Lögberg - 01.03.1945, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. MARZ, 1945
7
Geysir
Stúlkur og drengir:
I síðasta kafla sagði eg ykkur
frá eldfjöllunum og eldgosunum
a íslandi og hvernig hin heita
grjótleðja brýst upp úr jörðinni,
vellur yfir landið í kring og verð-
ur hraun. Hraun eru mörg og
stór á landinu, einkum í óbygð-
Um' Mest þeirra er Ódáðahraun
norðan við Vatnajökul. Finnið
t>að á kortinu. Ódáðahraun er
stærsti hraunfláki sem til er á
jörðinni.
Nú eru eldgos á íslandi miklu
fátíðari en áður var. Þau smáu
eldgos, sem komið hafa í seinni
f!ð hafa verið langt frá manna
kyggðum.
Þessir jarðeldar á íslandi, sem
°ft á umliðnum öldum, hafa or-
sakað svo mikið böl, færa þjóð-
inni einnig blessunarríkar gjafir.
Jarðeldarnir hita vatnið niðri
1 jörðinni, þetta heita vatn
sprettur upp úr jörðinni víðs-
Vegar um landið. Þegar vatnið
sýður er uppsprettan kölluð
hver; ef það er volgt, þá er það
nefnt laug. Sumir hverir gjósa
vatni og gufu hátt í loft upp.
Frægastur þeirra hvera, sem
gjósa er hinn mikli Geysir. Allir
aðrir gos-hverir í heiminum hafa
verið nefndir eftir Geysi. Á frið-
artímum koma margir ferða-
^renn til Islands til þess að sjá
Þetta náttúru undur.
Finnið Geysir á kortinu.
Þegar þið ferðist til Geysis,
^unið þið sjá stóra skál fulla af
sjóðandi vatni. Alt í einu heyrið
þiö dunur og dynki langt niðri
1 Jörðinni; jörðin skelfur, vatnið
sýður út af skálar börmunum.
Svu kemur gosið. Sjóðandi vatns-
strókar þeytast beint í loft upp
Uln 150 til 200 fet. Eftir svo sem
ffu mínútur fellur vatnið alt í
einu niður í skálina; hún verður
tóm og þá sést pípa niður úr
henni. Brátt fyllist skálin aftur
svo er kyrð þar til næsta gos kem
ur. Stundum er hægt að flýta
gosinu með því að gefa Geysir
sápu.
Þótt það sé gaman og hrífandi
að horfa á goshverina, þá eru
þeir til lítils gagns, en það er
hægt að nota vaínið í hinum
hverunum sem ekki gjósa.
í næsta kafla mun eg segja
ykkur frá því hvernig íslending-
ar beizla heitu uppspretturnar og
notfæra sér þær á margvíslegan
hátt.
Orðasafn.
grjótleðja — molten rock
óbyggðir — uninhabited land
hraunfláki — lava-field
fátíðari — uncommon, rare
jarðeldar — subterranean fires
umliðnum — past
orsakað — caused
blessunarríkar — beneficial
gjafir — gifts
sýður — boils
uppspretta — water spring
hver — hot spring
volgt — warm
laug — warm spring
gjósa — errupt
gufa — steam
friðar tímar — peace time
ferðamenn — tourists
náttúru-undur — wonder of
nature
skál — basin
dunur og dynkir — deep
rumblings
skelfur — trembles
skálar^barmur — basin rim
vatnsstrókur — water columns
tóm — empty
kyrð — rest, quietness
flýta — hasten the progress of
beizla — harness
notfæra — utilize
Huldukona.
Nýársávarp Forseta íslands:
^ýr þáttur 1 sögu
íslenzku þjóðarinnar
íslendingar! Þótt hver dagur-
lnu sé öðrum líkur nú í skamm-
^eginu hefir friðarhátíð jólanna
aÖ venju varpað birtu sinni í
ug og hjarta okkar allra. Og
ýrsta dag ársins veljum við til
,ess að horfa um öxl til liðna
ursins og beina huganum fram
a við, fyrst og fremst til árs-
lns> sehi nú er að byrja. Flestum
°kkar er það hugarhressing að
vita það, ag nú eru iiðnir hjá
unmustu dagar vetrarins, að úr
Pessu birtir með hverjum deg-
lnum, sem líður.
Það er e-tt at óhagganlegum
ógmálum lífsins, að ljós og
a uggi skiptast á, hife ytra sem
ið innra. Ef við lítum til ársins
Sern leið verða fyrir okkur bjart-
lr öagar, óvenjulega bjartir. En
einnig dimmir dagar, sumir ó-
Veujulega dimmir. Hver einn
0 kar hefir átt sína björtu daga
n§ sína dimmu daga. En , við
n um öll, Islendingar, einnig
a t sameiginlega slíka daga.
Goðafossdagurinn”, 10. nóv-
ember, var einn af sameiginleg-
j*0} dimmum dögum íslenzku
PJoðarinnar. Þann dag, og
n°kkra daga aðra, hafa mér
°mið í hug tvær óbrotnar ljóð-
uiur eftir norska skáldið og
etjuna Nordahl Grieg, sem
argir íslendingar eiga ljúfar
fn^urminningar um, Þær eru
vseðinu “17. maí”, sem var
innblásið og kveðið á myrkum
dögum norsku þjóðarinnar.
“Vi er saa faa her i landet
hver falder er bror og ven”.
Á íslenzku: “Svo fámenn er
þjóð vor, að hver sá sem fellur
er bróðir og vinur.”
Skáldið á við sína eigin þjóð,
Norðmenn, sem þó er margfalt
fjölmennari en við íslendingar.
Hversu miklu fremur getur
þetta átt, við okkar fámennu
þjóð. Öll slík manntjón hljóta
því að snerta viðkvæma strengi
í brjóstum okkar allra. Við
minnumst með lotningu þeirra
systkina og vina, sem fallið hafa
á árinu.
En, við látum ekki þar við
sitja. Við hljótum að beina hug-
anum fram á við. Og þá leitum
við uppi björtu dagana og reyn-
um að finna styrk og hvatn-
ingu í birtunni, sem frá þeim
stafar.
Og árið, sem leið, hefir fært
okkur marga bjarta daga. Þjóð-
aratkvæðagreiðslan í maí, lýð-
veldisstofnunin í júní, óvenju
lega sólríkt og gott sumar. Þessir
björtu dagar ættu að verða okk-
ur meira en stundarnautn. Þeir
ættu að verða okkur aflgjafi á
þessu ári, og lengra fram í tím-
ann.
Þjóðaratkvæðagreiðslan í maí
færði okkur heim sanninn um,
að enn getur íslenzka þjóðin
staðið'svo að segja sem einn mað
ur, ef mikið liggur við. Það
hlýtur að auka traustið á
sjálfum okkur, um leið og það
eykur okkur virðingu út á við,
meðal annara þjóða'.
17. júní á Þingvöllum verður
sá dagurinn, sem hæst gnæfir
í endurminningunni. En því má
ekki gleyma að án þess að þjóð
in hefði áður sýnt einhuga sinn,
við atkvæðagreiðsluna í maí, á
svo eftirminnilegan hátt, hefði
ekki orðið svo bjart yfir þess-
um degi, sem varð.
Á þessum óvenjubjarta degi
féll tjaldið fyrir fortíðina, og
var dregið upp aftur fyrir nýj-
um þætti í sögu íslenzku þjóð-
arinnar. Efni þess þáttar var að
vísu óskrifað þá. En um það
efni þóttumst við vita og þykj-
umst enn vita sumt, sem ekki
er fram komið. Við vitum, að
það verður áframhaldandi sjálf-
stæðisbarátta. Við vitum, að okk-
ur er öllum ætlað hlutverk í
þeirri baráttu, öllum án und-
antekningar. Við ætlum einnig
að gera okkur sem ljósast, hve
mikið veltur á því um framtíð
íslenzku þjóðarinnar, að allir,
hver og einn, láti sér annt um
að leysa sitt hlutverk sem bezt
af hendi, þótt við verðum að
leggja mikið að okkur.
Síðastliðið sumar fór eg víða
um land, þótt mér tækist ekki
að koma eins víða og eg óskaði.
Mér fannst eins og eg verða var
við hugarfar því líkt, sem eg
hefi drepið á, hvar sem eg kom.
Mér var hvarvetna tekið með
hlýju og ástúð. Eg nota þetta
kærkomna tækifæri til þess að
færa öllum þeim, sem þar áttu
hlut að máli, innilegar þakkir
mínar.
Eg fékk einnig tækifæri til
þess að finna sama hlýhuginn
hjá Vestur-lslendingum og öðr-
um íslendingum vestan hafs.
Það verður mér ógleymanlegt
hvern hug Vestur-íslendingar
bera til lands og þjóðar: hvern-
ig þeir fylgjast með málum okk-
ar, hvernig þeir hafa áhuga fyr-
ir þeim málum og hvern hlý-
hug þeir bera til okkar systkin-
anna austan hafs.
*
“Yngsta lýðveldi heimsins”
hefir ísland verið kallað í ræðu
og riti síðan 17. júní, hér á
landi og í öðrum löndum.
Margur unglingur mun hafa
orðið fyrir spurningu sem þess-
ari: “Hvað ætlarðu þér að
verða?” Það er misjafnt, hvern
ig unga fólkið er við því búið
að svara slíkri spurningu. En
margir munu geta svarað að
þeir hafi einsett sér að láta ekki
sitt eftir liggja til þess að verða
nýtir og góðir borgarar í þjóð-
félaginu og láta gott af sér leiða
fyrir aðra, hvern sess, sem þeim
sé ætlað að skipa.
Eg vil óska þess. að segja
mætti um íslenzku þjóðina, nú
á morgni hins nýja þjóðskipu-
lags, að hún hafi slíkan ásetn-
ing. Og, að hún vilji setja mark
ið svo hátt, að von sé um að Is-
land megi í framtíðinni skipa
virðulegan sess meðal þjóðanna.
Síðustu árin hafa fært okkur
heim sanninn um að sá tími er
liðinn er við vorum “Einbúi í
Atlantshafinu”. Hér eftir hljót-
um við að taka virkan þátt í
samstarfi með öðrum þjóðum,
virkari en nokkr*u sinni áður.
með þeim þjóðum sem við helzt
óskum að starfa með.
En, verður okkar þáttur í því
samstarfi ekki alltaf lítils met-
inn, svo fámennir og smáir, sem
við erum? Svo kunna ýmsir að
spyrja, bæði utan lands og innan.
Við skulum festa hugann
augnablik við nokkrar athyglis-
verðar staðreyndir í þessu sam-
bandi.
Fyrir rúmum 1000 árum
komu íslendingar á hjá sér rétt-
arþjóðskipulagi, sem var nær
þjóðskipulagi lýðfrjálsra þjóða
seinni alda en þá þekktist hjá
margfalt stærri og fjölmennari
þjóðum. Ákvæði í elztu lög-
bók okkar um gagnkvæmar
tryggingar og samábyrgð þegn-
anna hafa vakið athygli margra
á seinni árum. Á blómatíma
þjóðveldisins voru skráð hér á
landi rit á okkar eigin tungu,
sem eru sígild enn í dag og
fremri bókmenntum margra fjöl-
mennari þjóða. íslendingar voru
þá miklir landkönnuðir og
manna djarfastir í glímunni við
Ægi. Fræðsluhneigðin, bók-
menntaáhuginn og sókndirfskan
á hafinu hefir aldrei horfið meðal
íslendinga hversu mikið sem
á móti hefir blásið á erfiðum
tímum fyrir land og þjóð. Og
heldur ekki þolið og þrautseigj-
an við að glíma við náttúruöflin
á landi.
Við erum í hópi Norðurlanda
þjóðanna. Hinar Norðurlanda-
þjóðirnar eru allar smáþjóðir
að höfðatölu, samanborðið við
margar aðrar .þjóðir; þó eru þess
ar þjóðir ekki taldar eftirbátar
annarra þjóða á ýmsum menn-
ingarsviðum. Eg þekki ekki
neinn hóp annarra þjóða, sem
segja megi um með sanni að
þær muni aldrei bera vopn hver
á aðra, heldur ávallt jafna það,
sem á milli ber, með friðsam-
legum hætti. Þessa höfum við
íslendingar notið og munum
njóta með hinum frændþjóðun-
um.
Merkur, brezkur stjórnmála-
maður sagði'einu sinnf við mig,
að jafnan mætti treysta því að
Norðurlöndin héldu gerða samn-
inga. Vísindi, listir, félagsmála-
menning og ýms tæknimenn-
ing, þetta eru allt svið sem þessi
smáríki þola fullkomlega saman-
burð við stærri ríkin. Þau eru
þeim í sumum efnum fremri.
Og svo mætti lengi telja.
Meðal annars vegna þessara
staðreynda um fyrri sögu okkar
eigin þjóðar og annarra smá-
þjóða af sama kynstofni virðist
mér það ekki öfgakennd hugs-
un að við getum, ef við stönd-
um vel saman og leggjum okk-
ur alla fram, skapað menningu
með þjóð okkar, sem geti orðið
einnig öðrum til einhvers góðs,
og máske á einhverjum sviðum
til fyrirmyndar. Fámenni okk-
ar og fábreytni ætti að auðvelda
betri yfirsýn og gera hægara
að koma við þeim átökum, sem
við eiga, en hjá stærri þjóðun-
um, þar sem hjólin í þjóðfélags
vélinni eru orðin svo mörg og
margbrotin, að bæði öll yfir-
sýn og úrgreiðsla vandamála
hlýtur að verða mun erfiðari
og flóknari. Mér er kunnugt um
að þetta er hugmynd, sem ekki
er taliln fjarstæða af sumum
merkustu mönnum meðal stærri
þjóða.
Með stoð í fortíðinni- og í
þeim staðreyndum sem eg hefi
nefnt, finnst mér full ástæða fyr-
ir okkur að setja markið hátt
í áframhaldi sj álfstæðisbarátt-
unnar.
En orðin ein um að ætla sér
eitthvað hrökkva skammt. Okk-
ur er ekki heimilt að ætlast til
þess að okkur miði nokkuð
verulega í áttina að marki því,
sem við setjum okkur, nema
með því að leggja mikið að
okkur. Margir menntamenn,
fræðimenn, bændur, sjómenn
og annað vinnandi fólk á ís-
landi gætu sagt sögu af því, að
þeir hafi lagt hart að sér, beitt
allri orku sinni og neitað sér um
margt til þess að ná drengilegu
marki, sem þeir hafa ungir sett
sér. Þar með hafa þeir orðið
hæfir og nýtir borgarar í þjóð-
félaginu, leitt gott af sér fyrir
aðra og orðið landi sínu og þjóð
til sæmdar. Flestir munu viður-
kenna, að eina haldgóða leiðin
til þroska er að taka erfið við-
fangsemni fangbrögðum, þótt
leggja verði að sér allt, sem
kraftar og hæfileikar orka.
En því verður ekki neitað,
að þrátt fyrir óvenjumiklar
framfarir á síðustu áratugum,
stöndum við enn að baki öðr-
um þjóðum í ýmsum greinum.
Eg nefni sem dæmi hagnýta
þekkingu, fjármálahæfni og
félagsmálaþroska. Úr þessu
Hafið hugfaát
Pakkar handa stríðsföngum, blóðgjafir fyrir særða her-
menn, og líkn handa þeim þjóðum, sem sárast eru leiknar
af völdum stríðsins, eru aðeins nokkrar þeirra mannúðar-
ráðstafana, sem Rauði Krossinn beitir sér fyrir, og eftir því
sem stríðssóknin harðnar verða kröfurnar meiri. Eigi þessi
starfsemi að ná tilgangi sínum, þarf nú að safna $10,000,000
í frjálsum samskotum; og er þér gefið í sjóðinn, skúluð
þér minnast þeirra mörgu, sem ver eru staddir en þér, og
þarfnast aðstoðar Rauða Krossins. Gefið örlátlega.
Þörf fyrir peninga yðar er meiri en nokkru sinni fyr!
CITY HYDRO
verður ekki bætt nema með því
að leggja aukna áherzlu á
bætta þekkingu á þessum svið-
um. Sú þekking fæst að vísu
ekki á skömmum tíma, en það
má ekki draga úr áhuga okkar.
Margar þjóðir hafa undanfar-
ið orðið að leggja hart að sér og
þola miklar raunir og hörmung-
ar til þess að varðveita fjör sitt
og frelsi. Við eigum eftir að
leggja talsvert mikið að okkur,
til þess að láta það sannazt, sem
við öll trúum, að hér í landi
megi lifa góðu menningarlífi,
sambærilegu við önnur lönd, ef
þjóðin sem byggir landið nýt-/
ur frelsisins og finnur til þeirr-
ar ábyrgðar, sem öllu frelsi fylg-
ir.
Þessa trú verðum við að
halda við og reyna að efla hana
og auka.
Merkur maður erlendis hefir
sagt eitthvað á þessa leið: “Það
nægir ekki að elska land sitt
og þjóð. Sönn ættjarðarást
krefst þess að menn einnig trúi
á land sitt og þjóð.”
Hvað sem fram undan er,
vona eg að við missum aldrei
þessa trú.
Með þeirri ósk, að svo megi
verða, óska eg ykkur öllum sem
heyrið mál mitt gleðilegs nýárs.
Alþbl. 3. jan.
Á ný leitar Rauði Krossinn hjálpar yðar
til þess að græða sundurflakandi heim
GEFIÐ!
• Hvar, sem tortíming hernaðar .er að verki, sigla þjáningar
I kjölfar hennar. Ungir menn á vtgvelli og í sjúkrahúsum,
þjást af síirum. Smábörn, mæður, og gamalmenni eru húsvilt,
eru hungruð og án skýlis. Miljónir þjást af hverskonar sjúk-
dómum og skorti. Rauði krossinn heldur áfram að líkna;
stofnun þessi verður að hjúkra þeim sjúku og særðu; hún
verður að senda matvæli, fatnað og hjúkrunaráhöld til fjar-
lægra landa.
Rauði krossinn canadiski vill fullnægja þessum kröfum, og
canadiski Rauði krossinn, ert þú sjálfur, vinir þínir, nágrannar,
og alt fólkið í þessu fagra landi. Pér viljið hjálpa, já, lifinu
sjálfu I hinum þjökuðu löndum; þér veitið Rauða krossinum
alla yðar aðstoð og — GEFIÐ!
CANADIAN " REDCP.0SS
S<;.s
Fjórða hæð Free Press Bldg. Sími 98 806