Lögberg - 25.01.1945, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.01.1945, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines and Satisfaction 58. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. JANÚAR, 1945 NÚMER 4 Hið óvænta fall Varsjár piNS OG STUTTLEGAR var vikið að í síðasta blaði, skýrði ^ Stalin marskálkur frá því á miðvikudagsmorguninn þann 17. þ. m., að höfuðborg Póllands, Varsjá, vseri þá nýfallin rúss- neska hernum í hendur; þóttu þetta, sem von var, raunveruleg stórtíðindi, því frá því hafði tiiltölulega lítið verið sagt í blöðum eða útvarpsfréttum, að stórvægileg aðsókn að borginni væri á döfinni; í þess stað fluttu dagblöðin feitletraðar fyrirsagnir um árásir rússneskra hersveita á_______________________________ Silesiu og Austur-Prússland; hér l sem oftar, kom það greinilega í ijós, hve rússneskum hernaðar- völdum er það lagið, að dylja fyrirætlanir sínar; þau höfðu undirbúið árásina í kyrþey, og búið svo um hnútana, að hleypa henni ekki af stokkum fyr en víst væri, að hún gæti ekki undir neinum kringumstæðum brugð- ist; nú er staðhæft, að tala rúss- neska árásarliðsins hafi numið freklega tvö hundruð þúsundum vígra manna, auk mesta sægs skriðdreka og árásarflugvéla. Varsjá var fyrsta Norðurálfu- borgin, sem vítisvélar þýzkra Nazista tróðu undir hæl í önd- verðri núverandi heimsstyrjöld; frá þeim tíma hefir saga borgar- búa verið óslitin harmsaga, þar sem eitt hryðjuverkið hefir kór- ónað annað; nú hefir þessi þjak- aða borg verið leyst úr ánauð; nú er hún ekki orðin nema svip- ur hjá sjón við það, sem áður var; um heilar byggingar er naumast að ræða; þar sem áður voru vistleg og fögur borgar- hverfi, blasa við augum upp úr tortímingarlhafinu nokkrir síma- staurar og nokkur gaflöð. Eftir að rússnesk hernaðar- völd höfðu náð fullu haldi á borginni, hópaðist saman hér og þar í rústunum töturbúinn borg- arlýður og söng frelsisbæn Pól- Verja, sem þannig byrjar í ís- lenzkri þýðingu: “Guð, þú, sem vorri ættjörð skýldir áður”. Nú er Lublin nefndin komin til Varsjár, og’tekst á hendur að skipuleggja bráðabirgða umboðs- stjórn fyrir hið endurfrelsaða Pólland; þessa nýju stjórn hafa russnesku ráðstjórnarríkin form- lega viðurkennt, og telja hana af skiljanlegum ástæðum standa mun nær pólsku þjóðinni, en utlegðarstjórnina í London. KREFST AUKINNA ÁTAKA Roosevelt forseti sendi þjóð- þinginu í Washington þann 18. Þ- m., alvarlegt erindisbréf þess &fnis, að vegna hinnar risavöxnu s°knar sameinuðu þjóðanna á óllum vígstöðvum, og þá ekki sizt vegna margaukinna átaka ameríska hersins víðsvegar á Nyrrahafinu, væri brýn nauðsyn á iöggjöf, er hlutaðist til um það, að hver einasti og einn Banda- Nkjaþegn á aldrinum frá 18—45, taeki annað hvort þátt í sjálfn stríðssókninni, eða gæfi sig við striðsiðju heima fyrir. Mr. Roosevelt byggði kröfur sínar á upplýsingum frá hernaðaryfir- völdunum. . Tala Bandaríkjaþegna á á- nainstu aildursstigi, nemur að sögn, eitthvað um 18 miljónum. menntafrömuður EáTINN Þann 19. þ. m. lézt á sjúkra- húsi í London, Ont., Dr. James Alexander MacLean, fyrrum for- seti Manitoba háskólans, 76 ára að aldri; hjartabilun varð hon- um að bana. Dr. MacLean var fæddur í Mayfair, Ont., og lauk stúdents- prófi í Toronto 1892. Því næst stundaði hann framhaldsnám við Cornell háskóla, og lauk þar bæði meistaragráðu og doktors- gráðu í heimspeki. Árið 1912 var Dr. MacLean kjörinn forseti há- skólans í Manitoba; hann gaf sig meginpart ævinnar mikið að rit- störfum, er einkum fjölluðu um hagfræðileg efni. © KOMNIR í NÁMUNDA VIÐ MANDALAY Frá stríðssókninni í Burma er það síðast að frétta, að brezkar hersveitir eru nú ekki nema stein snar frá Mandalay; meginþorri japanska liðsins á þessum víg- stöðvum, er nú niðurkominn á austurbökkum Irrovaddy árinn- ar, og mun hafa í hyggju, að veita þar nökkurt viðnám, sem ólíklegt er að bera muni mikinn árangur, því daglega bætist Bret um álitlegt styrktarlið til þess- ara stöðva, þar á meðal frá Ind- landi. SPORV AGN AVERKFALLI LOKIÐ Síðan 8. janúar hefir staðið yfir sporvagnaverkfall í bæjun- um Victoria, Vancouver og New Westminster í British Columbia fylkinu; sporvagnamenn í á- minstum borgum komu aftur til vinnu sinnar á föstudaginn var; þeir höfðu farið fram á, að grunn kaup þeirra yrði hækkað um sex cents á klukkutímann; þessu vildu sporvagnafélögin ekki með nokkru móti sinna; en nú munu verkamannasamtökin, sem spor- vagnáþjónar teljast til, hafa fengið ádrátt um það hjá verka- málaráðuneytinu í Ottawa, að áminstir sporvagnaþjónar muni fá kröfum sínum framgengt, á- samt einhverjum öðrum íviln- unum, og með þetta fyrir aug- um, tóku þeir úpp vinnu á ný. HLYNTUR TAKMÖRKUN HVEITIRÆKTAR Landbúnaðarráðherra sam- bandsstjórnarinnar, Hon. James G. Gardiner, tjáist því hlyntur, að hveitirækt vesturfylkjanna verði nokkuð tákmörkuð í ár, vegna hinnar brýnu nauðsynjar, sem á því sé að framleiða upp- skerutegundir, sem nota megi til olíugerðar, svo sem hampfræ, auk þess sem leggja verði aukna rækt við framleiðslu skepnufóð- urs. ÞJÓÐVERJAR HRAKTIR TIL BAKA Samkvæmt símfregn frá Róma borg þann 18. þ. m., hröktu Bret- ar og Canadamenn nokkurn flokk þýzkra hermanna, sem náð hafði fótfestu á suðurbökkum Senioárinnar á ítalíu, til baka yfir ána, og það svo vendilega, að enginn þjóðverji varð eftir- skilinn. Arnþór Jónasson Amþór Jónasson Fæddur 13. júní 1911 Dáinn 13. janúar 1945 Skjótt hefur sól hrugðið sumri því séð hef eg fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum, til sóllanda fegri. J. H. Þannig kveður Jónas þegar hann heyrir um andlát vinar síns, sem kveðja hlaut heim þennan löngu fyr én lífsstarfi hans var lokið. Og þannig hugs- uðu margir er hinsta kveðjan var sungin unga manninum hér nefndum. Arnþór var aðeins 33 ára er hann lézt. Margur ungur mað- ur hverfur nú á þessum tímum yfir móðuna miklu. einmitt á þeim aldri eða yngri. En hver sú burtför fyllir þá nánustu djúp- um söknuði og lífið tómleika, sem fátt getur breytt. Það mild- ar úr sársaukanum á stundum hve björt og heið var æskan og vasklegt og þróftmikið átak handar eða hugar að hverju, sem því var beitt. Hér átti það sér- staklega við. Alla sína ævi hafði hann vaxið í föðurgarði. Frá því að hann var viðkvæmur viðar- teinungur, þar til hann stóð sem sterk eik við hlið föður og móð- ur. Frá óvita barni hafði hann í föðurhúsum, þroskast til hins hógláta, hæga manns, sem hið innra fann sinn mátt, kjark og þrek og vilja er kveið engri raun né hikaði ekki þó markið sýnd- ist öðrum ófært. í skjóli slíkra er gott að mega vera og við hlið slíkra er gaman að ganga. Svo var Arnþór sínum. Hann var meðalmaður að vallarsýn, fram-, úrskarandi vel vaxinn, og styrk- leikur og stálþróttur lýsti sér í hreyfingum hans, sem voru svo ákveðnar og öruggar. Svipurinn heiður og fríður og hreinleiki í auga. Þar fór ekki tvöfeldni x svip. Hjarta átti hann viðkvæmt og skilningsfult á líðan og til- finningar annara. Kom það fram í hjálpsemi hans við þá, sem um sárt áttu að binda eða örðugar kringumstæður við að etja. Æskunni vill oft verða það á að horfa aðeins fram á leið, en gæta ekki þeirra, sem samleið eiga, eða hversu þeim gengur, svo fór ekki honum. hann lifði með þeim sem hann gekk með, og honum varð þungt þegar hann gat ekki eytt skýjaflókunum af himni vina sinna. Heima fyrir var hann “hinn sanni sonur”. Alt það erfiðasta var honum ljúft að ganga á hólm við. Hann fann sinn innri mátt. Þar varð undan að ganga, sem hann lagði hönd og hug að. Svo var hann og vandvirkur að honum fannst það sorglegt að sjá fljótræðis- verk og kærulleysislega afkastað einhverju því, sem mátti vel fara. Það fannst honum að fara illa með vit sitt og þrek. Ungur gekk hann á alþýðuskóla bygðar- innar, en miðskólanám sitt tók hann við Jóns Bjarnasonar Aca- demy í Winnipeg og við Daniel Mclntyre Collegiate. Frekara náms leitaði hann þó ekki, held- ur hvarf heim til starfs og iðju við hilið föður síns og yngri bróð- ur, og þar standa vegsummerk- in, hins heilsteypta dugnaðar og ákafamanns, sem eignast hafði lönd, búpening og fé með ötul- leik og forsjá þegar sumir jafn- aldrar hans höfðu hvergi komist og ekkert eignast. Eitt var það, sem færði alveg sérstaka unun inn í líf hans. Það var sönglist. Hann hafði ásamt miðskólanámi sínu numið píanó- spil. Mörgum gleymist slíkt í önnum Mfsins eða telja ekki þess virði að halda við eða efla. Ann- að var í huga hans. Þegar eyk- urnar voru feldar, akurinn plægð ur, eða húsið reist var gaman að setjast við hljóðfærið og taka stirðleikann úr höndunum með því að fara fingrum um nóturn- ar og láta þær tala máli tón- skáldanna ódauðlegu. Hann fann það líf er tómlegt, sem ekki naut sönglistarinnar, máli hjartans og sálarinnar. Og ljúfir voru tónarn ir sem liðu gegnum kveldkyrð heimilisins og samrýmdust fugla- kliðnum úti fyrir. Og litla sveita- kirkjan hans þar sem hann lék á orgelið er aðrir tilbáðu í söng, varð hlý og björt og aðlaðandi við sálríku tónana, sem iðju- manns höndin framleiddi. En nú er þögnin komin yfir hann. Hljóðlega fara vindarnir um asparskóginn þar, sem hann hvílir, bak við litlu kirkjuna. Þeir vita að hann elskar hina ljúfu tóna, sem friða og hvíla en ekki þá, sem villa eða trylla. H-víl því rótt í helgum frið. Frændi Arnþórs, Geirfinnur og fjölskylda Pétursson* stofnuðu kveðjudaginn 17. janúar minn- ingarsjóð fyrir alla bygðina, sem skyldi varið til þess að hjálpa þeim, sem verðugir eru til frek- ara sönglistarnáms, og þannig á söngþrá unga mannsins, sem ekki náði fullum framgangi að blessa líf annara. Þannig vildi eg kveðja hinn unga mann. Foreldrar hans þau Björn Jónasson og Kristjana Sigurgeirsdóttir Péturssonar frá Reykjahlíð, standa eftir við sonar missirinn. Einnig syrgja hann bróðir hans Kristján heima við bú föður síns og María hjúkr- unarkona í Winnipeg, sem dvél- ur heima um tíma. Jarðarförin fór fram þann 17. janúar, 1945, að viðstöddu nokk- uð á annað hundrað manns, fra heimili og kirkju Silver Bay, Manitoba. Séra E. H. Fáfnis flutti kveðjumálin síðustu. Foreldrarnir biðja mig hér með að flytja ykkur öllum, sem réttuð þeim hjálparhönd og sýnd uð þeim slíka samúð og hlut- tekningu, sitt innilegasta þakk- læti. Vinir slíkir létta sorgar- gönguna. “Hvíl þú rótt í helgum frið” vinur og frændi. E. H. Fáfnis. TILKYNNING íslenzku ræðismannsskrifstof- unni hefir borist símskeyti frá sendiráði íslands í Washington, varðandi breytingu á fréttaút- varpstíma frá útvarpsstöðinni í Reykjavík. Frá sunnudeginum 28. janúar og framvegis á sunnu- dögum, verður fréttaútvarp klukkan 9.00 fyrir hádegi. Bylgju lengd 24,52 metrar, og 12,23 mgc. Grettir Leo Johannson, ræðismaður. ÁTÖKIN AÐ AUSTAN Svo hamröm er leiftursókn Rússa orðin á austurvígstöðv- unum, að þar verður alt undan að láta; á þriðjudagskvöld áttu rússneskar hersveitir aðeins eftir 132 mílur til Berlínar; þær eru komnar að Oderfljóti, og voru er síðast fréttist, einungis 15 mílur frá Breslau, sem er höfuð- borgin í hinu auðuga Silesíu- fylki. Með það fyrir augum, að reyna að hnekkja að einhverju hinum öra framgangi rauðu her- sveitanna, hefir Hitler falið fóst- bróður sínum, Henrick Himmler, yfirstjórn alls þýzka hersins á austurvíglínunni, því nú voru auðsjáanlega góð ráð orðin dýr;, yfir ráðstöfun þessari fagna rúss- nesk hernaðarvöld, og hugsa gott til glóðarinnar, að geta komist sem allra fyrst í návígi við þenn.x illræmda yfirpúka hinnar þýzku Gestapolögreglu. JUGOSLAVIA FÆR RIKISSTJÓRA í ræðu þeirri hinni víðfrægu, sem Churchill forsætisráðherra flutti í brezka þinginu í vikunrn, sem leið, lýsti hann afdráttar- laust yfir því, að jafnskjótt og Júgoslavia yrði að fullu leyst úr ánauð, fengi þjóðin landsstjóra, sem það hlutverk hefði fyrst og fremst með höndum, að skipu- leggja ábyrga lýðræðisstjórn x landinu; kvað hann ráðstöfun þessa verða gerða hvort sem Pétri útlegðabkonungi félli bet- ur eða ver. Jugoslavneska þjóðin hefir tekið þessum tíðindum með miklum fögnuði. FJARVERANDI FRÁ HERÞJÓNUSTU Mikið umtal hefir það að von- um vakið, að freklega 6.000 menn sem te'ljast til canadiska land- varnarliðsins, hafa verið frá her- þjónustu síðan um hátíðir, án leyfis, að því er hernaðarvöldirx skýra frá; nú hefir lögreglan skorist í leikinn, og beitir sér fyrir um það, að smala mönnum þessum saman; getur svo farið, að þeim verði síðar stefnt fyrir herrétt. Yfirvöldin í hernaðarumdæmi Nr. 10, með Winnipeg sem aðal- bækistöð, hafa farið fram á það við almenning, að greiða fyrir um lausn þessa vandamáls. GLÆSILEG ISLENZK HJÚKRUNARKONA Ólafía Helga Johnson Lieut. Ólafía Helga Johnson er fædd að Lonely Lake P.O. Man., 23. maí 1919. Barna og miðskóla- nám tók hún að Steep Rock, Man. Að afloknu miðskólanámi lærði hún hjúkrunarfræði á Misericordia Hospital í Winni- peg. Eftir þriggja ára nám út- skrifaðist hún þaðan með besta vitnisburði, sem skrásett hjúkr- unarkona. Innritaðist síðar á Fort Osborne Military Hospital. La^xk þar námi 4. ágúst 1944, sem Lieut. Nursing sister. R.C.- A.M.C.(A). Til Englands sigldi hún í byrjun október þ. á., og vinnur þar á Canadian General Hospital síðan. Hún er dóttir hjónanna Einars Johnsonar verslunar- manns frá Reykjavík og Solveig- ar Þorsteinsdóttur, sem einnig er ættuð frá Reykjavík. Nú bú- sett á Steep Rock, Man. Frónsfundur verður haldinn. í G. T. húsinu, mánudaginn 29. jan. n. k., kl. 8.30. Meðal annars verður þar á dagskrá: 1. Ræða, séra Theodór Sigurðs- son. 2. Sjónhverfingar, Ken Leyton. 3. Breyting þingtímans. Með því séra Theodór er hinn allra glæsilegasti ræðumaður, mun hann óefað fá fult hiós áheyrenda. - Sjónhverfingamaðurinn Ken Leyton er alkunnur hér í borg og víðar og mun vafalaust á Frónsfundi, sem annarsstaðar, halda athygli manna óskiptri. Stjórn Fróns hefir borist txi- laga frá forseta aðalfélagsins, um breytingu þingtímans í framtíð- inni. Mál þetta verður að ræðast á Frónsfundi og niðurstaðan að leggjast fyrir komandi þing, seint í febrúar. Áríðandi að fjölmenna. Stjórnin. Vísur HRESSING Vín mig hresti er vinur gáf, veit því flest í lagi; mínir brestir eru af allra besta tagi. REYNSLA Marga lending lífið fann, lotinn stendur veikur; þegar endar ánægjan, alt er brendur kveikur. NÝÁRSÓSK TIL J. G. Glatt til Elli gáttu stig, gleymdu hrelli-tárum. Árið helli yfir þig, andans svelli-bárum. Pálmi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.