Lögberg - 17.05.1945, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. MAÍ, 1945
3
í hvort um sjúklegt þunglyndi
sé að ræða, fyrst og fremst með
því að grennslast eftir, hvort
sjúklingurinn þjáist jafnframt af
kvíða yfirleitt, verkkvíða, hugs-
ana- og jafnvel athafnatregðu og
e. t. v., ýmsum brengluðum hug-
myndum. Óhjákvæmilegt er að
ræða við sjúkUnga þessa, en
það er venjulega árangurslaust
og botnlaust samtal. Sjúklingur-
inn virðist máske skilja mann
og ætla að taka sönsum, en venju
lega dugar sú sannfæring, sem
hann þannig fær, aðeins. meðan
verið er að tala við sjúklinginn.
Samt fá sjúklingar þessir oft
aðra meiningu út úr viðræðum,
jafnvel þó þær virðist alveg
ljósar. Margir þessara sjúklinga
hafa mikla talþörf. Meginatriðið
í framkomunni gagnvart þeim
er að vera sjálfum sér samkvæm
ur í því, sem maður segir við
sjúklinginn, segja helzt sem fæst
og því sem næst það sama hvað
eftir annað. Sjálfsagt er að gefa
sjúklingum ekki tækifæri til
þess að segja allt, sem þeim detí-
ur í hug viðvíkjandi einkamálum
þeirra, heldur verður oft bein-
línis að stöðva þá í því, er þei:
ætla að fara að leysa frá skjóð-
unni. Astæðan til þess er sú, að
sjúkdómurinn gengur sinn gang
og batnar, hvort sem sjúklingur-
inn fær að tala út eða ekki. En
eftir á sér sjúklingurinn oft eftir
því að hafa trúað öðrum manni
fyrir einkamálum sínum, og hon-
um finnst hann þá oft verð i
trúnaðarmanninum háður. Mað-
ur verður því oft að segja sjúkl-
ingnum að hann skuli ekki vera
að brjóta upp á þessu eða hinu,
það skipti ekki máli og sé hon-
um betra upp á seinni tímann
að gera.
Öðru máli er aftur á móti að
gegna með þungsinni, sem virð-
ist stafa fa sálarlegum áföllum.
Stór undantekning mun það
vera, að því fylgi trúarvíl, og
kem eg því ekki að því í þessu
erindi.
Aðrar sjúklegar ástæður til
trúarlegra vandkvæða fullorð-
inna en þunglyndi eru allmarg-
ar, en þeirra gætir minna en
þunglyndis. Þekktust er dóm-
villusjúkdómurinn, paranoia
religiosa. Oftast er þá um mið-
aldra eða eldri menn að ræða,
sem mynda sér meira eða minna
ákveðið trúarkerfi, oft þannig að
þeir taka einhvern þátt út úr
einhverjum hinna viðurkenndu
trúarbragða og gera hann að
mergi málsins, sem þeir síðan
byggja meira eða minna ítar-
legt sértrúar eð sérkreddukerfi
utan um, eða hyggja jafnvel að
búa sér til “vísindaleg” trúar-
brögð, eða eitthvað ennþá fínna.
— Hjá þessum mönnum er ætíð
um svo tilfinningum þrungna dul
verkan að ræða, að tilgangslaust
er að eyða orðum eða tíma í að
hlusta á þá, án þess að taka af-
stöðu með eða móti.
Hjá gömlu fólki er oft um trú-
arstríð að ræða. Lífið hefir far-
ið um það misjöfnum höndum
og, hugarfar hins gamla eða
aldraða er aðeins spegiil þess.
sem á dagana hefir drifið, að
svo miklu leyti, sem ekki er um
sjúkdóm að ræða. Trúarstríð
aldraða fólksins, þegar um það
er að ræða orsakast því venju-
lega af dulverkan — ýmislegt
sem ekki hefir fengið útrás um
æfina, einkum duldar hugar-
hneigðir, duldar sorgir og efa-
semdir koma nú fram úr hugar-
fylgsnunum. Það verkar því oft
vel á trúarstríð gamalla að gefa
þeim tækifæri til að tala út, ræða
við þá um hin ýmsu atvik lífs-
ins, sem helzt hafa markað spor
í huga þeirra.
Eg gat þess r upphafi, að starf
prestsins mætti frá leikmanns-
ins sjónarmiði líta á sem túlkun
trúarlegra efna, túlkun siðferðis
legra reglna og háspekilegra
hugleiðinga.
Eg hefi farið nokkrum orðum
um almenna meðferð vandamála
trúarlegs eðlis og vildi því næst
geta nokkurs meðferðar hinna
siðferðislegu vandamála, að svo
miklu leyti sem geðveikis- eða
sálsýkisfræðileg hlið hefir farið
um það misjöfnum höndum og
hugarfar þeirra snertir afstöðu
prestsins. Hávaðinn af fullorðnu
fólki og flest börn eldri en 6—7
ára hafa einhverja samvizku, þ.
e. a. s. meira eða minna ákveðið
hugboð um, hvað þeim sé sið-
gæðislega samboðið á hverjum
tíma og stað.
Samvizkusemin getur verið of
mikil ekki síður en .of lítil.
Sjúkleg samvizkusemi hjá sum-
um mönnum veldur því, að þeir
hálfdrukkna í smámununum,
missa því oft yfirlit yfir það,
sem af þeim er krafizt, og þegar
meiru er á þá hlaðið, verður
eitthvað útundan, sem þeim finst
eins þýðingarmikið eða jafnvel
þýðingarmeira en flest annað.
Þetta veldur þeim hugarangurs.
sem svo ágerist unz mennirnir
missa traustið á sjálfum sér,
finnst þeir ómögulegir afbrota-
menn o. s. frv. Finnst þeim þá,
að þeir verði að leita stuðnings
hjá mönnum, sem þeim finnst
muni vera sér sterkari. Oft
verða það prestarnir, sem þem
leita til, því ef til vill finnst
þeim þeir með athæfi sínu hafa
brotið eitthvað einmitt gagnvart
honum, sem t. d. fermdi hann
Þessa menn þarf að ræða ýtar-
lega við og af skilningi, reyna
að skilja störf þeirra og hugar-
far og smásýna þeim fram á hvað
meginmáli skiptir o. s. frv. Er
það býsna þakklátt starf.
1 öðrum tilfellum er samvizku
semin yfirleitt of lítil, svo að
jafnvel er um fullkomið kæru-
leysi að ræða. Slíkir einstakl-
ingar leita yfirleitt ekki til presta
af þessum sökum, nema þá eir,-
stöku, og þá af hræsni. Er þeim
mestur greiði ger með því að
láta þá með fínu móti skilja, að
maður hafi skilið hvatir þeirra
til þess að leita til manns.
Sumir leita til prestanna
vegna þess, að þeir hafa gerzt
brotlegir við eitthvert boðorð-
anna. Flestir þeirra mundu senni
lega vera taldir á siðferðislega
háu stigi, og mun yfirleitt oftast
vera um unglinga eða konur að
ræða. Róleg og umburðarlynd
afstaða kenniföðursins léttir
meira á þessu fólki en allt annað inni-
og hjálpar því meira inn á rétta
braut.
Þessi hlið starfsemi prestsins
hygg eg, að muni vera ein hin
þýðingarmesta fyrir andlega heil
brigði og að markviss beiting
sálfræðilegrar, eða sálsýkisfræði
legrar tækni, gæti hér orðið al-
menningi að miklum notum.
Það er grundvallarsjónarmið,
sem eg held að allar sálsýki-
fræðistefnur séu sammáia um,
að allur hugur hins heilbrigða
manns miði jafnan að einu
marki. Hann getur gert þetta
meira eða minna, verið misjafn-
lega markviss. Það er ekki að-
eins um hug mannsins að ræða
á einstaka augnablikum, heldur
einnig um heildarstefnuna í lífi
hvers einstaklings.
Aðeins sárafáir setja sér ákveð
ið mark í lífinu, sem þeir geíi
miðað að. Fyrst og fremst af
þeirri ástæðu, að þeim ekki er
ljóst hvaða þýðingu það hefir
þarnæst af því þá vantar yfirsýn
og lífsreynslu til þess að geta
vitað, hvaða mark væri um að
ræða, og ennfremur af því að
þá vantar þekkingu á því, hvað
til þessa eða hins þurfi, svo þeir
vita ekki hvort hæfileikar þeirra
og aðstaða þeirra í lífinu myndi
vera í samræmi við það mark,
sem þeir ef til vill vildu setja
sér.
Kosningar í Canada
-f-M-
í þessum sökum hafa prestarn-
ir alveg sérstaka aðstöðu til þess
að leiðbeina og að móta heim-
spekilega hugarfar einstaklings-
ins. Þeir kynnast börnunum a
unga aldri, þekkja foreldra
Deirra og heimilishagi. Þeir eru
menntaðir menn, oft með mikla
lífsreynslu að baki sér. Jafnvel
án þess áð einstaklingurinn
verði þess var, getur presturinn
hjálpað honum til þess að setja
sér eitthvert hugarmark við
hans hæfi, gefið honum þá kjöl-
festu, sem endist alla æfi. Æski-
legast væri, að hann gæti bein-
línis rætt málið við hvern ein-
stakan, svo að honum væri ljóst
hvaða stefnu hafa skyldi. Auð-
vitað er þetta margþætt vanda-
mál, en það er ekkert verra, að
presturinn beiti sér vitandi vits
fyrir því, heldur en hann gerði
það meira eða minna ósjálfrátt
eða eftir happa-glappa-aðferð-
Hjúskaparlíf getur gefið margs
konar átyllur til þess, að annar-
hvor eða báðir aðiljar þurfi að
leita aðstoðar góðviljaðra manna
en hvort það heldur eru presta:
en aðrir menn, mun tæplega
unnt að telja, nema ef svo ber
undir, að um undirbúning að
hjónaskilnaði sé að ræða. Er þar,
sem kunnugt er, lögboðið að leita
fyrst sátta hjá presti. Óhætt er
að fullyrða, að mörg hjón fara
ekki lengra á þeirri braut. Það
lendir á prestinum að ákveða,
hvort eitthvað muni vera sjúk-
legt í fari annarshvors, sem taka
verði tillit til. Kemur þar til
greina skapferli og gáfnafar,
auk meira eða minna áberandi
geðsjúkdóma. Sýnist presti eitt-
hvað þannig tortryggilegt hjá
öðru hvoru, mun vera venja að
| vísa viðkomandi til læknis.
Þegar einhver verður fyrir
hinni mestu sorg, er það jafnan
hlutverk prestsins að hughreysta
og sýna samúð. Koma hér ekki
neinar sérstakar sálsýkisfræði-
legar regluur eða leiðbeiningar
til greina, heldur aðeins almenn
mannþekking. Til þess m. a. að
fá hana þurfa prestarnir ekki síð
ur að taka þátt í gleðistundum
safnaðarbarna sinna en alvöru-
stundunum. Sorg og gleði verða
aðeins metin samanburðarlega.
Heimspekileg og háspekileg
túlkun á ýmsum hlutum daglegs
lífs hvílir á herðum prestanna.
Allar leiðbeiningar um æðri við-
horf hugarins falla innan þeirra
verksviðs. Að svo miklu leyti,
sem spursmál þess eðlis sækir
á sinn óbreytta bargara, kemur
því oft til viðræðna um slíka
hluti milli prests og safnaðar-
barna.
Eg þarf ekki að taka það fram,
að það sem eg á við hér er, ef
svo mætti segja, hið jarðneska
hugarmark, þ. e. a. s. þá konkret
lífsstefnu, sem hver einstakling-
ur þarf að hafa hér í heimi, ef vel
á að vera. Það er annað mál,
þó slíkar heimspekilegar lífs-
stefnur einstaklinga hafi ein-
hvern háspekilegan samnefnara,
sem að hér á landi er Lúters-
trú, og auðvitað ekki nema gott
um það að segja, því eins og
Goethe orðaði það: “Endirinn á
allri heimspeki hlýtur hvort eð
er að vera, — vér verðum að
trúa”. Fólk yfirleitt hefir ekki
forsendur til þess að skilja, að
trú og heimspeki hafi nokkri
praktiska þýðingu í daglegu lífi,
en hún er þessi:
Trúin mótar hið heimspeki-
lega viðhorf, sem að ræður lífs-
stefnu hvers einstaklings. Þ/i
skýrari sem hún er, þess betur
notast honum að kröftum sínum
þess meira gengur hann alhuga
að verki, þess heilli maður verð-
ur hann.
Háttvirtu áheyrendur! Eg hefi
með nokkrum almennum orðum
drepið lauslega á nokkur vanda-
mál á landamærum presta og
geðveikra-lækna. — Eg hefi far-
ið fram hjá fræðilegum túlkun-
um, sem hætt er við að valdi
misskilningi, þegar um margar
mismunandi stefnur getur verið
að ræða, til þess að skýra hlut-
ina eftir. Eg leyfi mér að líta á
prestana sem einskonar andlega
heilbrigðisfulltrúa, sem mér hef-
ir ætíð verið ánægja af að hafa
samstarf við.
Við höfum það sameiginlega
markmið: Að hjálpa fólki í raun
um þess.
Helgi Tómasson.
Kirkjuritið.
Aldrei fyr í sögu Canada, hef-
ir fólk verið kvatt til þess að
kjósa landstjórn, undir kringum-
stæðum, slíkum, sem þeim, er
nú eiga sér stað, og aldrei fyr
í stjórnmálasögu Canada hefir
önnur eins ábyrgð hvílt á herð-
um kjósendanna eins og nú við
þessar kosningar. Fram að þess-
um tíma hafa landskosningar
aðallega snúist um okkar heima-
mál. Nú eru þær í eðli sínu
miklu víðtækari, þær ná út yfir
takmörk, vors eigin lands, til
apnara landa og annara þjóða.
ná máske til allra landa og lýða.
Stríðinu í Evrópu er lokið,
byssurnar stórar og smáar þagn-
aðar og sverðin slíðruð. En lönd-
in eru í auðn og fólkið kvíðandi
og framtíð þess og landa þeirra
með öllu óráðin.
Stríðið heldur enn áfram ;
Japan, hvað lengi veit enginn
með vissu, en sanngjarna ástæðu
hefir maður til að halda, að
það verði og til lykta leitt í tíð
þeirrar stjórnar, sem kosin verð-
ur í Canada 11. júní næstkom-
andi.
En þó óvinirnir í Japan séu
yfirunnir og síðasti óvinur frið-
ar og frelsis leggi niður vopnin,
þá er stríðið, sem staðið hefir
yfir og stendur yfir enn, samt
ekki unnið. Það er ekki unnið,
fyr en verðmæti þau og hug-
sjónir, sem barist hefir verið
fyrir og miljónir af hugprúðustu
og hraustustu sonum og sumar
af dætrum sambarídsþjóðanna
hafa gefið líf sitt fyrir að varð-
veita eru tryggð og tryggðar
með drengilegum og réttlátum
samningum, sem tryggja öldnum
og óbornum ávexti þessarar hinn
ar mestu blóðfórnar sem í mann-
heimum hefir verið færð, um ó-
komin ár, og ókomnar aldir. Ef
það fæst ekki, þá hefir þetta
stríð verið háð fyrir gíg. Manns-
lífunum öllum, sem í því fórust
offrað á altari staurblindrar og
ískaldrar síngirni og auðnin og
eyðileggingin hámark mannlegs
hroka og mannlegrar heiftar
Svona er þetta spursmál alvar-
legt, og svona er mikið undir
því komið að giftusamlega tak-
ist að ráða málunum farsællega
til lykta, þegar til friðarsamn-
inga, eða friðarþingsins kemur
Eins og alþjóð manna er ljóst
þá hefir Canada tekið ákveðinn
og róttækann þátt í þessu síð-
asta stríði, og með framkomu
og þátttöku sinni og hinna hug-
prúðu hermanna sinna sýnt, ekki
aðeins samherjum sínum, heldur
öllum heimi, hversu áhrifamikið
og einbeitt vald það er sem
þjóðin á yfir að ráða, ef hún
beitir því í einhug, enda er það
nú almennt viðurkent, að næst
stórveld.unum fjórum, Bretum
Rússum, Bandaríkjamönnum og
Kínverjum, þá hafi Canada lagt
happaríkastann og þróttmestann
skerf til stríðsins. Eg segi þetta
ekki til þess að miklast af því,
og því síður er þetta í gáleysi
talað, með 59.000 af ágætustu
sonum Canada í huga, sem gáfu
líf sitt í síðasta stríði, og 97.000
sem þegar hafa gefið líf eða limi.
En eg segi það til þess ef unt
er, að fá landa mína til að hugsa
um vald það sem þjóðin í Can-
ada getur átt yfir að ráða á
vettvangi alheimsmálanna og þá
friðarmálanna, ef hún ber gæfu
til þess að notfæra sér og öðr-
um það vald og þau áhrif sem
alvarlegri og víðtækari, heldur
en nokkrar aðrar kosningar hafa
verið. Kosningar undir vanaleg-
um kringumstæðum eru dómur
kjósendanna um stjórnmála-
stefnur, stjórnmálaflokka og
stjórnarathafnir heima fyrir.
þessar gjöra það auðvitað líka,
en áhrif kosninganna í þetta
sinn takmarkast ekki við heima-
málin, þau ná miklu lengra, ná
í þetta sinn til allra þjóða og
alheimsmála. Þær ákveða hverj-
ir málsvarar Canadamanna
verða á friðarþinginu og hvort
(Frh. á bls. 7)
Business and Professional Cards
hún getur á þau haft, öldum og
óbornum til góðs, og eg segi það
líka til þess, að minna á hve
dýru verði að verðmæti þau eru
keypt, sem teflt verður um á
friðarþinginu þegar að því kem
ur, og ennfremur að örlög þeirra
verðmæta og öll framtíð Canada
getur vel verið undir því komin
hvernig að valdi því sem þjóðir
á yfir að ráða verður beitt þar
og að hve miklu leyti að þjóðin
verður sammála og einhuga um
vald sitt.
Kosningarnar, sem fyrir hendi
eru í Canada, eru þýðingarmeiri
DR. A. BLONDAL
ehysioian & Surgenn
«0Í MEDJCAL AHTS BLDO
Sfmi 93 996
Heimili: 108 Chataway
Sfmi 61 023
DR. A. V. JOHNSON
DentÍMt
6 0« SOMHIHSKT
Thelephone 97 932
Home Telephone 202 398
Fiá vini
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœ81ngur I Augna, Eyrna, nef
og h&lssjúkdömum
416 MedleaJ Arts Buildlng.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusimi 93 851
Helmaslmi 42 154
EYOLFSON’S I)RUG
PARK RIVER, N.D.
íslfmtkur lyfaali
Fölk getur pantaO meOul 01
annaO meO pöstl.
Fljdt afgrrelösla.
A. S. BARDAL
848 8HERBROOK ST
Selur Ukklstur og annaat um öt-
farlr. Allur Qtbönaður sft bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnlsvarða og legstelna.
Skrifstofu talsfmi 27 324
Heimllls talsíml 26 444
HALDOR HALDORSON
bvaoingameistari
23 Music and Art Buildlng
Broadway and Hargrave
Winnipeg. Canada
Phone 93 055
INSURE your property wtth
HOME SECURITIES LTD.
468 MAIN ST.
Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr.
Phones Bus. 23 377 Res. 39 433
TELEPHONE 96 010
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Accountanti
1101 McARTHUR BUILDlNG
WINNIPEG, CANADA
Phone 49 469
Radlo Service Speclalists
ELECTRONIQ!
LABS.
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equlpment System.
130 OSBORNE ST.. WINNIPEO
G. F. Jonasson, Pres. A Man. Dtr.
8 M. Backman. Sec.
Keystone Fisheries
Limited
404 Scott Block Simi 95 227
Wholetale Distributora of
TRESB AKD FROZEN FI8H
MANITOBA FISHERIES
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch. framkv.ati.
Verzla i heildsölu meO n?jan o«
froslnn fisk.
303 OWENA 8T.
Skrlfstofuslml 35 366
Helmasfmi 65 463
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBY STREET
(Beint suOur af Banning)
Talslmi 30 877
VlOtalstlml 3—6 e. h
Dr. E. JOHNSON
304 Eveline St. Selkirk
Office hra. 2.30—6 P.M.
Phone office 26. Res. 230
Office Phone
94 762
Res. Phone
72 409
Dr. L. A. Sigurdson
1 16 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p m
ond by appointment
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlceknar
•
464 TORONTO GEN. TRC8T*
BUILDINO
Oor. Portage Ave. og Bnilth S-
PHONE 96 952 WINNIPEG
Itlei/ers
--1 *■ • 9 Dame-
y
#>HONE
06 647
Legstelnar
sem skara framör
Orvals bl&grýtl
og Manltoba marmari
BkrifiO eftlr verOikrd
GILLIS QUARRIES, LTD
1400 Spruce St, Slmi 28 893
Winnlpeg. Man.
J. J. SWANSON A CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG.. WPO
e
Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot
vega penlngalán og eldsftbyrgC.
bífretða&byrgC, o. s. frv.
Phone 97 538
ANDREWS. ANDREWS
THORVALDSON AND
EGGERTSON
LSpfrœOinoar
299 Bank of Nova Scotia Bld*.
Portage og Garry 8t.
Stmi 98 291
Blóm siundvíslega aígreldd
m ROSERY
LTD.
Btofnað 1906
4 27 Portage Ave. Sími 97 466
Wlnnipeg.
GUNDRY & PYMORE LTD.
Brltish Quality — Flsh Nettlng
«0 VICTORIA STREET
Phone 98 211
Wlnnlpeg
Uanaoer. T. R. THORTALDBOM
Your patronage wlll be
ippreciated
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
/. H. Paoe. Manaoino Directoi
wViolesale Distributors of
Fresh and Frozen Flsh.
311 Chambers St.
Office Phone 26 328
Res Phone 73 917.
— LOANS —
At Rates Authorized by
Small Loans Act, 1939.
PEOPLES
EINANCE CORP. LTD.
Licensed Lend-rs
Established 1929
403 Time Bldg. Phone 21 4S9