Lögberg - 25.01.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.01.1945, Blaðsíða 6
f) Dulin fortíð Hún heilsaði þjónunum vingjarnlega, og svo fóru hjónin inn í biðsalinu; þjónarnir voru allir sammála um það, að þessi Lafði Domer, væri sú fegursta sem þeir hefðu séð á Avon-Wold, og margir þeirra höfðu verið í þjónustu ættarinnar í fjölda mörg ár. “Það eru nokkrir vinir hér, sem vilja heilsa okkur og bjóða okkur velkomin heim,” sagði lávarðurmn við konuna sína; þau heyrðu manna mál, og er hún leit á manninn sinn, sagði hann: “Andrey Domer og kona hans; manstu ekki að eg talaði um þau. Eg vona að þér geðjist að Mrs. Domer.” Þegar þau komu inn í samkvæmissalinn, var þar margt fólk, sem vildi heilsa þeim og bjóða þau velkomin; það horfði strax á Lady Domer, með mestu undrun. Lávarðurinn kynnti Mrs. Domer og Lafði St. Julian, með vel völdum orð- um; og því næst Mr. Andrey Domer og prest- inn, Mr. Freneh. ísabel heilsaði Lady Domer, kalt og óvingjarnlega; hún var hrædd um að þessi Lady Domer mundi eyðileggja fyrir sér aliar vonir um, að maðurinn sinn yrði nokkurn- tíma erfingi að Avon-Wold. Lafði St Julian kysti Lafði Florence inni- lega, og bauð hana velkomna. “Væri nokkur brúður lík þér mundi eg aldrei þreytast á að horfa á hana,” “Við komum nokkuð seint,” sagði lávarður- inn; “nú er hringt í fyrsta sinn til kvöidverð- ar, svo þú hpfur ekki mikinn tíma til að skipta fötum, Florence.” “Eg skal ekki vera lengi að því,” svaraði hún. Mrs. ísabel sneri sér að henni með kulda- legu glotti. “Heyrðu Florence,” sagði hún. “Já, eg vona að þér líki það.” “Það nafn hefur aldrei verið í okkar ætt áð- úr; eg er ekki viss um hvort mér geðjast að því eða ekki. Það er svo skáldlegt, og minnir mig á þriggja binda skáldsögu.” “Eg býst þó við, með tíð og tíma verðum allra bestu vinkonur,” sagði Lafði Domer bros- andi. “Eg er í engum vafa um það,” svaraði Mrs. Domer, og ilskusvipurinn hvarf að nokkru af andliti hennar. “Á eg að vísa þér til herbergja þinna, Lafði Domer? Herbergis þernan þín er þar sjálfsagt, býst eg við.” , Þær fóru, en karlmennirnir voru eftir í sam- kvæmissalnum, og ætluðu aldrei að geta hætt að hrósa brúðinni. “Þú beiðst nokkuð lengi, Karl,” sagði Andrey Domer, “en það geta nú al'lir séð að þú beiðst ekki árangurslaust.” Lávarðurinn þakkaði þeim fyrir þeirra fögru orð um konuna sína og sagði þeim einnig, að hann héldi að hann væri sá hamingjusamasti maður, sem til væri. 9. KAFLI. Mrs. Domer var glögg á að gagnrýna, og við fyrsta augnatillit var hún vön, að fella dóma sína um fólk. Hún var ekki lítið forviða og æst, þegar hurðin að búningsherberginu opnaðist, og Lafði Domer kom út, klgedd fyrir borðhaldið. “Það skal ekki taka mig langan tíma að sjá hve smekkleg hún er í búnaði,” hugsaði þessi illkvitna kona; en er hún var búin að gagn- rýna búnað hennar, gat hún ekki fundið neitt til að setja út á. Hún var ekki búin í neitt sérstakt stáss til að gera sig sem mest áberandi. Búningurinn var, eins og Florence sjálf, í alla staði smekklegur. Hún var í hvítum silkikjól; í sínu fagra gulbrúna hári bar hún perluband, og perluband um annan úlnliðinn. Allur bún- ingurinn samræmdist svo hennar fríða andliti og fögru líkamsbyggingu. Mrs. Domer, varð að viðurkenna að hún hefði aldrei séð svo fallega unga konu — fegurð hennar var ólýsanleg með orðum. Mrs. Damer hafði hið besta tækifæri til að virða Lafði Domer fyrir sér, en hún fann ekkert til að setja út á, hún varð að játa með sjálfri sér, að hún bæri langt af öllum konum, sem hún hafði séð. Samræðurnar við borðhaldið voru bæði fjör- ugar og skemtilegar, og var það ekki hvað minnst Lafði Domer að þakka; það var eins og hún hefði lifað alla ævi sína í hinu fína og fágaða félagslífi. Sem húsmóðir kunni hún svo vel skil á öllu, sem hægt var að krefjast af húsmóðir í svo virðuilegri og vandasamri stöðu. Hún talaði við Mrs. Domer, létt og óþvingað, af kunnugleika á lífi og lifnaðarháttum aðals- stéttarinnar; við Lafði St. Julian talaði hún um hvernig gott heimili yrði skipulagt; vð Mrs. Andrey talaði hún um hann sjálfan og nýustu framfarir og uppfindingar; við séra Franch, um kirkjuleg málefni. LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. JANÚAR, 1945 Maðurinn hennar hlustaði hugfanginn á hana, hve gáfuð hún var, og hve mikið lag hún hafði á að halda uppi fjörugum og skemtandi sam- ræðum, í samkvæmi. Hvað hann hafði verið hamingjusamur að finna svo elskulega konu. Máltíðinni var lokið, en ennþá stöfuðu lágir kvöldsólargeislarnir á fagurgrænu sléttuna fyr- ir framan höllina. Florence vék sér að manni sínum, og sagði. “Þetta er sá támi dagsins, sem mér þy.kir yndælastur.” “Þá skulum við nota þessa dýrðlegu kvöld- stund,” sagði Lávarðurinn. “Eg skal sýna þér fallegu tréin hérna á Avon-Wold, Florence; slík tré eru hvergi annarsstaðar til. ísabel vilt þú koma með okkur? Það er ekki kalt; Lafði St. Julian, treystir þú þér að koma með okkur?” “Já,” svaraði hún, “eg er svo hrifin af náttúru- fegurðinni hérna á Avon-Wold, Lávarður Domer eg sé hvergi annarsstaðar slík tré, og skemti- leg blóm.” “Þau gengu svo út á grænu grasflötina. Til og frá á himninum sáust eldrauð ský, sem köstuðu aðdáanlegum rósrauðum blæ á gömlu lynditréin, og í laufi þeirra sungu fuglarnir sína fögru kvöldsöngva, Lady Florence, hljóð- aði upp af undrun, er hún sá þessi tignarlegu tré, og maðurinn hennar brosti að fögnuði hennar. “Hvað þau eru tignarleg, og hve einkenni- legum blæ sólargeislarnir kasta á þau. Ó, Karl, við skulum gasiga -ofan eftir til þeirra; það er fátt í náttúrunni, sem mér þykir fegurra og til- komumeira, en kempuleg tré.” Þau gengu yfir sléttuna, þar til þau komu að linditrjánum. “Hvað Hope verður hrifin, af þeim,” sagði Lafði Domer. “Eg er viss um að þetta verður hennar uppáhalds staður.” Þegar hún veitti eftirtekt, hinum kalda for- vitnis svip á andliti ísabel, bætti hún við: “Hope er systir mín, Mrs. Domer; hún hefir • verið mér bæði systir og móðir, hún kemur hingað til að vera hjá okkur.” Andlit Mrs. ísabel, varð illskulegra og fölara, við að heyra þetta. “Ein ennþá að troða sér hér inn,” hugsaði hún, “ein enn, sem ætlar að taka sinn hluta af því sem við héldum að mundi, með tíð og tíma, verða okkar allt saman.” Þau stóðu við innganginn að hinum yndis- legu linditrjám. Frískur kvöldsvali blés um hinar voldugu laufkrónúr þeirra, svo greinarn- ar sveigðust sarnan. Það var eins og þau væru að heilsa og bjóða velkomna hina ungu hús- móðir á Avon-Wold, og hún brosti til þeirra eins og gamalla vina sinna. “Það er rétt eins og þessi lauf séu að fagna mér, og bjóða mig velkomna,” sagði hún, og maðurinn hennar hló að þessari ímyndun henn- ar. “Eg vona að Lafði Domer, sé hvorki svo taugaveikluð, né hjátrúarfull, að hún leggi mikinn trúnað á gamlar munnmælasagnir.” “Nei, eg er ekki taugaveikluð,” svaraði hún; eg ték ekki heldur mikið mark á gömlum munnmælasögum.” “Þá befur þú kannske gaman af að heyra gamla spádóma, og um reimleika hér á Avon- Wold; eg er viss um, að það eru ennþá reim- leikar hér á Avon-Wold. “Eg er ekkert hrædd um mig fyrir reimleik- um,” sagði Florence. Mrs. Domer vék sér að Lávarðinum, og sagði: “Lafði St. Julian gerði okkur öll hrædd í dag; hún sagðist hafa heyrt þunga regndropa falla ofan á steinstéttina í nótt.” “Domer láverður varð alvarlegur á svipinn, og Lafði St. Julian gaf henni bendingu um að þegja, en Mrs. Domer lét sem hún sæi það ekki. “Það er ein hjátrúin hér á Avon-Wold,” hélt hún áfram, “og það er ekki bláber ímyndun, það er staðreynd.” “Og hvað er það?” spurði Lafði Domer, og leit á þá sern hjá henni voru. “Eg veit ekki hvenær þessi saga varð fýrst til,” sagði Mrs. Domer, og horfði kuldalega í andlit Florence, “en sagan er svona: “Áður en nokkur ólukka, vanvirða eða nokk- ur skuggi fellur yfir Avon-Wold, heyrast regn- dropar falla á steinstéttina. Er það ekki undar- legt? Og þó er það þannig.” “Heyrðist þá þetta virkilega í nótt?” spurði Lady Florence í lágum róm. “Já,” svaraði Mrs. Domer. “Fyrst varð eg skelkuð, en við skulum vona að þessi fyrirboði rætist ekki, að þessu sinni.” Voru það skuggarnir af linditrjánum, sem allt í einu tóku allan lit úr andliti Florence? “I nótt,” endurtók hún — Nóttina áður en eg kom til þessa nýja heimilis míns — er þetta fyrirboði? Mér þykir þetta svo leiðinlegt, Karl.” Lávarðurinn leit reiðilega til Isabel. “Það hefði verið sómasamlegra af þér ísabel, að segja ekki konunni minni slíka sögu, það erti ekki allir eins tilfinningalausir eins og þú.” Með sjálfri sér var ísabel, hæst ánægð með það sem hún hafði sagt — en lést sjá eftir því, og leit aumkunar augum til Florence. “Eg bið þig svo mörgum sinnum að fyrirgefa mér, Lafði Domer; það var ekki meining mín að hræða þig, því ættir þú að vera hrædd? Það getur ekki verið neitt samband milli fyrir- boða, sem er gefin Domers, —og þín.” “Auðvitað ekki,” sagði lávarðurinn, eins og til að slétta úr þessu. “Eg get ekki hughreyst þig með að segja: Legðu engan trúnað á það. Því miður hefir slíkur fyrirboði ávalt reynst sannur. En mín elskulega Florence, það áhrærir þig ekki.” Hún leit með þakklætisfullu augnatilliti tii hans, en hún var náföl í andliti. “Koma þín hingað, til þessa framtíðar heimilis þíns, er heiður og vegsemd fyrir Domer fjöl- skylduna, og óðalið Avon-Wold,” sagði hann. “Það getur engin óhamingja staðið í sam- bandi við það. Forlögin ein vita hvað framtíðin ber í skauti sínu; en eg er viss um eitt, og það er, að fyrir þig, Florence, hafa þau ekkert nema það sem er fagurt og fagnaðarríkt.” “Eg er svo sár við sjálfa mig, að eg fór að minnast á þetta,” sagði Isabel, með uppgerðgr yðrun; “það var fjarska hugsunarlaust af mér, að gera það, og eg get ekki fyrirgefið mér það, fyr en eg sé Lafði Domer aftur, með sínum elskulega gleðiblæ.” “Þú færð ekki, Florence, að heyra fleiri sög- ur sem ganga um Avon-Wold,” sagði maðurinn hennar brosandi. “Þú ert of ung til að heyra þær.” “Eru þær svo hræðilegar og ljótar?” spurði hún, með hryllingi. “En eftir minni meiningu, eru fallandi regn- dropar eitt af því blessunarríkasta í náttúr- unni,” bætti hann við. “Mér er æfinlega stór unun i að horfa á þá.” “Ekki þegar þeir boða sorg og vonbrigði,” “Eg meina ekki reimleika regndropa — þá hef eg aldrei heyrt. Það hefur verið sorg, já djúp sorg, hér á Avon-Wold, Florence, en eg má vera þakklátur fyrir að smán og vansæmd hefur ekki flekkað ætt vora — við þekkjum varla það orð.” Lávarðurinn leiddi nú konu sína ofan að gróðrarhúsinu, og Mrs. Domer fór með þeim; hún hafði ekki augun af Lady Domer, og veitti því nána eftirtekt hve seint að Florence náði sér aftur, og að hún virtist vera annars hugar. Síðar þetta sama kvöld fann hún Lady Domer, eina í gróðrarhúsinu. ísabel gekk fyrirvaralaust inn til hennar, og sá að Florence hafði verið að gráta. 10. KAFLI. “Þú getur hlegið Andrey, auðvitað hlærðu altaf að uppgötvunum mínum, eins og þú kallar það; en bíddu við. Ef eg hef ekki rétt fyrir mér núna, skal eg aldrei framar gera kröfu til að eg sé kölluð vitur.” “Allt kvennfólk er líkt hvað öðru,” sagði Mr. Andrey, kæruleysislega, “þær geta aldrei haldið sér frá að hugsa og tala illa hver um aðra, það virðist að vera þeim meðfætt.” “Eg segi ekki að eg hugsi illa um hana, þú gerir of mikið úr því; eg segi bara að eg sé viss um að hún búi yfir einu eða öðru leyndar- máli.” “Já, segjum að svo sé, hvað kemur okkur það við?” “Það getur vel verið að okkur komi það ekki við, en það gæti verið þess eðlis, að þú gætir orðið erfingi herragarðsins.” “Isabel, þú talar ógætilega, hugsaðu bara hverjar afleiðingarnar mundu verða, ef Domer lávarður heyrði þetta,” sagði maðurinn henn- ar, fokreiður. “Nei, þá mundi eg auðvitað ekki segja orð um það. Eg er að tala við þig Andrey, og þú getur hlegið að mér eins og þér sýnist; en sú tíð mun koma, er þú segir: Konan mín hafði á réttu að standa.” Það lá við að þessi fullvissa konunnar hans, hefði ill áhrif á hann. “Þegar eg hugsa til baka,” sagði hann við sjálfan sig, “þá hafa áreiðanlega sumir spádóm- ar hennar ræst; því gæti þá þessi ekki einnig ræst?” Það greip hann löngun til að komast að hvað konan sín meinti með þessu. “Kannske að það sé eitthvað í þessu, sem þú varst að segja, ísabel; eg get ekki svona í fljótu bragði reiknað fólk út, sem er mér alveg ókunn- ugt. Hvað heldurðu um þessa nýju elskulegu Domer?” “Mrs. Domer brosti, sigurbrosi. “Eg er sammála þér um það, að hún er mjög elskuleg; en eg meina, að það er ekki allt gull sem glóir. Þrátt fyrir hve hún er ung og fríð, held eg að það liggi í vitund hennar, eitthvað heimulegt — dularfullt — leyndar- mál.” “Ekki verra en það? Segðu mér Bella, af hverju heldurðu það?” “Þú varst ekki með okkur undir linditrján- um, þegar eg sagði lávarðinum, að Lafði St. Julian hefði heyrt svo greinilega regndropana falla á stéttina. Lafði Florence skildi það ekki, svo eg sagði henni söguna um hvað það meinti.” “Nú, nú, og hvað meira?” sagði Mr. Domer, er hún stansaði. “Ef einhver hefði sagt mér þá sögu, þó eg væri óviðbúin, hefði eg líklega verið vantrúuð á hana, sem markverða, kannske fundist sagan óþægileg, en mig hefði langað til að heyra hana samt, sem áður; en eg hefði ekki látið neinn sjá að eg væri hrædd við hana.” “Varð Lady Domer hrædd?” , , , • “Ja, hun varð alveg óttaslegin; hún varð alveg náhvít í andliti, og þó hún reyndi gat hún ekki komið í veg fyrir það. Eg held, án þess að hrósa mér, að eg sé býsna eftirtektarsöm, og eg spurði mig sjálfa: Hvers vegna varð Lady Domer, svo óttaslegin? Ef líf hennar er eins hreint og skínandi, sem vatnsflötur — ef hún hefur engu að leyna, ekkert að óttast — því varð hún þá svona hrædd?” “Hún er kannske taugaveikluð, og viðbrigða gjörn.” “Þegiðu, Andrey. Eg veit hvað er hræðsla, og eg sá hræðsluna í andliti hennar. Það var engin missýning; það var blátt áfram dauðans ótti sem var uppmálaður á andliti hennar, en engin taugaveiklun, eða þess háttar, þú mátt reiða þig á, að það er eitthvað í fortíð hennar, sem var þessu valdandi.” “Segjum sem svo, að það sé einhver ástæða fyrir þessum athugunum þínum, hvað heldurðu þá, að það sé?” “Það er spursmálið; kona getur haft hundrað leyndarmál, og enginn getur gizkað rétt til um þau. Það getur skeð að hún hafi gift sig fyrir peninga, en elski annan. Það getur skeð að hún hafi elskað einhvern, sem nú er dáinn, eða eins og eg hef sagt, það getur verið eitthvert enn skuggalegra leyndarmál — kannske þess eðlis, sem gæti valdið því að þú yrðir löglegur erfingi óðalsins.” “Eg vil ekki heyra þetta, nefndu það aldrei framar á nafn! Það er enginn sanngirni í því. Eg get ekki skilið því þú talar svona um hana. Hún er ung, já barnung ennþá.” “Hún er 24 ára, þó hún líti ekki út fyrir að vera eldri en 18 ára.” “Þess vegna geturðu séð, hve heimskuleg tortryggni þín er, Bella; hún er ekki nógu gömul til þess að eiga neitt stórt leyndarmál.” “Þú skalt, þó seinna verði, fá að sjá það. Svo var og annað, sem eg sá. Hún hefur gifst inn í eina elstu fjölskyldu Englands. Hún hefur allt sem hún vill óska sér; hún á eina systir, sem kemur hingað til að vera hjá henni. Maður skyldi iþá ímynda sér að hún væri ánægð óg hamingjusöm; og þó er hún það ekki, því í gærkvöldi, fann eg hana í blómahúsinu, með andlitið fljótandi í tárum. Eg mátti aftur spyrja mig, því hún drægi sig svona út úr, til að vera ein sér, að gráta út sorgir sínar, því það var af sorg sem hún grét.” Nú hló Andrey Domer. “Það gat eins verið að hún hafi grátið þakk- lætis og gleðitárum; eg hefi heyrt um slík til- felli. Það stafar af mildu og göfugu innræti.” “Láttu mig ekki heyra neina fávisku og bull, Andrey”, sagði Isabél, óþolinmóð. “Það sem karlmennina vantar, er heilbrigð skynsemi og dómgreind. Eg vil ekki meira um þetta tala, en það skaltu vita, að eg skal stöðugt hafa nákvæmar gætur á henni. Ef það er um nokkurt leyndarmál að ræða,” þá skal því ekki verða haldið leyndu fyrir mér; eg held eg megi segja um- mig, að eg sé jafn snjöll hverjum leynilögreglumanni, að komast eftir því, sem leynilegt á að vera. — Eg hef tímann fyrir mer. “^.ð svo mæltu yfirgaf þessi lævísa kona manninn sinn, sem varð fegin að vera laus við að hlusta á hennar illkvittnislegu getgátur og aðdróttanir. Meðan hjónin, sem voru gestir á Avon- Wold, áttu þetta samtal um Plorence, gekk hún um á sínu skrautlega heimili, þar sem hún nú var húsmóðir. Hún var alveg hissa á allri þeirri dýrð, sem hún sá, og gladdist yfir því. Hina stóru sali, skreytta ótal málverkum og listaverkum. Allt sem fyrir augu hennar bar, vakti undrun og aðdáun. Á veggjunum i lestrarsalnum héngu myndir af allri Domers ættinni. Fríðar, já, aðdáanlega fríðar konur. Síðust í röðinni var mynd af Karli lávarði, hans fríða og göfuga andlit bar af öllum hinum; næst hans mynd var autt rúm fyrir mynd. Lávarður Domer kom inn og gekk til henn- ar. Fyrir hvaða mynd heldurðu að þetta auða rúm sé ætlað?” spurði hann. “Eg veit ekki,” sagði hún. “Fyrir konuna mína. Veistu það Florence? Eg var vanur að koma hingað inn, og horfa á þetta auða rúm, sem engin brjóstmynd var í, og eg var að hugsa um, ef nokkurntíma mundi verða þar mynd, við hliðina á myndinni af mér. Eg efaðist um hvort eg mundi nokkurn- tíma kynnast 9túlku, sem eg gæti elskað og fengið fyrir konu. Eg virti oft fyrir mér í huganum, þær stúlkifr, sem eg þekkti, og reyndi að finna meðal þeirra einhverja sem mér litist á, en árangurslaust. Eg sá aldrei andlit, sem eg gat elskað, fyr en eg sé þig.” Hún leit sínum fögru augum á hann.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.