Lögberg - 28.12.1944, Blaðsíða 8

Lögberg - 28.12.1944, Blaðsíða 8
 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. DESEMBER, 1944 Úr borg og bygð Nýlátin er hér í borginni frú Goðmunda Þorsteinsson, kona Þ. Þ. Þorsteinssonar rithöfundar og skálds; hún var 59 ára að aldri. Frú Goðmunda var ættuð úr Skagafirði, prýðis vel gefin og trygglunduð. Kveðjuathöfnin fer fram í Sambandskirkjunni kl. 2 e. h. á föstudaginn kemur. Þess er óskað, að engar blómagjafir sendist til útfararinnar. Lögberg vottar Þorsteini skáldi innilega hluttekningu í hans djúpu sorg. • Laugardagsskólinn tekur á ný til starfa á venjulegum stað og tíma á laugardaginn þann 6. jan. er þess þá vænzt, að börnin komi stundvíslega og færi sér kennsl- una sem allra bezt í nyt. Ókeypis aðgöngumiðum að Rose Theatre verður útbýtt með- al nemenda. • Ungur flugnemi frá íslandi, Hreiðar Haraldsson, kom hingað til borgarinnar á 2. jóladag til náms við hinn víðkunna flug- skóla Konnie’s Jóhannessonar; þessi ungi gestur að heiman, er norðlenskur að ætterni, en upp- alinn í Reykjavík. • Miss Ruth Benson kom austan frá Ottawa rétt fyrir jólin í heimsókn til móður sinnar, Mrs. B. S. Benson, 757 Home St. • Miss Vera Johannson kom frá Ottawa um jólaleytið í heimsókn til foreldra sinna, þeirra Mr. og Mrs. Jóhann G. Jóhannson, 586 Arlington St. • Á fimtudaginn 21. des. voru þau Oswald Wathne og Jóhanna Brynjólfsdóttir, bæði frá Reykja- vík á Islandi, gefin saman í hjóna band að heimili, Dr. og Mrs. Richard Beck í Grand Forks; voru þau hjónin svaramenn brúð hjónanna og héldu þeim veizlu að lokinni hjónavígslunni. Mælti Dr. Beck þá fagurlega fyrir minni ungu hjónanna. Séra Valdimar J. Eylands, sem framkvæmdi gift- inguna mælti einnig nokkur orð, um leið og hann afhenti gjafir frá vinum í Winnipeg. Mr. Wathne stundar nám við ríkisháskóla N. D. í Grand Forks, en hin unga brúður hans var til skamms tíma við listanám í Winnipeg og mun hún halda þvi áfram syðra, eftir hátíðirnar. Brúðguminn er bróðursonur Mr. Albert Wathne, sem starfar við skattamáladeild Winnipeg- borgar. Við giftinguna var viðstödd foðursystir brúðarinnar, Mrs. Gunnlaugur Jóhannsson frá Winnipeg. Lögberg flytur ungu hjónun- um innilegar hamingjuóskir. • Eins og áður hefir verið getið um í “Parish Measager”, fór fram merkileg og fátíð athöfn í Vídalíns kirkju 'að Mountain, N. D., fimtudaginn 30. nóv. Þá voru þar þrenn hjón gift á sama tíma. Hjónin voru: Emily Sigurrós Kristjánsson og Kristinn Finn- bogi Guðmundsson, bæði til heimilis á Mountain, N. D. Ingi- björg Thóra Hallgrímson til heimilis á Mountain og Steve Kristjánsson til heimilis í Eyford bygðinni. Nora Christine Krist- jánsson til heimilis í Eyford bygð og Harley B. Nelson til heimilis í Osnabrock, N. D. Setjast hjónin er fyrst eru hér nefnd að á IVfountain, og reka þra verzlun. Önnur hjónin, sem nefnd eru setjast að í Eyford bvggðinni og stunda búskap, og síðastnefndu hjónin setjast að í Osnabrock, N. D., og stunda þar líka búskap. Vegleg veizla var haldin að giftingunni afstaðinni, í sam- komuhúsinu á Mountain. Voru margir viðstaddir, og nutu þar hinnar beztu skemtunar og á- gætra veifinga. Þriðjudaginn 5. des. voru þaui William Jóhann Stevens og Miss' Soffia Margaret Thorsteinson gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 1095 N. 14th Ave., Vancouver, B.C. Brúð- guminn er Petty Officer í sjóliði Canada, og er sonur Mr. og Mrs. J. H. Stevens að Gimli, Man., en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Hrólfur Thorsteinson, í Steves- ton, B.C. Þau voru aðstoðuð af Mrs. Marino Thorsteinson og Mr. Mindy James Thorsteinson. • Miss Snjólaug Sigurðson will be heard in a piano recital over CBC on Des. 29th at 3:45 p.m. Ther program will consist of works by Bach, Chopin and Shumann. • Jon Sigurdson Chapter IODE, heldur sinn næfta fund að heim- ili Mrs. H. A. Bergman 221 Ethelbert St., kl. 8 e. h. á þriðju- daginn 2. jan. 1945. • Samskot í útvarpssjóð Fyrstu lút. kirkju, í tilefni af útvarpi, 26. nóv., 1944. Frh. frá því síðast var auglýst: Mr. og Mrs. H. Björnson, Lundar, Man $2.00. Mrs. Guðlaug Halldórsson, Gerald, Sask. $1.00. Mr. og Mrs. Hinrik Johnson, 784 Bannatyne, Wpg. $1.00. Mr. og Mrs. Jón Eyjólfson, Lundar, Man. $1.00. Mr. og Mrs. John Líndal, Lundar, Man. $1.00. Mr. og Mrs. D. J. Líndal, Lundar, Man. $2.00. Mr. og Mrs. G. J. Oleson, Glenboro, Man. $1.00. Mrs. Guðrún Sveinson, Víðir, Man. $2.00. Mr. og Mrs. Victor Sturlaugson, Langdon. N. D. $1.00. Mrs. J. S. Thordarson, Akra, N. D. $1.00. Mrs. A. Stur- laugson, Langdon, N.D. $2.00. Mr. og Mrs. O. J. Oleson, Steep Rock, Man. $3.00. Mrs. Ingvar Gíslason, Steep Rock, Man. $1.00. Mr. og Mrs. Einar Johnson, Steep Rock, Man. $2.00. Mr. og Mrs. Adolph Scheski, Grahamdale, Man. $1.00. Mr. og Mrs. Guðm Thorsteinson, Gimli, Man. $2.00. Mr. og Mrs. Sig/Sigurbjörnsson, Leslie, Sask. $1.00. Mrs. Steina Hillman, Bantry, N.D. $2.00. Torfason bræður, Lundar, Man. $2.00. Kristín Fjelsted, Lundar, Man. $1.00. Kristjana Fjelsted, Lundar, Man. $1.00. Mr. og Mrs. Th. Olafson, Antler, Sask. $1.00. Mr. og Mrs. Kristján Guðmund- son, Árborg, Man. $1.00. Ingi- björg Gíslason, Árborg, Man. $1.00. Mr. og Mrs. O. N. Kárdal, Gimli, Man. $2.00. Mrs. Þuríður Johnson, Upham, N.D. $1.00. Kærar þakkir V. J. E. Umsögn um hið glæsilega jóla- hald í Fyrstu lútersku kirkju, birtist í næsta blaði. The Swan Manufacturmg Co. Manufacturers of 8WAN WEATHER-8TRIP Winnipeg. Halldór Methusalems Swan Eigandi 281 James Street Phone 22 641 Minniát BETEL í erfðaskrám yðar FARIÐ EKKI Á MIS VIÐ HIN UNDURSAMLEGU KAUP Á LCÆ)FÖTUM HJÁ. Perth’s 1945 TÍZKA ÚRVALSEFNI * ÓVIÐJAFNANLEG GÆÐI Heimsækið PERTH’S MASTER FURRIERS 484 PORTAGE AVE. Just west of the Mall Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands, Heimili: 776 Victor St. Sími 29 017. % Guðsþjónustur á sunnudögum. Kl. 11 f. h. á ensku. Kl. 12.15 sunnudagaskóli. Kl. 7 e. h. á íslenzku. Söngæfingar: Yngri söngflokkurinn á fimtu- dögum kl. 8. Eldri söngflokkurinn á föstu- dögum kl. 8. Áramóta guðsþjónustur í Fyrstu lút. kirkju. 31. des. kl. 11 á ensku. 31. des. kl. 7 á íslenzku. Allir velkomnir. • íslenzk guðsþjónusta í Vancouver. Kl. 7,30 e. h., sunnudaginn 7. jan., í dönsku kirkjunni á E 19th Ave. og Burns St. Allir velkomnir. R. Marteinsson. • Prestakall Norður Nýja íslands. 31. des.—Hnausa, messa kl. 2 e. h. 1. jan.—Árborg, ensk messa kl. 2 e. h. (“Dedication of Honor Roll, containing names of memb- ers and adherents in the armed services”). B. A. Bjarnason. Um hátíðirnar kom eftirgreint fólk í heimsókn til foreldra og vina: Mr. og Mrs. Morten Parker; er Mrs. Parker dóttir þeirra Mr. og Mrs. S. O. Bjerring; Beatrice Hanneson, frá Langruth; L. A. C. Harold Sigurðson, sonur Mr. og Mrs. Sigurbjörn Sigurðson; Lieut. Ronald S. Hafliðason, Bissett; Flt. Sarg. Lárus Melsted, sonur Mr. og Mrs. S. W. Mel- sted. • Hið eldra Kvenfqlag Fyrsta lúterska safnaðar, heldur fund á venjulegum stað og tíma þann 4. janúar n. k. Prestur safnaðar- ins, séra V. J. Eylands, flytur erindi á fundinum, og er þess vænst, að sem allra flestar félags konur sæki fundinn. Smjörseðlar númer 86, 87, 88 og 89 falla úr gildi 31. desember, einnig allir sykur, sætmetis, D (sætmetis) og F (niðursuðu sykur) í bókum númer þrjú og fjögur. Eina skömtunarbókin í gildi eftir fyrsta janúar verður bók númer fimm. Þegar Daniel Webster var í barnaskóla, var hann mjög trassa fenginn með útlit sitt. Eitt sinn sem oftar kom hann mjög ó- hreinn um hendurnar í tíma. Kenslukonan hótaði honum þá, að ef hann nokkurntíma oftar kæmi svo óhreinn í skólann, myndi hún refsa honum. Þrátt fyrir þessa hótun braut hann nokkrum dögum seinna af sér í þessum efnum. “Daniel”, sagði kenslukonan, “sýndu mér hendina”. Hann svitnaði, núði höndunum við buxur sínar og sætið, stóð síðan upp og rétti út hægri hönd- ina. “Daniel”, sagði kenslukonan, “ef þú getur fundið nokkra hendi hér í kenslustofunni, jafn óhreina þessari, þá muntu sleppa.” Daniel var ekki seinn á sér að rétta fram vinstri hendina. Borgið LÖGBERG Falleg Music—Fimm einsÖDgslög Eftir Sigurð Þórðarson, stjórnanda Karlakórs Reykjavíkur Hér er um lög að ræða, sem allir söngelskir menn og konur ættu að eignast, jafnt enskumælandi fólk, sem íslenzkt, því texti hvers lags er bæði á ensku og íslenzku. Lögin eru hvert öðru fegurra og samin við erindi, sem allir kunna og muna. LÖGIN ERU ÞESSI. 1. Sjá dagar koma ár og aldir líða. Úr hátíðarljoðum Davíðs Stefánssonar. 2. Mamma. Eftir Stefán frá Hvítadal. 3. Vögguvísa. Eftir Valdimar V. Snævar. 4. Sáuð þið hana systur mína. Eftir Jónas Hall- grímsson. 5. Harmljóð. Eftir Stefán frá Hvítadal. Forsíða þessa söngheftis er með afbrigðum frumleg og fögur. Heftið kostar aðeins $1.50 og sendist póstfrítt út um land. BJÖRNSSON’S BOOK STORE 702 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Að árið sem í hönd fer megi verða farsælt og friðsamt öllum viðskiptavinum vorum og öllu fólki og megi traust og velvild sú, sem við höfum notið á árinu liðna hjá tslendingum, aukast og eflast á komandi ári. ÞESS ÓSKAR STARFSFÓLK OG STJÓRNENDUR Shop-Easy Búðanna Munið eftir að Verzlunarstöð númer 3 er að 611 Sargent Ave. Verzlunarstöð númer 4 er að 894 Sargent Ave. Ömissandi bók Matreiðslubók kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg hefur selst ágætlega. Er nú ekki nema lítið eftir af annari prentun. Og sýnir það hvað afarmiklum vinsældum bókin hefur náð, eins og hún á skilið, því hún má heita ómissandi hverri húsmóðir sem við mat- reiðslu fæst, Þar sem nú er lítið eftir af upplaginu, ætti það fólk, sem bókina vill fá, að gjöra það sem fyrst. Hún selst áreiðanlega öll áður en langt um líður. Bókin kostar $1.00, póstgjald 5c. Hún fæst hjá þeim konum er hér segir: Mrs. A. S. Bardal, Suite 2, 841 Sherbrook St.; Mrs. B. J. Brandson, 214 Waverley St.; Mrs. J. Bilsland, 960 Sherburn St.; Mrs. Ben Baldwin, 11 Asa Court; Mrs. G. M. Bjarnason, 448 Greenwood Place; Mrs. T. J. Blondal, 907 Winnipeg Ave.; N. W. Dalman, Suite 4, Elford Apt.; Mrs. H. H. Eager, 151 Ferndale Ave.; Mrs. E. S. Felsted, 525 Dominion St; Mrs. J. S. Gillies, 680 Banning St.; Mrs. H. Gray, 1125 Valour Road; Mrs. Finnur Johnson, Suite 14, Thelmo Mansions; Mrs. A. C. Johnson, 113 Bryce St.; Mrs. G. F. Jonasson, 195 Ash St.; Mrs. C. Olafson, Suite 1, Ruth Apts.; Mrs. O. B. Olsen, 907 Ingersoll St.; Mrs. W. R. Pottruff, 216 Sherburn St.; Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw St.; Mrs. O. Stephensen, Suite 2, 909 Grosvenor Ave.; Mrs. F. Thordarson, 996 Dominion St. Agnes Sigurdson PIANIST In Recital CONCERT HALL, AUDITORIUM Wednesday, January lOth 8:30 o’clock Admission 50c and 75c Tickets on sale at Björnsson’s Book Store, and at Music Stores. Veturinn nœðir oft napur á sléttum Manitoba. Eldsneytis spursmálið er því stór spursmál allra, sem þar búa. Hvaða tegundir kola menn eigi að kaupa, sem séu drýgst og hiti mest. Það er spurs- málið. Reynið Foothill (Fjallahœða kolin) frá WINDATT COAL C0MPANY LIMITED Einu elsta og ábyggilegasta kolasölufélagi Winnipegborgar Aðalskrifstofa 307 Smith Street, Winnipeg Umboðsmaður Mr. Jón Ólafsson Heimasími 37 340 Skrifstöfusími 27 347 \/erum samtaka um stuðning við allar líknarstofnanir hverju nafni, sem þœr nefnast, og látum ekki undir höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini. DREWRYS LIMITED HOUSEHOLDERS --- ATTENTION -- We have most of ihe popular brands of coal in stock at present, but we cannot guarantee that we will have them for the whole season. We would advise that you order your fuel at once, giving us as long a iime as possible for delivery. This will enable us to serve you better. MCpURDY CUPPLY fO. LTD V^BUILDERS'KJ SUPPLIES \y and COAL Phone 23 811—23 812 COAL 1034 Arlington St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.