Lögberg - 18.01.1945, Blaðsíða 6
6
Dulin fortíð
Miss Hope gætti þess vel að minnast aldrei
með einu orði á það sem skeði, við systur sína.
Hún mintist aldrei á Rivermead né Dr. West.
Það var alveg eins og bærinn og læknirinn væru
sokkin í djúp gleymskunnar.
Þegar þær komu heim, var þeim fagnað með
alúð og innilegleik; en það vakti hina mestu
undrun meðal vina þeirra, þegar Miss Hope
Charteris sagði að hún ætlaði að selja hús-
eign sína, og flytja burt frá London. Hún hafði
í huga að komast burt frá öllum sem þekktu
þær systur, skifta um bústað, setjast þar að
sem engin gæti fundið hana. Þegar hún hugsaði
um fyrri daga systur sinnar, var henni alveg
ómögulegt að finna út hver það mundi vera,
sem hún hefði komist í kynni við. Hún var
aðeins viss um eitt — hver helst sem það var,
sem elskaði hana, hvort það var heldur kær-
asti, eða eiginmaður, þá hlyti hann að vera í
London, því Florence hafði aldrei farið neitt í
burtu, fyr en hún fór í heimsóknina norður í
landið. Eftir því sem hún hugsaði meira um
þetta, myntist hún þess, að Florence hafði svo
mikla hneigð til að ganga út, sér til skemtunar,
einsömul; hún fór snemma á fætur á morgn-
ana, til að ganga í lystigarðinum, eða eftir fá-
förnum strætum og henni datt ekki í hug að
það væri neitt við það að athuga, henni þótti
bara vænt um að Florence naut sem best hins
hreina og svala morgunlofts.
Hver helst sem þessi maður var — elskhugi
eða eiginmaður, vinur eða óvinur — þá hlaut
hann að vera í London.
Það getur skeð að þau finnist ekki, áður hún
kemst að hver hann er. Eini vegurinn, hélt
Miss Hope, meðan þær <væru í London, að hafa
nánar gætur á Florence, og reyna að komast
burt með hana, eins fljótt og hægt væri, burt
úr þeirri stóru borg.
Florence varð þess vör að hún var alla tíð
undir strangri gæzlu, en hún lét ekki á því
bera að hún vissi um það.
Þegar Hope sagði Florence, að hún hefði seL
húsið, og hefði í hyggju að þær skyldu fara í
ferðalag og sjá sig dálítið um, og líta eftir
fögrum verustað fyrir framtíðina.
Florence svaraði því engu. Það var sem hún
hefði ekki hugann á neinu, léti sig ekki neitt
varða. Allt gekk eins og Hope hafði ætlað,
hún seldi húsið, lagði peningana inn í spari-
banka, ferðaðist frá einum baðstað til annars,
og veitti því nána eftirtekt að systir hennar
var smátt og smátt að ná fegurð sinni og styrk-
leik, þá hugsaði hún með sjálfri sér: (
“Nú erum við úr allri hættu, og getum verið
rólegar. Mrs. Leybourne, komin til Ameríku,
læknirinn hefur lofað við drengskap sinn að
þegja, og þó hann vildi endurnýja vináttu sína
við okkur, finnur hann okkur ekki í okkar
gamla húsi, og rveit ekkert hvar við erum. Nú
get eg, hamingjunni sé lof, hvílt mig, nú þurf-
um við ekkert að óttast!”
Það liðu nokkrar vikur, og Dr. West myntist
að hann hafði lofað að.sjá til með þessu litla
barni, sem var komið í heiminn undir svona
sérstökum kringumstæðum. Hann barði að dyr-
um á húsi Mrs. Elester, en það kom engin til
dyra; hann ætlaði að ganga inn en hversu
undrandi varð hann er hann fann að húsið
var lokað. Hann spurði nágrannana eftir Mrs
Elister, og fékk einungis það að vita að hún
væri farin þaðan, en enginn vissi hvert.
“Hve langt er síðan hún fór?” spurði hann.
“Rúmar þrjár vikur,” var honum sagt.
“Hvert fór hún?”
Það vissi enginn. Hún hafði ekki kvatt neinn
af vinum sínum og kunningjum. Einn daginn
seldi hún allt sem hún átti, húsið og hús-
muni, borgaði skuldir sínar, og hvarf.
Hann spurði eftir, hvort nokkuð ókunnugt
fólk hefði komið til hennar.
Nei, enginn sem það vissi um, svo það var
árangurslaust að spyrja frekar út í það.
“Þessu hefir Miss Hope komið til leiðar,”
hugsaði Dr. West með sjálfum sér, hann skrif-
aði strax til hennar til London, en hann fékk
bréfið til baka, með þeirri skýringu að Miss
Hope væri farin þaðan.
Það var eins og þetta væri allt horfið sjón
um hans, og hann nærri því spurði sig sjálf-
an hvort þetta hefði ekki verið, aðeins draum-
ur.
Miss Charteris, var hin ánægðasta yfir ráðs-
lagi sínu, og lifði róleg í þeirri öruggu trú, að
nú hefði hún ekkert framar að óttast, viðvíkj-
andi leyndarmáli systur sinnar.
Mánuðir og ár liðu, og allt gekk að óskum.
7. KAFLI.
Domers fjölskyldan, sem kynslóð eftir kyn-
slóð hafði búið á hinum stórkostlega herra-
garði, Avon-Wold, gat hrósað sér af lengri og
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. JANÚAR, 1945
■ ■■■■ ■ ' ......................—
göfugri ættartölu, frá gamalli tíð, af sögu-
legum nöfnum, frægum mönnum, afburða fríð-
um konum, takmarkalausum auðæfum, aðdáun
voldugra og vinsælla — allt sem heimurinn
gat veitt af ljóma og dýrð, virtist hafa með-
limi þessarar ættar hærra í áliti, en flesta
aðra.
í fyrsta lagi, voru karlmennirnir af Domer
fjölskyldunni á Avon-wold herragarðinum, orð-
lagðir fyrir prúðmensku, og hollustu við Guð
og konunginn. t>eir hötuðu alla óeinlægni, og
allt sem var óvirðulegt til orðs og æðis. Heiður
og heiðarlegheit var það markmið sem þeir
ávalt höfðu fyrir augum, sem gerði þá hina
trúustu vini, vina sinna, en einnig, hina heið-
arlegustu andstæðinga. Þeirra talsmáti var
þannig, að eitt orð frá Gomers ættinni, var
eins mikið að reiða sig á eins og svarin eið
annara.
Það var eitt, fremur öllu öðru, sem ættin
gat með fullum rétti hrósað sér af — í þeirra
löngu ættartölu var ekki hægt að benda á einn
einasta mann, sem ekki hafði verið trúr kon-
ungi sínum og föðurlandi, og enga óskýrlífa
konu. Það var orðið að orðtaki: “Eins áreiðan-
legur og trúr og Domas”.
Þeir gátu lesið í sínum eigin ættarannálum,
um vaska menn, sem höfðu gefið líf sitt fyrir
konung sinn og föðurland; þeir gátu lesið um
afburðakonur, sem voru nafnkendar fyrir sína
aðalslund og verk, fyrir fegurð, og trúlyndi,
um takmarkaiausa fórnfærslu í þarfir lands og
þjóðar á styrjaldar og neyðartímum.
Fjölskyldunafnið Domer, var álitið sem göfug
ást meðal allra fjölskyldunafna á Englandi, og
þó höfðu meðlimir þessarar voldugu ættar
einnig sína galla. Þeir voru stoltir, yfirlætis-
samir og litu niður á aðra — sérstaklega litu
þeir með fyrirlitningu á alla veiklun. Herra-
maður af Domer fjölskyldunni gat miklu frem-
ur fyrirgefið dauðlega móðgun, en lýgi eða
svik. Að vera óærlegur, óheiðarlegur gagnvart
einhverjum “Domer”, var það sama sem að
gerast óvinur hans alla ævi, það var synd sem
ekki gat verið fyrirgefin.
Það var miki hjátrú meðal fjöilskyldunnar á
forfeðrum sínum og óðalinu, og margar sögur
sem geymdust, kynslóð eftir kynslóð í ættinni.
Hver hinna háu og tignarlegu turna bygging-
arinnar, hvert skot, hver hinna löngu og
skuggalegu vindustiga í byggingunni, hvert tré,
hver krókur — hafði allt sína reimleika, sín
ævintýri, sínar sérstöku sagnir frá liðinni tíð.
Fjölskyildan hafði sterka trú á fyrirburðum,
og alslags táknum. Að vestanverðu við höllina
var upphækkað rið, meðfram útbyggingu úr
höllinni; rið þetta var steinlagt og sterk stein-
girðing meðfram því. Öll fjölskyldan trúði því
efunarilaust, að ef í þuru veðri að heyrðist
þungir regndropar falla á steinriðið, að þá
boðaði það, að eitt eða annað mótlæti mundi
bráðlega yfirfalla Domer fjölskylduna. Þetta
var óbifanleg sannfæring þeirra.
Herragarðurinn Avon-World, gekk kynslóð eft
ir kynslóð í arf frá föður til sonar; allir karl-
menn af fjölskyldunni Domer, giftu sig ungir;
æfinlega hinum fegurstu og bestu stúlkum,
annara aðalsætta, ekki svo mjög fyrir auð; það
var aðeins sem góð uppbót. Aðal augnamiðið
var, að konan væri af góðri ætt, og hefði gott
og óflekkað mannorð. Engin þeirra gifti sig
stáss rós né daðurdrós; nei, konur þeirra áttu
að vera valdar til að vera mæður, göfugra
hreystimenna.
Karl, lávarður Domer, núverandi herra Avon-
wold, var að því leyti undantekning frá for-
feðrum sínum, að hann hafði ekki gift sig
ungur, hann var 34 ára gamall, og rétt ný-
kominn úr brúðkaupsferðalagi sínu.
Lord Domer átti gifta systir — greifafrú af
Oakleigh, fríða og igáfaða konu. Tveir yngri
bræður hans voru dánir; frændi hans, Andrey
Domer, sem vonaðist til, að hann mundi erfa
tignina og herragarðinn, ef lávarðurinn, frændi
hans, lifði ógiftur og dæi barnlaus. Hann var
giftur hinni mestu óstillingar skessu og vargi.
Mrs. Domer var með manni sínum í heimsókn
á Avon-Wold; hún var aldeilis ekki það nett-
kvendi sem samsvaraði herragarðinum, en hún
var gáfuð og vel mentuð og mikillát, en hafði
takmarkalausa aðdáun á manninum sínum.
Hún hafði á allan mögulegan hátt, reynt að
telja, bæði sér og öðrum trú um, að Domer
lávarður, mundi aldrei giftast, og að maður-
inn hennar ætti að erfa herragarðinn eftir
hann. Allir menn í fjölskyldunni höfðu gifst
áður en þeir voru 25 ára, og þess vegna ályktaði
hún, að ef hann á annað borð hefði ætlað að
gifta sig, svo hefði hann gjört það á sama aldri
sem aðrir af fjölskyldunni. Von hennar styrkt-
ist eftir því sem árin liðu. Það urðu því hræði-
leg vonbrigði fyrir henni, þegar Karl, 34 ára
gamall, obinberaði giftingu sína með ungri
og óvanalega fríðri stúlfeu.
“Hver hefði getað ímyndað sér, að maður sem
Karl, skyldi falla svona fyrir kvennlegum fríð-
leik, eins og margir aðrir herrar af familíunni
hafa gert, sagði Mrs. Domer í vonsku. (Mað-
urinn hennar kallaði hana ísabel).
“Eg er bara viss um það fyrirfram, að eg hef
viðbjóð á þessari konu hans.”
Maðurinn hennar hló að því sem hún sagði,
og sagði að hún væri sérlega hneigð til að
finna sér eitthvað til að hata; sem hún svaraði
því, að hún skyldi reyna að gera sitt besta.
Það var á blíðum miðsumardegi, að flögg og
fánar blöktuðu yfir öllum turnum hinnar stór-
kostlegu hallar Avon-Wold.
Það var von á lávarðinum og konunni hans
heim.
Hvérsu yndælt veðrið var þetta kvöld! Það
var eins og allt í náttúrunni hefði tekið saman
höndum, um að gera móttökuna sem ánægju-
legasta. Himininn var óumræðilega fagur. Sól-
in sendi svo milda og þægilega geisla milli
trjánna; litlu stöðuvötnin, sem voru á landar-
eigninni, með sínar nýútsprungnu vatnsliljur,
voru skínandi sem spegill í kvöldsólinni, og
þúsundir fagurra blóma fyltu loftið með sínum
sæta ilm.
Herragarðurinn Avon-Wold, var einhver sá
fegursti á öllu Englandi. Byggingin var sér-
staklega stórfengleg og gömul, en það vantaði
ekkert á það skraut, sem nútíðin hefur í för
með sér.
Fólk kom frá fjarlægum stöðum til að sjá
þetta mikla herramannssetur, sem í gamla daga
hafði verið byiggt fyrir stórkostlega peninga, í
gömlum skrautlegum byggingarstíl.
Þetta var heimilið, skreytt og fágað, sem
Domer lávarður af Avon-Mold, kom heim til,
með sína ungu brúði. Það var auðséð á öllu, að
lávarðurinn hafði kostað feikna fé til að láta
prýða og fegra herragarðinn á sem listræn-
astan hátt, fyrir heimkomuna, en svo sagði
orðrómurinn að það væri ekkert of gott fyrir
Mrs. Domer því hún væri svo elskuleg, að hún
ætti engan sinn líka.
Á litlum skrautblómareit fyrir framan höll-
ina stóð ofurlítill hópur, til að taka á móti
herra hússins og hans ungu brúði. Það var
Andrey Domer, kona hans ísabel og gömul
hefðarfrú, Lafði St. Julian, fjarskyld fjölskyld-
unni, og presturinn French. Þetta fólk var
þarna samkvæmt því sem lávarðurinn hafði
skrifað frá London, og boðið því að vera við-
statt komu sína. Hann hafði skrifað Mrs. ísabel
Domer, og beðið hana að taka sérstaklega a
móti Mrs. Domer.
“Eg veit,” skrifaði hann, “að konunni minni
geðjast mjög vel að Avon-wold, og eg óska og
vona að hún fái sem best álit á öllu, og öll-
um.
ísabeí las þessar línur upphátt fyrir mann-
inum sínum, og gerði margar illkvitnislegar
athugasemdir, í sambandi við það sem lávarð-
urinn skrifaði.
“Hún er þá eitthvað meir en lítið með sig,
ef Avon-wold er ekki fullboðlegur staður fyrir
hana,” sagði þessi öfundsjúka kona.
Smátt og smátt barst talið að hinum mörgu
hlunnindum sem tilheyrðu herragarðinum og
hinu fágæta skrauti á byggingunum, bæði úti
og inni.
“Já, það er alveg óviðjafnanlega fagurt hér,”
sagði lafði St. Julian, “eg held að það sé ekki
nokkur staður hér í landi, sem jafnast á við
Avon-Mold. Hve indæll og skuggsæll þessi
grasflötur er; eg hefði ekki búist við að finna
svo þurt gras, að maður gæti legið í því.”
“Það er ekki til að furða sig á, þú ættir að
vita að við höfum haft þurk svo lengi, að blöð-
in eru farin að tala um, að það þurfi að senda
bænir upp til himins, frá öllum prédikunar-
stólum í kirkjunum, til að fá rigningu.”
“En Mrs. Domer, þú hefur þó hlotið að heyra
að það rigndi í nótt,” sagði gamla frúin; eg
vaknaði hvað eftir annað við rigninguna sem
dundi á steinfletinum fyrir utan gluggan a
herberginu.”
Domer hjónin litu undrandi hvort á annað.
“Heyrðirðu virkilega regndropa falla á stein-
flötin, Lafði St. Julian?” spurði Mrs. ísbel.
“Já, svo greinilega, og það hafa víst fleiri
heyrt það.”
“Herbergið þitt snýr að þeim partinum, sem
er kallaður ‘frúar gangstéttin’?” spurði Mr.
Damer, og aftur litu hjónin kýmilega hivort til
annars.
“Manstu ekki eftir sögunni, sem gengur um
Avon-wold, að ef einhver sem tilheyrir fjöl-
skyldunni heyrir regndropa falila þungt á stein-
flötinn, að það boðar stóra óhamingju fyrir
Damer fjölskylduna? Það er æfinlega viss fyr-
irboði, einhve rrar óhamingju sem fjölskyldan
verður fyrir.”
Lafði St. Julian brá mjög við að heyra þetta.
“Kæra ísabel, þú ættir ekki að vera að tala
um ólán, eða óhamingju, rétt núna, þegar lá-
varðurinn er að koma heim með sína ungu og
elskulegu brúði.”
“Eg ber enga ábyrgð á þessari ættarsögu,”
svaraði ísabel hryssingslega, “en eg get ekki
neitað því, að eg legg trúnað á söguna. Það
var mjög leiðinlegt, að þú skyldir heyra þetta
í nótt; það hefur ekki heyrst hér langa lengi.”
8. KAFLI.
Hvað um það, sem stóru gömlu linditréin
voru að hvíslast á um? Þau voru nafnfræg
um allt landið, sem stærsta prýði Avon-wolds
óðalsins, fyrir ómunatíð. Engin vissi hversu
gömul þau voru, þau stóðu þar eins og kempur
á verði fyrir þessari jarðnesku Paradís.
Ef maður, á fögrum sumardegi í dálitlum
stormi, stóð undir þeirra stóru skuggsæiu grein-
um, þá heyrði maður svo yndælan hljóm, að
það hreif hjarta hvers er hlustaði á. Stundum
hölluðu þessar stóru laufkrónur sér, hvor að
annari, og gáfu frá sér tröllslegt og heiftar-
þrungið hljóð, eins og þau væru að minnast á
einhverja hræðilega ljóta viðburði, svo sem
morð, sem hefði vérið framið í nágrenni við
þau. Það leit út, sem þau væru að segja hvort
öðru frá leyndarmáli, sem öllum var dulið, en
sem barst á vængjum vindanna, og sem þessi
þöglu, dreymandi, en þó árvökru gömlu tré,
voru að segja hvort öðfu. Það var eitthvað
sérkennilegt við þessi gömlu linditré á Avon-
wold; þau höfðu hvíslast á um ást, sorg og
dauða, aðskilnað, gleði og örvæntingu, en aldrei
höfðu þeirra stóru og fallegu grænu lauf hvíslað
orðunum, skömm og svívirðing. Þau höfðu séð
marga unga hermenn leggja á stað til orustu,
með bros á vörum, þó þeir vissu að þeir voru
að ganga út í opinn dauðann; þau höfðu og
vaggað sínum stóru laufkrónum, milt og frið-
andi, yfir höfðum, margra fagurra kvenna, sem
hryggar í hug og kvíðandi fyrir lífi elskhuga
sinna, höfðu leitað þangað sér til afþreyingar.
í stuttu máli sagt — þau höfðu séð sorg og gleði,
heift og hatur, ást og aðdáun, en aldrei smán og
vanvirðu.
Hvað gat smán og Avon-wold átt sameigin-
legt?
Hver mundi nokkurn tíma nefna þessi tvó
orð saman?
Látum oss nú hverfa frá þessu hugsmíða-
flugi, oð snúa oss að hinu virkilega lífi.
Kvöldsölar geislarnir voru að byrja að slá
gullum blæ yfir Avon-wold, og þeim sem voru
úti á grasflötinni, var farið að leiðast biðin,
eftir komu lávarðarins.
“Það hafa verið svo mörg járnbrautarslys,
nú upp á síðkastið,” sagði Lafði St. Julian, að
eg er svo hrædd, þegar eg veit að einhverjir
vinir vínir eru á ferð með járnbrautarlest.”
“Ekki er eg mikið hrædd um að nokkur
Domer verði fyrir slíkri ólukku,” sagði Mrs.
Isabel. “Eg álít það óvirðulegan dauðdaga, enda
verður mestmegnis lélegur almúgi fyrir því,
sem ekki hæfir virðulegri dauðdagi?”
Presturinn mótmælti þessari ályktun Mrs.
Isabel, og taldi upp fjöldamarga aðals og heldri-
menn, sem hefðu látið lífið í járnbrautarslys-
um.
“En það er enginn dauði fyrir Domer,” sagði
hún, “eg held mér sé óhætt að segja, að þeir
herrar deyja altaf virðulegum dauða. Hlustaðu
bara! Þarna kemur vagninn, svo þú sérð að eg
hefi á réttu að standa.”
Þau sáu skrautvagninn koma; þau heyrðu
klukkurnar í gamla kirkjuturninum hringja
fagnaðarkveðju, og Andrey Damer, hrópaði
upp af fögnuði. “Guði sé lof, þarna koma þau
heil á húfi. Hvernig skyldi brúðurin líta út.”
“Við megum vera viðbúin stórri undrun,”
sagði Lady St. Julian; “Mr. Abner hefur sagt
mér að hann hafi mætt þeim á meginlandinu,
og að Lafði Domer, væri hin elskulegasta kona,
sem hann hefði nokkurntíma séð.”
Þegar vagninn nám staðar, fór þetta fólk inn í
hina skrautlegu byggingu til að taka þar á
móti brúðhjónunum og fagna Jpeim. Þar var
og samankomið allt heimilisfólkið til að gjöra
hið sama.
Þegar fyrstu fagnaðarlætin voru afstaðin., fór
Lady Domer að líta í kringum sig, og undrast
yfir þessum skrautlega gamla kastala.
“Eg hafði enga hugmynd um að Avon-wold
væri svo fagurt og stórt,” sagði hún, og sneri
sér brosandi að manni sínum.
“Eg þekki engan stað á Englandi, sem jafnast
á við Avon-wold,” sagði hann.
Þau gengu upp hinar breiðu marmara tröpp-
ur; dyrnar að hinum stóra forsal voru opnar,
og fjöldi skrautbúinna þjóna stóðu í röð til
að taka á móti hinum nýgiftu hjónum.
“Margar brúðir hafa stigið yfir þennan
þröskuld,” sagði Domer lávarður, “en engin
eins fögur, eins elskuleg, né velkomin sem
þú.”
Hún brosti og þakkaði honum.
Flugu henni í hug nokkrar minningar frá
liðinni tíð? Nokkrar minningar um dána —
horfna ást? Nokkur endurminning um þung
lyndislegt, ástríðu þrungið andlit, sem einu
sinni hafði fært henni ljós og sólskin? Engar
minningar um lága, djúpa rödd, hvers hvíslandi
orð höfðu fyllt hjarta hennar fögrum hreim,
og sál hennar ást? Engin minning um hættu-
legan sjúkdóm, þegar lítið höfuð, sem allra
snöggvast lá við brjóst hennar, og sást svo
aldrei framar? Mun engin slíkra hugsana hafa
gert vart við sig í huga Florence Domer, þegar
hún gekk inn í þessa skrautlegu byggingu,
framtíðar heimili hennar? Það var ekki sjáan-
legt á andliti hennar að hún mintist neins af
þessu. Hún leit í kringum sig með mildu ánægju-
brosi; hennar blíða og elskulega andlit virtist
fylla salinn með ljósi og sólskini, og úr aug-
um hennar skein hrein og fölskvalaus gleði.