Lögberg - 19.04.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.04.1945, Blaðsíða 6
6 .LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 19. APRÍL, 1945 Dulin fortíð “Móðir mín, ert þú viss um að allt gangi vel fyrir Verner?” “Gangi vel fyrir honum; hvað meinarðu með þessu, Robert?” “Nú, til að segja þér eins og er; þá hefur mig dreymt skrítilega drauma, og eg er ekki viss um að allt gangi vel fyrir honum.” “Undarlega drauma!” endurtók Mrs. Elster; “hvað meinar drengurinn?” Hann setti kaffibollann frá sér, og horfði rannsakandi á hana. “Þú ert svo taugaveikluð, að eg vil helst ekki tala um það við þig. Þú mátt ekki taka það nærri þér; en ef það er eitthvað leyndarmál í sambandi við Verner, þá þarf eg að fá að vita það.” Móðir hans varð hrædd, er hún heyrði hvað hann sagði og hvítnaði upp. “Þú sérð móðir, þegar mann dreymir það sama hvað eftir annað, þá vekur það grun hjá manni, er ekki svo?” “Eg veit ekki, Robert, eg skil þig ekki.” “Það sem eg vildi segja er, að mig dreymir það sama hvað eftir annað.” “Jæja, segðu mér það þá,” sagði hún. “Það er altaf sami draumurinn. Einhver kona kom inn í svefnherbergið okkar. Mig hefur dreymt hana svo oft, að eg get alveg lýst henni fyrir þér. Hún er miðaldra, með myndarlegt, en ekki frítt andlit, er í síðri grárri kápu, og hefur slör fyrir andlitinu. í draumum mínum gerir hún altaf það sama — hún kemur inn í svefnherbergið, stendur hjá Verner og grætur yfir honum. En það sem hræðir mig mest er það, að hún snýr sér að mér og segir í óvanalega djúpum róm: “Það er leyndarmál sem viðkemur Verner, komstu eftir því.” “Guð veri mér náðugur,” hljóðaði Jana Elster upp; “hvað meinar það?” Robert glápti sínu frekjulega andliti á móður sína, sem sat þar bleik sem dauðinn, og nötr- andi af ótta. “Ó, Robert, Robert!” stamaði hún loksins út, hvað á þetta að þýða?” “Sjáðu til,” sagði hann, “eg vissi það fyrir- fram að þú yrðir veik, þegar þú heyrðir draum- inn, en það er engin ástæða til þess. Þú baðst mig um að segja þér hann. Ef það er um eitt- hvert leyndarmál að ræða, þá er best fyrir þig að segja mér það strax, eg þarf að vita það.” I huga hennar brá fyrir mynd af Miss Hope, eins og hún stóð fyrir framan hana fyrir mörg- um árum, með biblíu í hendinni, og hún heyrði hana segja í alvarlegum og stiltum róm. “Nú, Mrs. Elster, sverðu við þessa biblíu og von þína um sáluhjálp, að þú skulir aldrei segja frá þessu leyndarmáli.” “Eg sver það,” sagði hún og kysti biblíuna. Þetta flaug henni nú í hug, hún hafði aldrei þorað að brjóta þennan eið, þó henni hefði verið ógnað með bráðum dauða. “Það er ekkert leyndarmál, Robert; það er bara ímyndun þíh. Eg get ekki sagt þér hvað draumurinn þýðir, en það er ekkert leyndar- mál hér um að ræða; hvað getur það verið?” “En eg veit að það er,” sagði Robert í ákveðn- um róm. “Draumar hafa ákveðna merkingu. Eg er viss um að það er leyndarmál, og þessi kona gefur þér peninga til að þegja um það.” Hann vissi að hann hafði getið rétt til, því andlit móður hans var snjóhvítt af hræðslu. Hún horfði bænaraugum á hann, og ef hann hefði haft nokkra tilfinningu, hefði hann vor- kent henni. Nú var hann viss í sinni sök, áður var það, að mestu grunur — nú var það vissa. “Móðir mín,” sagði Robert, ofur rólega. “Mér finst þetta býsna hart, eg er þinn elskulegi son- ur, og þú vilt ekkert tillit taka til óska minna.” “Robert,” sagði móðir hans, “eg get ekkert sagt þér, þetta er bara þín ástæðulaus ímyndun — eg hef ekkert leyndarmál — Verner hefur ekkert leyndarmál heldur. Þú veist að draumar eru yfirleitt algjörlega marklausir.” “Við skulum sjá til, sagði Robert, drungalega. “Ef þú hefðir sagt mér frá því, þá væri nú allt eins og á að vera. Eg hefði staðið með þér, en nú segi eg frá því sem þú vildir ekki segja mér, og eg skal áreiðanlega komast að því, án þinnar hjálpar.” “Það er bláber ímyndun hjá þér Robert, frá upphafi til enda,” sagði móðir hans. “Er það? jæja, þá hefur þú svo mikið minna að ergja þig yfir, móðir mín, og eg minna að hugsa um og gera.” 32. KAFLI. i 1 Robert Elster gleymdi nú leyndarmálinu um stund. Móðir hans skyldi ekki hvaða breyting var orðin á honum allt í einu; hún horfði undr- andi á hann; hann virtist að hafa mörg járn í eldinum í einu. Hún hafði lifað tilbreytingar- lausu lífi, einn dagurinn hafði verið öðrum lík- ur fyrir henni. Hann virtist vera gripinn af einhverri óró; hann hélt aldrei kyrru fyrir, eina einustu stund. Hann var næstum alveg búinn að gera móður sína hjartveika; hann heimtaði stöðugt af henni, meiri og meiri peninga til að borga með fyrir skrautlega hálsklúta, hringi, og annað stáss er. hann vildi skreyta sig með. Skóna sína burstaði hann vandlega, þeir urðu að vera glansandi, svo hægt væri að spegla sig í þeim; ilmolíur urðu og ávalt að vera við hend- ina, og upp á síðkastið var hann farinn að brúka fína og kostbæra hanska. Móðir hans fór að ímynda sér að hapn væri í ástamálum við ein- hverja stúlkuna í nágrenninu. “Hvað á eg að gera,” hugsaði hún, “ef Robert skyldi finna upp á því að fara að gifta sig, og koma hingað með konu? Það lendir svo sem á már að fæða hana og klæða. Það væri þá úti um það rólega og þægilega líf, sem eg hefi not- ið hér hingað til.” Mrs. Elster gat rétt til um það. Hann var ást- fanginn í einni bóndadóttir þar í nágrenninu, sem fólk hélt, að stæði til að verða efnuð. Ef Robert hefði verið hygginn, en hann var það ekki, þá hefði hann vel getað séð það í andliti Kötu Repton, að hún var, blátt áfram hræðileg. Hún hafði fremur frítt andlit, en sem bar þess öll merki að hún var Zigöiner að meiru eða minna leyti. Hún hafði tinnusvört augu, harðneskju og æðisleg, sem voru gjör- sneidd allri mildi og blíðu. Ef hún reiddist, skutu þau eldi, sem gaf til kynna, að það Væri betra að gæta sín. Hún var há og vel vaxin, og hélt sig betur að búnaði, en nokkur önnur stúlka í nágrenninu. Hún hafði mikið kolsvart hár, gróft og gljáandi. Það var almennur orð- rómur þar í kring, að Mr. Repton hefði á yngri árum gert stórkostlegt glappaskot, er hann varð ástfanginn í Zigöiner stúlku og gifst henni. Hún hafði verið álitleg í sjón, hreinn og beinn eldur að geðsmunum. Hið gamla Tater blóð fossaði í æðum hennar. Það sem kom henni til að giftast var, að hún fékk þægilegt heimili, og gat verið sem heiðarlegs manns kona, og Mr. Repton hafði fengið brennandi ást á henni, svo hún gaf upp sitt umflakkandi og heimilislausa líf, og gjörðist Mrs. Repton. Það er undarlegt, en þó satt, að vondar konur njóta oft meiri ástar en þær sem eru góðar. Hver sé ástæðan fyrir því, er ekki hægt að segja, en Mr. Repton mundi aldrei hafa elskað milda og góða konu eins mikið og hann elskaði þessa Tater konu, sem átti ekki hið minsta af göfugum tilfinn- ingum í hjarta sínu. Þessi Mrs. Repton, var í einu orði sagt, vond manneskja. Hún hafði alla galla og lesti kyn- flokks síns. Hún sagði helst aldrei nokkurt orð satt; hún stal þegar hún gat komið því við, hún drakk þegar hún náði í áfengi. Ef hún gjörði eitthvað ennþá verra, voru það hennar heimuglegheit. Allir nágrannar hennar sögðu, að hún hegðaði sér svívirðilega, er maðurinn hennar var ekki heima. Þrátt fyrir allt þetta misti hún aldrei yfirráðin yfir manninum sín- um, sem unni henni svo mikið, og þegar hún dó, eftir tíu ára sambúð við manninn sinn, varð hann miður sín af sorg og söknuði. Hún var búin, áður en hún dó, að innræta dóttir sinni, sína eiginlegleika. Kata Repton hafði erft henn- ar vilta blóð, og ofbeldisfullu og grimmu skaps- muni. Fólk forðaðist að hafa nokkuð saman við hana að sælda. Þegar rauða litnum frá fyrir í augum hennar, vissu allir, að Kata var hættuleg. Það vildi til að verkamaður, sem vann á búgarði föður hennar, hafði sagt eitthvað sem henni mislíkaði. “Segðu það aftur,” orgaði hún upp, “og eg skal skjóta þig dauðann á sama augnabliki. Hann vissi að hún mundi ekki hika við það, og þorði aldrei að segja neitt framar við hana. Ungu mennirnir, sem undruðust hennar eld- legu augu og fríða Zigöin andlit, þorðu aldrei að eiga mikið tal við hana. Það var Robert Elster, sem varð hrifinn af fegurð hennar. Það voru hennar svörtu augu, sem hertóku hann, því honum sýndist hún horfa svo vingjarnlega á sig, hún gaf honum nokkur tillit, og með því var hann sigraður. Honum fanst að engin væri svo falleg sem hún, og ásetti sér að fá Kötu Repton og giftast henni. Hann gerði allt sem hugsanlegt var til að halda sér sem best til. Hann hafði svo þrönga skó á fótunum, að hann þoldi varla að ganga. Hann gekk tímum saman fram og aftur um veginn fyrir framan hús Reptons; hann roðn- aði í andliti, bara af að hugsa um Kötu, og svo hugsaði hann: “Eg er eins góður og nokkur annar, og eg skal fara til föður hennar og spyrja hann, e£ nokkuð er til fyrirstöðu, að eg fái Kötu.” Robert bjó sig nú í sín bestu föt og fór til Reptons, og spurði hapn án formála, hvort hann vildi gefa sér Kötu. “Það er ekki auðvelt að komast af við Kötu,” svaraði hann, “en úr því þú óskar eftir að fá hana, þá er það velkomið mín vegna.” “Eg er ekki hræddur við það, þó hún sé nokk- uð stórlynd,” sagði Robert. “Þeim mun betra,” ;sagði Mr. Repton. “Taktu nú eftir því, sem eg segi þér, Robert Elster, ef þú minnist nokkurntíma á þetta við Kötu, það er að segja, ef þú biður hennar, þá er þér betra að halda það sem þú lofar henni, mundu það; hún lætur ekki gera gabb að sér. Eg aðvara þig um það, áður en þú talár við hana. Eg hefi þekkt móðir þína í mörg ár, og langar ekki til að neitt illt hlytist af því. Eg segi þér hrein- skilnislega, að móðir Kötu var Zigöiner kona, og Kata er hættulegri en púður þegar hún slepp- ir sér. Ef þú segir eitt einasta ástarorð við hana, þá verður þú að standa hiklaust við það, og giftast henni.” “Það er einmitt það sem eg vil.” Hyggnari maður mundi hafa hugsað út í það, að faðir hennar áleit þessar upplýsingar nauð- sinlegar. ' “Eg verð líka að segja þér annað,” sagði Mr. Repton; “nágrannar mínir halda að eg sé vei efnaður; en eg er það ekki; eg hefi ekki neitt til að gefa Kötu, þegar hún giftir sig; og ekki heldur þegar eg dey. Hvað móðir hennar kostaði mig, veit enginn nema eg. Hvernig lýst þér á það?” “Það er Kata sem mig langar að eiga, en ekki peningana þína.” “Svo taktu hana þá í herrans nafni, og hamingj an gefi að þú hafir betri lukku en eg hafði.” Robert áleit að Mr. Repton væri maður sem hefði gaman af að slúðra um marklausa hluti, og hann vonaði að hann mundi ekki framar angra sig með slíku rugli. Eftir þetta hóf Robert bónorðið. Hann var aldrei viss um hvað Kata meinti; stundum var hún feimin og stundum eins og hún væri hrædd, svo á sama augnablikinu hörð og köld — sýndi sjaldan vingjarnlegt viðmót, en ef það kom fyrir, þá var hún alveg óvanalega elsku- leg. Það var ekki auðvelt að hafa hemil á þessari hálf siðmönnuðu fríðu stúlku. Hún dró hann á langinn og lét hann ganga eftir sér, þar til hún var búin að fá ótakmarkað vald yfir honum. í hvert skipti sem hann fór til að sjá hana, var hann aldrei viss um að hún vildi sjá sig, eða hýort hún vildi lofa honum að kyssa sig. Stundum var hún grett og önug og kvaðst ekki hafa neinn tíma til að slóra. Þrátt fyrir þessa óvissu æstist ásælni hans eftir henni. Loksins herti hann upp hugann og spurði hana blátt áfram, hvort hún vildi verða konan sín. “Konan þín!” sagði hún. “Eg held ekki, að eg verði góð kona fyrir neinn; eg vil ráða mér sjálf á allan hátt, ekki þurfa að lúta neins ann- ars vilja.” “Þú skalt fá að gjöra það,” sagði hann. “Kata, eg elska þig og vil gjöra allt fyrir þig.” “Eg hefi býsna slæma skapsmuni líka,” hélt hún áfram, “þegar eg er í vondu skapi get eg drepið hvern sem er.” . “Eg mun alls ekki skipta mér um það,” sagði Robert. “Þykir þér í alvöru vænt um mig?” spurði hún, og Robert fór að tjá henni ást sína, með alslags loforðum og eiðum, um órjúfanlega ást. Kata hlustaði á hann, og horfði fast á hann, síndm eldlegu augum, sem hann gleymdi aldrei. “Að hata, skil eg til fullnustu,” sagði hún, “eg held enginn taki mér fram í því, og eg held að eg geti líka elskað þig, þá verðurðu að muna eftir því, að það er betra að gjöra tigrisdýr reitt en mig. Þú verður að vera mér trúr, alla æfi þína.” “Kata, heldurðu að eg gæti elskað nokkra aðra konu, eins og eg elska þig mikið? Því ætti eg ekki að vera þér trúr,. og halda mig að þér einni? Eg hefi enga aðra en þig elskað, og ætla ekki að gjöra.” Kata rétti honum sína sterku hendi, og þau innsigluðu trúlofunina með handtaki. “Mér geðjast svo vel að þér, frá því fyrst eg sá þig,” sagði hún, “eg er viljug til að vera konan þín.” Og Robert kysti hinar blómstrandi varir hennar, og hélt sig vera í Paradís. Hann hélt að það væri nú enginn í veröldinni eins hamingju- samur og hann. 33. KAFLI. t Þau voru búin að vera trúlofuð nærri því í mánuð, og á þeim tíma hafði Mrs. Elster varla séð son sinn. Hún vissi bara að hann fór eitt- hvað í konbæna ferð, einhverstaðar í nágrenni við Croston, en hann hafði ekki sagt henni enn- þá, hver sú útvalda var. Hann var að vissu leyti glaðari en áður, og móðir hans hélt hann hefði gleymt að hugsa um Verner og leyndarmálið, meðan hann var að leita sér að kærustu; en það var misskilningur, hann hafði ekki gleymt því, hann hafði bara látið minna bera á því. Einn dag er hann var á skemtigöngu með Kötu, sneri hún sér sviplega að honum. “Robert, eg hefi aldrei átt nema eina vin- stúlku, hana Carrie Hope; og nú ætlar hún að fara að gifta sig.” “Það er rétt gert af henni,” svaraði Robert. “Þeim mun fleiri giftingar, þeim mun meiri hamingja í heimnum.” “Kærasti hennar gaf henni í gær hring með fallegum rauðum steini í; hún sýndi mér hann; hann gaf henni líka gullfesti.” “Hann elskar hana ekki meira en eg elska þig,” sagði Robert. “Eg veit ekki, mér þykir líka vænt um fallegar gjafir, mér mundi þykja vænt um hring eins og hennar, nei — ennþá fallegri.” Robert hugsaði og hugsaði, hvernig hann gæti fengið hring handa henni, og hve mikið hann mundi kosta; hann langaði til að gefa Kötu það sem hún bæði um. “Þú skalt fá hring, elsku Kata mín, og þú borgar mér hann með kossum. “Það er undir því komið,” sagði hún með myndugleik, “hvort þú getur gefið mér hring, og eyrnahringi.” Robert leist nú ekki á blikuna, og varð skugga- legur á svipinn. “Kærir þú þig svo mikið um það?” spurði hann. “Auðvitað, allar stúlkur eru hamslausar eftir þeim, og eg er eins og aðrar kynsystur mínar. Robert sá sér ekki annað fært en lofa henni eyrnahringjum líka. Hann bað móður sína um peninga, en hún sagði honum að hann væri búinn að fá svo mikið af peningum hjá sér, að hún gæti ekki látið hann fá meira. “Láttu mig þá fá þá, þaðan sem þú færð þína peninga frá,” sagði hann í skipandi róm. Móðir hans varð hrædd við ofsann í honum, en svarðaði honum engu. Robert var alveg frið- laus. Dag og nótt var hann að hugsa um hvar hann gæti fengið peninga, og að síðustu datt honum í hug að skrifa Verner. í Croston var gull og silfurmuna verzlun. Hann fann það út, að hann gat fengið þar hring fyrir 5 pund, með fallegum rauðum steini, -og eyrnahringi, sem glitruðu og bar mikið á. Verner fékk bréfið, og sendi honum peningana með mestu ánægju, og þótti vænt um að geta gert honum greiða, þó honum þætti ekki eins vænt um hann, eins og honum þótti sér bera. Robert fór strax til gullsmiðsins og keypti, bæði hringinn og eyranhringana. Hann hafði ákveðið að fara ekki til Kötu fyr en hann gæti uppfylt loforð sitt. Nú gat hann gert það, og glaður í huga flýtti hann sér út á búgarð Neptons. Kata fagnaði honum, lagði handlegg- ina um háls honum, og kysti hann marga kossa. “Já, þú ert reglulegur kærasti Robert; þessi hringur er helmingi fallegri en sá. sem Carris Hope fékk. Hvað hún öfundar mig af honum! Eg er svo glöð.” “Þú skalt fá fallegri hluti en þetta, Kata, bráðum,” sagði hann, og fann mikið til sín. Hún var líka stolt af honum, að eiga slíkan kær- asta. Hann hafði aldrei á æfi sinni verið eins sæll og hamingjusamur sem nú. Það var alveg nýtt fyrir hann að vera kallaður hjartagóður og fá þakklæti fyrir nokkuð, sem hann hafði gefið nokkrum, því hann hafði aldrei gefið neinum neitt. Hann var bara drukkinn af ánægju. “Kata, þú hefur, þegar allt er tekið til greina, glæsilegri framtíð fyrir þér en Carrie Hope,” sagði hann með mikillæti.” “Hún verður bara kaupmannskona, -en þú veist ekki hvað þú átt eftir að verða, hvað hátt þú kemst.” “Hvað meinar það?” “Eg get ekki sagt þér það núna, en það er allt útlit fyrir að þú verðir herramanns kona, Kata, og að við þurfum ekki að hafá mikið fyrir lífinu.” “Það mundi mér líka. Eg hata að vinna á búgarði, og eg er alveg viss um að eg get verið hefðarfrú, eins vel og nokkur önnur kona.” “Betur, miklu betur. Eg hefi aldrei séð nokkra konu hafa eins falleg augu og þú, Kata.” “Robert, getur þú ekki sagt mér hvernig það getur orðið?” “Eg get ekki sagt þér það, sem stendur, en eg held eg sé á réttri leið að uppgötva leyndar- mál.” “Leyndarmál,” sagði Kata, og augu hennar skutu eldingum. “Ó, Robert, segðu mér það.” “Eg veit eiginlega ekki um það sjálfur, en eg held það. Ef eg finn það út, Kata, þá máttu reiða þig á að þú skalt fá að vita um það allt saman.” “En hvernig getur það gert þig að herra- manni, og gert okkur mögulegt að lifa án þess að þurfa að vinna fyrir okkur?” spurði hún af miklum áhuga. “Eg býst við að fá mikla peninga fyrir það. Ef það er eins og eg held, Kata, þá get eg fengið mörg hundruð pund á ári, frá þeim sem það er viðkomandi,.fyrir að þegja um það.” “Eg skil, Robert”, sagði hún í hvíslandi róm, eins og leyndarmálið væri rétt þar. “Er það morð?” “Nei, langt frá því,” og hann hló að Kötu. “Hvernig getur þér dottið það í hug; það er allt annars eðlis.” “En þú verður að segja mér það, þegar þú veist meira um það.” “Já, þú skalt fá að vita allt um það.” “Enginn maður sem elskar konu, heldur neinu leyndu fyrir henni,” sagði Kata, og kysti hann. A

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.