Lögberg - 01.03.1945, Side 8

Lögberg - 01.03.1945, Side 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. MARZ, 1945 Úr borg og bygð “The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church will hold a regular meeting in the church parlor Tuesday afternoon, March 6th at 2.30 P.M. • Þakklœti. Gefið í byggingarsjóð Banda- lags lúterskra kvenna, frá Dorcas félaginu, Víðir, Man., $10.00. Kærar þakkir. H. D. • Meðlimir Þjóðræknisdeildar- innar “Báran”, að Mountain, N,- Dak., eru vinsamlega ámintir um að vitja hins nýútkomna Tímarits Þjóðræknisfélagsins annaðhvort til Hjartar T. Hjaltalíns eða Jóhannesar Anderson að Mount- ain. / • Mrs. S. W. Sigurgeirsson frá Riverton hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. • Mrs. Valgerður Erlendsson, hnigin all-mjög að aldri, merk kona og mikilhæf, lézt á sjúkra- húsi hér í borginni þann 20. þ. m. Hún hafði lengi búið rausnar og fyrirmyndarbúi í Reykjavíkur byggðinni við Manitobavatn, og þar var hún jarðsungin af séra Philip M. Péturssyni; þessarar ágætu konu, sem lætur eftir sig mannvænleg börn, verður vafa- laust nánar minnst, áður en langt um líður. • Dr. Haraldur Sigmar frá Mountain, N.-D., forseti hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, sem flutti ágæta útvarpsprédikun í Fyrstu lútersku kirkju síðastlið- ið sunnudagskvöld, lagði af stað suður til Columbus, Ohio, á þriðjudaginn í erindum kirkju- félagsins; þaðan ráðgerði hann að fara til Pennsylvaníu, og svo til New York borgar, þar sem hann flytur guðsþjónustu hjá ís- lendingum á sunnudaginn kfcm- ur. • Gifting. Gefin voru saman í hjónaband s. 1. fimtudagskvöld að heimili Mr. og Mrs. S. B. Stefánsson, 740 Banning st., þau Stefán Árnason og Lára Áshildur Björnsson að nokkrum vinum viðstöddum. — Séra Philip M. Pétursson fram- kvæmdi athöfnina. Brúðguminn er sonur þeirra hjóna Mr. og Mrs. Jón Árnason í Sturgeon Creek, en brúðurin er dóttir þeirra hjóna Mr. og Mrs. Björn Björnsson frá Laufási á Lundar. Faðir brúðarinnar var svaramað- ur hennar. Brúðhjónin voru að- stoðuð af John H. Árnason og Sigrúnu Björnsson. Veizluhald fór fram á eftir athöfninni, og var glatt á hjalla fram eftir kvöldinu. • Jón Sigurðsson Chapter I.O.D. E., heldur sinn næsta fund að heimili Mrs. E. A. ísfeld, 668 Alverstone St. á þriðjudagskvöld ið 6. marz kl. 8. • Félagið Viking Club héldur veizlu og dans á Marlborough hótelinu hér í borginni þann 16. þ. m. Verður þar mikið um dýrð- ir; fylkisstjórinn verður þar við- staddur ásamt frú sinni. Rev. Dr. O. B. Hoffsten verður aðal- ræðumaður; Mrs. Alma Gíslason skemtir með einsöng, en séra Philip M. Ptursson flytur borð- bæn. Aðgöngumiðar að borðhald inu kosta $1.50 á mann, en 50 cent að dansinum; meðal þeirra, er að undirbúningi skemmti- skrárinnar vinna, eru J. P. Kristjánsson og J. Th. Jónason. • Tií C. Tomassonar, Hecla. Eg óska þess um áramót, ei þín gæfa linni, það er meira gull en grjót greypt í sálu þinni. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heima 776 Victor St. Sími 29 017. Guðsþjónustur á sunnudögum. Kl. 11 f. h. á ensku. Kl. 12.15 sunnudagaskóli. Kl. 7 e. h. á íslenzku. Söngæfingar: Yngri söngflokkurinn á fimtu- dögum kl. 8. Eldri söngflokkurinn á föstu- dögum kl. 8. • Prestakall Norður Nýja íslands. 4. marz—Árborg, íslenzk messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. Afmælishátíð íslenzka lút. safnaðarins í Vancouver, B.C. íslenzk guðsþjónusta með altaris göngu, kl. 7.30 e. h. sunnudaginn 4. marz. Afmælismót kl. 8 e. h. fimtudaginn 8. marz, hvort- tveggja þetta í dönsku kirkjunni á E. 19th Ave. og Burns St. Fjölmennið. R. Marteinsson. Frá Vancouver, B.C. Fyrir rúmlega ári síðan var því hreift á meðal íslendinga í Vancouver að nauðsynlegt væri að stofna hér íslenzkt elliheimih Mikið hefir verið um þetta mál rætt, hafa verið haldnir almenn- ir fundir, og nefndir hafa starf- að málefninu til framfæris. Nú er svo komið að fimmtán manna nefnd, sem kosin var á almenn- um fundi 24. janúar, er farin að stofna félagsskap, sem hrinda á þessu málefni í framkvæmd. Ai- mennt álit er að þörfin sé mikil fyrir Elliheimili hér á ströndinni. Nú er íslendingum óðum að fjölga, hefir meira en tvöfald- ast íslendingahópurinn hér á síðastliðnum fjórum árum. Varla væri hægt að hugsa sér skemti- legra pláss og aðgengilegra fyrir gamla fólkið heldur en einhver- staðar í Vancouver borg. Nefndin veit fyllilega að hún verður að leita á náðir góðviljaðra íslend- inga, því mikla peninga þarf til að koma þessu fyrirtæki í fram- kvæmd. Það er því einlæg ósk nefndarinnar að þeir, sem geta fundið hjá sér hvöt til að styrkja þetta fyrirtæki láti til sín heyra, annaðhvort munnlega eða bréf- lega, sem allra fyrst. Meðlimagjald í félaginu hefir verið ákveðið að verði tveir dalir á ári, en þeir sem gefa stærri upphæðir, tuttugu og fimm dali eða meira verða skrifaðir inn sem lífstíðar meðlimir. Peningar skulu sendast til Mr. Stefán Eymundson, 1070 W. Pender St., Vancouver, sem er féhirðir félags ins. Nefndarmenn eru Thorður Helgason, Bjarni Kolbeins, Miss Gerða Christopherson, Mrs. H. S. LeMessurier, Halldór Frið- leifsson, Mrs. J. S. Christopher- son, Dr. J. C. Grímson, L. H. Thorlákson, Dr. E. J. Friðleifson og Rev. R. Marteinson. Fram- kvæmdarnefndin er: Carl Fred- erickson, 1936 W. 8 Ave., Van- couver, forseti. G. F. Gíslason, vara-forseti, Magnús Elíason, skrifari. H. J. Halldórson, vara- skrifari og Stefán Eymundson, féhirðir. Nefndin. Wartime Prices and Trade Board Sykurskamturinn minkaöur. Það hefir verið ákveðið að minka sykurskamtinn um tvö pund á mann fyrir árið. Hingað til hafa sykur seðlar öðlast gildi tveir og tveir í einu á fjögurra vikna fresti, eða, þrettán sinn- um ári. Nú hefir þessu verið breytt þannig, að seðlar ganga í gildi einu sinni á hverjum mánuði, eða, ekki nema tóif sinnum á ári. Þessi sparnaður nemur tuttugu og fjórum miljón pundum árlega. Bændur, pantið áburð nú þegar! W. P. T. B. áminnir bændur um að panta áburð nú þegar, og taka við pöntunum sem allra fyrst. Ekki fyrir þá ástæðu að það sé skortur á þessu efni, held- ur vegna flutningserfiðleika. Járnbrautirnar verða að láta hernaðarkröfur sitja í fyrirrúmi og það er skortur á flutnings- vögnum. Spurningar og svör. Spurt. Eg lét gera talsverðar breytingar á húsi sem eg á, og bað um leyfi til að hækka leig- una, en leigunefndin samþykti ekki nema helming af því sem eg bað um. Hvert get eg farið með umkvörtun? Svar. Þú getur fyllt út skjal sem nefnist “Notice of Appeal” innan fimtán daga frá því að leigan var ákveðin af leigunefnd- inni, og lagt það fyrir “Court of Rentals Appeals”. Spurt. Eg hefi tvö herbergi sem eg er fús til að leigja út fyrir kostnaði á hitun ljósi og vatni. Er þetta leyfilegt? Svar. Ekki nema með því að fá samþykki frá W. P. T. B. leigu- nefndinni. Spurt. Er ekkert búið til af skautum og skautaskóm handa börnum og unglingum. Eg hefi verið að reyna í allan vetur að fá skauta handa syni mínum. Svar. Vegna þess að það skortir ■bæði skó og menn til vinnu, hefir sama sem ekkert verið smíðað af skautum handa börnum þetta ár. Alt sem búið er til af þessu tagi fer til hermannanna. Spurt. Á matsöluhúsinu þar sem eg borða fást nú ekki nema í mesta lagi tveir molar með kaffinu, áður fengust þrír, hefir þeirra skamti verið breytt? Svar. Já. Þeirra skamtur var minkaður fyrir skömmu, og því mjög líklegt að þeir sjái sér ekki fært að skamta eins ríflega og áður. Spurningum svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Winnipeg. Rœða (Frh. af bls. 5) Gísli Jónsson prentsmiðjustjóri annast sem áður ritstjórnina. Frú P. S. Pálsson hefir, eins og síðastliðið ár, haft söfnun aug- lýsinga með höndum og rækt það starf með frábærlega góðum ár- angri. Upplag ritsins verður einn ig með stærsta móti, og skal þess jafnframt þakklátlega getið, að Þjóðræknisfélagið á íslandi hefir aftur í ár pantað 750 eintök af ritinu og útbýtir þeim til félags- manna sinna. Önnur mál. Eftirfarandi milliþinganefndir leggja væntanlega fram skýrslur á þinginu: samvinnumálanefnd við ísland, en vara-forseti er for- maður hennar; minjasafnsnefnd, formaður Bergþór E. Johnson, og nefnd sú, er safna skal þjóðleg- um fræðum, en formaður hennar er séra Sigurður Ólafsson, ritari félagsins. Lagðar verða einnig fram prentaðar skýrslur féhirð- is, fjármálaritara og skjalavarð- ar, Ólafs Pétursson, og vísast til þeirra um fjármál flagsins. Lokaorð. Framangreint yfirlit yfir starf- semi Þjóðræknisfélagsins á liðnu ári ber því vitni, að hún hefir sem áður verið harla víðtæk, og í fullu samræmi við hina þrí- þættu stefnuskrá félagsins, sem skipar, eins og vera ber, í önd- vegi hollustunni við þau löndin, sem vér eigum þegnskuld að greiða, en leggjum jafnframt á- herzlu á það, að þeir, sem kunna skil á fortíð sinni og menningar- verðmætum, ^séu líklegastir til að reynast sem nýtastir borgarar í sínu nýja landi og leggja mest á borð með sér menningarlega. Margt hefði þó vafalaust mátt betur fara í starfinu og ýmislegt verið látið óunnið, sem gert skyldi. Ber því að taka fegins- hendi bendingum, sem til bóta stefna og framfara, enda er oss þörf heilbrigðrar gagnrýni í þjóð ræknismálum, rétt eins og í lífi voru og starfi, og allt betra held- ur en logn aðgerðaleysisins og áhugaleysisins, sem leiðir til kyrr stöðu og dauða í félagsmálum. En heilbrigð er sú gagnrýni, sem borin er fram af áhuga fyrir málefninu og flutt af einlægni og drengskap. Hitt skyldi þó jafn- hliða haft hugfast, að aðfinnslu- semin tóm, hin neikvæða afstaða ein sér, flytur ekkert málefni fram til sigurs. Til þess þarf um annað fram áhuga, góðvilja og fúsleika til að leggja eitthvað í sölurnar fyrir málstaðinn. “Oft týnist gullin hugsjón í hversdagslegu þrasi”, segir eitt hinna yngri skálda á íslandi í einu kvæða sinna. Það skyldum vér eigi láta oss henda. Oss bíða svo mörg verkefni *í þjóðræknis- málum vorum, sem krefjast sam- eiginlegra átaka. Ónumin lönd í ýmsum byggðum vorum, öflugri og víðtækari íslenzkufræðsla, framhaldandi og aukin samvinna við yngri kynslóð vora, sem halda skal á lofti merkinu í fram tíðinni, og auð skörð, sem fylla þarf, því að'maður verður að koma í manns stað, eftir því sem frekast er unnt. Víst er um það, að margir traustir stofnar hafa fallið í fylkingu vorri, en marga eigum vér sem betur fer mæta og áhugasama samherja ofar moldu, karla og konur, og skul- um vér því sækja fram í anda orða Arnar skálds Arnarsonar: “Þó að hetja hnigi í valinn, hefjum merkið. Fram skal stefna!” Að svo mæltu þakka eg stjórn- arnefndinni fyrir ágæta sam- vinnu á árinu, félagsfólki góð- hug og traust, býð yður öll vel- komin og óska þess, að þing- störf vor verði þannig unnin, að samvistirnar og samstarfið verði oss til gleði, gagns og sæmdar. “CELLOTONE” CLEANING SPECIALS SuiTS - - - 59c (Mens 2 or 3 piece) DRESSES - - 69c (Plain 1 piece) CASH AND CARRY Other Cleaning Reduced PHONE 37 261 PERTH’S The Swan Manufacturmg Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-BTRIF Winnipeg. Halldór Methusalems Swan Eigandi 281 James Street Phone 22 841 Ambassador Beauty Salon Nýtíxku snyrtistofa Allar tegundir af Permanents. íslenzka töluð á, staðnum. 257 KENNEDY STREET, fyrir sunnan Portage Sími 92 716 S. H. Johnson, eigandi. Minniát BETEL í erfðaskrám yðar LÁN íyrir personulegar þarfir Þegar yður liggur á reiðufé er bankalán ef til vill haganlegasta úrlausnin. Lán, til þess að borga skatta, samansafn skulda, sjúkrahúss- og læknis-reikninga og annað þessu líkt, er oft veitt af þessum banka ábyrgðum mönnum og konum, sem hafa getu til að endurgreiða lánið. Láns- vextir eru sanngjarnir og endurgreiðsla í hentugum afborgunum, ef þér æskið þess. Framkvæmdarstjóri Royal Bank og Canada í ná- grenni yðar mun með ánægju ræða um persónulegt lán við þig hvenær sem er og útskýra hin einföldu skilyrði fyrir veitingum slíkra lána. THE ROYAL BANK OF CANADA NÝ BÓK U Björninn úr Bjarmalandi” EFTIR ÞORSTEIN Þ. ÞORSTEINSSON Útgefendur: J. Th. Beck, Ásg. Guðjohnsen Yfirlit yfir þroskasögu Rússlands og helstu heimsviðburði í síðastliðin 25 ár. Verð: saumuð í góðri kápu $2.50 — í bandi $3.25. Burðargjald 10 cent Pantanir sendist til THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVE. WINNIPEG MANITOBA \/ erum samtaka um stuðning við allar liknarstofnanir hverju nafni, sem þær nefnast, og látum ekki undir höfuð leggjast, að kaupa stríðssparnaðar skírteini. DREWRYS LIMITEO HOUSEHOLDERS -- ATTENTION — We have mosi of íhe popular brands of coal in stock aí preseni, bui we cannoi guaraniee ihai we will have ihem for ihe whole season. We would advise ihai you order your fuel ai once, giving us as long a lime as possible for delivery. This will enable us io serve you beiier. MCPURDY CUPPLY V/BUILDERS'O SUPPLIES c° . LTD. and COAL Phone 23 811—23 812 1034 Arlinglon St. G. J. A.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.