Lögberg - 17.05.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 17.05.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. MAÍ, 1945 & VI 14 AH ll rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Mæðradagurinn “Heiðra skaltu föður þinn og móður þína svo þér vegni vel og þú verðir langlífur í land- inu.” Þannig hljóðar fjórða boðorð- ið og í því er fólgin djúp lífs- speki. Þau börn, sem læra að meta að verðugu það sem for- eldrarnir hafa fyrir þau gert og heiðra þau í orði og verki, þau börn hafa skilyrði til þess að verða að mönnum og konum, sem einnig kunna að meta það sem samborgarar þeirra vel gera og sýna ræktarsemi og holl- ustu í sambandi við samfélagið og þjóð sína; þau verða nýtir borgarar og þeim mun vegna vel í landinu. í nokkur ár hefir það verið siður að annar sunnudagur í maí-mánuði hefir verið helgað- ur mæðrunum og minning þeirra Þetta er fagur siður; það gerir hvern og einn að betri manni að láta hugann dvelja um stund við alla þá kærleiksríku þjón- ustusemi, sem hann hefir þegið af móður sinni og votta henni á einhvern hátt þakklæti sitt. Maklegt væri að einnig væri dagur valinn til þess að heiðra feðurna á sama hátt. Þótt sam- bandi fóðursins við börnin sé nokkuð öðruvísi háttað en móð- urinnar og áhrifa hans á upp- eldi þeirra gæti ekki eins mikið, þá elskar góður faðir börn sín og fórnar fyrir þau engu síður en móðirin. Eg þakka frú Marju Björnson fyrir hiha fögru hugleiðingar um Mæðradaginn, sem hér fara á eftir. Framhald greinarinnar, “Staða konunnar í atvinnulíf- inu” birtist í næsta blaði. Mæðradags hugleiðingar ♦♦♦ Það er dálítið erfitt fyrir þær konur, sem eru einnig mæður, að skrifa um þetta efni, vegna þess að það ber svo mikinn keim af því, að þær séu.að mæla fyrir sínu eigin minni En þó að upphaflega hafi þessi dagur ver- ið helgur haldinn í minningu- mæðra fallinna hermanna, þá er hann nú orðinn almennur og nær til allra mæðra. Er þetta að öllu leyti rétt, vegna þess að það eru þær sem mest áhrif hafa á uppeldið. í dag langar mig helst til að minnast þeirra íslenzku mæðra, sem eg hefi bæði lesið um og kynnst. I fornsögum okkar er nokkuð víða getið góðra mæðra eins og Ásdísar á Bjargi, móður Grettis, sem þjóðfræg varð fyrir síni óbifanlegu móðurást. Fleiri mætti nefna úr fornöldinni, en á öllum öldum er og verður móðurástin það bezta, sem syn- ir og dætur hafa af að segja, og munu fá skáld hafa betur lýst þessu en Davíð Stefánsson frá Fagraskógi í kvæði er hann nefnir “Til móður minnar á sjötugs afmæli hennar”, og er á þessa leið. Önnur íslenzk skáld hafa ort sín móðurljóð í líkum anda, og má í því sambandi benda á kvæði Matthíasar, sem svo oft hefir verið vitnað til, þar sem hann segir: “Enginn kendi mér eins og þú” Þó hann væri þá búinn að ganga gegn um háskólanám og læra margt í reynsluskóla lífs- ins. Bjarni Thorsteinsen segir i eftirmælum eftir móður sína “Kvenna skarpvitrust, kvenna djúpsæust, mætust húsfreyja, móðir hin besta.” Einkar fögur ummæli eru höfð um Þórdísi Jónsdóttur móð- ur Jóns Sigurðssonar forseta, a þessá leið: “Þótt séra Sigurður prófastur væri að vísu hinn mesti iðju- maður var velmegnun hans og búsæld ekki síður að þakka dugnaði og ráðdeild hans góð- frægu konu, sem á Vestfjörðum er orðlögð fyrir framúrskarandi gáfur, dugnað, og alla þá kosti, sem prýða góða konu.” Er hér um að ræða móður þess manns, sem að verðugu, mestur og beztur hefir verið með ís- lendingum, kallaður að verðugu sómi Islands sverð og skjöldur. Má geta nærri hvort hans ágæta móðir, með uppeldi því er Jón fékk, á ekki drjúgan þátt í framförum þeim er á íslandi urðu í gegnum starf Jóns Sig- urðssonar. Slíkar mæður eru það, sem hafa bætandi áhrif á menn og málefni og rás við- burðanna í þjóðlífinu þó þæv vinni í kyrþey, og litlar sögur fari af starfsemi þeirra. Enginn vafi er á því að ís- lenzka þjóðin á Þórdísi Jóns- dóttur afar mikið upp að unna um allar ókomna tíð, fyrir henn- ar óeigingjarna og mikilsverða lífsstarf. Mæðurnar hafa ávalt verið, eru og verða tákn þess besta og mikilverðasta í framþróun lífs- ins til áframhaldandi fullkomn- unar með öllum þjóðum. Um móðurástina orkti Jónas Hall- grímsson eitt af sínum fegurstu kvæðum, sem svo margir íslend- ingar kannast við, kvæðið “Fýk- ur yfir hæðir”, sem var bygt á sönnum atburði, sem finna má dæmi æði víða í gegnum sögu mannkynsins, fyr og síðar. Þessvegna er þá þessi dagur einnig helgaður móður minni og móðuir þinrn, fyrir þau góðu áhrif sem þær hafa haft á ein- staklinga og þjóðir. Árborg 10. maí, 1945. Marja Björnson. S an-Francisco-ráðstejnan Greinargerð rikisstjórn- arinnar um afstöðu ísiendinga -H-f Lögberg er þakklátt sendi- herra íslands í Washington, Hon. Thor Thors, fyrir að láta því í té til birtingar greinar- gerð ríkisstjórnarinnar varð- andi afstöðu Islendinga til San Francisco ráðstefnunnar; jafn- framt þakkar blaðið Gretti rœðismanni fyrir að koma á- minstri greinargerð á fram- fœri. Ritstj. Um miðjan febrúar s. 1. skýrði sendiherra Breta á íslandi ríkis- stjórn íslands frá því, að hin- um sameinuðu og þeim af sam- starfsþjóðum þeirra (“Associa- ted Nations”), er hefðu sagt Þjóðverjum eða Japönum stríð á hendur fyrir 1. marz 1945 myndi verða boðin þátttaka í ráðstefnu, er halda ætti innan fárra vikna til þess að ræða um framtíðarskipan heimsins (“World Organization”). Jafnframt skyldu þessar þóð- ir undirrita Atlantshafssáttmál- ann og Washingtonsáttmálann frá 1. janúar 1942. Þegar sendiherra Breta flutti þessi boð, tók hann það skýrt og greinilega fram, að stjórn Stóra-Bretlands hefði falið hon- um að forðast að hafa nokkui áhrif á ákvörðun ríkisstjórnar íslands í þessu máli. Nokkru síðar bárust ríkis- stjórninni fyrir milligöngu sendiherra íslands 1 Washing- ton samskonar skilaboð frá stjórn Bandaríkjanna. Var þar og beint tekið fram, að vér réð- um einir hvað vér gerðum. Þegar hér var komið mæltist ríkisstjórnin til að ísland sætti öðrum skilmálum en aðrar þjóð- ir og færði rök fyrir þeirri ósk. Fáum dögum eftir það bárust enn þær fregnir frá Washing- ton, að eigi þyrfti að segja nein- um stríð á hendur og eigi yfir- lýsa stríðsástandi, heldur nægði að viðurkenna, að hér hefði ríkt ófriðarástand síðan 11. desember 1941, og undirrita téða sáttmála. Myndi þá litið á Island sem eina hinna sameinuðu þjóða, en það veitti íslandi þátttöku í téðri ráð stefnu. Eftir að utanríkismálanefnd hafði fjallað um þetta mál, var það rætt á lokuðum þingmanna fundum. Hinn 25. febrúar bárust fregn- ir um, að áðurnefndri ósk ís- lendinga væri synjað. Hinn 27. febrúar bar forsætis- og utanríkisráðherra fram á lok- uðum þingmannafundi svohljóð- andi tillögu í málinu: “Alþingi álítur, að það sé íslendingum mikil nauðsyn að verða nú þegar þátttakandi í samstarfi hinna sameinuðu þjóða og telur, að vegna af- nota Bandamanna af íslandi í þágu styrjaldarrekstrar eigi Islendingar sanngirniskröfu á því. íslendingar geta hinsvegar hvorki sagt öðrum þjóðum stríð á hendur né háð styrjöld af augljósri ástæðu, sem Al- þingi felur ríkisstjórninni að 'gera grein fyrir.” Sameiningarflokkur Alþýðu, Socialistaflokkurinn bar þá fram svohljóðandi brevtingar- tillögu: “íslendingar vænta þess, að þeir verði taldir eiga rétt til þess að sitja ráðstefnur hinna frjálsu sameinuðu þjóða, þar sem þeir hafa: 1) Lánað Bandamönnum land sitt fyrir hernaðarbæki- stöðvar, 2) Framleitt matvæli ein- göngu fyrir hinar samein- uðu þjóðir síðan styrjöldin hófst, 3) Flutt þessi matvæli til þeirra staða, er bandamenn hafa getað notfært sér þau og, 4) Við þessa starfsemi orðið fyrir manntjóni, sem fylli- lega er sambærilegt hlut- fallslega við manntjón margra hinna sameinuðu þjóða í styrjöldinni, en þessi þátttaka íslands í styrj- aldarrekstrinum er sú eina, sem þeir eiga kost á sakir algers vopnleysis þjóðarinnar. Þeir vænta þess því, að þessi þátttaka verði þeim metin ti! jafns við beinar stríðsyfirlýs- ingar annara þjóða, sem hafa möguleika til hernaðarlegrar þátttöku í styrjöldinni, sem ís- land hefur ekki”. Jafnframt bar flokkurinn fram svohljóðandi yfirlýsingu: “Socialistaflokkurinn lýsir því yfir að hann telur rétt að ríkisstjórnin undirskrifi fyrir hönd íslands. Atlantshafssátt- málann og aðrar sameiginlegar skuldbindingar hinna samein- uðu þjóða, að svo miklu leyti, sem það samrýmist sérstöðu Is- lands sem vopnlauerar þjóðar.”. Ennfremur tilkynti flokkur- inn að hann myndi greiða at- kvæði með tillögu forsætis- og utanríkisráðherra, ef tillaga for- seta yrði feld. Framsóknarflokkurinn bar fram svohljóðandi tillögu: “Sameinað Alþingi ályktar að lýsa yfir því: Þegar eg hugsa heim á fornar slóðir þá hópast að mér minningar og ljóð. En best af öllu man eg það þó móðir hve mild þú varst og börnum þínum góð. Og aldrei mun eg þeirri gæfu gleyma er gleði mín og sorgir áttu heima í Eyjafirði, út með sjó. Frá morgni lífsins minningarnar streyma um minninganna Fagraskóg. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækja þeirra ættarjörð. Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum — eins og þú. Hvenær sem barn þitt fer úr föðurgarði fylgir því altaf móðurhugur þinn. Hann var sú bjarta brynja, sem mig varði, minn besti skjöldur, verndarengill minn. Hann flýgur víða, vakir, er þú sefur hann veit hvað mig á ferðum mínum tefur við syðsta haf og ysta ál ... Hann skiftir aldrei skapi, fyrirgefur, og skilur hjartans þagnarmál. Þegar mér berst til eyrna vögguvísa, verður mér altaf fyrst að minnast þín. Úr hafi sá eg háfjöll Islands rísa, — og heilsa þér var fyrsta gleði mín. Þá fanst mér ísland fegra öllum löndum. Framtíðin kom á vængjum þöndum og gaf mér líf og ljóð og von. Fagnandi móðir fórstu um mig höndum og faðmaðir þinn týnda son. I augum þínum sá eg fegri sýnir en sólhvít orð og tónar geta lýst — svo miklir voru móðurdraumar þínir, þó marga þeirra hafi frostið níst. Sem hetja barst þú harmana og sárið huggaðir aðra — brostir gegn um tárin viðkvæm í lund en viljasterk þau bregða um þig ljóma liðnu árin Nú lofa þig — þín eigin verk. Eg flyt þér móðir þakkir þúsund faldar og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt. Er íslands mestu mæður verða taldar þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor Haf hjartans þakkir blessun barna þinna og bráðum kemur eilíft vor. Gísli Ólafsson frá Eiríksálöðum 60 ára Ljóða gandinn legg eg við létti handaverki til að vanda vini lið vegs um landamerki. Eftir sprettið fjaðra flug fer eg létt af baki til að rétta heilan hug handar þéttu taki. Sextugum kalli sest eg hjá syni fjalla-vaka. Get eg valla varist þá vísnaspjall að taka. Ungan hló við huga þinn hörpu gróið engi. — “Konguló” og “Lækurinn” leika á frjóva strengi. Hróðrar spretti hleypa á huga létti og sporin. Ljóðin flétta, Lipurtá ljós en glettu borin. Til að hylla fagurt fljóð, frónska villu lægja, oft var, Gilli, ástar ljóð ort á milli bæja. Hvort sem þjóðin gerir gild granna bróðurparta — okkar ljóðin litlu, skyld, leita að móður hjarta. Bragar stalla stiklar þú, stuðla falla hljóðin. Syng þó halli sumri nú sólar valla Óðinn. Hjálmar frá Hofi. Lesbók Mbl. að íslendingar gerist ekki stríðsaðili, að íslendingar telji sig hafa haft þannig samskipti við hinar sameinuðu þjóðir, að þeir telja sig mega vænta þess, að geta átt samstarí með þeim um alþjóðamá\ framvegis.” Atkvæði fóru þannig að til- laga Sameiningarflokks Alþýðu, Socialistaflokksnis var feld með 38 atkvæðum gegn 10. Tillaga Framsóknarflokksins var feld með 38 atkv. gegn 10. Tillaga forsætis- og utanríkisráðherra var síðan samþykt með 34 gegn 15 atkv. Var hún síðan tilkynt sendi- ráðum Islands erlendis, sem vilja Alþingis í málinu. Hinn 28. febrúar tilkynti sendiherra Sovétríkjanna í Reykjavík ríkisstjórninni, að Sovétríkin hefðu sömu afstöðu til málsins, sem Bretland og Bandaríkin. íslandi hefir ekki verið boðin þátttaka í téðum fundi. Mbl. 26. apríl. Borgið LÖGBERG and let us arrange to Ref inance Y our Mortgage REAL ESTATE PROPERTY MANAGEMENT - MORTGAGES • iNSURANCE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.