Lögberg - 07.06.1945, Side 3

Lögberg - 07.06.1945, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. JÚNÍ, 1945 3 Frá Vancouver, B.C. Það hefir verið talsvert margt talað og skrifað um hið fyrir- hugaða elliheimili hér á strönd- inni, sumt af því sem sagt hefir verið, hefir ekki verið alveg rét: hermt, sem er all-eðlilegt, þar sem hver hefir eftir öðrum, og stundum vill bætast við, eða dragast frá því er sagt er. Lang- ar mig því að reyna að skýra svolítið frá því, sem gjörst hef- ir viðvíkjandi þessu máli, ef hægt væri að komast hjá því að nokkur misskilningur eigi sér stað, því það er nauðsynlegt að enginn misskilningur sé í hug- um manna ef fyrirtæki þetta á vel að takast. Fyrir nokkru síðan hófusc nokkrir menn og konur handa, til að hrinda þessu máli af stað, þeir sáu bráða nauðsyn fyrir gamalmennaheimili hér, þar sem svo margt íslenzkt fólk væri nú hér saman komið. Var þessi hópur nokkurskonar sjálf- kjörin nefnd í fyrstu, úr öllum flokkum og félögum og utan félaga. Nefnd þessi hafði nokkra fundi með sér árið sem leið. Var aðallega reynt að afla sér upp- lýsinga, og reynt að komast að einhverjum grundvelli, sem allir væru ásáttir með. I því sam- bandi voru hafin bréfa skifti við Betel-nefndina í Winnipeg. Fyrst af. H. J. Halldórssyni en hann grenslaðist eftir fyrirkomu lagi, og starfi þeirra viðvíkjandi Betel. Síðar skrifaði eg Mr. J. J. Swanson, skrifara Betel-nefnd ar, til að fá upplýsingar um hvort Betel-nefndin væri viljug fjárhagslega að hjálpa til að stofna elliheimili hér; og ef svo væri, á hvaða grundvelli, eða með kvaða skilmálum. Eftir að Betel-nefndin hafði haft fund með sér um þetta mál, skrifaði Mr. Swanson og setur fram skýrt hver afstaða þeirra sé; þeir eru fyrirtækinu mjög hlyntir í alla staði, bjóðast til að leggja til peninga, sem nemur dollar á móti hverjum dollar sem við hér söfnum, alt upp að $10.000. Nefnd getum við útnefnt hér í Vancouver, hefur sú nefnd öll ráð og fríar hendur með stofn- un, viðhald og umsjón heimilis- ins, nefnd sú er hér yrði útnefnd yrði að vera samþykkt á kirkju- þingi, er Betel mál koma til samþykta. Eignaréttur fyrir heimilinu yrði í höndum Betel nefndarinnar. Nú, þegar hér var komið, var þetta boð rætt á nefndarfund- um hér, voru skiptar skoðanír um hvað gera skyldi. Vildu sum- ir nefndarmenn vera óháðir að reyna að koma af stað stofnun með frjálsum samskotum. Öðr- um í nefndinni hraus hugur við svo stóru fyrirtæki; sáu ekki fært fyrir svo fáa og fátæka ís- lendinga, sem hér eru á strönd- inni að leggja í það á eigin spýt- ur. Var því afráðið að kalla al- mennan fund til að ráða hvað gera skyldi og til að kjósa nefnd fyrir kómandi ár, var sá fundur haldinn í Sweedish Hall, 24. janúar 1945, voru þar um 50 til 60 manns samankomnir; Cari Frederickson stýrði fundi, en séra R. Marteinson var skrifari fundarins. Fundurinn fór í alla staði vél fram, og höfðu allit áhuga á því að koma skyldi upp þessu heimili. Var mikið rætt um hver heppi- legust leið myndi vera til fram- kvæmda þessu máli, voru all- margar raddir þar, sem vildu að stofnun þessi væri óháð öll- um öðrum félagsskap, og hér yrði bygt og viðhaldið heimili á frjálsum samskotum algjör- lega. Voru nokkuð skiptar skoð- anir um það. Fanst sumum í nokkuð mikið ráðist og féllust heldur að því að þiggja skyldi boð Betel-nefndarinnar, þar sem svo stór styrkur væri að. Bar þá Halldór Friðleifson fram uppástungu, sem var studd af Kristjáni Erickson. “Að geng- ið sé nú til v'erks að safna fé meðal Islendinga til að reisn hér og starfrækja elliheimili á algjörlega óháðum grundvelli.” Var þessi tillaga all-mikið rædd. L. H. Thorlákson gjörði þa breytingar uppástungu og B. E Kolbeins studdi, að slept sé orð- unum, “á algjörlega óháðum grundvelli”. Var sú breytingar uppástunga samþykkt. Þar næst var stungið upp a og stutt; að þessi fimtán manna nefnd, sem þá var starfancti, væri endurkosin, var það einnig samþykkt. Síðar meir á fundi sem þessi 15 manna nefnd hélt með sér, var kosin starísnefnd, og er sem hér segir: Forseti Carl F. Frederickson. Vara-forseti G. Gíslason. Skrifari Magnús Elía- son. Vara-skrifari H. J. Halldór- son og féhirðir Stefán Eymund- son. Verð eg að segja að fólk hér í Vancouver hefir tekið þetta mál- efni vel að sér. Hafa nú þegar borist til okkar peningaagjafir og loforð, Kvenfélagið Sólskin lof- að $500.00. Ljómalind félag ungra kvenna einnig $500.00, svo hafa borist að okkur gjafir víðar frá, alla leið austan frá Ontario, verð ur það auglýst og kvittað fyrir í íslenzku blöðunum nú þegar, og jafnharðan og peningar ber- ast að höndum. Eins og áður er minnst á, þá er þetta stórt fyrirtæki, og er- um við því að vonast til að Is- lendingar, hvar sem þeir eru, ljái lið til að þessi stofnun geti orðið virkileg; hafi það hugfast að margt smátt gerir eitt stórt, Með því móti er mögulegt að koma þessu í framkvæmd. Nefndin, sem að þessu starfar, hefir verið að vinna/að því að fá nöfn og heimilisföng allra íslendinga í Vancouvér og New Westminster, svo hægt sé að ná tali af þeim. Hefur það eitt fyrir sig verið talsverðum erfiðleik- um bundið, en er nú fengið að mestu. Er ætlun að nefndar- menn skipti með sér verkum og reynt sé að ná tali af öllum, sem 'hér búa. Með því er vonast -til að inn fáist stór upphæð, því miklir peningar eru í veltu hjá fólki á þessum tímum. Vona eg að þetta skýri nokk- uð það er gerst hefir í þessu elliheimilismáli. Vafalaust verð- ur meira um það ritað síðar meir en nú er nóg að sinni. Carl F. Frederickson. DÁNARMINNING og umsjón May, því þá var starfs þrek farið að bila hjá gömlu konunni. Stefán og Ingibjörg eignuðust 5 börn, 2 eru dáin. Jórun Valdína dó í blóma lífsins, 13. nóv. 1918, Guðni Valdimar dó í marz 1944, var bóndi á Red Deer Point, ekkja hans heitir María, dóttir Péturs Normans, bóndi á Red Deer Point, þau 3 sem lifa heita Sigurlína Fanny, Mrs. Alex Hume, búsett í Winnipeg. Krist- inn Vigvald, hér í Winnipegosis og Fríður May. 10 barnabörn lifa gamla og góða ömmu og 1 barnabarnabarn, stjúpsonur hennar dó 1939, 7 börn lifa hann og 1 barnabarn. Ingibjörg var mikil þrekkona til sálar og líkama, stór vexti og víkingur til vinnu, enda hygs eg að hún hafi þurft á því að halda, bæði í uppvextinum a gamla landinu og frumbýlisárun um í þessu landi, hún var bók hneigð og las mikið núna í seinni tíð þegar heimilisannarnir láu ekki eins á henni sem áður, hún mundi margt frá gamla tíman- um, og sagði vel frá mörgu sem á hennar löngu ævi hafði fyrir hana komið, gestrisin og glöð heim að sækja var hún og þau hjón bæði meðan hann lifði. Síðustu 3 árin var lífið orðið henni byrgði, þá fór sjónin að daprast svo á stuttum tíma varð hún alveg blind, þá féll henni verk og bók úr hendi, en það var sjaldgæft áður að sjá hana sitja auðum höndum eftir það að sjón- in þvarr, fóru hennar líkams- kraftar óðum að minka og einnig minni og aðrar sálargáfur og síð- astliðinn vetur var hún að mestu rúmföst, hún leið engar þrautir né þjáningar, hún var orðin sannarlega barn í annað sinn, Hún var lánsöm að hafa þessa dóttur sína hjá sér til þess síð- asta, hún leit vel eftir öllum hennar þörfum með alúð og kær- leika, hvíldin kom eins og áður er sagt kl. 6 síðdegis 25. apríl. Útförin fór fram 28. s. m., jarð- sett var í Winnipegosis graf- reit. Enskur prestur flutti kveðju mál, að viðstöddum nánustu ást vinum hennar og mörgum forn- vinum og kunningjum. Eg vil enda þessi fátæklega orð mín, með þremur ljóðlínum góða sálmaskáldsins okkar ís lendinga. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alt og alt. Svo mundum við öll vilja segja, sem kyntumst þessari gömlu og góðu konu svo vel og lengi. Ágúst Johnsson. Canada fær Progressive Conservative ráðuneyti Kjósið Womersley í Winnipeg South Centre Kjósendur í Winnipeg South Centre þurfa að fá mikilvirkan fulltrúa á Sam- bandsþing. Merkið seðilinn þannig: WOMERSLEY, Frank E. Kosningaskrifstofur: 305—6, Bank of Nova Scotia Bldg. SIMI 96 251 og 96 289 Published by Winnipeg South Centre Progressive Conservative Ass’n. Kjósendur í Winnipeg North Centre Ingibjörg Jónsdóttir Johnson, andaðist að heimili dóttur sinnar Fríðar May, að Winnipegosis, Man., 25. apríl s. 1., hún var fædd í Deildardal í Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu, 11. des. 1853. Foreldrar hennar voru Jón Markússon og kona hans Kristín Jónsdóttir. Systkini hennar voru 7. Jón, Jósep og Markús, Hólm- fríður, Sigríður, Jórunn og Sæ- unn. Jórun var sú eina af syst- kpnu(num, sem kom til þessa lands, dáin fyrir mörgum árum, þegar Ingibjörg var fjögra ára, fluttist hún frá foreldrum sín- um til föðursystur sinnar Hólm- fríðar og manns hennar, Þórðar Guðmundssonar, búandi hjón á Kampi í sömu sveit, þar var hún í 16 ár. Eftir það var hún vinnu- kona í sömu sýslu, þar til hún fluttist til þessa lands 1888, þá 35 ára. Tveimur árum eftir að hún kom hingað giftist hún Stefáni Johnssyni, ættuðum úr Eyjafjarðarsýslu, hann þá ekkju maður og átti ungan son, Albert að nafni. og ólst hann upp með stjúpu sinni, sem hennar eigið barn, þau höfðu lengst af heimiii í Winnipeg, þó eitthvað í Nýja íslandi, þar til þau fluttu til Winnipegosis, 1902, og settust að á Red Deer Point, Stefán mað- ur hennar dó 1939, þá tók dóttir þeirra Fríður May við bústjórn með móður sinni og farnaðist vel. 1936 hættu þær landbúnaði og fluttu til bæjarins Winnipeg- osis og bygðu sér þar gott hús og hefur það verið undir nafm Framtíð Canada verður ákveðin þann 11. júní VILJIÐ ÞÉR— • BRACKEN LOFORÐ? • FJÖTRA? EÐA VILJIÐ ÞÉR HELDUR— • FRAMKVÆMDIR? • FRJÁLSRÆÐI? Hefjið sigurgöngu — Greiðið Liberal atkvœði GRAHAM, David X Publisher by North Centre Liberal Associatiön Business and Professional Cards DR. A. BLONDAL Phyaician & Burgeon 215 RUBT STRBET (Belnt luCur &f Bannln*) 802 MEDICAL ARTS BLDG Talnfmi 30 877 Sími 93 996 Heimili: 108 Chataway 4 Sfmi 61 023 ViÖtalatlmi 8—6 •. h. DR. A. V. JOHNSON Dentitt »06 SOMER8ET BLDQ. Thelephone 97 932 Home Telephone 202 308 Dr. E. JOHNSON 804 Evellne 8t. Selkirk Office hra. 2.30—6 P.M. Phone office 26. Rea. 230 Frá vini Office Phone Res. Phon« 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appotntment DR. ROBERT BLACK Sérfrseðingrur I Augna, Eyrna, nef og hálaajúkdðmum 416 Medical Arta Buildlng, Graham and Kennedy St. Skrifatofualml 93 851 Heimaalml 42 154 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN TRCBT* BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth *t. PHONE 96 952 WINNIPEG EYOLFSON'S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenxkur IpfsaU T61k getur pantað meCui og annaC meC pðatl. Fljðt afgreiOala. A. S. BARDAL 848 8HERBROOK ST. Selur llkklatur og annaat um *t- farir. Allur ðtbönaÖur aft beatl Ennfremur aelur hann allakonar minniavarCa og iagatelna. Skrifstofu talsfmi 27 324 Heimllls talslmi 26 444 <7tlei/ers •224 Notre Oeme- bJ PHONE 96 647 Legstelnar aem skara íramör Örvals bl&grýti og Manitoba marmarl BkrifiO eftir verOakrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 Spruce St. Slmi 28 8#l Wlnnipeg, Man. HALDOR HALDORSON by g QÍn paynristari 23 Music and Art Buiiding Broadway and Hargrave Winnipeg, Canada Phone 93 055 J. J. SWANSON A. CO. LIMTTED 808 AVENÚE BLDG., WPG e Faatelgnasalar. Leigja höa. Ct- vegjí. penlngalán og eidsftbyrgC. bureiOa&byrgÓ, o. s. frv. Phone 97 538 INSURE your property wlth HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 ANDREWS. ANDREW8 THORVALDSON AND EGGERTSON LOgfrœOingar 209 Bank of Nova Scotla Bidg- Portage og Garry Bt Stml 98 201 TELEPHONE »# 019 H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Blóm siundvíslega afgreldd m ROSERY u». StofnaC 1906 427 Portage Ave. Stmi 97 488 Winnlpeg. Phone 49 489 Radlo Service Speclallsts ELECTRONIO LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE 8T., WINNIPEQ GUNDRY & PYMORE LTD. Britiah Quality — Fish Netttac 80 VICTORIA STREBJT Fhone 98 211 Vlnnipeg Uanaoer. T. R. THORVALDMON íour patronage wtll be • ppreci&ted G. F, Jonasaon, Prea. 3> Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Slml 95 227 Wholesale Dlstributors of TRRBB AND FROZEN FIBR CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J H. Page, Manapino Direoter Wholesale Distributors oí Fresh and Frozen Flsh. 311 Chambers St. Office Phone 26 328 Res Phone 73 917. MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Beroovitch, framkv.stj. Verzla I heildsölu meO nýjan og frosinn flsk. 102 OWENA 8T. Skrifatofuslml 25 861 Heimaslml 55 488 — LOANS — At Rates Authorized by Small Loans Act, 1939. PEOPLES FINANCE CORP. LTD. Licensed Lendurs Established 1929 40S Ttme Bldg. Phone 21 4S9 Argue Brothers Ltd. Reai Estate — Financial — and Insurance Lombard Building, Winnipeg J. DAVIDSON, Rep. Phone 97 291

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.