Lögberg - 28.12.1944, Page 6

Lögberg - 28.12.1944, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. DESEMBER, 1944 “Hefurðu átt í nokkru hugstríði, sem hefir spilt heilsu þinni?” Það brá roða á hið nábleika andlit hennar, og varirnar bærðust, en hún gaf ekki frá sér neitt hljóð. Miss Hope stóð við hlið henni og brosti. “Hin stærsta og síðasta sorg sem hún hefir orðið fyrir, var yfir brúðu sem var brotin fyrir henni,” sagði systir hennar. “Síðan hefur hún ekki orðið fyrir neinu mótlæti né sorg.” Við þessi orð systir sinnar gaf Florence frá sér aumkunarlega angistar stunu, sem gekk lækninum mjög til hjarta. “Þú sérð,” sagði Miss Hope, “Hún er svo máttfarin og hrædd, og þarf að fá einhver hress- andi og uppbyggjandi meðöl.” Læknirinn horfði aftur, rannsakandi, í andlit ungu stúlkunnar, þar sem kvíði og ótti voru máluð skýrum dráttum. Læknirinn, sem var sérstakt góðmenni, snéri sér að Miss Hope, og spurði hana, hvort hún vildi gera svo vel og fara ofan og fá eitt vel hrært egg, og láta það út í vínglas af sherry? Það mætti auðvitað biðja um það héðan, með því að hringja eftir einhverjum þjónanna, en það meinti bara að fá það ekki fyr en seint og síðar meir, eða aldrei.” Miss Hope laut yfir systir sína, og strauk frá enni hennar hina þykku hárlokka, er huldu það, og kysti hana á ennið. Það var. eins og hrollur færi um ungu stúlkuna, og að hún vildi ekki þýðast svo hjartanlega og móðurlega blíðu. Læknirinn sagði ekkert fyr en fótatak Miss Hope heyrðist ekki lengur í stiganum. Þá snéri hann sér með alvarlegu yfirbragði og hrærðu hjarta að sjúklingnum. “Vesalings barnið mitt, hvernig er þetta, og þú svo ung,” sagði hann—svo ung—já, næstum barn ?” Hún leit hinu líkföla andliti til hans. “Veist þú leyndarmál mitt?” spurði Tiún með skjálf- andi rödd: “Já, vesalings barn; eg veit það, og innan skamms vita það allir.” Hún néri saman höndunum í einhverju ó- skapa æði, og hljóðaði svo aumkunarlega, að iækninum rann slíkt aldrei úr minni. “Ó, doktor, hjálpaðu mér að deyja,” sagði hún með ákefð. “Þú þekkir hvernig það má bezt gera án þess á beri — hjálpaðu mér ! Eg þori ekki að lifa! Þú skilur hversvegna. Það er kærleiks verk að hjálpa mér til að deyj^. Eg get ekki hugsað til að lifa. Ó, doctor, í kærleikans nafni, í mannúðarinnar nafni, hjálpaðu mér til að deyja.” “Það get eg ekki,” svaraði hann ákveðið. “Það er Guð sem einn á með að kalla oss héðan.—Það er ekki lagt undir vilja mannsins. Ef einhver tekur lífið af sér sjólfur, þá er það morð !” “Hvað á eg að gera?” kveinaði hún, “ó, hvað á eg að gera? Eg hef liðið svo í fleiri mánuði, að eg hef verið sem næst viti mínu fjær; eg er viti mínu fjær á þessari stundu. Má þá ekki manneskja, sem er eins óhamingjusöm og eg, eins undirtroðin og töpuð, leita eftir að hún sé öllu og öllum gleymd? Gleyma öllum þjáning- um sínum og sorgum? Getur þú enginn hjálpað mér?” Hið göfuga og góðmannlega andlit læknisins var orðið nábleikt, og ekki laust við að tár kæmu fram í augu hans. “Þú ert svo ung ennþá,” sagði hann með innilegri samúð. “Veit systir þín hvernig er ástatt fyrir þér?” “Nei, alls ekki, og hún má aldrei fá að vita neitt um það. Hún mundi deyja af harmi og blygðun. Hún hefur verið mér bæði systir og móðir. Hún er af góðu fólki komin, — strang heiðarlegu fólki. Systir mín gæti ekki afborið það.” Læknirinn horfði á hana með innilegri hlut- tekningu og samhygð. “Mér leið ósköp illa í járnbrautarvagninum, og systir mín vildi ekki að við héldum áfram. Eg vissi ekki að hún fór að sækja lækni, ef eg hefði vitað það, þá hefði eg fyrirfarið mér meðan hún var í burtu. Það var mitt áform að deyja í nótt.” “Aumingja barn Vesalings óhamingjusama barn! Svo ung, og svo fögur! “Eg er svo hrædd, svo kvíðin fyrir því, að þetta verði ekki mér að bana. Ó, sýndu mér nú hluttekningu læknir, og hjálpaðu mér til að deyja! Það er sú einasta hjálp og velvilji, sem nokkur getur sýnt mér. Ó, dauði, komdu til mín! Ó, náðugi himinn láttu mig deyja!” Hún lyfti upp handleggjunum og rak upp skerandi neyðarhljóð, sem læknirinn virtist hann heyra eftir mörg ár, og eftir það féll hún, sem dauð væri ofan á gólfið. Hann tók hana upp, og lagði hana upp í rúmið og vafði sjalinu eins vel og hann gat utan um hana, og beið svo þar til að Miss Hope kom. Hann gerði enga tilraun til að vekja hana til meðvitundar; hann áleit betra fyrir hana að vera í þessu ástandi dálitla stund. 2. KAFLI. “Eg er búin að vera lengi í burtu,” sagði Miss Hope, ofur rólega, þegar hún kom irth. “Það er ekkert áhlaupaverk .að fá, þó ekki sé nema eitt egg. En hvernig líður Florence?” Hún sá hana liggja eins og dauða í rúminu, og læknirinn náfölur og alvarlegur. “Hefir henni versnað?” Hvað hefur komið fyrir?” spuðri hún óttaslegin. “Það leið yfir hana,” svaraði hann. Þú þarft ekki að vera hrædd um hana.” Miss Hope gekk hljóðlega að rúminu, og fór að hagræða þykka sjalinu, sem var vafið utan um systir hennar. “Eg get ekki skilið hvernig Florence þolir þetta þykka sjal utan um sig, en hún vill hafa það þannig, en eg er viss um að það er of heitt fyrir hana, og gerir hana alveg máttlausa.” “Hreifðu ekki við henni, Miss Hope, eg er búinn að komast að, hvað veldur sjúkdómi systir þinnar, og þarf að tala við þig um það. Við skulum fara inn í annað herbergi, svo hún heyri ekki til okkar, ef hún skyldi ranka við sér.” , Miss Hope fylgdi lækninum inn í annað herbergi, henni fanst sem hún hefði aldrei á ævinni verið í slíkum vandræðum, svo hjálpar- laus, svo hrygg. “Eg veit það sem þú ætlar að segja mér,” sagði hún, og horfði fast í andlit læknisins. “Veigraðu þér ekki við að segja það, eg hefi sterkt hjarta og taugakerfi, hamingjunni sé lof.” Læknirinn ansaði engu því sem hún sagði. “Þú ætlar sjálfsagt að segja mér, að systir mín sé að tærast upp; það er sem eg hef verið hrædd um, eg skal gera allt sem eg get fyrir hana. Er það ekki leyndarmálið, Dr. West?” “Já, bara það væri; eg veit ekki hvernig eg á að koma orðum að því, að segja þér eins og er. Þú segir að systir þín sé aðeins átján ára?” “Já, hún varð átján ára í maí í vor,” svaraði Miss Hope. “Fyrirgefðu spurninguna, hefur hún altaf verið með þér?” “Já, þangað til fyrir fjórum mánuðum, að hún fór í heimsókn til vinafólks okkar, sem býr norður í landi. Það var hrætt um að hún væri að verða veik, og skrifaði mér að koma og sækja hana.” “Eg verð aftur að biðja þig að fyrirgefa nær- göngula spurningu; á hún kærasta, eða einhvern sérstakan aðdáanda?” Miss Hope brosti við þessari spurningu. “Nei als ekki,” svaraði hún. “Þú gleymir því að hún er bara unglingur ennþá.” “Eg vil biðja hamingjuna að hjálpa ykkur að bera það sem eg nú verð að segja.” “Þú gerir mig hrædda, hvað er um að vera, læknir?” “Eg vildi heldur líða eitt eða annað, heldur en að segja þér það, og þar eð það gengur mér svo til hjarta, hversu nærri þér mun það þá ekki ganga?” “Þú veist það,” sagði Miss Hope, “að óviss- una er harðast að bera.” “Hamingjan veit að eg geri það nauðugur að segja þér það, en þú verður að fá að vita það. Sannleikurinn er sá, að systir þín —” Hann leitaði eftir viðeigandi orði, og þagnaði alt í einu. “Segðu það eins og það er,” bað hún. “Eg þoli betur að heyra það, en þessa óvissu.” “Sannleikurinn er sá, að systir þín hefur lík- lega gifst leynilega, því innan tveggja daga, má hún vonast eftir að verða léttari.” Læknirinn talaði hægt og skýrt, með sam- hygðar tilfinningu; en hvert orð skar Miss Hope í hjartað, sem sverðstunga. Hún gaf ekkert hljóð frá sér, stundi ekki, barmaði sér ekki, en hún varð náföl í andliti. Hún sat hreifingar- laus, eins og dauðadæmdur maður, og er sér ekki sjálfs méðvitandi. “Ertu viss um það?” spurði hún að síðustu, í svo breyttum róm, að læknirinn gat varla kannast við hann. “Já, eg er alveg viss, annars hefði eg ekki sagt það, hefði eg verið í nokkrum vafa um það. Það er óttinn fyrir því að þetta leyndar- mál komist upp, sem er að eyðileggja hana, það er ekkert annað, sem gengur að henni.” “Eg get varla trúað því, og eg veit ekki hvað eg á að gera.” “Þér sárnar náttúrulega mjög við systir þína, en Miss Hope, þú mátt ekki láta hana merkja það. Þegar hún er komin til heilsu aftur, þá getur þú sagt henni hvað sem þér þá sýnist um þetta, en mundu að hlífa henni við öllum ávítunum þangað til. Þú verður að sýna henni alla ást og umhyggju, eins og þú hefur gert, og láta sem ekkert hafi komið fyrir, því ann- ars deyr hún, og tvö líf farast. “Guð hjálpi mér,” sagði Miss Hope, sem var alveg sem steini lostin út af þessum óvæntu tíðindum. Læknirinn fann og sárt til með henni og vorkendi henni. “Þú veist ekki, getur ekki skiliðj, hvað'a reiðarslag þetta er á mig. Eg hefi fórnað lífi mínu fyrir Florence. Eg er seytján árum eldri en hún; eg var elst af stórum barnahóp, hún yngst; faðir minn, móðir mín og öll börnin eru dáin. Florence var fjögra ára þegar móðir okk- ar dó, og hún fól mér hana til umsorgunar. Fyrir mörgum árum síðan, kyntist eg manni, sem eg elskaði, og hann elskaði mig einnig af alhug; en eg varð, nauðug, að neita honum er hann bað mig að giftast sér, því eg vildi ekki skilja við Florence litlu. Eg hefi fórnað öllu lífi mínu fyrir hana; og nú segir þú mér hvað hafi hent hana, eg hefi á allan hátt gætt henn- ar, þetta barn, sem las bænirnar sínar við kné mín, þangað til fyrir fjórum mánuðum. Svívirð- ing! hræðilegt! Það getur ekki verið satt. Litla Florence mín? Guð hjálpi mér! Hún er bara barn ennþá. Heima hjá mér eru leikfóngin hennar.” Hún yfirbugaðist, og féll á kné og grét ákaf- lega. “Jú, það er eins og eg hef sagt þér,” sagði læknirinn; þú finnur hugarléttir í tárunum.” “Bara eg finni aldrei framar til, vonar né gleði, sársauka né sorgar; þetta hefur sundur- tætt hjarta mitt og steingjört það fyrir alla ókomna tíð,” sagði Miss Hope. “Nei, það er ekki tilfellið. Þú ert sú eina, sem hún á að í heiminum. Ef þú fjarlægir þig henni — ef þú verður ströng og köld og hörð gagnvart henni — þá verður hún viti sínu fjær af vonleysi og fyrirfer sér.” “Hún er af fjölskyldu, sem aldrei hefur liðið fyrir neina vansæmd,” sagði Miss Hope, með þungum ekka. “Eg vildi óska að eg hefði heldur dáið, en þetta skyldi hafa komið fyrir.” “Það er allt annað sem við verðum nú að hugsa um,” sagði læknirinn; “við skulum ekki dæma þetta tilfelli of hart. Við þekkjum ekki atvikin, sem þessu hafa valdið fyrir systur þinni. Þegar maður lítur í hið elskulega andlit systur þinnar er lítil ástæða til, og alveg ólíkt henni, að hún sé svo afvegaleidd, eins og þú heldur. Það getur skeð að hún sé gift.” “En hvernig hefði hún getað táldregið mig svo, að láta mig ekki vita af því? Hvers vegna duldi hún ást sína, eða giftingu fyrir mér?” “Hún segir þér allt eins og er seinna,” sagði læknirinn vingjarnlega, og svo fór hann aftur að tala um hversu mikla þýðingu það hefði, að sýna henni velvild og innilega hluttekningu í sorg hennar, þar til hún kemur aftur til fullrar heilsu. “Vesalings Florence! Vesalings barnið!” sagði Miss Hope. “Eg veit að þú vilt gera allt fyrir hana, sem þú getur til að hjálpa henni,” sagði lækmrinn, “bæði sem kærleiksskyldu, og umburðarlyndi með æsku hennar og hrösun.” “Eg skal gera það,” svaraði hún. “Farðu nú inn til hennar, og eg kem aftur seinna í kvöld. Eg ætla á meðan að útvega rólegan verustað, sem ykkur mun líka vel.” “Ó, hvað góður maður þú ert; það var mikil hamingja fyrir mig, að eg heyrði nafn þitt nefnt og fá að vita hvar þú byggir.” “Þú verður að gjöra þér það ljóst, Miss Hope, að líf systur þinnar er algjörlega í þinni hendi. Ef þú sýnir henni kærleika og þolinmæði, þá er von um að allt fari vel; ef ekki, þá er úti um hana.” “Eg skal ekki gleyma því,” svaraði Miss Hope, og þegar læknirinn var farinn, fór hún strax inn til sinnar óhamingjusömu systur. “Florence svaf. Af og til heyrðist hún stynja þungt, og gefa frá sér eymdarlegt hljóð, sem gerði Miss Hope órólega; það var órólegur óráðs- svefn, sem hún svaf, og krampa teygjur afmynd- uðu hið fríðd andlit hennar af og til. Hún settist við rúmið sem sjúklingurinn lá í, og starði lengi á hana. Bara fyrir fáum rrián- uðum henni fanst það svo — var Florence svo hamingjusöm, full lífsgleði og vona. Hljómur hennar mildu hlátra, var enn í eyrum hennar. Hún leitaði ávalt til hennar ef eitthvað kom fyrir, og lagði hendurnar um háls henni og beiddi hana að segja sér fallega sögu; nú lá hún þarna eins og liðið lík, þetta sama andlit, sem nú var nábleikt, með krampakendum þján- ingarmerkjum, hafði verið sólskinið á heimili þeirra svo mörg ár. Reiðin og sársaukinn, sem fyrst gripu hana, er hún heyrði þetta hræðilega, hvarf smátt og smátt úr huga hennar, er hún sat og horfði á hinar titrandi varir systur sinnar, sem eins og ósjálfr%átt hreifðust í svefninum. Djúp og inni- leg samhygð fylti hjarta hennar. Hvaða harmur og sorg hafði svo heltekið það hjarta, sem hún hafði skoðað sem áhyggjulaust barnshjarta? Hvaða leyndardómur lá hulinn í þessari barns- legu sál, sem hún hafði ímyndað sér svo hreina og saklausa, eins og ný útsprungið blóm? Hver hugsunin rak aðra í huga hennar. Mundi hún nokkurntíma koma aftur til heimilis síns, og vera þar meðal vina hennar, sem hún hafði alist upp með frá blautu barnsbeini? Mundi Florence nokkurntíma geta látið sjá sig þar? Hún var yfirkomin af blygðun og skelfingu að hugsa til þess. Hún hafði lifað svo rólegu og hreinu lífi. Hún hafði heyrt um slík sorgartilfelli sem þetta, að æskulíf var eyðilagt, fögur andlit sem ekki þorðu að líta upp, vegna óhamingju líkrar sem þessarar, en að slíkur skuggi skyldi falla á heimili þeirra það virtist henni aldreilis óhugs- anlegt. Systir hennar, sem hún elskaði svo innilega, leið nú fyrir æsku óvarkárni sína, er svifti hana von og gleði. Hún skyldi það nú, að þó hún hefði hallað höfði sínu að brjósti sér, hafði þó hugur hennar tilheyrt einhverjum öðrum. Hún hafði kyst hana með vörum sem rétt áður höfðu verið þrýst að öðrum. Hún hafði hlegið sínum barnslega gleðihlátri, þegar hugur henn- ar var fylltur kvennlegum tilhneigingum til ásta. Litla systir hennar, hið yndislega og elskulega barn. Herra minn! er það mögulegt, að þetta fagra höfuð þurfi alla ævi að vera niðurlútt af blygðun og smán? Ekki meira en átján ára og allt hennar líf eyðilagt! Höfð að háði, bæði af mönnum og konum! Var mögulegt að koma í veg fyrir þetta? Að dylja leyndarmál hennar? Að hjálpa henni til endurreisnar? Miss Hope heyrði veikt hljóð koma yfir varir systur sinnar, hún laut ofan að henni. “Eg er svo hrædd, elskan mín!” hvíslaði sjúkl- ingurinn hluttekningarlega, “Hope deyr þegar hún kemst að því.” Hver var það, sem hún kallaði “elskuna sina”? Vesalings saklausa barn, hver hafði unnið henn- ar unga hreina hjarta, og eyðilagt það líf, sem lofaði svo miklu? Miss Hope formælti honum í huga sínum Lát hann vera hver helst sem hann er, hún bann- færði þann mann sem hafði eyðilagt svo gjör- samlega líf hennar elskulegu systur, eins og stormbylur rífur blöðin af fögru blómi. 3. KAFLI. Allt í einu hrökk Miss Hope saman, eins og eitthvað óttalegt hefði borið fyrir augu hennar; Florence lá vakandi í rúminu. Augu hennar voru opin og ótti og skelfing skein úr þeim, sem ekki verður með orðum lýst. “Hvar er hann?” spurði hún. “Meinarðu læknirinn, Floy? Hann er farinn elskan mín; það leið yfir þig meðan hann var hér.” Hún sneri sér frá systur sinni, og stundi við. Síðustu kvöldsólargeislaxnir skinu inn í her- bergið, og köstuðu friðarblæ á hið unga og föla andlit Florence. Samtímis vaknaði ný tilfinn- ing í hjarta Hope; það var engin reiði framar, allur sársauki var horfinn; nú var þar einungis ást, fórnfýsi og hluttekning af hinni fyllstu einlægni og ósérplægni. Hún féll á kné við hlið systur sinnar og lagði hennar þreytta höfuð að brjósti sér. Sólargeisli sem féll á andlit hennar, geislaði eins og ljósbaugur um höfuð henni “Floy, elsku Floy,” hvíslaði hún svo undur blítt, þér er óhætt að bera fullt traust til mín; eg er bæði systir þín og móðir — þú mátt ekki gleyma því.” Florence, eins og ósjálfrátt sneri sínu nábleika andliti að systur sinni. “Eg verðskulda ekki að þú elskir mig, Hope. Þú veist ekki, ó, eg aum! Ef þú vissir mundir þú ekki halda í hendina mína, þú mundir draga að þér hendina og ekki snerta mig, þú mundir fleygja mér sem lengst í burtu frá þér.” “Nei, það skyldi eg aldrei gera. Elskan er rík af náð og miskunsemi, elsku systir mín; hún á hluttekningu, og það er hinn sanni kær- leikur, sem kemur frá himnumi og það er sá kærleikur, sem eg ber til þín.” Hún néri saman höndunum, eins og hún þyldi ekki þann sársauka, sem þessi orð gerðu henni. “Færðu höfuðið þitt nær mér Floy. Þegar þú varst lítil og komst til mín, með þínar litlu barnslegu sorgir, þá varstu vön að koma í faðm minn, og leggja hendurnar þínar um hálsinn á mér. Þú 'mátt ekki forðast mig, elsku barnið mitt; eg skal segja þér nokkuð. Eg veit leyndar- málið þitt, Floy.” Florence brá svo við að heyra þetta, að hún þaut upp í einhverju æsingar ofboði, og reyndi til, alt hvað hún gat, að slíta sig úr faðmi systur sinnar, en Hope hélt henni svo hún gæti ekki farið. “Hlustaðu á mig elsku Floy; eg veif það, Dr. West hefur sagt mér það, og þú sérð að eg er ekki reið við þig; eg bara vorkenni þér, og eg skal hjálpa þér allt sem eg get. Reyndu ekki að fara burtu frá mér. Þú ert, eins og þú hefur verið, litla systir mín, hugsaðu um' það, elsku barnið mitt. Þó allir væru þér kaldir og for- smáðu þig, þá skal eg elska þig, eins fyrir það! Þannig kvíslaði hún í eyra hennar ástar og kærleiks orðum, sem gætu friðað hana, og gefið henni von og traust. “Litla Floy mín, treystu mér, eg skal aldrei bregðast þér.” Þegar hún fann að hinar litlu og mjúku hend- ur systur sinnar gripu um hendur sér, eins og er hún var barn, og hinar sársaukakendu stun- ur hættu, og að Floy’s köldu varir snertu sínar, skildi Hope að ofurlítið vonarljós hafði glæðst í hinu örþjáða hjarta systur sinnar. “Dr. West hefur sagt mér, að þú munir bráð- lega eignast barn.” “Og þú hatar mig ekki, Hope? Þú ætlar ekki að yfirgefa mig, og reka mig frá þér?” •

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.