Lögberg - 19.04.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.04.1945, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. APRÍL, 1945 . . . Og dauðir munu upprísa Eftir DÝSON CARTER Þýtt af Jónbirni Gíslasyni TYRIR EINU ÁRI SÍÐAN hefði fullyrðingu af þessu tagi ver- ið vikið til hliðar, sem andstæðri öllum kunnum vísindum. Nú í dag er svarið fengið; vísindamenn hafa nú þegar vak- ið nokkra menn upp frá dauð- um. Vér viljum bera fram eftir- farandi spurningu í hinni víð- tækustu merkingu: Er þajj) í raun og veru sannleikur að efnafræð- ingar vorir og lífeðlisfræðingar, hafi fundið aðferð til að sigra sjálfan dauðann? Já, það er virkileg staðreynd. Nú er dauðinn leiddur inn a rannsóknar og tilraunastofurn- ar, eins og hver annar óbrotinn einstaklingur og athugaður frá öllum hliðum, með kaldri og hnitmiðaðri vísindalegri ná- kvæmni, eins og t. d. penicillin og gerfi strokleður. Líkur hafa fundist fyrir því að dauð- inn muni vera mjög einfalt fyr irbrygði, ekkert annað en það sem vísindamenn kalla tvöfalda efnabreytingu, (reversible react ion). Tökum sem dæmi: Ef vér breytum hreinu vatni í súrefni og vatnsefni, framkvæmuni vér helming efnafræðilegs fyrirbrigð iá, vegna þess að sameining þess- ara tveggja efna, — súrefnis og vatnsefnis — skila hreinu vatni til baka. Ef vér aftur á móti brennum stykki af eldivið, fer fram ein- föld efnabreyting, vegna ’þess að vér getum ekki breytt öskunni og reyknum í eldivið. Þannig var litið á dauðann frá ómuna- tíð, efnabreytingin var talin ein- hliða og þeir dauðu þessvegna óafturkallanlegir. Vísindin voru sammála Shakespeare um að dauðir menn' ættu ekki aftur kvæmt til þessa lífs. Nú vitum vér að sú skoðun var röng. Hinn fyrsti maður er var flutt- ur til baka, handan yfir gröf og dauða, var Valentine Cherepan- ov. Hann var hermaður Soviet Rússlands og dó 3. marz 1944. Mjaðmirnar sundruðust gjörsam lega á vígvellinum og hann and- aðist af sárum og blóðmissi. Herlækna kviðdómur athugaði líkamann og kom þeim saman um, eftir allar kunnar vísinda- legar rannsóknir, að maðurinn væri dauður. Nú í dag er þessi maður lifandi og líður vel. Hann var reistur upp frá dauðum. Sár hans læknuðust og hann lifir með fjölskyldu sinni eins og ekkert hafi ískorist. Kraftaverkið — eða upprisan, ef yður líkar það. betur — var framkvæmt af Dr. Vladimir Negovsky, frá aðallæknatilrauna stöðinni í Moskva. Hið óvenjulega athyglisverða við endurlífgun mannsins er, að það var engin hending, heldur árangur og niðurstaða af löngum vísindalegum rannsóknum. Þetta einstæða kraftaverk hefir síðan verið endurtekið á tylftum dá inna einstaklinga, sem nú eru lifandi og líður vel. Aðferð Dr. Negovsky’s mun verða flokkuð með merkustu byltingum í sögu læknisfræðinn- ar. Hún gefur mannkyninu lof- orð um — ekki aðeins betri og fullkomnari sjúkrahúsa tækni, heldur einnig sigur yfir dauðan- um, sem fram til þessa hefir verið talinn ósigrandi. Þetta eru yfirgripsmiklar full- yrðingar og málefnið er svo al- varlegs eðlis, á ábyrgðarleysi má í ekki líðast í því sambandi. Slík upprisuhugmynd, sem þessi, hittir að vonum margan einstakl- ing í hjartað, því hver hefir ekki séð allar jarðneskar vonir ganga til grafar með látnum ástvin. Samtímis því er þér lesið þess- ar línur, er Valentine Cherepan- ov að skemta sér með börnum sínum eða í leikhúsi með konu sinni. Annað mikilvægi þessarar sögulegu endurlífgunar er, að rannsóknir Dr. N. í þessum efn- um, eru ekki eins dæmi, heldur eru þær einnig viðfangsefni margra annar sérfræðinga. Fá úrlausnarefni eru svo töfrandi sem þetta. Vér viljum nú athuga starf- semi Rússa í þessum efnum, nokkru nánar. Árið 1943, flutti. tímaritið “Life” myndasögu af tilraunum Rússa við endurlífgun dauðra hunda; þær rannsóknir kollvörp- uðu með öllu þeirri læknisfræði- legu kenningu, að dauðinn væri ósigrandi. Þessar tilraunir sýndu, að hundar sem voru að dómi læknanna steindauðir, urðu und- ir vissum kringumstæðam lífg- aðir við, án allra eftirkasta. Þeir urðu alheilir, léku sér úti, fengu sér maka og eignuðust afkvæmi. Sá, sem þetta ritar, sá hreyfi- mynd af þessum tilraunum. Myndin vakti ákaflega athygli meðal Canada og Bandaríkja- manna. Hin afar einfalda -aðferð er myndin sýnir, er öllum auðskil- in. Dr. Negocsky farast sjálfum þannig orð: “Hér sem utanlands er mikil áherzla lögð á inndæl- ingu blóðs og andrúmslofts, til endurlífgunar deyjandi líffær- um, en ónógri athygli hefir verið beint að samtímis tilraun við blóðrás og andardrátt. Verkanir þessa tvenns eru svo nátengdar og nauðsynlegar í samvinnu, að önnur hver út af fyrir sig er ófullnægjandi. Dr. Negovsky og félagar hans fundu upp tvær all-margbrotn- ar efnafræðilegar vélar; önnur þeirra endurtók nákvæmlega hjartaslög lifándi hunds, en hin samræmdist hinni stígandi og fallandi starfsemi lungnanna. Doktorinn tengdi því næst vél- hjartað og véllungað við barka og æðar dauða dýrsins og flæddi þá heitt blóð og ferskt loft gegn- um hinn kalda líkama. Eftir langann tíma færðist líf í dauða hjartað og lungun fyrir samtímis verkun þessara tveggja véla. 1 fyrstu voru þessar tilraunir gjörðar á dýri sem var nýdáið, en tíminn svo smálengdur, þar til ein klukkustund var íátin líða frá dauða til endurvakningar. Dr. Negovsky — sem er 35 ára gamall — framdi þessar tilraun- ir á 250 hundum. Hann var að- stoðaður af vel þektum vísinda- mönnum, bæði körlum og kon- um. Samvinna allra þessara sér- fræðinga hefir staðið yfir um 8 ára tímabil. Þeir hafa athugað nákvæmlega allar skrásettar endurlífgunar tilraunir og árang- ur þeirra. Starfsemi af þessu tagi byrjaði langt til baka í sögu læknavís- indanna og leiddi til dýrmætra uppgötvana, eins og t. d. lungna- dælu og annara áhalda til bjarg- ar druknuðum mönnum. Lyf eins og “adrenalin” komu stundum að notum ef hjarta sjúklingsins hætti að slá á lækningaborðinu. Almenningi eru ekki kunnar þær ítarlegu tilraunir sem farið hafa fram í þessu efni á liðnum tíma. Sem dæmi má nefna Kulyabko, er lífgaði barn er var dáið í margar klukkustundir. Það gjörðist fyrir meira en 40 árum. Aðalgalli þessara tilrauna fram an af, var sá, að hver vísinda- maður fyrir sig, einbeitti athygli sinni og tilraunum að einu vissu líffæri í senn; aftur á móti lagði Dr. Negovsky og félagar hans, áherzlu á að hafa áhrif á öll aðallíffæri líkamans samtímis. Skömmu eftir byrjun ófriðar- ins í Rússlandi, tóku þessi vís- indi á sig nýtt snið; áhöldin voru gjörð einfaldari og þægilegri í meðferð. Óbrotin loftdæla og blóðsprauta komu í stað hinna vönduðu líffæra eftirlíkinga. Með þessi nýju áhöld fóru vísinda- mennirnir alveg fram að víglín- unum og byrjuðu gætilega til- raunir sínar á særðum mönnum. Vér höfum ekki tíma né rúm til að fylgja þeim á þroskastigum þeirra við þetta verk, fet fyrir fet, en getum hinsvegar litast um og séð hvaða aðferðir þeir hafa nú og hvað hefir áunnist. Tökum hermanninn Nikolai K. sem dæmi: hann særðist al- varlega á fótlegg og var færður á sjúkrabörum til hreysis þess er Dr. Negovsky nefndi lækninga- stöð. Nikolai var nær dauða og öll eðlileg öndun hætt. Allar þekktar lífgunaraðferðir voru viðhafðar, en árangurslaust. Sér- fræðingar lýstu því yfir að mað- urinn væri að deyja og því ómögulegt og þýðingarlaust að taka særða fótinn af. Dr. Negovsky og félagar hans tóku við líkamanum; þeir höfðu byrgðir af heitu blóði er var bætt meir en venjulega, með súr- efni, glucose og adrenalin. Þessu auðuga blóði var dælt beint inn í hjartað sjálft gegnum slagæð- ina, en ekki inn í blóðið eins og HITLER HAFÐI AUGASTAÐ CANADA • Það hefði ekki farið vel fyrir oss Canadabúum, ef Hiíler hefði komið ráðabruggi sínu í framkvæmd. Hann heíði ekki auðsýnt landi voru minni grimd en hinum löndunum, sem hann tróð undir hæl. Fólk vort hefði verið hnept í þrældóm. Borgir vorar og byggðir hefðu verið lagðar í rústir, og auðæfum vorum rænt. • Synir vorir hafa háð frækilega baráttu til þess að ógilda áform hans. Fólk vort hefir lánað fé til þess að slanda straum af útgjöldum í þessu sambandi. Vér höfum öll lagt fram vorn skerf til þess að koma Hiller og hinum illvígu herskörum hans á kné. • Og nú biður Canada oss um nýtt lán. Vér verðum að ljúka stríðinu með fullnaðarsigri. Hermenn vorir verða að fá öll þau vopn og allan þann aðbúnað, sem þeir þarfnast; þeim verður að senda gnótt vista og hjúkrunaraðbúnaðar; sár þeirra þarf að græða, auk þess sem oss ber skylda til, að aðsloða þá þegar heim kemur, varðandi kjölfestu í borgaralegu lífi. • Kaupið eins mikið af Sigurlánsbréfum og yður er unt. Þau bera góða .vöxtu, og ef þér þarfnist peninga, getið þér ávalt fengið þá út á þau í bankanum Kaupið alt, sem þér megnið — það er skylda yðar gagnvart Canada — það er skylda gagnvart yður sjálfum. JJ In tUe íieát" KAIIPID SIBURLÁNSVEDBRÉF NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE 8-64

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.