Lögberg


Lögberg - 07.06.1945, Qupperneq 5

Lögberg - 07.06.1945, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. JÚNÍ, 1945 4.1 14 AHAI IWENINA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Kennarastóll í íslenzkum fræðum við Manitoba , háskólann Oft hefi eg heyrt á það minst á undanförnum árum hve mikill skaði það væri þjóðflokki okkar að íslenzka væri ekki kennd við Manitoba háskólann; að það væri raunar ekki samboðið virðingu íslendinga að ekki væri kennara- stóll í íslenzku og íslenzkum fræð um við þann háskóla þar sem íslendingar eru fjölmennastir. Eg hefi og heyrt ungt fólk af ís- lenzkum ættum, sem sótt hefir háskólann, harma það að það átti ekki kost á því að nema ís- lenzku við háskólann; að það myndi miklu fremur hafa kosið að nema tungu feðra sinna held- ur en t. d. þýzku eða frönsku; að þessi mál yrðu þeim aldrei lifandi mál, en íslenzkan hefði orðið þeim lifandi mál, vegna hins nána sambands þeirra við íslenzka þjóðarbrotið. Það hlýtur því að vera mörg- um fagnaðarefni “að fyrir eld- legan áhuga ýmsra vorra ágæt- ustu manna, er nú nokkur skrið- ur kominn á þetta mikilvæga mál.” (Sjá ritstjórnargrein í Lög- bergi 24. maí, “Hvert stefnir”) Það hefir jafnan verið metn- aðarmál íslendinga að verða sem bestir borgarar landsins. Að vera góður borgari, felst ekki aðeins í því að kunna landsmálið; að vera löghlýðinn; að greiða at- kvæði við kosningar; að vera efnalega sjálfstæður. Alt þetta er vitanlega nauðsynlegt. en sa verður mestur og beztur borg- arinn, sem gefur þjóð sinni dýr menningarverðmæti; skapar þessi verðmæti eða verndar þau frá glötun — verðmæti, sem all- ir fá notið. Þannig teljum við ekki þann mann sérstaklega góðan borgara, sem bindur allan sinn áhuga við það að bæta sinn eigin hag og afla sjálfum sér þessa heims gæða, án tilits til allra annara og alls annars. Okkur finst að mælikvarðinn eigi fremur að vera sá skerfur, sem borgarinn leggur fram til andlegrar og líkamlegrar upp- byggingar og velferðar mann- félagsins í heild sinni. Þennan skilning höfum við íslendingar yfirleitt lagt í hugtakið, að vera góður borgari, og þess vegna fögnum við þegar einhver úr okkar hópi veitir t. d. fegurð inn í líf mannfélagsins með list sinni, eykur á þekkingu mann- anna með uppgötvunum eða rannsóknum sínum; bætir sam- búð og kjör manna með réttsýni sinni og skipulagningar hæfileik- um, hefur samfélagið á hærra menningarstig með kennimanns- hæfileikum sínum, eða leggur krafta sína fram til þess að vernda frá glötun þau verðmæti. sefh, eru mannfélaginu til góðs og til uppbyggingar. Frá þessu sjónarmiði séð, erum við íslendingar óneitanlega að leysa af hendi helga þegnskyldu, ef við tökum saman höndum og stofnum kennarastól í íslenzku og íslenzkum fræðum við Mani- toba háskólann. Það mun ekki einungis stuðla að verndun ís- lenzkunnar og íslenzkra menn- ingar verðmæta okkar á meðal heldur gefum við samborgurum okkar tækifæri til þess að nema íslenzkuna og fá aðgang að hin- um íslenzka menningarheimi. Hinn ungi enSki námsmaður líkti íslenzku námi sínu við það að ljúka upp þungri hurð að nýjum heimi og nýjum viðhorf- um. Er það ekki skylda okkar gagnvart þjóðemi okkar og gagn vart samborgurum okkar að gera auðveldara fyrir námsfólk, sem langar til að skygnast inn í hinr. íslenzka heim, að ljúka upp þess- ari hurð? Sennilega er ekki þörf á því að útskýra fyrir íslenzkum les- endum menningargildi íslenzk- unnar en þó vil eg leyfa mér að taka upp úr tímarits ritgerð eftir Dr. Sigurð Nordal, ummæli hans um íslenzka tungu. “íslenzkan er klassiskt mál. Hún er í raun og veru eina forn- tunga Norðurálfunnar. Hún er auðug að beygingum, og setninga bygging hennar og orðaskipun, mótast mjög af því. Um þetta er hún svo ólík enskunni, að það er meiri tamning að nema hana samhliða ensku sem móðurmáli en t. d. að nema dönsku eða jafn- vel þýzku og frönsku. íslenzkan er frumstæð og óblönduð, í henni sézt óvenjulega vel niður í rætur orðmyndanna og merk- ingabreytinga og hún er full af kjarnmiklum og frumlegum tals háttum. Sem ritmál er hún þrótt- mikil, gagnorð og skýr í bezta lagi,' ef vel er með hana farið. Frakkar halda því fram, að eng- in geti ritað frönsku til hlítar, haft rétta tilfinningu fyrir gildi (valeur) orðanna, nema hann kunni latínu, sem er stofnmál frönskunnar. Nú er engilsax- neska og norræna undirstaða enskrar tungu, og flestir beztu rithöfundar Englendinga og enskumælandi þjóða telja ensku svo bezt ritaða, að meir sé dreg- inn fram hlutur þessarar germ- önsku undirstöðu en hinna fransk latnesku tökuorða. Eg hygg því, að það sé sjónarmið, sem vert er að minnast, hvort sá maður muni ekki að öðru jöfnu standa betur að vígi að rita góða ensku, sem kann vel íslenzku og hefur gert sér sem ljósastan uppruna hins germ- anska og norræna orðaforða enskunnar. En mest er samt um vert að íslenzkan er lykill að íslenzkum bókmentum og íslenzkri menn- ingu, sem kynnzt verður af bók- um. Samhengi fornrar og nýrr- ar tungu er svo náið og órofið. að þetta gildir eigi síður um fornbókmentirnar, alt aftur til elztu Eddukvæða og dróttkvæða, en hinar nýrri bókmentir. Efni og búningur, andi og stíll þess- ara bókmenta er svo samgróið, að þeirra verður aldrei notið að gagni né þær skildar út í æsar, nema þær séu lesnar á frum- málinu, fremur en hinar klass- isku bókmentir Grikkja og Róm- verja.” Víst er um það, að við mynd- um leggja fram allstórt tillag til menningar canadisku þjóðarinn- ar ef við kæmum því í fram- kvæmd að íslenzka yrði kend við Manitoba háskólann. Ekki er ó- líklegt að margir annara þjóða námsmenn myndu velja íslenzk- una sem eina af námsgreinum sínum. Islenzka var kend við 31 háskóla í Bandaríkjunum árið 1934 og er nú e. t. v. kend við fleiri háskóla þar. Hér ætti ekki síður að vera áhugi hjá annara þjóða mönnum fyrir íslenzkunni þar sem þeir eru í svo nánu sambandi við íslendinga. En sérstaklega yrði þó ánægju- legt að sjá fjölmennan hóp ís- lenzkra ungmenna stunda ís- lenzkunám og íslenzk fræði við háskólann. Til þess að það geti orðið, verðum við að leggja meira á okkur en það að stofna há- skólastólinn. Við ættum á allan hátt að reyna að hvetja börnin og unglingana til þess að læra íslenzku, kenna þeim málið í heimahúsum, laugardagsskólum og kvöldskólum þannig, að þau hafi nokkra undirstöðu í málinu þegar þau innritast í háskólann og þau velji því íslenzkuna sem eina af námsgreinum sínum. Enn er íslenzkan svo lifandi mál á mörgum heimilum að auðvelt er fyrir foreldrana að gefa börn- um sínum þá mentun að kunna fullkomlega tvö tungumál. Margt auðugt fólk borgar út stórfé til að láta kenna börnum sínum í heimahúsum, frönsku þýzku eða önnur tungumál. Islenzkan hefir ekki minna gildi en þessi mál. Því betur sem ungmennin kunna íslenzkuna þegar þau koma í háskólann því betur mun þeim ganga að fullkomna sig -í málin, og því betur njóta þau þeirra íslenzku fræða, sem þar munu væntanlega verða kend. Frh. Árni F. Björnson 1866—1945 a stuttri stundu með hans. Árni F. Björnson var fæddur a Baldursheimi í Eyjafjarðar- sýslu á íslandi, 27. ágúst 1866. Foreldrar hans voru mikilsmet- in hjón í Eyjafjarðarsýslu, þau Friðbjörn Björnson og Anna Árnadóttir. Með foreldrum sín- um og systkinum fluttist Árni á ungum aldri til Ameríku árið 1873. Settust þau að í Rosseau í Ontario-fylki í Canada. Nefndu þau heimili sitt þar Nýhaga, og dvöldu þar til ársins 1880. Þá fluttu þau til Norður-Dakota og settust að í grend við Mountain. 1 desember, árið 1887, giftist Árni eftirlifandi konu sinni, Guð rúnu Magnúsdóttur, bjuggu þau svo saman í ástríku hjónaband þar til nú. Mest af þeim tíma stóð heimili þeirra í næstu grend við Mountain. Um tveggja ára skeið' voru þau í grend við Sher- wood í Ward County, N.-D. Árni F. Björnson Um hádegisbilið, þriðjudaginn 15. maí, andaðist Árni Friðbjörns son Björnson á sjúkrahúsi í Grafton, N.-D. Var hann alveg nýlega þangað kominn, að leita sér lækninga við hjartabilun, sem var búin að þjá hann nokkuð af liðnum vetri. Hafði hann um all- langt skeið verið rúmfastur heima, áður en hann gjörði þessa tilraun að leita frekari læknis- hjálpar þar. En þá bar mjög fljótt að þetta aðkast, sem endaði Þeim Árna og Guðrúnu varð átta barna auðið. Elsta dóttirin dó í æsku, Anna Sigríður dó fyrsta ári. Sigrún Fjóla María dó 19. ára að aldri, og Sigríður 27. ára að aldri. Börn þeirra sem lifa eru: Anna, Mrs. H. B. Grím- son, Friðbjörn, Sigurður og Valdimar, öll við Mountain, og Thorlákur í Clearfield, Utah. Fóstursonur þeirra, Thomas Johnson er háskólakennarl í California. andláti lífsins var hann manna stiltast- ur og hugrakkastur. Bar hann óbifanlegt traust til Guðs, er í kærleik snýr böli barna sinna til blessunar. I þeirri afstöðu var kona hans honum ávalt mjög lík. Og í því voru þau sífelt sam- hent að ala upp börn sín “í guðs- ótta og góðum siðum”. Og um það voru þau samdóma að á engann hátt gætu þau eftirskilið börnum'sínum betri arfleifð. Árni var duglegur maður og hugrakkur í búsýslu sinni, og búnaðist vel. Lagði hann ávalt fram til almenningsþarfa af mikilli risnu. Kom það ekki síst í ljós í framlögum hans til safn- aðar og kirkju starfs. Og hvað mest kom það í ljós, þegar mest þrengdi að kirkjunni. Hjálpfús og góðgerðarsöm voru þau hjón með afbrigðum, og eru ótalin þau góðverk, sem þau fram- kvæmdu í þessari bygð. Enda voru þau aldrei gjörn á að láta mikið á þeim bera. Árni var velgefinn maður og fróðleiksfús. Enda var hann vel að sér um margt. Hann var fríð- ur sýnum og höfðinglegur. Guðrún, eiginkona Árna hefir um langt skeið verið mjög biluð að heilsu. Á öllu því tímabili var Árni ávalt óþreytandi að stunda hana, létta henni byrgðarnar, og hjálpa henni á allan mögulegan Systkini Árna, sem enn eru á lífi eru: Margrét Reykjalín í Chicago, Magnús á Mountain, og Thorlákur í grend við Yorkton, Sask. Árni sál. var hinn mætasti maður. Ljúfur þeimilisfaðir, eig- inmaður og faðir. Spakur var hann, glaðvær og bjartsýnn. Hann var og góður maður í ná- grenni, heiðarlegur og ráðvand- ur, og vildi í engu vamm sitt vita. Árni sál. var fyrirmyndar kirkjumaður, sem þekti þar vel skyldur sínar, og uppfylti þær af fremsta megni. Hann var ein- lægux og ákveðinn trúmaður, fastur í skoðunum, og fastheld- inn við höfuðatriði sinnar barna- trúar. I erfiðleikum og sorgum hátt. Aldrei kvartaði hann, þó maður vissi að hann findi mjög til þeirra byrgða hennar vegna. Er heilsa Árna sál. bilaði svo mjög nú í vetur, var hann sem fyrr stiltur og hugprúður. Naut hann ástúðlegrar umhyggju dótt- ur sinnar, Önnu, sem stundaði hann framundir andlátið, af miklu kærleiksþeli, og alúð. Og ástúðlegrar afstöðu eiginkonu, barna og ástvina, naut hann þá líka. Og ýmsir samferðamenn og vinir sóttu hann þá heim og sýndu honum mikla vinsemd. Þvi hann var mjög vinsæll í sveit sinni. Útför hins látna fór fram fra heimili hans og kirkju Víkur- safnaðar að Mountain. Þar hafði hann lengi verið starfsamur með limur. Þar hafði hann svo oft átt mikinn og góðan þátt í að halda starfinu við og bera það uppi, ekki sízt þegar mótblástur- inn var mikill. Til hvíldar var hann lagður í grafreit Mountain bygðar, þav sem hvíLa ástvinir er á undan honum voru gengnir til hinztu hvíldar. Sóknarpresturinn, séra Haraldur Sigmar stýrði útförinní og flutti útfararræðu í kirkjunni. Blessuð sé minning hins látna. FOR A BETTER CANADA From Service in ihe Norih Ailaniic io Serve You in ihe House of Commons in Win- nipeg Norih Cenire. Vote L.P.P.—Vote Thus: By Authority Roy Sheely, 833 Lipton St., Official Agent There is a “fresh up” in every sip YOU LIKE IT-IT LIKES yOU PERTH’S Today More Than Ever AIR-CONDITIONED REFRIGERATED Fur Storage Vaults ARE THE SAFEST PLAOE to Store your Furs, Fur-Trimmed and Cloth Coats Cloth Coats Cellotone cleaned and stored until next Fall ....... $2 Use Perth’s carry and save stores or PHONE 37 261 FOR DRIVER PertHi Cteaners, Launderers, Furriers Kjósendur Selkirk-kjördæmis VOTE L.P.P. A NEW DEAL FOR THE FARMERS VOTE THUS: Nick HRYNCHYNSHYN X Published, by Authority of Baldur Peterson, Gimli, Official Agent

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.