sem oft vill verða, að hvorugt þeirra náði háum aldri, er þau komu inn í nýtt loftslag og nýtt umhverfi. Sigurður var mjög þjáður af heimþrá þau fáu ár, sem hann lifði hér. Eftir þetta kyntumst við Sig- mundur Laxdal æ meira með ár- um. Báðir héldum við áfram að lifa og starfa í þessari bygð. Sig- mundur giftist 4. nóv. 1894, Sig- ríði Jónatansdóttur, trésmiðs Jónatanlssonar og Kristbjargar Bjarnadóttur. Jónatan var bróð- ir Jónasar hreppstjóra í Hrauni í Öxnadal. Ungu hjónin keyptu land í þessari bygð og tóku að búa, því öll heimilisréttarlönd voru þá upptekin af öðrum, en eins og hjá flestum okkar hér á fyrstu árum, var það oft örðugt andóf, og mörg árin stóð nokkuð á endum hvað vanst og hvað tapaðist, en Sigmundur var þrif- inn og reglusamur búmaður, og fékk hann ætíð öfluga hjálp konu sinnar, enda þarf mikils með að fleyta fram stórri fjölskyldu, því þau eignuðust 7 börn. Sigmundur var í mörgu fram- arlega sem manndómsmaður og hæfileikamaður. Hann var söng- hneigður og allgóður söngmaður. Hann var oft kvaddur til flestra þeirra mála, sem sveitunum heyra til. Hann var í sóknarnefnd um, á kirkjuþingum, og kom þar alt af myndarlega fram, því hann var oft fremur vel máli farinn. Hann var ötull og kapp- samur íslendingur í hugsunum sínum og endurfæddist inn í þær tilfinningar við heimför sína til íslands 1930, eins og flestir aðrir sem þá sóttu ísland heim á hinni miklu og glæsilegu hátíð. Eftir að þjóðræknisdeild var mynduð hér af íslendingum í Pembina héraði, og nefnd var Báran, var hann um tíma for- maður þeirrar deildar og fórst það vel. En inn að heimilinu sneru hugsanir hans framar öllu öðru. Hann var hjálpsamur og umhyggjusamur konu sinni og börnum, og varla bar það við að hann brysti kjark eða úrræði, þegar andstöður báru að hönd- um. Flestum bar saman um, hve skemtilegt var að heimsækja þau hjón og börn þeirra. Alt var svo alúðtlegt og viðfeldið og Sig- mund vantaði ekki spaugsyrði og orðaforða til að koma samtalinu í hina mestu glaðværð. Fyrir tveim árum síðan fengu þau löngun til að breyta um bústað og fluttu vestur að Kyrra- hafi og námu aðsetur í Blaine, Wash. Kunnu víst ver við sig. En gustur dauðans er á ferðinni þar sem annarsstaðar og heim- sótti Sigmund, og eftir fárra daga íjúkleik andaðist hann þar 8. okt. síðastl. á 75. aldursári. Hann var jarðsunginn 14. okt. frá lút. kirkjunni af séra Guðm. P. John- son. Auk Sigríðar konu hans lifa nú 7 börn föður sinn. Þau eru, Mrs. S. J. Thordarson að Macann, Sask. og Mrs. J. Helgason í Seattle, Wash. Synirnir 5 eru Sigurður, Jónatan Leo, Helgi, Franklín og Moritz. 4 þeir fyrstu eru giftir, en allir lifa þeir í grend við Garðar, N. D. Sömuleiðis eru 7 systkini Sig- nundar heitins á lífi, tveir bræð- ir, Jón, sem lifir að mestu leyti í Bandafylkjunum og Þorsteinn í Canada. Systurnar 5 eru, Ina, Mrs. J. S. Sigurðson og Margrét allar í Canada, en Guðrún og Mrs. Snorri Kristjánsson vestur i Kyrrahafsströnd. Nú verða spaugsyrðin og gam- ansmálin að hvíla sig um stund, þar til einhver annar syngur og .alar.með sömu rödd. G. Thorleijsson. Smávegis um Kyrrahafseyjar Marianne-eyjár. Þær eru röð 15 sæbrattra eldfjallaeyja, sem ná yfir 380 mílna vegalengd, frá norðri til suðurs. Magellan fann þær árið 1521. Voru þær í fyrstu nefndar Ladrones, eða Ræningjaeyjar. En meir en heilli öld síðar voru þær endurskírð- ar, til heiðurs Mariu Önnu, keisarafrú í Austurríki. Gilberts-eyjar eru 16 koraleyj- ar, sem ná yfir um 400 mílna svæði til norður-norðausturs. Þær eru samtals 168 fermílur að flatarmáli. Hafa stundum geng- ið undir nafninu Kongsmyllu- gyjar. Það var afi Byrons skálds, John Byron, sem fann þessar eyjar 1765, enda er ein af þeim kölluð Byronsey. Gilbert var þarna árið 1788. New Britain, sem oft er getið í stríðsfréttum er bogamyndaður eyjaklasi í Bismarckshafi. Stærð- in er áætluð 9.500—13.000 fer- mílur. — Djúpt sund er milli þessara eyja og Nýju Guineu. Það var enski landkönnuðurinn William Dampier, sem skírði eyj- arnar nafninu, vegna þess að iegan minnti hann á legu Eng- iands við Ermarsund. • New Ireland er um 180 mílna löng eyja, en breiddin víðast ekki meira en 10 mílur. Hún myndar nokkurnveginn hálfhring með New Britain. Philip Carteret fann eyjuna 1767. l’samræmi við Dampier skírði hann hana New Ireland, því að hún smærri en England-Skotland. New Guinea er næststærsta eyja í heimi, 1500 mílur frá norð- vestri til suðausturs og um 390 mílur þar sem hún er breiðust. Nafnið fékk hún hjá spönskum könnuðum, um 1545, sem veittu •því athygli, að eyjaskeggjar (Pap úarnir) voru enn blakkari en aðrar Kyrrahafsþjóðir og líkir svertingjum, sem þeir höfðu séð í Guinea á vesturströnd Afríku. — Svo þú elskar mig ekki lengur. — Áður sagðirðu altaf, að eg væri allur heimurinn fyr- ir þig. — Já, alveg satt, en nú hefi eg aukið landafræðiþekkingu mína mjög upp á síðkastið.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.