Lögberg - 28.12.1944, Síða 7

Lögberg - 28.12.1944, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. DESEMBER, 1944 Þar sem regnboginn endar Kristín sat og hlustaði á sögu, sem mamma hennar var að segja henni. — Og loks kom Óli á þann stað, sem regnboginn endaði, þar gróf hann í jörð, og fann fjársjóð, sem — Heyrðu mamma, tók Stím litla fram í. Hvað er fjársjóður? Stundum kallar þú peninga fjár- sjóð, og stundum kallarðu mig fjársjóð, og nú segirðu að Óli hafi fundið fjársjóð. — Mamma brosti og kysti Stínu litlu. — Þú ert fjársjóðurinn minn, sagði hún. Fjársjóð kallar maður allt það, sem manni þykir vænt um eða maður óskar sér. Þessi fjársjóður sem Óli fann, var poki fullur af gulli. — — Heyrðu mamma. Ef maður óskar sér að finna góðan sjóð og fer að leita að honum, — á mað- ur þá að leita undir endanum á regnboganum? Mömmu gafst ekki tími til þess að svara þessu, því að í sama bili var símanum hringt, og svo truflaði eitthvað annað, svo að Stína litla gleymdi þessu alveg þangað til einn daginn, að það gerði húðarrigningu. Hún sat inni í stofu allan fyrri- hluta dagsins og reyndi að leika sér að dótinu sínu — en það var ekki gaman að því, og svo var mamma líka veik. Pa'bbi hafði farið með hana á spítalann og hafði sagt Stínu, að hún yrði að vera þæg á meðan og gegna henni Ellu frænku, sem ætlaði að sjá um heimilið. Ella frænka var góð og Stínu þótti vænt um hana en Ella hafði engan tíma til þess að skifta sér neitt að telpunni, því að hún hafði um svo márgt annað að hugsa. — Eg er ekki eins dugleg að elda mat eins og hún móðir þín er, sagði hún við Stínu. — og þessvegna er eg miklu lengur að öllu. Þú verður að reyna að skemta þér við* leikföngin þín þangað til eg er búin að ganga frá matnum, en svo skulum við fara eitthvað út á eftir, ef hann styttir upp. Og var þetta nú ekki gaman? Rétt á eftir stytti upp; fyrst kom snarpur gustur og síðan fór sólin að skína gegnum skýin. Stína leit út um gluggan og sá að stór regnbogi var kominn á bálsvart- an himininn. — Má eg fara út dáltila stund og leika mér- spurði Stína, og svo hjálpaði Ella frænka henni í kápuna og færði hann í upp- háu stígvélin, því að það var blautt um úti, eftir rigninguna. — Það var nú eiginlega ekki til að leika sér, sem Stína lang- aði út. En henni hafði dottið dá- lítið í hug, fannst henni. Þarna var regnboginn, stór og glæsi- legur, á himninum og Stína gat ómögulega séf| betur en að hann stæði í annan endann í skógin- um bak við húsið og hugsum okkur bara, ef fjársjóðurinn væri grafinn þar. — Eg má til að reyna að finna fjársjóðinn, hugsaði Stína með sér og þrammaði af stað upp aurblautan stíginn, upp að skóg- inum. En því miður var nú því líkast, eins og regnboginn skuli ekki sjást ennþá, erfiðara að sjá hann, en Stína þóttist alveg viss um, að hann hlyti að sjást greini lega undir eins og hún kæmi inn í skóginn. Þetta var svo snemma árs að skógurinn var ekki sprunginn út og orðinn grænn, því að áður en vorið byrjar er ekkert nema skóg urinn, sem hefir grænan lit — en samt hélt hún áfram, hvöt spori, inn á milli trjánna. Það lak ennþá úr þeim eftir rign- inguna. — Skelfing er það skrítið, að regnbogin skuli ekki sjást ennþá hugsaði Stína, raunamædd — hvar skyldi hann eiginlega vera? Mig langar svo að finna fjár- sjóð. — En nú hvarf sólin, himininn varð alskýjaður aftur, og loks fór að rigna. Og Stínu fór að verða órótt — hún vissi ekkert hvert hún var komin, henni var kalt og allt var vott í kringum hana, æ, bara að hún Ella frænka kæmi nú til hennar og fylgdi henni heim. — — — Stína! Hvar ertu Stína! heyrði hún kallað í sama bili, og hún heyrði ekki betur en að þetta væri rödd Ellu frænku. Og þegar hún leit við þá sá hún hana frænku, þar sem hún kom hlaupandi. GRAFARINN I WINNIPEG Eftir Benedikt Gröndal. Winnipeg, Man. Eg sat í stofu hjá séra Eylands einn sunnudagsmorgun, þegar stór og myndarlegur maður, vík- ingalegur mjög, gekk inn. Djúp- ir drættir í andliti hans gáfu tii kynna, að hann átti marga ára- tugi að baki sér, en augun, sem skinu undir þungum brúnum, spegluðu fjör og kraft ungs manns. Komumaður rétti mér hendina og sagði: “Nei, er þetta strákur- inn, sem er alltaf að skrifa!’ Eg kvað svo vera, og séra Ey- lands kynnti mig fyrir gestin- um. Það var Arinbjörn S. Bár- dal útfararstjóri. Eg hafði heyrt margt um Arin- björn, og átti eftir að heyra margt fleira um hann meðan eg dvaldist í Canada. Svo fór, að eg eyddi mestöllum helgideginum með útfarastjóranum og fékk hann til að segja mér margt frá fyrri árum sínum. Við Sargent Avenue, íslenzku götuna í Winnipeg, þekkja allir unga öldunginn Bárdal. Hann er altaf fullur af fjöri og galsa, rétt eins og hann hefði verið fermd- ur í gær, hvort sem hann er að spila púl við landana og fara með vísur eftir Káinn eða að fá — Heyrðu, blessað barn — sér kaffisopa á Wings kaffihús- hvernig datt hér í hug að fara að hlaupa inn í skóg? sagð: frænka, og var dálítið ergileg. — Þú hefðir vel getað týnst. — Eg ætlaði að sjá hvar regn- boginn stæði, sagði Stína litla, — Svo misti eg sjónir af honum — og svo fór að rigna. — Já, eg get því nú nærri. En mikil heppni að eg skyldi geta rakið sporin þín í aurnum, sagði frænka og hló. — Komdu nú heim undir eins, og þá skaltu sjá dálítið, sem þér þykir vænt um að sjá. Eg er hrædd um að þú hafir fengið fjársjóð, þó að þú finnir hann ekki sjálf hérna í skóginum. — Fjársjóð? Stína rak upp stór augu. — Er það poki, fullur a gulli, eins og hann Óli fann í sögunni, eða er það fjársjóður svona eins og hún mamma sagði að eg væri. — Bíddu með að spyrja, þang- að til að þú kemur heim, sagð. Ella frænka og brosti, — það er fjársjóður, sem okkur þykir öll- um vænt um. Flýttu þér nú — við skulum komast heim. Stína var nú meira en lítið for- vitin, sérstaklega þegar hún kom heim og heyrði þá að hún ætti að halda áfram með Ellu og aka í áætlunarbílnum beint á spítal- ann, og heimsækja mömmu sína. Og var þetta nú ekki skemti- legt — nú hætti alveg að rigna og svo kom nýr regnbogi — eða var það kannske sá sami og áð- an — en nú stefndu þær á hinn endann á honum. Stína sá greini- lega, að þessi endi var alveg við spítalann, sem hún mamma henn ar lá í. En þegar hún kom að spítalan- um var ekki annað að sjá en regn boginn væri horfinn. Sólin skein og Stína varð eitthvað svo hátíð- leg, þegar hún kom inn í hvít- máluð, hljóð göngin og svo loks- ins inn í stóra stofu. Þar lá mamma í rúminu en pabbi sat við rúmstokkinn og var svo glað- 'egur á svipinn. — Komdu hérna og heilsaðu honum litla bróður þínum, Stína mín, sagði mamma og brosti tii litlu stúlkunnar sinnar. Og nú sá Stína ofurlítið barn, sem lá í vöggu fyrir framan rúmið henn- ar mömmu. — Þetta er fjársjóður — fjár- sjóður eins og eg, sagði Stína frá sér numin. — Æ, mamma, það var þá satt að það var fjársjóður, þar sem regnboginn endar. — Það varðar mestu að finna þá, sagði Ella frænka, — það inu. Ef hann ekki getur fengið mola í kaffið, þá er hann vís með að sleppa út úr sér eftir- lætis skammaryrðum sínum, sem eru “Þorkell þunni!” og “Brauð og smér!” Þótt Arinbjörn sé fjörugur og gamansamur, gleymir hann ekki alvarlegri hliðum lífsins. Hann er manna hjálpsamastur og greiðviknastur og má ekkert aumt sjá. Hefur hann mörgum veitt aðstoð og margt gott gert þau 50 ár, sem hann hefir verið hér vestra. Á skrifstofu Bárdals hafði hann margt að sýna mér. Þar voru myndir af merkum íslend- ingum, kunningjum hans. Þar voru ýmsir minjagripir og merk- ar bækur. Þar er byssan, sem hann notar á fuglaveiðum og þar er ljósmyndavélin hans, áhuga- mál hans eru mörg og fjölbreytt. Eg settist í djúpan leðurstól, en hann sat við skrifborðið sitt, er eg tók að spyrja hann um ljðna tíð. Bárdal er fæddur að Svartár- koti í Bárðardal árið 1866. Þar og á ýmsum stöðum norðan- lands eyddi hann fyrstu 20 ár- um ævi sinnar við smala- mennsku og aðra sveitavinnu. Tvítugur að aldri hélt hann vestur um haf, og 1888 kom hann hingað vestur á sléttulöndin. Eg spurði hann hvað hann hefði aðallega haft fyrir stafni fyrstu árin vestra. “Allt milli himins og jarðar,” sagði hann. “Eg vann á járn- brautinni, sem verið var að leggja vestur af Winnipeg, eg var við skógarhögg, eg mokaði kol- um í Port Arthur, og var öku- maður hér í Winnipeg og eg vann flesta sveitavinnu.” “Erfiðir tímar, var það ekki?” spurði eg. “Jú, heldur,” sagði Arinbjörn, og dró annað augað í pung. Svo þélt hann áfram eftir augna- blik. “Eg man alltaf sérstaklega eft- ir einum atburði frá þeim tíma. Þá var eg á ranch hérna á prerí- unni. Eg var eini fslendingurinn þar, og þá lærði eg enskuna. Þegar eg kom, gat eg ekki talað orð. Þeir kölluðu mig alltaf Henry, af því að þeir nenntu ekki að læra nafnið mitt. Vetur- inn 1888 var mjög mikill frosta- vetur og er mér eitt fárviðri sér- staklega eftirminnilegt. f því veðri fórust margir menn hér um slóðir og í Norður Dakota. Eg var úti að flytja hey á tveim hestum, þegar hríðin skall á, og reyndist mér ómögulegt að kom- ast með þá til bæja. Varð eg að grafa mig í fönn og vera þar tæpan sólarhring. Þá loksins komst eg heim með klárana og var ókalinn sjálfur.” “Hvenær byrjaðir þú að vinna við útfarir?” spurði eg. • “Það var 1894, og síðan hef eg alltaf unnið við þær,” svaraði Bárdal. “Það var erfitt að kom- ast inn í starfið og læra það í fyrstu, en allt lagaðist með tím- anum, og í þau 50 ár, sem eg hef unnið við þetta, held eg að eg hafi grafið um 17.000 manns Fyrst í stað skröltum við þetta á hestvögnum, en 1918 fengum við fyrsta mótorvagninn okkar. Sá kom nú líka í tíma, því að það ár gekk inflúensufaraldurinn mikli, sem þið kallið spönsku veikina heima á íslandi. Þá höfð- um við allt að átta jarðarförum á dag, og við urðum að skamta prestunum tíma með hvern mann til að geta haft við. Það var sorg- legt tímabil og heilar fjölskyldur féllu í valinn.” Nú eru tímarnir breyttir og Bárdal á stórt útfaraheimili í vesturhluta Winnipeg borgar. Eg spurði hann um útfarasiði hér vestra, og eru þeir mjög ólíkir því, sem heima tíðkast. Hér er ninn látni þegar fluttur á sér- stök útfaraheimili, þar sem líkið er smurt og kistulagt. Síðan fer fram kveðjuathöfn í kapellu heimilisins, og eftir það er ekið í kirkjugarð, og jarðsett með smá athöfn. Hér er mjög lítið um að kveðjuathafnir manna séu haldnar á heimilum eða í kirkj- um, nema helzt þegar um Þjóð- verja eða íslendinga er að ræða, sagði Bárdal mér. Menn fara alltaf á milli í bifreiðum og sorgargöngur um götur borgar- innar eru ekki til, svo fólk er ekki daglega minnt á 'návist dauðans með blómum og pípu höttum, eins og sums staðar tíðk- ast. dugar ekki að þú farir út í skóg að leita að þeim, Stína mín. En það var gott að við skyldum finna þennan hérna. Fálkinn. Bárdal hefir frá mörgu sér- kennilegu að segja um starf si'tt “Útfarir eru auðvitað löngu orðnar daglegt brauð fyrir mig, sagði hann, “og við höfum reynt að gera þær sem viðfeldnastar fyrir þá, sem þurfa að vera við- staddir þær. Líksmurning er til þess að það verði þeim, sem eftir lifa, sem auðveldast að sjá hinn látna í hinzta sinn, og svo að líkið haldist sem bezt. Blóðið er tekið úr líkamanum og sérstök þurkunarefni látin í hann í stað- inn. Þegar smurningu er lokið, lítur hinn látni út eins og hann sofi, en tekið er fyrir rotnun um langan tíma. Kisturnar eru vel útbúnar og klæddar silkiklæð- um, svo að margur hverfur jörðina í betri rúmklæðum en hann nokkru sinni komst í lifanda lífi. Allt gerir þetta að- standendum léttara að taka því, og eg get sagt, að líkhræðsla er varla hjá okkur.” “Hefur þú aldrei verið lík- hræddur sjálfur?” spurði eg Bár- dal. “Jú, það verð eg að viður- kenna,” svaraði hann og brosti “Þegar eg var smá strákur var eg ákaflega líkhræddur, og er það hálf einkennilegur leikur örlaganna að þetta skyldi verða ævistarf mitt.” Eg samþykkti það, en varð að setja á mig fararsnið, því það var orðið áliðið dags. Áður en eg fór skoðaði eg þó nokkrar fjölskyldumyndir, þar á meða af einu af 12 börnum Bárdals Njáli syni hans, sem er í cana diska hernum og er stríðsfangi Japana í Hong-kong. Eg kvaddi grafarann með virktum og lagð af stað í samkvæmi með nokkr um öðrum löndum. Eg átti þó eftir að sjá vin minn Bárdal aftur þennan dag. Þegar eg kom heim rétt fyrir miðnætti, beið hann mín þar í bíl sínuNi og bað mig að stíga inn í hann. Eg gerði það og hann ók af stað. Eg spurði, hvað nú væri á seyði, en hann sagðist aðeins ætla að sýna mér dá- lítið. Eftir nokkra stund gat eg veitt upp úr honum hvað það var Þrír viðskiptavinir höfðu komið á útfaraheimilið síðan eg fór frá honum um daginn, og nú vildi hann endilega sýna mér, hvernig þeir byggju um þetta. Mér var satt að segja ekkert um að fara að skoða viðskipta- vini grafarans um miðja nótt, en það varð engu tauti við Arin- björn komið. Eg varð því að telja í mig kjark og bera mig mannalega. Tunglið óð í skýjunum, þeg- ar við stoppuðum fyrir utan út- faraheimili Bárdals. Hann gekk á undan inn, en eg trítlaði rétt fyrir aftan hann. Það var slökt kapellunni, en hann kveikti á draugalegum lampaljósum, og sjá! Þarna stóðu uppi þrjár kist- ur. Bárdal gekk að þeim og opn- aði þær allar, heldur hróðugur á svipinn. Eg leit á líkin, beit á jaxlinn, og bað hinn almáttuga hljóði að blessa sálir þeirra. mína og ekki sízt Bárdals. Er eg hafði séð nægju mína af viðskiptavinum útfararstjór- ans, ók hann mér heim og var jafn fjörugur og um miðjan dag. Áður en hann skildi við mig, gaf hann mér heilla ráð, að eg gæti lesið bænir mínar áður en eg færi að sofa, ef ske kynni að mér liði illa. Bárdal er ötull maður og starf- samur. Hann hefur unnið mikið. fyrir ýms félagssamtök, bæði ís- lenzk og canadísk. Sérstöku ást- fóstri hefur hann tekið við bind- indissamtökin, því að hann er stakur reglumaður. Hefur hann í meira en aldarfjórðung verið stórtemplar Manitoba og verið fulltrúi Canada á mörgum al- þjóða stórstúkuþingum. Hann hefur á ferðalögum sínum jafn- an reynt að koma við á Islandi, og verið þar fimm sinnum síðan hann fór vestur um háf árið 1888. Canada fyrir nokkru, er það komst svo að orði, að Bárdal væri þjóð sinni, sem hefði lagt til svo marga ágæta Canadamenn — til mikils sóma. Áður en eg fór frá Winnipeg sýndi Bárdal mér kirkjugarð borgarinnar, — um hábjartan dag þó. Hvíla þar margir ís- lendingar. Þegar við ókum aftur til borgarinnar, sagði Bárdal brosandi, að eg væri einn þeirra fáu, sem hann hefði farið með í kirkjugarðinn, sem kæmist það an aftur! Sem betur fer, varð mér hugsað. Alþýðublaðið. Með tvær hendur tómar fór Bárdal að heiman, en þær og óþreytandi elja dugðu honum eins og svo mörgum öðrum land- nemum í Vesturheimi. Það var vel sagt af blaði útfarastjóra í Frá Mountain, N.D. Stjórnarnefnd “Bárunnar” langar til að þakka öllum, sem studdu að því að gera laugardags samkomuna 2. des. skemtilega og fjölbreytta. Eins og auglýst hafði verið, var Dr. Beck aðalræðumaðurinn, hélt hann tilheyrendum sínum vel vakandi með hinni æfintýra- ríku för sinni til íslands síðastl. sumar. Kryddaði hann ferðalýs- ingar sínar með kýmni blandinni fyndni, og ein var sú, að þegar það fréttist að hann ætlaði til íslands flugleiðina, hefði sumum fundist það óþarfi því Richard Beck væri alveg nóg upp í^loft- inu. Rev. H. Sigmar flutti einnig snjalt erindi. Mrs. H. Sigmar söng 2 sóló lög eftir S. Kaldalóns með aðstoð Mrs. Björnson. G. J. Jónasson skemti gestum með því að kveða nokkrar gamanvísur, undir tveimur mismunandi brag arháttum. G. J. hefur mikla rödd og er auðheyrt að hann hefur iðkað þessa íþrótt áður. H. J. Hjaltalín stýrði samkom- unni — og voru sungnir þjóð- söngvar beggja landanna í sam- komulok. Þar á eftir voru auð- vitað ágætar veitingar handa öllum. Rev. H. Sigmar vill láta þess getið að'eftir ósk hans og beiðni, prédikaði Dr. Beck í 3 kirkjum í prestakallinu, næsta dag eða 3. des. í Vídalíns kirkju, þar sem hann talaði á ensku, en á Moun- tain og Garðar á íslenzku, og all- ir þeir, sem hafa heyrt Dr. Beck vita að honum lætur vel að flytja ræður. Fyrir hönd nefndarinnar. A. M. A. ROYAL BANK Peninga Ávísanir Einfalt að kaupa — Auðvelt að nota Örugg aðferð til þess að senda peninga með pósti. Örugg og viss aðferð til þess að senda peninga með pósti hvert sem er í Canada, Bandaríkjunum og Bretlandi, er að nota Royal Bank peninga ávísanir. Hægt er að kaupa þær við viðskiftaborðið í sér- hverju útibúi þessa banka. Royal Bank peningaávisanir eru fáanlegar fyrir hvaða upphæð sem er upp að $100 og hægt er að innleysa þær hvar sem er í Canada, Bandaríkjunum og Bretlandi endurgjaldslaust. Það er einfalt að nota þær. Látið bara peningaávísunina í umslag og séndið eins og venjulegt bréf. Þér megið vera viss um að peningar yðar komast til þeirrar persónu, sem þeir eru ætlaðir. Til þess að senda stærri upp- hæðir en $100 notið banka-víxla, fáanlega í öllum útibúum Royal Bank of Canada. THE ROYALBANK OF CANADA

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.