Lögberg - 18.01.1945, Síða 4

Lögberg - 18.01.1945, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. JANÚAR, 1945 ---------^.ögberg----------------------- Gefið út hvern fimtudag: af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED Ö95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LíiGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg. Man Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Tjögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Hið mikla markmið Hugsjónir, eldlegar, hreinar og háar hugsjón- ir, verða þess einar umkomnar, að leiða mann- kynið út úr ógöngum yfirstandandi tíðar; þess vegna er það hvorki meira né minna en lífs- skilyrði, að missa aldrei sjónar á því mikla markmiði, sem stefna ber að. Markmiðið, sém sameinuðu þjóðirnar í nú- verandi veraldarstyrjöld stefna að, er §vo um- fangsmikið, og svo göfugt, að það varðar allar þjóðir heims, og lýtur jafnt að endurfrelsun þeirra allra, hvort heldur sem er úr ránsklóm eigin böðla, eða frá stigamennsku utanaðkom- andi skaðsemdarafla; að mannkynið sé nú óð- fluga að nálgast þetta glæsta markmið, verður ekki um deilt, þrátt fyrir hin og þessi óhjá- kvæmilegu mistök; mistök, er svo hafa vaxið þeim mönnum í augum, er gera vilja úlfalda úr mýflugunni, að þeir standa blindaðir gagn- vart þeim óútmálanlegu mannúðar- og menn- ingarlegum stórsigrum, sem unnir hafa verið undangengin baráttuár. Áhrif rússnesku ráðstjórnarríkjanna á fram- vindu stríðsins, hafa verið slík, að aðdáun hefir hvarvetna vakið; þó er það síður en svo, að Rússar hafi farið varhluta af ásökunum, sem komið hafa úr hörðustu átt; nú eru þeir víða þunglega áfeldir fyrir það, að hafa formlega tekið Lublin nefndina á Póllandi fram yfir útlegðarstjórnina í London, og veitt henni við- urkenningu sem ábyrgum samningsaðilja .um velfarnað pólsku þjóðarinnar. Hver hafði rétt til þess, að segja Rússum fyrir verkum varðandi þetta mál? Mr. Churchill hefir sætt óvægilegum, og að minsta kosti í sumum tilfellum óviturlegum dómum, vegna afskipta sinna af grísku mál- unum, sem og fyrir íhlutun sína varðandi stjórn- arfarið á Italíu. Hann er enn ábyrgur forustu- maður brezku þjóðarinnar, og á sínum tíma verður það hún ein, sem við almennar þing- kosningar kveður upp dóm sinn. Þá á nýja stjórnin á Frakklandi heldur ekki sjö dagana sæla fyrir önnur eins firn og þau, að gera viðskipta- og varnarsamband við rússneska kommúnistastjórn, án þess að Dumbarton Oaks sáttmálinn kæmi þar að nokkru leyti til greina. Var þetta ekki sérmál Frakka? Eða gat nokkur heil brú verið í því, að meina þjóð, sem var flakandi í sárum, að leita sér trausts og halds, þar sem henni bauð svo við að horfa? Oss er sagt, að vér höfum tapað stríðinu áður en vér höfum unnið það. Naumast geta slíkar staðhæfingar styrkt bandaþjóðir vorar, né held- ur orðið hinum vösku hermönnum vorum tii hughreystingar á tímum hinnar þyngstu reynslu. Heimsstríðið er nú komið nokkuð á sjötta ár- ið, og sé einíhverjum það enn eigi að fullu ljóst um hvað sé af vorri hálfu í raun og veru barist, má niðurjöfnun ekki dragast á lang- inn. Bretland sagði Hitler stríð á hendur vegna Póllands; allar sameinuðu þjóðirnar fóru í stríð til þess að verja frelsi sitt og verjast hatrömm- um yfirgangi djöfulóðra árásarþjóða, er það höfðu að stefnuskrá að leggja undir sig allan heim og stinga mannfrelsinu svefnþorn; her- mönnum vorum var aldrei fyrirskipað, er þeir voru kallaðir til herþjónustu af skólanum, úr verksmiðjunni eða af bændabýlinu, að hlutverk þeirra væri það, að annast um, að ekki yrði hróflað við gömlum landamerkjalínum, hvort heldur slíkt næði til Evrópu eða Asíu, eða þá að þeir ætti að draga nýjar og skynsamlegri landamæralínur; vér fórum í stríð. vegna þess að ráðist var á alt það, sem oss var heilagast á þessari jörð, með það fyrir augum, að reyna að vernda af mannlegum verðmætum eins mik- inn hluta og framast mætti auðið verða. Það væri ósvífni, að halda því fram, að það út af fyrir sig, að vinna stríðið; án tillits til þess hvað við tekur á eftir, sé í rauninni ekki mikils virði; með því höfum vér þó að minsta kosti verndað stjórnarfarslegt og samfélagslegt sjálfstæði vort í réttu hlutfalli við kostnað eða fórnir; vér höfum haldið sjálfsvirðingu vorri, og jafnframt rétt vinum vorum nokkra hjálp- arhönd; vér höfum stutt að því, að endur- byggja upp heim, þar sem lýðræði og mann- réttindi geti þróast og dregið andann; vér höf- um rutt úr vegi þeim ógnaröflum, er það höfðu að markmiði, að tortíma með öllu andlegum og siðferðilegum verðmætum hinnar vestrænu menningar; að alt sé í grænum sjó, þrátt fyrir áminst afreksverk, nær vitaskuld ekki nokkurri átt; það er síður en svo, að forusta mannfélags- málanna sé komin á vonarvöl, meðan Bretland, Bandaríkin, Rússland, Canada, Ástralía og New Zealand, verja frelsi sitt, og koma út úr hildarleiknum með hreinan skjöld; enn lýsir frá vitum lýðfrjálsra hugsjóna í Frakklandi, Hollandi og á Norðurlöndum, þar sem lýð- frjálst stjórnarfar hafði náð hámarki; lýðveldi Suður-Ameríku hafa verið vernduð frá óvina- árás, auk þess sem endurfætt Kínaveldi eftir eldskírnina haslar fjögur hundruð miljónum manna og kvenna völl meðal lýðfrjálsra menn- ingarþjóða; við þetta bætist svo það, að upp af rústum hruninna halla kemur á vettvang nýtt þjóðabandalag, sem Bandaríki Norður Ameríku verða þátttakandi í, og betur verður um hnúta búið, en raun varð á að lokinni fyrri heims- styrjöldinni. Með þessu, sem nú hefir sagt verið, er engin minsta.tilraun gerð til þess að draga fjöður yfir það, að skoðanamunur milli stórveldanna eígi sér stað í einstökum atriðum; enda væri það furðulegt ef svo væri ekki; en um hið sam- eiginlega og mikla markmið þeirra, verður á- greinings ekki vart. , Vér skuldum það hermönnum vorum, sem nú fórna lífi fyrir frelsi vort, og frelsi komandi kynslóða, að vér, þegar þar að kemur, gerum alt, sem í valdi voru stendur til að semja vitur- legan og réttlátan frið; vér skuldum þeim það, að hopa eigi af hólmi þar sem djarfmannlegs viðnáms er þörf; vér skuldum þeim það, að koma ógrímuklæddir út úr fílabeinsturni sér- þótta og ímyndaðra yfirburða, þegar sýnt er, að samúðar og gagnkvæmrar samvinnu er þörf; hin óleystu verkefni krefjast umburðarlyndis, staðfestu og þreks; en umfram alt, krefjast þau bjargfastrar trúar; trúar, sem flutt getur fjöll. Með slíka trú í hjarta, er ástæðulaust, að láta sér þau orð um munn fara, að mál- staðurinn, sem vér berjumst fyrir sé að tapa eða jafnvel búinn að tapa. Vér erum jafnt og þétt að færast nær hinu mikla markmiði; mark- miði ævarandi mannfrelsis, öldum og óborn- um til handa, þar sem griðrofum og lífslýgi verður sökt á fertugt dýpi. Það verður enn sem fyr, traustið, en ekki vantraustið, sem leiðir mannkynið út úr eyði- mörkinni, og hefur það upp í æðra veldi. Nokkr- ir kaflar í grein þessari, eru að efni til endur- sagðir úr stórblaðinu New York Times. ! . i ý : ; ■ ; !v ■■ „T. Eftirminnilegur tónliátar- atburður Miss Agnes Sigurdson efndi til píanóhljóm- leika í Winnipeg Auditorium á miðvikudags- kvöldið þann 10. þ. m., við prýðilega aðsókn og vaxandi orðstír; hún réðist ekki á garðinn þar, sem hann var lægstur, varðandi val viðfangs- efna sinna, því á hljómleikaskránni stóðu stór- virki, svo sem Fantasie in C tylinor eftir Mozart, og Carnival, Opus 9 eftir Schumann; þar að auki voru þrjú tónverk eftir Chopin, tvö eftir Ravel og eitt eftir Albeniz. Áminst viðfangs- efni voru næsta fjarskyld; einhæfni í tjáningu, hefði af skiljanlegum ástæðum, gert sum þeirra næsta torkennileg; en hér var engu slíku til að dreifa, Miss Sigurdsón var ávalt og alls stað- ar heima hjá sér, og gerði hlutverkum sínum öllum tiltölulega jöfn skil, hvort heldur hún túlkaði brimrótið í lagi Ravels, eða tónklökkva Ghopins. Það verður engrar meðalmennsku vart í píanóleik Agnesar; þar skiptast á arnsúgux og tármjúkt tónaregn, sem þeir einir eiga yfir að ráða, sem sótt hafa eldinn með Prómiþeivi. Miss Sigurdson er á hröðu framfaraskeiði í list sinni; hún vakti hrifningu með hljómleikum sínum í fyrra; hún vakti margfalt meiri hrifn- ingu í þetta sinn, og var drjúgum fastari í rás; tækni hennar er orðin geysileg, og melodíu- túlkan hennar líkist fögrum upplestri, eða skír- um söng; og er þá vel túlkað, ef þannig tekst til; í meðferð mjúkra tóna, hefir Agnes náð sér svo niðri, að aðdáun vekur; í síðasta auka- laginu af mörgum, sem hún varð að leika, kom þetta hvað greinilegast í Ijós, og yljaði vafa- laust mörgum í hópi hennar hrifnu hlustenda eftirminnilega um hjarta. Blaðið Winnipeg Free Press, sem fór einkar lofsamlegum orðum um áminsta hljómleika Miss Agnesar Sigurdson, lét meðal annars þannig um mælt: “Hljómleikari, eða listamaður annar tegund- ar, karl eða kona, þarf, eigi honum eða henni, að skila áfram, að búa yfir, auk glæsilegrar tækni, djúpum skilningi, sál, sem umlykur jafnvel hin flóknustu meistaraverk; yfir þessu hvorutveggja býr Agnes Sigurdson í ríkum mæli.” Þessi mynd er af hinni nýju Tempest hernaðarflugvél. Fögur og athyglis- verð íslenzk sönglög Eftir prófessor Richard Beck Enginn fær dvalist um tíma heima á íslandi og kynnt sér að nokkru ráði nútíðar menningar- líf þjóðarinnar, svo að hann gefi því eigi gaum, hve tónlist henn- ar hefir orðið fjölbreyttari og þjóðlegri og sérstaæðari á síðari árum. Eiga þar fyrst og fremst hlut að máli hin eldri og þjóð- kunnu tónskáld, lífs og liðin, sem brautina ruddu, þó eigi verði þau talin hér, þar sem þessum grein- arstúf er annað hlutverk ætlað en að rekja íslenzka tónlistar- sögu síðari tíma. Einnig koma þar til greina hin yngri tón- skáld, sem fylgt hafa hinum eldri í spor með tónlagasmíðum af ýmsu tagi, og með þeim hætti aukið fjölbreytni og svipbrigði íslenzkrar tónmenntar, en á því sviði ættþjóðar vorrar er um mikinn gróður að ræða. í hópi hinna yngri íslenzku tónskálda, sem þegar hafa lagt nokkurn skerf til tónmenntar þjóðarinnar með sönglögum sín- um, er Sigurður Þórðarson, söngstjóri Karlakórs Reykjavík- ur um undanfarinn áratug, og kunnur fyrir utanfarir kórsins til Norðurlanda 1935 og til Dan- merkur, Þýzkalands, Austurríkis og Tékkóslóvakíu 1937; urðu báðar þessar söngfarir söngstjór- anum og kórnum til mikillar sæmdar og um leið landi og þjóð í heild sinni. En Sigurður hefir einnig vakið eftirtekt á sér með sönglögum þeim, sem út hafa komið eftir hann, en þau eru eigi allfá, bæði lög fyrir píanó og karlakórslög. Nýlega kom út eftir hann nýtt sönglagahefti, Fimm einsöngslög, prentuð í New York, og hefir útgefandinn, Gunnar R. Pauls- son, sýnt mér þá vinsemd að senda mér eintak af því. Þó að eg kunni ekki um lög þessi að dæma frá sjónarmiði hins söng- fróða manns, þykir mér þau mjög falleg og vek því fúslega athygli söngelskra landa minna á þeim. Lögin eru einnig öl'l við mjög fögur kvæði eftir íslenzk skáld, en textarnir eru þessir: “Sjá, dagar koma”, eftir Davíð Stefáns son, “Sáuð þið hana systur mína”, eftir Jónas Hallgrímsson, “Mamma” og “Harmljóð”, eftir Stefán frá Hvítadal og “Vöggu- vísa”, eftir Valdimar V. Snæ- varr, hið góðkunna sálmaskáld. Textunum fylgja einnig enskar þýðingar af þeim, fjórar eftir Arthur Gook, trúboða á Akur- eyri, en hin fimmta (“Vöggu- vísa”) eftir Steingrím Arason kennara. Lesendunum til fróð- leiks skal hér tekið upp hið gull- fagra erindi úr kvæði Davíðs, þó alkunnugt sé, og þýðing Arthur Gooks á því: “Sjá, dagar koma, ár og aldir líða, og enginn stöðvar tímans þunga nið. í djúpi andans duldir kraftar bíða. Hin dýpsta speki boðar líf og frið. I þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga, mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk. í hennar kirkju helgar stjörnur loga og hennar líf er eilíft krafta- verk.” “The days pass on, with rhythm unabating, For none can bid Time’s heavy hearLbeat cease. Within the spirit h'idden powers are waiting, The deepest wisdom heralds life and peace. Neath the Aurora sky a valiant nation A thousand years has waged her bitter strife, Her star of faith an endless inspiration, An ever-lasting miracle her life.” Sönghefti þetta er einkar smekklegt og vandað að öllum frágangi, eigi síður en athyglis- vert að innihaldi. Á útgefandi þess því þakkir skilið fyrir að koma þessum sönglögum á fram- færi í prentuðu formi og bún- ingi jafn nothæfum íslenzkum sem enskumælandi söngvinum. Heftið er ti'l sölu í bókabúð Davíðs Björnssonar í Winnipeg og kostar $1.50. Gullbrúðkaup Þó ævinlega hafi verið opið hús og gestkvæmt hjá Mr. og Mrs. B. Sturlaugson, verður 23. des. síðastliðinn minnistæðastur; þann dag tóku nokkrar af vin- konum þeirra ráðin af húsráð- endum, komu þær með nesti og þrílita brúðarköku, fagurlega skreytta. Höfðu þær áður tilkynnt vin- um sínum og nágrönnum hvað ti! stæði, að Bjarni og Guðrún Sturlaugson, ættu gullbrúðkaup þennan dag, og buðu alla vel- komna, að koma og heilsa upp á brúðhjónin. Um 100 manns heimsóttu þau um daginn, en forstöðukonurn- ar sáu um rausnarlegar veiting- ar handa öllum sem að garði báru. Bjarni Sturlaugson og Guð- rún voru gefin saman í hjóna- band af séra J. A. Sigurðson sáluga, á heimili hans að Akra, N.-D. 23. des. árið 1894, og það jók ekki lítið á ánægju hinna öldnu brúðhjóna þennan 23. des. 50 árum seinna, að sonur séra J. A. Sigurdsonar, séra Theodore Sigurdson var viðstadd ur og lét syngja við þetta tæki- færi sama giftingar sálminn og faðir hans lét syngja við gift- inguna. Hann talaði nokkur vel valin og viðeigandi orð til heið- urshjónanna, sagðist h onum vel að vanda. Sérstaklega minntist hann á umhyggju þá og alúð, sem Mrs. Sturlaugson sýndi og hefði sýnt manni sínum í raunum hans, hann er búinn að vera blindur í tíu ár, og haíi haft fótavist mik- ið af þeim tíma. Mrs. Ástbjörg Jorannson tal- aði til Mrs. Sturlaugson fyrir hönd The Immanuel Lutheran Missionary Society, sem Mrs. Sturlaugson hefir verið meðlim- ur í frá byrjun, og afhenti henni fagran blómvönd frá félagskon- um. Ótal heillaóska skeyti bárust brúðhjónunum frá frændum og vinum úr fjarlægð. Auk peningasjóðs var heiðurs- hjónunum gefinn talsími í hús- ið. Þegar leið að kvöldi fór hver heim til sín, léttari í spori af því að hafa hjálpað til að gleðja hin öldruðu hjón, og skilið eftir minninguna hjá þeim um eina af mestu ánægjustundum lífsins. Þakkarávarp. Til allra vina, og frænda, fjæ~ og nær, sem á einhvern hátt tóku þátt í því að heiðra okkur og gleðja, með því að minnast gull- brúðkaupsdags okkar, þann 23. des. 1944, svo og gjafirnar allar, sendum við með þessum línum okkar innilegasta hjartans þakk- læti. Mr. og Mrs. Bjarni Sturlaugson. íslenzkir bananar koma á markaðinn 1 gær voru í fyrsta sinni hér á landi til sölu bananar, sem ræktaðir eru á íslandi. Vora þeir til sölu í Matardeild Slátur- félags Suðurlands í Hafnarstræti og seldust þær birgðir, sem til voru upp á örskömmum tíma. Bananarnir eru frá gróðrar- stöð H.f. “Skrúður”, sem er skamt frá Kleppjárnsreykjum. Mun bananaframleiðsla í þess- ari stöð verða alls 2600 stykki á þessu hausti. “Skrúður” hefir látið setja upp mikil gróðurhús við Kleppjárns- reyki. Bananatré þurfa mikið- rými, t. d. þarf að vera um 6 metrar upp undir lo'ft í gróður- húsum þar sem bananar eru ræktaðir og blöð bananatrjánna eru mjög stór og rúmfrek. Að mestu leyti er ræktun “Skrúðs” enn á tilraunastigi, en félagið hygst að koma upp mikl- um gróðurhúsum í framtíðinni. Eins og vænta mátti, eru þessi íslenzku bananar nokkuð dýrir, kosta um 4.00 kr. stykkið. Mbl. 19. nóv. “Ágiskunar leikir” borga sig ekki —reynið því ekki að “gizka á stærðir”, er þér pantið eft- ir EATON verðskrá. MÆLIÐ og verið VISSIR Ein eða tvær mínútur nægja — og hugsið yður vandkvæði og drátt, sem endurpöntun er samfara! - Þetta er afar AUÐVELT! Athugið gula efnisyfirlitið í verðskrá yðar — þar sem skýringarmyndir og upp- drættir, sem gera það bæði fljótt og auðvelt að takn mál. MÆLIÐ ávalt— Það borgar sig ALTAF! 'T. EATON Ct— EATON'S _ 1_ » _

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.