Lögberg - 28.12.1944, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.12.1944, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. DESEMBER, 1944 3 PENICILLIN NÝJASTA UNDRALYF LÆKNISFRÆÐINNAR EFTIR DR. C. M. FLETCHER Ein mikilverðasta framför, sem orðið hefir í læknavísind- unum á síðustu tíu árum er uppgötvun lyfjaflokks eins, sem gengur undir nafninu sulfon- amid, eða sulfalyf. Þessi lyf eru gædd þeim undramætti, að þau fyrirbyggja fjölgun skaðlegra sýkla, sem komist hafa í manns- líkamann og valda þar oft ban- vænum sjúkdómum. Þau manns líf, sem þessi sulfalyf hafa bjarg- að, skifta mörgum tugum þús- unda. En einn ókostur hefir þó á þeim verið. Þó að þau séu margfalt skaðvænlegri sýklun- um, sem sjúkdóminum valda, en manninum, sem fyrir sjúk- dóminum varð, geta þau vald- ið sjúklingnum mikilla óþæg- indum og jafnvel stofnað hon- um í lífshættu, ef stórir skamt- ar eru gefnir af lyfinu. Síðustu þrjú árin hafa brezk- ir vísindamenn verið að starfa að framleiðslu nýs lyfs, sem er stórum áhrifameira en sulfalyf- in, en algerlega meinlaus sjúkl- ingnum. Uppgötvun þessa lyfs er að þakka glöggri athugun brezks sýklafræðings, Alexanders Flem ing prófessors, árið 1929. Hann var að rækta á rannsóknarstofu sinni sýkla þá, sem valda graftar- kýlum. Hafði hann sett sýkil- inn í einskonar soðhlaup á grunn um diski, og ætlast til að sýkla- gróðurinn þrifist þar í friði, en eins og flestar húsmæður vita er það enginn hægðarleikur að verjast myglu í hlaupi, því að hún er þrásækin þangað, sem hún má síst koma. Og nú mynd aðist mygluskán á þessum til- raunajafningi Flemings prófes- sors. Tilraunir hans með sýklagróð- urinn mistókst og ekkert var líklegra en hann hellti öllu sull- inu í þvottavaskinn; en nú tók hann eftir dáltilu, sem honum þótti einkennilegt. Sýklarnir höfðu aukist og margfaldast og breiðst út um yfirborð jafnings ins, nema þar sem mygluskánin var og næst henni. Það var eins og myglan hefði afstýrt fjölgun sýklanna — eitrað fyrir þá. Fleming tók ofurlítið af mygl- unná, set|i hana í “fóður” á kjötseyði og lét hana dafna þar í nokkra daga. Þá rannsakaði hann kjötseyðið og varð nú þess vísari að sýklarnir gátu ekki þrifist í því. Af þessu réði Flemming að úr myglunni hefðu komist í kjötseyðið einhvert efni, sem gæti stöðvað sýklagróðurinn og þrif sýklanna. Þetta efni skýrði hann penicillin, eftir myglu- tegundinni, sem hafði myndast í hlaupinu, en hún heitir Penic- illium Notatum. Fleming skildist þegar, að þetta efni mundi vera hægt að nota til þess að hefta fjölgun sýkla, sem valda sjúk- dómum í mannslíkamanum, en eigi tókst honum — þrátt fyrir margvíslegar tilraunir — að ná hreinu penicillin úr kjötseyðinu, og penicillin-seyðið reyndist banvænt tilraunadýrum þeim, sem hann dældi því í. Nú leið og beið og ekkert gerðist í málinu fyrr en árið 1940. Þá var það að flokkur ungra vísindamanna í Oxford, undir forustu H. W. Florey prófessors hóf á ný tilraunir í þá átt að ná hreinu penicillin úr mygluseyð- inu. Þetta reyndist mjög erfitt, en smám saman tókst þó að einangra hreinna penicillin en áður. Þetta efni var gult duft, sem auðvelt er að leysa upp vatni. Það var reynt á skaðvæn- um sýklum, sem ræktaðir voru á hannsóknarstofunum °S við þær tilraunir kom í ljós, að þetta efni var sýklunum að minsta kosti þúsund sinnum banvænna en sterkustu súlfa-lyf. Og þegar það var gefið músum, sem höfðu fengið banvænan skamt af sýkl um, þá læknuðust þær fljótlega, án þess að lyfið gerði þeim nokk- urt mein. Nú var næsta skrefið það að reyna nýja lyfið á manninum. Til þeirra tilrauna þurfti vitan- lega margfalt stærri skamt, og nú urðu nýir örðugleikar á vegi. Þó að auðvelt væri að rækta eins mikla myglu og hver vildi hafa, þá var það stundum svo, að myglan framleiddi ekki neitt penicillin. Það kom á daginn áð þetta stafaði af því að í stóru ilátin, sem notuð voru til myglu- ræktunarinnar vildu komast aðr- ar myglutegundir og sömuleiðis sýklagróður, en sumt af þessum aðskotaverum eyðilagði eða eyddi penicillinínu jafnóðum og það myndaðist. Loks tókst að sjá við þ'essum misfellum og loks kom að því, að nægilegt var fyrir af nýj’a lyfinu til þess að gera tilraunir á sjúklingi. Fyrsta tilraunin á manni var gerð árið 1941. Til þessara til- rauna voru valdir menn, sem áður hafði án árangurs verið reynt að lækna með súlfa-lyf- um. Var dælt í þá pencillin með stuttu millibili dag og nótt. Tveir sjúklingarnir fengu bata um stundarsakir en ekki varanleg- an. Hinir þrír fengu fullan bata. Var talið að þeir fyrnefndu hefðu ekki fengið nægilega stóran skamt. Tilraunirnar á þessum fimm sjúklingum vöktu góðar vonir læknanna, en þó voru enn ó- gerðar margskonar tilraunir uns ágæti hins nýja lyfs væri viðurkennt af læknum. Til þess- ara tilrauna þurfti miklu meira af lyfinu en hægt var að fram- leiða á rannsóknarstofunum Oxford. Og um þessar mundir voru loftárásir á England með svæsnasta móti og engin stofn- un vildi taka að sér að fram- leiða penicillin í stórum stíl. Þessvegna fór Florey prófessor með starfsmenn sína til Banda- ríkjanna og hafði með sér all- mikið af myglugróðri þangað. Flugu þeir vestur um haf og nú var farið að framleiða lyf- ið á nokkrum stöðum í Banda- ríkjunum. Á næsta' ári (1942) hafði tekist að safna talsverð- um birgðum af penicillin. Og nú færðust tilraunirnar í auk- ana. Þær staðfestu það, sem áður var vonað um ágæti lyfs ins. Þó að því væri dælt í sjúkl inga í mjög stórum skömtum pá sakaði það þá eigi. Og lyfið læknaði ýmiskonar eitrunar- sjúkdóma, er súlfa-lyfin höfðu eigi unnið bug á, og þó að graftarígerðir væru í sárum þá dugði penicillin -eigi að síður, en þessu var öðruvísi varið með súlfa-lyfin. Penicillin var því stórum betra en súlfa-lyf, þegar um var að ræða graftarígerðir í sárum, og kýli. En þó var einn galli á þessu nýja lyfi. Það þoldi ekki sýr- ur, svo að ekki þýddi að gefa það inn eins og flest lyf, því að þá eyddist það af sýrum maganum. Þessvegna varð að dæla því inn í líkamann. Einnig var annar hængur og alvarlegri á almennri notkun penicillins. — Enn hefir ekki reynst kleift að framleiða það nema með vandasamri og sein- færri aðferð, þ. e. a. s. það er enn seinlegt að vinna efnið úr myglusoðinu. Enn sem kom- ið er er framleiðslan á þessu merkilega lyfi því lítil, og hefir til skams tíma aðallega gengið til tilrauna vísindamannanna Þó hefir nokkuð orðið afgangs og hefir það fram að þessu allt verið sent til vígstöðvanna. Notkun þess þar hefir leitt ljós, að penicillin er óviðjafn- anlegt meðal við blóðeitrun lungnabólgu, heilahimnubólgu lekanda, blóðkýlasótt og fjölda annara sjúkdóma. í hernaði hefir það reynst sérstaklega gott til þess að verjast spillingu í sárum og bruna, en slík sáx' margfölduðu legudagafjölda tugþúsunda hermanna í síðustu styrjöld og urðu mörgum ban- væn. Nú sitja efnafræðingar með sveittan skallann við að finna efnasamsetningu penicillins, og takist það þá er líklegt að hægt verði að framleiða það með efnablöndum og á auðveldan og ódýran hátt. Enn sem kom- ið er hefir lítill árangur orðið að þessum tilraunum en þó hefir dálítið þokað í áttina. En þegar fullur árangur verður af þessum tilraunum má gera ráð fyrir, að penicillin verði til taks í hverri lyfjabúð um allan heim og að mannkynið í heild njóti góðs af því. Öldum saman hefir myglu- sveppurinn Penicillium Notat- um verið að framlaiða peni- cillin, en eigi eru nema rúm þrjú ár síðan breskir vísinda- menn uppgötvuðu nytsemi þess- arar framleiðslu fyrir lækna- vísindin. — Þegar lærst hefir hvernig myglan framleiðir þetta undraefni, og vísindamönnum tekst að framleiða lyfið með efnablöndun á rannsóknarstof- um, munu læknarnir hafa í fullu té við marga banvænustu sjúkdóma, sem nú þjá mann- kynið. Fálkinn. MINNINGARORÐ Mrs. Kristín Björnsson, kona Stefáns trésmiðs Björnssonar Selkirk, andaðist á Almenna sjúkrahúsinu þar, þann 20. nóv. síðdegis. Hún var fædd 21. des. 1862, að Meiðastöðum í Garði í Gullbringusýslu, dóttir heiðurs- hjónanna Árna Þorvaldssonar, 1 hreppstjóra þar, en síðar hrepp- stjóra að Innra-Hólmi, í sömu stöðu allri, sem löngum hefir verið talið mikilsvert sérkenni íslenzks fólks, einkendi hugar- stefnu Kristínar og Stefáns manns hennar. og heimili þeirra, bæði inn á við og út á við. Undir þunga áföllum lífsins — við lát elskaðs sonar þeirra — í veik- indum hennar, kvörtuðu þau aldrei við neinn, en báru jafn- an höfuð hátt hvort sem með gekk eða móti. Vinátta þeirra var trúföst og djúptæk. Á 60 ára samfylgd með manni sínum naut Kristín ástar hans og virð- ingar, og umöpnunar hans og sona þeirra, eftir því sem þeim var framast auðið í té að láta. Lausn dauðans, sem var lang- þráð af hennar hálfu, lauk heið- arlegum æfiferli merkrar ís- lenzkrar konu. Útförin fór fram 23. nóvember frá útfararstofu Mr. Langrills, og frá kirkju Selkirk safnaðar. Blaðið Vísir í Jleykjavík er vinsamlega beðið að birta þessa dánarfregn. S. Ólafsson. lífsmarks með því. Það höfðu menn fyrir satt, að hvorki hefði hesturinn dottið eða hrasað, heldur mundi ómegin hafa svifið á prófast, og hann svo liðið niður af hestinum. Nokkr- ir ætla, að hnakkurinn hafi ver- ið lausgirtur og aftarlega á lagður, og fyrir því hafi hann snarazt svo auðveldlega. Business and Professional Cards Forspá sýslu og fyrri konu hans Solveig- ar Þórðardóttir; voru foreldrar Kristínar þróttmikið og dugandi fólk af góðum ættum komið. Ung að aldri giftist Kristín Stefáni Björnssyni Guðmunds- sonar frá Kjartansstöðum og Sigríðar Bjarnadóttur konu hans. Ætt hans er hin merka og marg- menna Sjávarborgar ætt í Skaga firði. Stefán fóstraðist upp á Ing- veldarstöðum á Reykjaströnd, og rar bjuggu þau Kristín og Stefán um hríð, áður en þau fluttu vest- ur um haf árið 1886. Rúm þrjú ár bjuggu þau í grend við Ár- nes, í Nýja-íslandi, en fluttu þá til Selkirk, árið 1890, og bjuggu Dar þaðan af — full 54 ár. — Þeim varð fjögra barna auð- ið, elztur er Árni,í smðiur í Selkirk, býr með föður sínum. Stefán, læknir, kvæntist Önnu Eugene Emery, látinn 21. sept. 1934, þau áttu tvo sonu, annar þeirra, Norman, er læknir, Bjarni, smiður, heima með föð- ur sínum og bróður. Sólveig Anna, gift Thos. H. Hawken, Miami, Man. Systur- dóttir hinnar látnu er Mrs. Ragna Björnsson, Víðis-bygð, Man. Mörg skyldmenni eru á lífi á íslandi, munu flest búsett í Reykjavík og um Suðurland. Kristín var kona þrekmikil og sjálfstæð að upplagi til. Lengst æfinnar var hún heilsuhraust og leysti annir og skyldustörf sín afburðavel af hendi. Fyrir nokkr um árum fékk hún áfall, svo þaðan af mátti hún ekki í fæt- ur stíga, var rúmliggjandi þaðan af og leið oft miklar þjáningar. Liðu siðustu æviárin hjá með seinagangi þeim, sem elli og sjúk leika eru tíðum samfara. Þá, sem á undangenginni æfi, sýndi hún þróttlund trúarinnar á Guð, er jafnan hafði verði henni styrk stoð. Kristín var ein af stofnend- um Kvenfélags Selkirk safnaðar, mikilsmetin og áhrifarík í þeirra hópi, áratugum saman; bæði voru þau Björnssons hjónin meðal frumherja Selkirk safn- aðar. Sjálfstæði í skoðunum og af- DR. A. BLONDAL Physician & Suryeon «02 MEDICAL ARTS BLDG gfmi 22 296 Heimiii: 108 Chataway Slmi 61 023 DR. A. V. JOHNSON Dentist 9 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 Frá a vini Það er í almæli, að Þorlákur prestur Þórarinsson, skáldið (1711—73), hafi löngu áður en það kom fram, sagt fyrir að hann mundi tína lífi í Hörgá, og að hann hafi enda tilgreint vað- ið á ánni, þar sem slíkt mundi að bera. Eitt sinn, er hann hafði lokið embættisgjörð í kirkjunni á Möðruvöllum um sumar, er margt utansóknarfólk var við kirkju, gekk hann eftir bæjar- hlaðinu, og í kringum marga hesta, er stóðu bundnir við stjaka, litaðist þegjandi eftir hestunum, en eigi var sú venja hans. Menn stóðu nærri og sáu að hann gekk að rauðum fall- egum fola, klappaði á brjóst honum og mælti: “Hérna kom- ur þú.” Eigi vissu þeir, er nærri voru, hvort hann piælti svo til folans eða ekki. Prófastur vék sér svo til þeirra og spyr, hver eigi folann. Þeir gátu eigi frætt hann á því. Bað hann þá hafa upp á eigandanum, og biðja hann að koma til tals við sig. Þeir gerðu svo. En er eigandinn, sem var úr annari sókn og langt að, kom, bað prófastur hann að selja sér folann. Hann gerði kost á því, og hafði prófastur folann heim með sér og hafði hann fyrir reiðhest sinn. Af þessum sama hesti drukkp»*» hann í Hörgá. Frá þeim atburði er svo sagt: Þá er prófastur fór af stað heiman frá sér frá Ósi, kvaddi hann vandlegar en venja hans var til, konu sína og dóttur og allt heimilisfólkið. Fylgdar- mann hafði hann með sér, en reið á undan honum í Möðru- vallanes allt að ánni. Eigi er þess getið, að hann mælti neitt við manninn á leiðinni. En er að ánni kom bað hann að staldra við, og lagðist niður á bakkann og gjörði þar bæn sína stutta stund. Síðan stóð hann upp, þerraði tár af augum sér og sagði síðan við fylgdarmann inn, að nú skyldu þeir ríða á ána. Nokkrir segja að hann hafi fleira mælt við hann, beðið hann að skila kveðju til ýmsra manna, ef hann skyldi tínast ánni, og segja djáknanum Möðruvöllum fyrstum lát sitt; en að líkindum er það ofhermt, því maðurinn hefði ekki rið- ið ána á undan eins athuga- laust og hann gjörði. Áin var ekki mikil, vart í kvið á hestunum. En er maðurinn var kominn nær því úr ánni varð honum litið aftur. Stóð þá Rauður í miðri ánni með hnakk- inn undir kviði, en þrófastur flaut á ánni. Nokkrir segja að fótur hans væri fastur í ístað inu, og því bæri straumurinn hann eigi frá hestinum. Maður inn sneri aftur og náði líki pró- fasts úr ánni, og kenndi einskis DR. ROBERT BLACK SérfræSingur I Augna, Eyrna, nef og hálssjúkdómum 416 Medical Arts Building, Graham and Kennedy St. Skrlfstofusimi 22 251 Heimaslmi 42 154 EYOLFSON’S DRI3G PARK RIVER, N.D. tslenzkur. lufsali Fólk getur pantaó meðul og annaC meC pðsti. . Fljót afgreiósla. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um öt- farir. Allur útbúnaCur sá beitl. Ennfremur seiur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talsími 26 444 HALDOR HALDORSON hygginga meistari 23 Music and Art Building Broadway and Hargrave Winnipeg, Canada Phone 21 455 INSURE your property with HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. tylgr. Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 TELEPHONE 96 010 H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. S. M. Baekman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Whotesale Dlstributors of FRE8B AND FROZEN • FI8H MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.st). Verzla I he’.ldsölu meC nýjan og frosinn flsk. 308 OWENA ST. Skrlfstofustmi 25 355 Helmaslmi 55 463 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Belnt suCur af Banning) Talslml 30 877 . ViCtalstlmi 3—6 e. h. Dr. E. JOHNSON 304 Eveline St. Selkirk Office hrs. 2.30—6 P.M. Phone offiee 26. Res. 230 Office Phone 88 033 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 166 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m,—6 p.m. and by appolntment DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 9 406 TORONTO GEN. TRC8TS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith SL PHONE 26 645 WINNIPEO Ttlei/e/s ^fiu&ítojct^totaitljbSnBiCwtmk 224 Notre Dame- #>HONE 96 647 Legsieln&r eem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari BkrifiO eftir verOskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. e Fasteignasalar. Lelgja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgC. bffreiCaábyrgó, o. s. frv. Phone 26 821 ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LögfrceOingar 209 Bank of Nova Sootia Bld*. Portage og Garry St. Simi 98 291 Blóm slundvíslega afgTeidd ™ROSERY StofnaÓ 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. LT0, GUNDRY & PYMORE LTD. British Quality — Fish Netting 60 VICTORIA STREKT Phone 98 211 Wlnnlpeg Manager. T. R. THORVALDBOV íour patronage will be ippreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Ffsh. 311 Chambers St. Office Phone 8® 6Bl. Res Phone 73 917.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.