Lögberg - 01.03.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.03.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. MARZ, 1945 5 ÁHUGAMÁL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Þvottadagur Þvottapokar ættu að vera í öllum svefnherbergjunum og heimilisfólkið vanið á að setja óhreinu fötin sín í þá. Það flýtir fyrir húsmóðurinni. Þegar hún hefur safnað saman öllum óhreina þvottinum, ætti hún að láta hann á langt borð eða hillu 1 þvottaherberginu, leggja hrein blöð á gólfið svo hann ekki ó- hreinkist, ef hann stríkst við það. Nú aðgreinir hún þvottinn þannig: Hvítt léreft og lín. Ljóslitt léreft og lín. Dökklitt léreft og lín. Föt, sem láta litinn. Föt úr efni, sem verður að þvo varlega, rayon, ull og silki. Nú aðgreinir hún í sundur þvottinn, sem er mjög óhreinn ^ra þeim, sem er minna óhreinn, Setur til hliðar blettóttar flíkur oða dúka til sérstakrar hreinsun- ar áður en þær eru látnar í þvottabalann; athugar bvort sauma þarf á hnappa eða gera þarf við saumsprettur og göt. ®itt nálarspor á undan þvotti sparar níu eftir hann. Hvíta þvottinn skal leggja í bieyti í volgt vatn. Það leysir UPP óhreinindin og styttir þvotta tírnann, því sápan verkar þá Ijótar á þvottinn. Þvotturinn þ^rf ekki að liggja í bleyti leng- Ur en 10 til 15 mínútur. Berðu sápu á kraga og líning ar eða aðra staði, sem er óhrein ^stir; vefðu flíkina saman o, e§ðu í bleyti. Léreft og lín, sen e^ki láta litinn má einnig leggj | bleyti. Þær flíkur, sem lát hinn, má aldrei leggja í bleyt: Ue heldur rayon, silki eða ullar efni. Nú skal setja vatn í þvotta- yólina, sem er 130 til 150 gráður a ^ahr.; setja svo vélina á stað °S bæta sápu í balann þar til SaPufroðan ofan á balanum er Ulu 2 til 3 þumlungar á þykkt. ^egar víst er að öll sápan sé eyst upp, skal láta fötin í, smátt eg smátt, eftir því, sem stærð Pvottavélarinnar leyfir. Það er aríðandi að setja ekki of mikið í þvottavélina í einu, því ekki einungis getur það íþyngt mót- 0fn,Urn um °f heldur einnig kom- 1 1 veg fyrir að fötin hreyfist yuðveldlega til og frá, þannig að ahrif sápunnar fái að njóta sín hl fulls. Hve lengi þvotturinn stendur yfir er undir því komið hve °hreinn hann er. Fimm mínútur eru fullnægjandi fyrir þvott, sem e , i er mjög óhreinn; átta til tíu uu’nútur fyrir miðlungs þvott en lmmtán rnínútur fyrir utanyfir- Uxur og verkamanna föt, sem eru mjög óhrein. Það getur ver- 1 skaðlegt að þvo þvott of lengi fegna þess að hætta er á óhrein- lndin setjist að í honum á ný. í hvert skipti og þvotturinn er ekinn úr balanum, sé vaínið e hi mjög óhreint, skal hleypa Uokkru af því í burtu og setja a íka mikið í staðinn af hreinu Vatni og bæta við sápu unz nægi- eg sápu froða fæst. , ^að liggur í augum uppi að °hreint vatn þvær ekki þvott- inn hreinann og þess vegna er sjálfsagt að skifta um vatn þegar það er orðið mjög óhreint. Fyrir hvíta þvottinn ætti vatnið að vera 130 til 150 gráður Fahr. Fyrir mislitann þvott þarf vatnið að vera dálítið meira en ylvolgt, en ekki undir neinum kringumstæðum snarpheitt. Föt sem láta litinn skulu þvegin sér í fremur köldu sápuvatni, fljót- lega og með nærgætni. Sápuna í þeim skal skola úr fljótt í þrem- ur vötnum við sama hita; kreistu úr þeim vatnið, vefðu inn í þurku, sem snöggvast og hengdu síðan upp í skugga. Fara skal varlega að því að þvo fín efni, eins og silki, rayons og ullarefni. Nota skal fremur kalt sápuvatn. Ekki má leggja þessi efni í bleyti né nudda þau né snúa upp á þau, heldur skal þrýsta sápuvatninu í gegnum þau. Ef þau eru þvegin í þvotta- vélinni, má ekki renna vélinni lengur en 2 til 3 mínútur. Þegar búið er að þvo fötin, er áríðandi að nota rétta aðferð við það að skola úr þeim sápuna. Fyrsta vatnið ætti að vera á sama hitastigi og þvottavatnið og láta dálítið af “softener” í það. Næst er þvotturinn skolaður úr köldu vatni og ef nóg vatn er við hend- ina ætti að gefa honum þriðja baðið. Sumar konur skola þvottinn fyrst úr volgu vatni sem ofur- lítilli sápu hefur verið bætt í; næst úr tæru volgu vatni og síðast úr köldu vatni. Ef þvotturinn er skolaður í þvottavélinni, er hún látin snú- ast í þrjár mínútur. Vinda skal þvottinn á milli þess að hann er skolaður og hann tekinn úr bal- anum áður en vatninu er bleypt í burt, annars setjast óhreinindin úr vatninu í hann. Blámi, ef hann er rétt notaður, veitir hvíta þvottinum fagran blæ. Láta skal hann í síðasta skolunarvatnið eftir þeim regl- um, sem standa utan á pökkun- um. Gæta skal þess að bláminn blandist vatninu vel; hrist er úr fötunum og aðeins fá sett í vatn- ið í einu og vatninu haldið í hreyfingu. Það hefir einnig mikið að segja hvernig þvotturinn er undinn. Silki, rayon og ullarefni, má aldrei- vinda með því að snúa upp á þau, heldur aðeins kreista úr þeim vatnið og vefja síðan innan í þurkur. Ef vinda á þvottavél er notuð skal brjóta flíkina saman, þannig að efnið sé yfir hnöppum og öðru slíku, svo þeir strjúkist ekki af þegar flíkinni er rennt í gegnum vinduna. Þegar silki, ull og rayon efn- um er rennt í gegnum vinduna skal losa á keflunum. Ef eitthvað af þvottinum er stífað, skal það gert strax og búið er að vinda hann upp úr síðasta skolunarvatninu. Nota skal heita stífunarblöndu fyrir hvítan þvott, en volga fyrir mis- litann þvott. Stífaði þvotturinn er undinn vel og hengdur upp strax. Meira næst. Biblíu-Björn var maður biblíu- sstur og kryddaði einatt mál sitt með tilvitnunum úr Biblí- unni, en ekki var laust við að honum færist það stundum held- ur hlaufalega. Eitt sinn kom Björn votur og hrakinn úr póstferð til amtmanns ins. Sagði hann þá við Björn, að honum mundi ekki veita af að fara til kvenfólksins og láta það Velgja sér. Biblíu-Björn svaraði því brosandi: “Skrifað stendur: Þú skalt ekki freista Drottins Guðs þíns.” Vonin er draumur hins vak- andi manns. Franskur málsháttur. * * * Auður er þræll hins vitra en drottnari hins heimska. Enskur málsháttur. * * Ekki er allt hollt í maga, sem er sætt í munni. Danskur málsháttur. Rœða ■ (Frh. a/ bls. 4) son, féhirðir félagsins, hefir, eins og undanfarin ár, látið sér hag skólans miklu skifta. Stendur félagið, og allir, sem þessum mál- um unna, í mikilli þakkarskuld við kennarana fyrir fórnfúst nytjastarf þeirra í þágu vestur- íslenzkra menningarmála, og gildir hið sama um aðra, sem hlynnt hafa að þessu þarfa skóla- haldi. Milliþinganefnd í fræðslumál- um hefir einnig verið starfandi á árinu, og skipa hana hinir sömu og áður undir forystu frú Ingi- bjargar Jónsson. Hefir nefndin meðal annars haft það hlutverk með höndum að útvega nýjan forða kennslubóka í íslenzku heiman um haf, og hefir orðið vel ágengt í því efni, með góðri aðstoð Þjóðræknisfélagsins á ís- landi. Ýmsar af deildum félagsins, svo sem deildin í Riverton, undir handleiðslu Sveins Thorvaldson, M.B.E., vara-féhirðis félagsins, og deildin að Gimli, en forseti hennar er dr. Kjartan Johnson, hafa starfrækt íslenzkuskóla við ágæta aðsókn, svo að til fyrir- myndar má telja. Á síðastli ðnu þjóðræknisþingi var samþykkt fjárveiting til stuðnings íslenzkukennslu af hálfu deilda félagsins. Tel eg það bæði nauðsynlegt og ágæta fram sýni, því að félagið verður að leggja sérstaka rækt við þá hlið þjóðræknisstarfseminnar og styðja hana af fremsta megni. Verður aldrei of mikil áherzla á það lögð að efla og auka íslenzku fræðslu félagsins. Samvinnumál við ísland. Þau mál hafa á starfsárinu verið söguríkari og margþættari en nokkru sinni áður, og er það fyrst og fremst að þakka frá- bærri góðvild og rausn ríkis- stjórnar íslands í vorn garð. Hefi eg þegar vikið að heim- sókn dr. Sigurgeirs Sigurðssonar biskups vestur um haf, en eins og fólki er í fersku minni, sýndi ríkisstjórn íslands oss þann mikla sóma að senda herra biskupinn sem fulltrúa sinn og heimaþjóðarinnar á aldarfjórð- ungsafmæli félags vors. Fáum vér það seint fullþakkað. En þar sem sögulegrar komu biskups og glæsilegra ferða hans vestur hér er getið ítarlega í fundargerðum síðasta Þjóðræknisþings og einn- ig býst í sérstakri grein í Tíma- riti þessa árs, gerist eigi þörf að segja frekar frá kærkominni heimsókn hans í þessari skýrslu. Því einu skal þó við bætt, að þjóðræknismálum vorum og framhaldandi tengslum við stofn þjóð vora var ómælt gagn að komu hans, og mun sú heimsókn lengi lifa í þakklátri minningu Islendinga hér í álfu. En ríkisstjórn Islands lét eigi þar við lenda, Sigurgeir biskup hafði eigi lokið dvöl sinni hér í álfu, þegar þáverandi utanríkis- ráðherra, Vilhjálmur Þór, sem oss hefir um svo margt reynst hinn vinveittasti, bauð Þjóð- ræknisfélaginu, í nafni ríkis- stjórnarinnar, að velja fulltrúa fyrir Vestur-íslendinga til þess að vera gestur stjórnarinnar á lýðveldishátíðinni 17. júní. Valdi framkvæmdarnefndin, eins og kunnugt er, forseta félagsins til þeirrar sendifarar, og vil eg nú opinberlega þakka nefndinni fyrir þá tiltrú og sæmd, sem hún sýndi mér með því vali, og jafnframt láta í ljósi þá von mína, að flagsfólk almennt hafi verið ánægt með það fulltrúaval, en um erindisrekstur minn er vitanlega annara að dæma. Hinni ógleymanlegu ferð minni til Islands hefi eg lýst ítar- lega í ritgerð í Tímariti félagsins, sem nú er að koma út, og get því verið stuttorður um hana. Viss atriði í sambandi við ferð- ina eiga þó betur heima í þess- ari greinargerð, skýrslu minni til þingsins og félagsfólks alls. Það var að sjálfsögðu aðalhlut- verk mitt að flytja hinum ný- kjörna forseta íslands, ríkisstjórn inni og íslenzku þjóðinni bróður- legar kveðjur og heillaóskir Vestur-lslendinga og Þjóðræknis félagsins á lýðveldishátíðinni að Þingvöllum 17. júní; jafnframt notaði eg eðlilega það einstæða tækifæri til þess að þakka ríkis- stjórn og þjóð fyrir margvísleg vináttumerki í vorn garð, sem og öðrum velunnurum vorum, er þar áttu sérstaklega hlut að máli, svo sem Þjóðræknisfélaginu á Is- landi. Eg hefi áður sagt það, bæði á íslendingadeginum að Gimli og víðar, en vil endurtaka það hér ú rforsetastól, að kveðjunum héð an vestan um haf var tekið svo frábærilega vel af þúsundunum á lýðveldishátíðinni að Þingvöll- um, að mér mun aldrei úr minni líða. Var það auðfundið þá há- tíðlegu stund, að heimaþjóðinni brennur glatt. í huga eldur ræktarseminnar til þjóðsystkina sinna hérna megin hafsins. Sömu söguna var að segja annarsstaðar á landinu, en eg flutti kveðjur Islendinga vestan hafs og lýsti að nokkru lífi þeirra og starfi á mjög fjölmennum samkomum í öllum landshlutum. Eins og menn muna, sýndi herra Sveinn Björnsson, þáver- andi ríklsstjóri íslands, Þjóð- ræknisfélaginu þá miklu sæmd að gerast, ásamt Landstjóra Canada, verndari þess á aldar- fjórðungsafmælinu í fyrra. Var það hið fyrsta opinbera verk mitt eftir að til íslands kom að afhenda honum, í viðurvist ríkis- stjórharinnar, heiðursskírteini frá félaginu; en síðasta opinbera verk mitt, rétt áður en eg lagði af stað heimleiðis, var að af- henda honum, sem forseta ís- lands, að forsætis- og utanríkis- ráðherra viðstöddum, hina áletr- uðu eirtöflu, sem Þjóðræknis- félagið sendi íslenzku þjóðinni í nafni Vestur-íslendinga í tilefni af lýðveldishátíðinni. Þakkaði forseti íslands báðar þessar send- ingar með fögrum vinar- og viðurkenningarorðum í garð ls~ lendinga í landi hér og með hin- um hlýjustu óskum og kveðjum til þeirra allra. Er skemmst frá því að segja, að eg átti, sem fulltrúi ykkar, hinum ágætustu viðtökum að fagna, eigi aðeins af hálfu for- seta íslands og ríkisstjórnarinn- ar, heldur einnig af hálfu þjóð- arinnar allrar. Er mér ljúft og skylt að geta sérstaklega hinnar miklu vinsemdar og örlátu fyrir- greiðslu, sem eg naut af hálfu utanríkisráðherra og utanríkis- ráðuneytisins. Biskup íslands tók mér einnig, eins og vænta mátti, sem besta bróður, og stóð mér jafnan opið hið ágæta heimili þeirra hjóna. Fjöldamörg félög sýndu mér vináttu og virðingu; hvað snertir félag vort og þjóð- ræknisstarfið, nefni eg sérstak- lega í því sambandi Þjóðræknis- félagið á íslandi, sem hélt mér virðulegt samsæti, en forseti þess, Árni G. Eylands fram- kvæmdarstjóri, og frú hans, létu sér á margan hátt annt um að gera mér komuna sem ánægju- legasta. Félag Vestur-lslendinga fagnaði mér einnig með fjöl- mennu samkomuhaldi og sæmdi mig fagurri gjöf, en forseti þess er Halfdán Eiríksson kaupmaður, sonur Eiríks Þorbergssonar hér í borg. Þingvallanefnd, en hana skipa þeir alþingismennirnir og fyrverandi ráðherrar Jónas Jóns- son og Haraldur Guðmundsson, og Sigurður Kristjánsson al- þingismaður, bauð mér til dval- ar á Þingvöllum í gistivináttu sinni, og bæjarstjórn Isafjarðar, en forseti hennar er Guðmundur G. Hagalín ri'thöfundur, bauð mér einnig þangað sem gesti sínum, og þarf eigi að viðtök- unum að spyrja. Hefi eg þá nefnt nokkur dæmi þess, hvernig mér, sem sendi- boða ykkar og talsmanni, var tekið af hálfu hins opinbera á íslandi. Sérstaklega ánægjulegt var það að sjálfsögðu að endur- nýja kynnin við gamla samstarfs menn héðan að vestan, svo sem prestana sem hér hafa dvalið, og við marga aðra ágætismenn heimaþjóðarinnar, sem gist hafa byggðir vorar og verið oss kær- komnir og góðir gestir. Fann eg, að þeim er það enn sem áður, nema fremur sé, hið mesta áhuga mál, að samskiptin milli íslend- inga austan hafs og vestan megi halda áfram að vera sem fjöl- þættust og varanlegust. Hið sama kom fram í mjög drengi- legri ræðu í garð Vestur-íslend- inga, sem þáverandi forsætisráð- herra, dr. Björn Þórðarsson, hélt í virðulegu kveðjusamsæti, er utanríkisráðherra og frú hans efndu til fyrir mig, og í viðtölum við hann og marga aðra forystu- menn íslenzku þjóðarinnar, svo sem þann manninn, sem nú skip- ar forsætisráðherrasessinn, Ólaf Thors alþingismann, er einnig sýndi mér mikla góðvild og gest- risni. En það, sem gladdi mig mest og mér er annast um, að þið vit- ið og munið, er þetta: Hinni miklu vinsemd og ástúð, sem eg átti hvarvetna að fagna heima á Islandi, þeim mikla bróðurhug, er eg mætti þar af allra hálfu, var fyrst og fremst beint til ykk- ar, landa minna í Vesturheimi. Þessvegna hefir mér orðið svo fjölyrt um þá hliðina á ferð minni. Eg fór heim til Islands með fangið og hjartað fullt af hlýjum kveðjum héðan að vestan. Þeim reyndi eg að skila, eftir því sem eg var maður til og ástæður leyfðu, enda var eg altaf að skila kveðjum þessa tæpa tvo mánuði, sem eg dvaldi á Islandi. Eg kom vestur aftur með ennþá fleiri kveðjur. Hinum opinberu kveðj- um skilaði eg á hinni fjölmennu þjóðhátíð á Gimli 7. ágúst. Mörg- um hinna hefi eg þegar komið til skila, en öðrum mun eg halda áfram að skila eftir því, sem mér er frekast unnt. Einni kveðjunni ætla eg þó að skila hér, og er hún gott dæmi um andann og hlýhuginn í hinum fjölmörgu kveðjum til Vestur-lslendinga, sem mér voru faldar til fyrir- greiðslu meðan eg dvaldi á ís- landi og einnig í bréfum síðan heim kom. Umrædd kveðja er frá Lárusi J. Rist íþróttafrömuði og kennara, sem mörgum er hér vestra að góðu kunnur, og barst mér í símskeyti rétt áður en eg lagði af stað heimleiðis vestur um loftin blá. Hún er á þessa leið: “Vinur, þakka komuna og vask lega, dugmikla baráttu í þágu góðra málefna. Berðu alúðar- kveðju til landanna vestan hafs með þakklæti fyrir drengilegar móttökur og ógleymanlegar ánægjustundir frá ferðalaginu um íslenzku byggðirnar. Heill þú heim komir. Heill þú á sinnum sért.” 1 móttökufagnaði þeim, sem framkvæmdarnefnd Þjóðræknis- félagsins hélt mér, þegar eg kom úr íslandsferð minni, var þeirri mjög athyglisverðu hugmynd hreyft, af fleirum en einum ræðu manna, að félagið ætti að koma á fót og starfrækja upplýsinga- skrifstofu, með föstum starfs- manni eða konu, sem meðal annars hefði það verk með hönd- um að svara fyrirspurnum ís- lenzks fólks um ættmenni sín hvorum megin hafsins sem er. Er eg sannfærðari um það nú en nokkru sinni áður, að þar væri bæði um þarft og mikilvægt at- riði að ræða í sambandi við þjóð- ræknislega starfsemi vora, því að það liggur í augum uppi, hver styrkur þeirra starfsemi vorri er að því, að hin persónulegu tengSl milli ættmenna og vina haldist sem lengst yfir hafið. Vil eg mælast til þess, að samvinnu- málanefndin við Island, sem venju samkvæmt mun skipuð á þinginu, taki þetta/mál til al- varlegrar athugunar. Þakklátlega skal þess þvínæst getið, að Þjóðræknisfélaginu hafa á árinu borist ýmsar vina- gjafir frá íslandi. Séra Halldór Jónsson á Reynivöllum í Kjós sendi félaginu til útbýtingar all- mörg eintök af sönglagi sínu við ættjarðarkvæðið “Eldgamla ísa- fold”, og hafa þau verið send til deilda félagsins. Einnig hefir félagið hlotið að gjöf fagran og áletraðan íslenzkan borðfána frá íþróttasambandi Islands, en for- seti þess er Benedikt G. Waage kaupmaður. Þá hefir Ungmenna- félag Islands, samkvæmt tilkynn ingu frá Daníel Ágústínussyni ritara þess, ákveðið að gefa Þjóð- ræknisfélaginu kertastjaka, gerð- an af Ríkarði Jónssyni mynd- skera, en formaður Ungmenna- félagsins er sra Eiríkur J. Eiríks- son að Núpi í Dýrafirði. Einnig bárust félaginu faguryrtar bréf- legar kveðjur frá stjórn Sam- bands íslenzkra barnakennara, undirritað af formanni þess og ritara, þeim Ingimar Jóhannes- syni og Guðm. I. Guðjónssyni. Stjórnarnefnd félagsins hefir, sem vera ber, þakkað þessar góðu gjafir og kveðjur, en þá ber eigi síður að meta þann góðhug í garð félagsins og Vestur-íslend- inga, sem þær bera svo fagurt vitni. Þjóðræknisfélögin hafa og á árinu skifst á hátíðakveðjum. Loks hefi eg þá miklu ánægju að bjóða hjartanlega velkomna á þjóðræknisþingið, í nafni stjórn arnefndar og félagsmanna, tvo ágæta fulltrúa íslands og vini vora, þá dr. Helga P. Briem, aðal- ræðismann Islands í New York, æfifélaga í félagi voru, og Árna G. Eylands framkvæmdastjóra, forseta Þjóðræknisfélagsins á Is- landi, sem er heiðursfélagi í fél- agi voru. Skuldum vér þeim báð- um margyíslega vinsemd og stuðning. Munu þeir báðir á- varpa þingið, og flytja auk þess ræður á samkomum í sambandi við það. Setur það íslenzkari og hátíðlegri svip á þingið að hafa svo góða gesti í- vorum hópi. Samkomuhöld. Það hefir verið góður siður Þjóðræknisfélagsins að sýna þeim mönnum úr vorum hópi, sem hafist hafa til vegs og virð- ingar í hérlendu þjóðlífi, verð- ugan sóma. í þeim anda efndi félagið, í sa,mvinnu við “Icelandic Canadian Club” til virðulegs og fjölmenns mannfagnaðar til heiðurs Hjálmari A. Bergman, K.C., í tilefni af því, að hann hafði verið skipaður dómari í áfrýjunarrétti Manitoba-fylkis, sem er hæsti réttur fylkisins. Hafði vara-forseti samkomu- stjórn með höndum, en forseti flutti aðalræðuna fyrir minni heiðursgestsins. Einnig stofnaði stjórnarnefnd félagsins til fjöl- sótts kveðjusamsætis fyrir þau dr. Eggert Steinþórsson og frú hans, en þau höfðu bæði tekið góðan þátt í félagsmálum vorum. Stýrði vara-forseti samsætinu í fjarve^u forseta, er sendi bréf- lega kveðju. Þá stóð félagið að mjög fjölmennri söngsamkomu, er Eggert Stefánsson söngvari hélt í Winnipeg, og í veglegri kveðjuveizlu, sem “Icelandic Canadian Club” efndi til söngv- aranum til heiðurs, flutti bæði forseti og vara-forseti ræður. 1 sambandi við komu söngvarans á vorar slóðir skal þess jafn- framt getið, að Þjóðræknisdeild- in “Báran” að Mountain átti hlut að fjölmennri samkomu hans þar í byggð; forseti deildarinnar er H. T. Hjaltalín. Útgájumál. Útgáfa Sögu Islendinga í Vest- urheimi er nú, sem kunnugt er, í höndum sjálfboðanefndar, og er þriðja bindi ritsins nú á upp- siglingu. Nýtur útgáfan ágætrar fyrirgreiðslu Menntamálaráðsins á íslandi, en formaður þess er Valtýr Stefánsson ritstjóri, sem jafnframt er vara-forseti Þjóð- ræknisfélagsins á íslandi, og hinn áhugasamasti um samvinnumálin milli íslendinga yfir hafið. Varð eg þess var, að mikill áhugi er fyrir útgáfu sögunnar heima á ættjörðinni, og sæmir oss hérna megin hafsins að leggja henni það lið, sem vér megum, bæði með því að kaupa hana og greiða fyrir útbreiðslu hennar á annan hátt. Tímaritið kemur út venju sam- kvæmt, og mun vandað og girni- legt til fróðleiks sem fyrr, en (Frh. á bls. 8)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.